Heimskringla - 16.05.1918, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 16. MAI 1918
Ur bæ og bygð.
Mr. Aistwin JohnsorarWinnipeg, á
bréf á skrifstofu Heimskringlu.
Stórt loftherbergi til leigu að 724
Beverley stræti. Þægilegt fyrir tvær
stúlkur.
Á sunnudagskveldið l>ann 19. þ.m
verður haldin lestrarsamkoma í
Tjaidbúðarkirkju kl. 7.
Kvenfél. Únítara safnaðarins ætl-
ar að halda Razaar og “home Oook-
ing sale'’ á fimtud. 30. þ.m.
Mrs. A. P. Jóhannsson, 796 Victor
str., lagði af stað til Rocboster,
Minn., á mánudaginrl til þöss að
leiba sér þar lækninga við langvar-
andi heilsulasieika á stofnun Mayo
bræðranna. Með henni fór Misis
Rardal hjúkrunarkona.
Kvenfélag Tjaldbúðarsafnaðar er
að undirbúa Bazar, sem á að hald-
ast þann 30. og 31. þ.m. Nánara aug-
lýst sfðar.
Á laugardaginn kemur, kl. 3 e.h.,
verður dregið um rúmteppi það í
Goodtemplara salnum, er barna-
stúkan Æskan hefir verið að selja
miða fyrir.
Eirfkur Guðmundsson, bóndi í
grend við Lundar, var ihér á ferð um
helgina. Sáningu isegir liann muni
klárast f sínu bygðarlagi þenna
mánuð, «n ihefir taffet þar að mun
sökum kuidianna. Hann ibjóst við
að balda heimleiðis aftur á-mánu-
daginn.
Sigurjón Jónsson frá Mary Hill P.
O., var hér á ferð í síðustu viku.
Kom ihann í þeim erindagerðum að
reyna að fá undanþágu frá herþjón-
ustu.
Benidikt Hjálmsson frá Gimli var
hér á íerð í síðuistu viku.
Páll kaupmaður Magnússon frá
Selkirk var hér á ferð á roánudaginn
í þessari viku.
skyildulaganna geta þeir, sem bræð-
ur eiga i hernurri, lagt frain beiðni
um algerða undariþágu. Verður
þetta að igerast innan viku eftir að
þeir hafa fengið herkallið og verða
beiðninni að fylgja allar upplýsing-
ar um bróður þann, sem í hernum
er; nafn hans og áritun, núrner í
herdeild, ihvort hann liefir fallið eða
sænstt^eða er enn á Iffi, o.s.frv. í
samibandi við þetta má líka geta
þesis, að ihver piltur utan af landi
getur fengið tveggja vikna lausn
um sáningartímann.
Kristján ólafsson, umboðsmaður
fyrir New York Life félagið, er nú
fluttur úr Oolumbia byggingunni
og h-efir fengið sér skriístofu í
Lindsay byggingunni á horni Notre
Dame og Garry stræta. ’Skrifstofa
hans er á isjöunda gólfi.
Ásgeir V. H. Baidwin, sem heima
á í Edmonton bæ í Alberta, kom til
Winnipag á sunriudaginn úr ferð
sinni tiTMuskoka, Ont. Dvaldi hann
þar eystra í nokkrar vikur og lætur
mjög vel af líðan þejrra fáu íslend-
inga, sem þar búa. Eftir nokkurra
daga dvöl hér bjóst hann við halda
heimleiðis. Asgeir er í tölu elztu fs-
lenzkra frumbýlinga liér á landi.
Var einn af fru-mherjum Mu.skoka-
bygðarinnar í Ontario og bjó þar í
rúm 20 ár, -en ifluttist svo vestur til
Edmonton fyrir nokkrum árum síð-
an. Hann er nú hniginn á efri ald-
ur, en ern og hress í anda enn og
skemtinn í viðræðu.
Mrs. Jakabína Johnison, kona S. A
Jöhnsonar, prentara við Heimis-
kringlu, var skorin upp á fimtudag-
inn var við innvortis sjúkdómi.
Hafði hún verið alvarlega veik uin
tfma undanfarinn. Dr. Brandson
gerði uppskurðinn, sem hepnaðist
vel og er Mrs. Johnson nú á góðum
batavegi.
Eggert Jónsson og Sigurður Iiald
winson, bændur frá Amaranth,
Man., voru hér á ferð nýlega. Sögðu
þeir að skógareldar miklir hefðu
geisað þar norður og víða orsakað
tilfinnanl'egasta tjón. Eggert misti
aliar byggingarnar á sínu landi og
nokkrir aðrir Iandar bafa einnig
mtet byggingar í eldum þessum.
Úr samskotlfetanum frá Marker-
ville, Alta., sem stóð í Hieimskringlu
25. f.m., hefir fallið burtu “G. Eiríks-
son $1.00. Á þessu eru hlutaðeigend-
ur beðnir velvirðingaT.
Halldór Vigfúisson, ifrá Wynyard,
Saisk., -kom til borgarin-n-ar nú í vik-
unni. Hann bjóst við að dvelja hér
mn tíma og skrepjia norður í Nýja
ísl-and áður hann fer vestur aftur.
Páll Reykdal, frá Lundar, var á
ferð hér f lok vikunnar og kom i
sambandi við nokkra piilta þar ytra,
sein bræður eiga í Oan-ada hernuin,
og beiðast þar af leiðandi undan-
þágu. — Samkvæmt ákvæðum her-
Jóns Sigu-rðssonar félagið er hjart-
anlega þaikkflátt öllum þeim, sem á
einn eða annan hátt styrktu það
við aölu l>ess á laugardaginn var, 11.
maí, í Lindsay byggingunni,—öllum
er hjálpuðu ti-1 þess að gera þeim
þann dag bæði ánægjulegan og arð,-
vænliegan. Ágóðinn var rú-mir $224.
Þvf verður ekki lýst -ineð orðum,
hve mikil uppörvun hugarhressing
það er fyrir félag-skonur að sjá hvej
allir eru samtaka með að styrkja fé-|
lagið, -svo það -geti htaldið áfram að I
vinna að áhugamáli sínu, -sem er að j
senda öllum íslienz’kum hermönnum j
sendingar bæði ihaust og vor. Og
niú fjölga þeir óðum, svo að tala
þeirra verður iíklega tvöfalt fleiri í
haust og verður l>örfin því enn
meiri.
ISUNDSJRÉTTIR
(Eftir Lögréttu.)
Reykjavík, 10. aprfl 1918.
SýsJinannsembættið f Barðastr.-
sýslu er nú auðlýst laust. Árslaun
2,500 kr.
Þann 7. þ.m. strandaði Breiða-
fjarð-arbáturinn Svanur iijá Krossa-
niesbjargi við Grundarfjörð, kl. 3
um daginn. Hann v’ar á leið frá
Stykkisliólini til Rvfkur, en sn-eri
aftur vægnia stórveðurs úti fyrir
ólafsvík og ætlaði að ihl-eypa inn á
Grundarfjörð. Menn komust allir
af, en fréttir-nar segja enga von um,
að skipinu v-erði bjargað. Báturinn
var eign Borgfirðinga, nýlega s-iníð^
aður, og kemur þeim að sjálfsögðu
mjög illa að mi-ssa hann.
Rvíkurdeild Norr. stúdentasam-
bandsins hélt fund á 2. i páskum og
lásu þeir H. Wiehe docent og Sigf.
Blönd-al bókavörður þar upp kvæði
eftir sænsk «káld, Fröding og Karl-
felt, og sænsk lög voru sungin. — í
sumar átti að verða sambandsfund-
ur í Norogi, en hann -h-efir nú verið
af-boðaður vegna ófriðarins, en mið-
stjórn sambandsins kemur isainan í
Kristjaníu um mánaðamótin júní
og júlí. Heyrst hefir að Jón Dúason
stud. pol-ti. verði þar fyrir íslands
hönd.
Skákþingi er nýlega Jokið hér og
varð Eggert Guðmund-ssion þar hlut
Skarpastur, eins og síðast, og er
han-n nú skákmeistari ísilands að
n-afnbót,
Úr Sk-agafirði er skrifað 20. f.m.:
“Veturinn hefir verið jeljaskarpur
og illvfgur .fram í Þorralok. En þrátt
fyrir l>essa ótíðar langskorpu — hér
um bil 23 vikur — gerg flestir sér
von um iað bjargast allvel af. Má
því segja, -að framlfarir f heyásetn-
ingi um þessar slóðir séu miklar.
Hefir vorið 1916 kent inönnum mest
og bezt að búa sig betur í baráttu
harðinda og ibeyleysis. Eg heyri
sagt, að in-estu áhyggjur .hrossaeig-
enda, ef alt kemst af, séu erfiðleik-
ar á ihrossasölu Verði hrosisin ekki
skorin niður, vex fjöldinn flestum
yífir höfuð, ©f markaður opnast ekki
að nýju. Kö'Stnaðurinn hefir orðið
geisilegur á hrossum í v-otur, og
kostnað án tekna þolir enginn til
lengdar. Eina vonin er sú, að stjórn-
in geri nú isitt til þess að greiða
fyrir ihrossasölunni. Með því væri
landbúmaðinum unnið þarft verk.”
Eldur kom upp í klæðaverksmiðj-
unni á Álafossi 3. þ.m. en varð fljót-
lega slöktur. Tjónið þó sagt nema
al-t að 1000 kr.
Landsspítalasjóðurinn fékk nýlega
stórgjöf frá fiskiveiðafél “Bragi”, er
Tli. Thorst-einsson kaupm. stjórnar,
2,000 kr., og er það stærsta upphæð-
in, sem sjóðn-uum hefir borist fiá
ein-stökum gefanda. Litlu síðar
fékk sjóðurinn 1000 kr. gjöf frá hluta
fél. “Kol og salt”. Sjóðurinn var um
isíðastl. áramót rúml. 47 þú-s. kr.
(Framhald á 5. bls.)
VANTAR íslenzkan kvenmann
til hjálpar 'við heimiiis-störf á ís-
1-enzku sveitarheimili í Saskatche-
wan. Ekki frágangssö-k þó hún hefði
barn í eftirdragi. Hoimilið er rólegt,
fátt fólk, að eins öldruð okkja með
sonum sínum tveimur. Vinnan að-
allega hirðing málnytu . og smávik
innanbæjar. Skri'fa -má oftir nánari
upplýsingum og s-kilmálum til Mrs.
O. Olafsson Windthorst, Saskatche-
wan, Can. 33—36-
RJOMI KEYPTUR
Vér æskjum eftir viðskiftavinum, göm'lum og nýjum, á
þessu sumri. — Rjómasendingum -sint á jafn-skilvíslegan hátt
og áður. Hæsta verð borgað og borgun send strax og vér
höfum meðtekið rjómann.
SKRIFIÐ OSS EFTIR ÖLLUM UPPLÝSINGUM
Um áreiðanleik vorn vísum vér til Lfnion Bank og viðskifta-
vina vorra annara. Nefnið Heimskrin-glu er, þér skrifið oss.
MANITOBA CREAMERY CO. LTD.
BrúkaS reiShjól óskast til kaups
eSa til leigu í sumar. FinniS S. (
A. Johnson í prentsmiSju Heims-
kringlu.
Til sölu
Tvö hús á Sherburn stræti,
3 svefnherbergi og 3 her-
bergi niðri, öll þægindi
(modern), fást keypt á
mjög rýmilegu verði og með
góðum skilmálum. Finnið
S. D. B. STEPHANSON
á skrifstofu Heimskringlu.
Vigfús Guðmund-sson, sem dvalið
befir hér í Winnipeg uin tím-a, 1-agði
af stað á þriðjudaginn áleiðis til
Ohicago. Þar bjóst ihann við að
dvelja nokkra daga, h-alda -svo til
New York og taka þar skip til
gamla Frón-s. Hann fór -frá fslandi
haustið 1913 og hélt þá til Noregs.
Kom svo til þessa lands vorið ©ftir1
og hélt þá beina leið vestur til
Klettafjalla í Montana. Þar dvaldi
hann í 3% ár og var lengst af þeim
tíma hjarðmaður. Til Can-ada kom
h-ann síðastliðið bau-st og vann í j
vetur við -fteki-veiðar norður við!
Manitoba vatn. Síðan hefir h-ann
d-valið ýmist hér í bænum ©ða hjá
kunningjum s‘ínu-m og vimvn úti í
bygðum Islendinga. Hafði hann*
enga í-slendinga séð frá því hann fór |
frá Noregi og þangað til -hann kom
hin-gað isíðastliðið -haust. Segfet \
hann bera mjög hlýjan hug til fs-j
lendinga hér vestra eftir þá við-j
-kynningu er hann hafi haft af þeim. í
Vigifúis er barnungur maður enn þá, i
sterk ísJenzkur í anda og ber á sér,
öll þau merki að vera hið álitjeg-j
asta mann.sefni.
VANTAR: STÚLKUR og DRENGI
Nú er tíminn fyrir hundruð af drengjum og
stúlkum að undirbúa sig fyrir verzlunarstörf.
Innritist í Success Business College nú strax.
Dag og kvöld skólar í Bókhaldi, Reiknings-
færslu Hraðritun (Pitman eða Gregg), Vélriturí,
Ensku, Reikningi, Skrift, ‘Comptometer’ og ‘Bur-
rough’s Calculator.’ — Einstaklings tilsögn veitt
af 30 æfðum kennurum. Stöður útvegaðar að
afloknu námi. Skólinn opinn alt árið. Innritist
hvenær sem er. Árleg tala stúdenta vorra
(þrisvar sinnum fleiri en á öllum öðrum verzlun-
arskólum í Winnipeg til samans) er næg sönnun
um yfirburði og vinsældir Success skólans. —
Phone Main 1664-1665.
The Success Business Gollege,
Portage og Edmonton. LIMITED Gegnt Boyd Block
HVER ER
TANNLÆKNIR
YÐAR?
Varanlegir ‘Crowns’
og Tannfyllingar
—búnar til úr beztu efnum.
—sterklega bygðar, þar sem
mest reynir á.
—þægilegt að bíta með þeim.
—fagurlega tilbúnar.
—ending ábyrgst.
$7
$10
HVALBEINS VUL-
CANITE TANN-
SETTI MÍN, Hvert
—gefa aftur unglegt útlit.
—rétt og vísindalega gerðar.
—passa vel í munni.
—-þekkjast ekki frá yðar eigin
tönnum.
—þægilegar til brúks.
—ljómandi vel smíðaðar.
—ending ábyrgst.
DR. R0BINS0N
Tannlæknir og Félagar hana
BIRKS BLDG, WINNIPEG
Nokkrir menn komu saman á
fundi -að heimili Hon. T. H. John-
son á föstudagskvöldið þann 10. þ.
m. til að ræða um hin ýmisu þjóð-
ræknismál, er starida í sambandi
við stríðið. Skýrði Jóhnson tilgang
fund-ariras, og kvað brýna þörf vera
á að fólk alment -hefði glöggan
skilning á því, sem um væri verið að
berjast og-ekildi hvað í ihúfi væri.
Ýmisar þungar byrðar yrðu nauð-
synlega að leggjast á þjóðina á þass-
uin tímuin og yrðu þær byrðar létt-
ari, ©f enginn misskilningur ætti
sér -stað. Ýmsir tóku til máls á
fundinum og að endingu var kosin
ellefu manna nefnd til að boða til
almenn-s fundar.
Islendingadagurinn.
íslendingadagsnefndin hefir á
kveöiö aö gefa í sumar 4 medalíur
fyrir íslenzka glímu, 1., 2. og 3. verðl.,
og auk þess fyrir fegurðar glímu.
Þetta er aö eins bundiö því skil-
yröi, aö ekki færri en 10 menn til-
kynni ritara nefndarinnar, S. D. B.
Stephanson, þátt töku sína fyrir 15.
júlí næstkomandi.
Nefndin vill gera sitt til aö efla
og viðhalda þessari fögru og þjóö-
legu iþrótt og skorar því á íslenzka
glímumenn í bygðum og bæjum, að
taka þátt í glímunum 2. ágúst í
sumar.
flRBORG
FARMERS’
SUPPLY STORE
Stórkostleg útsala
AF KARLA OG DRENGJA FATNAÐI, MATVÖRU,
JÁRNVÖRU, LEIRTAUI, BORÐHNÍFUM, O.S.FRV.
FRA 10 til 40 PRÓSENT AFSLÁTTUR
i
Salan byrjar á laugardag 18. Maí
og stendur yfir til 1. Júní
Þetta er atburður fyrir menn og drengi, sem aldrei verð-
ur endurtekinn. Prísarnir verða skornir svo smátt, að undrun
mun vekja um endilanga bygðina. Þú munt sannfærast, þá
þú lest prísana og skoðar vörurnar, að hér er um feikilega
mikla afsláttarsöiu á Karla og drengja fatnaði að ræða. —
Lesið prísana með ahygli, Hver einasta vörutegund er stórkost-
lega niðursett. Alt sem vér förum fram á er að þér komið í
búð vora og sjáið vörurnar og njótið gróðans, sem hér
bíður ykkar. — Allar vörur á þessari útsölu eru spánýjar.
Komið sjálfir og nágrannarnir líka.—Hæsta verð borgað
fyrir afurðir bænda.
509 William Ave.
Winnipeg, Manitoba.
Heilsu»böð og Tyrknesk böð.
Varna Lungnaveiklun,
Styrkja líkamann gegn flestum sjúkdómum — Heilsu-æfing-
ar, Rafmagns-geisla böð.
Komið og Reynið Böðin.
449 MAIN STR.
Beint á móti Union bankanum
((
CERTIFIED ICE”
IS
Þegar þú þarft ÍS, skaltu ávalt
hafa hugfast aö panta
“CERTIFIED ICE”
Hreinn og heilnæmur, hvernig
sem notaöur er.
IS
ÞÆGILEGIR BORGUNAR SKILMÁLAR:
1. 10% afsláttur fyrir peninga út í hönd.
2. Smiáborganir greiðast 15. maí, 15. júní, og afgangurinn
2. júlí.
VERÐ HANS FYRIR 1918:
Fyrir alt suinarið, frá 1. m-aí til 30. september, þrisvar -sinnum á
viku, nema frá 15. júní til 15. ágúst, þegar hann verður keyrður
heim til yðar á hverjum degi:
10 pund að meðaltali á dag .....................$11.00
10 pund áð meðaltali á dag, og 10 pund dagl. í 2 mán 14.00
20 pund að með-altali á dag..................... 16.00
30 pund að meðaltali á dag...................... 20.00
Ef afhentur í ískápinn, en ekki við dyrnar, $1.50 að auk.
The Arctic Ice Co., Limited
156 Bell Ave., og 201 Lindsay Bldg.
Phone Ft. Rouge 981.
LOÐSKINN! HÚÐIR? ITLL!
Ef þér viljiö hljóta fljótustu skil á andviröi
og hæsta verö fyrir lóöskinn, húöir, ull og
fl. sendiö þetta til.
Frank Massin, Brandon, Man.
Dept H.
Skrifið eftir prfsum og shipplng tags.
BORÐVIÐUR
SASH, DOORS AND
MOULÐINGS.
Við höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum
VerSekrá verSur eend hverjum þeim er þesa óskar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
BEZTU LJOSMYNDIRNAR
eru búnar til
í Ijósmynda-
stofu Martels
264y2 PORTAGE AVE.
16 ára æfing í ljósmynda-
gerð. Prísar rýmilegir,—
alt frá $1.00 tylftin og
upp. Sérstaklega góðar
myndir teknar af börnum.
Komið og sjáið sýnishorn
vor og stofur.
Martel’s Studio
264x/2 Portage Avenue
(Uppi yfir 15c búðinni nýrri)
* • / • fifcaT" Þér hafið meiri ánægju
Mein anœgja
ið borgað það fyrirfram. Hvernig standið þér við Heimskringlu ?
I V-