Heimskringla - 26.07.1917, Page 2
2. BLAÐSÍÐA
HllXIXBIIðLi
WINNIPEO, 26. JÚLl 1917
, Keisaravaldið þýzka
Eftir Ȓra F. J. Bergmann.
_________________ J
(Fr&mh.)
29.
Vilhjálmur og Bismarck.
Eftir stríðið milli Frakka og
Þjóðverja 1870—71 stóðu þeir Bis-
marek og Vilhjálmur I. hvor öðr-
um hlið við hlið f seytján ár.
Aldrei hafa tveir menn reynst hvpr
öðrum hollari á löngum æfiferli.
Konungurinn og keisarinn sýnir
kanzlara sínum stöðugt óbilandi
traust, jafnvel begar skoðanir
þeirra fóru í ýmsar áttir. Ekkert
sýnir betur, hvílíkur afburðamað-
ur Bismarck var, en það, að vilji
bans verður stöðugt að ryðja sér
til 'rúms, þrátt fyrir mótspyrnu
keisarans. Svo sannfærður var
Vilhjálmur um, að skarpskygni
Bismarcks bæri af hans eigin og
annarra, er hann baifði völ á.
Um hugsanir þeirra hvors um
eig og metnað vita menn eigi. En
þessir tveir höfðu það báðir sam-
eiginiegt Friðriki mikia, að velferð
rikisins var hið mikla miarkrnið
beggja. Hana létu báðir ávalt.sitja
í fyrirrúmi fyrir einka óskum sfn-
um og skoðunum. Alt annað Iétu
þeir lúta þessari megin-hugsjón
sinni.
Bismarek hafði togað lávarð
sinn út í hvert stríðið á fætur öðr-
um, stríð við Dani, strið við Aust-
urríki og stríð við Frakka. Og öll
þessi fyrirtæki höfðu hepnast. Að
minsta kosti hafði árangurinn í
hvert skifti orðið Prússlandi hinn
mesti vegs- og vaida-auki. En á
hinn bóginn mun það bafa aiið þá
alt annað en holiu hugmynd upp
hjá þjóðinni, að henni væri allir
vegir færir. Hún þyrfti ekki ann-
að en viljann til valda, svo gæti
hún veitt sér völdin, hve nær sem
henni sýndist.
Aðai-atriðið var að hafa herinn
þýzka til taks, hve nær sem á
þyrfti að halda, og svo sterkan, að
engum óvini gæti hæglega hug-
kvæmst það tiltækilegt, að reyna
sig við hiann. Hann yrði ávalt að
vera í svo góðu lagi, að hann gæti
látið höggið ríða, áður óvinurinn
hefði nokkurt færi á að bera það
af sér.
heimtuðu, að hann gerðist leiðtogi
þeirra, en til þess fekst hann ekki.
Samt gekk hiaortn fyrir föður sinn
og leitaðist við að sýna honum
fram á, hve öfug stjórnarstefna
Bismarcks væri. Þegar lögin um
prentfrelsi og dagblöð höfðu verið
birt 1863, iýsti hann því opinber-
lega yfir, að hann væri þeim alger-
lega mótfaliinn. Hann hætti að
sitja á fundum ríkisráðsins og
hafðist mest við utan Berlínar.
Friðrik krónprinz var mikill vin-
ur prinzins af Ágústenborg og
studdi hann í kröfum hams og til-
kalli til hertogadætnanna Slésvik-
ur og Holtsetalands. En það var
þveröfugt vilja Bismarcks, eins og
gert hefir verið ijóst hér að fnam-
an. 1 stríðinu við Danmörku fekk
iiann fyrstu reynslu í hernaði. Þar
reis ágreiningur upp milli herfor-
ingjanna og aðal-hershöfðingjans
og var Friðrik prinz skipaður til
iað skera úr, og var þannig settur
yfir hann.
Prinzinn var mjög andvígur
stríðinu. við Austurríki. Samt tók
hann þátt í því og sýndi, að hann
hafði mikla herforingja hæfileika
til að bera. í úrslitaiorustunni við
Königgraetz, komst hann á víg-
völlinn með her sinn fyrst eftir 20
mfina hergöngU. En komst samt
í tæka tíð og réð úrslitum.
1 stríðinu við Frakka var Friðrik
prinz yfirforingi yfir her suður-
ríkjanna. Hann átti mikinn þátt
f bardaganum við Sedan og síðar í
umsátrinu um París. Hann átti
líka mikinn þátt í þvf, að samein-
ingin tókst með suður- og norður-
Þýzkalandi. öflugur stuðnings-
maður keisaravaldsins reyndist
hann og sór sig í því efni í ætt við
forfeður sína.
Prinzinn og kona hans höfðu
bæði miklar mætur á list og lista-
söfnuin. Honuin var einkum að
þakka grö.ftur og eftirleit á Grikk-
landi eftir leyfum frá gullöld
Grikkja. Árið 1878 var skotið á
föður hans í þeim tilgangi að ráða
honum bana, og var þá Friðrik
rijíisstjórnari meðan ikonungur
greri sána sinna. Þegar frjálslyndu
flokkarnir runnu saman 1884, var
fiokkurinn aiment nefndur flokk-
ur krónprinzins. Samt var Friðrik
varaisainur og hinn gætnasti. hann
vildi ekki á neinn hátt koma stjórn
föður sfns í vanda.
Vilhjáimur I. endaði 90 árin áð-
ur en hann iézt. Borið hafði það
við, 'að ágreiningurinn hafði svo
mikill orðið um stefnur og aðferð-
ir, að Bismarek hafði verið í þann
veginn að segja af sér. En aldrei
hafði keisaranum til hugar komið,
®ð taka það til greina. Hann iét
sér finnast það óhugsanda, að Bis-
marck færi frá, meðan hann sæti
að völdum.
En menn áttu þess alment von,
að við fráfall Viihjáims, yrði kanzl-
®rinn að leggja niður völdin. Síð'-
ustu árin var talað um þrjá keis-
ara á Þýzkalandi. Gamli keisarinn
var nefndur der Greise Kaiser —
keisara öldungurinn. Friðrik, son-
ur hans, sem taka átti við vöidum
eftir hann, var nefndur: Der Weise
Kaiser,—vitri keisarinn, og sonur
hans, Vilhjálmur, sem nú er keis-
ari, nefndist: Der Reise Kaiser, því
hann var á stöðugu ferðalagi. Mik-
il lotning var borin fyrir Friðriki
ríkiserfingja, sakir mikilla vits-
muna og frjálslyndis. En menn
vissu, að hann múndi ekki endast
lengi, því hann var hættulega
veikur. Hugarstefna hans og Bis-
marcks þóttust mcnn vita, að
naumasti gæti orðið samferða.
Vilhjálmur I. naut hinnar béztu
heilsu í liárri elli og kendi naum-
ast krankleika fyrr en skömmu
fyrir andlát sitt. Það bar að hönd-
um í Berlín 9. marz 1888. Hann var
fæddur 22. marz 1797 og hefði því
orðið 91 árs gamail, ef hann hefði
lifað 13 döguin lengur.
30.
Friðrik III, 9. marz 1888—
15. júní 1888.
Hann v®r fæddur í Potsdam 18.
okt. 1831, og var elzti sonur prinz
Vfihjálms Jiess er síðar varð kon-
uhgur og keisari, og þegar hefir
verið sagt frá. Ungur ferðaðist
hann allmikið og var Moltke hers-
höfðingi einatt með honum á þeim
ferðum. Árið 1855 trúlofaðist hann
Vietoriu prinzessu, dóttur Vic-
toriu drotningar á Englandi, og
giftist henni 25. jan. 1858.
Þegar er föðurbróðir Friðriks
lézt og faðir hans tók við konungs-
tign, varð Friðrik prússneskur
krónprinz. Áhrifin frá móður
hans og einkum tengdaföður, Al-
berti manni Victoriu drotningiar,
gerðu hann að frjálsiyndum
manni. Sökum þess var hann mjög
óánægður með stjórnarstefnu Bis-
marcks og gang viðburðanna á
Prússlandi, eftir að Bismiarck tók
þar við kanzlaraembætti.
Frjálslyndir menn á Þýzkalandi
Með þjóðinni alinent gerðu menn
sér hinar mestu vonir um etjórn
hans er bann kæmist til valda,
einkum hinn frjálslyndari hluti
hennar. En það varð snemma dap-
urt yfir þeim vonum, því prinzinn
varð veikur af krabbameini í hálsi.
Veturinn 1887—1888 var liann í San
Remo á Norður-ítalíu. 1 janúar
1888 varð að gera barkaskurð á
honum.
Þegar faðir lians lézt 9. marz,
flýtti Friðrik sér tii Berlínar. En
hann vissi, að dagar hans voru
taldir, enda var hann leiddur til
hásætis, einungis til að deyja.
Fyrir því gat ekki stjórn hans náð
þeim tilgangi, sem menn höfðu
gert sér vonir um. En þá voru
flokkadrættir miklir í iandi og
nöfn keisarans og keisarafrúarinn-
iair notuð beint í illviljuðum til-
gangi. Voru það einkum fylgis-
menn Bismarcks, sem gerðu hvað
eftir annað beiskustu árásir á keis-
arafrúna, sem hún átti alls ekki
skilið.
Helzta stjórnarstarf Friðriks
keisara voru þungar ákúrur, er
hann veitti Herr von Puttkamer,
sem var ráðgjafi innanríkismál-
anna og afturhalds maður mikill.
Varð það til þess, að hann sagði af
sér. Þegar keisarinn átti kost á
að skipa menn í nýjar stöður, valdi
hann helzt menn úr flokki þeirra,
sem hingað til höfðu verið iokaðir
úti frá öllum náðarveitingum hirð-
arinnar.
Misklíð allmikil kom upp með
keisaranum ok kanzlaranum út af
giftingu prinzins frá Battenburg
og Victoriu prinzessu f Prússlandi.
Victoria Englands drotning varð
að gera sér ferð til Berlínar til að
jafna þá misklíð, en um leið til
þess að vera viðstödd banabeð
tengdasomar síns. Friðrik keisari
lézt 15. júní 1888, eftir að hafa setið
að ríkjum í níutíu og níu daga.
Mikill ágreiningur reis út af því,
hverjum læknisráðum hefði fylgt
verið í sjúkdómi keisarans. Þegar
f maf 1887 höfðu þýzkir læknar þózt
verða varir krabba í hálsi hans.
En Sir Morell Mackenzie, enskur
sérfræðingur sem menn iíka ráð-
færðu sig við, var þessu ekki sam-
þykkur, og réð eindregið frá því,
að holdskurður væri ger til að
taka barkann burt. Ráðum hans
var fylgt. En er keisarinn var lát-
inn, vair þetta notað óspart til að
blása að hatrinu til Engiands.
Afturhaldsliðið alt á Þýzkalandi
var stór-gramt yfir frálslyndi keis-
arans og kendi enskum áhrifum.
II.
KEISARINN ÞÝZKI Ntr A
DÖGXJM.
31.
Vilhjálmur H., 1888—
Vér erum nú komnir í þessu
sögulega yfirliti voru yfir konung-
ama og keisarana þýzku, niður til
vorra daga. Vér erum nú svo iangt
komnir niður í tímann, að vér
stöndum þeim manni augliti til
auglitis, sem nú er að allra dómi
iífið og sálin í þeim viðburðum,
sem nú eru að geraet.
Ferillinn, sem vér höfum rakið,
liefir verið nokkuð langur, og ef til
vill einhverjum þótt | -fiður og
þreytandi. En hann hefir verið
öldungis nauðsynlegur, til þess að
afla sér yfirlits og skilnings sög-
unnar, er iiggur þeim viðburðum
að baki, sem nú eru að gerast.
Saga hins iiðma ljær oss lykii í
hönd að viðburða safni nútímans.
Án hans horfum vér í kring um
oss eins og tröll á heiðríkju og
skiljum ekkert nema til hálfs.
Vilhjálmur II. Prússakonungur
og þýzkur keisari er fæddur 27.
janúar 1859 í Berlínarborg. Hann
var eizta barn Friðriks og Victoriu.
Var Victoria Englands drotning
amma hans, en móðir hans systir
Játvarðs VII. Engla konungs. Á
tfunda afmælisdegi sínuin var
'hann gerður annar lautinant í
fyrsta tvífylki varðmannaliðsins.
Hann gekk á mentaskól'ainn
(Gymnasium) í Kassel frá því í
september 1874 til þess í janúar
1877. Þar næst stundaði hann
nám í tvö ár við háskólann í Bonn.
Upp frá því gaf hann sig all-lengi
við skyldustörfum í sambandi við
herinn. Árið 1885 var hann hafinn
til foringjatignar. 1 æsku mun
hann mest hafa umgengist her-
menn og herforingja og orðið fyrir
langmestum áhrifum frá þeim.
Hann varð snemma miklu hrifnairi
af einvaldshugsjónum þeirra Bis-
marcks og Vilhjálims fyrsta, afa
eíns, heldur en af hinum frjáis-
lyndari skoðunum foreldra sinnai
í opinberu lífi tók hann engan
þátt, unz faðir hans varð veikur
1887. En eins og sagt er frá hér að
ofan, varð breyting mikil í skynd-
ingu við hirðina þýzku, er þeir
létust hvor á eftir öðrum með að
eins þriggja mánaða millibili feðg-
arnir, keisarinn gamli, Vilhjáimur
I., og keisarinn vitri, Friðrik III.
Bæði afi og faðir Vilhjálms annars,
er lengi höfðu gnæft eins og tveir
dýriegir fjallstindar í huga fóiks-
ins, hurfu inn í myrkrið mikla á
einni svipstundu.
Viihjálmur II. varð 15. júnf 1888
konungur Prússiands, hinn níundi
í röðinni, og þriðji þýzkur keisari.
Fyrsta stjórnarár iians var við-
burðalítið. En snemma bar á
meiri tiihneigingu hjá honum til
að fiytja ræður, en alment gerist
með konungum. Og mjög var það
eftirtektarvcrt, hvernig því var tek-
ið víðs vegar um Norðurálfu, er
liann varð konungur. Alment var
óttast, að friðnum í Norðurálfu
væri mikil hætta búin af þessum
unga manni, sem þá var að eins 28
ára gamall. Þeir, sem bezt þektu
hann, og höfðu kynst honum bezt
á ferðum hans, virtust óttast hann
mest. Var á það bent, hve mikil ó-
kyrð virtist á ráði hans og hugs-
unuin. Ávalt væri hann að koma
mönnum á óvart með einhverju.
Hégómagjarn þótti hann með af-
brigðum. Hann virtist stöðugt
ganga með þá hugsan í höfði, að
allur heimur hefði auga á honum
og ekki mikið annað að gera en
að glápa á hann.
Fyrir því bar hann sig að, eins
og maður, sem einiægt situr fyrir
iijá myndasmið. Alt þetta gerði
það augljóst, að maðurinn var
stöðugt að hugsa um sjálfan sig
og hélt, að aðrir menn hefði eigi
mikið annað að gera, en að hugsa
um liann.
32.
Þýzkur keisari.
Það bætti heidur ekki til, að
þegar til keisaratignarinnar kom,
virtist hann leggja lang-mesta á-
herzlu á titilinn. Þegar afi hans
var hafinn til keisaratignar, varð
þýzkum stjórnmálamönnum næsta
tíðrætt um, hvort hann ætti held-
ur að nefnast keisari Þýzkaiands
eða þýzkur keisari. En er það mál
var fyrir hann sjálfan lagt, var
honum annast um að bera það
nafn eða titil, er enginn í Norður-
álfu gæti mótmælt að hann ætti.
Keisari Þýzkalands fanst honum
ekki að hann geta með réttu
heitið. Við hirðir Norðurálfu yrði
gert gys að þeim titli og það fanst
lionuin draga eigi lítið úr heiðrin-
um. Þýzkur keisari fanst honum
skárra, því þýzkur væri hann og
því myndi enginn mega neita.
Það varð ofan á. Hinn nýi keisari
var auðkendur einkunninni þýzk-
ur.
En er til Vilhjáims II. kasta kom,
var hann óánægður mjög að bera
eigi annað og virðulegra nafn
frammi fyrir heiminum, en þýzkur
keisari. Hann heimtaði að vera
nefndur keisari Þýzkalands, er
keisaratignin væri fengin honum
í hendur. Út af þessu urðu mikl-
ar umræður og mikil heilabrot.
Að síðustu var málið lagt fyrir
Bismarck.
Hann gerði sér hægt um hönd
og spurði þá lærðu herra, er í kring
um hann voru: “Hvað er pylsaí
nefnd á latínu?” Sumir sögðu:
farcimentum, aðrir farcimen. “Já,
segir Bismarck þá, “Farcimentum
eða farcimen stendur mér nákvæm-
lega á sama. Pylsa er pylsa og ekk-
ert ananð. Bismarck var maður-
inn, sem með stjórnkænsku sinni
og hyggjuviti hafði skapað
þýzka veldi, sem nú var um að
ræða, og honum fanst það býsna
litlu máli skifta, hvort keisarinn
nefndist keisari Þýzkalands eða
að eins þýzkur keisari. Vilhjálm-
ur II. mátti sætta ®ig við að verða
að eins þýzkur keisari.
Nafnið Reise Kaiser — ferðakeis-
arinn—er eiginlega eina nafnið,
sem hann hefir áunnið sér. Hann
hefir ávalt sýnt vakandi áhuga um
menn og málefni, enda verið hinn
skemtilegasti í allri umgengni,
fjörugur og fimur í öllu. Honum er
og hefir verið mesta yndi af að vera
á hafinu, frá því hann var ungur.
Árlega hefir hann haldið jakt sinni
til Noregs á sumrum og árlega ver-
ið við kappsiglingarnar í Cowes á
Wight-eyju. Hann hefir ávalt þótt
íþróttamaður hinn mesti, er reið-
maður mikill og fer allra manna
bezt í söðli. Þó getur hann ekki
notað vinstri hönd fyrir slys, er
honum vildi til, þegar hann var
barn.
Eftir að hann varð keisari, not-
aði hann ferðaiög sín til að heim-
sækja hirðir Norðurálfu. Lagði
hann á það mikið kapp, að kynn-
ast hvarvetna með stórmenni álf-
unnar, og iagði áherzlu mikla á
vináttuna, einkum við Rússland
og England. Breytingar urðu þeg-
ar heilmiklar í helztu stöðum,
bæði við herinn og í helztu em-
bættum landsins, er liann kom tii
vaida.
Moltke, hershöfðinginn mikli,
sem verið hafði um þrjátíu ár yfir-
foringi hersins, og komið Þýzka-
landi að ágætu haldi, sagði af sér
stöðu sinni. Honum var eigi unt
að gegna henni lengur, er nýr
herra og svo ólíkur þeim feðgum,
er hann hafði þjónað undir, var
kominn tii valda.
ætlan sinni, að bæta kjör verka-
lýðsins. 1 þessum tilgangi ætlaði
hann að kveðja til alþjóðaþings til
þess að íhuga á hvern hátt unt
væri að uppfylla kröfur iýðsins.
Hina aðra yfirlýsingu birti hann
sem konungur Prússa. Þar lýsti
hann því yfir, að það væri skylda
ríkisins, iað kveða á um vinnutíma
og vinnuskiiyrði. Fyrir því yrði
ríkisráðið sainan kallað til þcss
að ræða þetta og önnur efni, er
þessu væri skylt.
Bismarck hafði ekki eins mikla
trú á þessum ráðdm og keisarinn
og var þessari stjórnmála'aðferð
alls ekki fylgjandi. En með þessu
móti var loku fyrir það skotið, að
liann gæti fengið vilja sínum fram-
gengt með því að hafa áhrif á
kosningarnar eins og hann hafði
ætlað sér. Yið þær kosningar, sem
á eftir þessu fóru fram, urðu þeir
þingflokkarnir undir, sem tekið
liöfðu höndum saman á síðasta
þingi. Aftur urðu jafnaðarmenn,
miðflokkurinn og gerbreytinga-
menn liðfleiri.
Fáeinum dögum eftir kosning-
arnar var Bismarck vísað frá em-
bætti. Það, sem þeim bar á milli,
keisaranum og honum, var annað
og meira, en mannfélagsumbætur.
Aðal-atriðið var, hvor þeirra ætti
að vera fyrir framan og ráða stjórn-
málastefnunni. Mergur málsins
var: Hvort er það heldur keisar-
inn eða kanzlarinn, sem ræður.
Bismairck sagði, að keisarinn ætl-
aði sér að verða sinn eigi kanziari,
og hann hafði í því efni öldungis
rétt fyrir sér.
Tilefnið til þess, að Bismarck
varð að láta af embætti, var í því
fólgið, að keisarinn heimtaði af
honum að ógilda ríkisráðsákvörð-
un, sem gerð hafði verið á dögum
Friðriks Vilhjálms IV., er gaf prúss-
neska forsætisráðherranum einka-
heimild til að vera milliliður milli
ráðuneytisins og konungsins. Bis-
marck neitaði að gera þetta. Fyrir
því fekk h'amn skipun um að segja
af sér.
Keisarinn þoidi ekki Bismarck
við hlið sér. Hann vildi sízt af öllu
láta keisarann sitja f skugganum
af kanzlarainum. Hann getur eng-
an mann þoiað, er í almennings-
álitinu ber ægishjálm yfir honum.
Hann verður um fram alt, að vera
bæði bóndinn og húsfreyjan. Um
þettai hefir hann ekki þagað. Til
grundvaliar^ liggur allur skilning-
ur hans á keisarastöðunni og keis-
aravaldinu.
34.
Ræður keisarans.
----------------------------
GISLI GOODMAN
TINSMIBUR.
VerkstæTSl:—Horni Toronto Bt. oi
Notre Dame Ave.
Pkone HelaUla
Garry 20S8 Garry H99
____________________________/
J. J. BILDFELL
FVSTKIGNASALI.
Unlon Bank 5th. Floor No. M*
Belur hú« og lóttir, og annaU >ar al
lútandl. trtve^ar penincalán o.fl.
Pkone Maln 2685.
---- ---------------------/
TH. JOHNSON,
Ormakari og Gullzmiður
Selur giftingaleyfisbrM.
Sérstakt athygli veitt pöntunum
og viöffjöröum útan af landi.
248 Main St. - Phone M. 8606
J. J. Bwanson H. O. HinrlkMen
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGKA9ALAR OG
prnlnKa mlttlar.
Talsíml Maln 2697
Cor. Portago and Garry, Wlnnlpog
MARKET HOTEL
14€ Frlnr Street
á nóti m&rkallnum
Bestu vlnföng, vindlar mg aB-
hlyning: góZ. Islenkur veltlnck*
maöur N. Halldórsaon, leiöbeln-
lr íslendlngum.
P. O’CONNEL, Eifandi WiaaipeK
Arnl Anderson E. P. Garland
GARLAND & ANDERSON
LIIGFKEBINGAR.
Phon. Maln 1661
691 Eloctrlc Railway Cb&mb.r»
Talslml: Maln S302.
Dr. J. Q. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gis/ason
Pkyslclan and Surgfoa
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Asamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skuröi.
18 South 3rd St., Grand ForEre, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOYD BUILDIKG
Hornl Portace Ave. og Edmonton St.
Stundar elneönzu au,na, ejrrna,
nef og kverka-sjúkdðma. Er a» hltta
frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll • e.h.
Phone: Main 3088.
Helmlll: 106 Ollvla St. Tals. O. 2316
33.
Fall Bismarcks.
Annars var fyrsta stjórnarár hans
viðburðalltið. En þegar í ársbyrj-
an 1890 voru mikiir viðburðir 1 að-
sigi. Þá áttu kosningar fram að
fara til ríkisþings — Reichstag—;
Þær áttu að gilda um næstu fimm
ár. Helzba ágreinings efni voiu
lög gegn jafnaðarmönnum, sem
gildandi voru til 30. sept. 1890.
Stjórnin lagði nýtt lagafrumvarp
fyrir, sem ganga ætti í gildi um
leið og hin fyrri væri orðin útlifuð,
og vera varanleg. Afturhalds flokk-
urinn var þeim fylgjandi, en ger-
breytinga^menn og mið-flokkurinn
á þingi voru lögum þessum and-
vígir.
Eins og flokkaskipan þingsins
var háttað, virtist frjálslyndi
þjóðernisflokkurinn geta ráðið úr-
sliturn um lög þessi. Þeir kváðust
til þess húnir að greiða atkvæði
með lögunum, ef að einni grein
þeirra væri 'slept, sem heimilaði
stjórnum ríkjanna 'að gera menn
héraðsræka. 25. febrúar 1890 átti
að ráða máli þessu til lykta á
þingi.
Breytingartillaga ihafði verið
samþykt, þar sem grein þessari
hafði verið slept. Frjálsiyndi þjóð-
ernisflokkurinn var því með lögun-
um, eins og þeim nú hafði verið
breytt. íhaldsfiokkurinn var eins
og ávalt um það eitt að hugsa, að
greiða atkvæði eins og stjórnin
vildi. Væri Bisroarck ánægður með
lögin, eins og þeim nú hafði verið
breytt, gott og vel, þá greiddi þeir
atkvæði með þeim og þá yrði þau
samþykt.
En flokknum var engin bending
gefin. Hann greiddi því atkvæði
gegn lögunum, og frumvarpið var
felt. Þingi var slitið þegar 1 stað.
Menn áttu nú von á, að farið yrði
að eins og áður, árið 1878, að stjórn-
in myndi láta koma til almennra
kosninga og afla afturhaldsflokkn-
um svo mikils fylgis, að hún hefði
meiri hluta nógu stóran til þess,
að lög þessi gegn jafn'aöarmönnum
gæti orðið eftir hennar höfði. En
f stað þess að gera þetta, birtir
keisarinn, sem mikinn áhuga virt-
ist hafa á ýmsum mannfélagsum-
bótum, tvær yfirlýsingar. önnur
þeirra var stíluð til kanzlarans.
Þar lýsti keisarinn yfir þeirri fyrir-
Um þann alda.rfjórðung, sem
keisarinn hefir setið að völdum,
hefir hann stöðugt verið að flytja
ræður við opinber og hálf-opinber
tækifæri. Hann hefir verið lang-
málreifastur einvaldnr vorra tíina.
Meira en eiij þúsund ræðum hefir
verið .safnað sainan eftir liann,
þeirra er hann þegar hafði flutt
fyrir 1902, af Kristjáni nokkurum
Gauss. 1 þessum ræðum kemur
innri maður keisarans til dyranna
í sannverulegum búningi.
Það hefir verið sagt, «ð orð sé til
þess að leyna hugsunum. Má vera
að svo sé stundum satt um inarga,
stjórnmálamienn ekki sízt. En þau
dylja naumast hinn innra mann,
persónuleikann sjlfan. Hann birt-
ist í orðunum. 1 þessum ræðum
hefir keisarinn dregið upp öldung-
is ógleymanlega mynd af sjálfum
sér, sem eigi er með neinu móti unt
að véfengjiai, en hlýtur ávalt að
vera æðsti dómstóli, er um hann
skal dæmt.
í ræðum þessum verður öllum
Ijóst, sem eftir þeim taka, að keis-
arinn hirtist í raun og veru sem
persónugerfing þess ófriðar, er nú
geisar. Rauði þráðurinn, sem ein-
kennir þær allar frá byrjan vega
og fram á þenna dag, er kenningin
um, að hann hafi guðlegt umboð
til keisaraivaldsins. Það hvíli ekki
í höndum þjóðarinnar, sé ekki
neinni atkvæaðgreiðslu háð, held-
ur sé hann til þess út valinn og
korinn af forsjóninni sjálfri að
hafa völd með höndum, og hann
beri ekki ábyrgð á meðferð þeirra
fyrir neinum, nemia konunginum
allra hæsta.
Þessi sannfæring virðist brenna
eins og eldur, er öllu öðru eyðir, í
huga keisarans. Hann trúir því
statt og stöðugt, að hann og ætt-
menn hians, sé af guði út valið
verkfæri til þess að leiða þýzka
þjóð, að því mikla markmiði, er
henni sé ætlað: Að frelsa heiminn.
Til þess að vera leiðtogi hennar í
þessari herför eða leiðangri heim-
inum til frelsis álítur hann sjálfan
sig eins sjálfsagðan og guðlega
skipaðian og Móse til að leiða hinn
útvalða lýð út úr Egiptalandi.
í ræðu, sem hann flutti í bæn-
um Muenster 1907, sagði hann:
“Þá (ef hann fær að leiða hana),
(Framh. á 3. bl&)
Vér höfum fullar blrgölr hraln-
ustu lyfja og meöala. Korotö
m«ö lyfseöla yöar hlnfaD, Tér
gerum meöulin Dákvamltra aftir
ávísan læknisins. Vér ilnnum
utansvelta pöntunum og seljum
giftingaleyfi. : : : :
COLCLMUGH <ft CO.
Nutrf Daiflf St 8herHr«>oke Iti.
Phona Garry 2690—2«91
’W
\
A. S. BARDAL
selur líkklstur og ann&st uai út-
farlr. Allur útbúnaSur sú bestl.
Ennfremur selur hann allskeaar
mlnnlsvarða og le»stelna. : :
813 SHERBROOKE ST.
PkH, G. 2162 WIKKIPEG
AGRIP AF REGLUGJÖR8 mn
beimiIurétUrlÖBd í Casada
og N»r<yve$tarIaadÍBH.
Hver fjölakyMufatSIr eía hver karl*
maSur sem er II úra, sem var brezkur
þecn 1 byrjun striSstns og heflr veriS
þaS sllan, ela sem er b«zn Bandaþjúfl*
anna eSa ðhálrar þjðSar, zetur tekl*
helmlllsrátt á fjðrtiun* úr sectlon af ð-
teknu stjðrnarlandl f Manltoba, Sas-
katchowan etla Alberta. Umswkjandi
vertlur sjálfur atl koma á landokrlf-
stofu stjðrnarlnnar otla undtrokrlfstofú
hennar I þvt hératll. f umboSI annars
Hkrldori—S,x mánaSa ábú» og rooktun
má taka land undlr vlssum okllyríum.
landslns á bvorju af þrcmur árum.
t vlssum háruSum getur hvor land-
landnoml fon(lt) forkaupsrátt á fjðrtS-
unzl eoctlonar meB fram landl stnu.
VerS: 98.09 fyrlr hvorja okru. Skyldur:
Sex mánaSa ábúS á hvorju hlnna
nmstu þrtrirJa ára oftlr hann hefir
hlotltl elrnarbráf fyrlr holmtllsráttar-
tandl stnu or auk þoos rwktats 60
ekrur á hlnu setnna landt. Eorkaups-
réttar bréf retur landneml fenrttl um
lettl o( hann foer helmtltsréttarbréfiSi
en þð motl vlssum sktlyrSum..
Landnoml, som fonrtS hoftr hotmllls-
réttarland, on zetur ekkl fonrlS for-
kaupsrétt (pre-emptlon) rotur keyp*
helmtllsréttartand t vlssum héruttum-
Vertt $3.00 ekran. Verllur ak búa «
tandlnu sex mánutlt af hverju af þrem-
ur árum. rsekta 60 ekrur or byrrJa hús,
sem sé $300.00 vtrtl!.
Þetr eem hafa skrlfaS slr fyrlr hetm-
tllsréttarlandt, reta unnttl tandbúnatl-
arvlnnu h1A bændum I Canada ArlS
1917 or ttmt sá relknast sem skyldu-
tfml á landt þetrra, undtr vlssum sktl-
yrtlum.
T>erar stjðrnarlönd eru aurtÝst etla
tltkynt á annan hátt, reta heimkomnlf
hermenn, sem verm hafa t horþtðnustu
orlondlo or fenrtH hafa heltlar1eK»
tausn, fenrttl elns dar* forranr* rétt
tll *tl skrlfa str fyrtr helmlltsráttar-
tandl & tandskrlfstofu hératlstns (en
ekkt 4 undtrekrlfstofu). Lauenarbréf
verttur hann atl reta sýnt skrlfstofu-
stjðranum.
W. W. CORT,
Deputy Mlntster of the Intertor.
Blí$. sem flytja aurtýstnrn þessa •
helmlldarleysl, fá enra borrua fyrlr.