Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 2
X HEIMSKRINGLA ^WNIWSÖ, *. A«Ú#T 1917 r—------------------- Keisaravaldið þýzka Eítir «íra F. J. Bergmann. (Pramh.) II. KEISARINN ÞÝZKI NÚ A DÖGUM. 42. Von Hohenlohe kanzlari. Það er áður frá þrí skyrt (§35), að von Caprivi kanzlari >wð að láta af kanzlara-embætti í október- mánuði 1894. Sá nraður, sem keis- arinn þá kveður til að fylla kanzl- aaafembætti, nefndist fullu nafni Chlodwig Karl Victor Hohenlohe- Schillingfuerst. Venjulega er hann ■efndur Von Hohenlohe lands- höfðingi (fursti). Hann var af gaimalli Jandshöfð- iaigjaætt, frá Hohenlohe í Franken. Árið 1806 urðu þessar gömiu höfð- ingjaeignir að afsala ríkinu sjálf- •tæði sínu. Mynda þær nú einn hluta konungsríkjanna Bæjara- lands og Wuertenbergs. Um það leyti var Hohenlohe eigi sninna en •80 fennílur og íbúar taldir 108,000. Von Hohenlohe var fæddur 1819 •g lifði fram yfir aldamótin síð- ustu. Hann lézt 1901. Hann var 75 ára, er hann tók við kanzlara-em- bætti og furðuðu margir sig á, að keisarinn skyldi kveðja svo há- aldraðan rnann til að gegna því eiikla embætti. Hann varð að taka að sér eins og fyrirrennarar hans að vera prúesneskur forsætisráðherra um íeið og hann varð kanzlari. Mun það bæði hafa verið aldur og iund- arlag er því voru valdandi, að hann var ekki jafn-starfsamur og alis staðar á ferðum og kanzlararn- ir, sem verið höfðu á undan hon- um. Á embættisáruim hans varð ut- anríkisráðherra, barón von Bieber- stein og síðar von Buelow greifi, venjulegast að halda svörum uppi af stjórnarinnar hálfu. Og i mönguim deildum stjórnarinnar var um það kvartað, að nú væri engin sterk hönd við stýrið. Hinn nýi kanzlari virtist fremur tregur til að koma fram opinberlega og láta mikið á sér bera, nema þegar biýn nauðsyn krafði. En keisar- anum var hann mjög handgeng- inn. Eyrsta athöfn hans í embætti var eigi heldur til þess löguð, að auka faonum vinsældir. Þegar. opnuð var þinghöilin mikla, er ríkisþing- inu hafði reist verið f Berlín, var mikið um húrrahróp fyrir keisar- anum og fagnaðarlæti. En nokk- urir af þingmönnum jafnaðar- manna sátu kyrrir í sætum sínum. Eigi var það með öllu ljóst, hvort þetta var gert af ásettu ráði. Samt sem áður varð það til þess, að lík- induin fyrir skipain keisarans, að kanzlarinn kom fram í rikisdegin- um með kröfu um, að höfða skyldi mál gegn þingimönnum þessum fyrir drottinssvik — lése-majesté. En þeirri kröfu synjaði ríkisþing- ið í einu hljóði að sinna. Þess er áður getið, að bænda- flokkurinn á þingi varð með fram til þess að koroai von Caprivi frá vöiduin. Bændaflokkurinn var um þessar mundir all-sterkur á Prúss- landi. Hann gerðist andvígur öll- um iögum, er þeim fundust bein- línis eða óbeinlínis skerða hag bænda. Þeim var illa við þá hug- mynd keróairans, að koma upp mikium herskipaflota. Þ#im virt- ist alt það á móti skapi, er gaf verzlan og iðnaði byr undir vængi. Flotalögunum frá 1897 og 1900 iéðu þeir einungis fylgi sitt gegn þeim hlunnindum, að takinarkaður væri innflutningur smjörlikis og innflutningur á niðursoðnu kjöti frá Bandairíkjum. Þeim tókst aðj koma í veg fyrir, að skipgengur skurður yrði ger frá Westphalen til Elfinnar, sakir þess, að þá yrði flutt svo inikið korn inn í iandið. Stjórnin var í all-miklum vanda stödd með þenna bændaflokk. Keisara-stjórnin lætur ávalt leið- ast af ails konar æfa-gömium prúss- naskum erfikenningum. Ein þess- arra erfikenninga var í því fólgin, að aðallinn og bændastéttin yrði ávalt að vera meginstoðir ríkisins «g krúnunnar. Það kendi enn gam- allar græsku í garð borganna, verksmiðjueigenda og iðnaðar- roanna. Áiitið var, að bændastétt- in væri líka hemura öldungis nauðsynleg. íhaldsflokk vildi stjórnin hafa öflugan á þingi, til þass að haida sem lengst við lýði gömlum kreddum og kenningum. En á suður og vestur Þýzkalandi var naumast nokkur afturhalds- fiokkur til. Þar hefir aðallinn litl- ar landeignir m-eð liöndum og hef- ir fremur lítil áhrif á stjórnmál. 1 katólsku héröðunum hafði Mið- flokkurinn svo nefndi tögl og hagldir. Samt tóku jafnaðarmenn eums staðar að verða þ*úaa örðugir keppinautar. íkgáMyadir aaen* urðu venjulegaat á bandi jafnaðar- manna. Verkalýðurinn myndaði þar þéttskipaða fylkingu. Þar var hatrið tii hinna æðri stétta roegin- regla, sem naumast átti undan- tekning. 43. Stjórnmálaflokkar og afturhald. Um þessar mundir fóru kröfur þýzkra þjóðernismanna að verða æstari. Félag myndaðist, er nefnd- ist al-þýzka félagið —All-deutscher Verein — og gekk það svo iangt í þjóðernisáttina, að hefði það feng- ið að ráða, myndi Þýzkaland hafa lent í stríði við nokkurn veginn allar þjóðir. Sú stefna, sem þeir héldu fram, og ummæli þeirra, gengu svo iangt, að samkomulagið við Austurríki og Ungverjal^pd varð oftar en einu sinni í ailmikilli hættu. Meðferð Prússa á Pólverj- um vakti eðlilega mikla gremju í Austurríki, þar sem Pólverjar höfðu lengi verið helzta stoð og stytta stjórnarinnar. Og í Bæheimi voru æsingár af hálfu Þjóðverja svo miklar, að þar horfði oft og tíðum til vandræða. Frjálslyndi flokkurinn átti einna örðugast uppdráttar á Þýzkalandi og hefir það lengi viljað haldast. Um þesaar mundir færðist ein- mitt fhaldsflokkurinn fjarska mik- ið í aukana, fyrir áhrif bændaíýðs- ins og höfðingja, er voru landeig- endur. Frjálslyndi flokkurinn virt- ist lfða beint tjón við það, að at- kvæðisréttur varð almennari. Upprunalega var hann andvfgur landeigendum og aðii. Hann var skipaður mönnum, er heyrðu til upplýstaii hluta miðstéttanrra, lærðum mönnum og fjárhagsfróð- um. En honum tókst aldrei að afla sér fylgis með verkalýðnum. Þeiin hætti of mjög við að binda bagga sína með auðmönnum, og voru oft og tíðum ekki að öilu ein- lægir eigin meginreglum sínum. Þegar þeir náðu mestum völdum, þótti þá bresta umburðarlyndi ekki síður en andstæðinga þeirra. Þeir hjálpuðu atjórninni til að vinna bug á skoðunum, er þeir liöfðu sjálíir barist gegn. Þeir höfnuðu kröfum iðniaðamanna um jáfnrétti nokkurn veginn á sama hátt og kröfum miðstéttanna hafði verið hafnað af 'aðalsmönnum. Miðflokkurinn óx aftur og dafn- aði. í honuia voru roenn af öllum stéttum. Fyrir því varð liann að taka til greina hagsmuni allra stétta. Þar voru ríkir og fátækir, bændur og iðnaðarmenn. Mið- flokkurinn gekk því eðlilega í lið með stjórninni hve nær sein hún leitaðist við að miðla málum með hagsmunakröfutti, er komu hver í bág við aðra. Miðflokkurinn var skipaður katólskum mönnum að- allega. Kröfur hans gengu því roest út á að friða um siðferði og trúmál og runnu því að nokkuru leyti um sama farveg og viiji keisarans. En í hvert akifti er tilraun var ger til að gera kröfur þeirra að lög- um, risu upplýstir menn í iandinu öndverðir gegn þeim. En ]>etta varð aftur fullveldi stjórnarinnar l>rándur f götu. f katólsku lönd- unum, Bæjaralandi, Baden og Hessen, urðu áhrif miðflokksins mikil á landsþingum. Og þegar meira og minna öflugir bænda- flokkar mynduðust þar, hafði mið- flokkurinn lag á að dragai völdin úr höndum þeirra, með því að taka helztu^ raál þeirra inn á stefnuskrá sína. Um þetta leyti reis upp sú stjórn- málastefna, er kend var við mið- stéttirnar og nefndist: Miðstétta stjómmála stefna — Mittelstand Politik. Hver stétt heimtaði af stjórninni sérstaka löggjöf til að vernda sfna hagsmuni, sakir breyt- inga, sem orðið hefði á fjárhags- ástæðum við fraimþróun iðnaðar- ins í landinu. Bændur og landeig- endur, iðnaðarmenn og verzlunar- menn gengu í bandalög hver í sín- um hópi, til þess að vernda eigin hagsmuni sína. Allir ætluðust til þess, að stjórnin og ríkið sæi um hagsmuni hverrar stéttar sérstak- lega. Stefna stjórnarinnar þýzku varð all-sterk í afturhaldsáttina, eftir að Caprivi var vikið frá völdum. Þetta varð meira og meira upp á teningi bæði í trúmálum og uppeldismál- um, en eigi sizt í því, hvernig hún tók í tauma í almennum stjórn- málaumræðuna. Henni varð það eðlilega mikið áhyggjuefni, hve verkalýðurinn snerist algerlega gegn kristindóminum, einkum þar sem það var samfara afskiftaieysi af trúmáluna irreð mentuðum mönnum í hinum stærri borgum, ekki sízt í Berlín. Sterk sannfæring um, að mikil hættia væri á ferðum í mannfélags- máluin og stjórnmálum, ef eigi væri reist rönd við með því að vekja meiri áhuga í trúarofnum. Hreyf- ing myndaðist í þessa átt.' Mörg heimatrúboðafélög mynduðust og margar kirirjur voru reistar, eink- um f Berlfn. Léði keisarinn lireyf- ingu þassarri eindregið fylgi. En til allrar óhiamingju stóð hreyfing þessi of oft í sambandi við einbeitt afturhald í stjórnmál- um. Sökum þess varð verkalýðn- um all-gjarnt til að líta svo á, að lögð væri áherzla á iað örfa trú- málastarfsemi til að afla stjórn- inni fylgis í áhugamálum hennar á sviði stjórnmála og mannfélags- mála. Þetta var likast þvf sem átti sér stað á dögum Yilhjálms IV., þegar trúmálin voru svo sam- tvinnuð römmu stjórnmála-aftur- haldi, að í breiðum lögum mann- félagsins varð rétt trúnaðurinn beinlinis ógeðslegur. 44. Keisaraveldinu spáð illum örlögum. Keisarinn hafði horfið aftur til stjórnmálastefnunnar, er fylgt var á dögum Bismarcks. Nú var það álitið eina ráðið eins og þá, að láta eindregna afturhalds löggjiif verða öllum mannfélagsumbótum samferða. Þýzka þjóðin hefir orð- ið að kaupa mannfélagsumbætur sfniar dýrU verði. Vel má hún hrósa sér af þeim. En gæta skyldi hún þess, að hún hefir nálega í hvel't skifti orðið að afsala sér svo og svb miklu af frelsl sínu. í ræðu, sem keisarinn hélt f Koenigsberg í nóvembermánuði 1894, særði hann höfðingja og að- alsmenn Prússlands til að ljá sér öflugt fylgi í baráttunni fyrir trú, siðferði og reglu, gegn öllum bylt- inga-flokkum—Umsturz. Skömmu síðar hirtist viðbætirinn við hegn- ingarlögin, sem Þjóðverjar nefna Umstrurz-Vorlage, f þinginu. Með þeim lögum átti að koma í veg fyr- ir allar tilraunir með að veikjia drottinhollustu hermanna. Þar var það líka gert að glæp, sem varðaði þriggja ánai fangelsi, að gera árás á trúarbrögð, einveldið, hjónabandið, heimilislíf og eignar- rétt á þann hátt, að það gæti truflað opinberan frið, með niðr- andi ummælum. Þetta gekk nú ekki alveg orða- laust, eins og búast mátti við. Nálega öllum þingtímanum 1890 var varið til að ræða stjórnarfrum- varp liettai. Miðflokkurinn, eða klerkaliðið katólska, eins og sá flokkur oft er nefndur, hjálpaði til að gera lögin svo úr garði, að^Jrau urðu verndarlög trúarbragðanna enn freklegar en stjórnin hafði til ætlast. Lagagreinum var bætt inn í, op- inberu siðferði til verndunar. Var það gert með því að banna að op- inberiega væri sýndar myndastytt- ur eða myndir, eða ritverk seld opinberlega, sem ruddalega gæti hneykslað blygðunarsemina. Þess- ir viðaukiar klerkanna vöktu al- menna gremju. Var alment tekið fram, eins og ekki var nein furða, að með þeasu væri listir og bók- mentir svift öllu frjálsræði. Og ]iað fór svo, að þetta lagafrumuan'p varð stjórnin að afturkalla. En að stjórninni var full alwaira með þetta, sást bezt á því, að ann- að frumvarp var lagt fyrij- og náði samþykki prússneska þingsins, sem lögheimilaði eftirlit með privat docentum við háskólann. Sumir afturhaldaleiðtoganna gengu svo langt, að heimt vernd ríkisins gegn kenningum ýmsra háskólakennar- anna, er héldu fnam kenningum í fjárhagsmálum, sem þeim var illa við. Einkum er barón von Stumm, sem verið hafði cinn af aðal ráðu- nautum Bismarcks í iðnaðarmál- um, til þess nefndur. Prestar, er afskifti höfðu af kristilegum mannfélagsmáium, komust í ónáð hjá stjórninni. Frægt er það orðið, að prófessor Delbruck, kennari í sögu við há- skólann í Beriín og fyrrum kennari við hirðiniai, var stefnt fyrir einn þenna kenningaraga rétt, sökum þess að liann, ,sem ritstjóri tíma- ritsins Preussische Jahrbuscher hafði gerst svo djarfur, að finna að stefnu prússnesku stjórmarinn- ar gagnvart Dönum í Slésvík. Á bak við alt þetta þóttust menn finna ráðríki og ofstæki keisarans og varð hann ekki vinsælli fyrir. Til eru ummæli um keisiarann þýzka frá árinu 1891, eftir skáld Portúgísa, Eca de Queiros, sem mjög þykja , eftirtektarverð, ekki sízt sökum þess, hve langt er síðan þau koimu fram. Þau voru á þessa leið: Af miklum ofurhuga tekur hann að sér ábyrgð, sem skift er milli margra embætta með öörum þjóð- um. Hann einn dæmir. Hann einn framkvæmir. Því honum einum, en hvorki ráðgjöfum hans, né ráðu- neyti hans, né þing i hans, hefir guð—guð Hohenzolleranna — gefið yfirnáttúrlegan innblástur. Hann hlýtur því að vera óskeikull og ó- sigrandi. Við fyrsta ósigurinn, sem hann bíður, hvort sem hann bíður þann ósigur fyrir borgurum sínum eða lýð sínum á strætum Berlínarborgar, eða herliði sam- bandsþjóða á sléttum Norðurálfu, kemst þýzkaland að þeirri niður- stöðu, að þetta bandalag við guð, sem margsinnis hefir verið gortað af, hafi verið bragð slægviturs harðstjóra. Þá verða steinar ekki nógu margir alla leið frá Lotringen og til Pommern til þess að grýta þenna svika-Móse. Vilhjálmur II. er í raun og sannleika . að kasta þessum ægilegu járnteningum gegn örlögunum, sem Bismarck eitt sinn sveigði tal sitt að, — Bismarck, sem nú er gleymdur. Vinni hann sig- ur, getur hann fengið sams konar ölturu innan og utan landamæra sinna og þau, er reist voru Ágúst- usi forðum. Bíði hann ósigur, fær hann útlegð; þá biður hans á Englandi sú útlegð, sem fengið hefir sögulega hefð, — auvirðileg útlegð, er hann hótar svo harðlega öllum þeim, sem neita óskeikulleik hans...... Árum saman—guð gefi þau verði hægfara og lengi að líða—getur það verið, að þessi ungi maður sitji í Berlínar-höll sinni, brenn- andi Þ'anda, prúður, með frjósamt ímyndunarafl, með einlæga hetju- sál, ef til vill, og sé öndvegishöld- ur örlaga Norðurálfu. Eða það getur átt sér stað, að hann verði staddur í Metropole gistihöllinni í Lundúnum og verði með rauna- svip að taka upp úr ferðaskríni landflótta manns hina tvöföldu kórónu Prússlands og Þýzkalands —illa beyglaða. Menn mundu ekki furða sig á, þó að slík ummæli um keisarann kæmi fram nú á dögum á Frakk- landi eða Englandi. En að Portú- gísi skuli hafia sagt þetta um hann fyrir 25 árum, hlýtur öllum að finnast næsta eftirtektarvert. 45. Miðaldahugmyndir í stjórnmálum. Þrátt fyrir alla þá óánægju og grunsemd, s«rn öll þessi afturhaldsi- löggjöf kom til leiðar, var stjórnin alls ekki af baki dottin með iiana, þótt ekki kæmi hún þessum andbyltingarlögum að i bili. Árið 1901 var aftur ger tiiraun til að leiða f lög þau ákvæði þeirra, er tjölluðu um brot gegn almennu siðferði Morðmál eitt ihafði komið fyrir ]>egar 1891, er kent viair við morð- ingja einn að nafni Heinze. í sam- bandi við morðmál þetta hafði komið fram voðaleg skírlífisbrot í Berlín. Þá hafði frumvarp þetta til laga komið fram, sem átti aö herða á hegningarlögunum í þessu sambandi, en náði ekki samþykki. Samt sem áður héldu miklar á- greinings umræður áfram um frumvarp þetta, sem kallað var Heinze lög—lex Heinze. Árið 1900 reyndi stjórnin iað skeyta inn í lagafrumvarp þetta greinum úr byltingarlögunum, sem gerðu iist- ir og bókmentir háð liegningarlög- unum og lögreglunni. Þá reis upp feikna stormur gegn þessu stjórnarathæfi. Menningin— Kultur—var í hættu stödd, og fé- lög eins og Goethe-félagið voru stofnuð henni til vernduniair. Að síðustu neyddist stjórnin enn til þess að fella niður þessi ákvæði, sem svo voru illa þokkuð. En eigi var það fyr en jafnaðarmenn höfðu látið sér hepnast, að beita þing- sköpum svo, að ekki mr unt að koma neinu fram í þinginu. Þetta var fyrsta sinni, að slík málateppa hafði komið fyrir í þinginu, að þaulhugsuðu ráði stjórnarandstæð- inganna. Furðulegast fyrirbrigði þótti það í þessu sambandi, að forvígismenn lista og bókmenta áttu þenna sigur jiafnaðarmönnum að þakka. Því einmitt þeir höföu haldið uppi langvinnum árásum á jafnaðarmenn fyrir að vera mestu óvinir nútímia, - menningarinnar. Þessi kaldhæðni sögunnar út af viðureign mannanna og baráttu kemur eigi svo sjaldan fyrir. Þetta og margt fleira bendir til þess, að þrátt fyrir allia upplýsing og þekkingu sitja þó skoðanir miðaldanna að mörgu leyti enn að Völdum í huga valdhafanna }>ýzku. Allair misfellur á að lækna með hegningarlögum. Lögreglan á að kippa öllu í lag með steyttum hnefa. Eina leiðin, sem stjórnin eiginlega þekkir í þeim efnum, er ofbeldisleiðin. Gömul lög voru til, sem bönnuðu samsteypu margra stjórnmála fé- laga. Miarkmið þeirra var, að koma í veg fyrir, að félaga-kerfi mynduð- ust, sem næði yfir stóra landsfláka, og hriAuðu til sín mikil völd í stjórnmáium. Árið 1891 notaði prússnoska lögreglan lög frá 1850 sem heimild til að sundra jiafnað- armanna félagsskap í Berlfn. Þá krafðist mikill meiri hluti á ríkis- þingi, að lög þessi skyldi numin úr gildi, og neyddist kanzlarinn til að lofa því. Ekki vai- það loforð lialdið. Lög voru samþykt í hinum *instöku ríkjum, cinknm Prússlandi og Rax- landi, sem juku vald lögreglunnar til að hanna samkomur og félög, þó þau hins vegar gæfi leyfi til, að félög gæti staðið í sambandi hvert við annað. Aftur í þessu atriði varð það augljóst, að stjórnin viair ekki lengra komin en ]>að, að skoða stjórnmálafundi hættulega og sið- spillandi. Afturhaldsmenn heiint- uðu, 'aið konum og unglingum skyldi stranglega bannað að sækja slíkar samkomur. Á Prússlandi kvað svo ramt að þe.ssu, 'að meiri hlutinn í efri mál- stofunni og stór minni hluti í neðri mákstofu greiddu atkvæði viðauka ákvæðuin, sem beint gáfu lögreglunni vald til að sundra sainkomum, þar sem komið var frain með skoðanir stjórnleysingja og jiaifnaðarmanna. á Saxlandi heimtuðu afturhaldsmenn, að konum skyldi að minsta kosti bannað «ð vera viðstaddar á sam- komum j'afnaðannanna. Það var þar ólögmætt, að nokkur, sem yngri var en 21 árs, væri viðstadd- ur á stjórnmálafundi. Sam|t náðu lög þessi ekki fram að ganga á Prússlandi og loks var það leitt í lög 1899, <að “alls konar félög gæti myndað samband sín á milli.” Að ]>essu varð kanzlarinn að ganga. En mest sökum þess, að nú voru lagafrumvörp um efl- ingu herskipaflotans á ieiðinni og nú reið á að afla þeim íylgis. En óánægjan og vantraustið, sem þetta langai þref hafði haft í för með sér, kom bezt í ljós 1899, er þingið hafnaði með fyrirlitningu stjórnarfrumvarpi um að varðveita iðnaðarmenn, sem fúsir væri að vinna á verkfallstímum, gegn ógn- unutn eða meiðslum. Vantraustið kom mest fram í því, að hér var stjórnin grunuð um, að henni gengi ilt eitt til. Fyrir þvf var tregð- an svo mikil á að leggja henni meiri völd í hendur. Hinn rammi ófrelsisbragur, sem einkent hefir stjórn keisarans, er bein afleiðing af stjórnaratferli Bismarcks. Hi^nn ,lragði Þýzkja- land í hiekki þýzkrar miðalda- | stjórnar. Hann lagði eining og ! völd þýzkri þjóð í hendur. En hann neitaði henni um frelsið. Með því iaið neita henni um það, hefir iiann umhverft sál hennar. Hefði stjórnmálastefna hans ekki hepnast eins vel og raun varð á, f áþreifanlegum efnum, mundi eðl- \ 'ishvöt þjóðarinnar hafa þrýst henni sterklega í áttina til að eignast andlegt frelsi,—það þrosk- aða frelsi og sjálfstæði, er til þess útheimtist að reka af höndutm harðstjórn og hervald. En alveid is hugmynd Bismarcks náði sér á- gætlega niðri. Lýðvaldshug þjóð- | arinnar brast þrótt til að varpa I af stalli goðalíkneski ]>ví af járni, ' er hann hiafði smíðað. Alveldis- hugmyndin fekk að snúa gróttu- kvöm sinni og mala. Hún mól unz Fróðafriðurinn var rofinn og styr- jöldin brauzt út. Áður hún er til enda kljáð, fellur skýlan frá augum ]>jóðarinmar. Og falsguðinn, sem steyptur var úr blóði og járni, hrynur. Sál þýzkrar þjóðar birtist með nýjum Ijóma, um leið og Iiún kemst úr álögum síns stærsta mik- ilmennis—Bismarcks. 46. Þýzkaland lærir að synda. Nú hafði keiaarinn nýtt ætlunar- verk með höndum. “örlög vor liggja á hafinu,” hafði hann eitt sinn látið sér verða að orði á hrifningaraugnabliki. Ætlunar- verk hans og mikla markmið va,r nú, eins og ávalt, að auka völd og veg Þýzkalands. En hvað nýtt var til ráða? Afi keisarans lnafði af- iient honuin bezta landher, sem til var í víðri verld. Friðrik mikli hafði kent Þjóðverjum hermanna- ganginn. Eg þarf að kenna þeim GISLI GOODMAN TINSMISUR. V«rkí»t«TJI:—Hornl Toronto Bt. Ol Notro Damo Ave. PlioBe Hefmllls G«rry 2®8S Gorry SM Hafið þérborgað Heimskringlu ? (Framh. á 3. bls.) <<Eldmgar,, Flest fólk er hraett við eld- ingar, en nú er ekki þörf á að hraeðast slíkt, því að Townsleys Þrumuleiðarar eru örugg vörn gegn öllum voða af eldingum. Biðjið oss om upplýsingar tafarlaust. the CANADIAN LIGHTNING ARRESTER and ELEC- * TRICAL CO., LTD. Brandon. Dept. H. Man. Oss vantar góða Islenzka umboðsmenn. Skrifið strax eftir tiboði voru. TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbréf. Sérstakt athygli veitt pöntunum og viögjörtium útan af landi. 248 Msin St. - Phone M. »606 J. 1. Bwanaon H. O. Hlnrlka J. J. SWANSON & CO. .n FASTKIGXASAI.AH OG yrniiza mtVlaT. Talaimi Hain 2*»7 Cor. Portag. and Garry, Whnli.f MARKET HOTEL 141 Prlif tam Sir+et á uótl m&rkaVlnum Bestu vlnföngr, vlndlar og &ö- hlynlBff g:óÖ. íslenkur veitlnga- maöur N. H&lldórsson, lelMboln- Ir íslendlngum. ’. O’CONNKL, Eiffandi Wlsslyeg Arnl Andernon E. P. Q&rl&nd GARLAND& ANDERSON LÖGFflflCSINGAR, Phono Main 1561 tOl KleetrU Rallway Ohanbsrs. Talaíml: Maln 6302. Dr.J. G. Snidal TANNLÆKNIR. «14 SOMERSBT BLK. Portago Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason Phywlcfan «nd Sarfeoa Athyffii veltt Auffna, Eyrna off Kverka Sjúkdómum. As&mt innvortis sjúkdómum o g upp- skurbi. 18 South Srd SU Gr«nd Forts. N.D. Dr. J. Stefánsson 4*1 BOTD BUILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stundar elncöníu aucna, eyrna, nef og kverka-ajúkdöma. Er al hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll « e.h. Phone: Main 3088. Heimtli: 10« Olivia St. Tala. O. 2816 Vér hRfum fullar blrcSlr hroln- i uatu lyfja og aaekala. KomiV Á meí lyfeeSla yVar hlngak, vér v gernm meDulln >ikTamIt(a oftir 4 évisan læknislns. Vér sinnum f utansv.tta pöntunum oa s.ljum 4 glf tiugaleyfl. : v COLCLEUGH <ft CO. { Ifutre Dane Jt SherhrMvko Sts. f Pkono G&rry 2Stl | A. S. BARDAL selur likklatur og annast uaa út- farlr. Allur útbúnaBur s& hosti. Ennfr.mur solur hann allskaaar minnlsvarVa og logstolna. : : 618 SHERBROOKE ST. Phono G. >152 WIWNIPEG AGRIP AF REGLUGJÖRÐ nm heimífisréttariönd í Caaada og NorðTestarlandram. i _____ Hver fjöIskyldufaSIr eöa hvor karl- maöur sem er 18 ára, s.m var brezkur 5egn i byrjun strlöslns og heflr veriS at) sitan, «*a sem er þ.gn Bandaþjöö- anna otia öhátirar hjótlar, getur teklW h.lmllUrétt í fjórkung úr section af ð- teknu stjðrnarlandi f Hanitoba, Sas- katchowan eöa Albortn. Umsaskjandl vertiur sjilfur at) koma X landskrif- stofu stjðrnarlnnar o*a undlrskrlfctofu hennar I hvl hératll. 1 umboDi annars gkyldnr,—Sox m&naSa ibð* og rssktun mi takn land undlr vlssum skilyrtium. landslns i hvorju af fcremur irum. í rlssnm héruWum gotur hrer land- landn.mt fongl* forkaupsrétt á fjðrtS- ungi soctlonar m«t fram landl sinu. Verti: 83.0« fyrlr hvorja ekru. Skyldur: Sex minalia ibútJ 4 hvorju hlnna næstu þriggja ira oftir hann heflr hlotltS olcnajrhréf fyrlr holmlilsréttar- Iandi atnu oc auk þoso raektaö 69 ekrur A hlnu seinna landl. Porkaups- réttar bréf c«tur landneml f.ncitJ um ielt) og hann faer helmillsréttarbréflt), en bð moD viasum skilyrtium.. lianðnomi, *«m fenclti hofir heimllis- réttarland, «n g.tnr ekki f«nglts for- kaupsrétt (pre-emptlon) e«tur keypt helmllisréttarland I vissum hérutium. VertS «3.00 ckran. VerWur atS búa 4 landinu sex minntii af hverju af þrem- ur irum, rækta 60 ekrur oc byecJa hús, sem sé 8300.09 virtii. Þelr sem hafa skrifatl s!«r fyrlr helm- lllsréttarlandi, c«ta tinnlt) landhúnaú- arvlnnu b.H bændum i Canada árit! 1917 oc timl sA reiknast sem skyldu- timl i landt þelrra. undlr vlssum sklt- yríum. Tiegar stjdrnarlönd eru augiýst etsa Mlkynt 4 annan hitt, eeta hcimkomnir hermenn, s«m verits hafa I h«rb1dnustn erlendls og fengit) hafa heltiarleea lausn, fenglt) elns dae* foreanes rétt tll a15 skrlfa ale fyrlr helmlllaréttar- lsndl A landskrlfstofu héraUains (en ekki 4 undirskrifstofu). Lausnarbréf vertsur hann a* geta sýnt skrifstofu- stjóranum. W. W. CORT, Deputy MInist«r of the Interior. B188. sem flyt)a auelýslnen þessa f holmildarUyal, fi enga borgun fyrlr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.