Heimskringla - 10.01.1918, Side 4
4.* BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. JANOAR, 1918
HELMSKRINGLA
188«>
Kemur út 4 hverjum Flmtudegt.
tttgefendur ogr elgenður:
THE VIKING PRESS, LTD.
VertS blaSsins I Canada og BandarikJ-
unum $2.00 um áriB (fyrirfram borgati).
Bent til íslands $2.00 (fyrirfram borgað).
Allar borganir sendlst rátismanni blatis-
lns. Póst eba banka ávísanir stilist tll
The Viking Press, L.td.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, rátSsmaSur
Skrifstofa:
n» SHERBROOKB STREET., WIVNIPKG.
P.O. Boi 3171 Talsfml Garry 4110
WINNIPEG, MANITOBA., 10. JAN. 1918
Islenzk blöð og stríðið.
Frá því fyrst að stríðið hófst, hefir Heims-
kringla reynt að færa lesendum sínum eins
nákvæmar strfðsfréttir og unt hefir verið í
takmörkuðu rúmi. 1 fáum en ljósum drátt-
um hefir verið reynt að skýra frá öllum
helztu viðburðum á orustuvöllunum. Marg-
ir af kaupendum blaðsins, sérstaklega þeir,
sem ekki lesa ensku, hafa kunnað oss þakkir
fyrir þetta og sagt rúmi þessu vel varið. En
aftur á móti eru þeir, sem ensk dagblöð lesa,
ekki eins hrifnir af þessu, og hafa sumir
þeirra beðið oss að forðast allar orðaleng-
ingar og segja frá stríðsviðburðum í eins fá-
um orðum og mögulegt sé.
Þessir menn eru sanngjarnir. Þeir vilja
ekki fara fram á að útrýma stríðsfréttum úr
íslenzkum blöðum, af því þeim er skiljanlegt,
að svo margir af Islendingum hér í landi lesa
ekki ensku og eru því alveg upp á íslenzku
blöðin komnir með allar fréttir úr umheim-
inum, bæði stríðsfréttir og aðrar fréttir. En
að þeir biðja oss að varast alla óþarfa orð-
mælgi, er ekki nema sanngjarnt í alla staði—
og er sjálfsagt að taka slíkt til greina.
Stöku menn eru til, sem ekki eru eins
sanngjamir. Þeir menn fara fram á, að ís-
lenzku blöðin sneiði alveg hjá öllum stríðs-
fréttum og birti sem minst stríðinu viðkom-
andi. “Islendingar eru ekki hernaðarþjóð,”
segja þeir, “og em því frábitnir öllum stríð-
um og hernaði og vilja sem minst um þetta
heyra.” Þannig eru skoðanir sumra Islend-
inga hér í landi og er þó leitt til þess að
hugsa, að annað eins þröngsýni skuli geta
átt sér stað hjá íslenzkri þjóð.
Þessir menn gleyma því, að íslenzka
þjóðarbrotið hér vestra á hlutfallslega eins
marga hermenn á vígvellinum og nokkur
önnur þjóð þessa lands. Vestur-Islendingar
voru ekki neinir eftirbátar annara borgara
hér, þegar til þess kom að verja þurfti með
vopnum heiður lands og þjóðar — buðu sig
þá fram sjálfviljuglega og það í hundraða
tali. Þannig eru margir af þjóðarinnar vösk-
ustu drengjum í herþjónustu gengnir.
Vestur-Islendingar eru því orðnir hernað-
arþjóð. Þeir eiga nú eins marga hermenn,
miðað við fólksfjölda og nokkur önnur þjóð,
sem þetta land byggir. Með íslenzku her-
mönnunum byrjar líka nýtt tímabil í sögu
íslenzkrar þjóðar — þeir hafa endurvakið
foma frægð Islendinga.
Feður þeirra til forna voru víkingar—her-
menn síns tíma. Þeir gátu sér góðan orðstýr
hvar sem þeir fóru og voru jafnan fúsir að
ljá góðum málstað fylgi. Ef þeir hefðu lifað
í nútíðinni, hefðu þeir brugðið við fljótlega
við lúðurhljóm lands síns—þeim hefði ekki
ógnað að mæta Þjóðverjum, Tyrkjum eða
öðrum óaldarseggjum nútímans.
Islenzku hermennirnir fara að dæmi feðra
sinna. Saga þeirra verður í framtíðinni rétt-
njefnd frægðarsaga frá byrjun til enda. Kom-
#di kynslóðir munu minnast þeirra á sama !
nátt og vér minnumst nú forfeðranna, sem
sVo drengilega vörðu heiður og sóma ís-
lenzkrar þjóðar á söguöldinni. Nöfn íslenzku
hermannanna gleymast aldrei.---------
Og þegar svo margir Islendingar berjast á
vígvellinum og meiri hluti íslenzkrar þjóðar
hér heima fyrir dvelur einlægt hjá þeim í
anda — 'hví skyldu þá vestur-íslenzku blöðin
draga sig í hlé? Hvemig fara menn að rétt-
læta þá skoðun að vestur-íslenzku blöðin
ættu að vera gersnauð af þjóðrækni og
sómatilfinningu ?
Það er skylda vestur-íslenzku blaðanna,
að standa með íslenzkum hermönnum og her-
mönnum þjóðarinnarí heild sinni. Hvert það
blað, sem gefið er út af borgurum þessa |
lands og sem dregur sig í hlé í þjóðarinnar
mesta alvörumáli—stríðinu—, er að bregð-
ast skyldu sinni.
Islenzku blöðin eru engin undantekn-
ing.
•I ------------------------— — ——+
Friðartilboðinu svarað.
Lloyd George, stjórnarráðherra Bretlands,
hefir nú fyrir hönd brezku stjórnarinnar
svarað seinasta friðartilboði Miðveldanna
og gert ljósa grein fyrir afstöðu Breta í stríð-
inu—og bandaþjóðanna um leið. Vafalaust
munu bandaþjóðirnar skoða svar þetta full-
nægjandi í alla staði og frekari útskýrjngar
ónauðsynlegar.
Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu,
var seinasta friðartilboði Þjóðverja og sam-
herja þeirra hrundið af stokkum á friðarráðs-
stefnunni svo nefndu í Brest-Litovsk, og síð-
an hafa allir beðið með óþreyju eftir svari
bandaþjóðanna. Friðar vonir munu hafa
mtt sér til rúms víða, engu síður á Englandi
en í öðrum löndum; en hér í Canada munu
margir hafa haldið, að friðurinn væri á
næstu grösum. Á ytra yfirborði voru skil-
málar Miðveldanna ekki svo órýmilegir og
alt útlit að Rússar myndu ganga að þeim án
minstu tafar. Engin var því furða, þó sum
blöðin á Englandi tækju að hvetja stjórn sína
til þess að taka friðartilboð þetta rækilega
til íhugunar og svara því vel og ítarlega.
Ráðstefnunni í Brest-Litovsk var frestað
til 4. þ.m. til þess að gefa hinum stríðsþjóð-
unum kost á að láta til sín heyra. En ekki
voru rússnesku fulltrúarnir, sem ráðstefnu
þessa sátu, komnir heim til sín, þegar þeim
fór að verða skiljanlegt, að þeir hefðu verið
beittir slævíslegum brögðum. Sumir þeirra
höfðu orðið þessa varir strax á ráðstefnunni,
en urðu þá að lúta í lægra haldi. En nú fór
þeim öllum að verða sameiginlegur réttur
skilningur málsins og tóku að sjá, að á bak
við friðarkosti Miðveldanna leyndust ískyggi-
leg áform, þegar skilmálar þessir voru brotn-
ir ögn til mergjar. Hin mikla “trygging”,
sem þeir færu fram á, væri ekki annað en
græðgi í dularbúningi. Slægðin í sambandi
við þetta var mikil, en varð þó auðsýnileg,
er frá leið. Þannig voru Miðveldin mest að
búa í haginn fyrir sig sjálf og með því að
flæma undir sig ný lönd, voru þau að tryggja
sína eigin framtíð. Enda nefndu þau þetta
“trygging”—og viltu þemnig fyrir Rússum í
bili; þó ekki til lengdar, sem betur fór.
Þegar fulltrúum Bolshevíki stjómarinnar og
öðmm Rússum varð þetta betur skiljanlegt,
fyltust þeir gremju eins og vænta mátti og
þegar ráðstefnan ofannefnda kom saman
aftur, var ekki einn einasti rússneskur full-
trúi þar til staðar til þess að mæta á henni.
Stefna Rússanna hefir verið svo reikul í
seinni í seinni tíð, að tæplega er vert að
leggja mikla þýðingu í afstöðu þeirra í þetta
sinn. Veður er fljótt að breytast í lofti á
Rússlandi og afstaða þeirra getur orðið alt
önnur á morgun. Flokkarnir í landinu eru
svo margir og samkomulagið alt yfir höfuð
að tala svo skrykkjótt, að til mestu vand-
ræða horfir fyrir þjóðina. Þetta hörmulega
ósamkomulag stjórnleysingjanna og jafnað-
armannanna á Rússlandi virðist ætla að
verða þjóðheildinni þar þúsundfalt hættu-
legra en keisarastjórnin gamla nokkurn tíma
var.
En þó lítið mark sé takandi á afstöðu
Rússa, þá er alt öðru að gegna um afstöðu
Englendinga. Frá byrjun stríðsins hafa Eng-
lendingar óhikað fylgt þeirri stefnu, sem þeir
völdu í fyrstunni og engin þjóð af banda-
þjóðunum hefir lagt meira í sölurnar en þeir
til þess að sigurinn fengist. Svo trúaðir hafa
þeir verið á réttmæti málstaðar þess, sem
bandaþjóðirnar berjast fyrir, að þeir hafa
ekki hikað við að láta í té neina þá fórn, sem
komið gæti að liði. Svar Lloyd George, sem
æðsta ráðherra brezkrar stjórnar og aðal-
fulltrúa hennar, hlýtur því að skoðast þýð-
ingarmikið og yfirgripsmikið til útskýringar
á þessu máli.
Og sérstaklega eftirtektavert er það, að
svar þetta birtir hann í ræðu, sem hann flyt-
ur á fundi iðnaðarfélaga og verkamcmna —
og er þess ekki getið í fréttunum, að Lans-
downe eða aðrir úr lávarðastéttinni hafi
verið þarna viðstaddir!
Verkamannastéttir Englands hlutu nýja
viðurkenningu við þetta tækifæri. Lloyd
George sýndi Ijóslega, að hann álítur aðal-
þunga stríðsins heima fyrir hvíla á herðum
verkalýðsins, og mál þetta því meir snertandi
verkamannastéttirnar en nokkrar aðrar stéttir
landsins. Svar stjórnarinnar brezku til ó-
vinaþjóðanna fanst honum því viðeigandi að
flytjast fyrst iðnaðarmannafélö — num í
landinu.
Enn hefir ekki borist hingað nema örlítill
útdráttur úr þessari ræðu, svo ekki er hægt
að birta hana í heilu lagi, þegar þetta er
skrifað. Frá aðal-atriðunum or se > hann
lagði mesta áherzlu á, er þó skýrt í ensku
blöðunum hér og stöku kaflar úr ræðunni
birtir orðréttir.
Hann tók það fram strax í byrjun ræðu
sinnar, að áframhald “þessara óútmálanlegu
hörmunga þjóðanna”, jafnvel um einn dag,
yrði ekki réttlætt; væri óréttlætanlegt, nema
ef fyrir hendi væru óyggjandi og óhrekjandi
ástæður.
“Hættulegasta stund þessa ægilega hildar-
leiks er nú upp runnin, og áður en nokkur
stjórn kemst að mðurstöðu um friðarskil-
mála, eða niðurstöðu viðkomandi áfram-
haldi þessa stríðs, þá verður stjórn sú að
hafa fulla vissu um það, að þjóðarviljinn sé
henni að baki.”
Einnig skýrði Lloyd George fundinum frá
því, að hann hefði af ítrasta megni reynt að
kynna sér skoðanir og afstöðu allra helztu
fulltrúa brezku þjóðarinnar út um alt Iandið.
Einnig hefði hann ráðgast við fulltrúa í
erlendum pörtum brezka ríkisins. Kvaðst
því öruggur í þeirri vissu, að nú væri hann
ekki að eins að tala fyrir munn brezku stjórn-
arinnar, heldur fyrir alríkið brezka í heild
sinni.
“Vér heyjum ekki stríð þetta til árása
gegn þýzkri þjóð; eyðilegging eða sundrung
Þýzkalands hefir aldrei verið markmið vort.
------Þjóðin brezka hefir aldrei stefnt í þá
átt, að hnekka veraldar-afstöðu Þýzkalands,
eða brjóta þýzku þjóðina á bak aftur, heldur
snúa hug hennar frá hernaðar og yfirdrotn-
unar þrá, og hvetja hana til þess að keppa
að æðra og göfugra markmiði.------------Vér
erum heldur ekki að berjast til þess að eyði-
leggja Austurríki eða til þess að ræna Tyrk-
landi löndum þeim, sem því landi tilheyra og
tyrknesk geta talist.”
“Skoðun vor er sú, að stofnsetning lýð-
valdsstjórnar á Þýzkalandi, væri bezta sönn-
un þess, að hervaldsandinn forni væri út-
dauður — en úr þessu máli verður hin þýzka
þjóð sjálf að ráða.”
Viðvíkjandi yfirlýsingu Czernin greifa,
utanríkisráðherra Austurríkis, á ráðstefn-
unni í Brest-Litovsk, komst Lloyd George
þannig að orði “að eintómt varaglamur um
engar skaðabætur, enga innlimun og sjálf-
stjórn þjóða, væri nú þýðingarlaust og
gagnslaust.”
“Áform vort er, að standa með lýðveldinu
frakkneska til síðustu stundar. . Vér styðjum
þá kröfu Frakka, að rangindi þau, sem þeir
urðu fyrir 1871, þegar héruðin Alsace-
Lorraine voru frá þeim tekin, séu tekin til í-
hugunar. Sár þetta hefir eitrað friðinn í
Evrópu í meir en hálfa öld, og þangað til
lækning fæst við þessu er ekki að vænta heil
brigðs samkomulags.”
Sömuleiðis hélt Lloyd George því fram, að
Polland yrði að fá fult frelsi; slíkt væri óum-
fiýjanlegt til þess að tryggja framtíðar vel-
ferð vestur-Evrópu.
Um nýlendurnar sagði hann að samið yrði
á friðarstefnunm og yrði ráðstefna sú fyrst
að taka til greina óskir og vilja íbúanna
sjálfra í nýlendum þessum.
“Enginn, sem þekkir Þjóðverja, fær efast
um ásetning þeirra hvað Rússa snertir.
Hvaða fögur orð, sem þeir viðhafa Rússum
til blekkingar, þá er ekki áform þeirra að
sleppa höndum af þeim rússnesku héruðum
og borgum, er þeir hafa hertekið. Héruð
þau og borgir verða eftirleiðis partur af
prússneska veldinu og stjómað af Prússum;
og kjör annara Rússa munu þeir með góðu
og illu Iáta verða fullkomna undirgefni til
að byrja með og að lokum stjórnarfarslega
undirokun.”
Mikla áherzlu lagði Lloyd George á á við-
reisn þeirra þjóða, sem mestan hnekkir hefðu
beðið af stríði þessu og sagði, að þær ættu
heimtingu á að fá fullar skaðabætur fyrir
það tjón, sem þær hefðu orðið fyrir. Aðal-
grundvallar atriði varanlegs friðar væri, að
fullnægja slíkum kröfum.
Margt annað tók hann fram sem rúm leyf-
ir oss ekki að skýra frá að sinni. Að end-
ingu mælti hann:
Markmið vort er réttlátnr og varanlegur
friður. Skilmálar vorir eru aðllega þrír:
í fyrsta lagi—Helgi þeirra samninga, sem
gerðir verða.
I öðru lagi—Oll Iandeignarleg málamiðlun
sé grundvölluð á samþykki þeirra, sem
stjórnað er, og rétti þeirra til eigin úr-
skurðar.
í þriðja lagi—Stofnsetning alþjóða sam-
bands með því markmiði að takmarka
herbúnað og stuðla til þess að strfð séu
síður möguleg.
Til þess að fá fá skilmála þessa sam-
þykt er brezka alríkið reiðubúið að leggja
fram allan sinn kraft og láta jafnvel enn
meiri fórnir í té. I
Við austurglnggann
Eítir aíra F. J. Bergmann.
52.
Bannmálið.
öllum bannvinum meS Vestur-
Islendingum mun vera það fagn-
aðarefni aS heyra, að eigi var
bannmálinu unninn neinn óskundi
af alþingi Islands síSastliSiS sum-
ar.
Menn voru ekki óhræddir um,
aS þetta kynni aS verSa. Ágrein-
ingsumræSur höfSu átt sér staS í
blöSunum á undan þingi. Af
þeim varS þaS ljóst, aS flokkam-
ir í landinu eru þrír, þegar er til
bannlaganna kemur.
Einn flokkurinn vill eindregiS,
aS bannlögin sé numin úr gildi.
Hann er harSsnúinn og einbeittur
og heldur því fram, aS ofsafengn-
ir áfengisfjendur hafi komiS því
til leiSar, aS bannlögin voru sam-
þykt. SíSan hafi öllum orSiS
þaS augljóst, aS bannlögunum er
ekki unt aS framfylgja á Islandi.
Fyrir því sé lang-réttast aS
nema þau úr gildi og þaS sem
allra bráSast.
Andspænis þessum bannfjenda-
flokki stendur flokkur bannvina.
Hann vill aS fremur sé hert á
lögunum, heldur en úr þeim dreg-
iS. Hann vill, aS allri viSleitni
sé beitt til þess aS þeim sé fram-
fylgt eins og hverjum öSrum lög-
um, er samþykt hafa veriS.
ÞriSji flokkurinn fer meSal-
veg. Hann vill ekki raska gildi
bannlaganna í heild. En hann
vill, aS dregiS sé úr strangleik
þeirra meS því, aS hin léttari vín,
borSvínategundir svonefndar, sé
neimiluS öllum til afnota, sem
vilja.
Um bannmáliS og áhrif þess
mun allmikiS hafa veriS rætt um
þingtímann, bæSi utan þings og
innan. Því mikiS áhugamál er á-
fengisbanniS orSiS á Islandi ekki
sfSur en í öSrum löndum.
NiSurstaSan mun hafa orSiS
sú, aS bannlögin sitja á lslandi
viS sama keip. Smá atriSum var
aS einhverju leyti ofurlítiS vikiS
viS, og svo aS skilja, aS bannvin-
ir álíti, aS þaS hafi fremur veriS
bannmálinu í vil.
Þeir gera sér vonir um, aS hér
eftir verSi nokkuS hægra aS
framfylgja bannlögunum en áSur.
Og þaS er aSal-atriSi.
NiSurstaSan er aS mörgu eftir-
tektarverS. Eftir öllum fregnum
aS dæma átti bannmáliS fremur
lítiS fylgi á þingi og ekki mjög
eindregiS.
En svo var þrýsting almenn-
ingsálitsins mikil þingmönnum aS
baki, aS þeir þorSu ekki aS vinna
bannmálinu mein. Þeir munu
afa rent grun í afleiSingamar og
ekki kæj-t sig um aS draga þann
dilk.
Þetta virSist spá góSu um fram-
tíS bannlaganna. Almenningsá-
litiS er ávalt beztur lagavörSur.
Einkum er þaS sá lagagætir, sem
öldungis er ómissandi, þar sem
um annaS eins laganýmæli er aS
ræSa og áfengisbann.
Reynslan er sú hvarvetrta, aS
kalla má, aS almenningsálitiS
ljær áfengisbanni öflugra og öfl-
ugra fylgi eftir því sem bannlög
eru lengur í gildi. ÞaS má heita
hrein undantekning, aS þau lög
sé gerS ógild, er þau eitt sinn hafa
öSlast gildi.
Alls staSar eru bannlög meira
og minna brotin, einkum í fyrstu.
VíSewt hvar mun kveSa svo ramt
aS þeim brotum, aS til vandræSa
horfir. Island er naumast lakar
statt í því efni en ýms riki og
mannfélög Önnur hafa veriS á
fyrstu árum.
En þrátt fyrir öll brot, hafa
menn betur og betur komist í
skilning um, aS bannlög eru þjóS-
arvelferSinni blessunarauki svo
mikill, aS óhæfa er aS svifta hsina
þeim ávinningi, er hún eitt sinn
efir öSlast.
Svo spái eg, aS einnig fari á ls-
andi. Ávinningurinn verSur aug-
DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar
fyrir allskonar nýrnaveiki Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s
Kidmey Pilis, 60c. askjan, sex öskj-
ur fyrir $2.50, hjá öllum ly’fsölum
eða frá Dodd’s Medicine Co., Ltd.,
Toronto, Ont
ljósari meS líSandi árum. Þeir
verSa fleiri og fleiri, sem sjá og
skilja, aS þeir vinna þjóSinni
mein, sem halda áfengisnautninni
viS, en hinir frelsa hana frá mein-
um, sem af alefli leitast viS aS
hnekkja henni.
En almenningsálitiS ber aS efla
meS öllu móti. Til þess verSa
bannvinir aS vera árvakrir og öt-
ulir. Þeir mega ekki láta sér falla
dúr á auga, því síSur dotta um há-
bjartan daginn. StöSugra upp-
lýsinga verSa þeir aS afla sér um
framgang málsins meS öSrum
þjóSum og eigi láta liggja í þagn-
argildi. .
Eitt hiS markverSasta, sem
gerst hefir í bannmálinu í síSustu
tíS, er samþykt sú, sem nýlega
var ger í þjóSþingi Bandaríkja,
og öSlaSist mikinn meira hluta.
Sú samþykt fól í sér viSauka
viS stjórnarskrána, sem leggja á
fyrir þing hinna einstöku ríkja.
VerSi viSauki þessi samþyktur af
þingum nægilega margra ríkja,.
leggur hann bann á tilbúning,.
útsölu, innanlandsflutning, inn-
flutning og útflutning allra á-
fengra drykkja.
Stjórnarskrá Bandaríkja býr
svo um hnútana, aS annan eins
viSauka og þenna verSur aS sam-
þykkja meS lögum af löggjafar-
þingum þriggja-fjórSu hluta ríkj-
anna, er í sambandinu standa.
Bann-viSaukinn, sem þjóSþingiS
hefir samþykt, veitir sjö ára frest
til aS koma þessu til leiSar. ViS-
aukinn öSlast gildi einu ári eftir
aS hann hefir fengiS þetta sam-
þykki.
Ef nú þrjátíu og sex ríki af sam-
bandsríkjunum samþykkja viS-
aukann innan næstu sjö ára, þá
verSa Bandaríkin þur orSin inn
aS beini áriS 1926. Málinu hefir
nú veriS hleypt frá þjóSþinginu
fyrir löggjafarþing hinna einstöku
ríkja. Um leiS verSur þaS alls-
herjar mál, sem fólkinu er veitt
tækifæri til aS segja álit sitt um.
Margar eru orsakirnar, sem
komiS hafa því til leiSar, aS mál-
inu hefir þokaS þetta áfram. Bar-
áttan gegn áfengis-ósómanum
hefir veriS látlaus ár út og ár inn
til margra ára í Bandaríkjum.
Fyrst framan af var hún lengi
fólgin í ötulli bindindis starfsemi.
SíSar tók bindindisáhuginn aS
beita öllu bolmagni sínu gegn á-
fengissölu og vínsölukrám.
Smátt og smátt ruddi sá skiln-
ingur sér til rúms meS þúsundum
þúsunda vinnuveitenda og verka-
manna, aS áfengisnautn væri
meinvættur allrar iSnaSar-verk-
fimi. Hún væri ákveSinn fjandi
hvers einstaks verkamanns. Og
um leiS ákveSinn bægifótur alls
verzlunarblóma meS þjóSinni.
SuSurríkin komust aS þeirri
niSurstöSu, aS áfengisnautn væri
aSal-orsök erjanna milli hvítra
manna og blökkumanna. Mörg
þeirra samþyktu bannlög til þess
aS "Ifla friSinn milli kynflokk-
anna.
LæknisfræSin komst aS þeirri
niSufstöSu meS rannsóknum og
reynslu almennings, aS áfengi
notaS sem lyf getur veriS hættu-
legra en opium og beri aS nota
meS eins mikilli varúS.
ASal-ástæSan er áfengiS sjálft
og áfengissalan. Áfengissölum
er nær því ósjálfrátt aS tengja á-