Heimskringla - 02.08.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.08.1917, Blaðsíða 4
4 BLAÐSmA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2: AGÚBT 1917 HEIMSKRINULA (StofnnS 188«) Karaur *t á hrorjura rimtudugl. msufondur og •leendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSslns í Canada og BandarikJ- unum $2.00 um árU5 (fyrirfram borgaO). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blabs- lns. Póst eba banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, rátSsmaSur Skrifstofa: J29 IHERIROOKE STHie*T„ WIRNIPltt. P.O. Hox 3171 Tululral Garrr «11* WINNIPEG, MANITOBA 2. ÁGÚST 1917 IslendÍDgar á vígvelli. Vafalaust mun óhætt að fullyrða, að þeir Islendingar, sem komnir eru í herinn og sem nú berjast á vígvöllum Frakklands, séu allir úr hópi mannvænlegustu og efnilegustu ungra Islendinga hér í landi. Þeir eru allir eða flestir á bezta skeiði lífsins, og eldheitt æskuþrekið spriklar í vöðvum þeirra. Margir þeirra eru vafalaust mestu atgerfis- menn til allra íþrótta og allir eru þeir hinir hraustustu og því færir í flestan sjó. Lík- amlegir vesalingar eru ekki teknir í brezka herinn. Hér heima fyrir blasti lífið við þessum mönnum, bjart og aðlaðandi, eins og það ætíð blasir við ungum og hraustum sonum allra þjóða. Þrátt fyrir styrjöldina voru nógir atvinnuvegir enn þá í landinu, nóg af tækifærum og nóg af verkefni fyrir unga og framgjarna menn að glíma við. Alveg eins og ungir Frakkar í Quebec fylki og víð- ar hefðu því ungir Islendingar getað verið kyrrir hér heima, rutt leið sína með kappi og dáð ungra manna og bakað sig svo við heimaeidana á milli. Þeim var engu skyld- ugra að fara — enginn var til þess neyddur. En Islendingarnir voru af öðru bergi brotnir en þeir synir landsins, sem á óskilj- anlegan hátt hafa glatað ræktinni til ætt- Jands síns og einnig blindast fyrir hættu þeirri, sem nú vofir yfir öllum lýðfrjálsum löndum. Islendingarnir áttu kyn að rekja til hinna frægu forfeðra, sem ætíð létu mest stjórnast af sönnu drenglyndi. Norrænt kappablóð rann í æðum þeirra, og enn áttu þeir kjarna þess drenglyndis, sem mest stuðlaði að frægð forfeðranna. Engin minsta hætta var því, að Islendingarnir gætu staðið utan hjá í jafn-alvarlegri styrjöld og þessari, þegar lýðfrelsis hugsjónir alheims- ins voru í voða og þeirra nýja fósturgrund stödd í þeirri ægilegu hættu, að merjast undir hælum hins prússneska hervalds. Mörgum virðist gjarnt til þess að halda, að Canada hefði vel getað staðið hér utan hjá og hafi ekkert erindi átt í þetta stríð. Að minsta kosti virðist þetta vera ríkjandi skoðun Frakkanna í Quebec fylki. En skoð- un þessi er ekki bygð á öðru en ræktarleysi, þröngsýni og heimsku. Hvernig er hægt að segja, að það hafi verið auðveldara fyrir Canada að standa utan við ófriðinn en Bandaríkin? Reyndu ekki Bandaríkin af ítrasta megni að verjast þátttöku í stríðinu? Er ástæða til þess að halda, að Canada hefði frekar getað horft á skipum sínum sökt og borgara sína myrta í hundraða tali, án þess að hefjast til handa og segja hinu prúss- neska hervaldi stríð á hendur? I hverju eru þeir yfirburðir Canadaþjóðarinnar fólgn- ir yfir Bandaríkjaþjóðina, sem hefðu gert, henni þetta mögulegt? Var Canada annars ekki neytt til þess að taka til vopna alveg eins og Bandaríkin á endanum voru neydd til þess, þótt Canada, eðlilegra orsaka vegna, hlyti hér að ganga á undan? Eða átti Canada að nota það fyrir ástæðu til þess að geta sagt sig skilið við England, að Englendingar taka upp sverðið fyrir lítil- magnann, Belgíu, og til þess að verja lög- helgi samninga þeirra, sem þeir og Þjóð- verjar skrifuðu undir? Er hugsanlegt, að nokkur Canada borgari haldi öðru eins fram í fullri alvöru? Var það ekki þvert á móti Canada þjóðinni til ómetanlegs láns, að syn- ir hennar þræddu veg skyldunnar svo örugg- lega strax í byrjun styrjaldarinnar? Þannig hefir Canada þjóðin sannað umheiminum, að hún sé lýðveldisþjóð, sjálfstæð þjóð, sem ekki láti skelfa si§ frá því að gera skyldu sína. Þessi unga og efnismikla þjóð er nú fram á orustuvöllinn gengin til þess að verja fegurstu réttlætis hugsjónir mannkynsii>s, sem einveldið prússneska er að leitast við að sundra til agna með járnsteyttum hnefa hervalds og kúgunar. Þetta var erindi Canada í stríðið, og þetta var erindi þeirra Islendinga, sem í herinn gengu. Þetta er í fyrsta smni, að íslenzka þjóðin hefir í stríði staðið í stórum stýl, og það er til þess að verja þann göfugasta mál- stað, sem nokkur þjóð getur barist fyrir. Það er fyrir lýðfrelsið og sönn mannréttindi, að íslenzku hermennirnir sækja nú fram á vígvellinum. I fyrsta sinni í sögu sinni á nú íslenzka þjóðin her, og þó hann sé ekki stór, er hann skipaður eins hraustum og vöskum mönnum og her nokkurrrar annarar þjóðar. Þó íslenzku hermennirnir séu ekki allir samhliða, heldur séu dreifðir hér og þar innan um Canada herinn, eru þeir engu síður, skoðaðir sem heild, her íslenzku þjóð- arínnar. Canada herinn saman stendur af sonum margra þjóða, sem gert hafa þetta land að framtíðar landi sínu. Niðjar þessara þjóða berjast nú samhliða á orustuvelli. Alt er þeim nú sameiginlegt. Hver ósigur er þeim sameiginleg hrygð, og hver sigur er þeim sameiginleg gleði. Allir vonast þeir eftir styrk og liðsauka hér heiman frá—að þetta sé væntanlegt, er þeim öllum sameiginleg sjgur vissa. Engin frétt héðan að heiman hefði orðið Canada hermönnunum á Frakklandi meiri sameiginleg gleðifrétt, en sú, að hér heima fyrir hefði verið afráðið fyrir fult og alt að láta enga sundrung né flokkadrátt hnekkja þátttöku þjóðarinnar í stríðinu. Bandalags stjórn hefði verið mynduð á þingi, þar sem flokkarnir tveir, liberalar og conservatívar, leggja til hliðar alt flokksfylgi til þess að geta í sameiningu unnið af alefli að öllum velferðarmálum þjóðarinnar. En þessu var ekki að fagna. Hermenn Canada þjóðarinnar á Frakklandi hafa frétt það ga,gnstæða—sér til sameiginlegrar hrygðar. Þeir hafa frétt, að tillögu um bandalagsstjórn flokkanna hafi verið hnekt hér á þinginu sökum afstöðu þess manns, sem virðist láta sína eigin valdafýsn sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Þeir hafa frétt, að alt sé að fara í bál og brand hér heima fyrir, öll framtakssemi þjóðarinnar stríðinu viðkomandi sé að kafna í flokkadrættbog þjóðaríg, og stjórninni þess vegna allar bjargir bannaðar. — Sökum alls þessa séu því samkandskosningar óumflýjanlegar. Þetta eru engar glæsifréttir að færa her- mönnum þjóðarinnar, sem staddir eru í dauðans hættu á vígvellinum fyrir framan fallbyssur óvinanna. I augum þeirra manna, sem þarna eru að glíma við hættur dauðans, hljóta kosningar þessar að skoðast sú mesta flónska, sem þjóðin gat framið. Þeim mun ekki dyljast, að í kosningum þessum verði það aðallega tvö öfl, sem sækjast á—afl Frakka foringjans, Sir Wil- frid Lauriers, sem mest virðist stjórnast af á- hrifum frá þvf fylki landsins, sem minstan skerf hefir lagt til þátttöku þjóðarinnar í stríðinu, og afl hins mikilhæfa, stilta og gætna leiðtoga þjóðarinnar, Sir Roberts Bordens, sem stýrt hefir svo örugglega gegn um brim og brotsjóa þessarar miklu styrjald- ar hingað til. Um þessa tvo menn á nú þjóð- in að velja. Með öðrum orðum, það á að ganga til atkvæða um það, hvort ekki sé heppilegt að ríkjandi skoðun Quebec búa ráði lögum og lofum í Iandinu. Or þessu á Canada þjóðin nú að skera með atkvæðum sínum. En ólíklegt teljum vér, að Canada-Islend- ingar verði lengi að hugsa sig um hvorri hlið- inni þeir eigi að fylgja. Blóðið mun renna til skyldunnar og þeir fljótt kjósa þann veg- inn, að standa örugglega með þeim bræðr- um vorum, sem horfa nú vonaraugum hing- að heim frá vígvöllum Frakklands og vænta eftir liðstyrk og annari aðstoð. *■ -...................—--------- ■ ■ ■ Afstaða Winnipeg blaðanna. Sérstaklega eftirtektarverð er afstaða Winnipeg blaðanna allra í herskyldumálinu. Flest þessi blöð eru flokksblöð að meiru eða minna leyti, en þó í þessu stærsta alvörumáli þjóðarnnar, frá byrjun sögu hennar, má segja, að þau séu flest því nær alveg sam- mála. Blaðið “Free Press ’, sterkasta málgagn liberala hér um slóðir, fylgdi undir eins ein- dregið liberölum þeim, sem studdu her- skyldu frumvarpið á þingi. Með mörgum og snjöllum rjtstjórnargreinum hefir blað þetta leitast yið að gera lesendum sínum skiljan- legt, að herskylda hér í Canada sé nú eina úrræðið til þess að hæfilega liðshjálp sé unt að senda til Frakklands. Þrátt fyrir það, að blað þetta er andstætt núverandi stjórn, hef- ir það hér stutt hana rækilega að málum. Skýrt og skorinort hefir það talað í garð Sir Wilfrids Lauriers og bent á hve mjög ó- heillavænleg stefna hans sé fyrir land og þjóð. Einnig hefir blaðið “Free Press” þann kost fram yfir mörg önnur flokksblöð, að það segir nokkurn veginn hlutdrægnis- laust sögu hvers máls áður það birtir eigm skoðanir og ályktanir. Blaðið “Tribune,” sem líka er gefið út hér í bænum og sem telur sig ekki fylgja neinum vissum flokki, hefir farið ómildum orðum um Laurier, liberal foringjann, og stefnu hans bæði fyr og nú. Blað þetta hefir hallast sterklega að því, að herskylda sé nú alveg óumflýjanleg fyrir landið og hefði átt að vera komin á fyr. I þessu máli hefir það blað því mátt heita stjórninni til stuðnings. Eins gerir blaðið “Tribupe” engan greinar- mun á fréttum, er það birtir, og lætur sig litlu skifta hvort þær eru liberölum eða con- servatívum í vil. Blaðið “Telegram”, sem er conservatíva megin, hefir þó eins og vænta mátti fylgt stjórmnni öruggast að.málum af öllum biöð- um hér í Winnipeg. Ekki þó með því að syngja eilífan bannsöng yfir andstæðingum sínum, að sið sumra annara blaða, heldur með skýrum og skilmerkilegum rökum. Blaðið “Telegram” er eins langt frá því að vera æsingablað og nokkurt blað getur ver- ið; ritstjóri þess er stiltur og gætinn maður, en fylgir þó fast og einarðlega stefnu sinni í hverju máli. Að sið annara merkra enskra blaða, flytur blað þetta hlutdrægnislaust allar fréttir, birtir t.d. ræður liberala engu síður en ræður conservatíva, o.s.frv. Öll þessi ofannefndu blöð hafa eindregið stutt það, að herskylda sé lögleidd hér í landinu og þrátt fyrir skoðanamun allan og mismunandi flokksstefnur, hafa þau í þessu máli verið alveg sammála. Og vissulega er þetta þess vert, að takast rækilega til íhug- unar. Hvernig stendur á því, að öll þessi blöð skuli hallast hér á sömu sveifina? — Leyndardómurinn er fólginn í því, að blöð þessi eru öll blöð enskumælandi Canada borgara, sem þrátt fyrir mismunandi flokks- stefnur allar, eiga það þó sameiginlegt, að þeir bera allir einlæga sonarást til landsins, sem þeir búa í. Vilji allra þessara einstak linga þjóðarinnar er því sá sami í þessu máli, að sjá hag lands og þjóðar borgið í þeirri miklu styrjöld, sem nú stendur yfir. Þetta er í fáum orðum orsök þess, að ofan- greind blöð eru sammála hvað nauðsyn her- skyldunnar snertir. Bréf Sir Clifford Siftons 1 síðasta Lögbergi birtist grein á fremstu síðu með ifyrirsögninni: “Leynd'a höndin.” Undir grein þossa skrifar ritstjórinn nafn sitt, sem á að lfkindum að merkja bað, að hann einn beri ábyrgð á henni, en ekki eigendur biaðsins! En hvað efni greinar þessarar snertir, þá er hún dónaleg árás á persónu Sir Clifford Siftons. Að reyna að narta í persónu mótstöðuimanns síns er Lögbergs ritstjóranum (Sig. Júl. J.) mjög eiginlegt. Tilefnið í þetta sinn er bréf, sem Sir Clifford Sifton skrifaði nýlega til Hon. Hewitt Bostock, foringja libenal fiokksins í efri málstofu þingsins. Án þess að 'segja mönnum ineitt frá innihaldi bréfsins, eys ritstjór- inn sér yfir höfundinn, sean allir hér vita að er einhver sá atkvæða- mesti og sterkasti flokksmaður, er liberalar eiga. En þeir, sem ekki hiafa lesið þetta umtalaða bréf Sif- tons, vita þó í raun og veru ekkert um hvað blessaður Lögbergs rit- stjórinn er að talaJ Til þess að íslenzkum lesenidum gefist kost- ur á að dæana sjálfir hvort Sir Clif- ford Sifton sé ósvífinn eða rang- látur í staðhæfingum þessa bréfs síns, birtum yér þiað hér á eftir í íslenzkri þýðingu: “Kæri herra Bostock,— Með ieyfi yðar vil eg sem áhorf- andi virðingarfylst láta í ijós skoð- anir mínar á hinum núverandi af- ar-alvarlegu roálum Canadia þjóð- arinnar. Sem foringi liberal flokksins í efri miálstofunni, verðið þér bráð- lega að fjalla með herskyldu frum- varpið. Þér og embættisbræður yðar stendið þá andspænis þýð- ingarmikilli ábyrgð. Aiheimurinn er nú í heljar- greipum ægilegustu styrjaldar. Aldrei hefir jafn-hryðjulegur og skeliflegur sorgarleikur áður skeð í sögu mannkynsins. Um ailan heim saroeiina sig nú öfl harðstjórnar og afturhalds til síðustu atlögu. ör- lög lýðfrelsis, mannréttinda og frjálsrar nútiðar siðmenningar eru í voða. Úrsiit hildarleiksins eru enn óákveðin og með öllu óvíst enn þá, hver þau verða. Áttatíu þúsund menp af vorum mönnum eru nú á orustuvellinum. Ekki er þetta meir en rétt hæfileg- ur skerfur vor. Tala þessara manná minkar daglega, er þeir falla og særast. Skortur á varaliði gerir þeim eldraun stríðsins þunga og þrýstir einlægt að þeim meir og rneir. Liðstyrkur vor héðan að heiman þverrar nú óðum. En nú kemur fjórða blaðið til sögunnar, blaðið “Lögberg”, sem allir Islendingar þekkja. Stefnu þess blaðs þarf ekki að eyða rúmi til að lýsa hér, því hún mun flest- um íslendingum fullkunnug! Blað þetta er eindregið á móti herskyldu og er engu líkara en að það sé gefið út í miðju Quebec fylki, en ekki í Winnipeg. Það hrósar Sir Wilfrid Laurier á hvert reipi og telur hann sjálfkjör- inn leiðtoga þjóðarinnar. Það er eins og blað þetta telji það heilaga skyldu sína, að halda því fram, að öll velferð liberala bygg- ist á þessum aldna flokksforingja þeirra — og ef hann breyti um stefnu, sé ekki nema sjálfsagt að þeir komi í halarófu á eftir. Sáralitlar fréttir færir blað þetta lesendum sínum og getur ekki sagt hlutdrægnislaust frá neinu því, sem flokksmálum er viðkom- andi. Vanaðferð þess er að segja að eins frá annari hliðinm, hhð liberala, og svo með skoðunum sínum og ályktunum að reyna að afskræma mótstöðuflokkinn alt, sem mögu- legt er. Ritstjórnargreinar blaðsins “Lög- bergs” í seinni tíð—sem flokksmálum við- koma—bera vott um svæsnustu flokks of- stæki, sem hugsanleg er, og eru yfir heila tekið íslenzkri blaðamensku til stórhneysu. En mestri furðu af öllu gegnir það, hve Lög- bergingar—að dæma af stefnu blaðs þeirra, sem að líkindum er stefnan er þeir fylgja— eru orðnir franskir í seinni tíð. Það er engu líkara en þeir búi í Quebec fylki en ekki í Manitoba eða öðrum fylkjum landsins. Og enn þá óskiljanlegra í sambandi við þetta er það, að synir þessara manna margra, náin skyldmenni mörg og bræður, eru nú í skot- gröfunum á Frakklandi. Hvernig á því stendur, að Lögbergingar hugsa hugsunum Frakkanna í Quebec í herskyldumálinu, en breyta þó alveg gagnstætt þeim, er oss með öllu óskiljanlegt. Einu sinni var talað um danska Islendinga —en ,nú eru nýir menn að koma til sögunnar, franskir tslendingar! Eg er sannfærður um það, að eg er að birta skoðanir margra ])ús- unda af Canadamönnum, þegar eg held því fram, að á þessuin alvar- legu tímum sé oss sama um Bor- den eða Laurier, conservatfsm eða liberalism. Hin yfirgripsmikla ]>ýðing þessa núverandi tíinabils í sögu landsins, afmáir með öllu alt flokksfylgi úr fari voru. Það, sem mestu varðar nú, er: (1) Að leggja fram alia vora krafta í þarfir stríðsins, í mönnum, byssum og skotfærum, og reynast þannig bandaþjóðum vorum örugg aðstoð og hjálp til þess að þær geti unnið sigur, (2) Að senda mönnum vorum, sem é Frakklandi eru, nægilegan liðstyrk, og varalið, svo þeir geti hvílst og safnað kröftum. (3) Að halda uppi heiðri Canada og efna það loforð vort, að standa f stríðinu til enda eftir ftarasta megni. Ásamt mörgum öðrum hafði eg vonað, að þó Sir Wilfrid Lauricr vildi ekki styðja bandalagssstjórn, myndi hann þó samþykkja fram- lengingu þingsins til þess að gera Borden stjórninni mögulegt að gera stríðsstefnu sína framkvæm- anlega. En til sárustu hrygðar margra þúsunda sinna beztu vina, hefir hann vaiið annan veg. Eg vil engan dóan leggja á breytni hans, vil að eins votta honum djúpa meðaumkvun mína við hans afar örðugu afstöðu. Samt sem áður verður að gera sér grein fyrir sannleikanura. Þýð- ing afstöðu Lauriers verður sú, að helztu fyigjendur hans f Quebec hafa ákveðið að neyða til sam- bandskosninga á herskyldu þræt- unni eingöngu. Lesið ræður þeirra, sem þeir halda daglega, og þér munuð þá sjá, að stefna þeirra er: (1) Engin herskylda. (2) Enginn meiri liðstyrkur. Ekkert meira fjárframlag. Ef Sir Wilfrid kemst til valda við koinandi kosningar, verða tveir- þriðju af fylgjendum hans á þingi fastlega skuldbundnir með loforð- um að vinna öfluglega á móti her- skyldu og skuldbundnir að styðja að eins litla og gagnslausa þátt- töku þjóðarinnar í stríðinu. Þá: (1) Verður engin herskykla f Quebec. (2) Það verður engin liðsöfnvn í Quebec. (3) Undir þessum kringum- sfcæðum verður auðsýnilega ó- mögulegleiki að safna mönnum í öðrum pörtum Oainada. Hugsið yð- ur Laurierstjómina vera að reyna. að safna liði 1 öðrum fylkjum landsins, en Quebec fylki sterklega eindregið á móti herskyldu og allri lið'söfnun. (4) Herfylkingar vorar á vígveli- inuin munu þá engan liðstyrk fá, eyðast smátt og smátt og leysast upp er kraftur þeirra þverrar. Káðandi og ríkjandi aflið á bak við Sir Wilfid Laurier leyfir hon- um enga þátttöku í stríðinu. Eng- inn, sem nokkra reynslu hefir f stjórnmálum Canada, getur neitað þessu. Það er sagt, að öflugar tilraunjpr sé nú verið að gera í Quebec tit þess að sameina á bak við Laurier alla þá, sem hálívolgir eru í stríð- iniu eða því andstæðir og einnig viss auðfélög þar, sem vita, að her- skyldan muni hnekkja starfi þeirra. Þtannig er verið að gera ákveðna tilraun til að koma Sir Wilfrid tit valda. Hverjar verða 'afleiðingarnar, e£ tilraunir þessar hepnast? Hvern- ig á þátttakian í stríðinu að hald- ast roeð fullum krafti undir stjórn þess þingflokks, þar sem meirfc hlutinn er þessu andvígur? Að spyrjal slíkra spurninga, er að svara þeim. Komist Sir Wilfrid til valda, munu andstæðingar stríðsins í Quebec ráða stefnu - hans. Þeir eru að ráða stefnu hans nú. Það er sagt, að núverandi stjórn hafi gert margar yfirsjónir. Ef til vill er þetta satt. En þannig er þessu líka varið með stríðsstjórnir allra annara landa. Allar stjórnir eru mannlegum veikleika undir- orpnar. Það er sagt, að betri stjórn hefði gefcaið afstýrt núverandr hættu. Ef til vill er þetta lika satt. Um þetta er örðugt að segja. Á hina höndina er einnig sagt, að Sir Wilfrid Laurier hefði getað, ef' hann hefði viljað snúast vel við málurn, fundið einhvern veg út úr þessum örðugleikum. Þetta getur verið. Það er auðvelt að finna að við aðra. En það, sem fullvíst er, er að ekkert af þessu kemur til greina nú. Nú stöndum vér andspænis sannreyndum, en ekki getgátum. Þrætuefnið er ofur einfalt. Annað hvort að: (1) Leggja fram ailan kraft vorrr í stríðinu, eða (2) að svíkja menn vora á vígvell- inum og bregðast hátíðlegu lof- orði voru. Eg skal fara lengra í sakirnar. Úrslit þessa mális munu ákveða, fyrir fult og alt, hvort Canadaþjóð- in á að vera þjóð, sem stjórnast lætur af þjóðlegri stefnu og þjóð- legri sómatilfinningu, eða þjóð,. ■sern er gumkvunarvert samansafn af flokkum og flokkastefnum, er að eins geta, eigingirnislega liags- muna vegna, staðið saman stutt bil í einu. Ef nokkuð í þessum þjáða heimi getur verið alveg augljóst, þá ættí sá sannleikur nú í dag að vera oss augljós, að vér getum að eins snú- ist í máli þessu á einn veg og eng- an annan — að eins með því mótí að mynda bandaiagsstjórn, sam- eina flokkana og iáta alt flokks- fylgi falla niður. Sú stjórn myndf verða að vilja Canada þjóðarinmar og hljóta eindegið fylgi meiri hlutans. Þýzkaland leggur fram ftrustu krafta til þess að kollvarpa mót- stöðuafli bandaþjóða vorra. Bert Þjóðverjar sigur úr býtum, muin friðurinn að eins reynast skamm- vinnur. Það verður í rauninni enginn friður fyrir oss, heldur byrj- un undibúnings undir annað stríð. Yér erum ekki að berjast af biindri tilfinningu, fyrir Engiand, eða fyrir alríkishugsjónir. Yér er- um að berjast fyrir eigin réttind- um vorum og niðja vorra. Á Canada þjóðin að verða fyrst til þess af bandaþjóðunum að stökkva af ihóimi? Látum oss reyna að skilja þettia nú. Það er til lítils að vakna þegar það er orðið run seinan. Yðar virðingarfylst, Clifford Sifton.” EINMITT NO er bezti tni a* gerast kaipaili at Hsiai- kríagia. Sjá aaglýstnga vara á öðram stað í blaðina.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.