Heimskringla - 29.11.1917, Side 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGlA
WINNIPEG, 29. NTV. 1917
>—■——1——^1
HEIMSKRINGLA
tnt"tmn* 188«)
Kemur út á hverjum Flmtudeffl.
m«efendur og elgendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerS bla'Qslns í Canada og Bandaríkj-
unum $2.00 um áriTJ (fyrirfram boryab).
Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgatS).
Allar borganir sendist rábsmanni blaT5s-
lns. Póst eóa banka ávísanir stílist til
The Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráSsmaður
Skrlfstofa:
Rt 9HERBROOKEC STREKT., WINNIPBG.
P.O. Box 3171 TaUIoal Garry «U
WINNIPEG, MANITOBA, 29. NÓV. 1917
Sigar Breta á Frakklandi.
Sigurvinningar Breta á Frakklandi, sem
skýrt er frá á aðnrm stað í blaðinu, hafa
stórkostlega mikla þýðingu. Fái Bretar tekið
borgina Cambrai, sem fult útlit er að verði
Jsegar þetta er skrifað, hafa þeir stigið stórt
spor í þá átt að Þjóðverjar verði áður langt
líður algerlega yfirbugaðir á Frakklandi.
Þessir sigrar Breta koma þegar útlitið er
sem allra daufast. Þegar Italir hafa verið að
hörfa undan um langan tíma og enn óvíst
hvort þeim hepnast að koma vörn við, þegar
alt er komið í uppnám á Rússlandi og allar
líkur benda til þess að Rússar séu úr sög-
unni bandamanna megin, þá stiga Bretar
fram og vinna þá stærstu sigra, sem þeir hafa
unnið síðan styrjöldin hófst.
Að brjótast fram á 32 mílna svæði og
komast fimm milur áfram í gegn um þau
ramgerðustu varnarvirki, sem nokkurn tíma
hafa verið reist af manna höndum — “Hind-
enburg varnargarðinn” mikla, er vafalaust
einhver sá mesti sigur, sem bandaþjóðirnar
hafa unnið í stríði þessu.
Frakkar hafa ekki verið aðgerðalausir
heldur. Þeir hafa hrakið Þjóðverjana á
stóru svæði í grend við borgina Labn og
hafa reikið þar stóran fleyg inn í hergarð ó-
vinanna. Þannig hafa bandamenn komist
áfram bæði að norðanverðu og sunnan-
verðu við Cambrai og takist þeim að ná
þarna höndum saman, eru öll líkindi til þess
að Þjóðverjar verði afkvíaðir á stóru svæði.
Það er haft eftir Northcliffe lávarði, að
sfðasta vika hafi verið Bretum þýðingar-
mesta vikan síðan stríðið byrjaði. Sá maður
er ekki þektur fyrir að syngja þjóð sinni lof-
söngva að ástæðulausu.
- - ---------------—............ - -fr
Hver er nú ritstjóri Lögbergs?
Lengi var orðtak fyrverandi ritstjóra Lög-
bergs, Sig. Júl. J., að einhver annar en rit-
stjórinn skrifaði ritstjórnargreinar Heims-
kringlu. Nafn núverandi ritstjóra Heims-
kringlu var þó á blaðinu og þess vegna öll
líkindi til þess, að ritstjórnargreinar og aðrar
nafnlausar greinar blaðsins væru eftir hann.
Eða var ekki ólíklegt, að hann hefði verið
skipaður ritstjóri, til þess að hægt yrði að
eigna honum greinar eftir hinn og þenna!
En nú er búið að nema nafn fyrverandi
ritstjóra Lögbergs burt af blaðinu, og að svo
komnu hefir ekkert nafn verið sett í staðinn.
Virðist því næst að halda, að ritstjóralaust
sé nú “að Lögbergi”, og um leið hlýtur þessi
spurning að vakna í huga lesendanna: hver
skrifar ritstjórnargreinar blaðsins?
Þetta er orðið að ráðgátu, bæði hér í
Winnipeg og víðar. Og úr ráðgátu þessari
verður ekki leyst fyr en útgefendur Lögbergs
sýna sínum nýja ritstjóra þá virðingu, að
leyfa honum að birta nafn sitt á blaðinu.
Stöku fjörsprettir hér og þar gefa til
kynna nærveru S. Júl. Allir, sem hann
þekkja, telja þó ólíklegt, að hann muni fást
til þess að vega að mótstöðumönnum sínum
í myrkri, eða til þess að skýla sér á bak við
aðra, þegar orusta er hafin fyrir málefnum
þeim, sem honum eru hjartfólgin. Hvað
sem um skoðanir hans má segja, og þó hann
sé afvegaleiddur í mörgum stærstu velferð-
armál|:m þessa lands, þá verður hann ekki
sagður annað en hreinn og beinn og ærlegur
mótstöðumaður. Að hann grípur stundum
til miður góðra vopna, er frékar sprottið af
fljótfærni, en illum hvötum. Borinn saman
við marga aðra, hve persónulega mannkosti
snertir, er hann hreinn og hvítur eins og
snærinn.
Skilningsleysi hans í landsmálum hér hefir
leitt hann út í öfgar, gert hann ofstækisfull-
an og frekjugjarnan. Ást hans til þessa lands
er ekki vöknuð enn þá, þó hann virðist hafa
j hyggju að gera það að framtíðarlandi sínu.
Hann er hingað kominn úr annari heimsálfu
og sér því alt með útlendum augum; en síð-
ar vaknar að líkindum ást í huga hans til *
landsins, sem nú er land barna hans, og þá
munu augu hans opnast fyrir mörgu, sem
honum nú virðist hulið.
Lýðfrelsis hugsjónirnar brezku Iögðu
grunn fyrstu menningar hér í landi. Að hug-
sjónir þessar hafa rutt sér til rúms í hugum
ungra Canada-Islendinga hefir styrjöldin
leitt í ljós. íslendingar berjast nú hundr-
aða tali á vígvellinum í þarfir þessara lýð-
frelsis hugsjóna og landsins, sem kendi þeim
að þekkja þær. Er hægt að finna nokkra
sterkari sönnun þess, hve heitt þessar ungy
hetjur elska sitt nýja fósturland, en þá, að
menn þessir voru viljugir að fórna lífi sínu
fyrir þær hugsjónir, sem Canada eru kær-
astar?
Frakkar í Quebec-fylki hafa aldrei
kunnað að meta lýðfrelsið brezka — sem
þeir eiga þó sína sérstöku skóla og önnur
hlunnindi að þakka. Leiðtogi þeirra, Sir
Wilfrid Laurier, hefir sömuleiðis frá fyrstu
tíð verið andvígur brezkum áhrifum hér í
Canada. Voru færð ljós rök fyrir þessu ný-
lega í langri ritstjómargrein hér í blaðinu —
sem enn stendur óhrakin.
En að ísJendingorinn, Sig. Júl. Jóhannes-
son, skuli nú gerast fylgifiskur þessara kat-
ólsku óróaseggja — sem andvígir eru vín-
banni og réttindum kvenna — getur ekki
stafað af öðru en hörmulegasta skilnings-
leysi.
Og núverandi ritstjóri Lögbergs, hver sem
hann er, virðist hafa í hyggju að sigla í sama
kjölfarið. Ritstjórnargreinar blaðsins eru
ekki jafn-þrungnar af ofstæki og áður og
frekjuminni; andinn í þeim má þó heita hinn
sami. Sama skilningsleysið í málum þessa
lands, sama nartið í stjórnar andstæðinga —
sama flokksfylgið. Engin sýnjleg rækt til
Canada, enginn eldlegur áhugi fyrir því þýð-
ingarmesta máli, sem stjórnmálamenn þessa
lands hafa nokkurn tíma um fjallað: þátt-
töku þjóðarinnar í stríðinu. Engin rök færð
fyrir neinu, engin tilraun ger að ræða nokk-
urt mál með viti og röksemdaleiðslu. Stað-
hæfingum vorum um Sir Wilfrid Laurier, sem
sannaðar voru með orðum Sir Wilfrids sjálfs,
að eins svarað með stóryrðum og formæling-
um og þar við Iátið sitja!
Þannig fer hann af stað, nýji ritstjórinn
“að Lögbergi” — en eftir á að hyggja, hver
skyldi þetta vera?
Vilja útgefendur Lögbergs nú ekki leysa
úr ráðgátu þessari, með því að leyfa vesal-
ings manninum að hafa nafn sitt á blaðinu?
<*—i——■■—-----.......................
Kosningalögin.
Margir Islendingar virðast eiga örðugt
með að átta sig á kosningalögunum nýju, er
sambandsþingið setti í gildi síðast liðið sum-
ar. Rúmsins vegna höfum vér ekki getað
birt lög þessi í heild sinni í blaðinu, en út-
dráttur úr þeim hefir þó verið birtur og þau
skýrð eins ítarlega og unt var í fáum orðum.
Sambandskosningar þær, sem nú eru á
næstu grösum, eru ólíkar öllum öðrum und-
angengnum kosningum hér í Canada. Þjóð
þessa lands á nú í blóðugu stríði gegn
Þjóðverjum og öðrum einveldisþjóðum í
Evrópu, og hefir sent til orustuvallarins um
fjögur hundruð þúsund manna. Kosningar
þessar eiga að skera úr því, hvort senda beri
þessum hraustu drengjum hæfilegan lið-
styrk; eða með öðrum orðum, hvort þátt-
taka Canada-þjóðarinnar í stríðinu á að
halda áfram með heiðri og sóma eða hætta
við skömm. Kosninga-baráttan í þetta sinn
er ekki flokka barátta, eins og áður var títt
—því beztu menn liberala og conservatíva
eru nú gengnir í bandalag — heldur verður
þetta barátta á milli þeirra, sem andvígir eru
þátttöku þjóðarinnar í stríðinu og láta sig
litlu skifta afdrif hermanna hennar, og
þeirra, sem vilja að Canada þjóðin standi
með her sínum af ítrustu kröftum og liggi
ekki á neinni þeirri hjálp, er hún getur í té
látið.
Þetta eru réttnefndar stríðskosningar.
Kosningar þessar skera úr því, hvort her-
skyldulögunum á að vera framfylgt eða
ekki. En þar sem fullvissa er nú fyrir því
fengin, að herskyldan er nú eina úrræðið til
þess að hæfilegur liðstyrkur verði sendur til
Frakklands,, liggur í augum uppi, hve þýð-
ingarmiklar kosningar þessar eru.
Hugmyndin, sem liggur til grundvallar
kosningalögunum nýju, er sú, að að eins
hlutaðeigendur þjóðarinnar í stríðinu hafi
kosningarétt, aðrir ekki. Um Ieið og at-
kvæðisrétturinn er tekinn frá þeim niðjum
óvinaþjóðanna, sem ekki hafa dvalið nógu
lengi hér í landi til þess að þeim sé treystandi
í þessum sökum, eru þeir undanþegnir her-
skyldulögunum. Og fáum mun blandast hug-
ur um, að þetta sé eins réttlátt og framast
má verða.
Segjum, til dæmis, að Canada og Island
væru í stríði (og þessar sömu kosningar ættu
sér þá stað). Canada stjórnin segði þá við
íslenzka borgara hér í landi (eins og hún
hefir nú sagt við þá borgara þessa lands, sem
óvinaþjóðunum tilheyra): “Stjórn þessa
lands vill ekki neyða yður fram á orustuvöll-
inn gegn bræðrum yðar á Islandi, og hefir
því sett í gildi þau lög, að íslenzkir borgar-
ar þessa lands séu undanþegnir herskyldu.
En til þess að þeir fái ekki hneþt þátttöku
þjóðarinnar í stríðinu með atkvæðum sínum,
verður kosningarrétturinn tekinn frá þeim
við næstu kosningar.’
Hvaða Islendingar myndu þá ekki þakka
guði fyrir að fá þannig að losna við hildar-
leikinn gegn bræðrunum á Islandi? Eða
myndu íslendingar hér í landi þá rjúka upp
til handa og fóta til þess að biðja um kosn-
ingaréttinn og herskylduna um leið? — Af
dæmi þessu geta íslendingar skilið, hve rétt-
Iát kosninyalögin nýju eru í garð útlendinga
þeirra, sem óvinaþjóðunum tilheyra
Fram hjá þessu atriði hefir Lögberg alveg
gengið.. Nú lengi hafa ritstjórar þess blaðs
þó verið að berjast við að útskýra kosninga-
lög þessi fyrir lesendum sínum. En allar
hafa útskýringar þeirra verið í þeim anda,
að kasta skugga á þau og gera þau “varhuga-
verð” í augum Islendinga.
En Canada-Islendingar láta ekki blekkja
sér sýn til lengdar. Fyr eða síðar hljóta
augu þeirra að opnast fyrir því, af hvaða
rótum sé runnin leiðsögn þeirra manna, sem
hneppa vilja þá undir katólskan afturhalds-
anda.
4—«—-------------------------------——♦
Frakkar í Qucbec að breytast.
Samsteypustjóninni eykst nú fylgi með
degi hverjum,, bæði í vestur og austurfylkj-
unum. Jafnvel í Quebec fylki sjálfu verða
nú einlægt fleiri og fleiri til þess að styðja
hana. Eitt blaðið þar segir nýlega meðal
annars í ávarpi til Sir Wilfrids Laurier:
“I millitíðinni, Sir Wilfrid, veizt þú betur
en nokkur annar, hve þýðingarmikil stund er
nú upp runnin fyrir fylki þitt og samlanda
þína. Með afstöðu þinni hefir þú fjarlægt
þig forsætisráðherranum og þar með orsak-
að eyðileggingu hinna gömlu stjórnmála-
flokka hér í Canada, liberala og conserva-
tíva. Og svo ólánlega hefir þetta atvikast,
að meðlimir þessara flokka eru nú aðskildir
aðallega af þjóðernislegum ástæðum, enskir
á aðra hliðina en Frakkar á hina, og afleið-
ingarnar af þessu geta leitt til ægilegrar
hættu fyrir innbyrðis friðinn í Canada-sam-
bandinu, sem bygt var í öndverðu á hugsjón-
um sameiningar og samvinnu.........Á hið
dýrmæta sjálfsforræði, sem England veitti
svo fúslega, að notast til þess að krúnunni
brezku sé neitað um samvinnu þegna
þessa lands í stríðs þarfir?.....Til þess
að varna sundrung, bauð Sir Robert Borden
þér að gerast meðlimur í samsteypustjórn-
inni, og eftir að þú hafðir íhugað þetta um
tíma, hikað og ráðgast við vini þína, valdir
þú þann veginn að neita þessu höfðinglega
tilboði. Vafalaust munu mörg kjördæmi hér
kjósa flokksmenn þína — en ekkert gott
leiðir þó af því, að stofna til aðskilnaðar á
milli Quebec og ensku fylkjanna.”
Þannig lítur þetta franska blað j Québec
á málið og sannar ljósum rökum, að
þar eru ekki allir jafn-blindir.
»• - - - — - - - -■ -4-
Kvæði.
Eftir Stephan G. Stephansson.
Staddur í gróðrarstöð.
Akureyri, 28. júlí 1917.
Við trúðum því, á góðra manna gröfum
Grasið ei félli — í vetrarsnjóa köfum
Sígrænar stæðu þær, sem þendi jörðin
Lifandi augu upp úr fanna höfum.
Dys hans, sem lífi rangur dómur rúði,
Réttlætið vafði æva-grænu skrúði.
Syndugum ástum jafnvel mild var moldin,
Mjúklát að gleymdu minningunum hlúði.
Nú lít eg héma, þar sem auðn var endur,
Ódáins-skóg, sem græddu dánar hertdur.
Viljinn til góðs í grónu trjánum lifir,
breiðist á óskum út um fjarri lendur.
Legsteinar eyðast.—Hugurinn er höfnin
Hlaðinn gegn brotsjó—ekki manna-nöfnin
Þó að hún gleymi hverju eitt skal eigna
Þau geymir framtíð fegurst minja-söfnin.
Kynslóðin fallna úr flæðarmáli strandar
Fjöruborðs-væflum upp til hæða bandar,
Lifandi höndum gulls og grænna skóga
Neðan úr gröf. Þeir öfundsverðu andar.
Lesa mun þjóð og langar vökur halda,
Letraða sögu milli slíkra spjalda,
Þegar frá bæjum öllum aftur verða
Grænskóguð fjöll að eyktamörkum alda.
(Eftir “íslending”)
Við aostnrgluggann
Eftir síra T. J. Bergrmsnn.
45.
Guím. Guðmundsson.
Ljóð og kvæöi. Jíýtt safn.
Guðmundur Guðmundsson, skáld
í Beykjavík, er einn peirra manna
með þjóð vorri, sem mest yrkir.
Fyrir skemstu tiöfum við setið við
að lesa friðarljóðin hans, sem út
komu rétt áður en stríðið hófst, og
hann nefnir: Frið á jörðu.
Síðan komur út ljóðaflokkur eftir
hann um kristnitökuna á Islandi
24. júní 1000, sem hann neínir:
Ljcsaskifti. Áður voru út kömin
önnur Ijóðasöfn eftir sama höíund.
Nú er enn komlð ljóðasafn, nýtt
af nálinni, þótt mörg kvæðanna
hafi áður birzt í blöðum og tfma-
ritum. í þessu safni eru nokkur
allra-beztu kvæði höfundarins og
þau, sem lengst munu geymast.
íslenzka ljóðharpan á marga
strengi. Og hver strengur syngur
við sinn tón. I>að er ekki galli að
raddblærinn er misjafn. Miklu
fremur er það kostur. öll einhæfni
er þreytandi og hvergi meir en f
ljóðlisfinni.
Bókmentir vorar á 19. öld risu
úr roti við framkomu tveggja á-
gætra ljóðskálda, er hvor öðrum
voru eins óifkir og mest mátti. Ann-
ars vegar Bjarni Thorarensen, með
sterkan róm og kempulegan, kjam-
orður og spakvitur, en nokkuð
stirðmæltur.
Hins vegar Jónas með hið þýða
tungutak og orð svo viðkvæm, að
jafnvel steinar máttu vikna. Efni
og búningur fallast hjá honum í
faðma. í meðferð hans hófst fs-
lenzkur skáldskapur fyrsta sinni
til þeirrar tignar, að geta heitið
list.
Samt sem áður gleymum vér
aldrei Bjarna, sem var enn skyldari
Agli og skáldum og höfundum
fornaJdarinnar. Máttarviðirnir eru
þar enn sterkari og kempubragur-
inn enn meiri.
Á báðum þurfum vér jafnt að j
halda, Bjarna og Jónasi. Islenzka
Ijóðharpan væri fátæk, ef hún ætti
ekki nema annan hvern, og allir t
gerðist sporgögumenn hans.
Skáld, sem þjóð vior hefir eignast
fram að þessu, eru ýmist í skyldleik i
við Bjama eða Jónas. Ýrnist er
vogarskál efnisins þyngri og minni
áherzla lögð á listfengi búningsins.
Eða vogarskál formfegurðar er
þyngri, og efnið ekki að sama skapi
veigamikið.
Guðmundur Guðmundsson er
skyldari Jónasi en Bjarna. Ljóð
Guðmundar eru eins og tónkvísl,
sem syngur í um leið og snert er
og borin upp að eyranu. Og hljóm-
blærinn er fyrirtaks þýður og
kvenlegur. Ljóðlist Guðmundar er
saman ofin úr hinu þýðasta, sem
íslenzk náttúra og fslenzkt eðlisfar
hefir fram að bjóða.
DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar
fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s
Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj-
ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum
eða frá Dodd’s Medicine Co., Ltd.,
Toronto, Ont.
I>eir, sem lítið þykir í ljóð lians
spunnið, ætti að muna, að þetta er
ívaf og uppistaða. og það vefjar-
efni er dýrt. Fagran guðvef má úr
þvf spinna. Og Guðmundi helir
víða tekist vel. Hann er prýði-
ljóðhagur maður.
Honum er gjarnt til að velja sér
nokkuð óákveðln yrklsefni. Þesss
virðtet mér safn þetta bera vott.
Pað lfggur við, að honum finnlst
tómur hfaninbláminn ærið yrkis-
etfni. I>að stendur í sambandl við
ljóðgáfu hans. Sökum þess virðist
þráðurinn oft spunninn svo hár-
fínt að vefurinn verður fremur
hýjal(n en guðvetfur.
En jafnvol þau kvseði hans eiga
seiðmagn, er draga hlýtur hverja
ijóðelska sái. S<kláldskapur Guð-
inundar nálgast hljómlistina mest
allra fslenzkra skálda, þar sem orð-
in hætta og mnnnsandinn lætur
sig dreyrna orðalaust.
Um miðnættið kveður hann til
dæmis svo:
Yfir haf, otfar heiðum
Ifer hljóðvana ,blær,
hátt á ljósvakans ieiðum
deyr ljóðtónn hver skær.
Sofa rósir f runnum
við rökkurmjúkt iín.
Sólin andvaka’ á unnum
í útnorðri iskín.
Miljónir íólks deyr á ári hverju
úr tæringu. Miljónum hetfði mátt
bjarga, ef rétt varnarmeðul hefðl
verið brúkuð í fyrstu. — Andar-
teppa, hálsbólga, lungnabólga, veik
iungu, katarr, hósti, kvef og alte-
konar veikiun á öndunarfærunum,
—alt leiðir til tæringar og berkla-
veiki.—Dr. Strandgard’s T. B. Medi-
cine er mjög gott meðal við ofan-
Hún er spunnin úr fsfenzkum sól-
setruim, lóukvaki, svanasöngvi á
heiðum og munklökkvi íslenzkra
meyja. Guðmundur skáld virðist
eiga eyra svo hljóðnæmt, að hann
heyri fyrsta tístið í lóuhreiðrinu og
fyrsta hljóðið', er nýtfædd mannvera
tekur undir grát heimsins með.
Hann geyinir það í sálu sinni.
Hann gefur því andrúmsloft í ljóð-
um sínum.
netfndum sjúkdómum. Yeitt gull-
medalfa fyrir meðul á þremur ver-
aldarsýningum—London 1910, Par-
is 1911, Brussels 1909, og í Rotter-
dam 1909. Skrifið eftir bæklingi.
Bréfum fljótt svarað.
)r.STRANDGARD’S MEDICINE Co.
263 26* Tonge St„ Toronto.
Lækna þenna verk í bakinu
Bakverkur er einhver algengasti vottur nýrnavelki. Hver
hreyfing verhur kvalafull, og sé þetta vanrækt setur þah sjuk-
linginn bráhlega í rúraiti. — Fyrir slíku varS herra Arnold
McAskell, frá Hants hérahi i Nova Scotia. Til einskis leitatii
hann lækninga þangaíi til hann ákvaö at5 reyna:
Gin P///S.
Bati hans byrjatii viti fyrstu öskjuna. Tvær öskjur lækn-
utiu hann alveg. Dýrmætast var þó, ati til þess tima ati hann
skrifatil oss, haftil hann ekki orBiti sjúkdóms þessa var aftur.
Þakklætlsbrfö sltt endar hann meti þessum ortium: “Eg fæ
ekki meti ortSum lýst pillum þessum og mæli met5 þeim viti
alla, sem þjást af nýrnaveiki.”
Nýrna et5a blötiru veiklun gerir einnig vart viti sig í bólgn-
um litiamótum, lendaverk, gallsteinum, og óreglu á þvaglnu.
Vanrækiti slíkt ekki. Takiti Gin Plllur i tæka tlti og ötilist
bata. — Allar lyfjabútiir selja Gin Pillur á 50c. öskjuna etSa
6 öskjur fyrir $2.50. Askja send til reynslu ef um er beöitS.
NATIONAI, DRIIG nnd CHEMICAL CO. OF CANADA, Llmitrd
Dept. “J” Toronto, Ont.