Heimskringla - 21.03.1918, Síða 5

Heimskringla - 21.03.1918, Síða 5
WINNIPEG, 21. MARZ 1918 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA urð.sson hvorki heyra né sjá stjórn- arskrá þá, sem ]>á var lögð íyrir þingið. Eg var þá einnig í boði á- samt forseta hjá bröður hans, Jens rektor Sigurðssyni, og var, eins og áður er sagt, hrein unun, að vera í samkvæmi með Jóni. Hann var svo skemtilegur og Jífgaðl og fjörgaði alt upp í kring um sig. Tvö bréf fékk eg frá Jóni Sigurðs- syni, og var í þeim báðum talsvert drepið á pólitík. En þvi miður eru }mu bæði glötuð. Stykkishólmi í janúar 1915. Ólafur Thorlacíus. II. Þegar eg var 16 ára, var eg send til mentunar móðurbróður mínum dr. lljaltalin landlækni í Rvík. Þá minnlst eg ]>ess, að Jón Sigurðsson kom þar oft, einkum að kveldi til, og sat alblengi við “toddý”-drykkju með bróður mfnum. Yaktist ]>á at>- l»ffgli mín ósjálfrátt á þessum manni ögrum fremur. Eg man enn ]>á isvö glögt, hvernig hann sat og hallaði sér upp við bakið á bekkn- um, meðan samtalið rann óstöðv- andi, án þess nokkurt hlé yrði á. Eg man, að Jón Sigurðsson var í hvitu vesti og ljósleitum buxum, en dökkum frakka, og hann saup oft á toddýglasinu, og gat eg, unglingur- inn, ekki að þvf gert, að taka eftir hinum streymandi orðum frá vör- um lians. Svo man eg það^ að einu sinni hleypur dr. Iljaltalín upp á loft til Egils bókbindara, að sækja ein- hverja bók, sem hann var að binda l'yrir hann. En ]>egar Hjaltalín kem- urofan með bókina í hendinni, hitt- ist svo á, að Jón Siigurðsson rekut inn höfuðið í forstofuna, til að iieimsækja Hjaltalín. “Hvaða bók ertu nú með í hendinni?” segir Jón Sigurðssop. “Líttu á!’' segir hinn. l>eir Ijúka upp bókinni og — reka báðir upp skellihlátur, og l>að ætl- ar enginn endir að verða á þeim hlátri, svo kona Hjaltalíns, ásamt mér, komur loks út til þeirra og spyr, að hverju þeir séu að /hlæja svo mikið. I>að var þá vers eitt i gamalli bók með gotnesku letri, lítt iæsilegt. En versið hljóðaði svona: Þegar þú Kristi kær komst mér að létta, Eg sló ]>á á mitt iær, er eg sá þetta. En kona Iljaltalfns var víst mjög guðhrædd og ávítaði þá fyrir að vera að hlæja að þessu, og iáta mig vera að hlæja að því líka. l>á man eg að Jón Sigurðsson sagði: “Biess- aðar verið þér ekki að þessu, frú, því telpan sú arna getur greint guðsorð frá þessu orði.” Þá minist eg, að eitt sinn fór eg, þá 17 ára, upp á þing, sem þá var, eins og allir vita, haldið í latfnu- skólanum. Þar voru nú ekki flos- bekkir né Brysselsábreiður á gólf- um, hcldur harðir trébekkir að sitja á. En ]>á sátu þingmenn samt kyrr- ir á bekkjum sínum, en voru ekki að rápa til og frá út og inn. Þarna sat Jón Sigurðsson forseti fyrir rniðjum gafli. Og-unér fanst, telp- unni, eins og einhver ósjálfráð tign skína út frá þessum manni, eða eins og hann stræði geislum alt í kring um sig. Áður en eg fór á þing, hafði eg heyrt að senna mikil myndi verða Jiann dag á þingi út úr fjárkláðan- um. Þogar eg kom, var einn and- mælandi lækninganna, mig minnir etazráð Þ. Jónasson, að tala. Hann sagði, að enginn efni væru til þoss lijá bændum, að viðhafa lækningar, þær væru fjarstæða o.s.frv. Hann var heldur stirðmæltur og rak f vörðurnar, þótt vitmaður væri. Þá hugsaði eg: nú mun íorseti reiðast. En og sá það, að á meðan Jónassen var að tala, komu rauðir blettir í kinnarnar á Jóni' Sigurðssyni, en hvftt var hörundið ámilli; en okki náði sá roði uþp á ennið. Nú stóð forseti upp. En hversu hissa varð eg ekki, er rödd hans var eins róleg, eins og honum þætti ekkert við hinn. En orðin, som (hann talaði, voru svo sannfærandi og þrungin mælsku, að mér fanst hver maður verða að hugsa: hann hefir rétt að inæla. Þetta eru nú öll þau kynni, sem og hafði af Jóni Sigurðssyni per- sónulega. Anna Thorlacíus. — Skírnir. -----o------ Af refamörk. Þess eg geld, að hélt í horfi, hans mig feldu brugðin heit, iifir eldur f lóartorfi longur lieldur en nokkur veit. Enn því sit, að enginn leigði, öll skal hnýta gremju orð, «11 ir litu að eg fleygði áttavita fyrir borð. J. G. a Heimsádeila. “Það er svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að ræða.” í hvert skifti, er blöðin koma út á landið, út í sveitirnar til okkar bændanna, þá gefa ]>au okkur nýtt, eða að minsta kosti endurnýað um- hugsunarefni. Jafnvel mjög ólík umhugsunarefni hvert blað út af fyrir sig. Og auðvitað á þetta svöna að vera. Til þess eru blöðin samin og út gefin, og til þess keypt og les- in, að þau veki lesendurna til um- hugsunar. Það leynir sér ekki á íslenzku blöðunum okkar, að þau vilja vera lýðholl máigögn, verja ihag og vel- gengni alþýðunnar. Og er það auð- vitað virðingarvert, og lfka blöðun- um -sjálfum fyrir beztu. En þvf mið- ur er það minna gagn en ákjósan- legt væri, sem þau áorka, sérstakloga út á við, vegna þess að þau með- höndla viðfangsefnin á okkar sér- staka máli, sem allajafnast hvorki heyrlst né skilst af þeim, scm f sök- inni -standa. Engu sfður er þó nauðsynlegt, að blöðin skýri vel og rökræði þau málefni, sem þau meðhöndia, vegna þess að þau eru kennarar alþýð- unnar, og margur er sá alþýðumað- ur, sem vænta má mikilla áhrifa af út á við til itinna -enskumælandi all>ýðubíæðra sinna, ef hann sjálf- ur hefir eignast rétta liugmynd um áhugamálin. Það má mikjð um það ræða, hvert sé hlutverk blaðanna, og sundur- liða það í ótal greinar og kvfsiar. Mörgum þykir ]>að blaðið bezt, sem er fjöibrevttast. En það tvent getur ekki farið saman í litlu vikublaði, að vera fjölbreytt og ítarlegt. Og Það er ekkert spursmál, hve ntikið meira gágn að því verður, þó blöðin meðhöndli f-ærri mál, að þau ræði þau l>á -svo ítarlega, að allir meðal- nienn skilji máiavexti, og geti sjálf- ir út frá því skapað sér rökréttar á- lyktanir f framgangi málsins. Bæði biöðin, Heimskringla og Lögberg, hafa f seinustu eintökum minet á vistastjóraskiftin, og áfella fremur eins og von er báða þessa gæðinga, -hinm fráfarna og nýja vitastjóra, fyrir aðgerðaleysi. Eg er böðunum samþykkur, að embættismenn þessirhafa sjáaniega ekkert gagn gert enn þá, og eg er jafnvel hræddur um, að þó enn væri skift um mann í þessu nýja embætti, að þá sæi hann engin ráð til að hafast að ein-s og sakir standa. En mál þetta er svo víð-tækt og vsvo þýðingarmikið og fléttað inn í aðal viðskiftalíf og efnalega velferðar- lífsvon canadisku þjóðarinnar, að ekki -er óþar-ft að gera sér enn þá frekari grein fyrir því. Og mér sýnist jafnvel, að hverjum atorkusamasta vi-stastjóra sem væri, sé vorkun, þó hann liiki við, þegar til framkvæmdanna keinur, ef hann athugar hvað blasir við framund- a-n, 'hvað að baki li-ggur. Hvað yfir höfði vofir, og á hverju staðið er. Ef nokkur lífsleiðarfleyta mann- anna er stödd á hringiðu, þar sem ekki verður stundinni lengur stefnt f 'sömu átt. Ef nokkurt öfugstreymi getur hind.rað mann-saflið. Ef ósam- kvæmni getur orsakað stundar bið, þá verður vista-stjórinn að vera vax- inn yfir alt þetta ef hann á nokkru að áorka. Hver býr til vistatjórnare-mbætt- ið og skipar manninn í það? Auð-. vitað sainbandsstjórnin. Hvað haf-; ast þeir göfugu iherrar að? Vista stjórnin hiýtur að vera vel af liendi | ieyst, ef ' hún vinnur í samræmi! við sam-band-sstjórnina, og hefir; hennar viðskifthugsjónir að mark-j miði. Bæði þessi framkvæmdáröfl; eiga að vinna að velferð alþýðunn-| ar, bændastéttarinnar, til eflingarj og uppbyggingar Canadaríkinu. Sambandsstjórnin finnur ástæðu til að byggja upp auðfélögin, með því að iíða þelm að hækka flutn- ingsgjald með járnbrautum um 15% eða -svo nemur í dollurum mörguiw tugum miljóna á ári af bændastétt- inni. Yistastjórinn á, samkvæmt til- gangi sambandsstjórnarinnar með embættisskipun lians, að sjá um að auðfélögin hrúgi ekki saman pen- ingum úr vasa bændastéttarinnar á þeim sviðum, þar sem auðfólögin eru milliliður á -milli -framleiðanda og neytanda. Hvemig skyldi vista- stjóranum ganga að finna sam- kvæmnin-a í þessu? Eða finna út, á hverri blaðsíðunni að stjórninni sé alvara? Eins og sakir standa, er Canada- ríkið, okkar eLskaða íósturland. einkum í vanda statt vegna þe-ss, að við höíum lífsnauð-synlega orðið að senda burt úr landinu mesta og bezta vinnukraftinn, sem við átt- um. Hollustu hendurnar og um- hyggjuna, orkuríka, starffúsa, lífs- glaða, ættjarðarelska bændasyni, til þese að bregðast ekki hinum guðdómlegu hugsjónum okkar og allra beztu manna hehnsins, í því efni, að gera hvað f okkar vaidi stendur, til að útrýma -hinu við- bjóðslega, dýrsl-ega gri-mma prúss- nesk.a drotnunarvaldi af jörðinni. Samband-sstjórnin okkar er ekki vítaverð fyrir það að hafa sýnt sig ákveðna og framtakssama í stjórn liðsöfnunar þessa^'ar til stríðsins. En hve víðtækur er svo verkahring- ur liennar? Skilur hún ekki, að þau tvö meginöfl, sem halda ríkis- heildinni uppi, eru vinnukraftur og peningar Vinnukrafturinn er þeg- ar herskyidaður eins og minst he-fir verið á, og bændur standa vilja- og vongóðir, en hálfsligaður undir sf- vaxandi ríkisskulda þunganum. En hluttekningarlausir, blóðlausir og tilfinningarlausir peninga - hlaðar auðkýfinganna, sýnast ekki vekja athygli stjórnarinnar, þegar hún í raunum sínum ræður þó frekar af að biðja bændur um sigurlán, þó þeir hafi tapað vinnukraftinuin að svo miklu leyti, — heidur en að her- skylda periinga auðfélaganna, og sjáandi ekki það, að auðinagnið f einstakra höndum, stríðir á móti hernaðarhugsjónum bandama-nna, hiiðstætt með prússneska hervald- inu. Hvernig ætli vist-a-stjóranum tak- ist að samrfma þetta makindalega aðgerðaleysi stjórnarinnar,, fyrir- skipunum þeim, sem í hans fram- tíðarstarfi felast? Að sjá svo um, að áhrif auðfé'aganna komist ekki inn 1 vistabúr ríkisins. Sambandsistjórnin sá ástæðu til, að leggja sína þungu og miskun- sömu ]>ekkingu á metaskálina hjá hveiti bændanna, þegar heimsþörf- in heimtaði meira og meira hveiti, livað sem það kostaði. Og hin misk- unsama sambandsstjórnar þekking, á efnum og ástæðuin mannkynsins, ákvað $2.21 fyrir mæli af bezta hveiti hvað sem heimsþörfi-n hefði kunn- að að ráða af. Þetta skiidu bændat-etrin, og virtu á betri veg. Þeir voru með sjálfum sér sannfærðir um, að þessi framkvæmdarsama og þekkingar- ríka stjórn, mundi í nálægri fram- tíð sjá þetta við bændurna, með því að snúa sér meðr uppeiddan hnefann að auðfélögunum og segja við þau. Eg hefi reiknað til verðs hvert einasta stykki í plógnum, í herfinu, í sláttuvélinnií vagn- inum og hverju öðru því verk- færi, sem þið seljið bændunum okkar, og eg hefi fyrir mér ítarlega og alls ábyggilega skýrslu verk- fræðinga minna og efnafræðinga, sem leiðir það í ijós, að þið í svik- samlegum félagsskap seljið bænd- unum öll ykkar verkfæri svona mik- ið dýrari en ]>ið -með góðum árangri þurfið að gera. Hér eftir ákveður stjórnin verð á verkfærum ykkar' eins og því sem framleitt er með verkfærunum. Enda á eg von á, að þið sjáið það, að rétti ykkar er i engu liailað, með þessari aðferð, samanborið við þýðingarmestu stétt ríkisins—bændastéttina. Hvað halda menn? Að vistastjór- inn kynni að verða upplitsdjarfari að vinna í sama anda, og í skjóli ]>eirrar stjórnar, sem beitti sínum á- hrifum jafn örugg inn í hallir auð- kýfinganna eins og fátæklégustu kofa bændanna, en ætíð á grund- velli jafnyéttisns. óendanlega iengi og í mörgum Oeiri atriðum mætti sýna fram á, Nefið Stíflað af Kvefi eða Catarrh? REYNIÐ ÞETTA! Sendu eftir Breath-o-Tol In- haler, minsta og einfaldasta álhaldi. sem búið er til. Set+u eltt lyfblandað hylki, — lagt til með áhaldinu — í hvern bollana, ýttu svo bollanum upp í nasir þér og andfærin opnast alveg upp, höfuðið frfskast og þú andar frjálst og reglulega. Þú losast við ræskingar og nefstiflu, nasa hor, höfuð- verk, þurk—enigin andköf á in-ætuinar, því Breath-o-Tol tollir dag og nótt og dettur ekki burtu. Innhaler og 50 lyfblönduð hulstur send póstfrítt fyrir $1.50. — 10 daga reynsla; pon- ingum skilað aftur, ef þér er- uð ekki ánægðir. Bæklingur 502 ÓKEYPIS Fljót afgreiðsla ábyrgst. Alvin Sales Co. P. O. Box 52—Dept. 502 WINNIPEO, MAN. Búi'S til af BREATHOTOL CO’Y Suite 502, 1309 Arch Street, Pbiladelphia, Pa. hvernig sambandsstjórnin okkar hikar við og leiðir alveg hjá sér að beita valdi sfnu gagnvart sömu auðféiögunum, sem hún ætlar vista stjóranum að vinna bug á. Það er þess vegna ekki ástæðulaust þó m-önnum kynni að isýnas-t vista- stjórnai’starfið sett ó iaggirnar að eins til málamynda og eins og hvert annað misiukkað fyrirtæki leiða af sér ónauðsynlegan og óþarfan kostnað. Af því sem opinberlega hefir ver- ið sagt um vistastjórnar starfið, hefi eg ekki tekið eftir að n-ein ákveðin fjárupphæð væri veitt til fram- kvæmdar fyrirætlunum vistastjór- ans. Gæti þó auðveldlega komið fyrir, að grípa yrði til iaga og lög- reglustjórnar þar sem til gjörbreyt- inga kemur á rótgrónu fyrirkomu- lagi. Enginn þarf að skilja mig svo, að eg álíti vistastjórnarstarfið óþarft undir viðeigandi kringumstæðum, I En eins og hér stondur á, sýnist mér j að vistastjóraembættið sé kostað og | sett á laggirnar fyrir tímann, þar! sem einum manni er ætlað að leysa þann Gordons-hnút og ráða þær Herkúlesar-þrautir, sem öil sam- bandsstjómar fylkingin treystir sér ekki til við. Nú þegar flokkaskiftingin er lögð til síðu, við síðustu kosningar til sambandsþingsins og þar með -studd til valda samsteypustjórnin, hverja nú skipa margir af beztu mönnum beggja flokkann-a, þá er engin furða þó alþýðan geri sér vonir um verulegar hagsmuna um- bætur, í ríkisstjórnar framkvæmd- unum. Og þó æsingamenn haidi dauðahaldi í bakkana og hrópi, að engin von sé fyrir stjórnarfarslegar umbætur þar sem frjálslyndi stjórn- arflokkurinn sé í minni hluta, þá mælir skynsemin og lífsreynsian öfl- ugt á móti þessu, eins og hverju öðru tilfinninga frumhlaupi, sem | brýzt út, þar sem róleg yfirvegun kemist ekki að. Alstaðar á starfsviði framkepn- innar eru viturleg og góð ráð tekin til greina, og áhrif góðra manna þekkjanleg þó í minni 'hluta séu. Og ]>ess vegna hefir alþýðan fullkomna ástæðu til að vonast eftir hverju umbóta stórvirkinu á fætur öðru áf samsteypustjórninni. En þá má aldrei gleymast að yfirsjónir geta verið áfastar jaínvel beztu viðleitni, og þess vegna er það svo nauðsyn- legt að minna stjórnina stöðugt á það, hvað hleypldómalaus reynsla alþýðunnar bendir á «ð gjöra þurfi til að létta ánauðarokið og styrkja þá aflviði sem liaida rfkisheildinni á lofti. Það er jækkjanlegt, að auðfélögin hafa orðið trúnaðarmönnum þjóð- arinnar, hverjum á fætur öðrum, að fótakefli. Metorðagirni vaidhafanna hefir reiknast svo til, að hún ætti fram- tíð sína öllu fremur undir auðnum og auðfélögunum, en alþýðunni. En vanalegast hefir sú ótrúmenska á- takanlegustu eyðileggingu hlutað- eiganda í för með sér. Hvers vegna vill þá ekki ein stjórn verða annari stærri, eftir- minnilegri og ódauðlegri fyrir, að hafa sprengt í flýsar hneykslunar- helluna? Sú stjórn, sem kallar sig kristna og viðurkennir það, að maðurinú sé fullkomnastur og ágætastur alls þess er guð hefir skapað á jörðinni, og sem tekur sér eigi að síður það vald að leggja líf og hreysti með- bræðra sinna í sölurnar, auðvitað í lífsnauðsyn? Hvað er þ'að þá, sem ætti að geta hindrað slfka stjórn eitt einasta augnablik fró því, að taka auðinn undir sitt vald og umsjón, sömu lífsnauðsyn til bjargar? Auðinn úr einstakra höndum, er í níu tilfellum af tíu stríðir á mót! göfugustu mannfélageskipun. Stríðir á móti þeim göfugu hug- sjónum, sem yfirstandandi stríð er háð fyrir af hálfu Canada og banda- manna þess. Hvers vegna herskyld- ar ekki stjórnin peningahlaða auð- kýfinganna? Hvf ákveður hún ekkl sanngjarnt verð á öllum að minsta kosti stærri áhöldum og vélum, sem auðfélögin selja bændum til fram- leiðslu í landinu? Hví hikar hún við að fyrirbjóða hækkun á flutn- ingsgjaldi með járnbrautum? Hvernig getur stjórnin ætiast tíl, að vistastjórinn takmarki gróðafíkn auðfélaganna ef hún sjáíf treystir sér ekki til áð ákveða takmörk auð- söfnunar einstakra man-na? Fr. Gömundsson. J' KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-Islendinga Þrjár Sögur! og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum: “SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖV' “DOLORES.” “JÓN OG LÁRA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?” “LÁRA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL.” “BRÓÐUR- DÓTTIR AMTMANNSINS.” Sögusafn Heimskringlu Þessar bækur fást keyptar á skrifstofu Heimskrin glu, me'San upplagi'ð hrekkur. Engirm auka kostna’Sur vi8 póst- gjald, vér borgum þann kostna'S. Sylvía ........................... $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............. 030 Dolores ——............................0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl........... 0.40 Jón og Lára ......................... 0.40 Ættareinkennið..................... 0.30 Ljósvörðurinn........................ 0.45 Hver var hún? ...................... 0.50 Kynjagnll............................ 0.35 Móranða mésin ....................... 0.50 SpeHvirkjamir ..................... 0.50

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.