Heimskringla - 02.08.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.08.1917, Blaðsíða 2
2. BLABSfÐA HEIMSKRINGLA WmNIPEG, 2. AGÚCT 1917. Keisaravaldið þýzka Eftir síra F. J. Bergmann. (Framh.) 35. Von Caprivi veríur kanzlari. Eigi var laust við, að Þjóðverj- um fyndist fargi vera létt af og lieir íæri að draga andann léttara, er Bismarck lét af embætti, bó þeir kynni að meta manninn og léti sér eigi dyljast, hvílikt stórvirki liann hafði unnið fyrir bjóðina. Weim höfðu fundið til þess með nokk- urri óþreyju, að hann hélt bjóð- inni í járngreipum. ±>etta átti sér eigi að eins stað með andstæðing- um hans, heldur einnig með bjóð- inni yfirleitt. Caprivi mætti nefna manninn með langa nafninu. Pullu nafni hét hann Georg Leo von Caprivi De Caprera Ðe Montecuccoli. Hann var fæddur 24. feb. 1831. Bismarck hafði fyrstur á hann bent sem lík- kgan mann til að taka við kanzl- araembættinu af honum. Caprivi iiafði sýnt töluverða etjórnarhæfi- teika og var engum stjórnmála- flokki háður. Hann var ekipaður kanzrari í marz 1890 og um leið prússneskur forsætisráðherra og utanrikisráðherra. Hann var um þetta leyti alþýðu manna á Þýzkialandi ókunnur og það kom öllum býsna mikið á ó- ?art, að hann skyldi verða kanz- lari. En reynslan sýndi þess óræk- an vott, að keisaranuan hiafði ekki missýnst í vali. t>ó stjórnarsnekkjan eigi væri þegar í byrjan eins föst í rásinni og hún hafði verið í hönduin Bis- marcks, náði Caprivi fljótt föstum tökum. Ræður hans á ríkisþingi bóttu ljósar og vel hugsaðar með afbrigðum. Yfir þeim hvíldi svip- ur hins tigna manns og ávalt þótti hann hæfa markið fyrirtaks vel. Það var grunt á þvl góða með Englendingum og Þjóðverjum um það leyti, er hann tó'k við embætti. Fyrsta afrek hans var samningur, sem gerður var við Bretland í júli 1890, um það svæði í Suðurálfu, er hvoru landinu fyrir sig bæri heim- ild til að hafa eftirlit með og áhrif á. Btamarck hafði í þeim efnum íramfylgt kröfum af Þýzkaiands hálfu, sem brezkum stjórnmála- mönnuin voru mjög á móti skapi, og þótti hin mesta vansæmd að og ásælni af Þjóðverjum. Bismarck skildi svo við, að s-amkomulagið með ríkjunum viar nokkuð erfitt og ekki sem vingjarnlegast. Oaprivi tók þar í taumana af mikilli gætni og forsjá og leitaðist við að semja við England af sem mestri sanngirni, svo vinátta og bræðralag gæti haidist. Homim tókst t'ð seinja svo við Salisbury lávarð, að l'ýzkaland virtist bera óskarðan hlut frá borði. Samt sem áður var flokkur eigi lítill á JÞýzkalandi, er mjög lét sér ant um nýlendumálin. Hann tók sér ]>að nærri, er Þjóðverjar hættu að ryðja sér til ri'ims í Austur Afríku og Nígeríu . Einkum urðu þeir sárir út af því, að Þjóðverjar skyidi láta kröfur sínar til Zanzibar nið- ur falla. En það gerðu þeir gegn því, að fá Helguland, sem komið hefði Englendingum vel að eiga í etríði þessu en verið hefir Þjóðverj- um lífsskilyrði. Skammsýnin og ekaðinn var þrí Englands mogin, Þjóðverjum í vil. En einmitt þetta varð tilefni til beiskustu árása, sem gerðar voru á Caprivi kanzlara. Á hinn bóginn hepnaðist honum að ná svo miklu *væði í Afríku til handa Þjóðverj- tim, að þeir máttu vel gera sig á- nægðia með. Hann gerði samninga við innfædda höfðingja í Afríku um stór svæði handa Þýzkalandi. 1 suðvestur Afríku náði hann f langa og mjóa Jandspildu austur tii Zambezi, er Þjóðverjar höfðu umráð yfir. Viar spilda þessi nefnd: Fingur Caprivi. í afskiftum sínum af þýzkum ný- iendumálum í Afríku sýndi kanz- larinn mikla forsjá og fyrirhyggju. Hann iét sér hepnast að hefja nýtt timabil á' öllu því svæði, er nú hiafði komist undir yfirráð Þjóð- verja, — tímabil framfara, nýrra fyrirtækja og tilrauna með að gera þessar nýlendueignir að samfeldri heild. Verzluraarsamninga gerði Caprivi við Austurríki og Rúmeníu og fleiri ríki, eftir að samningarnir við England um nýlendurnar í Afríku voru gerðir. Fanst keisaranum svo mikið til alls þessa koma, að Caprivi viar gerður að greifa. En upp frá þessu varð Caprivi fyrir stöðugum árásum af hálfu bænda- flokksins. Vantraust þeirra til kanzlarans var að lang-mestu Jeyti af þeirri ástæðu, að hann átti sja4fur engar landeignir. Upp úr þessu varð hann mest að r«ið* eig á fylgi frjálslynda flokksins og annara flokka, er áður höfðu verið stjórnar-andstæðiingar. Hann kom á nýju skipulagi í hernum, er mikla ólgu vakti á þingi. En hann komst yfir þann ólgusjó allan og fekk vilja sínum framgengt. En með þvi ávann hann sér óvináttu hermannanná, er tilhoyrðu hinum gamla skólia. Þeim var eigi unt að fyrirgefa hon- um, að hann hafði stytt herþjón- ustu tímann. Arið 1892 leitaðist Caprivi við að fá þingið til að siamþykkja frum- varp um mentamál. Studdi hann jiað friunvai}) með allmiklum á- kafa, og hélt því fram, að þar væri um baráttuna milli kristindóms og guðsafneitunar að ræða. En honum tókst ekki að fá frumvarp l>etta samfiykt af ])inginu, en varð þar að lúto i lægra haldi. Upp úr því neyddist Caprivi til að segja af sér því mikilsvarðanda embætti að vera prússneskur for- sa-tisráðherra. Var það embætti fengið Eulenberg greifa. En árið 1894 reis meiningamunur allmikill upp með þeim, Eulenberg og Cap- rivi, út af frumvarpi til breytingia á hegningarlögunum (Umsturz Vor- lage). Og í októbermánuði varð ágreiningur þessi til þess, að keis- larinn vék báðum frá embætti. En faJl Caprivi var þó að líkindum mest bændaflokknum að kenna. Með fram var það lfka því að kenna, að þó hann léti sér prýði vel fara.st meðferð allrar umsýslu landsins, hafði hann vanrækt að mynda nokkurn flokk, er léði hon- uin fylgi sitt, hvorki meðal þing- manna, né við hirðina. Hann gerði skyldu sfna eftir beztu föngum, en reyndi aldrei að halda neinni veru- legri vörn uppi fyrir sjálfan sig. Pylgismenn Bismarcks létu hann heldur aldrei í friði. Enda gerði Caprivi sitt til að ]já þeim lið, er haldia vildu stjórnmálamanninum mikla í stöðugri útlegð, og sjá um, að hann kæmi áhrifum sínum hvergi að. En í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, var öllum það hulin ráðgáta, hvort stjórnmála- stefna Caprivis var stjórnmála- stefna sjálfs hans eðla keisarans. Mönnum var aldrei ljóst, hvort heldur Caprivi væri að eins að hlýða boði keisarans og bíanni, eða hann væri að fylgja því fram, er liann sjáifur áleit heppilegast. Caprivi var maður sérlega göfug- ur og drottinhollur. Þessi drottín- hollusta bilaði wJls ekkert, þó hon- um væri svo skyndilega vikið frá embætti. Hann þverneitaði eftir si'in áður að réttlæta sjálfan sig í nokkurum hlut. Það var eigi með nokkuru móti unt að fá hann til að rita endurminningar um æfl síma og embættisfærslu, er seinna yrði gefnar út. Síðustu æfiár sín dró Caprivi sig í hlé. Hernaðarskyldur sínar hafði liann orðið að leggja niður að boði krisarans, og tók sér allnærri. Hann var 68 ána, er hann lézt 6. feb. 1899 og hafði aldrei kvæntur verið. 36. Keisarinn af guðs náð. Einvaldið í heíminum hefir Iengi hvílt á ]>eirri gömlu kenningu, að ]>að sé ekki lagt konungunum í hönd af þjóðum þeim, er þeir ríkja yfir, heldur sé þeim fengið valdið beint af guði sjálfum. Þjóðirnar geti þvf aJls eigi látið konungana bera neina ábyrgð á gjörðum sín- um og stjórnarathöfnum. þá á- byrgð beri þeir einungis gagnvart guði sjálfum. Konungar sé til þess fæddir, að vera einvaldar. Þegar einveldi þetta, sem forsjónin hafi lagt þeim í hendur, er þeir enn lágu í vöggu, sé skert og takmark- að af þjóðunum, sé með þvf gerð uppreist gegn guði og því drottin- valdi, sem vér erum honum skyld- ir um. Af guðs náð eru allir menn það, sem þeir eru. Af guðs náð eru öll völd og alt valdsumboð. Fögur og sönn lífsskoðan liggur þar til grundvallar, enda er það lífsskoð- an kristindómsins. En sú lífsskoð- an verður að skrípamynd, af því mannfjöldinn, mannfélagsheildin, er ekki tekin til greina. Réttinn til valda hefir sá einn, er völdunum beitir heildinni til velferðar. Um leið og hann fer að beita völdun- um til að steypa mannfélagsheild- inni út f elnhvern voða, beita þeim með eigingirni og ranglæti, til þess fáeinir menn í ríkinu eða rfkið í heild lifir á annarra kostnað, verður það væmið hræsnimál, að styðja ranglæti sitt með valdsum- boði af hæðum. Það var áður á það vikið, hvernig Vilhjálmur II. hefir þegar frá byrjan tamið sér að flétta guðs nafn inn í ræður sínar. Með þvf vill hann koma pelm hugsunar- hætti inn hjá þjóðinni, að sfnu boði og banni verði hún að hlíta, sökum þeas, að það sé guðs boð og bann. Vilji keisarans sé avalt guðs vilji. Keisaranum og guði sýnist ávalt hið sama. Frá úrskurði keisarans megi aldrei áfrýja til annars dómstóls, því úrskurður keisarans sé úrskurður guðs al- máttugs. J>essi kenning keisarans um, að hann hafi fengið völd sín að ofa.n, kemur fram svo að segja í hverri ræðu, sem hann hefir flutt, og þær eru margar orðnar. Hann setur hana eigi fram með óákvoðnum orðum, eðia. hógværum bendingum, heldur með kreptum knefa og og þrumandi raustu. Árið 1910 komst kcisarinn svo að orði í ræðu, sem Jiann flutti í Koenigsberg: He'r setti afi minn með eigin rétti prússnesku kórónuna á höfuð sér, og lagði enn einu sinni áherzluna á þá staðhófn, aS hún væri gefin honum af guði eínum, en ekki af þingi, né nokkurri þjóðsamkundu, eða almennri atkvæðagreiðslu, og að hann skoðaíi sjálfan sig korið verkfæri himinsins og framkvæmdi skyldur sinar sem stjórnari og ein- veldur samkvæmt því. Eins og gerð var grein fyrir hér að framan, þótti Friðrik mikli ekki vera neinn trúmaður og gaf það heldur aldrei í skyn. Fremur þótti hann blygðunarlítill hundingi í tali og lífsskoðan. En um Friðrik mikla segir Vilhjálmur II.: Og eins og kóngurinn mikli var aldrei gerður strandaglópur af hin- um gamla samherja (þ.e. guði), eins mun föðurlandið og þetta fagra hérað ávalt vera nærri hjarta hans. Vilhjálmur II. er svo á valdi þessarar hugsunar, að keisarinn sé jafngildur guði almáttugum og þeir sé eins konar bandamenn og aamherjar f fyrirtækjum sínutm, að það er öldungis loku fyrir það skotið, að hann komi auga á hið hlægilega í þeirri kenningu. Hon- um hættir stöðugt við að setja sjálfan sig svo nálægt hinni æðstu hátign, að oft og tíðum varpar það skugga all-miklum a heilbrigði hugsana hans og hefir komið þeirri skoðan inn hjá mörgum, að hann væri ekki með öllum mjalla, Fulltruum frá Brandenborg seg- ir hann: Eg álít alla stöðu mína fengna mér beint af himnum, og að eg hafi verið kallaður af hinum Allra-hæsta til þess að vinna v«rk hans. Stundum verður embættið sjálft að lúba í lægra haldi fyrir keisaranum. Hann ritar f bókina gullnu f Muenchen: Suprema lex regis voluntas — vilji konungsins er æðsta lögmál. En þá er konungurinn settur yfir hinn æðsta, ósýnilega löggjafa. Með barnalegri hégómagirni er keisarinn við alls konar tækifæri að lýsa yfir takmarkalausu íull- veldi sínu. Hann tiaJar um kirkj- una sem kirkjuna sína og í henni er eg seðsti biskup — summus epis- copus. Svo komst hann að orði, þegar hann er að leggja embættis- mönnum skyldur þeirra fyrír brjóst: "Það er einungis einn herra í þessu landi. Það er eg. Hvern þann, er andæfir mér, skal eg merja sundur. í byrjan stríðsins á keisarinn að hafa ávarpað herinn á þessa leið: Eg er innblásinn af heilögum anda, og stjórn mín er samkvæmt guðlegum rétti. Sökum þess er herlið mitt undir stjórn hins Al valda. í hans nafni skipa eg yður að ofsækja óvinina, unz ekkert er orðið eftir af þeim. Vei öllum þeim, sem vakið hafa bræöi Þýzka lands og veldi. Vei öllum þeim, sem ekki gefa gaum að rödd minni og ekki hlýða vilja minum. Guð Þjóðverja vill hafa völdin og vill láta hlýða sér. Það er engin furðia þótt oft hafi verið efast um andlega heilbrigði keisarans. Einn þeirra manna, er fyrst bentu á geðsturlan í fari keisarans, var enginn annlar en móðurbróðir hans, Játvarður kon- ungur. Hann þekti frænda sinn vel og hafði glögt auga. Mönnum var um það kunnugt, að Vilhjálm- ur var ekki í miklu* áliti hjá móð- urbróður sínum. Á það hefir bent verið, að f síð- asta skifti, er Játvarður konungur kom til Parísarborgar, át hann dögurð í húsi vinar síns þar. Margt bar á góma, eins og gengur, yfir borðum. Meðal annars vlar minst á keisarann. "Eg skifti mér svo sem ekkert af honum," á þá Játvarður að hafa sagt. "Hann er vitfirringur!" Metnaður keisarans er úr öllu hófi. Það ber víst flestum saman um. Og sjálfsagt stendur þetta tal um guðdóminn sem jafningja sinn og samherja að einhverju leyti í sambandi við metnað sjálfs hans. Hann vill vera öllum meiri. Og hann vill ávaJt vera þess fullvís og láta aðra vera það um kið, að hann hljóti að bera sigur úr být- um, en óvinir hans skömm og háð- ung. I sambandi við metnað kois- arans stendur takmarkalaust sjálfsálit. Og það er enn risavaxn- ara en metnaðurinn. Hugmyndin um ofurmennið er þýzk ein.s og öllum er kunnugt. Hún er ein af gimsteinum þýzkr- ar hoimspeki. Keisaranum kemur ekki til hugar, að skoða sjálfan sig oins og vcnjulegan dauðlegan mann. Það er jafn-langt frá hon- uni, eins og það er frá okkur, hvers- dntísmönnum, að skoða okkur apia eða hcliisbúa. Hann minnist helzt ekki afa síns, noina til þess að nefna hann Vilhjálm mikla. Og þegar hiann er að heiðra minniiifíu hans, með því að gefa honum þetta virðulega auknefni, hafa menn eitthvert óljóst hugboð uin, að hann sjálfur—Vilhjálmur II.— eigj Jiað ekki síður skilið. En oitt er víst. Hann er ofurmennið. Hon- um eru allir vegir færir. Alt er rétt, sem honum hugkvæmist og hia.nn gerir. Sökum ])ess, að hann var sjálfur ofurmenni, gat hann eigi þolað Bis- marck við hlið sér, sem í raun og veru var sjalifur persónugerfing þeirrar hugmyndar. Eitt ofur- menni getur ekki þolað annað. Ofurmenni er alt leyfilegt. Fyrir því var það sjálfsagt, að keisara- ofurmennið steypti kanzlara-ofur- urmenninu úr stóli, hvað mikið sem þjóðin átti honum að þakka. A'ilhjálmur II. hefir reist við aft- ur kenningu Loðvíks XIV., sem fyrir löngu var orðin fjarstæða í hugum manna: Ríkið er eg sjálf- ur — l'etat cíest moi. Þar sem keis- arinn er verkfæri hins almáttuga, hlýtur stjórnin öll að hvíla á herðum honum. Og ekki að eins stjórn í venjulegum skilningi, held- ur áliti, smekkvísi og trúarskoðan- ir. VilhjáJmur II. er ekki við cina fjölina feldur. Hann flytur erindi um alla hluti: Listir, hljómlist, bókmentir, guðfræði; hann prédik- ar bæði trú og siðfræði. Og erindi keisarans eru öll svipuðust því, að oinhver af spámönnum gamla testamentisins sé aftur upp risinn og farinn að tala. Keisarinn talar í guðs nafni, eins og þeir töluðu. 37. Drottinssvik. Þótt keisarinn eigi í hlut, er naumast við því að búast, að orð hans komist hjá því að verða gagn- rýnd, fremur en orð annarra manna. Endia ^arð sú raunin á, þcgar í byrjan. Menn fóru að henda gaman að þessum ofur- mennis-erindum, sem stöðugt var verið að flytja, eigi að eins utian Þýzkalands, heldur einnig á Þýzka- landi sjálfu. Skrafið um keisarann var ekki ávalt hljóðskraf. Ummæli birtust endialaust í blöðunum, ým- ist út af ræðum keisarans eða öðru atferli, sem í sjálfu sér voru meinlaus og fráleitt hefði voiið veitt nein eftirtckt í nokkuru öðru landi, nema þá helzt Rússlandi. Þau brugðu upp skringiljósi yfir keisarans og hugsunarhátt hans, sem leystu hláturböndin. Þann ó- sóma mátti keisarinn eigi með neinu móti þola. Hér áttu blöðin ekki einungis hlut lað máli. Þetba kom hvað eft- ir annað fyrir í rfkisþinginu. Fyr- ir því varð að finna upp einhverja reglu, er fylgja mætti. Og reglan viar sú, að leyfa mætti umræður um þau erindi keisarans, sem birt voru í lögbirtingarblaði ríkisins, Reichsanzeiger. Af þessum orsökum urðu lög- sóknir fyrir drotinssvik—lése ma- jesté —miklu almennari á Þýzka- landi, en nokkuru sinni hafði áður átt sér stað, þegar frá því á fyrstu árum Vilhjálms II. Hviað eftir annað lét hann sér sama, að kveða upp harða og óvægilega áfellis- dóma yfir mönnum og málefnum og stórum stjórnmálaflokkum. Þá viar eigi ávalt auðvelt, eins og gef- ur að skilja, að bera blak af sér með þeirri lotningu og nærgætni, sem keisarinn heimtaði, að honum væri sýnd, og láta þó öllum verða skiljanlegt, að keisarinn fór oft og tíðum með óvit. Eigi átti þetta sízt heima um jafnaðarmenn, sem stöðugt attu í höggi við einvaldið, og hvað eftir annað voru víttir fyr- ir drottinssvik og látnir sæta fang- elsisvist. Á Þýzkalandi var nú verið að gera tilraun með að sameina ein- valdsstjórn lýðvaldsstofnunum. Að það hepnaðist svo lengi, var sökum iþess að öll flokkaskipan lenti á ringulreið, og skortur var á stjórnmálaleiðtogum, er væri þeir afburðamenn, er á þurfti að halda. Þinginu og þingunum á Þýzkalandi var fremur lítill gaum- ur gefinn af alþýðu, enda er það býsna almenn þjóðasynd og mun eiga sér stað að meira og minna leyti með öllum þjóðum. Ríkis- þingið (Reichstag) var fremur Ula sótt. Menn fundu sér alls konar afsakanir. Undir kyrrlátu yfir- borði er þar ávalt mikil óánægja og gagnrýni á lágum nótum. Hún gengur þar oftast á sokkaleistum. óánægjan og gagnrýnin, eem ólgar þar undir niðri í hugum manna, en fer oftast huldu höfði, hefir öll snúist um einvaldið, — keisaravaldið, sem þar ræður lög- um og lofum og ekki vorður snúið sér ])versfótar fyrir. Einvaidskcnn- inguna ])ýzku hafa Þjóðverjar nefnt Býzantinisma. MikJigaiður var í fyrndinni ncfndur Byzanti- um. Og kenningin um einvaldið á Þýzkalandi þykir draga lang- mestan dám af einvaldshugmynd- um Miklagarðskeisaranna gömlu. En þjóðin ])ýzka er hógvær og feikna þolinmóð. Bismarck hafði haldlð járnsprota sínum yfir henni. Kveinkað hafði hún sér í hljóði oft og einatt. En f hina röndina fann hún bezt, að sætta sig við það. Hagur þjóðarinnar blómgað- ist, og um það var meira vert, en hitt. Nú voru völdin dregin úr höndum Bismarcks og komin keis- aranum í hondur. Sumum fanst síðari villan verri hinni fyrri, en á- litamál hvort ekki var bezt að finna sig í því öllu og láta stjórn- máíagarpana spreyta sig á að fást við þjóðarbúskapinn. Hinum gífurlegu og oft og tíð- um fremur vanhugsuðu ummæl- um keisarans kunnu menn illa, einkum framan af. En svo vöndust menn þessu, eins og menn verða að venjast svo mörgum meinbug- um öðrum hér á þessarri jörð. Og mönnum gekk það þeim mun bet- ur, sem keisarinn lét sér bctur hepnast að koma þelrrl hugmynd inn hjá þjóðinni, að friðurinn í Norðurálfunni hvíldi á herðum hans, og að honum væri friðurinn hið mesta áhugamál, þótt það hafi nú reynst hræsni. S\o cr því ekki að neita, að Vil- hjálmur II. cr fyrir margra hluta sakir mikilhæfur og fjölhæfur maður. Hann hefir þann metnað, að vera mcstur einvaldur í heími, ekkl einungis að þvi er til vald- anna kemur, heldur að því leyti, er til þekkingar kemur á stjórnar- fari og landsháttum. Hann er alls staðar á ferðinni í ríkjum sin- um. Hann veitir öllu nák\'æma eftirtekt. Hann lætur engan hlut afskiftaiausan. Og ávalt kemur það i ljós, að hann hefir fyrir fram aflað sér nokkurrar þekkingar í hverju atriði og hcfir vanalega eitt- hvað til síns máls. En mest er um það vert, hve örfandi þessi afskifti hans eru á öllum svæðum þjóðlífsins. Hvar- vetna heimtar keisarinn sjálfur að alt sé í bezta íagi. Hvarvetna er hann á ferð til að líta eftir og leið- beina. Auga keisarans hvílir á öll- um, háum og lágum. Það er litill vandi að láta sér skyiljiast, hve mik- ils ci' um þotta vert. önnur aflciðing af einvaldsstjórn keisarans er sú, að það er eigi unt að Kcra sér þess Ijósia grein, hvað- an stjórnarathafnir og síjórnar- stefnatr eru ninnar. Eru fram- kvæmdir og ráð í opinberum mál- um landsins runnar undan rifjum keisai'ans, eða eru þær runnar und- an rifjum kanzlaranna og ráð- Igjafanna? Hver ber eiginlega á- byrgðina? Er kanzlarinn og embætt- ismenn yfirleitt annað og meira en eins konar talsímar keisarans, sem hann notar til þess oð koma hugsunum sínum til þjóðarinnar? Hvar er ábyrgðin? Keisarinn ber enga ábyrgð nema gagnvart hinum Alvalda einum. Kanzlar- inn ber enga ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Hann ber ábyrgð gagnvart keisaranum einum. Rík- ið þýzka verður því að nokkuru leyti sálarlaust, líkt og auðfélögin miklu, sem ef til vilj hafa margar þúsundir manraa í þjónustu sinni. Verði einhver fyrir ranglátri með- ferð, er eigi unt að finna neinn, sem ber ábyrgðina. Einn vísar frá sér til annars. F.'lagið er sálar- laust. Eitthvað svipað á sér stað með íþýzka ríkið, einkum í viðskift- um þess við aðrar þjóðir. ------------o------------ Frétt frá Islandi. Bréfkafli úr Hrútafirði skrifaður 1. maií: "Veturinn hefir verið yfir- leitt góður, hagbeit góð mestan hluta hans. AlMiörð tíð var um tfma síðast, frá því í byrjun apríl og þangað til í maíbyrjun, norðan hríðar og snjókoma allmikil. Nú er komin góð tíð aftur. Laugap- daginn fyrir páska skall ó mikil norðanhríð, síðla dags. Hrakti þá víða fé hér í nágrann'asveitunum og týndist allmargt á sumum bæj- um. Þannig týndist og drapst um 40 fjár á Sveðjustöðum f Miðfirði. 1 Hrútafirði týndust 5 kindur á einum bæ og víða skall hurð nærri hælum með íénað, en það vildi til aið hríðin kom seint á degi, svo fé var vlða komið heim." GISLI GOODMAN TINSMIMI R. Verkstœíl:— Hornl Toronto Bt. 0« Notre Dame Ave. Fhaae Oarry 20SS Hflmlll. Garrr S8 Hafiðþérborgað Heimskringlu ? TH. JOHNSON, Crmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbr«. Sérstakt athygli veitt pðntunum og viSsjöríum útan aí landi. 248 Main St. ¦ Phone M. «606 J. J. Slranioi H. Q. HlarlkMon J. J. SWANSON & CO. FASTKIGKfA9AI.AU Oö prnlaca miniar. Tal«iml Maln 2*87 Cor. Portaeo and Garry, VTlnalvec MARKET HOTEL 14( Prlar •** Strrrt á Mótl marka'BInnm Bestu rtnföng, vlndlar •! a»- hlyniac fóH. ísleakur veltlaca- maour N. Halldórsson. leloboin- Ir IsleadlBSum. » '. CCONNKU EIRandi Wl»l>r( Arni Aaderson B. P. Garland GARLAND&ANDERSON I.OIÍFH EOI\GAK. Phono Main 1S«1 «ðX Klvctrit Railway Chaab«ri Talsími: Main 6302. Dr. J. Q. Snidal TANNLÆKNIR. «14 SOMERSET BL.K. Portag-e Avenue. WINNIPEQ Dr. G. J. Gislason Phyalclaa aad Surtroi Athygli veítt Augna, Eyrna or Kverka Sjúkdómum. Asamt Innvortls sjúkdómum og upp- skurtsi. 18 S >uth 3rd Sl, Grand Forta. N.D. Dr. J. Stefánsson 4*1 BOYD HI ll.l»l>« Hornl Portasre Ave. og Edmonton St. Stundar einröngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdðma. Er a* hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. or kl. 2 tll • e.h. Phone: Main 3088. Heimill: 10S Ollvla St. Tals. Q. 2816 r Vér hKfum fullar blrgVlr hretn- ustu lyfja o« meCala. Komlo meU lyfseSla y«ar hlnga*. V«r gerum meDulln aákvjemlega aftlr dvísan læknixins. V«r aianum utansvelta pöntunum o« sellum Kiftintaleyfi. : : : : COLCLBUGH <& CO. Notre Daaie Jt Sherhreeka ««a. Phone Garry 2ÍÍ0—2«*1 0 i f» ¦ • A. S. BARÐAL selur líkkistur og- annast una út- farlr. Allur útbúnaHur >a bestt. Ennfremur selur hann allskaaar mlnnlsvarSa og legstelna. : : 113 SHERBROOKE ST. Pheae G. 2152 WIBNIPBG ÁGRIP AF REGLUGJÖRB m heimifisrétUrlÖBd í Caaada «f NwrðTestirUBtlÍBa. Hver fJSIskyldufaílr etla hver kar?- matlur lem er II ara, sem var brezkur þegn I hyrjun striíslns og hefir vert» þatl silan. e«a sem er þegn BandaþJ«*- anna e«a <5há«rar þjdtlar, getur tekl* helrailisrítt 1 fjðrluaf; úr aectlon af ð- teknu stjórnarlandi I Manltoba, Sas- katohewan etJa Alberta. Umaatkjand! verUur •falfur a» koma á landskrlf- ¦tofu stjárnarinnar e«a undlrskrtfstofw hennar I þvt heratlt. 1 umboDI imari •kyldart—B»x mintli ábú« og resktua mk taka land undlr vlssum skllyrVum. landsine 4 hverju af þremnr «rum. f vlssum híruBtim getur hver land- landnemi fengia forkaupsr«tt A fJdrS- ungl eectlonar mej fram lanðl sfnu. VerU: «8.00 fyrlr hverja ehni. Skrldur: Sex mintlt «b«» 1 hverju hlnna atastu þrlggja «ra efttr hann heflr hlotrO algnarbr«f fvrlr heimlllsr«ttar- Iandl alnu og auk þess rssktat! 69 ekrur & hlntt setnna lanfll. Torkaups- réttar br«f getur landnemt fengltt um leiB og hann fser helmlllsr«ttarbréfiTS. en þð meB vlssum skilyrtlum.. Unitntml, ««m fenglU hefir helmtlts- réttarland, en getur ekkt fengl* for- kaupsr«tt (pre-emptlon) getur keypt hetmllt«r«ttarland t vlssum héruSum. V«rtl fS.OO ekran. Verflur il boa A landtnu eex mlnnlll af hverju af þrem- ur Inim. rtekta S0 ekrur og byggja hús. aem ¦« $800.00 vlrtlt. Þelr sem hafa skrlfaU slg fyrlr helm- lltsréttarlandl, geta unnlH landbúna'H- arvlnnn hja btendnm ! Canaða tVrttl 1917 og ttmt sA relknast sem skyldu- tfmt & landl þelrra. undtr vlssnm ikll- yrlum. f>egar stJðrnarlSnð ern aurlyst etla tllkynt i. annan hátt, geta hetmkomntr hermenn, sem verlS bafa t herþjðnusta erlenðfa og fenglV hafa hettJarleEra lausn, fentrltl etne dafrs fnrgangs rðtt tll atl skrlfa slr fyrlr helmtllsr«ttar- landl a landskrlfstoftt h*ra*sln« (pn ekkt «. tjndtrekrtfstofu). t,ausnarbr«f rertlur hann aS geta sýnt akrlfatoftt- stjðranum. W. W. COB.T. Deputy Kfnlster of the Interlor. BlBtJ, nm ftytja auglfslnga þessa f helmllíarleytl. fi enga borgan fyrtr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.