Heimskringla - 17.01.1918, Side 3
WINNIPEG, 17. JANÚAR, 1918
HEIMSKRINGLA
anburði við það, sem átti sér stað
& undan þessu stríði.
Höfundurinn er Austurríklsmað-
ur og beitir (þessari talna-rökfimi
sinni stöðugt í sainbandi við Eng
iand. En það er auðsæ.t, að und-
irniðri er óttinn mestur um gjaid-
þol Þjóðverja og Austurríkis í
þeirri samkepni. Samt sem áður
yrði ,hún öllum þjóðum svo ægileg
byrði, að nauimast 'hrýs 'hugur
rnanns við öðru meir en þeirri til-
hugsan.
Ríkisskuldir Englands segir
hann að numið hafi á undan
stríði þessu 797 miljónum punda
sterling. Haldi styrjöldin áfram
til ársloka, segir ihanm að ríkis-
skuldirnar ilta.fi hækkað upp í 150
miljarða marka. Allar ríkisskuldir
Englands nemi þess vegna 150 milr
jörðum. Hafi þá upphæð ríkis-
skuldanna nífaldast við stríð
þetta.
Við árslokin segir hann að ríkis-
skuldir allra Norðurálfuríkjanna
tilsamans, nemi 7,000 miljarða, á
móts við 118 fyrir stríðið, og miðar
hann þá við mörk, sem nokkurn
veginn jafngilda krónum.
Verði stríðið ekki leitt til lykta
innan skamms, aukast ríkisskuld-
ir stórveldanna um írá 60 til 130
miljarða. Rentur af þessum upp-
hæðurn nema frá þrem til sjö mil-
jörðum árlega. Stórveldin myndi
þá neyðast til að krefja inn tekjur,
sem nema 9 til 15 miljörðu/m meira
en átti sér stað á undan stríðinu.
Við þenna reikning er ekkert
tekið til greina um þær geisilegu
npphæðir, er ganga til að bæta
skaðann og eignatjónið, sem styr-
jöldin hefir haft í för með sér.
Kostnaðurinn, sem því fylgir að
breyta um frá stríði til friðar, og á-
valt reynist stórmikill, er heldur
ekkert tekinn til greina. Margt
fleira, sem til útgjalda lítur, er alls
ekki talið með og nemur þó stór-
miklu.
Höfundurinn heldur því fram, að
slíkar upphæðir >sé svo geisimiklar,
að Norðuráifuþjóðunum sé langt
um megn að greiða þær.
Til iþess nú að koma í veg fyrir,
að Norðurálfuríkin lendi i algerð-
um fjárþrotum, segir höfundurinn
að eina ráðið sé að afvæpnast eftir
stríðið og láta heraflann vera eins
lítinn og frekast er unt. Hugmynd-
in um vopnaðan frið verður að
gerast útlæg.
Nefið Stíflað af Kvefi
eða Catarrh?
REYNIÐ ÞETTA!
Sendu eftlr Breath-o-Tol In-
haler, minsta og einfaldasta
áhaldi, sem búið er tiL Set*u
eitt lyfblandað hylki, — lagt
til með áhalainu — í hvern
bollana, ýttu svo bollanum
upp f nasir þér og andfaerin
opnast alveg upp, höfuðið
frískast og þú andar frjálst
og regiulega.
í>ú losast við ræskingar og
neístiflu, nasa hor, höfuð-
verk, þurk—enígin andköf á
næturnar, því Breath-o-Tol
tollir dag og nótt og dettur
ekki burtu.
Tnnhaler og 50 lyfblönduð
hulstur send póstfrítt fyrir
$1 60. — 10 daga reynsla: pen-
ingum skilað aftur, ef þér er-
uð ekki ánægðir.
Bæklingur 502 ÓKETPZS
Fljót afgreiðsla ábyrgst.
Alvin Sales Co.
P. O. Boz 62—D«pt. 502
WINNIPE6, MAN.
BúitJ tU af
BKXATHOTOL OO’Y
Suite 602, 1309 Arch Street,
Philadelphia, Pa.
Bréf úr bygðum
Islendinga
Heiðraði ritstjóri!
Eg þakka þér innilega fyrir síð-
ast, og vil nú reyna að verða við
þeim tihnæium þínum, að senda
þér nokkrar línur til birtingar f
Heimiskringlu, þótt eg Iþá gæfi ekki
neitt ákveðið loforð í þá átt En
nú sfðan minningarritið um dr. Jón
Bjarnason kom út, hefi eg verið að
hugsa um, að minnast þess í opin-
beru blaði, og þakka kirkjufélag-
inu, sem stóð fyrir útgáfunni, hinn
ágæta og vandaða frágang á öllu í
samibandi við ritið, og svo jafn-
framt höfundunum, sem lögðu fram
kraffca sína til að styðja fyrirtækið
með sínum prýðilegu og vel söimdu
ritgerðum. Enda var ihér um sann-
arlegt imikilmenni og velgjörða-
inann íslendinga að ræða. sem aldr-
ei tók tillit til eigin hagsmuna, þeg-
ar hann var að vinna fyrir þjóð
sína.
Ekki iget eg sagt, að við værum
ætíð samanála. En það stóð ekki í
vegi fyrir því, að hann gerði alt
l>að bezta fyrir mig, þau 34 ár, sem
hann starfaði meðal Yestur-lslend-
inga, og þá einkanloga í sambandi
við tvo elztu drengina mína, sem
hann veitti tilsögn I íslenzku 3—4
márauði veturinn 1897.
Það er ekki tilgpngur mLnn, að
lýsa hér hinum mikilhæfu og góðu
eigiraleikum séra Jóns Bjarnasonar.
Það er svo vel og greinilega gjört í
minningarritinu, að eg AMt að þar
þurfi ongu við að bæta. Eg vil að
eins benda á það, að allir lslend-
ingar ættu að kaupa það, og lesa
með alúð og eftirtekt, og taka æíi-
feril þess merkismanns sér til fyrir-
myndar og etfirbreytni.
Mér þykir mjög vænt um mynd-
irnar fiá skólaarum hans. Það er
eins og að frá þeim leggi bjarta og
hlýja ylgeiisla, göfuglyndi og góð-
mensku, inn til hjarta manns. —
Eins er eg hrifinn af myndinni af
elskulega og fríða stúlkubarninu,
Láru Mikaelinu Ouðjohnsen, er ár-
ið 1870 var fulltíða og gjafvaxta
ungniey, og giftist þá séra Jóni
Bjarnasyni. Hún er vel mentuð og
gædd ágætum hæfileikum. Enda
stóð hún ætíð við hlið manns sins
og studdi hann með ráði og dáð í
ölUi góðu. Og sannarlega ættu all-
ir góðir Islendingar að láta hana
njóta þess, elska hana og virða og
reyna að gjöra alt sem í þeirra
valdi stendur henni til gleði og á-
nægju, nú á æfikvöldi hennar.
Sto endurtek eg þakklæti mitt til
i kirkjufél. fyrir hi ðvandaða Minn-
ingarrit. Það ætti að vera keypt
! og lesið á hverju einasta íslenzku
i heimili, bæði austan hafs og vest-
an. Æfiminning ihins ágæta og
góða mikilmennis vorðskuldar það
sannarlega.
Með vinsemd og virðingu,
Árni Sveinsson.
Herra ritstjóri Heimskringlu.
Um leið og eg sendi blaðinu tvo
dali, áskriftargjald mitt fyrir eitt
ár, dettur mér í hug að isenda
nokkrar línur til birtingar, ef ekki
er móti vilja þínum að taka þær 1
þitt heiðraða blað. Eg hefi keypt
Heimskringlu frá því fyrst hún hóf
göngu og yfinleitt hefir mér þótt
liún gott blað, sem eg hefi ekki
viljað vera án.
Einna bezt þótti mér samt blað-
ið vera á meðan vinur minn B. L. B.
var ritstjóri þess og eigandi. Hofir
þetta máske komið til af persónu-
legum kunningsskap okkar og því,
að þá var eg mair við blaðið riðinn
en endrarnær og bar því hag þess
meir fyrir brjósti. En þó eg hlynni
nú ekki að Heimskinglu lengur
með innheimtu eða öðru, þá held
eg samt áfram að vera vinur
'hennar og kaupandi.
Eg þurfti ekki að klaga yfir ó-
akllvfsi kaupenda hér, því meðan
EINMITT N0 er bezti tími aí
gerast kaupandi a5 Heims-
kringlu. Frestií því ekki til
morguns, sem |»ér getií gert í dag.
Slíkt er happadrýgst.
eg fekst við innheimtu, mátti heita
að allir hér stæðu í beztu skilum
vlð blaðið. Enda er illa farið, ef
menn borga ekki blöð sfn, þvf skil-
vísi kaupenda er fyrsfca skilyrðið
velgengni blaðanna. Engin blöð
geta þrifiist til lengdar á tómum
auglýsingim).. .og ef þau eru vel
-borguð at-kaupendhm, þuría þau
ekki að stóla eins mikið upp á aug-
lýsingarnar. Og eg segi fyrjr mlg,
að oft hefir mér þótt nóg um, hve
inikið er af auglýsingum og pólitík
í blöðunum islenzku. Eg vil hafa
rreeira af bygðarfréttum, en Heims-
kringla og Lögberg hafa til brunns
að bera nú orðið. Ekkert gerir
blöðin fjölbreytilegri en margir
skrifi f þau, og hvað íslenzku blöð-
in snertir, finst mér þau eiga að
leggja sérsfcaka áherzlu á að flytja
sem beztar fréttir úr bygðum Is-
lendinga. Það er fleira en dauðs-
föllin, sem mann langar til að frétta
um. Þess vegna inega almennu
fréttirnar ekki ganga til þurðar f
íslenzku blöðunum. Það þurfa
fleiri að rita í þau og senda þeim
fi'éttabréf en nú á sér stað, og ætti
öllum að vera Öhætt að fela rit-
stjórunum að laga það, sem er á-
bótavant í réfctitun þeirra og öðru.
Við megum ekki hika við að koma
stundum út á ritvöllinn, þó við sé-
um þar engir garpar — og þolum
engan samjöfnuð við Gunnar á
Hlíðarenda, sem gat Játið þrjú sverð
sýnast á lofti í senn! Það þurfa
fleiri að skrifa í þlöðin en frægir
rithöfundar. Hér eru margir af-
bragðs ' pennafærir menn — sem
skrifa sjaldan. Mér þófcti ágæt
greinin í haust frá .1. J. H. í Alberta.
Sú grein var bæði fróðleg og skemti-
leg og 'fleiri slfkar greinar ættu að
sendast biöðunum; menn koma til
dyra, eins og þeir eru klæddir.
Margt líkar mér mjög vel hjá þér,
ritstjóri góður. Af ungum manni
ritar þú ivel. Sú hlið, sem hefir þig
fyrir málsvara, heldur að mínu á-
liti vel sínum hlut. Góður vilji, með
þrautseigju og skarpri og viturlegri
'hu.gsun verður óefað það sigursæl-
I asta að iokum. ÞetÁ er álit mitt,
I þó ekki séum við skoðanabræður í
! inörgu. Eiras finst mér alt fróðlegt
og skemtilegt, sem séra F. J. Berg-
! iraann rifcar, enda er iraaður sá við-
! urkendur rithöfundur. Þið eigið
‘ þakkir skilið fyrir að útvoga ykkr
: ur svona góða menn til þess að
semja ritgerðir fyrir blaðið. Rit-
| gerð K. Á. Bencdiktssonar um ís-
lenzk miannanöfn þótti mér ógæt
i og svo mun fleirum hafa þótt, og
! v'afalauist er hann fjölfróður inaður
| í forn bókmentunuin íslenzku.
iioð skoðanamun okkar fer þó
aldrei eins og fyrir þeim, sem ein-
lægt eru að rffast og aldrei verða á
eitt sá:tir. — Eg hefði verið með
Skammdegisandi
ýmsra Norðlendinga.
(Aðsent.)
Hjarta mitt eg heyri slá—
—hér er engu að tai>a;
grafar barmi geng eg á,
gjarnan vildi eg hrapa.
Sig. Eyjólfsson.
Leið til grafar ljúf er næst
limnir kafi nauða.
ekki er vafi að friður fæst
fram við hafið Dauða.
Gísli ólafsson.
Hesta rek eg hart á stað,
heim er frekust þráin;
kvölda tekur, kólftar að,
Kári hrekur stráin.
Gísli Jónsson.
Surnar ekkert sál mín á,
—isólar engan bjarma:
Ekkert það sem unna má,
að eins tóma harma.
Fr. Hansen.
Einn eg hrekst við eyðisker,
aldrei höfn mun finna:
Bárurljóðin boða mér
bana vona minna.
Fr. Jónsson.
Þó eitthvað gleðji anda minn,
aldrei þess hann nýtur:
Sólin aðra kyssir kinn,
kuldinn hina bítur.
J. J. Pálmi.
Mestu sona herðist hrís,
hnekkist þeginn gróði.
Beztu vona drauma-dís
drekkist eigin blóði!
Sigríður Hafstað.
Húsmœður!:
ViÖhafið sannan sparnað.
Stundið nothæfni, Sparið fæðuna.
Þér fáið meira brauð og betra
braiíð, ef þér kaupið
PURITV
FLOUR
"MORE
BREAD
AND
BE.TTER
BREAD”
Þoku-ofin þynnast bönd
þreytu-dofa-strauma.
Augu sofin líta lönd
ljóss í rofum drauma. —
Jón Jónsson.
-------o-------
Maric Corelli brýtur lög.
Miss Marie Corelli, rithöfundur-
inn nafnfrægi og önnur hefðar-frú
á Englandi, voru báðar dæmdar
nýlega að borga all-háar fjársektir
fyrir að hafa breytt gagnstætt reglu-
gjörð fæðustjórans. Höfðu þær
byrgt isig upp með stærri matar-
forða, en lögin ákveða.
herskyldu ef hún befði verið sett
á undir eins, þvf þá hefðu ekkl ver-
ið teknir sumir, sem farið hafa.
Sjálfboðaliðs aðferðin kom einna
þyngst niður á bændunum og hvað
bændurna snertir hefði herskyldu-
aðferðin vafalaust reyns-t betur, ef
herskyldan hefði verið lögleidd
strax í byrjun. En nú eru svo
inargir farnir, að framlieiðsla bænd-
anna hlýtur að bíða tilfinnanlegt
tjón við að fleiri verði tekn-
ir. Ráðherrar hinnar nýju stjórnar
hafa lofað því, að bændasynir
skuli ekki verða fceknir en eg álit
að loforð þefcta hefði einnig átt að
eiga við unga bændur á herskyldu
aldri, því að þeim er alt eins mikill
skaði. Ef eg þyrði að taka upp svo
inikið rúm 4 blaðinu 1 þe' ta sinn,
gæti eg ifært nægar sannanir fyrir
því, hvað ihart sjálfboðaliðs aðferð
in gekk að bændum þessarar bygð-
ar. Svo margir buðu sig fram af
ungum mönnum hér, og til dæinis
miá segjia frá því, að 4 uppkomnir
synir fóru frá einu heimlli. — Og
er því skoðun mfn, að framleiðsl-
unnar vegna hefði öllum þeim, sem
eftir eru, átt að veitast undanþága.
Stærsla von,mín er sú, að drofct-
inn taki bráílum f taumana og
bindi enda á þenna ægilega hHdiar-
ieik, áður allur karUeggurinn hjá
öllum stríðsþjóðunum er strá-
drepinn niður. Eg get ekki hugs-
að, að þessi hörmulegi sorgarleikur
endtst mjkið lengur — og vissu-
lega ætti að vera hægt, áður langt
líður, að komast að einhverj-
um friðarskilmálum, sem banda-
þjóðirnar mættu vel við una.-------
Bygðarfréttir eru litlar. Þær haía
borist inn með íólkinu, sem er að
ferðast. Eraginn nýlega dáið hér,
ncma þessir blessuðu drengir, sem
féllu á vígvellinum, tveir úr Lög-
bergsbygð og einn héðan, allir
mjög efnilegir menn. Þeirra heifir
verið áður minst í blöðunum.
H'eiLsufar ágætt, svo ekki heyrast
stunur eða hósti, 'hvar sem maður
ferðast; ef minst er á þetta, þá er
svarið: Yið megum ekki Vera að
því. Finst ykkur ekki norræna
blóðið ólga talsvert enn í æðum
þessara kapi>a, þótt gamlir séu?
Einn segist liafa heiðinna mianna
heilsu, rekur minni til þess, að
blótin til iforna voru ekki fyrir van-
heilsu. — Félagsskapur er í frekar
góðu lagi; kristilegur s'öfnuður vel
starfandi, eftir núverandi kringum-
stæðum, með hugljúfan og góðan
prest f hroddi fylkingar, sem sáir
því góða isæði réttlættsins og kær-
leikans, treystandi því, að það falli
í góða jörð og beri hundraðfaldan
ávöxt. — Annað félag, kvenfélagið,
vinnur baki brotnu í þarfir alls
góð's málefnis: fyrir söfnuðinn sinn
og allar aðrar líknarstofnanir, sem
það kvenfélag leggur sig svo fram
til að ihjálpa Hlutur kvenna er
sjaidnast á eftir. Enda sá guð það
þegar í upphafi, að maðurinn gat
ekki verið einn, og er víða vottur
þess sjáanlegur. — öllum líður vel
efnalegia, haifa nóg að bfta og
brenna, þrátt fyrir alla skat.ta og
þungar byrðar, sem nauðsynlega
urðu að leggjast á bóndann. Það
er réttlætanlogt hvað þá snertir,
sem græða talsverða íjárupphæð ál
landi sínu, þeir igeta borið það; j
hinn, sem hefir lítið', en má borga
samia af landinu, sem ekkert er!
framileitt á, kemur harðar út. — |
Tíðin var þur og köld næstliðiðj
vor, þar tii f júní að skiíti um til j
batnaðar, og hélzt sú góða tíð fram
í október að brá til kulda og snjóa; I
varð því ihey&kapur víðast mjög
góður, /hveiti ágætt , það sem það j
var, því vegna vorkuldans var litlu
sáð .af því; hafra uppskera var lítil!
og misjöfn, enda skemdust þeir
mikið af frosti fyrstu dagaraa af
septemlber, sem þá voru óslegnir;
svo yfirleitt var uppskera víst tæp-
lega í meðallagi. En af því að verð j
var gott, bætti það mikið upp hall-
ann við uppskerubrestinn. Allar
aðrar afurðir bænda voru f háu
verði; seinast í haust voru gefin 8c.
fyrir pundið í lifandi sléturgripum.
Þurfti því ekki neinn gæða uxa til t
að gera 100 dali. Einn tveggja vetra1
. seldum við Mr. Thorvaldson hér á
90 dali. Eg álít það ekki 'gefa mikið
eftir hveitiræktinni, þótt hún sé ó-i
efað góð og meiri í stórum stíl, svo
iraargir hafa orðið stórríkir af
henni.
Við reynum að fylgjast með tím-
an, þótt lítið berl á okkur hér, og
oft nokkuð ber við, að hingað
koma menn úr stórborgunrum í
samskota umleitun, að bjóða lífsá-
byrgð og fleira; okkur. eru þeir vel-
komnir gestir og kærkomnir hve-
nær sem er og okkur er sönn á-
nægja að þeim. Svo finst okkur
það fljótt Ihverfandi, þogar aldrei
sést í blaði að hér hafi verið stigið
niður fæti sínum, en við erurn of
fátækir til að kosta blað til að j
geta um komu þeirra, annars erum I
X BLAÐSIÐA
Hafið þér bragðað
Mulið Kaffi?
Ef svo, þá hefirSu undrast yfir
því, aS alt remmubragS er horfið.
Ástæðan er sú, að litlu, jöfnu,
hreinu muldu kornin í Red Rose
kaffi er alveg laust viS hýSi og ryk.
Þú finnur einungis hiS sanna, hreina
kaffibragS, og ekkert annað. Red
Rose Kaffi er svo hreint, að ekkert
egg þarf til að setja það. Það er
eins hæglega tilbúið og Red Rose
Te, og rennur úr könnunni fagurt og
hreint og ilmur þess fyllir eldhúsið
og hjarta Jjitt fyllist fögnuði.—Það
er eitt í sinni röð.
«73
Red Rose
Coffee
við aiveg úr sögunni eða eins og
ekki til.
Svo að síðustu þakka eg báðum
blöðunum fjarska vol íyrir jólablöð-
in, sem voru svo ljó'mandi vel hugs-
uð, að sýna okkur (kaupendunum)
fallegu andlitin á mönnum þeim,
sem mest og bezt hafa barist fyrir
okkar andlegu volferðarmálum hér
vesfcan hafs. Eg man þá tíð, að
stundum var hlegið, þegar þeir
voru að spjalla saman Jón Ólaifs-
son, Sigtr. Jónasson og E. Hjörleifs-
son; þessir tóku nokkuð djúpt f
árinni, en ekki var að tala um
snildina og mæLskuna, sem ]>ví
fylgdi.
óska eg svo blaðinu, ritstjóra
þesis og ráðsmanni góðs gengis á
þessu nýbyrjaða ári..
Churchbridge, 1. jan. 1918.
B. Jónsson.
HEIMSKRINGLA er kærkominr
gestnr íslenzku hermönuun-
um. Vér sendum hana tii vina yS-
ar hvar sem er í Evrópu, á hverri
viku, fyrir aS eins 7 5 c í 6 mánuÓi
eða $1.50 í 12 mánuði
Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd
Hafiðþérborgað
Heimskringlu ?
HRAÐRITARA
OG ROKHALÐ-
ARA VANTAR
Það «r orðið örðugt að fá
æft skrifstofufólk vegna
þess hvað margir karlmenn
hafa gengið í herinn. Þeir
aem lært hafa á SUCCESS
BUSINESS College ganga
fyrir. Success skólinn er sá
stærsti, sterkasti, ábyggileg-
astl verxlun&rskóli bæjarins
Vér kennum fleiri nemend-
um en hinir allir til samam
—höfum einnig 10 deildar-
skóla víðsvegar um Vestur-
landið; innritum meira en
5,090 nemendur árlega og
eru kennarar vorir æfðir,
kurteisir og vel starfa sín-
um vaznir. — Innritist hve-
nær sem er.
Tbe Success
Bnsiness CoBege
P«ruiKc ojc EdmontoB
WINNIPEG
Hví að
Eyða
Löngum
Tíma
Með
“Eitrað”
Bióð
Prof. Dr. Hodfrlns
sérfrætingur
i karlmanna sjúk- flT-jE..— f
dómum. —25 ára rCOUm.
reynsla.
Spyrjið sjáifan yðar þessum spurnÍDgum:
Eftirtaldar tilkenningar eru auðkenni ýmsra alvarlegra sjúk-
dóma, sem oft lykta í vitfirringu og dauða:
1. Þreyttur? 2. Svartsýnn? 3. Svim&r? 4. Bráðlyndur?
5. Höfuðverk? 6. Bngin frameóknarþrá? 7. Slæm melttng?
8_ MinnisbUum? 9. Mæðigjarn? 10 Hræðsla? 11. Kjarklaus?
Svefnleysi? 13. Dofi? 14. Skjálfti? 15. Tindadofi? 16.Sár,kaun.
koparlitaðir blettir af blóðeitran? 17. Sjóndepra? 18. Ský fyrir
augum? K. Kðldugjarn--m«ð hitabylgjum á mUli? 20. ójafn
hjartsláttur? 21. Garna-gaul? 22. Óregla á hjartanu? 23. Sein
bíóðrés? 24. Handa og fótakuldi? 25. Lftið en litmikið þvag,
eftir að standa mikið í fæfcurna? 26. Verkur í náranum og
þreyta í ganglimum? 27. Catarrh? 28. Æðahnúfcar? 29. Veik-
indi í nýrum og blöðru? 30. Karlmanna veiklun?
Menn á öUum aldri, í öllum stöðum þjást af veikum taug
um, og allskoraar veiklun, svo þú þarft ekki að vera feiminn
við að leita ráða hjá þessum sérfræðingi i sjúkdómum karl-
manna.
Hvers vegna er biðstofa mín æfinlega full? Ef mínar að-
ferðir væru ekki heiðarlegar og algerlega í samræmi við nútím-
ans beztu þekkingu, þá hefði eg ekki það traust og þá aðsókn
frá fólkinu í borginmi Ohieago, sem þekkja mlg bezt. Flestir
af þeim, sem koma til mín, eru sendir af öðrum, sem eg hefi
bjálpað í líkum tilfeHum Það kostar þig ekkl of mikið að
láta mig lækna þig. Þú losast við veiklun þína og veiki.—
Komdu og talaðu við mig, það er fyrsta sporið I rétta átt,
i og kostar þig ekkert. Margir af sjúklingum mínum koma lang-
ar leiðir og segja mér að þeir haíi allareiðu eytt miklum tíma
og peningum í a ð reyna að fá bót meina sinna i gegn um bréfa-
skifti við fúskara, sem öUu lofa í auglýsingum sinum. Reynið
ekki þá aðferð, en komið til mín og látið skoða yður á réttan
hátt; engin ágizkun. — Þú getur farið heim etftir viku. Vér
útvegum góð herbergi nálægt læknastofum vorum, á rýmilegu
verði, svo hægra sé að brúka aðferðir vorar.
SKBIFIÐ EFTIR RAÐL.EGQIIVGUM
Próf. Doctor Hodgens, PjT.ör2SdS£*
35 South Dearborn St., Chicago, IU.