Heimskringla - 04.10.1917, Blaðsíða 5
Uppskera fyrir yður—sérstök kjörkaup
fást iF AT 0 N Snýja m
Haust og Vetrar Verðskrá.
SéuS þér skiftavinur EATON
verzlunarinnar, þá þekkiS þér af
eigin reynslu gleSi og tilhlökkun-
ar tilfinningu þá, sem gerir vart
viS sig tvisvar á ári viS komu
hinnar vanal. VerSskrárEATON
V erzlunarinnar.
En séuS þér ekki skiftavinur
EATONfélagsins, þá þarf ekki
annaS en þer sendiS póstspjald
meS nafni ySar og áritun á—ann-
ar þröskuldur er ekki á milli ySar
og þessarar alþektu uppskeru af
sparnaSartækifærum.
þessarar nýju EATON VerS-
ckrár inniheldur margt, sem áríS-
andi er fyrir ySur aS vita; því úr
mörgu er aS velja og sparn-
aSar tækifæri mörg. SendiS
eftir henni NÚ.
Vér höfum einnig eft-
irfylgjandi bæklinga:
Veggja pappír
Matvax-a
“Plumbing &
. Heating
|k Karlrn.
Patnað
Nutíðar hús
og bændabýli.
Hver sem er
ókeypis, ef um
er be'ðiS.
gj^T. EATON C<Lm
Wr WINNIPEG CANADA
iémmm
’s&wSBm
SENDU
EFTIR
HENNI
I DAG
WINNIPEG, 4. OKTOBER 1917
HEIMSKRIN GLA
S. BLAÐSIBA
Var þetta fyrsta bændasýning af
þcssu tagi, sem haldin hefir vorið
í því héraði og er sagt, að um þrjá-
tíu þixsund imanns hafi sótt hana
daglega. Ekki eingöngu k<nn
mannfjöldi þessi á sýninguna til
að skemta sér, heldur líka til þess
að liafa gagn af þessu. Ótal vinhu-
vélar bæitda og margvísleg land-
bixnaðar áhöld voru þarna til sýn
is, og eins voru þar fluttir fyrir-
lestrar um ýms efni, bændalýð og
alþýðu til fróðleiks og uppbygg-
ingar.
Um 400 tegundir af hrísgrjónum
voru þarna sýndar, enda stunda
bændumir 1 Kína mest hrísgrjóna-
raekt. Sömuleiðsi voru sýndar ótal
korntegundir og káltegundir og
ýmsar mismunandi tegundir af
flestu, sem framleitt er úr jörðu í
Kína.
En vélarnar og landbúnaðar á-
höldin voru þeir hlutir, sem mesta
athygli vöktu. Var þetta í fyrsta
sinni, að Kínverjar hafa séð sumar
þessar vélar og mun hafa þótt mik-
ið til þeirra koma.
Japanar eru búnir að sanna, hve
afarbráðum þroska “gulu kyn-
stofnarnir" geta tekið eftir að þeir
eru lagðir á stað í menningaró,tt-
ina og farnir að taka vesturlanfla
þjóðirnar sér til fyrirmyndar. Kfn-
verjar hafa sofið vært og rótt í
margar aldir og á lxeim tíma hefir
hnignun og afturför ríkt í landi
þeirra, en nú eru þeir að vakna og
eru engu síður líklegir til þess að
láta mikið til sfn taka, en Japanar.
Landið Kína á ef til vill eftir að
verða aftur það, sem það einu sinmi
var — eitt af frjósömustu og auð-
ugustu löndum í heimi.
(Lausl. þýtt.)
Friðarpostula-ríma.
I>ó hemkyldu þeir leggi’ á lýð
og langar haldir ræður,
förum aldrei út í stríð.
Elskum friðinn, bræður!
Þó lxeir segi að þýzkur her
þyki’ í grimduin skæður,
“blaða-rógur” alt það er.
Elskum friðinn, bræður!
Keisarans þó þeir kenni makt,
kveiktar stríðsins glæður,
enginn getur um það sagt
Elskum friðinn, bræður!
Við skulum ekki hreifa hönd,
hjálp þó vanti skræður
langt frá okkar eigin strönd.
Elskum friðinn, bræður!
I>ó af Erökkum Fritza lið
felli nokkrar hræður,
kemur okkur ekkert við.
Elskum friðinn, bræður!
Keisarans þó kristni her
kvelji börn og mæður,
slíkt í stríði algengt er.
Elskum friðinn, bræður!
Þó að heilum þjóðum sé
þræls við heiptar glæður
slátrað eins og alifé,
elskum friðinn, bræður!
Drápskotum þó djúpi frá
dreiíi myrkra læður
flutningsskipin óvör á,
elskum friðinn, bræður!
Þó að Húnar hæ?Sum frá
hyrjar leggi slæður
svefnpurkurnar ofan á,
elskum friðinn, bræður!
Bolgfa þó sé dauðadæmd,
—Drottinn þýzkra ræður;
honum æ sé æra’ og sæmd.—
elskum friðinn, bræður!
Réttlætið hvort ríkja fær,
ráða kringumstæður.
Eigi hver það, sem hann nær.
Elskum friðinn, bræður!
Friðar-rfmah friðarvæn
friðinn efli manna.
Friður sé með friðarbæn
friðarpostulanna!
Þorskabítur.
Takið eftir!
Þar sem eg undirrita'Sur
hefi til sölu nokkrar góðar
bújarðir í hinni frjósömu
Foam Lake bygð, sem eg vildi
óska að fslendingar naeðu
haldi á, þá vildi eg mælast
til þess, að þeir rituðu mér
sem hafa í hyggju að eignast
land.
J. JANUSSON,
Foam Lake, Sask.
G.H.Nilson
Kvenna og
karla
Skraddari
Stærsta skraddarabúS Skan-
dinava í Canada. VandaíS-
asta verk og verð sanngjarnt
C. H. NILSON
208 LOGAN AVE.
aðrar dyr frá Main St.
’Phone: Garry 117
WINNIPEG
MAN.
“Það drepur
þær allar”
Allir, sem keypt hafa Jacksonian
Liquid Death fyrir veggjalýs, hafa
sömu sögu að segja; “I»að drepur
þær allar” og skilur enga bletti eft-
ir, jafnvel ekki á hvítu silki.
10 ára gamall drengur getur brúk-
að það og þótt hann drykki af því
í misgripum myndi það ekki skaða
hann. Það drepur ekkert nema
vaggjalýs— og gjörir það rækilega.
Eg hefi byrði mína af meðmælum
frá notendum þess. —Hér er eitfc
bréfið:
“Nóttina áður cn eg brúkaði
Jacksonian Liquid Death fyrir
Veggjalýp, drap eg fleiri tugi á
veggnum alla nóttina. — Næstu
nótt sást engin veggjalús og eg
svaf vært.
John Galloway,
380 Mountain ave., Winnipeg.”
Skrifið eða sjáið
HARRY MITCHELL,
466 PORTAGE AVE.
’Phone Sher. 912 Winnipeg
er eins og hann sé búinn svo oft að
reka sig á sanngirhi hinnar dönsku
þjóðar, jafnvel í málum Islands, að
honum finnist freinur litlar líkur
til, .að' annað verði nú látið ráða
úrslitum, en sama ólukkans sann-
girnxn!
Betur að svo yrði!
Með því væri konungssamband-
inu einu hezt borgið!
Landbúnaður í Kína.
Kfna, land þess óumbreytanlega,
svefhs og dauðadrunga, virðist nú
tekið að vakma til meðvitundar um
iðnaðar-köllun sína og þjóðin
smáimsaman að fyllast af brenn-
andi þrá að geta skipað “staðinn
í sólunni”, sem Þýzkalandskeisari
hélt um tíma að hamn einn hefði
réttindi til.
Fólksfjöldi f Kína er rúmar þrjú
hundruð miljónir og sennilegt er,
að matvöru framleiðslan í landinu
sé því stórt mál og vandamikið.
Landbúnaður allur er þar á lágu
stigi og Jiví mesta umdrunarefni
hvernig farið er þar að ^æða aila
þossa munna, og að þetta er hægt,
getur ekki stafað af öðrum orsök-
Um on þeim, hve matarhæfi Kín-
verja er einfalt og óbrotið.
Hvergi í víðri veröld er landbún-
aður örðugri en í Kína. Stafar
þetta af ýmsum orsökum og er vel
þess vert, að takast rækilcga til í-
hugunar af Canada þjóðinni. Kfn-
verjar hafa, sökum fáfræði og van-
kunnáttu í öllum verklegum land-
biinaði, leyft landi sínu að verða
á stórum svæðum að því nær ó-
ræktaðri eyðimörk. Þetta sama
má ekki koma fyrir hér í Canada.
Eftir fimtíu ár hér frá, verður fólks-
fjöldi hér í landi að líkindum orð-
inn svo mikill, að enginn hlcttur
má óræktaður vera, sem mögulegt
cr með einhverju móti að nota til
frainleiðslu af einhverju tagi.
Landið í Kína er á stórum svæð.
um bert og nakið, þar sem allur
skógur er löngu upprættur. Hæðir
og sléttur, sem einhvern tíma í
öndverðu hafa verið skógi þaktar,
eru auðar og berar og hefir þetta
þær afleiðingar, að í regntíð er
ekkert lengur til þess að hindra
frárensli vatnsins á yfirborði jarð-
arinnar og þess vegna mjög hætt
við flóðum, sem árlega í Kína leiða
af sér meiri og minni uppskeru
hnekkir.
Hér f Canada er þessi sama hætta
yifr vofandi. Skógarnir eru smám
saman eyðilagðir í flestuin sveitum
laridsins; til eldsneytis og ýmsra
annara þarfa hvað smáskóginn
snertir, en stórskógurinn notaður
til byggingar timburs. Flóðin
miklu, sem nýlega orsökuðu mesta
tjón í Quebec fylki, eru einna Ijós-
ust sönnun þess, hvaða afleiðingar
eyðilegging skógarins getur haft.
Hægt er að segja, að í Canada
hafi þessi eyðilegging stórskóg-
anna verið réttlætanleg; en hvað
Kína snertir, á það gagnstæða sér
stað. Þar hefir eldurinn verið
skóganna versti óvinur. Til íæmis
voru hinar skógivöxnu hæðir og
hálsar f Kvangtung héraði forðum
stöð ægilegra skógarelda, unz skóg-
arnir þar voru alveg horfnir og
ekkert eftir af þeim nema brunnir
stofnar. Nú á dögum sjást þess
tæplega merki, að þarna 'hafi nnkk-
urn tíma skógur verið. Hér endur
fyrir löngu voru skógareldar þessir
kveiktir viljandi í Kfna, með þvl
markmiði að granda óargadýrum
ýmsum, sem í skógunum bjuggu
°g oft urðu þæði skepnum og
mönnum að meini.
Á skóglausu svæðunum er nú í
Kína mesti skortur á öllu elds-
neyti. Verða Kínverpjar þar oft
*ð nota strá, hálm og annað til
þoss að halda heimaeldunum lif-
andi;—ekki mundi slíkt eldsneyti
koma að miklu gagni í vetrarkuld-
unum hér í Canada.
Þetta austlæga land var einu
sinni landshorna milli engu síður
frjósamt land en Canada nú or.
En margra alda niðurníðsla hefir
rænt jarðveginn þar öllu hans
upphaflega gróðurmagni.
Griparækt hefir aldrci verið
stunduð í Kína, sem neinu nemur.
Kornrækt og kálrækt voru aðal-
lega það, sem bændurnir hölluðu
sér að. Þannig liðu árin og ald-
irnar, að frumefni alls jarðargróð-
urs voru smátt og smátt úr mold-
inni tekin og ekkert látið koma í
staðinn. Skortur af raka, sem or-
sakaðist af frárensli allrar vætu og
vöntun á öllu gróðrarefni gerði
það að verkum, að yfirborð jarð-
arinnar varð víðast hvar að hörð-
um og sólbökuðum leir.
Meira og minna regnfall er víðast
hvar í Kína. En þó undarlegt megi
virðast, er það einmitt f þeim
þeiin stöðum, þar sem flóð gera
mestan skaða, að uppskera líður
einna mest tjón af völdum þurk-
anna. Svo er frárenslið ört, að
þrisvar til fjórum sinnum meira
regníall þarfnast til þess að halda
uppskerunni við, en þörf væri á,
ef alt hálendið væri skógi vaxið;
því landið, sem vaxið er skógi,
drekkur regnfallið f sig og geymir
vætuna. Nú er svo komið, i Kfna
—þar sem skóglaust er — að ör-
lítill regnskúr getur orsakað stærð-
ar flóð, en vikuna næstu er upp-
skeran að skrælna f sólarhitanum
af regnleysi. Yfirborð jarðarinnar
er svo hart og leirkent, að alt vatn
gufar oft upp og rennur burtu á
stuttum tiíma og áður en jarðar-
gróðurinn hefir af því full not.
Stöðugar vatnsveitimgar eru nú
eina ráðið, sem Kínverjar geta
treyst á, og liafa þær borið góðan
árangur; sérstaklega í grend við
stærri borgirnar, sem mannmargar
eru og sem aðallega treysta á fram-
leiðslu landsins.
Kínversku bændurnir hafa við
þungar þrautir að stríða. Rækt-
un landsins er þar víðast hvar
örðugri en í flestum öðrum lönd-
um heims. Vinnutími bændanna
er langur; þeir verða að strita ým-
ist í sólarhita eða regni og oft og
tíðum ber erfiði þeirra lítinn á-
rangur.
Nú er þó alt að breytast til hins
betra. Kínversku bændurnir eru
að rísa af svefni og teknir að veita
eftirtekt búnaðar-iaðferðum ann-
ara þjóða. Nú rækta þeir landið
betur, viðhafa yfirleitt meiri vatns-
veitingar en áður og afla sér utan
frá ýms tilbúin efni til áburðar —
og við þetta hvorttveggja gegnir
mikilli furðu, hve jarðvegurinn þar
í landi getur tekið bráðum bótum.
Ljósasti vottur landbúnaðar
framfaranna 1 Kína er bændasýn-
ing sú, sem haldin var þar 5. til 15.
ágúst þetta ár á tilraunastöð
stjórnarinnar í Canton héraðinu.
™í D0MINI0N BANK
Hornl Notre Dome og Skerbrooke
Street,
Hðfotletnil n»»b-----
VaraejAtlur .. — — —
Allar rlsrnlr. _ . „ —
______«1,000,00«
______(7,000,00«
______»rs. ooo.ooe
Vér óskum eftlr vltJsklftum ver*-
lunarmanna og ibyrgjumst atj sefa
í>elm fullnœgfju. SparlsjótJsdelld vor
er sú stœrsta sem nokkur bankl hef-
lr I borglnnl.
fbúendur þessa hluta borgarlnnar
óska atl sklfta vltJ stofnum sem þelr
vlta atJ er algerlega trygf. Nafn
vort er fulltrygglng óhlutlelka.
Byrjib spart lnnlegg fyrlr sjfclfa
ytJur, konu og börn.
W. M. HAMILTON, RáSsmaíur
PHONB GARRY 84«•
Gall Steinar
Læknaðir á
24 kl. tímum
án alls sársauka
Meltingar, maga og lifrar kvillar,
botnlangabólga og nýrnasteinar
orsakast oft frá Gallsteinum, sem
er hættulegur sjúkdómur og kem-
ur fólki oft til að trúa að það hafi
magakvilla, magakvef og meltingar-
leysi, en þegar sárir gallsteina verk-
ir þjá fólkið finnur það fyrst hvað
hvað það er. Níutíu af hverjum 100
fólks veit ekki að það befir gall-
steina. Fáið meðul í dag og forð-
ist þannig uppskurð.
Fæst alstaðar á $5.00, sent frftt
um öll vesturfylkin af Alvin Sales
Co., Dept. “K”, P. O. Box 56, Win-
nipeg, Man. Búið til af
J. W. MARLATT & CO.
581 Ontario Str., Toronto, Ont.
HRAÐRITARA
OG BÓKHALD-
ARA VANTAR
Það «r or«i« ör«ugt a« tá
æft skrifstofufólk vogna
þess hva« margir karlmenn
hafa gengið i herinn. Þeir
sem lært hafa á SUCCESS
BUSINESS College ganga
fyrir. Success skólinn er sá
stærsti, sterkasti, ábyggileg-
asti verilunarskóli bæjarins
Vér kennum fleiri nemend-
um en hinir allir til samans
—höfum einnig 10 deildar-
skóla víðsvegar um Vestur-
landiö; innritum meira en
6,000 nemendur árlega og
eru kennarar vorir æfðir,
kurteisir og vel starfa sín-
um vaxnir. — Innritist hve-
nær sem er.
The Success
Business College
PorfnR:«,' ojc Eflmonton
WINNIPEG
iU.J '-L.' L..."1,1 1 ■ _1
Góð Tanniœkning
á verÖi sem Iéttir ekki vas-
ann of mikið—og endist þó
Gjörið ráðstafanir að koma
til vor bráðlega. Sérstök
hvílustofa fyrir kvenfólk.
Dr. G. R. CLARKE
1 to 10 Dominion Trust Bldg
Regina, Saskatchewan
iTHE
EQUIPM ENX
CL'
% mí'MÍ'