Heimskringla - 14.06.1917, Síða 4

Heimskringla - 14.06.1917, Síða 4
4 BLAÐ6ÍÐA HEIMSKL,iíGLA WINNIPEG, 14. JÚNl 1917 HEIMSKKINGLA í Stofnuff 1NK«) Keraur út á, hverjum Fimtudegi. Tjtgefendur og elgondur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blaSsins í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um áriS (fyrirfram borgaS). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgaö). Allar borganir sendist ráSsmanni blaSs- ins. Póst eSa banka ávísanír stíiist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður Skrlfstofa: 729 8HEKBROOKE STREET., WINNIPEO. P.O. Box »171 ThImIimí Garrr 4119 WINNIPEG, MANITOBA, 14. JÚNI 1917 Bjargið skipi ríkisins. (Þýtt.) Skipið hossast í ægilegu ölduróti langt úti á reginhafi. Leka hefir orðið vart, sem einlægt verður meiri og meiri—farþegarnir og skipshöfnin eru því í mestu hættu. Eina ráðið að halda skipinu á floti og bjarga lífi þeirra, sem innanborðs eru, er að skipshöfn- in vinni hvíldarlaust við dælurnar. Eftir því sem á nóttina líður, verða menn þessir meir og meir örmagna af þreytu. Allir farþegar vinnufærir eru þá kallaðir fram til þess að I aðstoða við dælurnar. En margir þeirra eru . liðleskjur, er enga hjálp vilja nú veita, þó ungir séu og hraustir, og eigið líf þeirra í voða engu síður en hinna. Þarna eru líka konur, er neita að bera þeim hressingu, sem eru að hamast upp á líf og dauða að dæla burt vatninu. Að lokum sér skipstjórinn, að við svo búið má ekki una, tekur skammbyssu sér í hönd og rekur liðleskjurnar, karla og konur, til vinnunnar, og á þenna hátt er skipinu bjargað. Þannig er herskyldan, og eiga margir henni líf að launa. Nú í dag er vort góða skip ríkisins Canada í hættu ásamt alríkinu. Hermennirnir í víg- gröfunum halda því á floti og mega ekki slaka á kröftum sínum eitt einasta augna- blik, eða skipið sekkur í reginhafið og verð- ur prússnesku hervaldi að bráð. Líf allra, sem um borð eru, karla, kvenna og barna, er í hættu. Hugprúðu hermennirnir í víggröf- unum eru margir að örmagnast af þreytu, margir þeirra eru búnir að leggja líf sitt í sölurnar til þess að bjarga skipinu og margir eru særðir og fatlaðir. Tími er því kominn til þess að liðleskjurnar, sem ekkert vilja gera, ekki einu sinni til þess að bjarga sínu eigin Iífi, séu kallaðir þannig fram á orustu- völlinn, að þær eigi ekkert undanfæri Ieng- ur. Þetta er í stuttu máli sagt þýðing her- skyldunnar. Skipinu verður að bjarga. i—■—--------------------- -- ■■ ——•—+ Skaðleg áhrif œsingamanna. Ástandið á Rússlandi í seinni tíð sannar óhrekjanlega, hve ill og skaðleg áhrif æs- ingamannanna geta verið á þjóðfélagið. Stjórnarbyltingin, sem ekki fyrir löngu átti sér stað á Rússlandi, var það stærsta spor til framfara er unt var að stíga. Þjóðin byltir af sér einveldinu og gerist lýðfrjáls þjóð. Draumar hugsjónamannanna virðast í bili rætast, því með frelsinu er svo mikið feng- ið; það er grundvöllur allra sannra fram- fara. Fengið frelsi er fyrsti árdagsroði menningarinnar. Harðstjórinn, hvort sem hann er keisari eða kóngur, getur stofnað til framfara í landi sínu. Hann getur unnið mörg þörf og góð verk með þrælum sínum, jafnframt því og hann er að ryðja sjálfum sér braut til meiri metorða og valda. En þrælar hans eru þó ekki annað en þrælar á meðan þeir hlýða boðum hans. Þjóð hans er ekki annað en þrælkuð þjóð, á þrældóms- vegi, á meðan hann er drotnari hennar. — Þess vegna verða þjóðirnar að bylta ein- veldi og harðstjórn frá völdum áður þær geti talist í röð þroskaðra framfaraþjóða. Stjórnarbyltingin á Rússlandi var því spor í rétta átt. En þjóðin varð að gera meira en ! að bylta sínum eigin keisara úr hásætinu — þetta var að eins byrjunin. Til þess að alt gæti endað vel, hlaut þjóðin að halda áfram að leggja fram óskifta krafta sína í stríðinu gegn einveldinu—keisaraveldinu þýzka. Við þetta keisaraveldi stóð þjóðin í stríði upp á líf og dauða. Stríð þetta varð að halda á- fram þangað til önnur hvor hliðin bæri sig- ur úr býtum. Það var með öllu óhugsanlegt að hið nývaknaða og lýðfrjálsa Rússland færi að semja frið við hervald einveldisins þýzka, án þess að hafa beðið ósigur í stríð- inu. En hvað skeður? Þegar bráðabirgðar- stjórnin, sem án efa var skipuð færustu og vitrustu mönnum, er að leggja fram alla sína krafta og virðist í svipinn vera að kippa öllu í nokkurn veginn viðunanlegt horf, þá fer samt alt áður langt líður út um þúfur. Þjóð- in tekur að sundrað í ótal parta og stjórninni verða því allar bjargir bannaðar. Alt sam- komulag í landinu fer í hundana. Tildrögin að þessu eru augljós — æsingamennirnir eru komnir til sögunnar. Þegar þjóðin er eins og drukkin af hinu nýfengna frelsi og viðkvæm fyrir öllum á- hrifum, sjá æsingamenn hennar sitt marg- þráða tækifæri. Hver og einn þeirra þykist þess fullviss, að nú muni hann geta rutt stefnu sinni braut hjá þjóðinni. En stefnur æsingamannanna eru margar, því þeir eru sjaldan á eitt sáttir. Einn vill þetta og ann- ar hitt, og allir þykjast þeir mæla heilagan sannleika. Ekki var því von að vel færi hjá rússnesku þjóðinni, þegar hún á þessum tíma var kom- in í klær slíkra manna. Leið þá ekki á löngu áður hún sundraðist í ótal flokka. Stefnur þessara miður heppilegu leiðtoga, æsingamannanna, voru svo margar. Sumir þeirra vildu sérfrið við þýzkaland tafarlaust, en aðrir vildu sérfrið að eins með vissum skilyrðum. Sumir vildu koma á fót jafnað- armanna stjórn á Rússlandi, en aðrir aðhylt- ust aftur á móti algert stjórnleysi. Vafalaust hafa sumir af æsingamönnum þessum viljað láta afnema hjónabandið og stuðla þannig til þess að rússneska þjóðin fylgdi stefnu jafnaðarmannsins íslenzka, sem forðum gaf út stórblaðið “Dagskrá” í Winnipeg, — því þótt hann breytti um skoðun síðar, varð hann heimsfrægur maður fyrir að sinna stjórnmálum í sjö ár samfleytt í sama fylki! Ólíklegt er þó, að stefna þessi hafi fengið marga áhangendur á Rússlandi fremur en í öðrum löndum. Flestar stefnur æsingamannanna þar hafa þó hlotið fleiri og færri fylgjendur upp á síðkastið. Það sýna hinir mörgu flokkar, sem þjóðin er nú deild í. En ekkert var skaðlegra rússneskri þjóð nú á tímum, en það, að Iiðast svo sundur. Sú þjóð, sem í stríði stendur, má ekki við ósamkomulagi og sundrung heima fyrir. — Stjórnin á Rúss- landi virðist nú vera farin að sjá þetta og er nú tekin að varpa æsingamönnum í varð- hald í þúsunda tali. Á stríðstímum eru fanga- húsin heppilegasti staðurinn fyrir slíka menn. Allar þjóðir hafa átt við æsingamenn að stríða. Frá fyrstu tímum hafa þeir verið hverri góðri hreyfingu hjá mannkyninu til bölvunar. Þeir hafa sundrað starfskröftum þjóðanna. Fylgi þeirra hefir ekki reynst neinu góðu málefni til stuðnings—af því slíkt fylgi var að eins æsingar og orðaglamur. Menning þjóðanna hvílir á starfi og fram- leiðslu. Starf dugandi manna hefir rutt leið öllum endurbóta hreyfingum hjá mannkyn- inu. Þeir hugsjónamenn, sem komið hafa byltingum í framkvæmd, hafa verið óbilandi starfsmenn og hinir ötulustu til allra stór- ræða. Þeir menn hafa ekki óttast orustu- völlinn né skurkið í herbúðum óvinanna. Þeir menn hafa gert meir en tala og glamra. Slíkir menn hafa á liðnum tímum lagt lífið í sölurnar fyrir góð og göfug málefni — og eru að því enn þann dag í dag. Æsinga- mönnum flestum er alt annan veg farið. Þá skortir lundfestu til þess að brjóta nokk- urt málefni til mergjar, en eru þó sí-talandi og sí-æsandi. Þeir æsingamenn, sem mest hafa trylt verkalýðinn hér á landi, kunna sjaldan nokkra iðn sjálfir. Ritstjóri Lögbergs segir á fremstu síðu í síðasta blaði sínu, að “allir hugsjónamenn hafi verið kallaðir æsingamenn, þangað til hugsjónir þeirra komust áfram.” Segir hann þetta sjálfum sér til huggunar, þegar honum er ómögulegt að hrekja þá staðhæfingu vora, að honum hafi “verið í meira lagi gjarnt til æsinga í seinni tíð.” Sér til andlegrar svöl- unar gerir hann sig að “hugsjónamanni”, sem engu komi í framkvæmd og sé því al- ment kallaður “æsingamaður”! Fram- kvæmdarleysi sitt, þrátt fyrir allar æsingarn- ar, ver hann með því, að hann sé hugsjóna- maður! Bágbornari vörn í máli sínu hefir enginn íslenzkur ritstjóri flutt fyr né síðar. Þessi vörn Lögbergs ritstjórans verður einsdæmi í íslenzkri blaðamensku. Nafnið æsingamaður ætti að loða við hann úr þessu, þegar hann er búinn að við- urkenna sjálfur—á fremstu síðu í blaði sínu —að það sé réttnefni! Hann færir Iíka fram ástæðurnar fyrir þessu—þetta sé af því hann hafi enn þá ekki komið neinu í fram- kvæmd, eða komið því “áfram”, eins og hann kemst að orði. Lögbergs ritstjórinn grípur oft og einatt til þeirra örþrifaráða, þegar hann er í vanda staddur, að reyna að narta í persónu þess, sem hann á í deilum við. Lýsir þetta atferli hans sér sjálft og þarf þar engu við að bæta. Ritstjóri Heimskringlu er ungur í blaða- menskunni enn þá, en mun þó ótilneyddur ur ekki gera sig sekan í öðru eins. +--------———— ---------— ----------—!• Galt rannsóknin. Galt dómari leysti rannsókn sína þannig af höndum, sem fylkisstjórnin hér fól hon- um, að hún verður grunsamleg í fylsta máta. í skýrslu sinni kærir hann Robert Rogers í sambandi við byggingu landbúnaðarskólans hér, um fjárdrátt og svik. Á hann að hafa verið í samsæri við félagið Thomas Kelly & Sons með því augnamiði að svíkja undir sig fé fylkisins. Sannanirnar, sem færðar eru þessu til stuðnings í skýrslunni, eru frek- ar fátæklegar, enda hafa þær þegar verið rækilega hraktar af þeim, sem málinu eru kunnugir. Flest af liberal blöðunum hafa farið gætilega í sakirnar að minnast á skýrslu þessa, eins og þau hefðu það á meðvitund sinni, að eitthvað væri við hana bogið. Lögberg er þó undantekning. Síðan skýrsla Galts dómara birtist, hefir Lögbergs ritstjór- inn verið alveg óður og uppvægur. Með fá- dæma mælsku hefir hann skýrt lesendum sínum frá þessum stórkostlega þjófnaði, sem hér hafi verið framinn. Það er eins og eng- inn hafi verið sakaður um þjófnað fyr en nú —þetta sé nýtt í “mannkynssögunni”. Skýrslu Galts dómara skoðar ritstóri Lög- bergs auðvitað sem heilagan sannleika og óhlutdræga rannsókn í málinu telur hann sjálfsagt að hún muni birta. Og í seinasta blaði sínu lætur hann í ljós undrun sína yfir því, að Robert Rogers skuli ekki vera “tek- inn fastur” og settur í varðhald! Minnir þessi æsing Lögbergs Ieiðtogans á tímana forðum, þegar það tíðkaðist að menn voru hengdir án dóms og laga. Nú hefir þetta súnist þannig, að Rogers hefir leitað til Sir Roberts Borden, forsætis- ráðherra Canada, og beðið um nýja rann- sókn í þessu máli. Hefir forsætisráðherr- ann fúslega veitt honum þetta og tilnefnt þá Sir Ezekiel McLeod, yfirdómara í New Brunswick fylki, og Tellier dómara í Quebec fylki, til þess að rannsaka málið að nýju og leiða sannleikann í ljós. Báðir eru þessir menn vel þektir í Canada og er þeim fylli- Iega treystandi til þess að leysa verk þetta samvizkusamlega af hendi. Hafa þeir lofað að gera þetta endurgjaldslaust, og er sljkt stórþakka vert. Tíminn mun nú leiða í Ijós á hvaða rök- um kærur Galts dómara gegn Robert Rogers eru bygðar. En þannig hagaði dómari þessi yfirheyrslunni allri við rannsóknina ofan- greindu, að fáum mun hafa blandast hugur um, að eitthvert leyndardómsfult afl hlyti að standa á bak við þetta alt — og þess vegna munu fáir hafa tekið mikið mark á skýrslu hans. +■— - - ... - — ■■ ■■ ................—+ Lögberg og Saskatchewan kosningarnar. í ]>etta sinn (siðastl. viku) er fremur fátækt um varnir hjá ritstj. Lög-bergs fyrir stjórnina í Saskatchewan. Auðvitað segir liann (í Bit- um), að hann sjálfur hafi verið við stjórn- máiin riðinn ]>ar í sjö ár. Er þá eigi að furða, fyrst svo var, að margt haifi þar aflaga farið! Ef til viil er þá Scott ekki um að kenna, og samráðamönnum hans, að horfið hafa centin —jþessar 25lA miljónir dollara—sem til láns voru teknar! En enginn vissi það áður að Lögbergs ritstjórinn hefði “í 7 ár tekið þátt í stjórnmálum fylkisins", fyr en hann opinber- ar það nú! En hætt er við að það séu sömu sannindin og annað sean hann segir. Og hætt er við, að fáir trúi því, sem til hans þektu þar um slóðir. En fyrst svo hefir verið, kannske hann vilji þá segja frá hvað mikið var borgað Mr. Deno- van í Wynyard fyrir “Cottagið’’ sem dubbað var upp í dómhús, og hvers virði húsið er, því kaupin liafa sjálfsagt skeð í stjórnartíð hanS. Voru borgaðir $30,000 fyrir það? Ef ekki, hvað mikið þá, og hvað var svo gjört við afganginn, sem fylkisreikningar sýna, að fyrir það hafi verið borgað? Kannske hann, bindindishetjan, sem raun- lair varði nú vínsalana hér í fyrra í Manitoba, þvert á móti allra von, með löngum þýðing- um og ritstjórnargrcinum, vilji líka segja frá þvf, hver réði því, að hótelið brann í Wyn- yard, að Bronfman Gyðingi, sem eigandi var hótelsins var leyft að færa vínsölukrá sína yfir í rakarastofuna litlu, hinum megin við götuna og halda áfram brennivfnssölu sinni þar? Og hverja Bronfman tók með sér til Regina til þess að ná þessum hlunnindum? Þetta hefir verið í stjórnartíð Sigurðar, eftir þyí sem honum sjálfum segist frá. Kannske hann vildi þá líka skýra frá, hvað miklar vegabætur voru unnar norður og austur af Leslie, liöfuðstað stjórnarinnar! í hans stjórnartíð, og hvcrnig á reikningun- um stendur í útgjaldaskrá fylkisins fyrir brú- arsmíðar o. fl. í sambandi við þessar voga- gjörðir? Kannske hann viiji skýra frá hvernig á því stendur, að bændur mega ekki leggja sfna cigin síma, lieldur verða að láta til þess nefnda menn af stjórninni gjöra það, og eru svo skattaðir rétt 10 sinnum meira fyrir þá en þeir kosta. Kannske hann vilji skýra frá, hvernig á því stendur, að nokkrir þingmenn, tryggustu fylgiliðar stjórnarinnar, sitja nú í tugthúsi, eftir að frammistað'ai þeirra var rannsökuð, sem stjórnin barðist með alefii á móti að væri gjört eins lengi og hún gat? Þeir hafa sjál'fsagt verið tugthúsaðir fyrir sakieysi og ráðvendni! Vér eigum helzt von á, að þaið verði svarið. Hvernig stóð á því, að Weed Lake brúin hjá Broadview var lát- in kosta $104,000 f stað $30,000, eins og áætlun stjórnaiverkfræð- ingsins var í fyrstu, og hvaða félag var þetta Púirson’s Construction Co., er gefið var $74,000? Hver er þessi Job, sem fékk $70,- 000 styrk úr fylkissjóði síðastliðið ár og fyrir hvað var það goldið? Var það þolinmæðisþóknun? Eyrst ritstj. er svona kunnugur stjórn- málunum f Saskatchewan, því fræðir hainn ekki fólkið um þetta? Nei, það slær út í aðra sálma. 1 stað þess að gjöra grein fyrir nokkru af þessu eða svara nokkru af öllum þeim kærum sem á stjórn- inni hvíla—og eru þær legíó—, þá er viðleitni hans sífelt í sömu átt, að víkjast undan þeiim atriðum, sem um er að ræða og reyna að dragai athygli lesenda að öllu öðru. En svo fer þeim öllum, sem óhrein- an málstað hafa að verja. Sannar Ivetta hvað bezt ritstjórraargreinin í síðasta blaði um kosniragarnar. Nú er það ekki allsherjar vínbann yfir iailt Canada, sem stjórnin er að berjast fyrir, eigi heldur kjörgengi kvenna í sambandsmálum, eins og hann hélt fram fyrst, heldur er það úrsögn Saskatchewan fylkis úr rík- issambandi Canada.! Þeir eru að smáfæra sig upp - á skaftið, þeir voluðu! Hiann segir, að eins og nú standi, þá sé öll verzlunarlög- gjöf f höndum sambandsstjórnar- innar og hún ákveði tollskyldur allar, eins og auðvitað er. t>að eru eH-herjar lög að ríkisheildin, hver sem hún er, hljóti að hafa þau mál með höndum. Verzlunarlöggjöfin gildir ávalt fyrir alt ríkið. Og þeg- ar einliver iandshluti ræður þeim málum sjáifur, er bainn orðinn rík- isheild út af fyrir sig. En svo bæt- ir hann við: “Nú iiggur ]>að auð- vitað beinast við, eins og hér stend- ur á, að stjórnin í hverju fylki hafi umboð fólksins til þess að krefj- ast breytinga á þessu.“ Og svo kemur þá þessi merkilega stefnu- skrá: “Nú hefir stjórnin tekið upp al- veg nýja stefnu í þessu máli, sem aldrei hefir þekst fyr; hún er sú, að stjórnin, sem slík, með sam- þykki fólksins, hefji baráttu gegn sambandsstjórninni og krefjist þeirra réttinda." Hefir nokkur heyrt araainð eins! Um það getum vér fullvissað lesendur vora, að þetta er ekki stefna stjórnarinnar þó vitlaus sé, að hún heimti, að iSa«k. segi sig úr verzlunar sam- bandi, og þá um leið ríkissam- bandi, við Canada. Það hefir henni aldrei komið í hug og engum nema rit-stjóra Lögbergs sjálfum. Meiri fáfræði f stjórnmálum þessa lands er nú tæpast hægt að auglýsa, en þessa. Og ef þetta er af eintómri fáfræði sagt, þá er hún alveg dæmal'aus. En svo mun feiast í þessu til- gangur nokkur lfka, sCm allir hljóta að skoða bæði ódrengilegan og óráðvandan. Hér er verið að reyna að villa sjónir þeim, sem fá- fróðir eru. Þeim, sem eru ámóta glöggir á stjórnmál eins og bænd- urnir uppi í afdölum í Noregi, sem Björnstjerne Björnson segir frá, og liéldu að allar skipanir ríkisins stöfuðu frá prestinum. Það var verið að reyna að villa þeim sjönir, er eigi kunna grein á að gjöra milii sambands og fyikis stjórraar, en telja hvorttveggja hið sama. Aðra er ekki hægt að blekkja. En ó- vandur er sá flokkur eða talsmenn þess flokks, sem það í frammi hafa. Utan um þessa speki er svo rit- stjórinn að vefa álraarlangan vef úr þvættingi um einokunar tímabilið á íslandi. Yér viljum nú spyrja, hvort nokkrum manni í Sask. eð'a annarsstaðar komi til hugar að líkja verzlunarlöggjöf þessa lands við verzlunarlöggjöf einokunar- tímiabilsins f Evrópu, er löndin voru seld á leigu og enginn mátti verzla nema við sérstakan kaup- mann, ella verða fyrir straffi og sektum? En hafi ástandið verið svo í Sask., því hefir þá ekki stjórn- in, sem öllu ræður þar og nú er bú- in að sitja að völdum f 12 ár, breytt þessu? Hennar- er þá lítill fram inn. Það er eins og fyrri daginn, um ekkert af því sem ritstj. er að þvætta, er deilt við kosningarnar nú þann 26. Heldur eingöngu um stjórnsemi innan fylkisins, og í þeim málum, er fyikinu koma við. Um ráðvand'a og sanngjarna með- ferð á eignum fylkisins og útsvör- um, og að þau verk, sem nauðsyn- leg eru, séu unnin svikalaust. Til- litslaust til allra flokka er það sið- ferðisskylda allra kjósenda, að líða ekki alls konar svik og pretti og fjárbruðl þeim sem með opinbert umboð fara. Og það er siðferðis- skortur að mæla nokkru þesshátt- ar bót. Saskatchewanstjórnin hef- ir fyrirgert rétti sínum hvað sem hver segir og hverju sem hún lofar. En hingaö til hafa loforðin eigi önnur verið en þau, sem hún hefir engin ráð á og þa-rf því ekki og getur ekki efnt. Því lofar hún ekki að skila þvf aftur í fylkissjóðinn, sem hún hefir látið svíkja af al- menningi og som hún sjálf hefir undir sig dregið? Það væri í henn- ar valdi að gjöra. En þá kosti hefir hún líklega ekki boðið og býður líklega ekki. En Lögbergs ritstjórinn gæti nú boðið það fyrir hennar hönd og látið það fylgja frumvarpi sínu um úrsögn fylkis- ins úr sambandinu. Þá væri fylk- issjóðurinn viss að fá það því vís er borgun hjá Brandi! ------o------- Enn um sparsemi Saskatchewan stjórnarinnar. Þau eru eigi fá dæmin, sem teija má um ráðslag stjórnarinnar f Saskatchewan og hvernig hún hef- ir féflett fylkið. Það hefir verið sagt frá vegagjörða svikum hennar og brúargjörðinni sælu yfir Weed Lake hjá Broadview. Alveg s«ms- konar dæmi komu upp við yfir- heyrzluna f vetur, í sambandi við vatnsleiðsluþróna í Kindersley. Sú saga átti langan aðdraganda og öll sú sviksemi og fjárdráttur, sem þar átti sér stað, var í .sambandi við- kosningu akuryrkjumála ráðgjaf- ans, Mr. W. R. Motherwell. Upphaflega var hann fulltrúi Humboldt kjördæmis. En.er á leið embættistíð hans var hann orðinra þar svo hverjum manni leiður, að hann treysti sér ekki að ná þar kosningu. Við síðustu atkvæða- greiðslu sótti hann þar því ekkir en náði útnefningu í Kindersley (1912) var í ráði gjört af bæjarbú- um að koina þar á vatnsleiðslu, og kjördæmi. En um þetta leyti kom nú Mr. Motherwell eins og sending að hjálpa þeim við þetta fyrirtæki. Lét hann nú verkfræð- ing stjórnarinnar gjöra áætlura með kostnað á þessu verki og á sama tima um kostnað á að setja brú yfir þar sem stýflugarðurinn. fyrir v'atnsþróna átti að hlaðast. Auðvitað þurfti þar enga brú, en til þess að stjórnin gæti tekið að sér verkið, varð að setja brú, þvf hún hafði enga heimild til þess að fara að hlaða vatnsþró á aimenn- ings kostnað fyrir einn sérstakan bæ, en brúarsmíðar gat hún látið gjöra. Nú kemur kostnaðar áætl- unin frá verkfræðingnum um að hvorttveggja muni kosta um $11000. En kosningar voru í nánd. Lofar nú Motherweli að leggja bæjarbú- um $6,000 úr fylkissjóði til þessa fyrirtækis. Átti það að vera kostn- aður við brúna. Á móti þessu háttalagi var nú samt mælt og það af verkfræðingi stjórnarinnar sjál'fum, er sagði, að þetta væri með engu móti réttlátt. En hon- um var nú skipað að þegja og búa til uppdrátt fyrir verkið,—og það1 gjörði hann. En eftir nokkrar vikur, og sjálf- sagt eftir að Motherwell var búinn að hafa ýmsan kostnað í kosninga- leið'angri sínum, lét hann yfirvega þetta tilvonandi verk og kostnað- aráætlunina að nýju, er honum fanst nú að vera myndi helzt til lág, og var þá áætlanin færð upp £ $20,000. — Nú var alt fallið f ljúfa löð og svo þurfti að sannfæra kjós- endur um að þetta væri meira en eintóm ráðagjörð. Lét hann l>ví verkamálaráðgjafann skipa að fara af stað með verkið. Nú var eftir að fá tilboð. Er nú Parson félaginu, er helzta virðist vera lijálparliclla stjórnarinraar við öll þess konar verk, tilkynt, að stjórnin sé nú tilbúin með að láta byrja á þessu verki og óski eftir tilboðum. Annað félag komst á siioðir um þetta og krafðist að mega gjöra tilboð líka. Heitir það Laidlaw Bros. og er f Regina. Já, (Framli. á 5. bls.) Hefir þú Brúkað v SILKSTONE Hið ljómandi veggja máL

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.