Heimskringla - 29.11.1917, Page 3

Heimskringla - 29.11.1917, Page 3
WINNIPEG, 29. NTV. 1917 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐ4& stíl verði. Og svo mikið er tjónið J»egar orðið, að langan tíma þarf til að það verði bætt og ekki nema með því móti, að þær þjóðirnar tvær, sem mestar skipasmíðaþjóðir eru, leggist á eitt með að sjá heiim- inum íyrir nægilegu tarmrýml ytir höfin. ógöngur Rússa. Mikið gengur á með aumingja Rússum. Ekki ætla þeir að taka út stjórnanskiiftin með sældinni. 3>ar er hver byltingin á fætur ann- arri og ástandið stöðugt verra og verra. Ekki hefir Kerensky tekist að komast til valda. I bardaga þcim, sem ihann háði við hina svonefndu Maximalista í Pétursborg varð hann undir eftir því sem fregnir nú segja. Flokkur sá, sem við völdin virðist vera, er ýmist nefndir Maximalistar eða Bolse- viki. í Moskva er sagt, að barist hafi verið heila viku, en að þessum tfma liðnum hafi þessir Bolseviki algerlega verið ofan á. Sagt er, að fjöldi hafi þar fallið og særst, svo að þúsundum nemi. Eignatjón varð þar afar mikið-, eins og nærri má geta, einnig á einka-híbýlum manna á ýmsum stöðum borgar innar. Nú virðist alt aftur dottið f dúna-logn, hve lengi sean verður. Aumast er, að hungur vofir yfir þjóðinni. Það kveður nú svo ramt að með vistaskort í iandinu, að menn eru farnir að gefa þessum stjórnarbyltingum, sem hver kem- ur á fætur annarri, tiltölulega lít- inn gaum, bæði í Pétursborg og Moskva. og Odessa. Hungrið stend- ur (hvarvetna fyrir dyrum, og hefir komið miklu meira til leiðar um að lækka ófrið og ólgu, en nokkurt herlið. Yíða er sagt að allir flokkar hafi tekið höndum saman, til þess að verja öllu bolmagni gegn hinum ægilega vogesti hungursins. Sam- eiginlega beita þeir þá vonandi kröftum sínum til þess að ihungrið verði þjóðinni ekki nýjum og hræðilegri hörmungum valdandi, en þeim, er hún hefir áður liðið. En allar líkur eru til, að þetta reynist afar erfitt. l>vi öll sam- göngufæri og flutningstæki lands- ins eru komin f eina bendu, og vista forða landsins eytt á allar Tundir í þessum óeirðum, er átt haifa sér stað, kornforðabúr og vistaskálar sprengdir upp og brendir hvað eftir annað. Kaupsýslu-hættir Rússa. Spilling í hugsunarhætti og lífs- venju er líka stöðugur þrándur i götu þess að liagur þjóðarinnar geti á skömmuim tíma komist i betra horf. örlög þjóðanna skap- ast að svo undur miklu leyti af iífs- venjum og hugsunarhætti. Mikill urmull lögreglumanna er í landinu frá tfmum fyrri stjórnar. En margra alda venja er sök í, að naumast er unt að fá lögreglumann til að hræra legg né lið nema með mútum. Allir vita að lögreglu- mönnum landsins verður að múta, til að fá þá til að inna störf sín af hendi, sem vitaskuld hafa verið margföld á seinni tímum. En þeir haifa sína afsökun. Laun þeirra eru að eins þrír og hálfur dollar á viku. Hvernig á nokkur maður að lifa af því með stóra fjöl skyldu? Launin voru ákveðin svona lág, sökum þess að stjórnin gamla ætlaðlst til þess að almenn- ingur borgaði þeim úr sínum vasa. Embættismenn við landiher og sjólið ætluðust til þess, að þeir hefði svo og svo mikinn hagnað af öllum innkaupum. Bifreið var keypt af stjómardeild flotamálanna árið 1916 og Gyðingi einum greiddir 700 dollars í ómakslaun fyrlr milli- göngu fyrir hönd sjóliðsforingja oins, setn var önnur ‘hönd ráðgjaf- ans. Svo skiftu þeir herfanginu. Mútugjafir eru almennar. Ame- rfkumaður einn hefir sagt frá því, að hann hafi orðið, til þess að kom- ast í all-umfangsmikið kaupsýslu- samband við rússnesku stjómina nú meðan á stríðinu stendur, að greiða heila miljón dollara í mútur til þess að komast í þetta viðskifta- samband. Sæti í járnbrautarvagni eða sæti f leikhúsi er ekki unt að festa sér nema með peningatilgjöf. Eyrir þá, sem nóg fé haía og lundarlag til að ausa því til beggja haada í þessu skyni, er það í raun og veru fullkomin sannindi, að á Bússlandi sé meira frelsi en annars staðar. Sagt er frá duglegum efnafræð- ingi f Moskva, er haft hafði þá skóla embætti á Englandi og haft seytján hundruð og fimtíu dollara um árið. Hann fór til Rússlands. Þar voru honum boðnir tíu þúsund dollars um árið fyrir efnafræðis rannsóknir á sápugerðar verk- amiðju, og síðar voru þau laun hækkuð upp í fimtán þúsund á ári. Reiknlngsfærslumenn, sem farið hafa frá Englandi til Rússlands og verið í þjónustu vélaverksmiðju einnar stórrar, furðuðu sig ekki lít- ið á, er þeir urðu þess varir við að opna launaumslög sín vikulega, að f þeim voru þrjátíu og fimm dolk ars í stað átta eða níu. Ejöldi Ameríkumanna og Englendinga er búsettur á. Rússlandi og lifa þar i alls nægtum. Engin furða, að svo margt er þar af Þjóðverjum. Kaupsýslumenn komast yfir hálfu meira fé með hálfu minni fyrirhöfn á Rússlandi, en með flestum öðrum þjóðum.. Þegar kaupsýslan mis- hepnast þeim, er það ávalt sökum þess, að þeir kunna ekki að strjúka rússneskum kaupsýslu- mönnum með réttu lagi. Til þess að láta sér hepnast viðsikiftin, er aðal-atriðið að kunna að nálgast þá með réttu móti. Kaupsýsla, sem rekin er eftir reglum vestrænna þjóða, hepnast ekki á Rússlandi. Rússar hata þær kaupsýslureglur, sem annars staðar eru kallaðar réttmætar. Þeim er beint illa við stundvísa er indreka eða vörusala, er eyða vilja sem minstum tíma og biðja uni pantanir þegar 1 stað. Stundvísi er skoðuð sem skortur á kurteisi og hæverskri framkomu. Eftir rússneskum liugmyndum á kaupsýslumaður að leyna erindi sínu sem lengst. Þeir vilja fá að tala um alt laust óg fast. Þeir heimfa dýrindis máltíð í einhverri gistihöll á kostnað þess, sem kaup- samningi vill koma til leiðar. Þeir vilja eiga við hann marga sain- fundi, áður þeir gefa endileg svör. En þegar maður er loks orðinn vinur rússneskra umsýslumanna á þenna bátt, gengur alt eins og í sögu. Hamilton Pyfe segist hafa spurt rússneskan Gyðing, er heima átti í þeim bæ Rússlands, sem fjölbygð- astur er Gyðingum, hvort Rússar liati Gyðinga. “Nei, barón, þeir hata okkur ekki. Þeir hata eng- an.’ En svo bætti Gyðingurinn við hugsandi: “Þeim þykir ekki æfinlega vænt um okkur. Það er satt.” “Hví þykir þeim ekki vænt um ykkur?” spurði Eyfe. “Það hlýtur að vera vegna þess, að þið græðið oif mikið á þeim. Þið rænið þá, er ekki svo?” Gamli Gyðingurinn baðaði út höndunum og brosið lék um alt hrukkótta andlitið hans. “Já, en þeir vilja láta ræna sig. Þeim þykir vænt um það.” Og Fyfe fanst, að þar hefði Gyðing- urinn rétt fyrir sér. Rússar hugsa ekkert um, hvað þeir eru látnir borga fyrir hluti, sem þá á annað borð langar til að eignast. Einhverju sinni síðan stríðið hófst, bað undirforingi í Kósakka- liðinu enska sölubúð um prjónaða silkipeysu handa konunni sinni, er hún ætlaði að vera í við líkamsæf- ingar. Hann vildi £á dýra peysu og það átti að senda honum hana alla leið til Kákasus, sem er þrjátíu og sex klukkustunda ferð, með sér- stökum sendimanni. Hann greiddi upphæðina sam- kvæmt reikningi og gaf sendi- manni tólf dollara í vikakaup. Þá hafði hann bætt úr dutlungum konu sinnar. Hér um bil öllum Rússum myndi koma saman um, að hann hefði gert öldungis rétt. Það sé sjálfsagt fyrir undirforingja að þóknast konunni sinni í öðrum eins smámunum. Hún heimtaði peysuna. Hann »»mT08» «*»0 PURITY Þér fáiS vafalaust Meira Brauð og Betr; Brauð með því að kaupa vildi gera hana ánægða. Hvernig átti hann að fara öðru vfsi að því? Annars vegar höfum vér fyrir oss þjóð, sem eigi þolir nein höft né hömlur. Hins vegar stjórnarskipu- lag, sem verið hefir þveröfugt upp- lagi og lundarháttum þjóðarinnar Þessi stjórn hefir kúgað þá og beitt alls konar ofbeldi um tvö hundruð ár. Þegar nú þessu gamla stjórnarskipulagi er tskyndi- lega varpað ofan fyrir björg, þá fara menn að hafa það að leikum að kasta ihúfunum sínum yfir vind- mylnurnar. En ólgan í sálu Rússlands um þessar mundir er ekki einungis gosdrykkja ýring, sem því fylgir að vem nú orðin laus við gamla sleifarlagið, sem þegar alt kemur til alls, meira varð af tilviljan en fyrirhyggju. Hún er ekki einungis kæti yfir að hafa nú loks komið fyrir kattarnef stjórnarkerfi, sem hatað hafði verið árum saman, en þjóðin ekki haft þrek í sér til að varpa aí sér. Sverði þess stjórnarskipulags hef- ir verið nist svo djúpt inn í sálu Rússlands, að mikill fjöldi þjóðar- innar hræðlst alls konar stjórnar- skipulag, hverju nafni sem nefn- ist. ------o------- “AUSTUR I BLAMÓÐU FJALLA” Og ritdómur séra Rögnv. Péturssonar. Ritdómur birtist 13. september s. L í vikublaðinu “Heimskringlu”, um bókina “Austur í blámóðu fjalla.” Með fáum athugasemdum langar mig til þess að sýna, að margar þær útásetningar eða að- finslur, sem koma fram í ritdómi þessum, hafa við lftil eða alls engin rök að styðjast. Séra R. P. finnur að því meðal annars í söguágripi New York borgar: “Eigi er getið tildraga til myndunar sænsku nýlendunnar við Delaware.” í svona stuttu sögu ágripi gat p.kki komið tii mála að geta annars en þess, sem þeim fór á milli nýlendustjóra Hol- lendinga í New York og nýlendu- stjóra Svía, — þess som . að ein- hverju leyti viðkom eða hafði á- hrif á sögu New York boi'gar. Hitt er prentvilla. Það var 1655 en ekki 1644, sem Svíar voru reknir burt frá Delaware fljótinu. í sambandi við fundahöldin i New York 1765 skal það tekið fram, að frá þeim er rétt sagt oftir þeim heimildum, sem eg hafði við að styðjast. Um borgarafundinn. i New York segir Albert Ulmann, Landmark History of New York, á bls. 82: “115 Broadway, the site of the old historic De Lancy House. It was here, that the celebrated non-importation agreement in op- position to the Stamp Act was signed October 31, 1765.” “l'his talk of resistanoe and pre- paration for resistance, it must be remelmbered, went on in the other Colonies as well as in New York, and at last, on the suggestion of the eloquent patriot James Otis, of Massachusetts, a Congress of the Colonies was called to consider tihe matter. It met in the City Hall in New York on the 7th day of Octo- ber, 1665, nine of the thirteen Col- onies being represented.” — The Story of the City of New York, page 262. Charles Burr Todd. Borgarafundur sá, sem getið er um hér á undan, hefir því verið haldinn þrem vikum á eftir ný- lenduþingi þessu. Eftir þvf sem þeim segist frá, sagnfræðingunum Albert Ulmann og Charles B. Todd. —En þeim ber ekki saman við séra Rögnvald Pétursson; það er gall- inn. Yar það ekki nærri niu árum síðar (í septomber 1774) seim hið fræga nýlenduþing, sem séra Rðgn- valdur minnist á, kom saman í Philadelphia? Séra R. P. segir, að það ihafi verið Boston en ekki New York, sem gekk á undan og varpaði tefarminum í sjóinn. Til- gangur minn var að gera grein fyrir því, sem eg fann markverðast —sögulegast—í sambandi við hin frægu skattalög Georgs III. f New York—okki Roston. Get þvi ekki skilið, að athugasemd séra R. P. um það, að “Boston. hafi gengið á undan” ihafi neina þýðingu, frem- ur en ef hann hefði sagt: New York dragnaðist á e£tir Boston. Um skipið London, sem kom til New York 1774, segir Ulmann (L. H. of N. Y., page 91): “In the mean- time another ship, The London, ar- rived (in N. Y.). Her captain said he had no tea on board, but the Liberty Boys found eighteen chests. These they opened, and poured the tea into the river.” Nú kem eg að útásetning (criti- cism) í ritdómi séra Rögnvaldar, sem eg undraðist einna mest yfir: “ónákvæmt mun það vera, að láta Alexander Hamilton hafa verið einn af fyrstu meðlimum þess” (Sons of Liborty). Séra Rögnvald- ur vitnar til bls. 177. Nú vill svo einkennilega til, að það er alls ekki sagt á bis. 177, eða neins staðar í “Söguágripi New York borgar”, að Alexander Hamilton hafi verið einn af fyrstu meðlimum í þessum um- rædda félagsskap. — Eftir að tald- ir hafa verið nokkrir helztu for- gangsmenn (á bls. 177) er sagt: “og fljótlega bættust við tveir hin- ir áhrifamestu. þótt báðir væru þá unglingar í skóla, Alexander Ham- ilton og Jo/hn Jay.” Þesisi ummæli ættu ekki að geta valdið misskiln- ingi. 1 sambandi við fræg funda- höld er gerð grein. fyrir þessu frek- ar á bls. 187: “Einn slíkur fundur var haldinn f New York f júlí 1774, þar sem Alexander Hamilton hóf sitt markverða lífsstar.f með ógley.m- anlegri ræðu, þá að eins 17 ára unglingur í skóla. Allir viðstaddir undruðust hinar snjöllu röksemd- ir hans og mælsku.” Það skal ját- að, að hægt hefði verið að komast heppilegar að orði, en að segja: “fljótlega bættust við A. H. og J. J.” Með því er átt við, að þessir menn hafi komið fram á sögusvið- ið áður en aðal hlutverk frelsi® riddaranna hófst. Það er ekki ver- ið að segja frá því, sem gerðist dag- lcga eða vikulega, svo það ætti ekki að taka löglærðan prest (allir prestar og biblíufræðingar eru lög- fræðingar; hitt er spursmál, hvort þeir eru allir guðfræðingar) langan tíma eða mikla íyrirhöfn að skilja. Séra R. P. segir, að það sé ekki rétt, að Georg III. hafi látið um- boðsmenn sína kaupa hermenn að hertoganum af Brúnsvik. Hér er útdráttur úr heimildarriti þvf, sem eg fór eftir: “Colonel Fawoett bought from the Duke of Brunswick 3,900, and a few cavalry; the prioe paid being $34.50 per man.”—The Story of the City of New York, page 300. Charles B. Todd. — Eftir að eg las ritdóm séra Rögnvaldar, skrifaði eg sögufélagi í New York (The New York Histor- ical Society). Svar þeirra skýrir sig sjálft: “Mr. A. Kristjánsson, Central Branch, Y.M.C.A., 55 Hanson Place, Brooklyn. Dear Sir: In reply to your letter of Oct. 14th requesting authority for the state ments of Todd’s “History of New York” in regard to the pay of the Hessians, I quote the following from “The Hessians” by Edward J. Lowell. 1884, pp. 17: “The King of England agreed to pay to his Most Serene High- ness, under the title of levy- money, for every soldier the aimount of 30 crowns banco, equal £7 4s. 4Vád. He was to grant, moreover, an annual sub- sidy amounting to £11. 157 17s lVzd. from the day of the signa- ture of the treaty so long as the troops should enjoy his pay, and double that amount (viz., £23, 035, 14s. 3d.) for two years after tlie return of the troops into his Most Serene High- ncAs’s Dominions.” Very truly yours, Robert H. Kelby,, Librarian.” Ritdómarinn (R.P.) telur það "dálítið ókunnuglega að orði kom- ist,” er sagt er frá ,að reistur hafi verið minnisvarði Morinusi Willett, einum leiðtoga “frelsisriddaranna” árið 1892 af félagi, sem kallar sig: “Uppreistar synir.” Lesarinn mun tæpiega komið fyrir sig, hvers konar félag það er.” Ástæðan fyrir því, að getið er um minnisvarða þenna, er sú, að eg útlagði letur það, sem á hann er grafið, þar sem getið er um nokkur 'helztu afreksverk Mor- inusar Willett. Hitt kom mér ekki til hugar, að skrifa sögu Ux>preist> ar Sona (The Sons of the Amorican Revolution). Hefði eg gert tilraun til þess að skrifa um þann félags- skap án þess að gera grein fyrir fyrir þvf hvar það var stofnað, mundi séra Rögnvaldur hafa talið það ókunnuglega að orði komist (split hairs over my ignorance) og bætt við: “Það íélag var stofnað i Boston,—ekki getur New York haft heiðurinn af því.” Það hefir tíðkast all-mikið meðal Vestur-lslendinga, að kappræða um ýms mál. Hafa kappræður þessar oft farið vel fram, verið mörgum til skemtunar og fróðleiks. Þó hefir það viljað brenna við, að j kappræður þessar og þeir, sem i þátt hafa tekið í þeim, hafa sótt málin meira með kappi en forsjá. Hafa kapprætt fremui' en rökrætt. Séra Rögnvaldur hefir tekið mik- inn þátt í kappræðum þessurn frá unglingsáruin, og hefir það haft á hrif allmikil á skoðanir hans og rit- hátt, að finna að sem flestu, hvað sem röksemdum líður. Þetta kemur fram í ritdómi þess- um, eins og það hefir komið fram oftar, t.d. í ræðu, sem ritdómarinn liéit á aldarafmæli Jónasar Hall- grímssonar í Winnipeg fyrir nokkr- um árum. Séra Rögnvaldur held- ur mikið upp á Jónas, ekkert síður en aðrir, sem héldu skrúðgrænar ræður á þeseu aldar ataæli. — Til þess að geta húðstrokið þessa ræðumienn á aldar afmæli Jónasar, Kaffi-Brosið Mulda er náttúrlegt og hjartanlegt, því hann hefir fundið Kaffi, sem hef- ir engva “remmu” sem svo oft vill fylgja möluðu kaffi. Orsök- in er, að alt hýðið og rykið hefir verið blásið burtu úr Red Rose Kaffi — sem er mulið en ekki malað. Það er ótrúlegt, að svo mikill munur geti verið á i kaffi, — þar til þú bragðar Red Rose Kaffi. — Selt með sama verði og fyrir þrem árum. Red Rose Coffee var séra Rögnvaldur viljugur til að kappræða það mál—telja verk hans hafa fremur lítið bókmenta- legt gildi o.sirv. Að endingu ætla eg að minnast á eina af aðfinslum séra R. P., sem er sölmu tegundar og sumar íleiri: “kreddur” en ekki “criticism.” “Óviðifeldin er fyrirsögnin á 12. grein, bls. 200. Sjö ára frelsisstríð hefst f New York. Hér er átt við frelsisstríð, er nýlendumar allar lögðu svo drjúgan skerf til og lykt- aði svo giftusamlega fyrir Banda- ríkin.” Hvað er óviðfeldið við þessa fyr- irsögn? Ef það var rétt, að bardagi sá, sem um er að ræða, hófst í New York, og ritdómarinn neitar því ekki. Hvað kom þessi fyrirsögn því við, hvort nýlendurnar lögðu mikinn eða lítinn skerf til?, eða frelsisstríðið endaði giftusamlega fyrir Bandaríkin? ó þú rökfræði, rökfræði—tignaða sögu-systir—reis upp og réttlæt, svo helgist þitt nafn. — Rökfræði-röik- fræði, d^seonda-dýs—tfyrirlitin af þinum útvöldu—skilin af fáum. — Leið oss—leið oss út úr þokunni og hlutdrægninni. Ó þú rökfræði, dýrðlingur ihinna lærðu—sem til- biðja þig 1 anda og sannleika — hlutdrægnislaust. New York, 17 nóv., 1917. Aðalsteinn Kristjánsson. Ný og undraverð uppgötvun. Eftir tfu ám tllraunir og þungt erfiði hefir Próf. D. Motturas upp götvað meðal, sem er sanwm blandað ms áburður, og er á- byrgst a® hekna hvaða tilfelll sem er af hinum hræðilcga sjúk- dómi, sem nefnlst Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hví að borga lækniskostað og ferðakostnað 1 annað loftslag, úr því hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskaan. Póstgjald og stríðsskattur 15c. Einka umboðsmenn MOTTURAS UNIMENT CO. P. 0. Box 1424 . (Dept. 8) Winnipeg, Man. Tóbaks Brúkun Hæglega Læknuð New York maður, sem mikla reynslu hefir, hefir skrifað bók, er segir frá hversu lækna má alla tó- baks löngun á 3 dögum án allra vondra eftirkasta. Höfundurinn, Edward J. Woods, 1605 B, Station E., New York City, sendir þessa bók frítt. Heilsan batnar stórkostlega þá tóbakseitrið er burtu tekið úr lík- amanum. Skapsmunir batna, svefninn er vær, lystin góð, melt- ingin í lagi, minnið skerpist og margskonar endurbót verður á öll-l um líffærurti mannsins. — Burt-i rýmdu aliri taugaveiklun og allri I löngun eftir pípu, cfgar, cígarettes og neftóbaki. Þekking Bóndans Bóndanum er vel skiljanlegt, aS vinni hann ekki bug á illgresinu, getur hann ekki vænt eftir góðri uppskeru. Það sama á sér stað hvað viðhald heilsunnar snertir. Ef innýflunum er ekki haldið hreinum, getur enginn vænt eftir góðri heilsu. Triner’s American Elixir of Bitter Wine er sú bezta hjálp, sem unt er að fá. Það hreinsar magann, endurnýjar lyst- ina, aðstoðar meltinguna, og allir fyrverandi sjúkleikar, svo sem harðlífi, meltingarelysi, höfuð- verkir, svefnleysi, taugaveiklun, máttleysi og allir aðrir algengir sjúkdómar munu þá tafarlaust hverfa. Fæst í búðum. — Með- ulin hafa miklu afrekað í þá átt að lækna meinsemdir mannkyns- ins. Triner’s Liniment er eitt af þeim beztu. Hvað snertir gigt, taugaverk, bakverk, tognun, bólgu o. fl. er ætíð hægt að treysta á það. Fæst í lyfjabúðum sömu- leiðis. Jos. Triner, Manufacturing Chemist, 1333-1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111. E NGIR fleiri höfuð- verkir fyrir mig. I I»etta getur orTSÍt5 atS sann- reynd fyrir þig, ef þú brúkar Chamberlain’s pillur — Cham- berlain’s Tablets. Þær lækna höfubverk með því aö rýma í burtu orsök hans—en ekki meft því aÖ bæla hann ab eins nibur S bili—kvenmannsins öruggasta me'Öal gegn þessum algenga og afar leiöa sjúkdómi. Reynib þær; 25c. flaskan. Fást hjá lyfsölum eba í pósti. Chamberlain Medicine Co. Toronto. CWWLin IMicin C.„ Toronto CHAMBERIAINS . tablets . Góð Tannlœkning á verði sem léttir ekki vas- ann of mikið—og endist þó Gjörið ráðstafanir að koma til vor bráðlega. Sérstök hvílustofa fyrir kvenfólk. Dr. G. R. CLARKE 1 to 10 Dominioa Trust Bldg Regina, Saskatchewan HRAÐRITARA OG BOKHALD- ARA VANTAR Þat5 ar or«i5 ör5ugt a5 fá æft skriistofufólk vegna þoss bva5 margir karlmsnn hata g«ngi5 i herinn. Þeir sem lært hafa á SUCCESS BUSZKESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stnrsti, sterkasti, ábyggileg- asti verxlunarskóli bæjarins Vér kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deild&r- skóla ví5svegar um Veatur- landi5; innntum meira en 5,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Portife og Fdmonton WINNIPK6 \

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.