Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.08.1917, Blaðsíða 4
i. BLAÐffiOA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. ÁGÚ8T 1917 HEIMSKIUNGLA (9tofaaS 1 «8«) Knnur fit 4 hverjum Flmtud»gl. fitfufntur of etgendar: THE VIKING PRESS, LTD. VerS blaSsins í Canada os Bandaríkj- unum $2.00 um árib (fyrirfram borgaS). Sent tii íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendlst rábsmanni blaSs- ins. Póst eba banka ávísanir stílist til The Vikingr Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, rácSsmaSur Skrlfstofa: TM IHERBROOKE 8TREÍT. WIJVNIPBCk P.O. Bax 3171 Talslail Oarry 4119 - - WINNIPEG, MANITOBA, 23. ÁGOST 1917 Sagnfræðingurinn að Lögbergi. “Er það tilviljun?” er fyrirsögn ritstjórn' argreinar einnar í síðasta Lögbergi- Með mesta spekingssvip leggur ritstjórinn spurn- ing þessa fyrir lesendur sína—og svarar henni svo sjálfur. Fyrst verður hann samt að út- skýra fyrir mönnum, við svað hann eigi með þessari barnalegu spurningu út í bláinn, og í fáum orðum sögð er skýring hans á þá leið, að afreksverk liberal flokksins frá fyrstu tíð, bæði hér í fylkinu og víðar, hafi ekki verið nein tilviljun! Þetta haíi verið eðlileg afleið- ing af orsök, og orsökin hafi verið hið fríða og prúða mannval, iiberalar. Til þess að gera öllum þetta skiljanlegt og til þess að geta svarað spurningunni eins og við á, ritar hann svo á töflur Lögbergs, eins og hver annar merkur sagnfræðingur myndi gera, útdrátt úr pólitískri sögu Canada. Að saga þessi, eins og hann ritar hana, er frekar skáldsöguleg en sannsöguleg, rýrir ekki gildi hennar hið minsta í hans augum. Skoðun hans og hjartans sannfæring virðist vera sú, að Vestur-íslendingum sé alt bjóðandi. Hann til dæmis fræðir þá á því, að kven- frelsis hreyfingin og vínbannshreyfingin hafi verið flokksmál liberala og conservatíva.; liberalar eiga að hafa barist öfluglega með kvenfrelsi og vínbanni, en conservatívar með “hnefaréttinn og auðaldið“ að hafa staðið á móti. Um þetta hafa svo að sjálfsögðu ver- ið háðir hörðustu heildarleikir, bæði á sam- bandsþingi og eins fylkisþingum, þó ekki geti ritstjórinn þess; því öðru nær er, en hann riti sögu sína með nákvæmni þeirri, sem einkendi íslenzka sagnfræðinga til forna. Eftir skoðun hans að dæma eru allir lib- eralar riddarar' kvenréttindanna og annara framfara og umbóta. “Sumir menn segja,” segir hann á einum stað, “að sama sé hvor flokkurinn sé: þeir hafi báðir sína góðu og illu menn. En þetta er misskilningur ” Af þessum orðum hans geta menn séð, að skoð- un hans er sú, að enginn góður maður sé til í conservatíva flokknum. Þegar til atkvæðagreiðslu kemur um kvenfrelsi og vínbann, greiða liberalar at- kvæði með þessu hvorutveggju, en con- servatívar á móti. Ekki segir ritstjórinn þetta beint út, en úr því hann gerir bæði þessi mál að ágreiningsmálum þessara tveggja flokka, hlýtur þetta að vera skoð' un hans. Sú Ijóta saga er hér því sögð af conservatívum, að þeir hafi allir greitt at- kvæði á móti kvenfrelsi og vínbanni. — Er sagan sönn? Ekki minnist þessi merki sagnfræðingur með einu orði á kosninga baráttuna hér í fylkinu, þegar gengið var til atkvæða um vínbannið, sem honum ætti þó að vera kunnugust. — Þá lögðust blöð liberala og conservatíva á eitt, ef vér munum rétt, í að ljá vínbanninu fylgi og stuðla að sigri þess. Og fáir munu neita því, að þessi ötula sam- vinna allra blaðanna átti stærsta þátt í úr- siitum kosninganna. Nú á dögum eru áhrif fréttablaðanna orðin svo mikil, að séu þau samtaka í að ljá einhverju máli stuðning og fylgi, er því nokkurn veginn vís sigur, þegar . til atkvæða þjóðarinnar er gengið. Ef vér munum rétt, hlaut Heímskringla hrós bindindismanna í kosningum þessum fyrir örugga og góða frammistöðu í þessu máli, og sérstaklega fyrir það að neita að birta vörn brennivínssalanna og auglýsingar þeirra. — Lögberg aftur á móti Lirti auglýs' j ingar og varnargreinar vínsalanna og í við- í bót við þetta varði ritstjórinn miklu rúmi í ! blaði sínu til þess að sýna lesendum fram á, j að brennivíns bruggarar og auðfélög, sem j grætt hefðu á vínsölu, hefðu fylsta rétt til varnar! Ekki munum vér staðhæfingar þær orðrétt, er hann gerði við þetta hátíð- lega tækifæri, en andi þeirra mun þó hafa verið eitthvað á þessa leið. Hinir “frjáls- lyndu’ að Lögbergi prentuðu þá einnig bækiinga og annað fyrir hina réttháu vín- sala til þess að hægt væri að útbýta þessu góðgæti á meðal kjósendanna, þeim til styrktar og leiðbeiningar í kosningabarátt- unni- Mikil er sagnspeki Lögbergs ritstjór- ans, að gleyma að minnast á þetta! En þó hann hlaupi yfir þetta atriði, gleym- ir hann ekki að þakka liberölum algerlegá úrslit kosnmganna. Þeim emum ber heiður- inn af því, að vínbannið sigraði hér í Mani- toba og annarsstaðar. Ekkert var við það að athuga, þó Columbia Press félagið prent- aði brennivíns-bæklinga og blaðið Lögberg birti brennivíns-auglýsingar — þetta Var alt gott og blessað. Óviljandi bregður hann þó eins og ljósi yfir þetta í þessari grein sinni nú, er hann segir: “brennivíns elskendur, jafnréttishatendur og auðvalds dýrkendur slá sér saman í pólitiskt félag til þess að vernda áhugamál sín—”! Lögbergs ritstjórinn þreytist aldrei á að gullhamra flokk sínum. Flokksástin virðist vera orðin að aðal-kjarna lífs hans. Hann er blindur fyrir þeim sannleik, sem styrjöld- in hefir leitt í ljós, að engin flokkaskifting má eiga sér stað þegar þjóðirnar hafa eitt- hvert stórt og þýðingarmikið starf með höndum, sem varðar alla einstaklinga þeirra jafnt. Stríðsþjóðirnar allar urðu að leggja flckksmál öll til hliðar þegar stríðið skall á. j Þá þurftu þær á öllum sínum kröftum að j halda og máttu ekki við neinni sundrung. Eftir að þátttaka Canada þjóðarinnar í j stríðinu hófst, varð það að samkomulagi í allra hugsandi manna í landinu að láta allan flokkaríg falla niður og ræða flokksmál sem minst á meðan styrjöldin stæði yfir. Af ítrasta megni hafa allir drenglyndir og rétt- hugsandi einstaklingar reynt að efna þetta. Ritstjórar allra helztu blaðanna hér hafa flestir viljað sneiða sem mest þeir gátu, síðan stríðið byrjaði, hjá öllum flokksdeilum og standa með þeirri stefnu, er þeim virtist af- farasælust fyrir þjóðina í heild sinni- En þó ensku blöðin hafi valið sér þessa stefnu, verður þetta ekki sagt um sum blöð- in hér, er gefin eru út á öðrum tungumálum —og allra sízt um íslenzka blaðið Lögberg. Það blað hefir valið sér þá stefnu, að nota þessa alvarlegu stríðstíma til þess að æsa sem flesta til fylgis við liberal flokkinn. Hef' ir það aldrei látið verri látum en síðan þátt- taka þjóðarinnar í stríðinu hófst og flutt óendanlegar pólitiskar dellugreinar, — sem hljóta að vera orðnar öllum rétthugsandi íslenzkum borgurym landsins til stórleiðinda. Það er engu líkara, en ritstjóri Lögbergs haldi, að stríðið núverandi sé á milli flokk- anna tveggja, liberala og coijservatíva. Blaðið Lögberg er nú í seinni tíð óþekkj- anlegt frá því sem áður var. Hér fyrr um var það stilt blað og gætið í öllum málum og blað Canada-fslendinga. Nú er það orðið blað “útlendmga’ —að sögn þess sjálfs—og úti á þekju í öllum málum Canadaþjóðar- innar. “En alt er þetta í beztu meiningu gert— fyrir ritstjóra Lögbergs, því hann er bezti drengur,” segja margir. Vér efumst ekki um, að “meining” hans sé ef til vill góð; en hann virðist skorta alla andans festu til að skoða nokkurt mál til hlítar og er því sífelt hlaupandi í gönur. Á jafn-alvarlegum tímum og nú, þegar þjóðin er í hættu stödd og heiður hennar í veði, eru áhrif slíkra manna afar hættuleg— ekki sízt, þegar þeir eru ritstjórar. Þess vegna verða þeir einlægt fleiri og fleiri, sem snúast andvígir ritstjóra Lögbergs —jafnvel þó þeim sé persónulega hlýtt til hans—-því Vestur-íslendingar yfirleitt lesa fleiri blöð en íslenzku blöðin og fylgjast vel með öllum málum. ♦.......—-- -----------------------------* Flokksmetnaður og þjóðrœkni. Af frjálsum vilja og knúð af göfugri þrá til þess að styðja réttan málstað lagði Can- adaþjóðin af stað í stríðið. Þá var ekki um herskyldu að tala, slíkt var þá óþarft' Ein- staklingar þjóðarinnar buðu sig fram sjálf- viljuglega í þúsundatali til þess að berjast á orustuvellinum í þessari heimsins mestu styrjöld. Og þjóðrækni þessara hraustu drengja var svo mikil og fórnfýsi þeirra af svo göfugum hvötum sprottin, að nöfn þeirra munu aldrei gleymast á meðan heim- urinn stendur. Allur flokksmetnaður hvarf í bili. Sam- bandsþingið samþykti þátttöku þjóðarinnar í stríðinu í einu hljóði og engum mótbárum var þá hreyft. Andstæðingar í stjórnmálum gengu þá samhliða til heræfinga. Sátt og samlyndi ríkti í landinu. En þegar frá leið, varð alt örðugra viður- eignar. Herinn varð stærri og stærri, byrð- in varð þyngri og þyngri. Stjórnin barðist af dug og dáð gegn vaxandi örðugleikum.— Engin stjórn í Canada hefir afkastað meiru og unnið þýðingarmeira og stærra starf í þarfir þjóðarinnar, en núverandi stjórn síð- an stríðið byrjaði. Enginn forsætisráðherra í Canada hefir sýnt meiri þjóðrækni eða einlægari þrá til þess að vinna að hag þjóð- arinnar, en Sir Robert Borden hefir sýnt á þessum tímum. Ekki var þó við að búast, að stríðsstjórn þessa lands væri hátt hafin yfir stríðsstjórn- ir allra annara landa- Engu síður hlaut henni að sjást yfir í mörgu. En þegar alt er tekið til greina, — sérstaklega það, að stjórnmálamenn þessa Iands höfðu svo litla undangengna reynslu stríðsmálum viðkom- andi — verður þó ekki annað sagt af óhlut' drægum og rétthugsandi mönnum, en Can- adastjórnin hafi staðið fyrir stríðinu fult eins vel og stríðsstjórn nokkurs annars öllum gerðum þess. Fundir voru haldnir hér í Winnipeg og víðar, þar sem liberalar tjáðu sig fastlega með þáttöku þjóðarinnar í stríð- inu og með herskyldu. Haldið er að liberalar vestur- landsins muni velja sér annan for- ingja en Sir Wilfrid, ef til kosn- inga kemur, er þeim virðast hæf- ari leiðtogi þjóðarinnar á þessum alvarlegu tímum. Otlitið er því ekki glæsilegt fyr- ir liberala ef í kosningar slær. Ekki er enn víst að til þess komi. Ef til vill verður mögulegt að koma á samsteypustjórn eftir alt komið hér. Tilraun hafi verið ger'ð til að svifta sig heimiid til að fam með atkvæði eins ma.rgra vestur- íislenzkra hluthafa og unt hafi ver- ið og fá þau í hendur þeim mönn- um á Islandi, er hann hafi bent á: þeim Pétri Halldórssyni, stórtemp- lara, og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. S. Á. Gíslason segist þá hafa bent á þessa m:enn einungis vegna þess, að hann hafi ekki búist við að nokkur erindreki kæmi héðan að vestan af ihálfu Yestur-lslendinga. I>á hafi sér verið ant um, >að ein- hverjum á Islandi yrði falin aj,- kvæði þeirra, sem Good Templarar bæri fult traust til. Annars hefðf sér það eigi til hugar komið, að tortryggja Árna. I lands. Vitanlega hlaut þetta að kosta stórkost- lega mikið fé. Einstaklingarnir verja stórfé til þess að sækja mál sín, hví skyldu þá ekki þjóðirnar verða að sjá á bak stórfé, þegar þær standa í stríði? í baráttu einstaklinga og þjóða eru peningarnir að eins auka- atriði—málstaðurinn er aðal-atriðið. Og hver vill bera á móti því, að málstaður Can- adaþjóðarinnar í stríði þessu sé góður og göfugur. Margir gátu þó ekki skoðað þetta þannig. Þegar frá leið, tóku ýmsir að stynja undir okinu. Kraftar þjóðarinnar tóku að dreif- ast og sundrungin að gera vart við sig meir og meir. Færri og færri buðu sig fram til herþjónustunnar. Heilt fylki dró sig í hlé og vildi engan þátt í stríðinu taka- Otlitið varð svartara og svartara eftir því sem tím- inn leið. Canada hermennirnir, sem nú börðust á vígvöllum Frakklands, þurftu á meiri og meiri liðstyrk að halda, en liðstyrkur hæfi- legur var nú ófáanlegur af því megn óhugur var að koma í svo marga heima fyrir. Her- mennirnir, sem nú stóðu andspænis fallbyss- um Þjóðverja, vildu þó ekki hætta að berj- ast af þessum ástæðum og leggja á flótta.— Engum rétthugsandi manni heima fyrir duld- ist því lengur, að til þess mögulegt væri að senda til Frakklands hæfilegan liðstyrk, væri herskyldan eina úrræðið. Tvö lýðfrjálsustu lönd í heimi, England og Bandaríkin, tóku upp herskyldu, og hví skyldi Canada ekki gera það sama? Lýð- frelsis hugsjónir alheimsins eru í veði í styrjöld þessari gegn einveldi og afturhaldi, frelsi Canada engu síður en annara landa. En tillögur í þá átt að koma á herskyldu hér í landi, hlutu þó ekki góðan byr, því í aug- um alls þorra fólks er herskyldan eins í- skyggileg og ægilegur refsingardómur. Lítil líkindi voru því til þess, að hún yrði lögleidd með að bera hana undir atkvæði þjóðarinnar. Einstaklingar þjóðarinnar eru yfirleitt ekki nægilega þroskaðir til þess að geta skilið til fulls nauðsyn slíks, og þannig er því varið með einstaklinga allra annara þjóða. I öðru eins máli og þessu eru það þroskaðir og mikilhæfir leiðtogar þjóðar' innar, sem verða bjargvættir hennar. Fáir munu halda því fram, að -kennarar eigi að bera það undir atkvæði nemenda sinna, hvort framfylgja eigi ströngum regl- um skólanna eða ekki. Feðurnir bera ekki undir atkvæði barna sinna skyldur þær, sem börnunum virðast oft svo strangar, en sem í huga hins þroskaða föðurs eru þó óumflýj- anlegar. Svipað er því varið með herskylduna, hún er ískyggilegt neyðar úrræði, en óumflýjan- leg- í þessu máli er ekki nema um tvo vegi að velja, annað hvort að senda hermönnum þjóðarinnar hæfilegan liðstyrk eða gera það ekki, og herskyldan velur fyrri veginn. Lesendunum er kunnugt hvaða undirtekt- ir herskyldan fekk á þingi og hvernlg tillög- um forsætisráðherrans þess efnis, að banda- lags stjórn flokkanna væri mynduð, var þar tekið. Leiðtogi liberala, Sir Wilfrid Laurier, reis öndverður gegn þessu hvorutveggju. Kvaðst ekki geta stutt herskyldu nema hún væri fyrst borin undir atkvæði þjóðarinnar og þannig samþykt. En sannleikurinn í málinu er sá, að hann þóttist þess fulliss, að þjóðin myndi verða ó- fáanleg til að samþykkja þetta — og þannig því gefast gott rækifæri að steypa stjórn- mni frá völdum. Flokksmetnaðurinn ríkti nú í brjósti hans, en, ekki þjóðrækni eða á- hugi fyrir velferðarmálum þjóðarinnar í heild sinni. So fer alt í bál og brand. Liberalar skift- ust í tvent í þessu máli. Sumir fylgdu Laur- ier, aðrir ekki. — Liberalar Vesturfylkjanna halda stórkostlegt flokksþing til þess að reyna að sameinast undir eitt merki. Á þingi þessu fá Laurier menn yfirráðin, og allar gerðir þingsins verða því honum hlyntar. En sagan er ekki búin. Að flokksþingi þessu afstöðnu, tók brátt að koma í ljós megn óánægja meðal margra liberala yfir saman. Enda færi það betur. -----O------ Við austurgluggann. Eftir síra F. J. Bergmann. 27. Árni Eggertsson og bannmáliö. Almennur fundur var haldinn í húsi Good Templara hér í hænum á fimtudagskveldið var að tilhlut- an nefndarinnar, sem gengst fyrir hlutasölu Eimskipafélags íslands. Iiann var eins konar áframhald fundarins, sem haldinn var á sama stað'rétt áður en Árni Eggertsson lagði af stað í íslandsför sína. Good Templarar vildu þá fá Árna Eggertsson til að lofast til að fyigja fram frekustu kröfum, er fram kæmi á aðalfundi Eimskipa- félagsins í Reykjavík af hálfu Templara um áfengi á skipum fé- lagsims. Þessu var ihann tregur til að lofa, þar sem ihonum var ókunnugt um, hverjar þær kröfur kynni að verða. Hann iofaðist til að vera bannmál- inu hlyntur, eins og hann hefir á- valt verið, en vildi ekki koma heim bundinn loforðum um, hvernig hann skyldi greiða atkvæði, áður honuan væri kunnugt um mála- vöxtu. í þessu efni hafði Árni Eggerts- son fullkomið traust hlutasöfnun- arnefndarinnar liér og alls þorra hluthafa, eins og fram kom á fund- inum, sem haldinn var áður en lrann fór. Svo kemur Árni Eggertsson til f.si'ands og hittir að máli Sigur- björn Á. Gísiason, er sent hafði símskeytin hingað vestur, og segir honum, hverju þau hafi til leiðar Á fundi stjórnarnefndar Eim- skipaféiagsins, sem haldinn var rétt á undan hinum almenna hlut- hafafundi, varð það að niðurstöðu í máli þessu, að samþykt var, að framvegis skyldi þess stranglega gætt, að hvorki yrði brotin bann- lög íslahds né nokkur önnur lög á skipum Eimskipafélagsins og að það skyldi varða brottrekstri, ef starfsmenn þess gerði sig seka um að vera ölvaðir. Gegn þessu loíuðu Good Templ- arar þvf, >að hreyfa málinu ekkert á aðalfundi Eimskipafélagsins, til þess að það yrði ekki að ágreiningi. Lengra en þetta vildi stjórn Eim- skipafélagsins ekki fara, til Jioss að draga ekki íéiagið inn í iandsmáia- deilur að óþörfu. Enda engin á- stæða til að gera sterkari ráðstaf- anir á tveim skipum Eimskipafé- iagsins en öðrum, þar sem þau eru að eins örlítið brot af öllum þeim skipastól, er til landsins gengur. Pétur Halldórsson, stórternplar, fann ástæðu til að tjá Árna bréf- lega þakklæti sitt og bannvina fs- iands fyrir þann góða stuðning, er hann hefði iátið málinu í té. Einnig lýsir Jónas Jónsson frá Hriflu með bréfi ánægju sinni yfir afskiftum hans af málinu. Báðir eru þetta valinkunnir menn, sem almennings traust hafa á íslandi, —einmitt þeir menn, er frá sjónar- miði Good Templara þóttu hæfast- ir til að fara með atkvæði Vestur- íislcndinga, samkvæmt bendingu S. A. Gíslasónar. Frá öllu þessu skýrði nú Árni Eggertsson á fundinum mönnum til mikiiiar ánægju. Sig. Júl. Jó- hannesson las þar upp. afarlangt fréf frá S. Á. Gfslasyni, sem hann vildi ]>ó ekki segja, hve nær væri dagsett. Va.r það mjög fjölorður ÁVARP Herra Ámi Eggertsson! Þar sem þú ert nýkominn úr Islandsför þinni í barfir Eimskipafélagi Islands, sem fulltrúi vestur-íslenzkra hlut- hafa, og ert nú aftur aS leggja af staS austur til stórborga Bandaríkjanna og Kanada sem verzlunarerindreki stjórn- arinnar á íslandi, finnum vér, sem hér erum saman komnir, ástæSu til aS ávarpa þig nokkurum orSum. Sem fulltrúi vestur-íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi Islands hefir þú lagt á þig ferS til íslands nú á þessum hættutímum og allan þann kostnaS, er stendur í sambandi viS hana, öldungis endurgjaldslaust, til þess aS geta haft heillavænleg áhrif á þaS ágæta þjóSþrifa fyrirtæki, sem enn er einungis í byrjun, en gefur fyrirheit um aS verSa meS tíS og tíma hin mesta bjargvættur efnalegs og andlegs sjálfstæSis þjóSar vorrar. ÞaS er sannarlega ágætt fordæmi, sem þú hefir gefiS meS þessari breytni þinni. AS starfa aS velferS og viS- reisn þjóSar sinnar öldungis sérplægnilaust af brennheitum áhuga um aS verSa henni aS liSi og vera fús til aS fórna fé og fjörvi, þegar á liggur, er göfugt merki einlægrar þjóSrækni. Áhrifin vitum vér aS öll hafa veriS til þess, aS efla heill .félagsins og stySja aS samvinnu Austur- og Vest- ur-fslendinga. Fyrir alt þetta finnum vér ástæSu til aS tjá þér þakkir vorar og vér þorum aS segja allra þjóSrækinna Vestur- Islendinga. f sambandi viS ætlunarverkiS, sem þér hefir veriS faliS af stjórn fslands, viljum vér lýsa fögnuSi vorum yfir, aS þaS hefir veriS þér í hendur fengiS, nú á þessum hættu- tímum. Vér treystum því, aS þú látir ekkert ógjört, sem í þínu valdi stendur, til þess aS vinna ættjörS vorri eins mikiS gagn og unt er. Óskum vér þess af heilum hug, aS' til þess berir þú gæfu. Á þingi þjóSar vorrar er nú talaS um aS afla fslandi fullveldis í meSferS a 1 1 r a sinna mála, og nefnd hefir veriS kosin til aS íhuga, meS hverjum hætti þetta skuli gjört. Eins er þaS nú orSiS brennheitt áhugamál, aS fs- land fái sinn eiginn siglingafána, skipum sínum til einkennis á höfnum og höfum. Aldrei hefir annaS eins tækifæri veriS til aS koma sjálfstæSi-kröfum fslands á framfæri viS stórþjóSir heims- ins eins og nú, og fá þær til aS gefa þeim gaum. Sá, sem þaS gæti látiS sér hepnast, vinnur nú þjóS vorri þá heill til handa, er hún öll þráir. Lát þú í því sambandi hugsan þína vera: Alt fyrir ísland! Og vertu þess fullvís, aS samúS vor og eldhugur fylgir þér og stySur í orSi og verki. E. .T. Bergmann. B. L. Baldwinson. ,T. J. Bíldfeli. Rögnv. Pjeturson.^ L. J. Hallgríinsson. Th. Borgfjörð. John J. Vopni. J. Stefánsson. H. A. Berginan. M. Paulson. A. P. Jóhannsson. Björn B. Jónsson. T. E. Thorsteinsson. H. Halldórsson. J. Jóhamnesson. ólafur S.-Thorgeirsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.