Heimskringla - 29.11.1917, Side 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. NTV. 1917
7=
VILTUR VEGAR * 'itoSáú f
—
“Og þetta verSur öllu þungbærara fyrir kven-
fólkið. Hér finnur það svo lítiS tilefni til um-
kvörtunar, svo það jagast út af smámunum sín á
milli og við okkur karlmenn, þegar það kemur því
við. Konur hafa hér klúbba, eins og þú veizt, en
nér er ekkert til að endurbæta. ViS áttum nýlega
hér í innbyrðis stríði út af hnöppum! Okkar
klikka vildi kaupa hnappa, með klúbbsmerkinu á,
«r kostuðu dal og hálfan hver; hin hliSin kaus
hnappa, sem kostuðu dal. Þetta orsakaði alvarlega
sundurklið. Allir eiga hér ákveðinn bás í mannfé-
laginu, og sín vissu merki — eins og vörumerki á
könnum með niður-soðnum mat — og geta því
engir hér svikið lit. Hvað há starfslaun maður hér
hefir sýnir sig í því, — hvað marga ruggustóla hann
hefir í húsi sínu. Kvenfólk hér er mjög nákvæmt í
þessum sökum — og kona þess manns, sem átján
hundruð dali fær í laun árlega, fær ekki að vera
samfélagi þeirrar konu, sem á mann með tvöfalt
hærri starfslaunum. Og allir munnar ganga sér statt
®g stöðugt eins og krossrellur, á dönsum, söngsam-
komum og öllum mannamótum—og allir eru mæld-
ir eftir því, hvaða stöðu þeir hafa við skurðinn.”
Nú þagnaði Runnels til þess að ná andanum.
"Hví hættir þú þá ekki?” spurði Kirk eins og
efablandinn.
“Hætti—til hvers? Eg held síður! Okkur er
þetta of skapfelt til þess!-----En nú erum við
komnir til Pedro Miguel og innan stundar verðum
■við komnir upp í Skarðið."
Á vinstri hlið sá Kirk nú svipaða sjón og hann
’hafði séð við Gatun. Þarna gat einnig að Iíta
hreyfanlega stálturna, með gríðarmiklum útréttum
álmum, og risu þeir upp úr skurðinum eins og á hin-
aim staðnum og voru í fjarlægð ekki ósvipaðir
stoðum eða grindaverki undir afarhárri stálbrú.
Aðrar hersveitir af verkamönnum voru þarna við
vinnu, vagnar ultu fram og til baka og grjótmillum-
ar öskruðu — en áður en Kirk fengi séð nema lítinn
hluta af þessu, var það horfið og bifreiðin komin
yfir brúna, sem þarna var strengd yfir skurðinn
sjálfan. Sá hann þá í norðurátt blasa við sjónum
heljarmikla opnu í fjöllin, og heyrði þá Runnels
■segja:
“Þetta er Gulebra.”
Nokkrum augnablikum síðar bætti hann við:
■“Nú skiljum við við P.R.R. og förum inn á I.C.C.
brautina. Fær þú nú bráðum að sjá eftirtekta-
verða sjón."
Bifreiðin færðist niður Skarðið og sá Kirk nú
aðal-hjartastöð þessa stórkostlega fyrirtækis. Hinn
lági fjallaklasi var hér sundurskorinn af manna
höndum — hér gat að líta afdal í smíðum. Hátt
uppi í hlíðunum beggja megin runnu grjótlestirnar,
óteljandi borvélar sáust hér og þar og voru stangir
þeirra ekki ósvipaðar möstrum á flota af smáskip-
um, sem liggja við akkeri: Á bak við grylti í véla-
skóflurnar, gráar og óþveralegar, er rifu alt upp,
'sem fyrir þeim varð og umturnuðu mölgrýtinu með
aegilegu voða afli — veinandi, skrækjandi og ískr-
andi. Eftir járnteinum á ýmsum hæðum runnu
flutningslestirnar; langar raðir af tómum vögnum
ultu fram hjá véla-skóflunum, og skröltu svo barma-
fyltar aftur norður og niður dalinn — þetta gekk
koll af kolli. Hvergi var sjáanlegt iðjuleysi, hvergi
köld vél eða maður að hvílast. Borvélarnar hjökk-
uðu jafnt og þétt, og hungurlegar járnámur skriðu
eftir brautunum sem boraðar höfðu verið. Raflest-
irnar mannlausu runnu fram og aftur með fárra mín-
útna millibili. Rafvíralínur, strengdar á viðarstaura,
lágu með fram jámbrautunum og báru hvítglóandi
rafneistana, sem kveiktu í sprengingunum.
Við hver brautarskifti stóð negri með flagg í
hendi og skýldi sér á bak við stóran járnskjöld—
fyrir fljúgandi brotum og brennandi sólarhita.
Undir borvélunum heyrðust við og við neðanjarð-
ar sprengingar, svo risu leirugar vatnsgusur upp í
loftið eins og frá gosbrunnum. Vélaskóflurnar
ruddust í gegn um mölgrýtið með hvellum og braki
þegar stórum steinum var sundrað til agna. Við og
við heyrðist pípublástur sem gaf til kynna, að
sprenging væri í nánd og stöðvuðu “flaggmennirn-
ir” alla umferð þá með sama. Vinnuhlé varð allra
snöggvast, mennirnir hlupu í felur og alt stóð eins
og á öndinni í nokkur augnablik. En að sprenging-
unum afstöðnum og meðan þær enn bergmáluðu í
fjöllunum, var alt komið af stað aftur og hinir
mannlegu jarðorrrrar teknir að grafa sig í gegn um
fjöllin með endurnýjuðum krafti og vélaskarinn all-
ur tekinn að snúast, mylja, naga og narta.
I gegn um allan þenna gauragang barst bifreið-
in, fram hjá “flatvögnunum”, sem hreyfðust sila-
lega inn á hliðarbrautir, til þess að hún fengi að
komast áfram. Þannig lá nú ferð þeirra félaga eft-
ir skurðbotninum; fram hjá rjúkandi plógförum
gufuvélanna, eða þá ofan á stórkostlegum járn-
grindum, þar sem verið var að leggja undir-
stöður fyrir neðan. Stundum teygði einhver
skóflan svo nefnda út álkuna og sópaði burtu grjót-
hrúgum, sem fallið höfðu yfir brautina, eða velti
af henni einhverjum stórum grjóthnullungi, sem
tekið hafði sér dvöl á henni miðri. En hvar sem
leiðin lá um skurðbotn þenna, barst ægilegt mul-
hljóð að eyrum — eins og skotdynkir stórs her-
skipaflota.
"Þeir menn, sem vel eru að sér í tölureikningi,
hafa reiknað út kostnaðinn, sem samfara er því að
senda bifrei.ð í gegn um "Skarðið" á vinnutíma,”
sagði Runnels; “eg man ekki upphæð þessa upp á
víst, en hún nemur mörgum þúsundum dollara.”
“Sökum tafa við lestaganginn, býst eg við?"
"Já. Ein mínúta hér, þrjátíu sekúndur á öðrum
stað — en hver sekúndutöf þýðir svo og svo mörg
teningsfet óupptekin og stuðlar því til þess, að
halda verkinu við skurðinn til baka. Og þú ert nú
þegar orðinn orsök í margra mínútna tímatöf,
herra Anthony.”
“Þetta er þá það þýðingarmesta verk, sem eg
hefi nokkurn tíma afkastað.”
“Okkar níu mílna ferðalag í dag mun kosta
Bandarfkjastjórnina meira en mörg farbréf frá Nevv
York til San Francisco, að meðstöldum öllum öðr-
um ferðakostnaði."
Mílu eftir mílu hélt ferðin áfram, og alt af sáu
þeir félagar það sama, sama starfsfjörið og sama
vélamagnið — þeir fóru fram hjá fleiri og fleiri
vélaskóflum, fleiri borvélum, fleiri lestarvögnum og
stærri og stærri hópa verkmanan. Kirk hlýddi undr-
unarfullur á útskýringar Runnels öllu þessu viðkom-
andi og að síðustu fékk hann ekki orða bundist og
hrópaði:
“Eg hafði ekki hugmynd um, að þetta væri svo
stórfengilegt. , Virðist mér nærri ómögulegt, að
verk þetta verði nokkurn tíma klárað.”
"Ekki minsta hætta á því. Á hverju ári koma
hingað Senatorar og þingfulltrúar til þess að yfir
líta verkið og semja skýrslur. Dvelja þeir stund-
um hér alt að viku — og verða nægilega kunnugir
til þess að geta gert greinarmun á Gatun-stíflunni
og Gulebra-skarðinu! Verður þetta þó ekki sagt
um alla. Samt sem áður segja þeir okkur fyrir
verkum áður þeir halda heimleiðis til Washington
aftur. En af því þeir hafa fengið fullvissu um heil-
næmi veðráttunnar hér, láta þeir ekki dragast að
senda skyldmenni sín hingað og sjá þeim fyrir
stöðum. — Vissulega er leitt, að læknar okkar hér
skuli verab únir að útrýma hitaveikinni.
Eins og þú skilur, eru stjórnar-áhrif riðin við
þetta alt; vitum við því aldrei, hve lengi stöður okk-
ar haldast. Ef t.d. einhver senatorinn girnist stöðu
mínaf yrir bróður konu sinnar, væri eg úr sögunni.
Slíkir menn koma skyldmennum sínum að, hvað
sem á dynur og koma mótmæli okkar líka þar ekki
að neinu haldi."
“Eru þetta ekki öfgar?”
"Engan veginn. Þetta er hverju orði sannara.
Hálfbróðir konu einhvers embættismanns stjórnar-
innar kemur hingað og tekur stöðu einhvers þess
manns, sem verðskuldar þó fyllilega að halda
henni.”
“Fæ eg ekki stöðu hér, án þess einhverjum öðr-
um sé vikið frá?”
Runnels horfði beint framan í hann áður en
hann svaraði:, “Nei, svaraði hann, “og var eg þó
ekki að hugsa um þig, er eg talaði. En þetta er
reglan og á vitund allra.”
Kirk roðnaði og leit niður fyrir sig. “Eg minn-
ist ekki," sagði hann, “að hafa nokkurn tíma sózt
eftir því, sem eg átti ekki skilið og eg hélt ekki að
með því að gerast hér starfslimur, myndi eg stjaka
öðrum manni út.”
“Þetta verður óumflýjanlegt. Allar beztu stöð-
urnar hér eru skipaðar góðum mönnum fyrir löngu
síðan, en frú Cortlandt hefir mælt svo fyrir og
skipanir hennar eru lagaboð. Vona eg þú misvirð-
ir ekki hreinskilni mína.”
“Vissulega ekki. Eg var að biðja um upplýs-
ingar." Kirk fann ónota fara um sig við augnaráð
hins. "Þegar alt kemur til alls, býst eg við að
margir hafi meiri þörf fyrir vel launaðar stöður
en eg. En mér ætti að vera unt að byrja í neðstu
tröppu og fá svo að vinna mig upp af sjálfsdáð-
um?”
“Það er auðleikið fyrir mann, sem hæfileika
hefir.”
“Eg held eg byrji þá að neðanverðu.”
“Vertu ekki að slíku”, yfirlestarstjórinn hló,
“þetta myndi enginn gera í þínum sporum. Það
væri fásinna af þér að sleppa öðru eins tækifæri.
Eg lái þér þetta ekki — myndi gera það sama und-
ir sömu kringumstæðum. Fáir myndu neita öðru
eins.”
“Þrátt fyrir það er eg þessu mótfallinn. Eg
kynni ekki við að hafa rænt góðan og hæfan mann
stöðu sinni. Lífsánægja mín ætti örðugt uppdráttar
við slíka tilhugsun — og eg hata alla örðugleika —
þess vegna kýs eg hinn veginn.”
Runnels hristi höfuðið eins og hann efaðist um
að þetta væri mælt í alvöru.
“Eg býst þá við, að þú sért lélegur starfsýslu-
maður,” sagði hann.
"Ónýtur til allra starfa," játaði Kirk. “Stend
þó á því fastara en fótunum, að eg geti eitthvað
gert, ef eg reyni til þess.”
"Úr því tilfinningar þínar eru þannig, mun eg
vissulega reyna að hjálpa þér,” svaraði Runnels
hlýlega. “Vissulega hefði eg þó reynt að hjálpa
þér áður — en felli mig betur við karlmensku-
ákvörðun þína. Þar sem frú Cortlandt verður bak-
hjallur minn þér viðkomandi, a^tti að vera hægt að
koma þér áfram eins hröðum skrefum og þú verð-
skuldar.”
Nú voru þeir komnir út úr Skarðinu og aftur
komnir. inn á meginbrautina við Bas Opsibo og
lagðir af stað í áttina heimleiðis.
“Þú mæltist til þess, að eg segði þér eitthvað
um frú Cortlandt,” varð Runnels næst að orði.
“Já.”
“Eg get sagt þér það litla eg veit, og mér er vel
skiljanlegt af hvaða ástæðu hún dvelur nú í Pan-
ama. En þetta er alt blandað stjórnmálum—
vandasömum stjórnmálum. Almennar kosningar
eru væntanlegar hér næsta ár og við þurfum að
hafa öll okkar föng í lagi áður þær skella á. Alfar-
es hershöfðingi verður ef til vill næsti lýðveldis for-
setinn.”
"Alfares! Ekki þó Ramón?”
"Nei, faðir hans. Afstaða okkar Bandaríkja-
manna hér er frekar einkennileg, þar sem við erum
hér staddir í framandi landi á meðal fólks, sem
hatar okkur. Hér hata okkur allir — að undan-
skildum örfáum hræðum af æðri stétta fólki.”
"Hvers vegna? ”
“Ástæðurnar eru margar. Til að byrja með á
sér hér stað töluverður þjóðernisrígur á báðar hlið-
ar. Þessi þjóðflokkur er þér frekar ógeðfeldur, er
ekki svo? Jæja, hann mun heldur ekki bera neinn
velvildarhug til þín — þessi sami rígur gerir vart við
sig frá Mexico til Patagonia, en þó einna mest hér um
slóðir. Stafar þetta að líkindum af öfundarhug
þeirra til okkar. Þegar við brutumst að í Panama,
reittum við Columbia-búa til reiði, því þeir þóttust
sjá að fótfesta okkar hér myndi leiða til þess að við
myndum gína yfir öllum nágranna lýðveldunum. Og
þetta erum við nú byrjaðir að gera; sökum þessa eru
þau Cortlandt hjónin hingað komin. Leiksviðið er
sett fyrir stórkostlegan hildarleik, herra Anthony, og
leiðir þetta ef til vill til þess, að latneskir kynflokkar
líði undir lok í Mið-Ameríku.”
“Eg hefi heyrt eitthvað um þetta — en hélt þetta
ekki svo stórvægilegt.”
“Bandaríkin verða að vernda skipaskurð sinn og
með því markmiði eru “grjótvörðurnar” reistar á
Ancon hæðinni — þær eru í raun og veru varnar-
virki. Höfuðstóllinn til flestra fyrirtækja hér kemur
frá Bandarikjunum og til þess að að vernda hag
þegna sinna hér þurfa þau að ná öllum yfirráðum í
Panama í sínar hendur. Þegar þessu er aflokið,
verða öll ríkin héðan frá alt til Texas landamæranna
á okkar bandi. Costa Rica er nú í raun og veru ekki
annað en stór aldingarður, sem er eign auðfélags
eins í Boston. Vitanlega getur enginn fyrir sagt af-
leiðingarnar, en Mexico-, Honduras- og Guatemala-
búar eru nú famir að verða þessa varir og á þetta
stóran þátt í að vekja óhug manna þessara í garð
Bandaríkjanna. Að vísu lest þú ekki mikið um
þetta í fréttablöðunum, en ef þú dvelur hér lengi,
muntu verða þess áskynja.”
“Eg hefi orðið þessa var alla reiðu,” svaraði Kirk
þurlega; “en við Bandaríkjamenn höfum engan
hagnað af að verða drotnendur þessara skógar-
manna.”
HEIMSKRINGLA þart að
fá fleiri góða kaupendur:
Allir sannir íslendingar, sem
ant er um að viðhalda ís-
lenzku þjóðemi og íslenzkri
menning — ættu að kaupa
Heimskringlu.
“Þar ferð þú alveg vilt. Að því kemur, að við
verðum að þenjast út á við og þá flytjum við suður
á bóginn, en ekki norður eða vestur. Hitabeltis-
héruðin í Ameríku eru auðugri en norðvesturhéruð-
in, og brjótumst við því þar til valda fyr eða síðar.
1 millitíðinni er okkar fyrirhyggjusama stjórn að búa
alt undir — og til þessa undirbúnings starfs var okkur
ekki unt að velja heppilegri mannpersónu en Stephen
Cortlandt frá Washington, sem er eiginmaður og
skrifstofuþjónn þeirrar gáfuðustu konu, sem nokkum
tíma hefir verið við stjórnarstörf riðin.”
“Svo herra Cortlandt er þá ekki annað en skrif-
stofuþjónn."
“Hann er hlaupadrengur hennar. Hann veit
þetta sjálfur, hún veit það og margir aðrir vita það
sömuleiðis. Hann er skiptrjónan, sem hún starfar á
bak við. Hún er auðug kona og elskar alla stjórn-
málabaráttu — faðir hennar var einn af fremstu
stjórnmálamönnum sinnar tíðar. Hún giftist Cort-
landt aðeins til þess að geta fengist við slíkt; sá fram
á auðsveipni hans og hve gott verkfæri hann myndi
reynast. Hann var talinn hæfileikamaður á undan
hjónabandinu, en nýtur sín nú ekki nema undir leið-
sögn hennar — hann er nokkurs konar yfir-lögmaður
hennar."
Kirk blístraði til þess að leyna undrun sinni. Sá
nú hve nærsýnn hann hafði verið — eins og háskóla-
gengnu mennirnir oftast eru.
“Þetta hefir orðið honum til góðs," hélt Runn-
els áfram og hafði sýnilega gaman af umtalsefninu.
“Hún hefir gert hann að frægum manni; hann hefir
auð fjár og ágæta stöðu. Fyrir mitt leyti léti eg mér
þetta fullvel lynda, ætti eg aðra eins konu — jafnvel
þó hún fái tryllingsköst út af klúbb-hnappi!”
“Elska þau ekki hvort annað?”
“Það veit enginn. Hún er höggvin í ís, en hvað
hann snertir—jeeja, þá er þakklætistilfinningin ekki
ósvipuð ryði; þegar frá líður, eyðileggur hún þá
hluti, sem hún hangir við. Eg býst við að eg segi þér
of mikið, en aðrir myndu segja þér það sama. Eg
skoða hana þá fjölhæfustu konu, sem eg hefi kynst,
og dáist að henni. Þú ert lánsamur að hljóta vin-
fengi hennar. Hún lyftir þér á hæstu tröppu, hvað
ssm þ''r sjálfum líðLtr.”
“Eg er ekki viss um, að mér sé þetta svo geð-
felt. Það hljómar eitthvað óviðkunnanlega.”
“Þú mátt ekki misskilja mig,” flýtti Runnels sér
að bæta við. “Konu þessari er ekki þann veg
farið.”
“Eg átti ekki við slíkt," sagði Kirk stuttlega og
seig svo í þögn, sem hann raknaði ekki upp úr fyr
en hann heyrði að Runnels var tekinn að útskýra
fyrir honum væntanlegt starfssvið hans.
Með alt öðrum augum en áður athugaði Kirk
þau Qortlandt hjónin um kvöldið. Við hlýleika
hans í hennar garð hafði nú bætzt aðdáun og ein-
læg þakklætis tilfinning. Honum fanst nú kona
þessi hátt yfir hann hafinn og hann að eins geta með
þakklæti og virðingu horft til hennar úr fjarlægð.
Á leiðinni út í skemtigarðinn um kvöldið spurði
hún hann ítarlega um ferðina og svaraði hann
spurningum hennar óhikað og hrósaði Runnels á
hvert reipi.
"Nú er alt afráðið,” sagði hann, “og byrja eg
að vinna eftir fáa daga — sem undir-lestarstjóri."
“Hvað ertu að segja?” hún sneri sér að honum
hvatlega. “Runnels hefir þó ekki farið að bjóða
þér annað eins?” Augnaráð hennar varð þrungið
af gremju og tók því Kirk án tafar að verja vin
sinn.
“Nei, eg mæltist til þessa.”
“Einmitt það. Hann ætti þó að geta séð þér
fyrir betri stöðu.”
“Eg kæri mig ekki um neitt betra til að byrja
með.”
“En, drengur minn, undirstjóri á lest gereir ekk-
ert annað en taka á móti farbréfum.”
“Það veit eg—og þetta get eg. örðugri stöð-
ur verða mér máske ofurefli.”
“Nei, nei. Eg mun sjá um það. Skilur þú
ekki?"
“Eg er margfalt skilningsbetri en eg var áður,
frú Cortlandt. Vil þess vegna síður ræna neinn
þeirri stöðu, sem hann verðskuldar, og mun ekki
gera þetta. Mér er sagt, að undir lestarstjóri einn
segi af sér í nálægri framtíð.”
Hún starði forvitnislega á hann í augnablik áð-
ur hún tók til máls aftur.
“Er þetta ástæðan, að þú vilt fá auðveldara
starf ?"
Kirk hreyfði sig órólega. “Eg er ekki að reyna
að komast hjá neinu,” sagði hann. “Það gagn-
stæða á sér stað, þó ótrúlegt megi virðast — mig er
farið að langa til að taka til starfa við eitthvað.
Þetta er ef til vill skrítið, en nú langar mig ekki til
neins meira en vinna. Vissi ekki áður, að slík til-
finning gæti gert vart við sig hjá mönnum—en mig
fýsir nú að leggja hönd að verki við þenna skurð.”
"Sem lestarstjóri! Þú, sem ert heldri maður.”
“Faðir minn var eina tíð lestarsveinn.”
“Þetta er heimskulegt. Runnels talar of mikið.
En hann verður að gera betur við þig en þetta.”
“Allar hálaunaðar stöður eru nú skipaðar góð-
um mönnum, sem flestir hafa heimilum fyrir að
• / • •
sja.
“Þá má skapa einhverja nýja stöSu."