Heimskringla - 30.08.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.08.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEO, 30. ÁGÚST 1917. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA RæcJa flutt á íslendingadegi í Winnipeg 2. ágúst 1917 Eftir séra J. A. Sigurðsson. Jsland, — kserasta orðiS í málinu okkar, næst orSinu móðir, ljúfasta umhugsunarefniS, almennasta um- talsefniS meSal íslendinga. “ÞiS þekkiS fold meS bliSri brá,” og elsk iS Island. Og ísland þarf enga ræSu. minni, ljóS né lof. “SvO traust viS ísland mig tengja bönd, ei trúrri binda son viS móSur.” — A8 nefna ísland, ættjörSina, er nóg. AS segja móðir, eins og ástríkt barn segir þaS, er nóg. Lýsing er ofaukiS. Lof kemst ekki aS. SamanburSur væri synd. MiSir, sem fæddi og fóstraSi, elskaSi og agaSi, klæddi og kendi, meS heilagan fórnarkærleik ofinn í öll atlot, — móSir, er hiS eina orS- tákn, scm bamshjartaS getur hlýtt á, elsku tnóSir. — Þannig er þaS, hlýt- ur þaS aS vera meS móSurjörSina, landiS okkar, ísland, þann hluta heims er viS heitum eftir hver einasti ís- lendingur. Þaö er föSurlandiS sem fæddi og fóstraSi, sem elskaSi þó þaS agaSi, “landiS sem aldregi skemdi sín börn.” — í huga okkar er þaS iþrótta- verk hins almáttuga. Og máliS er lifandi ljóS, sem sjálfur Guð kendi forfeSrunum, en fólkiS, systkini okk- ar, hin útvalda þjóS. GuSsást, mann- ást, ættjarSarást er sú kærleikskenn- ing, sem hver góSur, rétthugsandi íslendingur trúir á. Enginn góSur sonur þolir aS heyra móður sinni baJlmælt. Og enginn góSur íslendingur heyrir meS köldu blóSi þjóS sinni né ættjörS álasaS. IslendingseSliS lærir ósjálfrátt aS syngja: “Ó fögur er vor fósturjörS.” fslenzk alþýSa mun iengi taka undir meS alþýSuskáldinu er kvaS: “MóS- urjörS, þar maSur fæSist, mun húr. eigi flestum kær?” Og inn í bænir islenzkra barna er ofiS : “Drjúpi’ hana blessun Drottins á”, og: “Blessi þig Drottinn, um aldur og æfi” — Hver maSur vill eigi, meS FriS- þjófi og Birni, njóta hátíSanna heimc og: “Heyra þaS máliS ér gleymum vér ei?” — Sá er andlítill íslending- ur, er aldrei verSur reikaS um þær stöðvar: “Þar #em að vorar vöggur áSur stóSu og vonarorSiS fyrst á tungu lá.” •— Kapparnir íslenzku, er víða fórit í fornöld landsins, sögu- hetjurnar, fyrirmyndarmennirnir, sögSu ávalt meS Gunnari, er hann kom úr Austurvegi og átti tal viS Harald konung Gormsson, er skipaS' honum sér til hægri handar og bauS honum göfugt kvonfang. “Para vil ek fyrst til fslands.” — Þannig kit fræknasti þátiSarmaSur á ísland á ættjörSina. Og sá vestur fluttur fs- lendingur er aShyllist þá andastefnu Magnúsar gamla Stephensens, aS jtjóSerniS geri minst til, bara aS mönnum líSi vel og maginn sé fullui og gera vill hvern íslenzkan kirkju- turn aS Vestur ísl. vindmylntt, verður sízt betri VesturheimsmaSur, eSa niaSur, fyrir þá skoSun. Hún er ná- skyld hinni gömlu skynsemistrúar- skoSun, aS trúin sé aS eins nauSsyn- leg til aS halda dónunum í skefjum. ÞjóSerni, eins og faSerni, er ein- hvers virSi. Og "út vil ek," — til íslands, kvaS Snorri Sturluscm foröum, er hömlur voru lagSar á heimferS hans. — Út- lénda hirSlífiS fullnægSi honum ekki. Líklega blygSast fáir íslendingar sín fyrir, aS sitja viS fætur Snorra, hvaS islenzka tungu og heimhug snert- ir, — enda bótt þeir teljist gildir menn viö eríend hirSlíf. Shakespear lætur Brútus segja, eftir víg Sesars, aS hann hafi unniS aS því vígi, ekki vegna þess aS hann ynni Sesar minna, heldur af því að hann elskaöi Róm meira. Svona spyr Lann: “Wlio i« #o vile he would not be a Roman?" — Hver?. “Heima segi liann sig." — Ymislegt er víst aX> okkur íslendingum, en fáir munu svo þýkyns, aS afneita, fúsum vilja, þjóS- erni og máli. Inn viS beiniö erum viS líklega allir íslendingar. — Enda íslenzkum Uestum er taliS þaS tll gildis, aS þeir hlaupi sjaldan frá hús- bændum sínum, er af baki detta, heldur biSi þeirra. HvaS má þá ekki ætla íslenzicum mönnum, gagnvart ættmönnum og ættjörS ? —Sá Vestur- íslendingur rekur ekki kyn sitt ti! kappanna, er ekki kominn af Agli eöa Njáli, á ekkert skylt viö Gunnar né Snorra, Eggert né Skúla, Jón Arason né Jón Sigurðsson, segir 'liann ekki að dæmi Tófa hins hortekna, er ]>eir Gunnar og Kolskeggur hittu við Ey- sýslu: “Ek em danskur maSr at ætt, ok v'il ek at {>ú flyttir mik til frænda minna.” ÞaS eitt kaus Tófi fyrir þjónustu sína. AS kannast viS sitt íslenzka ætterni, og flytjast í öllum skilningi nær frændum okkar, sé hin þjóSernislega trúarjátning allra Vest- ur-íslendinga. Eitt Vestur-fslenzkt skáld hefir nf- lega kveSiS: “Sú eina, sanna lífsins ieiö á jöröu, er leiSin heim.” Þaö er ágætlega kveöiö og enn betur hugs að. Eina sanna lífsleiðin liggui heim. Og allir íslendingar á heim- leiS, — öll tvístruð, týnd börn fslands, sem sóað hafa einhverju af lífsarfi sínum, í fjarlægum löndum, á heim leiS.— Jslendingar fyrir Jsland! Jsland fyrir Islendinga! Allir íslendingar geta átt ísland — allir. Um þaS eitt, geta þeir veriS “allir eitt.” — Um það gæti íslenzk óeining oröið að eining. ísland heimilisréttar landiS okkar,— friS- aður, heilagur reitur hverjum íslend- ingi. Þar er hugurinn hagvanur, þangaS er hann alt af aö strjúka. í þeim andlegu átthögum dafnar hann bezt. Vel veit eg af þeim meöal fs- lendinganna “er héldu út í heim til hallanna, úr moldarbænum,” síSastlið- in 40 ár, er muna bezt kulda móSur- jarSarinnar, eða mannanna þar, fanst dalurinn þröngur,-jörSin ófrjó, sjór- inn hættulegur, veðurátt hörð, bygSir. strjál, samgöngur ógreiðar, samlíí manna fátæklegt, stjórnin ill, em- bættismenn óíslenzkir og verzlunar- okið útlent. “Hún agar oss strangt,” kunna þeir, en muna síöur aö “hún meinar alt vel.” — Til eru þeir, sen; misskildu móSurkærleikann og föS- uragann. Og nú ætti okkur aS vera orðiS þaS ljóst, að námiS á þessum íslenzka harðinda-háskóla hefir reynst notadrjúgft. Líf og lundareinkunnir þeirra, er þar “mentuðust,” er lausara við þaS tildur, er mesta áherzlu legg- ur á hið ytra og gerir mennina að dægurflugum. ISgjöld útlendrar menn- ingar hafa stundum reynst fslend- ingum útgjalda megin. En hiS ís- lenzka arfalóS aftur oftast gefist vel á vogarskál lífsreynslunnar, — útgerS- in íslenzka, veganesti fátæklinganna í fjallgöngum lífsins, reynst nota- drjúgt. — Barnsskórnir voru oftast bundnir vel og dyggilega, reynast von- andi hávaSanum helskór, — endast ti! æfiloka. Vonandi vex hinn íslenzki stakkur meS okkúr, í líkingu viS hina fögru frásögn um föt ísraelsmanna, ei ungir fóru af Egiftalandi, og uxu með þeim á eyðimerkur feröinni. Og islenzki sbakkurinn er að vaxa. ísland er aS batna, þjóðin aö þrosk- ast. Faxi sagSi forðum: “Þetta mun mikit land er vér höfum fundit.” Hin- ir víðförlu forfeöur töldu landkosti góða á íslandi. Lang oftast leituöu þeir til íslands, heim, frá útlöndum, og báru þar flestir beinin. — Nú er þó landiö okkar meira og kostir þess betri. Einstaklingarnir jjroskast J>ar ekki síSur en í blómareit hinna “betri” landa. And'egir gerlar þola illa is- lenzkt stórveSur Vindsvalur, faðiv Vetrar, lætur útlenda ómensku og spilling frjósa í hel, vogi hún sér út fyrir kaupstaðina fsbr. B. Th.J “En megnirðu’ ei börn þín frá vondu aS vara, og vesöM með ódygðum þróist þeim hjá.” 'Það er landið sem v'erið hefir líf- steinn þjóðarinnar. BeriS ísland saman viS umheiminn síðari árin, sem við höfum dvaliS fiarri því, enda 3 siðustu árin. Þar scunda allir friðsamlegt fvim fara- starf, en menning heimsins le kur á reiðiskjálfi. Þar lesn menn "ííeliar- slóðarorustu,” erlendis er hún leikin. Flugumýrar-brenna er flutt úr landi. Helvíti er ekki lengur í Hekiu. — eins og Danii' kendu. Einnig er það flutt. — Frændvig og fólkorustur tíðk- ast nú utan Islands. Hefir ekki guð sett landiS okkar og þjóð og tungu sem útrörð menningarinnar í Norðri, þar sem mest reið á ? Erindi íslands og Islendinga í heimslífinu , land- vorn menningarinnat í NorSri, ei ekki erfiðislaust. Krppum cinum er íengiS slíkt iilutverk. Og sæmilega hefir það verið reláð aö fornu og nýju, — ekki sízt af nútíðinni. Skamt er síöan Jónas Hallgríms- son spaugaöist að þjóðinni, sem ætl- aSi að aignast skip, þó enginn kynni að sigla. Nú lifa landsmenn fyrir sinn eigin skipastól. Frá Reykjavík til New York er hinn síðasti áfangi ís- lendinga. Gamanerindum lárviðar- skáldisns um, að vlkja til Vínlands hins *ýja, — og hafa bara á Islandi í seli, má nú réttilega snúa við, meS Vínland sem selstöð Islands. Verk- legar ambætur blasa hvervetna við, brýr og bættir vegir, vélar á landi og sjó. Þjóðsagnaskáldskapurinn er að rætast. Hv'er hóll bygður. Klettarnir hallir. Árnar, .fossarnir, bæjarlæk- irnir töfra lindir. Seiöhjall á hverj- um b». Dvergar og dvergasmíSi um alt. Landið, hvað þá híbýli manna lýst og hitað, rutt og ræktaS með rafafli. Menn talast við af tindum fjallanna og ferðast um láö og lög, líkast Sæmundi fróSa. Og þetta er enginn draumur. Þjórá ein hefir meira notfært afl en Niagara. Raf- afl verSur ódýrara á íslandi en það er nú ódýrast utan íslands. MeS því verður áburðarefni unniS úr loft- inu, að dæmi Norðmanna. Og segið mér hvað Suðurlands-undirlendiS, og Island, getur þá framleitt. FramtíS Islands er flestum óskiljanleg fram- fara framtíð. Eg tel það mikilsvert að fundist hafa tíol og járn á íslandi. Hitt tel eg þó þýðingarmeira, að þjóSin hefir funditt sfálfa sig. Svo nú er eg helzt fariMi að trúa, að rætast muni á land- inu okkar, það sem í Völuspá stendur: Og þá munu gullnar t'óflur i grasi finnast, — töflur j>ær, er Æsir týndu, er hiS illa kom í heiminn. Aldrei hefir verið önnur eins á- stæða og nú aö halda íslendingadag, að minnast íslands, að vera íslending- ur. Hiö friösama, einfalda, óbreytta líf ættjarðarinnar heillar til sín. Fjallkonan og fjallaþjóðin, með “bændabýlin þekku, bjóða vina til.” Island býður dalafaSminn, fagran og frjóan, börnum sínum. FeSur okkar fluttu margir vestur, vegna barnanna. Sú kemur tiS, fer ef til vill í hönd, að flutt verSur aftur heim til Islands, barnanna vegna. Boðskapur þessara orða er einmitt sá, að þau, og þér, v'æru þar engu óhultari. “MaSurinn lifir ekki af einu saman brauSi.” FriS- leysi stór þjóSanna gerir dýrlegt friS- arlíf ættjarðarinnar. Starfslíf manna er hér of oft hvildarlaus hringiða. Engin rökkurstund, varla tómstund. Menn þekkja naumast sjálfa sig, “líta ekki inn" hjá sjálfum sér. — Og hið áþreifanlega þroskatap, er sliku fylg- ir, hjá ýmsum i okkar hóp, er hverj- um góíum íslending hið mesta hrygð- arefni. Vel mættum vér Islendingar biðja meS hinni sænsku prinsessu: “Drottinn, gjör aðra mikla, en varð- veit mig saklausa.” Islendingar allir fyrir Island og Island fyrir Jslendinga, — landið og sjórinn, fossar og fiskiveiðar. Ein- hver ritar langt mál um að íslend- ingar leggi Grænland undir sig að nýju. En leggp þeir fyrst Island und- ir sig, — meö hjálp allra íslendinga. ÞaS er lítil hagsvon aS gera útibú á Grænlandi, en tapa af auðsuppsprett- um Islands til erlendra. Þar þarf enn að vaka yfir túninu — og það af Velvakanda. Frjálsleg stjórnarskrá er holl, en hagsýn stefnuskrá er enn nauðsynlegri. Eg er rétttrúaður Is- lendingur: trúi á sjálfstjórn og sjálf- stæöi lands og þjóðar. — AS þjóöin sé smá, veik og vanbúin, kemur alls ekki til greina. GySingar og Grikkir voru smá þjóöir. Sviss og Holland eru smá ríki. Norðurlönd eru engin stór lónd. Smá þjóöir hafa sitt hlut- verk og sinn tilverurétt eins og al- þýðumaðurinn. FriSsöm og réttvís þjóS er styrkari en vopnuð þjóS. “Sú þjóS er veit sitt hlutverk er lielg- ast afl í heim.”----- Snorri Sturluson segir frá atviki í sögu ólafs helga sem nútiðin ætti að athuga. Konungur hafSi gefiö kirkjuviS til íslands, og var kirkja úr ger á Þing- velli. Einnig sendi hann klukku mikla og vingjafir ýmsum höfSingjum. “En í þessu vináttumerki er konungur geröi íslandi, bjuggu enn fleiri hlutir er síSar urðu berir,” segir sagan. Ekki leiS á löngu aS konungur þessi sendi Þórarihn nokkurn Nefljótsson til íslands með “kveðju GuSs og sína, sælum og veslum.” Hét hann íslend- ingum konunglegri hylli og gæðum Noregs, ef Norölendingar vildu gefa konungi útsker, er menn kalla Grims- ey.” GuSmundur ríki flutti jtegar mál konungs og fylgdu honum margir. Vinmæli konungs og útlend gæSi uröu þyngri á metum en útskerið. Þá var til kvaddur Einar, bróöir GuS- mtindar. TalaSi hann máli íslands. “Ef landsmenn vilja halda frelsi sínu -----þá mun sá tilvera, að ljá kon- ungi einskis fangastaöar á,------um landeign hér,” — og ef Grímsey er laus látin “ætla eg mörgum kotbú- öndunum muni þykkja þröngt fyrir durum.” Og Islendingar létu ekki útskerið. Vit Einars kom i veg fyrir þaS. BræS- urna kann enn aS greina á um ýms mál er ísland snerta. En þá finst j æðimörgum af almúganum íslenzka j þröngt fyrir dyrum, — og verður j jjungt um andardráttinn, er útskerið! okkar, eSa eitthvað af þvi, skal falt látiS fyrir erlend “gæöi,” — eöa ef vér förum j>jóöernislega að líkt Sig- urSi BreiSfjörS, er hann skifti konu sinni fyrir hund. SkáldiS þjóörækna og vitra, er kv'að “Eldgamla ísafold,” lét eftir sig ann- aS kvæði, er eg vil minna á. 1 eldri útgáfu ljóða hans heitir það: Suður- lönd og Norðurlönd. 1 siðari útgáf- unni heitir þaS eftir einhverri kon- unglegri tilskipan. Höfundurinn kveS- ur þar fagurlega um, aS áður en afi Skjaldar og ÓSins faöir liföu, hafi víkingar leitaS Suöurheima. En viö það hafi norræn einkenni, karlmenska og kostir biðið tjón. Þá kemur til sögunnar kappi er Vetur nefnist, í- mynd Islands, í silfurfjölluðum feldi settum fögrum hrímsteinum og vegur meS iturhvössu ísspjóti, ónýta og ó- gilda menn, er sunnar búa. Hin fögru suðrænu sólarbörn eru úrkynja af hóglífi og þola því engan samanburS við hin norrænu systkini, er eldur og ís bauð sitt fóstur. Og kræSiS endar þannig: “Hvorn skal nú meta meira, rnanns huga, ver eður jarðar? Sksnlnm vér rækja ríkar rós, en norðurljósin ? ESa virða meir vísi vellystar eSur hreysti? Hún oss heldur í gildi, hin oss linar til bana.” Þessi hógværi samanburður íslands viB MBÚMtminn, þessi ágæta íslands- rörn Bjarna, ætti að reynast sann- færandi afturhvarfs prédikun öllum þeim sem hafa af-íslenzkast. Eða er blíða og blómi jaröarinnar meira virði en heilbrigði mannsandans ? Er rós- in noröurljósunum meiri? Er vísir vellystar, hóglifiö, hreystinni betra? Er það ekki betra, sem heldur mann- gildi sálar og líkama við, en hitt sem Iinar til bana? Og hallast virkilega á ísland, þegar alt er sanngjarnlega athugaö ? VerSur ekki þetta útsker átthaganna æði dýrmætt viö saman- burðinn? Og hver er sá góSur maS- ur er afneitar henni móður sinni, þó hún væri ekki lengur á æskuskeiði, né klædd að nýtízku sið ? Hver, sem ekki rétti henni hönd og hjarta? Og þó finst mér oft að meira væri leitaö að mjólkurá, sem týndist úr kvíum, þegar eg var smaladrengur heima, en viö nú -gerum á þroska- skeiði til aö safna öllum Islendingum saman um ættjöröina okkar og ætt- jaröarmálin. Rómverski riddarinn spurði forð- um: Sá maður sem ekki vill berjast fyrir Rómaborg, — fyrir hvaSa borg vill hann berjast? ViS niðurlag þessara orða sný eg þeirri spurningu til allra íslenzkra ættmenna kappanna, erfingja skáld- ann'a, því hver er sá Islendingur sem eigi vildi bera röggvarfeld feðra sinna og vinna eitthvaS íslandi til sæmdar? Sá Islendingur, er ekkert vill gera íslandi og íslenzkri menn- ing til vegs og varnar, fyrir hvað mtm hann berjast dyggilega? Eg er sízt fæddur “lofðungur máls- ins” okkar íslenzka, — stend hér miklu fremur málhaltur er minst skal móö- urjaröarinnar. En trú mín á ísland, íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu er mér heilagt alvörumál. Eg hefi hér talaö af því eg trúi.V Ungur festi eg ást viS Island og gamall verð eg er eg gleymi því. Eg harma þaö ekki með öllu, þó ár mín fækki. Hitt hryggir mig, geti eg ekki, enda á elleftu stundu, unnið eitthvaö gagn hinni ástkæru ættjörSu og því, sem hún táknar mér, — að eg á að eins eitt ófullkomið lif, sem Nathan Hale, aö færa fósturlandi mínu. Fyrir 43 árum, 2. ágúst 1874, safn- aöi leiötoginn okkar mikli og íslands- vinurinn ógleymanlegi, dr. Jón Bjarnason, Vestur-Islendingum sam- an á hina fyrstu vestur-íslenzku sam- komu, — hinn fyrsta Jslendingadag í Ameríku. Og síöustu orS þessa mánns, út af minningu Hallgríms Péturssonar, orð er hann reit með hvíldum á sinum dánarbeð, er dauðinn var aS taka af honum pennann, geri eg hér aö síðustu orðum til landa minna: “frað sem er gott og islenzkt og frá Guði, — landið, þjóðernið, tungan — má aldrci týnast né glatast.” ------------------------------ GISLI GOODMAN TINSMIHIR. Verkstsefll:—Horni Toronta Bt. tf Notre Dame Ave. Plieet Helnetlls «arry St*tW Garry MM ------------------------------/ Lesið uuglýsingar í Hkr. Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. tll að búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patohwork”. — Stórt úrval af stórum silkitaiklippum, hentugi- ar í ábrelður, kodda, sessur og fl. —Stór “pakki” á 2öc., fimm fyrir $j. PEOPLE’S SPECLALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG Spyrjið sjálfan yðar eftirfylgjandi spurningar: Nær var eg þreektur I fyrraT HvatS mikla haust-plæclngu hefBl eg retaS sjört, ef eg hefíl verlti þresktur fyr? Ivat varS e; aö borga fyrir þresklngru í fyrra, og hvaC hár verCur retkningurinn I kaust?— HvaC hefi eg eiginlega fyrlr alla þá peninga, sem eg hefi b*rea« út fyrir þresklngu undanfarin ár? Fékk eg alt kornlC mitt í kernhlöC- una, — eöa var ekki töluvert af því á strá-byagnum? Ef eg heföl fengiö alt mitt korn, hvaö miklu meiri peninga heföi e* nfl? X>aC er ekki nauCsynlegt fyrlr yCur aC senda oss svörin upp á þessar spurningar,—vér vitum þau. En meö því a# kaupa litla Moody þreski- vél Ntt, munu svörin verCa á alt annan veg í framtíCinni.—GleymltS ekkl, aC Moody þresklvéiin er seld á Iægra verBI en íokktir önnur sams- konar vél, og gæöi hennar og vinnumagn er fullkomlega ábyrgst. The Moody er bygC i þremur stæríum, nfl.: 24x32 þuml., 30x36 þuml og 30x40 þuml., útbúin meC annaö hvort strá-þeytir (blower) eha strá- bera (carrier). Taktu eftir myndinni, hún sýnir útbúnaö, sem lætur illgres- is-fræitS i poka. Þetta ver þri at5 alls konar illgresisfræ berist um akurinn þá þreskt er. Yér höfuim tallskonar gas- olfn, storinolfu og aðrar afl- vélar (engines). Það má brúka þær sér eða festa á sömu hjól og þreskivélina. Skoðið Moody ▼élamar á öllum stærri sýningum í sumar. SkrifltS eftir VertSlleta, Pem- ÍBKa og Tfma prtnum til The New Home Machinery Co. Limited, Saskatoon, Sask. Francoenr Bros. Camrose, Alberta. Atfal RMhofsnrnB fyrlr Saakatchewaa Mitchell & McGregor, Ltd., Brandon, Man. AAal aakobnaeBB fyrir Maaltoba KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta (réttablað Vestur-Islendinga Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aö blaöinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andviröi blaösins, oss aö kostnaöarlausu, mega velja um þRJÁR af eftirfylgjandi sögum í kaupbaetir : t«v 0 «• Lara Ljósvörðurinn” Hver var hún?” Kynjaguli” *C 1 * *» oylvia ‘Hin leyndardómsfullu skjöl’ ‘Dolores” if/ W 0 99 Jon og Lara ‘Ættareinkennið” ‘‘Bróíurdóttir amtmannsins” Sögusafn Heimskringlu Þessar bækur fást keyptar á gkrifstofn Heimskríngju, meðan upplagið hrekkur. Enginn auka kostna'Sur viS póst- gjald, vér borgum þann kostnaS. Sylvía $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins 0.30 Dolores 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl 0.40 Jób og Lára 0.40 Ættareinkennið 0.30 Lára 0.30 Ljósvörðurinn 0.45 Hver var hún? 0.50 Kynjagull 0.35 Forlagaleikurinn 0.50 Mórauða músin 0.50

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.