Heimskringla - 04.10.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.10.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. OKTOBEB 1917 NEIMSKRINGLA a blaðsœml *erð á annan Teg en' þann, að ítjórnarandstæíiingum íjölgaði, en íylgilið stjórnarinnar fækkaði að *ama skapi. Bændur fylgja stjórn- inni að málum og eru injög aftur- haldssamir. Borgarlýðurinni aftur andstæður stjórninni og frjáls- lyndur. Kjördæmum hefir ekki y«rið breytt síðan 1872. Ríkieþingið hefir ekkert vaid yf- ir stjórn eða framkvæmdum, nema að svo miklu leyti, sem það getur ueitað að samþykkja fjárlög. Fjár- Sög, sem fyrir það eru lögð, verða fyrst að hafa verið samþykt af sam- bandsþingi. Ríkisþimg iná breyta þeim. En þær breytingar verða að lúta synjunarvaldi sambandsþings- ins. Vanalega eru ný frumvörp til laga Samin og samþykt f sam- bandsþingi til álita og umsagnar. Ef ríkisþing samþýkkir, verður að senda þau sambandsþingi aftur til endilegs samþykkis. í raun og yeru er það svo, að sambandsþing hefir löggjöf með höndum með samþykki ríkisþings. Eulltrúar sambandsráðsins hafa rétt til að oma fram á ríkisþingi og flytja þar ræður. bó atkvæði falli í ríkisþingi gegn stjórninni, þarf enginn stjórnar- weðlimur þess vegna að leggja uiður völd sín. En það getur haft þingslit 1 för með sér. Ef van- trausts yfirlýsing væri þá samþykt *ftur, myndi það sjálfsagt hafa það f för með sér, að kanzlarinn segði af sér embætti. Lagalega ber •nginn embættismaður stjómar- innar ábyrgð fyrir ríkisþingi. bingmenska er því ekki höfð í »*iklu áliti á Þýzkalandi. Virðing »iannfélagsins vex ekkert til handa þeim, sem orðinn er þingmaður. Eyrir því er þingmenska mikilhæf- um gáfumönmum ekkert keppikefli. Pyrir nokkurum árum vom þing- aönnum ákveðin tiltekin laun. En íremur hefir virðing þingmanna síðan orðið minni en meiri. Etjórnin hefir töglin og hagldim- ar f öllum efnum. Hún styðst að gömlum sið um fram alt við bændastéttina. Afturhaidið er stjórnarstefna bænda. Afturhald *r stefpa stjórnarinnar svo sem að ■sjálfsögðu og samkvæmt hlutatrins •eðli. Af öllum þingflokkum eru iafnaðarmenn nú sterkastir. Jafn- aðarmenn eiga yfir að róða hér um fjórum miljónum atkvæða. Samt liggur styrkur þeirra ekki eins -^aikið 1 því og ihinu, að þeir eru ^iui þingflokkurinn, sein fylgir fram ikröfum lýðvaldsins gagnvart *tjórninni. Þeir eru hinn eiginlegi audstæðingaflokkur. Prjálslynidu flokkarnir eru linir 1 sóknum, því rjálslyndi í stjórnmálum ó Þýzka- andi er alt í molum, flokkarnir margir, er svo nefnast, og eiga oft j 1 nafnið skilið. afnaðarmenn eru svarnir óvinir Jtrifstofukerfis stjórnarinnar. En . inkkurinn, sem næst gengur Jafnaðarmönnum, er Miðflokkur- n. í honum eru katólskir menn, ulitrúar þess hluta iandsins, sem ®tólskur er. Næst jafnaðarmönn- er skipulag þar bezt og flokks- agJ. En stefnan er ekki ákveðin og Setur breyzt eftir ástæðum. Sá fiokkur ekur ávalt seglum eftir yindi og fylgir stjórninmi oftast að málum, ef hann hefir von um að fá fýlgi sitt launað ein'hverjum hlunn- Indum fyrir kirkju sína. Rfkisþingið þýzka verður í reynd- inni ekki mikið amnað en eins kon- ar kappræðuþing. Enda hefir það veiið nefnt: Bergmálahöllin. Eyrir *itthyað sjö árum var það nýmæli eitt inn, að róðherrar skyldi svara •purningum á þingi, eins og títt er á Englandi. Em enga ábyrgð hafa þeir á neinum gjörðum sínum, svo aldrei getur ríki-sþingið fest hend- '] h.ári þeirra. Þingræði er því **ki til á ÞýzkalandL 65. Sambandsráðið. Eambandsráðið er ekki þing- áF? ————- " ' ~ Gígtveiki Heima tilbáið meSal, jefiS af mauii, sem þjiðist af gigt. voria 1893 fékk «S slsema t voívi meB bólgu. Ep tók út þær kvallr, er þeir einir bekkia sem hafa reynt þaB,—I þrjú Ír’ Eg reyndi allskonar meBui. or marga lækna, en sá bati sem el fékk ar aB elns i sviplnn. Loks fann eg meBal, sem læknaBl mlg algjoriega, og befl eg ekkl fund- iB tll gigtar siBan. Eg hefi gefiB morgum Þetta meBal,—og sumir Þeirra veriS rúmfastir af gigt_ pg undantekningarlaust hafa a’ll- lr fengiB varanlegan bata. Eg vil gjöra ölium, sem þjást sigt, mógulegt aB reyna þetta ovIBjafnanlega meBal. SendiB mer enga peninga, aB eins nafn ypar og áritun, og eg sendl meB- alið fritt tll reynslu. — Eftir aB hafa reynt þaB og sannfærst um aB þaB er verulega læknandi lyf vio gigtinnl, þá megiB þér senda mér verBiB, sem er einn dollar. — En gœtiB aB, eg vil ekki peninga, hema þér séuB algerlega ánægB- ®ei' aB senda þá. — Er þetta fek„kj Tel *>o*i*7 Hví að þjást *v«-urV,I>.*Bar meBal fæst meí ií kJofom? BÍBIB ekki. 8krif- >o strax. SkrifiB i dag. Gu “aZk Jackson, No. 457D, BId* - Syracuse, N. T. a* hl,?ack*on ker ábyrgS á þvi, þetta sé aatt.—*tg. deild, þar sem ágreinlngsumræður fara fram. I»eð er ekki efri mál- stofa. Meðlimir þess eru fulltrúar, skipaðir af hinum ýimsu rikjum. 3>eir greiða ekki atkvæði sam- i kvæmt einka-áliti sínu, eða sam- kvæmt skipum nokkurra flokka. En þeir greiða atkvæði samikvæmt fyrirskiþunum, er þeir fá frá stjórn ríkisins, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þeir greiða ekki atkvæði í nokkuru máli án þess að fá á- kveðnar leiðbeiningar um það mál. Prússland hefir seytján atkvæði í sambandsráðinu, sökum þess, að það hafði átt fjögur atkvæði i Norður-þýzka sambandinu og sök- um þess, að Hannover, Kur-Hesesn, Holstein, Nassau og Frankfurt hafa öll verið innlimuð Prússlandi. Bæj- aralánd hefir sex atkvæði. Kon- ungsríkin Saxland og Wuerten- berg fjögur, hvert, eins og skráin hér að ofan sýnir. Af þvf, sem hér er tekið fram, er það augljóst, að fulltrúar hvers ríkis verða allir að greiða atkvæði eims. Samíbandsráðið er hið eiginlega löggjafarvald Þýzkalands. Það hefir ekki einungis löggjafarvald, heldur einnig framkvæmdarvald og dómsvald. Á ríkisþingi eru um- ræður miklar. En geri það sam- þykt, getur sambandsráðið ógilt hana. Ríkisþingið talar. Sam- bandsráðið ræður úrslitum og framkvæmdum. 1 sambandsráði sitja ekki erind1 rðkar alþýðu, heldur fulltrúar kon- unga og þjóðhöfðingja. Síðan þrem fulltrúum frá Elsass og Lot- ringen var bætt þar við, er nú tala fulltrúa í sambandsráði 61. Þeir eru eins konar sendiherrar keisar- ans og komunganna og hertog- anna. Þegar sagt er, að sambands- ráðið hafi vald til að synja öllum lögum um staðfesting, er samþykt hafa verið af rfkisþingi, er merking þess eiginlega sú, að þjóðhöfðing- jarnir hafi það vald. Sambands- ráðið er ekkert anmað en þýzka ein- valdið á þingi. Sambandsráðið sjálft gptur ekki breytt stjórnarskránni án sam- þykkis keisarans. Það getur ekki látið neina breytingu öðlast sam- þykki svo framarlega tuttugu at- kvæði sé greidd á móti breyting- unni. Keisarinn hefir þessi tutt- ugu atkvæði í hendi sér: Seytján frá Prússlandi og þrjú frá Elsass og Lotringen. Þótt allir konungar og hertogar Þýzkalands nema Yilhjálmur II. vildi breyta stjórnarskránni, gæti þeir ekki femgið þeirri breytingu framgengt, ef Vilhjálmur II stapp- aði niður fæti og segði: Nei. Bandaríkin í Norður-Ameríku er samband, sem lýður 48 ríkja hef- ir myndað. Þýzkaland er samband, sem konungar og þjóðhöfðingjar 25 ríkja og landshluta hafa mynd- að. Það er konunga-samband, ekki lýð-samiband. Alþýðan hefir stjórn- ina með höndum að harla litlu leyti. Stjórnin er í höndum keis- arans, kanzlarans, sem er þjónn hans, og sambandsráðsins. Sambandsráðið hefir ekkert að gera við lýðinn—almennimg. Það er konunga-ráðstefna. Og yfir sam- bandsráðinu hefir keisarinn synj- unarvald. Það er því engum of- sögum af því sagt, að stjórnar- skipulag Þýzkalands sé einvald. Ef til vill mætti bæta við: Það er einvald í dularbúningi. Þessu einvaldi er þannig farið, að það getur steypt Þýzkalandi út í stríð, án þess að bera ábyrgð fyr- ir nokkurum. Það getur steypt eigi að eins Þýzkalandi út í strið, heldur líka öllum heimi, eins þeim þjóðum, sem friðelskastar eru og þeim, sem eru herskáar. «6. V Flokkaskipan ó þingi. Elokkar eru margir á ríkisþingi og nauðsynlegt að hafa nokkura hugmynd um skipan þeirra, eins og hún varð við kosningarnar 1912. Við kosningar 1910 höfðu frjáls- lyndu flokkarnir þrír sameinast í einn og með þvf mikið aukið á- hrif sfn. Þessir þrír flokkar voru: 1. Erjálslyndi alþýðuflokkurinn ■—Freisinnige Volkspartei 2. Erjálslynda félagið — Freisin- nige Vereinigung. 3. Þýzki alþýðuflokkurinn — Deutsche Volkspartei. Þessir þrír flokkar mynda nú einn öflugan þingflokk er nefnist: Frjálslyndi alþýðuflokkurinn þýzki —Deusche Freisinnige Volkspartei. Eiokkaskipan á ríkisþingi 1912 var á þessa leið: i. Blá-svarta fylkingin (stjórnar- liðið:— 1. Afturhaldsmenn .. ., 2. Reisaraflokkur .. 3. Miðflokkur.......... 4. Iðnaðarfélag........ 5. Þýzkir umbótamonn . 0. Elsass-menn .. . . ..43 . .. 14 .. .. 3 . .. 10 . .. 3 . .. 6 7. Pólverjar..................18 8. Velfar.................... 5 Alls .. .. 191 II. Stjórnar-andstæðingar: 1. Frjálslyndir þjóðernismenn 44 2. Þýzkt bændafélag....... 2 3. Gerbreyttngamenn.......42 4. Jafnaðarmenn..........110 5. Lotringen-menn......... 2 6. Bændafélag Bæjaralands. 2 Alls .. 202 Á þingi 1912 var þvi flokkaskifting í stuttu máli svo: Fylkingin (bloc) 191. Andstæðingar: 202. Danir, 1; flokkleysingjar, 3. Alls, 397. Mestu móli þótti það skifta, hve flokkur jafn'aðarmanna óx við kosningar 1912. Fylgismenn þess flokks urðu 34.8 af hundraði allra greiddra at- kvæða við kosniligarnar. kvæði eftir1 Grím Thomsen. Það er ‘istirt og illa ort”, eins og fleira eftir Grím, en það hefir samt læst sig inn i hug og ihjarta hvers ls- lendings. Það ex að þakka hinni einstöku velvild til Lslenzku hesb anna, sem kvæðið er þrungið af, einlægu samkend með þeim og næma skilningi á skapferli þeirra og kjörum. Aldrei áður höfðu þess- ir þörfu, þolinmóðu þjónar eign- ast annan eins talsmann. Einu sinni mætti eg alkunnum hesta- prangara á Krókeyrinni fyrir innan Akureyri. Hann kom úr kaupstað og var blindfullur. Hann slagaði og slangraði til og gat varla hang^ ið á hestinum, en hesturinn hall- ði «ér allavega til, til þess að missa hann ekki af baki. Þegar hann fór fram hjá mér, kvað hann við raust —hólf skælandi: “Það var eins og blessuð skcpnan skildi.” Muna verður, að hin einstöku ríki voru til áður sambandið gerð- ist. Þau héldu áfram að vera til eins eftir sem áður. Fyrir því skipa sambandsráðið fulltrúar hinma ýmsu ríkja, en ríkisþingið—Reichs- tag—‘erindrekar allrar alþýðu sam- eiginlega. Einsamall á Kaldadal Ferðalýsing eftir Guðmund Magnússon. (Niðurl.) Daginn eftir lagði cg suður ó Kaldadal. ólafur í Kalmanstungu fylgdi mér suður yfir Geitlandsárnar, vildi vita mig kominn yfir þær heilu og höldnu. Fyrsta torfæran var rétt við túnið. Það var Hvítá. Hún er þar lítið breiðari en lækur, en straumþung og vatnsmikil og illa niðurgrafin, svo að hún var hestunum á bóghnútu. Hinum megin árinnar taka við eyðisand- ar, víða stórgrýttir, en með vatns- rápum á milli, sumum hálfblaut- um. Þetta er Geitlandið — eða Geitlöndin. — í fornsögunum er þess getið, að þar hali verið skógi vaxið land og talsverð bygð. Nú hafa árnar eytt þar öllum gróðri. Þó má sjá votta fyrir því, að sagn- irnar eru sannar, því að sumstaðar standa stórir bálkar og sprek upp úr isandinum, og i tungunni fyrir norðan Hvítá hefir skógurinn hald- 5st til þessa dags og er nú í framför. Einhvern tíma hafa órnar hlaupið, ef til vill af eldsumbrotum uppi í jöklinuiin, enda minnir mig, að Ól- afur benti mér á sfcellu uppi í 1 jöklinum, einhversstaðar í nánd við hádegisfell, þar sem nýlega hafði orðið eitthvert rask, án þess menn yrðu þó eldsumbrota varir, on þá hafði hlaup mikið komið í árnar. Nú rennur aðal-vatnsmagn- ið sunnian til á sandinum, en auð- séð er, að það hefir vaðið um hann allan. Vatmið er fúlt og ljótt, minuir á Jökulsó á Sólheimasandi. Háar drílur rísa í straumstrengn- um, og láta ókunnugir hcstar illa við að vaða þar út í, þótt ekki sé breitt. Mér þótti vænt um, að haía kunnugan mann með mér, því að mér hefðu litist þessar sprænur ó- frýnilegar, hefði eg verið einisamall. Neðst í Torfunum skildi ólafur við mig, og eftir að hann hafði sagt mér prýðilega til vegar, bað hann mig vel fara. Síðan reið hann út á Geitlandssandana heim á leið, en eg stefndi til fjalla. Það er löng leið og erfið upp Torf urnar. Hvergi er bratt að vísu, en alt á fótinn og ætlar aldrei að þrjóta. En eftir því sem hærra dregur fríkkar útsýni norður yfir, á Strútinn og Kalmanstungu og of- an eftir Hvítársíðunni. Loks kem- ur maður að einkennilegri og all- stæðilegri vörðu, sem á víst að sýna manni, að hér þrjóti loks brékkan. Eitthvað lá af beinum kring um vörðuna, sem gaf grun um, til hvers hún hefði einhvern tfma verið notuð. Þetta er þó ekki hin landfræga beinakerling á KaldadaL Sú er miklu sunnar. Þetta er víst hin svo nefndu Lamib- árdrög. Nú tekur við hið nafnkunna Skúlaskeið. Sjálfsagt er ekkert mannsbarn á landinu, sem ekki hefir heyrt nefnt Skúlaskeið. Það á þó ekki frægð sína neinum undrum að þakka. Þetta er ekkert annað en grýtt og gróðurlaus heiði, svo grýtt, að ó- víða mun ifundist hafa meiri torv færa, einkum framan af isumri, meðan aurar voru innan um stór- grýtið. Ekki mun frægðin heldur því að þakka, að Bjarni Thoraren- sen lét byrja á þvf fyrir eigin reikn- ing að ryðja Skúlaskeið, þegar hann var að berjast fvrir vegabót- um hér á landi og koma mönnum í skilning um pauðsyn þeirra. Svo ötul málafylgja er meira að segja fáum kunnug. Nei, Skúlaskeið á frægð sína að þakka ofurlitlu Eg hafði aldrei farið Kaldadal fyrri, og vafðist því milli vonar og kvíða um það, hvernig mér mundi reiða af. Þoka var á fjöllunum og dimt upp til dalsins að líta, og eg var ekki viiss um, hvort þokulaust væri þar sem vegurinn lægi. Björn heitinn Jónsson, sem þá var ráðherra, hafði farið Kaldadal suður fyrir fám dögum ásamt fjöl- mennu föruneyti, og þótt rignt hefði síðan, mátti víða sjá hesta sparkið i götunni Auk þess er all- ur veguri.nn ruddur. En grýttur er hann engu að síður og víða neyddiist maður til að sneiða út úr brautinni. Loks var eg búinn að feta Skúlaskeið á enda, og nú þurfti eg að sneiða langan k rók fyrir krapatjörn, sem vafalaust hefði verið á sund, til þess að kom- ast upp á Langalirygg. Eg komst það þó á endanum og um leið — upp í þokuna. Langihryggur er gömul jökul- alda. Jökuliinn á Okinu hefir eitt sinn náð þangað og ýtt þessu und- an sér. Nú er langt þaðan upp að jöklinum, en hryggurinn liggur bogadreginn austan f Okinu, og fleiri slíkir, bæði fyrir ofan og neðan hann. Minnir þetta lands- j lag á hrikaleg hornahlaup á f jail- I inu. Meðfram öllum hryggnum að ofanverðu liggur skafl, sem sjaldan hverfur alt sumarið. Þokan var svo þykk, að sjaldan hjó ofan 1 skaflinn, þó að vegurinn lægi í brúninni, en sá var munurinn, að hægra megin við mig var þokan hvít — yfir skaflinum —en hinum megin dökk — yfir auðum melun- um. Auðséð var þó, að eg var neðst í þokunni, því að við og við lyfti henni litið eitt frá jörðu. Hjó þá í jöklna hinu megin dalsins og — mynnið á Þórisdal. Aldrei 'hefir mér skilist betur en þenna dag hvernig fjallaþokan hefir blátt áfram s k a p a ð útilegu- mannætrúna, enda byrja flestar útilegumannasögur í þokunni. Maður verður undarlega á sig kom- inn uppi á reginfjölium í blind- þoku. Einhver undarlegur beygur sezt að í manni, einhver undarleg óþreyja, sem menn megna ekki að hrinda af sér. Manni finst sér ekk- ert miða. — Alt af finst manni hann vera að fara fram hjá sama stein- inum. Alt af kvíðir maður fyrir að mæta einhverju. Alt af heyrist manni eitthvað. Alt af er eins og eitthvað sé á sveimi í kringum mann. Þannig var inér farið, og þannig var hestunum mínum farið líka. Eg hafði tvo hesta, sem eg átti sjálfur, svo samanvalda að vexti og fegurð, að orð var á því gert hvar sem eg kom, að sjaldan sæust tveir slíkir f eins manns eigu. En nú voru þeir latir. Alt af að sperra eyrun og hlusta, alt af hjartveikir, og eins og þeir mundu fælast þegar minstum vonum varði, og varla hægt að nudda þeim úr sporunum. Það ýrði lítið eitt úr þoikunni, svo að bæði eg og hestarnir urðum gráir utan af nærri ósýnilega smáum dropum. Það var þreytandi ferðalag. Mér fanst líkast því, að eg væri dauður og væri nú staddur milli^ tveggja heima á anda beggja hestanna, — gamli heimurinn horfinn, nýi heim- urinn ekki runninn upp, og eg dæmdur til þess fyrir syndir mínar að hjakka alt af ofan í sama farið, strita og strita, en komast ekkert áfram. Það var óbærileg kvöl. Mér leiddist ósegjanlega, og liefði eg ekki altaf þurft að hvetja hest- ana, hefði eg líklega sofnað. Upp úr leiðindunum fór eg loks að yrkja. Eitthvað af því kom litlu seinna í Lögréttu, en eg búinn að týma því og gleyma, sem betur fer. Loksins var vlst Langihryggur á j enda. Eg kom að gili, sem lá aust- ; ur úr hryggnum og var fult af snjó. ! Eg fór af baki og teymdi hestana, j því ekki var mér grunlaust uin, að hoit kjrmi að vera undir skafl- inum. Það var þó ekki; en svo j hafði biðnað, síðan Björn fór þar | um, að varla sá votta íyrir harð- i sporum á skaflinum. Hitt var þó ! rerr, að þegar eg var kominn út á 1 miðjan skaflinn, sá til hvorugs évs Red Rose Coffee Ó, hvað lykt- in er Góð! Og, kona gó3! þér ættuð að finna lyktina af voru mulda kaffi þegar það er í könn- unni — og bragÖið á því — Já, þér hafið cddrei smakkað malað kaffi með öðru eins bragði eins og Red Rose kaffi. Kaffidrekkendur, sem ferðast hafa víða lofa það og segja — já, vér erum feimnir að prenta alt það lof — vér viljum heldur að þér reynið sjálf Red Rose Crushed (mulið) kaffi — Vér viljum ekki segja yður of mikið um gæði þess fyrir fram, en láta yður bara falla í stafi af undrun. 1 landsins. Svo var þokan dimm. Eg stóð sem í gráurn guíumekki og sá ekkert nema hjarnblettinn kringum (æturna á mér, vissi engar óttir, svo nærri lá, að eg viltist. Það eina, sem benti mér á rétta leið, var slóðin mín og hestanna. Mér kom nú til hugar atvik, sem kom eitt sinn fyrir mig, er eg var sjómaður austur í Mjóafirði. Þá komum við úr róðri í bezta veðri, en blind-þoku. Dálítill utan-and- vari var með þokunni, rétt svo að segl stóðu. Við höfðum kenningu af Krossnestanga og lögðum það- an á ská inn og yfir um fjörðinn. Formaðurinn og hinn hásetinn lögðu sig fyrir til svefns, því að oft var þá lítill svefnitíminn i landi, en mér var trúað fyrir bátnum. Eg sigldi nú þá stefnu, sem tekin hafði verið, svo beint sem eg gat, sat við stýrið og lét morra 1 þéssum litla kalda sem var. Ekkert hafði eg að stýra eftir annað en kjölfarið aftur undan bátnum, og vakti eg einung- is yfir því, að það héldist beinit Á að gizka miðfjarða hitti eg þrjá báta, sem allir stefndu þvert úr leið. Úr einum þeirra var kallað til mín. “Þið eruð að villast!” Svo hurfu þeir út í þokuna. En nú kom augnablikið, sem þrásinnis kemur fyrir á mannsæfinni, og er mörgum svo hættulegt. Maður efast — hikar og jafnvel hvikar frá sannfæringu sirmi, villist svo frá því som rétt er og villist alt af meiia og mieira, stundum svo, að aldrei verður á því bót ráðin. Eg yfirvann þó efann að þessu sinni. Og þegar eg kom undir ströndina fyrir neðan bæinn að Hofi og þekti mig, vakti eg förunauta mína, held- ur en ekki glaður. Þegar við kom- um inn að Brekkuþorpi, komu sex bátar, sem allir höfðu vilst suður yfir fjörðinn. Innan skamms komst eg upp á melinn hinum megin við skaflinn, fann aftur brautina og fór á bak. Nú hallaði bráðum mjög undan} fæti, og eftir litla stund var eg kom- inn niður úr þokunni. Hvílík Ijómandi fegurð! Ekki minnist eg þess, að «g hafi í anman tíma orðið glaðari yfir feg- urð og mikilleik íslenzkra óhygða en eg varð yfir því útsýni, sem nú skein við mér. Sólin stóð hátt yfir Súlunum í suðvestrinu og glamp- aði á fannirnar. Kvígindisfell og fjöllin þar suður af roru dimmblá og fannirnar í skugga. Lengst 1 suðri sást Búrfell í Grímsnesi og Ingólfsfjall eins og í ljósblárri móðu. Nær í sömu átt blikaði á Þingvallavatnið alt fjöllum girt. I En austast f þessum hrikafagra | hring var þó það fegursta af öllu. \ Þar reis við himininn “ógna skjöld- ur bungubreiður”. — Aldrei hefi eg j séð Skjaldbreið jafn tignarlegan. Nú liggur leiðiní úr fjallaþrengsl- unum fram á slétta sanda, og út- sýnið stækkar og víkkar við hvert spor. Að austan kemur fram! Hlöðufell og allur f jallaklasinn suður af því; að vestan Skarðs- heiðin. — Á endanum á dálitlu hæðadragi, sem gengur suður og vestur af Hrúðurköllunum, stend- ur hin landfræga beínakerling. Þar mátti eg til að koma við. Ekki ætla eg að særa mæmar til- finningar nokkurs manns með beinakerlingarvlsu, þótt eg efistj mjög um, að siðferði manna séj þeim mun betra nú en áður, sem tepruskapurinn ei mtiri En ekk- j ert íslenzkt skóld hefir farið aro um Kaldadal á undanförnum öld- um, að ekki ihafi bað stungið stöku að beinakerlingunni. Eyrst á 20. öldinni hefir það lagst niður—ef siðurinn er þá aldauða. — Me»» gætu byrjað sniemma og talið nit til núlifandi manna, og eg held a® benda mætti á stöku eftir hvern einasta hagyrðing, sem nokkuð hef- ir að kveðið, og víst «r um það, aS margar eru stökurnar smellnar, og sumar svo “fínar”, að enginn hneykslast á að heyra þær. Sumir eru svo góðir að leggja vesalings beiniakerlingunni til mannlegar tál- finningar: Veri þeir ailir velkomnir, •sem við mig spjalla 1 trygðu*, eg get varla unað mér ein á fjallabygðum. í þessari beinakerlingu mun eirwiig hafa fundist hin landfleyga staka: Týnd er æra, töpuð er sál, tunglið Teður í skýjum. Sunnofu nú súpi skál sýslumaðurinn Wium. Fáll Vídalín lögmaður var þá ný- riðinn norður um, en W’íum sýtflu- mlaður kom á eftir. • Frá kerlingunni er skamt ofan að efstu grösum að suninan. Eg var* þesisum blefcti sár-feginn því að eg vissi að hestarnir voru bæði orða- ir svangir og þyrstir. Eg fór þá a/ balci og fór að muðla flatbrauð «g hangikjöt og drekka mjólk ár flösku, sem blessuð húsfreyjan í Kalmanstungu hafði nestað asig með. Brauðið og hangiketið ætl»#i að standa f mér, og mjólkin var orð- in skekin í smjör og áfir, en alt var þetta samt blessuð hressing. Bmg- inn skyldi leggja matarlaus á Kaldadal; til ,þess er, hann of lang- ur. Ekki var haginn góður og falt var þar af díkjum og fenjurn *g botnlausum smápyttum. Eg vL*si það ekki fyr en á eftir, að þetta r*r hinn illræmdi Egilsáfangi. Egill var norðlenzkur karl, einþykkur ag sérvitur, sem árlega fór skreiðw- ferðir suður á lanid, eins og títt var á fyrri öldum. Það var mál manna, að ekki mætti snerta við þesswn áfangastað, þvf að tröllin í Fan»- tóarfelli, lem er æxii suður úr (Framh. á 7. bte.) :: Colrin & Wodlinger ;► :: LiveSUckCotBiitii— Bfker ;; Soom 28, Union Stock Yards Winnipeg, C&nada A. I. WODLINGER ■ • Reeidence Phone: Main 2868 -- F. J. COLVIN •f Resldence Phooe: Ft.R. 2397 X GISLI GOODMAN TlNSMieUR. Verkstœ’ði:—Horni Toronto Bt. om Notre D&me Ave. Phone Helmllfts Garry 2»88 Garry 8M Hafiðfþérborgað Heimskringlu ?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.