Heimskringla - 28.02.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. FEBRÚAR 191fr
HEIMS K RIN GLA
<Stufnii« 188«)
Kumur At & hverjunt Flmtuðesl.
Otsefendur ogr elpendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerC blaísina 1 Canada og BandarikJ-
unum $2.00 um ári® (fyrirfram borgati).
Bent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgaS).
Allar borganir sendist rWsmannl blaSs-
lns. Póst eða banka ávísanir stilist tll
The Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur
Skrlfatofa:
TM 8HBRBROOKB STREIIT., WINRIIPBO.
p.O, Boi 3171 TalMlml Garry 411«
>—— .......... iii i n i i«
WINNIPEG, MANITOBA, 28. FEB. 1918
Eftirtektaverðar breytingar
Margvíslegar breytingar ryðja sér til rúms
nú á tímum í lífi allra þjóða, stríðsþjóðanna
fyrst og fremst og hlutlausu þjóðanna einn-
ig. Styrjöldin er þjóðunum eins og alheims-
skóli—reynslu skóli—færandi þeim ein-
hvern nýjan boðskap á öllum svæðum, er
ætíð brýtur meir og minna í bága við
kenningar liðna tímans.
Rás viðburðanna nú á dögum bendir
sterklega til þess, að niðurhrun þess gamla
sé í vændum og annað nýtt, æðra og full-
komnara, komi í staðinn. Upp úr rústum
styrjaldarinnar rís þá betri heimur og sann-
ari. Ormarnir sem uxu á gulldyngjunum,
verða drepnar og gullið fært til réttra af-
nota fyrir mannkynið. Fornum skruddum
og skræðum verður þá á bál kastað og nýj-
ar bækur verða ritaðar. Ef annars einstak-
lingar þjóðanna unna mikið við bóklestur,
eftir að þeir eiga kost á að svífa á skýjum
ofar, hve nær sem þeir. vilja í flugreiðum
sínum!
Fram á þessar breytingar allar sér nú ein-
veldið þýzka, bæði í eigin landi sínu og hjá
öðrum þjóðum. Sízt er því að undra, þó
valdhöfunum þýzku sé órótt innanbrjósts á
þessum tímum. Frá því fyrsta hafa þeir
hatast við alla stjórnarfarslega nýbreytni og
kosið að una óáreittir við sitt gamla skipu-
lag—sem tekið er í erfðir frá miðöldunum.
Sjá þeir því ekki annað en mestu hörmung-
ar í vændum, ef þessi nýju byltinga-öfl, sem
gera vart við sig í öllum löndum, nái fyrir
alvöru að festa rætur á Þýzkalandi. Eru
allar uppreistir þar því bældar niður harðri
hendi og engu tækifæri slept til þess að
brýna fyrir þjóðinni, hve mikil hætta sé á
ferðum fyrir hana, ef hún snúist öndverð
stjórn lands síns og keisara og láti blekkjast
af lýðfrelsisglamri óvinanna. Lýðfrjálst
stjórnarskipulag virðist, í augum þessara
manna, vera sá svartasti skuggi, sem yfir
Þýzkaland gæti fallið.
Þannig eru Þjóðverjar að einangra sig
meir og meir frá öllum öðrum þjóðum.
Englendingar aftur á móti taka breytingum
nútímans vel og gera enga tilraun að sporna
á móti þeim. Konum þar er veittur atkvæð-
isréttur, eftir að þær hafa barist fyrir þessu
árangurslaust í fjölda mörg ár, og engum
dylst þetta muni reynast brezkri þjóð stór-
kostleg breyting til hins betra. Verkamanna-
flokkurinn þar í landi gerist öflugri að heita
má með degi hverjum og fer þó fram á ýms-
ar stórvægilegar breytingar, t.d. afnám lá-
varðastofunnnar í þinginu. Hefði annað
eins skoðast Iandráðum næst á Englandi fyr-
ir örfáum árum síðan. Sannast því hér hið
fornkveðna, að tímamir breytast og menn-
irnir með.
Hér í Canada hafa átt sér stað ekki svo
fáar þýðingarmiklar breytingar, síðan þátt-
taka þessa lands hófst í strfðinu. Helztu
stjórnmálaflokkunum hér hefir verið steypt
saman og bandalagsstjórn sú mynduð, sem
nú er við völdin. Rokksfylgið hefir verið
látið rýma úr sessi fyrir samhug og sam-
vinnu. Þetta er nýtt í sögu Canada, því
hvergi í heimi hefir flokksfylgið verið sterk-,.
ara en hér, og engir, sem nokkuð hugsa,
neita að þetta muni hafa miklar og víðtæk-
ar afleiðingar fyrir landið og þjóðina.
Ríkjandi stefnan nú í Canada er efling sam-
vinnunnar, samvinnu einstaklinganna, sam-
vinnu fylkisstjórnanna og sambandsstjórnar-
innar, og alt miðar þetta að því sama, að
auka alla framleiðslu f Iandinu og hrinda öll-
um velferðarmálum þjóðarinnar í betra
horf. Drengjaherinn, “Soldiers of the Soil”,
sem nú er í ráði að mynda, er gott sýnis-
horn af þessum tilraunum núverandi sam-
bandsstjórnar, og verður það stærsta sam-
vinnuspor, sem stigið hefir verið í sögu
þessa lands. Margar fleiri breytingar hafa
átt sér hér stað, sem líklegar eru til að hafa
mikil og góð áhrif.
En einhver eftirtektaverðasta breytingin
hér eru þó, án allra tvímæla, stakkaskifti
þau, er þýzksinnaðir borgarar þessa lands
hafa tekið í seinni tíð. Lengi vel drógu þeir
taum Þjóðverja af ítrustu kröftum. Ekki
þorðu þeir þó að gera þetta opinberlega,
því hugrekki þeirra var ekki samstiga við
þeirra miklu vitsmuni og yfirgnæfandi þekk-
ingu. En við kunningja sína og aðra, sem
ekki voru líklegir til þess að draga þá fyrir
dóm og lög, voru þeir þó stundum all-
tungulangir. Og aldrei þreyttust þeir á að
útmála með fögrum litum menninguna
þýzku og yfirburði Þjóðverja yfir allar aðr-
ar þjóðir þessa heims. Um einveldið þýzka
vildu þeir sem minst tala, en Iétu þó stund-
um þá skoðun í ljós, að stjórn Þýzkalands
hefði reynst verkalýð og lægri stéttum full-
komnari og betri stjórn, en nokkur stjórn
lýðfrjálsu landanna. Hryðjuverk Þjóðverja
í Belgíu og víðar áttu að vera óumflýjanleg-
ar afleiðingar stríðsins — þjóðverjar væru
hetjur, sem ekkert létu fyrir brjósti brenna
og yrðu bandamenn að beita sömu bardaga-
aðferð og þeir, ef þeir hugsuðu á sigur.
Þegar frá leið tók þó töluvert að dofna
yfir þessum velvildarhug sumra hér í garð
þýzkrar menningar og Þjóðverja. Hvernig
þetta atvikaðist, er flestum hulin ráðgáta.
------Svo kom Bolsheviki flokkurinn á
Rússlandi til sögunnar og þá fyrst breyttu
“þeir þýzksinnuðu” algerlega um stefnu.
Nú hættu þeir að básúna þýzka menningu
og dembdu í þess stað allri ást sinni á
Bolsheviki stjórnina rússnesku! Stjórn þessi
átti að vera að stíga fyrstu sporin í áttina til
þess “að frelsa heiminn.” Stefnuskrá henn-
ar átti að votta nýja menningar strauma, og
æðri og fullkomnari þroskun fyrir mann-
kynið. Fór þetta Bolsheviki-fylgi svo langt
hér í Winnipeg, að fyrir nokkru síðan var
haldinn fundur á einu Ieikhúsinu hér og nú-
verandi stjórn Rússlalnds þar hafin himnin-
um hærra. Lastmælum var óspart hrúgað á
stjórnir allra annara landa og stríð þetta
sagt orsakast ai valdafíkn og auðgræðgi á
báðar hliðar. Samskot voru svo tekin í lok
fundarins, menn ámintir um að gefa ríflega
og styðja gott málefni.
En þegar friðarstefnan í Brest Litovsk
endaði í verstu sundrung, tók Bolsheviki
fylgjendum hér ekki að lítast á blikuna.
Hafa þeir að sjálfsögðu ekki gengið að því
gruflandi, að Rússar myndu lítið viðnám fá
veitt “hetjunum” þýzku.
Enda varð sú raunin á. Járnhnefinn þýzki
kom í ljós og tók að merja Bolsheviki-
stjórnina til agna. Alt tók annan blæ og
fult útlit varð nú þess, að sporin, sem stjórn
þessi hafði í hyggju að stíga til þess að
frelsa heiminn, yrðu aldrei stigin. Horn-
grýtis hervaldið þýzka sá um það.
Hinir áður “þýzksinnuðu” hér (en nú
fylgjendur Bolsheviki stjórnarinnar) stóðu
máttvana og ráðalausir. Á dauða sínum
höfðu þeir átt von, en ekki svo sviplegum
dauða Bolsheviki stjómarinnar. Tóku þeir
því að fyllast bræði mikilli í garð Þjóðverja
—fyrverandi vina sinna.
Og nú eru þeir flestir teknir að hata
Þýzkalands keisara eins og djöfulinn sjálf-
an! i
Þessf stakkaskifti þýzksinnaðra manna
hér í Canada em eftirtektaverð mjög — og
leiða vonandi til þess, að menn þessir taki
nú að leggja fullan skerf til þátttöku þessa
Iands í stríðinu og reynist dugandi drengir
eftir alt saman
Til aðvörunar
Sagt er að íslenzkur bóndi hafi nýlega
komið hingað til borgarinnar í þeim erinda-
gerðum, að reyna að fá undanþágu frá her-
þjónustu fyrir son sinn Er oss sagt, að
hann hafi leitað hér til málsmetandi lslend-
ings—sem þektur er fyrir að vera andstæð-
ingur herskyldunnar—og beðið um liðsinni
hans í þessum sökum Maður þessi brást vel
við, því hann er hinn bónbezti, og áður
mjög langt leið fékk hann undanþáguna,
með því móti, að lögmanni nokkrnm hér í
borginni voru borgaðir $100 fyrir að koma
þessn í gegn.
Að lögmaður þessi, hver sem hann er,
leyfir sér að setja svo gífurlega fjámppræð
fyrir þetta verk sitt, virðist benda til þess,
að undanþága þessi hafi verið lítt fáanleg
og hann hafi þess vegna orðið að beita ein-
hverjum lygum við undanþágu-dómstólana.
Verða þá allir, sem við þetta eru riðnir,
jafnsekir, því hér er sýnilega verið að
fara á bak við landslögin.
Allir þeir, sem nokkuð fylgjast með mál-
um þessa lands, vita, að lögmennirnir standa
ekki í neinu sambandi við undanþágu-dóm-
stólana og hafa því ekkert með undanþág-
ur að sýsla. Þeir geta samið undanþágu-
beiðnir fyrir menn gegn sanngjarnri þókn-
un—en að þeir hafi rétt til þess að setja upp
$100 fyrir ekki meira verk, nær ekki nokk-
urri átt. Að lögmanni er borguð svo há
fjárupphæð, bendir ótvíræðilega til þess, að
alt sé ekki með feldu.
Vér viljum í allri einlægni vara íslenzka
borgara hér í landi við öðru eins og þessu.
Islenzku hetjurnar, sem nú berjast á vígvöll-
| um Frakklands, verðskulda ekki þannig lag-
aða breytni af samlöndum sínum hér heima
fyrir. Og ef það reynist rétt að vera, að
Islendingar hafi borgað stórar fjáruppræðir
til lögmanna fyrir að útvega þeim með ein-
hverjum brögðum lausn frá herþjónustunni
—þá er þetta sá blettur á íslenzkri þjóð,
sem seint verður afmáður.
Halldór Jón Eggertsson.
Húskveðja
Faðirinn stendur bezt allra að vígi til
þess að fá undanþágu fyrir son sinn. Hafi
hann góðar og gildar ástæður fram að færa,
verður honum veitt undanþágan án langrar
tafar. En séu ástæður hans, samkvæmt á-
kvæðum herskyldulaganna, ekki skoðaðar
fullnægjandi, er ekki að búast við, að und-
anþága verði veitt — og skylda allra er að
; hlíta þeim úrskurði, eins og löghlýðnum
í borgurum sæmir.
i
Islendingar hafa ætíð í þátíðinni fengið
orð á sig fyrir að vera löghlýðnir menn,
hvar sem þeir hafa verið, og vonum vér
fastlega, að engir þeirra gefi þjóð þessa
lands tilefni að halda annað.
-------------------------------------------h
Álit merkra manna
Blaðið Canadian Finance, sem fjallar ein-
göngu um fjármál, birtir nýlega langa rit-
gerð um núverandi fjárhag Manitobafylkis,
og hlýtur ritgerð sú að vekja eftirtekt allra
hugsandi manna. Ritstjóri blaðs þessa, S.
[ R. Tarr að nafni, er tilheyrandi liberal
flokknum, svo ekki er hægt að segja, að að-
finslur hans séu sprottnar af blindu flokks-
fylgi.
Ritgerð þessi er of löng til þess að hægt
sé að birta hana í heilu lagi í þetta sinn. En
helztu atriðin, sem lögð er mest áherzla á,
eru sem fylgir:
Tekjuhallinn eða sjóðþurð er $184,000,
samkvæmt skýrslu Ed. Brown, en þetta er
ekki rétt. Virkilegur tekjuhalíi fylkisins er
$734,557.
Árstekjur fyrir 1917 voru að mun meiri
en fyrir 1916.
Tilhögun hefir verið þannig, að iðjulaus
höfuðstóll, geymdur í fjárhirzlum fylkissins,
hefir orsakað fylkinu tilfinnanlegt fjártjón.
Fylkiseignir eru virtar á ofhátt verð.
Fjárupphæð, sem nam $98,000, hefir
borgast til ýmsra þjóðræknisþarfa (patriotic
expenditure) og hefir verið tekin af höfuð-
stól fylkisins, sem ekki er réttlætanlegt.
Skuld fylkisins (debenture debt) hefir
aukist um tvær miljónir síðastliðið ár.
Hon. Brown “gerir lítið úr vitsmunum
fylkisbúa og gengur fram hjá því, hve alvar-
legir tímar nú eru,” er hann heldur því fram,
að núverandi tekjuhalli sé ekki skaðvæn-
legur.
$1,070,000 fjáruppphæð hefir verið tek-
in úr bankanum síðan 30. nóv. 1915 í við-
bót við árstekjumar, sem eytt hefir verið,
og ofan á þetta bætist tekjuhallinn þetta ár,
$734,557.
Aðferð stjórnarinnar í allri tilhögun á
þjóðræknis skattinum, er gagnstæð sjálfvið-
urkendri stefnu þessarar stjórnar.
Ástæður þær, er Brown fram setur til
skýringar á tekjuhódlanum og til þess að
réttlæta hinar nýju skatta-álögur, eru á litl-
um rökum bygðar.
Brown tekur $2,000,000 lán, gegn 6.25
per cent rentu, og borgar lántöku-kostnað;
hefði þó getað tekið $1,000,000 lán í gegn
um Sir Thomas White, án þess að borga
nokkum lántöku-kostnað.
£ margt annað er bent í ritgerð þessari.
Af því aðfinslur þessar líka koma frá
sterkum fylgjanda liberal flokksins, hafa
þær sérstaka þýðingu. Hér er líka sá mað-
ur að tala, sem aflað hefir sér ítarlegrar
þekkingar á öllu, sem að fjármálum allra
vesturfylkjanna lýtur.
Og þetta ár endurtekur sig sama sagan.
Stefna stjórnarinnar nú er sú sama og verið
hefir. Fjárhagsáætlanimar benda að eins á
enn meiri eyðslusemi en áður, enn meira
fjárbruðl í allar áttir.
Með því að moka þannig út fé á báða
bóga, er Norris-stjórnin að stuðla að “efna-
legu velgengi’ belztu fylgjenda sinna.
flutt við jarðarför Halldórs Egg-
ertssonar 22. feb. 1918.
Eftir síra F. J. Bergmann.
Höldum fast við játningu von-
ar vorrar óbifanlega, því trúr er
sá, sem fyrirheitið hefir gefið. —
Hebr. 10, 23.
Einn allra sterkasti þáttur í lífi
hvers manns er vonin. Hún lifir
flestum mönnum í brjósti eins
lengi og hjartaslögin halda áfram.
Menn gera ósjaldan gys að henni
og lítilsvirða. Samt er hún ein af
megin-þáttum lífs vors. Þegar hún
sloknar, þá er alt farið.
Hún ber hvern einstakan mann
áfram. Valdsmanninum og valda-
leysingjanum, auðmanninum og
öreiganum er hún öruggasti staf-
urinn. Þeim, sem lítið þarf á henni
að halda og margt annað hefir við
að styðjast, getur fundist í bili að
hann þurfi ekki á henni að halda.
En þegar stoðirnar bila,—og þeim
er að síðustu öllum burtu kipt,
verður hún ein eftir, og aldrei eins
sterk og dýrmæt og þá. Allar bila
þær á endanum, nema hún.
Hrein og (heilög von ei verður tál;
Yið það skaltu hugga þig, mín sál.
Vonin sjálf or vonar-trygging nóg,
von uppfyllir sá, or von tilbjó.
Hún er ekki séreign neins manns.
Hún er sameign alls mannkynsins.
Hún er hin máttuga tengitaug allra
trúarbragða og trúarskoðana.
Sú föðurhönd, sem mótað hefir
manneðlið, hefir af eilífum kær-
leika látið sér þóknast, að steypa
mannkynið alt í móti vonarinnar,
—eilífðar-vonarinnar.
Fyrir því er vonin sjálf nóg
vonar-trygging. Hún byggist á
honum, sem hugsað hefir upp
þetta furðulega líf, og látið stund-
ina stuttu hér á jörðu vera fyrir-
heit um eilífð fram undan.
Þegar frelsari mannanna birtist
hér í mannheimum, kom hann ein-
mitt til þess að gera eilífðarvonir
mannanna öruggar.
Hann kom til að vekja eilíft líf
í sálum mannanna hér, sem verið
gæti eins og frjóangi eða spíra
þess h'fs, er mennirnir ætti fyrir
hendi. Líf, sem væri með svo
sterkum ummerkjum, að ekki
gæti haggast eða bugast af nokk-
urri bylting eða umbreyting.
Jesús Kristur er vonar-trygging
mannkynsins. Kristur meðal yðar
von dýrðarinnar—segir postulinn.
Kristur í yður von dýrðarinnar,
kæmi ef til vill hugsan hans nær.
Kristur í brjósti þínu og mínu
von dýrðarinnar, sem vér eigum í
vændum. Kristur í brjósti vors
liðna bróður, sem nú er að kveðja
heimili sitt, von dýrðarinnar, sem
hann er genginn inn til.
Kristur í brjósti ekkjunnar,
huggunin eina, sem henni kemur
nú að nokkuru haldi, af því hann
segir: Þú skalt fá að sjá vininn
þinn aftur og ferðast með honum
um eilífðarlandið.
Kristur í brjósti vor allra heilög
trygging þess, að þar skulum við
öll fá að verða samferða.
Höldum fast við játningu vonar
vorrar óbifanlega, því að trúr er
sá, sem hefir fyrirheitið gefið!
Trúr er sá, sem svo hefir saman-
fléttað fyrirheiti eilífs lífs voru
DODD’S NÝRNA PILLUR, góZgr
iyrlr allskonar nýrnaveikL Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’fr
Kidniey Pills, 50c. askjan, sex öskj-
ur íyrir $2.50, hjá öilum lyísölum
eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd,
Toronto, Ont.
rneðfædda manneðli, að enginn og
ekkert skal geta rakið þann
þáttinn úr.
Dauðinn er hvað eftir annað á
ferð meðal vor. Öldungis óvænt
hefir hann nú með stuttu miilibili
gripið hér hvað eftir annað inn á
sömu sifjastöðvar.
Þegar aldurhnigin gamalmenni
eru burtu kvödd, sem fegin leggja
göngustafinn niður, fögnum vér.
Plöntunni, sem eigi gat lengur
þróast og þrifist í þessum jarðvegi.
er endurplantað í jarðveg annars
lífs, þar sem henni er ætlað að fá
nýjan vöxt og viðgang.
Það er fögnuður. Það er fyrir-
heit guðs barna!
En dauðinn, eða þau umskifti.
er vér köllum svo, hrífur ósjaldan
brottu menn á bezta aldri, eins og
þenna vin vorn. Menn, sem rétt
eru byrjaðir að vinna ætlunarverk
lífs síns. Húsfeður frá eiginkonu
og ungum börnum.
Og þá er hann svo sár og óum-
ræðilega dularfullur.
En svo þóknast honum að vera
láta, húsföðurnum mikla á hinu
stóra heimili lífsins.
Hann er sífelt að flytja verka-
mennina frá einni álfu til annarrar,
úr einum verkahring í annan, eftir
því sem hann þarf á þeim að
halda.
Embættin eru mörg í löndunum
hans. Hlutverkin margvísleg. Hann
einn kann að segja fyrir verkum.
Hann einn þekkir þann reit á borði
lífsins, sem hverjum er hentastur.
Hann einn veit, í hverri fylkingunni
vér gerum mest gagn.
Vér skiljum þetta alt,
‘•þegar sérlhver rún er ráðin
og raunaspurning, sem oss duldist
hér.”
Halldór Jón Eggertsson var
fæddur árið 1878, 20. septem-
ber að Tandraseli í Borgarhreppi
í Mýrasýslu. Voru foreldrar hans
þau hjónin Eggert Jónsson og Sig-
ríður Jónsdóttir, bjuggu í Tandra-
seli og voru ættuð úr Borgarfirði.
Þau áttu mörg börn og komust tíu
þeirra til fullorðins ára.
Árið 1887 fluttust þau vestur
um haf, hingað til Manitoba-fylkis.
og settust að tvær mílur fyrir norð-
an Gimli. Vorið 1888 fluttust þau
til Winnipeg og áttu þar heima til
haustsins 1893, er þau fluttust út
til Narrows við Manitoba-vatn.
Þar lézt Eggert, faðir Halldórs og
þeirra systkina, árið 1897. En
móðir Halldórs lézt hjá Jóni Egg-
ertssyni, syni sínum, árið 1906,
hér í Winnipeg.
Árið 1899 fluttist Halldór út í
Swan River-dal og tók þar land;
var hann þar í þrjú ár. Fór hann
þá hingað til Winnipeg og gekk á
verzlunarskóla veturinn 1902. Eft-
ir það vann hann við verzlan, sem
hann rak stundum í sjálfs síns
nafni, og um eitt skeið við fast-
eignasölu fyrir Árna, bróður sinn.
Nú síðast gaf hann sig við lífsá-
byrgðar störfum.
Árið 1906 gekk hann að eiga
Ingibjörgu Árnadóttur Sveinssonar
frá Glenboro, sem nú harmar mann
sinn látinn. Þeim varð fjögurra
barna auðið, sem öll eru á lífi:
Árni Halldór, 10 ára, Guðrún Sig-
ríður, 7 ára, Margrét May, 5 ára,
Edvina Sigríður, 3 ára.
Halldór heitinn var maður vel
metinn og vel látinn af þeim, er