Heimskringla - 02.05.1918, Síða 1

Heimskringla - 02.05.1918, Síða 1
Hinir Beztu—Sendið Oss Pantanir OpiS á kveldin til kl. 8.30 Þegar Tennur Þuría AðgerSar Ejáið mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn vankávi tannlæknir” Cor. Liosran Ave. ofc Maln St. I- -------- 12 ]>uml...........$3.2.% 13 »k 14 ]>uml....$:<.0,%’ «g 10 jiuml.....$3*.í>5 Sendit5 eftir vorri nýju Vertískrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE C0. 79 Henry Ave., WINNIPEO XXXII. AR. WNNIPEG, MANITOBA, 2. MAI 1918 NÚMER 32. TOM JOHNSON er sonur Indriða Johnson og Jón ínu konu hans, er forðum bjuggu í Selkirk, Man., en eiga nú heima í Minneota, Minn. Gekk hann í her- inn hér í Winnipeg siðast liðið vor og í byrjun þessa mánaðar var hann sendur með herdeild sinni á leiðis til Englands. Hann er rúm- lega hálf þritugur að aldri og hefir dvalið mest af æfi sinni í Canada; var honum því hugleikið að ganga í Canadaherinn fremur . en í her Bandaríkjanna. Hann er hversdags- gæfur piltur, en fylginn sér og á- inn í öllu, sem hann tekur fyrir og mun vafalaust reynast ágætur her- maður. SIGURÐUR HJALTALlN er sonur Hjörts Hjaltalíns og Elín ar Sigurðardóttur, sem búa í Bell- ingham, Wash. Gekk hann í sjó- herinn 1. nóv. 1917 og er nú stddur í “Pacific Section 15th Naval Dist- rict, Balboa, Canal Zone.” — Þetta er utansáskrift hans og erum vér beðnir að birta hana, svo vinir hans og kunningjar viti hvert þeir geta skrifað honum. Faðir hans, sem skrifar oss, segir honum muni stórt gleðiefni ef frændur hans og vinir finni hvöt hjá sér til þess að senda honum linu við og við. -------o—------ Samningar komast á. Um tíma virtust horfur all-ófriðleg- ar á milli Hoilands og Þýakalands. Aðal jirætuafnið var, að stjórnin ])ýaka krafðist að fá ótakmankað ieyfi tll þesis að senda sand og grjót í geign um HolLand til Belgíu. En stjórn HolLands vtldi fá tryggingu fyrir því, áður hún veittd þetta leyfi, að slíkt yrði ekki gert í tstríðsþanf- ir. Tryggingu þá voru Þjóðverjar ófúsir að gefa oig tóku að V>era sig frekar ófriðlega, or hinir vildu ok.ki láta undan. Var útlitið svo ískyggi- iegt uim tíma, að margir 'spáðu að stríð væri á næstu grösum mi'lli þessai'a Landa og virtist ýms við- búnaður Hollendinga 'benda ttl að svo væri. — Nú er þó svo ikomið, að dæma af síðustu fréttum, að sam- komulag virðist komið á og er að sjá sein Hol'Lendingar hafi orðið að lúta í lægra haldi, en ekki veita þeir leyfið ofangreinda nema með vissum sikiiyrðum. -----o---- Styrjöldin Frá Frakklandi. Lítið er nú unn vopnahlé á vestur- svæðunum, því stórkostlegar orust- ur eru enn háðar þar með stuttu milli'bili. Enn eru Þjóðverjar ekki af baki dotnir með að 'halda uppi sókn sinni, cn á öLlu sóknarsvæðinu frá OLse til hafs hafa þeir eigi komist neitt sem heltir áfram nema á eln- um stað. Var þetta f grend við Ypres og komust þeir þar á- fram á allstóru svæði. Tóku þeir þá “Kemmel-ihæðina”, afar rainm- gert vígi og sem bandamönnum var stór skaði að mitssa, og ifengu búið þar svo um sig, að enn liefir ekki tekist að hrekja þá ]>aðan. Að svo komnu 'hafa þeir þó ekki borið mikinn gróða úr býtum við sigur- vinninga þessa, því svo lítið belfir þeim orðið ágengt í að koma fram aðail-áformum isínum. Engum dylst þó, að haldi þeir á- fram að hrekja Breta og Frakka á þessu isvæði, getur þetta leitt til |h*ss, að bandamenn verði að sleppa af 'horni því, sem þeir enn Lialda af Be'igfu og miissa ]>á ef tiL vilL um leið eitthvað af nærliggjandi héruð- um Frakklands. Ekki er þó víst, að tiil slfíks komi, en hættán öllum sýni- leg og við þessu munu bandamieun líka vera búnir. Síðustu viku gerðu Þjóðverjar mikil áhlaup við Amiens og eins í grend við Bethune og Hazobrouek. Við Amiens komust þeir töluvert á- fram með köfluin, en voru hraktir til baka jafnharðan aftur. Við Giv- enehy og Festubert miðaði þeim ekikert áfram og yfir höfuð að taia virðiist nú vörn bandamanna marg- fált öSLugri on áður. Sökum Liesta- Leysiis gengur Þjóðvorjum allur flutningur mjög treglioga og steðja a4 þeim örðugLeikar miklir á alliar hliðar. MannfaLlið í liði þeirra hef- ir verið stórkostlegt; isé takandi mark á fréttum þeim, »em berast, irafa þeir mist í al't frá 600 til 800 þúsund mianna síðan usákn þeirra byrjaði. Þó þýzki herinn sé vafa- laust mannmargur og öflugur, er óhugsandi að ihanm láti ekki á sjá til muna áður langt líður við annað eins mannfall. A hlið bandamanna befir manmíallið verið stórum minna og eiga þeir þetta mest að þakka hve snildarlega vel undan- haldi þeirra var Liagað. Sókn Þjóð- ALMENNUR FUNDUR ISLENDINGAR eru boðnir á fund, sem haldinn verður í Fyrstu Iút. kirkjunni á sunnudaginn 5. maí og byrjar kl. 4.30 e.h. Tilefni fundarins er að skýra starf Kristilegs félags ungra manna (Y.M. C.A.) í þarfir hermannana. Forseti fundarins verður Dr. B. J. Brandson. Ræðumenn auk forseta verða: Rev. Capt. C. K. Morse, 61 st Batt., og Ernest Fagen- strom, ritari Y.M.C.A. á Selkirk ave. Sérstakur hljóð- færasláttur verður. Skemtilegur og uppbyggilegur fundur og vonast eftir að Islendingar fjölmenni. —- Munið eftir 5. Maí í Fyrstu lút. kirkju, kl. 4.30 e.h. verja reyndtet þeim afar-örðug og útheimti þess vegna fórn svo feiiki- legs mannafla — enda ifer svo oftast þá sótt er á nú á dögum. Lesend- urnir munu minnast hins inikla mannfalls í Liði Canadainanna, er þeir aðstoðuðu við sóknina gegn Vimy hæðunum og eins við önnur tækfæri, er þeir voru að sækja. Þegar þetta er skrifað sækja þeir ]>ýzku gegn borginni Ypres á þrjá vegu, en Liefir orðið þar lítið á- gengt. Borg þessi er nú öll í rúst- um og hafa Bretar Lialdið henni síðan 1914. Hafa þeir nú Liörfað undan á isumum isvæðunum í grend við Liana og vígi þeirra þar því orð- in þau sömu og í hinni miklu sókn Þjóðverja 1915. Voru þeir þýzku þá að reyna að ná á sitt vald lmfnar- borgunum við sundið (Oliannel Ports) og í þetta sinn mun nmrk- mið þeirra vera hið saina. Ekki munu Canada bermennirnir haía tokið ]>átt í neinuin af seinni stói'oru'stum, um það kemur ölluin frét'tum 'sanmn. Ekki hafa ]ieir þó verið iðjulau'sir, því stöðugt liafa þeir verið að gera smé áhlaup á ó- vinina á l>eim svæðura, er þeir halda og 'hefir borið sérsbaklega mikið á þessu ií gi’end við Lens. Síðustu fréttir segja orustur í Flanders ekki eins tíðar og áður og ait bendir til iþess, að «ókn Þjóð verja þar ætili >að misliepnast alger- lega hefir þeim ekkert orðið á- gengt enn þá gegn borgini Ypres og þó orðið þar fyrir stórkostLegu manmifalli. Frakkar ihafa snúið á þá hér og iþar og hafa tekið þorpið Loche alveg á isttt vald. f gi'end við Amiens ihafa Bretar komist áfram töluvert *' Wfnu svæðinu og t>orið þar sígur 117 býtum í öllum viðiur- eignum. HjónaskilnaÖarlög í Manitoba. Sainkvæint nýuppgöfcvuðum lög- um, en afaiigömlum þó, geta dóm- stólarnir hér í Manitoba nú veitt lijónum 'Skilnað. Fyrstu hjónin til þe«s að njóta Iilunninda af þessu voru þau Edgar vStanley Walker og Cafchertne WaLker og var þeirn veitt- ur aðskilúaður af dómistóLum Mani- fcoba sfðustu viiku. Sótti Mrs. Walik- er u:m aðskiiLnað fná nnanni sínuin sfðasta haust og leiddu þá Löginenn hennar í ljós, að samkvæmt gömlum brezkuim lögum, sem verið hefðu hér í gildi frá fyrstu landnámstíð— væru eldri en British North America Act — þá væri dómstólum fylkiwins leyfilegt að veita bjónaskilnað fyrir þær ástæður, sem teknar væru gild- ar f brezkum lögum. Ekki þorði þó Galt dómari að göfa úrskurð í þessu miáli og vfeaði því frá sér. Var uiál- inu ]»á áfríað til æðri dómstóls og þar þjarkað um það lengi, unz nið- urstaðan varð sú, að gömlu lögin voru skoðuð iglld í alla staði og dómstólunum bér þar með ákvarð- aður réttur til þess að veita bjóna- skilnað. Britiish Columbia fylki hafði áður endurnýjiað þessi lög og var þá eina fylki land«inis, þar sem slfk hlupnindi voru veltt. -------o------- Stjórnarskifti á Rússlandi. Sú frétt baast út um heiiminn á sunnudaginn, að ein stjórnanbylt- ingin enn hefði átt sér sbað á Rúss- Landi. Rússar væru biinir að setja á laggir keisarastjórn i annað sinn og sotja að völdum Alexis Nikolai- vitch, ungan son fyrverandi keisara. Fyrsta verk nýju stjórnarinnar ívaffi verið að nema úr gildi friðarsomn- ingana við Miðveldin, sem gerðir voru í Bmst-Litovsk. Frétt ]>e.ssi er óljós injög og vafasamt Iivort mark er á h'Onni takandi, en reynfet Liún sönn, þá er þetta sú bezta frétt, sem borist hefir frá Rússlandi í langa tíð.‘ Rússar liafa átt að Lnia við aL gert stjórnLeysi í seinni tíð og Liefir liefcta leitt verstu hörmungar yifir landið og sfceypt þjóðinni í hinn mesta voða. Alktr Lðnaður landsins er nú í melum, ÖIL lög fótum tnoðin og ekki skipulag eða regla á neinu. Reynsilan heifii' isýnt, að einveldið er Rússum lientaia en lýðvoldið. ----------------o------ Vilhjálmur Stefánsson úr hættu Vilhjálmur Stefánsson norðurfari ■ít nú sagður úr allri hættu og er hann kominn til Fort Yukon, Al- aska. Kom hann með lækni þeim, sem lagði af stað áleiðis til Herschel oyju frá Fort Yukon 16. f.m. og mætt- ust þeir einhvers staðar á leiðinni. Vilhjálmur hefir enn ekki náð sér alveg eftir sin löngu veikindi, en af fréttinni nú að dæma, er hann þó á góðum batavegi. Frétt þsssi segir einnig, að hann muni halda til Bandaríkjanna í júlimánuði næst- komandi. ------o------ Jitney-kerrurnar úr sögunni. Borgarmðið hér í Winnipeg hofir nú loksins látið til skara.r skríða með að komia f veg fyrir alla sam- kepni hér á milli Jitneyk'>rranina svonefndu og strætisvagniafélagsins. V«r þot a g.ert á ]>ann ihát v að á borgaiTáðs'fundi é mánudagskvöld- ið var voru samþykt aukalög, sem bönnuðu Jitney-kerrunum alla um- ferð á 'götum borgarinnar eftir þann 30. síðasta mánaðar og eru þær því alveg úr sögunni. Um leið voru gcrðir spánnýir samningar við slrætÍHvagnaftílagið, sem gena ógilda áður gerða samninga. Nýju samn- ingarnir eru þó isvipaðir þeim fyrri að öðm leyti en því, að þeir gera st.rætLsvagnafélaginu leyfilegt að leggja fram beiðni við borgarráðið um að meiga liækka verð á farmiðum t , r þvi sýnist þörtf til bera. Sam- kvæfnt samningunum er borgarráð- ið þó ekki iskyldugt að veifca þossa bæk.kun — og virðist þannig vera að ákveða sér lagalegan réfct til þoss að mega neita! ------o------ Japanar við æðstu stjórn í Kína Þær ‘fréttir koma frá Kína, að Japanar séu nú í þann veginn að taka að sér æðstu stjórn l>ar í landi. Er sagt að þotta sé með fullu sam- ]>ykki kínversku stjórnarinnar og að eins gildandi á meðan ®tríðið sbendur yfir. Samkværot samning- um þessum eiiga J'apamar að vera eini'áðir um sfcefnu Kína í ölluim máluin stríðinu viökomandi og þeim kinveréku 'herdeildum, sem sendar verði tiL Síberíu, sé istjórnað af jaiwinskuin ifyrirliðum. SöfmuLeið- is eru Japönum ákveðin elnkarétt- indi að vinna allar námur í Kína og í fám orðum sagt, að færa 'sér í nyt atla auðlegð landsins. ------o------ Yfirvofandi verkföll. Haldið er að fcalsíinaþjónar hér í fylkinu muni eí til vill gera verkfall fall 4 nálægri framtíð. OrsaJkast þetta af óánægju við talsíma efbir- libsimann fylkfeins, sem ihefir neitað tiilögum þeirm um kauphækkun og breytlngar á núverandi samningum. Hóta þeir því verkfalli ef kröfunn þeirra verði ekki sint og bera sig all ófi'iðlega. — Stai'fsmenn í hinuin ýmisu deildum iborgaratjórnarinnar hér í Winnipeg hafa einnig farið fnam á Launaliækkun, en kröfum þeirra verið neitað af tborigarráðinu. Sagt því <að í ráði sé allherjar verk- fall og ef úr því verði imuni um þúis- und starfsmenn borgarinnar taka þátt í því. Á mánudagskvöldið saan- liykti borgarráðið, í stað þoss að verða við launahækkunar kröfuiv um að veifca þeim <vtkulega uppbót (ibonus) á meðan stríðið stendur yifir; þannig, að kvongaðir jnenn, sem minni liaun hafi en $1,200 á ári, fái $3 vikulega uppbót, en ókvong- aðir irnenn, sem minni árslaun Ltafi en $1,600, ifái $2 uppbót, og allir starfsmenn borgartnnar, kvongaðir eða ókvongaðir, sem hafi í árslaun frá $1,200 til $1,600, ifái $2 uppbót. Virðist þetta tilboð borgarráðsins sanngjarnt í alla staði, en á litlum vinisældum að fagna meðal starfs- mannanna ofannefndu, og .halda þeir ]>ví áfram að bóta verkfalli, ef eigin ki'öfur þeirra nái ekki fram að ganga. — Æfiminning Stefáns Jónssonar. STEFÁN JÓNSSON. Stefán Jónsson var fæddur í Fossgerði í Eiðaþinghá, í Norður- Múlasýslu á Islandi, 18. dag Septembermánaðar 1859, og voru foreldrar hans þau Jón sonur Bergvins prests Þorbergssonar á Eiðum, og Margrét Stefánsdóttir. — Systkini Stefáns heitins eru: Sigríður Frederickson, kona Mr. F. S. Fredericksonar í Glenboro; Rósa Johnson, kona Tryggva Johnsonar í Pembina, N.D.; Bergvin Jónsson, verzlunarmaður i Arizona i Bandaríkjunum, og Gunn- laugur Jónsson, yfir bókhaldari í Sharon, Pennsylvania. Stefán ólzt upp hjá föður sínum þar til hann var þrettán ára að aldri, en þá fór hann til vandalausra að vinna fyrir sér sjálfur. Átján ára gamall fór hann til Eskifjarðar og vann þar fyrir sér í nokkur ár, en fór þaðan í vinnumensku upp í Fljótsdalshérað, til Friðriks Guðmundssonar á Eiðum, sem nú býr í Minnesota. Síðar var hann eitt ár vinnumaður hjá séra Sigurði Gunnarssyni, er þá var prestur að Ási í Fellum. Frá honum fór hann til Seyðisfjarðar og stundaði þar sjósókn á eigin reikning. Árið 1882, 22. október, gekk hann að eiga Elínu, dóttur Einars Þorsteinssonar og konu hans Margrétar Eyjólfsdóttur, er um eitt skeið bjuggu í Seli við Eskifjörð. Um haustið 1883 fluttust þau hjón til Vesturheims og settust að hér í Winnipeg, þar sem þau áttu heima ætíð síðan. Fyrstu sex árin, sem Stefán heitinn var hér í landi, vann hann að algengri daglaunavinnu. En bæði var það, að fljótt fór að bera á heilsulasleika hjá honum og eins hitt, að honum mun snemma hafa orðið það ljóst, að framtíðin hér hefði lítið að bjóða verka manninum annað en stríð og slit. Og á hinn bóginn voru erivið- leikarnir mjög miklir á þeim árum að koma ár sinni þolanlega fyrir borð við nokkra aðra atvinnu, þar sem bæði samkepnin á þeim svæðum var geisilega mikil og eins hitt, að vera fátækur, mállaus og ókunnugur útlendingur, gjörði öll tækifæri í þeim efnum afar- ervið. Þó réðst Stefán í það með öðrum manni, Sveini Bjarnasyni, að kaupa af bróður sínum, Bergvini Jónssyni, fataverzlun, er hann hafði rekið á norð-austur horni Ross og Isabell stræta hér í bæn um. Þetta var vorið 1889, og má af því ráða hve kjarkmikill Stefán var, enda kom það brátt í ljós, að hann hafði meira til síns ágætis en hugrekkið, því verzlun hans varð brátt til fyrirmyndar í hirtni og reglusemi. Eftir litinn tima keypti Stefán alla verzluntna og rak hana svo upp á eigin reikning þar til árið 1907, er hann hætti að verzla og seldi allar vörur sínar og verzlunarbúð. Um orðstír þann, er Stefán gat sér sem verzlunarmaður, nægir að birta kafla úr bréfi, sem er eitt af mörgum, er Stefáni bárust, þá er hann hætti að verzla, Bréf þetta er frá stórkaupmanni, eða öllu heldur félagi, og hljóðar svo: “Oss þykir fyrir að heyra, að þér haf- ið selt verzlun yðar og hætt að verzla, og vér getum eigi stilt oss um að skrifa yður þessar línur og láta í ljós þökk vora fyrir við. skiftin; í þau 19 ár, sem þér hafið verið í verzlunarsambandi við oss, hafa öll okkar viðskifti í smáu sem stóru verið hin ákjósanlegustu, og vér vonum, ef þér skylduð aftur byrja á verzlun, að þér gleymið oss þá ekki. Og ef að vér gætum á einhvern hátt eða í einhverju orðið yður að liði eða til þægðar, þá væri oss það til hinnar mestu ánægju. Yirðingarfylst, Stobart, Sons & Co., Ltd. Eftir að Stefán hætti verzlun, fékst hann all-mikið við fasteigna- kaup og bygði vandaða stórbyggingu hér í bænum, sem hann leigði út til íbúðar. Um Stefán má með sanni segja, að þrátt fyrir langvarandi og þungbært heilsuleysi, þá hafi hann hraustlega barist, þvi óbætt er að fullyrða, að hann hafi verið með efnuðustu lslendingum í Win- nipeg, þegar hann dó. 1 félagsmálum, og þó einkum í safnaðarmálum, tók Stefán og þau hjón bæði drengilegan þátt. Hann var í Fyrsta lút. söfnuðin- um svo að segja frá því að sá söfnuður var myndaður og til dauða- dags, og gætti þar hinna sömu hæfileika, sem svo mikið bar á í aðal-lífsstarfi hans, verzluninni — sama reglusemin, sama einlægn- in, og á söfnuðurinn því á bak að sjá heilhuga stuðningsmanni, þar sem Stefán er fallinn. Einkennilegur maður var Stefán að mörgu leyti — og komu fram hjá honum sum af lyndiseinkunnum þjóðar vorrar. Hann var dulur maður, og hafði óbeit á öllu skrumi — hann vildi eiga og átti tilfinningar sínar sjálfur, en flaggaði aldrei með þær. — Góð- hjartaður var hann og viökvæmur í lund og víst munu sjaldgæfir betri húsfeður en hann. — Stefán var meðalmaður á hæð, en grann- vaxinn, léttur á fæti og hinn snyrtilegasti í allri framkomu, ræðinn í sinn hóp og viðmótsþíður. Þau hjón, Stefán og Elín, eignuðust 5 börn, einn dreng og fjórar stúlkur, er öll dóu í æsku. Til fósturs tóku þau þrjú börn og ólu upp. tvö hálfsystkini konu Stefáns, þau Elinu E. Þorsteinsson og Þorstein E. Þorsteinsson bankastjóra, og vandalausa stúlku, sem Stefanía Magnúsdóttir Jónsson heitir. Stúlkurnar eru báðar heima hjá ekkjunni, en Þorsteinn er kvongaður og býr hér í Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.