Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 3
TflNNIPEG, 23, ÁGÚST ÖÍ7 HEIMSKRINGLA S. BLAÐSIÐÁ sð eyndia, bugsaði Vilhjáhnur II. Hann varð að koma upp sjóliði. «ins og "forfeður hans höfðu kom- ið upp landher. Pyrir skammsýni og athugaleysi Englendinga fekk hann eyjuna Helguland. Þaj var ger rambyggi- Jeg sjóliðsstöð ekki langt frá Elfar- mynni. Skurðurinn var gerður frá Kiel að Elfarmynni. Nú gátu her- skip farið frá Austunsjónum yfir í Norðursjóinn og stóðu margfalt betur að vígi. Árið 1890 var yfir- stjórn flotans tekin úr höndum ríkisráðherrans, og með því móti komst keisacrinn í enn nánara sam- band við sjóliðið. Árið 1895 var tekið að auka herskipaflotann af miklu kappi. Keisarinn var ekki lengi að gefa bví nafn, er l>á var að gerast með lijóðinni. I>egar haldin var 25 ára minningar,hátíð um stofnan keis- araveldisins, flutti hann rœðu svo sem að sjálfsögðu og sagði: "Keis- araveldið þýzka er orðið heims- veldi.” Upp frá þessu verður stjórnarstefnan tkkert minna en "Wéltpolitik — veraldar stjórnmála stefna. Hún hefir ekki lengur öln- bogarúm á Þýzkalandi. Heimur- inn aillur er henni ekki of umfangs- mikill. Fólksfjöldi Þýzkalands óx nú með iniklum hraða. Landið varð að styðjast við verzlan og iðnað. Stjórnin varð að efla og styðja þýzka verzlan í öllum hlutum heims. Annars gat þjóðin ekki staðist í samkepninni við aðrar þjóðir. Hún lá ekki á liði sínu. býzk verzlan og þýzk áhrif breidd- ut út með miklum hraðiai. Lengi hafði verið leitast við að fá höfn í Kína og hepnaðist loks 1897. Þá vildi svo til, að tveir katólskir trú- boðar voru myrtir þar. Undir því yfirskini að hefna þess, var herlið látið stígai í land í Kíao-chau firði. Til að bæta fyrir morðið, urðu Kínverjar að iáta af hendi 50 fer- mílur lands, á leigu þó, með leyfi til að leggja járnbrautir. Keisarinn lét ekki standa á sér með iaið sýna áhuga sinn í þessu máli. Hann sendi bróður sinn, Hinrik prinz, sem foringja fyrir flotadeild, til þess að taka nú við þessarri landareign á sómasamleg- «n hátt. Um leið sótti þessi prinz keisarann í Kínia heim, og fanst Þjóðverjum mikið til um. Út af þessu flutti keisarinn ræður, sem meira en lítið umtal vöktu, ekki sízt þar sem hann jafnaði bróður fiínum við járnhnefa Þýzkalands. Tyrkland vtairð ekki út undan. Keisarinn sótti Tyrkjasoldán hei<m í Miklagarði og fekk mikilsverð hlunnindi til handa þýzkri verzl- an og þýzkum áhrifum. Þýzkir foringjar æfðu tyrkneska herinn og höfðu þar herstjórn á hendi. Árið 1899 voru þýzku kaupsýslufélagi veitt þau ihlunnindi, að ieggja járnbraut til Bagdad. Einstakir menn gengu í félag til að mynda þýzka nýlendu í Brazilíu og þýzk verzlan óx mjög f Suður-Ameríku. Arið 1897 voru ný flotalög sam- þykt á ríkisþingi, með mikilli mót- spyrnu samt. En fylgi keisarans mátti sín betur, svo þetta feklc fram að ganga. Ákveðin stefnu- skrá um aukning flotans til margra ára var samþykt og eftir það véð ifkisþingið litlu um flotann. Hiamn var orðinn því of umfangs mikið fyrirtæki og vaxinn því yfir höfuð. En til þess voru líka reflarnir skornir. -----o----- Auðsjafnaðarkenn- ingar. (Úr tímaritinu “Réttur”) (Framhald). Orðin “auðsjafnaðiarkenning” og “jarðskattur” virðast ekki vera upp- áhald íslendinga, og hugtökin því síður. Ýmsir sýnast helzt hræðast þau, en aðrir haíai hvöt til að fyrir- líta þau. Hvers vegna? Hafa menn Sert sér grein fyrir því? — Margir tosknir og ráðnir bændur, einstöku landsmálatúikar og skólamenn, >'ísa gegn þeim eðia vísa á bug; rétt eins og að hér sé um æsinga-“lyf’ að ræða, sem orsaki stjórnarbylt- ingu, “veki stéttabaráttu” o.s.frv. (sbr. “ísafold”). Hér á landi sé flest í röð og reglu, alt í hófi, og hetra en anmairs staðar er. Þessar stefnur eigi ekkert erindi hingað, aogja ýmsir, o.,sfrv. Þeir virðast álíta, að hér sé um einhver alveg ný og óþekt hugtök aÓ ræða: “Jöfnuður auðsins.” “Hvflfk fjarstæða.” “Alt þesskon- ar leiðir iað eins til þess að draga Ur framsókn einstaklinganna, varna þeim að neyta til fulls hæfi- leika sinna og orku, eða afla eins hiikilia auðæfa og þeim er unt.” segja sumir. Þessi áhrif og álykt- anir mætti, ef til vill, leiða út af einhverju atriði f ýtrustu skipu- ^agskröfum jafnaðarmanna. — En hver hefir lialdið þeim fram hér á larndi? Mér er það ókunnugt. En þrátt fyrir alt skrafið, er fátt tíðara og þektara hér á landi, ðn að auð sé jafnað milii manna, tauð- vitað er það gert í smáum skömt- um, og venjulegasa á mjög óheppi- legan hátt. Þegar einstaklinginn þrýtur fé og björg, eins og altítt er, verður stundum einhver góður náungi til þess að gefa honum af sínum skerf —eða þá hjálparfélög og líknar- stofnanir. Það er oftast af göfug- um hvötum gert, og þess vegna mjög virðingarvert; en þau ráð og rneðul ná ekki til allra þrotabúa, og haifa tfðum mjög þvingandi og ófrjálsmannleg áhrif á þiggjendur. —Annað og ahnennasta jafnaðar- lyfið, sein mörgum þjóðféia-gsborg- urum er haldið við á, er, Sam- kvæmt fátækrailöggjöfinni, ómaga- ölmusa og elhstyrkur. — Fátækra- styrkurlnn er tekinn af þeim, sem auðinn liafa, og skift á milli smæl- ingjanna. Allir skynsamir menn vita það og reynslan hefir sannað, að sú aðferð sljófgair sjálfsbjargar- livatir fátæklinganna, gerir þá kæruiausa og ósjálfstæða — og spyrnir þeim oft út úr hinu líf- ræna mannfélagi. — En fátækra- bölið og útgjöídin til ómaga lauk- ast stórum, einkum í bæjunum. Hvers vegna? Svari þeir, sem álfta að nýjar breytingar, bendingar og aðferðir í hagsmálefnum — sams- konar og lýst er í þessu riti — eigi ekkert erindi liér á landi. ----Þjóðfélagið er annar ómag- inn á auði einstaklinganna. Það þarf stöðugt að heyja baráttu og vinna öllum gagn á þjóðarheim- ilinu. Þess vegna hefir það einnig sínar þarfir og til þess að það lendi ekki í þroti, né beri upp á sker, þarf að taka af auði allrai skerf til þjóðarbúsins—með skött- unum. Og því er nokkuð lýst hér að framan í ritinu, og f fyrsta hefti f. á., hversu heppilegar eða réttlát- air aðferðir eru notaðar til þess. — Eg tel það siðferðislega viðurkent, að í skattgjöldunum verði að gæta jafnaðar, unn'a einstaklingunum jafnréttis—miða skattkerfi þeirra við orku, gjaidþol og náttúrlega afstöðu hvers. Eða mælir nokkur á móti því? Þessa er alls ekki gætt í núgild- andi skiaittakerfi þjóðarinnar; hlut- falislega of mikið tekið af fátæk- lingunum — vinnunni en mætti aftur á móti taka meira af þeim, sem njóba náttúrugæðanna—jarð- arinniai' og sjávarútvegsins. Þetta er ein aðalorsökin tii fá- tækrabölsins. Aðrar orsakir til þess stafa af þessu: (b) lítt takmörkuðum einkarétti einstakra raanna til jarðaraf- nota og leigu Jiennar; (c) okurverð á luisa- og lóða- leigu; (d) einokun einstakra manna og stéttar á verzluninni: (e) stopulli vinnu fyrir verkalýð- inn og misjöfnum vinnulaun- um. Gildandi lög og skipulaig þjóðfé- lagsins gerir mjög lítið til þess að uppræta þessar orsakir, lækna þessi mein. Stefnur Jiær, sem skýrðar eru og fram fylgt í þessu tímariti, miða einmitt til þess. Og þó telja ýmsir þær erindislausar og vilja ekki styðja þær. Þeir, sem ekki hafa skilning, né viija, til að bæta úr þessum göllum og mis- rétti í þjóðfélaginu — nenna ekki að hugsa um málin, heldur láta við svo búið sitja — þeir eru vesæi- ustu fátæklingarnir á þessu landi, og, ef til vill, þeir, sein helzt ætti að kennia í brjósti um, ef þeir væri ekki sjálfir of kaldir. — Sú skipulagsgein hinnar nýju jafnaðar- eða samvinnustefnu, sem náð hefir mestri útbreiðslu og festu hér á landi, eru kaupfélögin og siáturfélögin. Þau tryggja alþýð- unni verzlunanarðinn, jafna honum meðal allra félagsmanna eftir þátt- töku þeirra, og auðga jafnframt þjóðfélagið, því að verzlunanarður- inn rann áður að miklu leyti út úr landinu. Þessi stefna virðist nokk- uð geta læknað það rnein. Hún hefir reynst vel og rétt úr mörgum fátæklinlgskryppum. Þrátt fyrir það virðist mikill hlutl lands- manna seinn til að viakna og við- urkenna liana. Og fjölda margir spyrna á móti undir merki einstak- lingshyggjunnar. — önnur grein jafnaðarmensk- unniair, verkamannasamtökin, hefir dálítið komið til framkvæmda, síðustu árin, í sumum kauptúnum á Jandinu. En þau eru enn ó- styrk og á frumskeiði. Þrátt fyrir það hafa þau sýnt vinnuþiggjend- um og allri Jijóðinni að þau eru aðili; með fullum rétti til þátt- töku í úthlutun arðs og iífsgæða sér til handa. Og reynslan hefir sýnt það, hjá öllum þjóðum, að ef ]>au reyna ekki sjálf að gæta þarfa sinna og halda vinnu sinni fullu jaifnvægisverði við aðrar markaðs- vörur, þá kreppa vinnuveitendur kaupið í lágmarks bóndabeygju, meðan þéim er þtað mögulegt. Vinnan er vara verkamannafélag- anna, að sfnu leyti eins og t. d. smjör og ket eru vörur framleiðslu- og verzlunarféltaiganna. Hvort- tveggju samtökin eru því jafn- nauðsynleg. — Með góðri stjórn og festu geta verkamannafélögin sjálf bezt trygt sér stöðuga atvinnu, með reglu á vinnuframboði o. fl. — í líkingu við erlend félög t. d. þau ensku, sem lengst eru komin á þroskabnautinni. Má til bending- ar nefna vinnuráðningar skrifstofu þar sem mætast framboð og eftir- spurn vinnuþiggjenda og vinnu- veitenda. Félagsstjórnin semur um kaupið fyrir verkamenn, eðia þá skrifstofan, Þangað kæmi fremur atvinnutilboð frá fjariægari stöð- um. Enn fremur vii eg nefna stofn- un gerðardómstóLa, sem skorið gæti úr ágreiningsmáium verka- manna og viimuveitenda, og úti- loki tíð verkföil, sem oft skiaða báða aðila og ætíð þjóðfélagið. — Þetta og margt fleira, sem öllum er til góðs, geta að eins verkamannafé- lögin framkvæmt. Þannig fást nokkur óbeinu ráðin tii þess að skifta réttlátlega fraimleiðslu- og vinnuarði, með verkamönnum og vinnuveitendum. Fasbskorðuð fé- lög veita einstaklingunum sjálfdáð og þrótt og ábyrgöartilfinningu, skerpa samheldni og einingu. En hverskonar fátækralöggjöf eðia öhnusur veikja þessar einkunnir hjá einstaklingunum. Félögin kenna mönnum að hjálpa sér sjálf- um úr skortinum og sorpinu, en löggjöfin og fátækrastyrkurinn kennir þeim leti og að treysta á aðra. Félögin auka því einnig hag þeirra, scm útsvörin greiða og þjóðfélagsins í heildinni. —• Þau tvö skipulagsform, sem nú hafa skýrð verið fela í sér fult (faktiskt) svar jafnaðarmanna, í framkvæmdinni, við þairri spum- ingu, sem skotið var fram í byrjun þessarar ritgerðar. En þá kem eg að þriðju úrlausn- inni, sem á að sýna hvers konar tekjur eða arður tilheyri þjóðan búinu, og á hvern hann verði tek- inn, svo að einstaklingarnir séu eigi órétti beittir, en árangur og afleiðingar verði í fullu samræmi við hinar stefnumar, án nokkurs áreksturs. Þetta verður að nást með réttlátum skattgjöldum, í svo fábrotnu kerfi og hagfeldri niður- skipun sem unt er. Frá eðlisréttarlegu sjónarmiði skoðað, eiga gjöldin til þjóðar- búsins eingöngu að hvíla á þeim náttúruauð, sem einstaklingarnir geta notað sér, og þjóðfélagið f heild sinni hefir numið og gert nothæft. Landleigu- eða jarðskatts stefnan virðist þá fara næst sanni. Sýnir hún fram á, að náttúran sé uppspretta auðsins, en vinnan gerir uppsprettuna nothæfa og margfaldar verðgildi hennar. Jörð- in og vinnan eru grundvallarskil- yrðj framleiðslunnar. Sá hluti arðsins, sem jörðin gefur, og er að þakka náttúruskilyrðum, opinber- um umbótum og framþróun þjóð- féiagsins—hann er eign allar þjóð- arinnar. Hinn hluti arðsins, sem vinnan hefir skapað eða bygging- ar og ræktunarumbætur einstak- linga, á aftur á móti að vera skatt- frjáls eign hvers manns. Hlutverk skattalöggjafarinnar er að skifta þessu réttlátlega milli þjóðarinnar og einstaklinganna eða ákveða hluta þjóðarinnar. En hann er iandleigan, rentan af verði jarða og lóða. Víðast hvar hefir algerlega verið brotið bág við þetta. Vinn- an, verkalýðurinn, verið fráskilin og sviftur jarðarafnotum, en ein- stakir menn og stéttir hirt jarðar- leiguna, og skilað þjóðinni litlu eða engu af henni. Eg hefi að framan sýnt, að þ«tta er ein aðal- orsök fátækbar og misræmis í þjóð- félaginu. ;Fylgismenn landleigustefnunnar hafa bent á ýmsar leiðir til þess að tryggja þjóðarbúinu sinn rétta hlut. Nokkrir vilja samkvæmt skoðunum og kenningum Stuart Mills og A. Russel WaJlace, að þjóð- félagið hafi algert eignarhald á jörðinni, fái alla Jeiguna og inn- Jeysi lóðir og jarðir, sem eru eign einstakra manna, greiði þeim verð jarða sinna — höfuðstóiinn — eftir mati nú þegar eða með ákveðnum afborgunum á löngum tfma. — Aðrir aðhyllast einungis verð- hækkuparskatt, að minsta kosti fyrst um sinn; vilja tryggja þjóð- inni skerf af þeirri verðhækkun landsins f framtíðinni, sem kemur fram og skapast, án tilverknaðar jarðeigenda. En það er nokkuð annars eðlis og nær eigi þeim til- gangi, að skifta réttlátiega þjóðar- og einstaklingsarði. —Eg hygg að úrlausn og tillög- ur Henry Georges fari næst réttri stefnu í þessu máli, og skattakerfi hans tel eg bæði hagfelt og fábrot- ið. Framkvæmd þess kostar mjög lítil umsvif og er að öllu leyti á hættulaus fyrir þjóðskipulagið, ef hægt er að byrja. Eg hefi áður skýrt frá helztu atriðum kenninga hans, en vil að eins glöggva það betur nú, að umráðarétti einstak- lingsins til jarðarinnar, verður ekki raskað — þvert á móti; ábúðarrétt- urinn verður trygður einstakling unum miklu betur en nú er unt, eftir gildandi ráðstöfunum lög- gjafarvaidsins, og erfðaábúð trygð niðjum hans. Og eignarréttur manna verður alls ekki skertur að öðru leyti en því, sem nemur leig- unni—gjaldi til þjóðarbúsins af TILKYNNING Fyrir ellefu árum síðan mynduðu fáeinir áhugasamir bændur í Vestur-Canada lítið kornverzlunarfélag, í þeirri von, að þeir þannig fengju bætt ríkjandi fyrirkomulag á kornverzlun Vesturfylkjanna. Fyrirtækið hepnaðist vel, þó þeir ættu við ýmsa örðugleika að etja og sterka samkepni. Síðar voru önnur slík félög mynduð í Canada og var samvinnan aðal-markmið þeirra allra. Starf þeirra er vel kunnugt. Leið ekki á löngu áður en öflugri samvinnuhugur kom í ljós hjá félögum þessum í öllu þeirra starfi. Fyrsta September næstkomandi verða félögin “The Alberta Farmers’ Co-operative Elevator Co., Ltd.” og “The Grain Growers’ Grain Co., Ltd.”, sameinuð og hætta að vera til sem sérstök félög. Hinar mörgu þúsundir hluthafa í félögum þessum hafa nærri því í einu hljóði tekið saman höndum til þess að gera mögulega nánari samvinnu bænda í Vestur-Canada. Vandamál viðkomandi sölu á af- urðum og kaupum á nauðsynjavörum bænda eru sameiginleg í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta- Sameining þessara tveggja félaga, með nálega 30,000 hluthafa, með eignarverð yfir $3,000,000, með yfir 300 sveita kornhlöður, með endastöðva-kornhlöður í Fort Wil- liam og Port Arthur, með véla og nauðsynja vöruhús í Calgary, Re- gina og Winnipeg, og með ágætu fyrirkomulagi undir stjórn þeirra völdu manna, sem fullkomna þekkingu hafa á þörfum bænda, — alt þetta stuðlar til þess að skapa félagsheild, sem beztu þénustu fær veitt bændum Vesturlandsins. Bæði þessi félög viðurkenna með þakklæti viðskifti yðar og með ánægju munu þau sinna þörfum yðar í framtíðinni, undir nafninu: WIWIPEG — REGINA — CALGARY Látið einhverja af vorum 300 kornhlöðum meðhöndla korn yðar eða felið þetta beint voru umboði. Sendið kvik- fénað yðar í griparéttir vorar í Edmonton, Calgary eða Winni- peg. Pantið timbur, girðingarefni, verkfæri og aðrar nauð- synjar frá Winnipeg, Regina eða Calgary—Vér höfum skrif- stofur og vöruhús í þessum þremur bæjum. verði jarSa *g Jóða, ea eg tel það eigi heldur skerðing. Þeir vilja nefna slíkt eignarnám, geta með fyllri rökum kailað það því naíni, sem nú «r gert, að taka sratn- svarandi gjaldaupphæð af einstak- lingnum á annan og lævíslegri hátt. Sú eignarréttarbreyting, eem felst í tillögum H. G. og mörgum virðist óljúft að hiíta, er eigi önn- ur en þessi, að fá þjóðarbúinu smám saman í hendur eign sína — landleiguna. En hana verður lög- gjafarvaldið að ákveða eftir al- mennu fasteignamati svo oft, sem þörf krefur, t.d. á 5 ára fresti. Þaö verður tiltölulega auðvelt o.g kostnaðarlítið að framkvæma mat- ið, fyrir skattanefndir í sveitum og héruðum, þegar hægt er að byggja á þeim grundvelli og reynslu, er hið nýja jarðamat leiðir í ljós. Þær breytingar, sem fram koma í verðgildi jarða á fimm ár- um, hljóta víðast að verða smá- vægilegar og fljótmetnar. Nú býst eg við þessum athuga- semdum: 1. Að ranglátt sé að allir lands- notendur greiði jafnháa leigu af höfuðstólnum, þeir, sem nýlega hafa keypt jarðir fullu verði, og hinir, er, ef til *ill, hafa fengið jarðir sinar í art. 2. Fyrst að vinnuarður einstak- linga og ræktunaiumbætur eru eigi gjaldskyld eign, getur. það dregist saman og safnast á fáar hendur sem erfðagóz, er þjóðar- búið fær engan arð af. 3. Við fasteignamatið verður örðugt að greina jarðarbætur ein- staklinga frá því gjaldskylda. Og landleigan mun naumast veita þjóðarbviinu nógar tekjur — í fyrsta lagi tel eg heppilegast, að jafna misræminu á þann hátt, að taka að eins nokkurn hluta landleigunnar, í landssjóð, fyrstu árin — en láta hana svo hækka smáin saman, t.d. á einum eða tveimur mannsöldrum. En leggja i þess stað, til að byrja með, ríflegt orfðafjái'gjald og hækkandi tekju-> skatt á þá, scm erft hafa fasteignir eða notið jieirra lengi—og hina, er raka saman tekjum, sökum góðra náttúruskrlyi'ða, af miður ærlegum viðskifta- og gróðabralli o.s.frv. — Hygg eg að það verði þjóðfélaginu öruggari aðferð, cn að kaupa jarð- eignir einstaklinga, og taka svo af þeim fulla landleigu þegar í stað. Aftur á móti mun jarðaverðið skjótt verða hóflegra og me.ira samræmis gætt í verzlun land- eigna, þegar öllum er ljóst orðið, 'hvaða skyldur fylgja þeim—svo sein hækkndi landleiga—og að hverju verður að ganga. Landið opnast fleirum til notkunar. Og þar af leiðandi verður fremur þrcngt að einstaklingnum og ho'nuin gert örðugra að safna meiri tekjum en nauðsynlegar eru til framfærslu og þarflegar til þeirra nytjastarfa, er hann fær komið í framkvæmd. — f öðru atriðinu eru tvær leið- ir færar. Sú að einstaklingui'inn gjaldi minni landleigu af jarðabób- um, vegna þess að mikill hluti verðgildis þeirra er að þakka hans eigin vinnu, en að eins nokkur hluti náttúruskilyrðunuin. Eða, f öðru lagði, að hann greiði enga leigu af ákveðið tímabii, njóti þeirra að öllu leyti sjálfur, t. d. (Framh. á 7. bls.l Heflr þú Brúkað SILKSTONE Hið ljómandi veggja máL Það Þvæst Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. til að búa til úr rúnvábreiður — “Crazy Pntohwork”. — Stórt úrval at stórum silki-iafklippuin, hentug- ar í ábreiður, kodda, sessur og fl. —Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept. 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG Fullkomin Tannlœkning Og með m i n b i bergun en annarstaðar. Dr. J. A. MORAN DentaJ Specialist Union Bank Chamb.n, Saikatoon, Saik.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.