Heimskringla - 13.06.1918, Side 1

Heimskringla - 13.06.1918, Side 1
Opið á kveldin til kl. 8.30 Þegar Tennur Þurfa ASgertSar SjáitS mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tan-nlæknir” Cor. Logan Ave. og Main St. > iii i ■ ... ii i ^ SLATTUVÉLA- OG BINDARA- PARTAR ALLS KONAR Bindara Segldriknr, hver ----- $7.50 Slfittuvcla HnffbNiti (25) - - - - 1.75 Rindara Hnffblöð (25)-----------------1.75 Slfittuvf'lu llnffar, hver------------2.75 Bindnra Hnffar, kver ------ 5.25 Slfittu v«'ln og Rindara Guarda - - 0.35 Guard l*lateN (25) - -- -- -- - 1.50 Sendið eftir vorri nýju Verðskrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE CO. 79 Henry Ave., WINNIPEO XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 13. JONI 1918 NÚMER 38 ---------------------------' Særður á vígvelli. Guðmundur Lúðvík Ottenson, sonur Mr. og Mrs. Nikulás Otten- son í River Park, er særður á vestur-vígstöðvunum. Föður hans barst svo hljóSandi símskeyti sunnudaginn 2. þ.m.: Guðmund- ur Lúðvík Ottenson særðist 22. maí, fékk skot í bakitS, er nú á bráðabirgða hjúkrunarstöð nr. 3. Mr. Ottenson er í 27. canadisku herdeildinni. Styrjöldin Frá Vestur-vígstöðvum. Stórkostlegar orustur eru háðar með stuttu millibili á vestur-víg- stöðvunum og víðast hvar eru það Þjóðverjar, sem sækja. Sókn þeirra hefir þó að svo komnu ekki borið þýðingarmikinn árangur og þrátt fyrir sigurvinninga hér og þar, eru þeir litlu nær en áður, að koma aðal augnamiðum sínum í framkvæmd. Á sumum stöðum hafa þeir komist áfram, hertekið nokkur þorp fleiri og bæi, en alt bendir þó til þess, að viðnám bandamanna sé að stórum mun að eflast og enn eru varnargarðar þeirra órofnir. Markmið Þjóð- verja er þrenns konar, fyrst og fremst að kljúfa varnargarð bandamanna og aðskilja Breta og Frakka, að ná hafnarborgunum við sundið á sitt vald og svo að brjótast lengra áfram, og taka borgina París ef mögulegt er. Eins og nú horfir virðast þó engar líkur til, að þeim hepnist neitt af þessu. En veður breytist oft fljótt í lofti og því ekki óhugsandi, að Þjóðverjar get komið ár sinni svo fyrir borð, að bandamenn verði að hrökva lengra undan. Sterk- trúaðir virðast þó herstjórar bandamanna á það, að þeim muni hepnast að stemma stigu fyrir frekara áframhaldi þeirra. Á sunnudaginn var gerðu Þjóð- verjar stórkostlegt áhlaup á milli Montdidier og Noyon og fengu hrakið Frakka þar alt að sex míl- um aftur á bak, tekið þorpin Mery, Belloy og St. Maur. Við þetta áhlaup viðhöfðu þeir sína uppáhalds bardaga aðferð, ruddu liði sínu fram í þéttum fylkingum og létu sig litlu ídtifta þó mann- faliið þeirra megin væri ægilegt. Sigrar þeirra á pessu svæði voru þeim því kostbærir og vafasamt hvort þeir geta talist gróði. Mann- fallið Frakka megin, var margfalt minna og fór undanhald þeirra þar vel og skipulega. Þegar þetta er ritað (þriðjud.) eru Þjóðverjar enn að sækja á öllu þessu svæði en virðist verða lítið ágengt. Allar fréttirnar eru samhljóða í því, að þetta sé eitt- hvert öflugasta áhlaup þeirra frá stríðsbyrjun og við þessa atrennu hafi þeir beðið meira manntjón en í nokkrum undangengnum or- ustum. Aðal augnamið þeirra með sókn þessari er vafalaust það herfang, sem þeir girnast svo mjög-—borgin Paris. Á öllum öðrum stöðum, utan þessu svæði.virðist þeim nú við nám veitt og hér og þar hafa bandamenn snúið á þá. Fyrir norðvestan Chateau-Thierry gerðu Bandaríkja herdeildir áhlaup svo öflugt í lok síðustu viku, að Þjóð- verjar fengu þar ekki við þeim staðist og urðu undan að hrökkva. Tóku B.ríkjamenn þarna þorp eitt (Torcy), tvæjr borgir og um 500 fanga. Frökkum hefir líka víða gengið vel og á öllum þeim svæðum, þar sem þeir kenna ekki liðsmunar, virðast þeir halda sín- um hlut óskertum — að eins með því að sækja með ofurefli liðs fá Þjóðverjar sigrað hina hugprúðu Frakka. Canadamenn berjast á svæðinu fyrir austan Arras og segja frétt- irnar, að þeir láti óvinina þar engrar hvíldar njóta, hvorki næt- ur eða daga. Ekki er þess þó getið, að þeir hafi staðið í neinum stórorustum í seinni tíð. Seinustu fréttir segja Frakka hafa unnið sigur mikinn á svæð- inu milli Ruescourt og St. Maur. Tóku þeir þar um 1000 fanga á- samt mörgum stórbyssum og þorpið Belloy og aðra staði fengu þeir tekið aftur frá óvinunum. — Bretum hdfir einnig gengið vel við Amiens og komist þar áfram 2 /i mílu á einu svæðinu. ---—o-------- Liðsöfnunin. Síðan herskyldulögin gengu í gildi hér í Canada hefir liðsöfnun gengið að stórum mun betur en áður. Þær hundrað þúsundir manna, sem ákveðið var að kalla fram með lögum þessum, eru nú bráðum fengnar. Um áttatíu þús- und menn tilheyrandi fyrsta flokki hafa fengið tilkynningu að bjóða sig fram og um sextíu þús- undir manna þessara eru þegar komnir í hermannaföt. — All- margir hafa reynst óhæfir fyrir herþjónustu og nokkrir hafa dreg- ið sig í hlé og ekki gegnt kallinu. Quebec fylki leggur nú loksins fram fullan skerf og er sagt að um þrjátíu þúsund fyrsta flokks menn muni fást þaðan. Úr þessu ætti því ekki að líða á löngu þangað til full talan er fengin (100,000) og verður þá ekki hægt að kalla út meira lið með herskyldu nema með samþykki þingsins. Ríkis- ráðið (order-in-council) getur þó breytt herskyldulögunum hvað þetta snertir, en talið er mjög ó- líklegt, að slíkt verði gert. þegar þessi tiltekna tala er fengin, verð- ur því að líkindum hlé á her- skyldukalli þangað til þingið kemur saman aftur. ------o------ Ódýr kol. Kolakaupmaður einn hér í borginni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði nýlega við fregn- rita eins blaðsins hér, að hann gæti selt þau kol, sem koma frá Souris-námunum, fyrir $4.00 tonrv- ið eftir að búið værí að flytja þau hingað til Winnipeg og borga á þeim allan kostnað. Verð þetta er að miklum mun lægra en aðrir kolverzlunarmenn hér selja þessi kol fyrir — sem eru sögð brúkleg, þó ekki séu þau eins góð og Al- berta-kolin. ------o------ Dæmdur sýkn. Dómur hefir nú verið feldur í meiðyrðamálinu, sem skýrt var frá í síðasta blaði, gegn Noel Pemberton-Billing, ritstjóra og þingmanns í Lundúnaborg á Eng- landi. Var hann dæmdur sýkn saka og þessu einkennilega máli þar með lokið. Fyrir réttinum hélt hann aðal varnarræðu sína sjálfur og tók það þá fram, að hann hefði ekki borið það á Miss Maude Allen, leikkonuna frá Bandaríkjunum, að hún fremdi sjálf þenna “ólifnað”, heldur stuðlaði hún óbeinlínis að þessu og stæði í nánu sambandi við það. Engar frekari skýringar voru gefnar fyrir réttinum viðkomandi þessum “ónefnanlega ólifnaði", en sjálfsagt leiðir mál þetta til þess, að slíkt verður rækilega gert síðar. Brezk blöð mörg lýsa mik- illi gremju yfir þessu öllu samaifí og segja þetta staðlausar ákærur gegn beztu mönnum þjóðarinnar. Sannanir engar hafi verið fyrir þessu færðar og öll meðferð þessa meiðyrðamáls frá byrjun til enda hafi verið hin hörmulegasta.' Rússneski sjóflotinn uppgefst. Utanríkis ráðherra Bolsheviki stjórnarinnar á Rússlandi (ef stjórn skyldi kalla) hefir nýlega tilkynt hermálastjórninni í Berlín, að Rússar séu viljugir að gefa sjó- flöta sinn Þjóðverjum á vald gegn því loforði, að floti þessi verði ekki notaður í yfirstandandi stríði og honum skilað aftur að stríðinu loknu. Þeir skilmálar eru líka settir, að Þjóðverjar hætti að herja á Rússland. Sagt er, að þeir þýzku hafi undir eins gengið að skilmálum þessum og lofað öllu góðu. ---Rétt á eftir kemur þó sú frétt, að Þjóðverjar muni vafa- laust hafa í hyggju að nota rúss- neska flotann til hernaðar, því þeir séu þegar teknir -að manna hann og undirbúa . — Kemur þá í ljós sem fyr, að í augum þjóð- verja eru samningar að eins “pappírs sneplar." Þetta hefði Bolsheviki stjórnin líka mátt vita —en öfgatrúar menn og draum- óra-spekingar finna sig að sjaldan til knúða að brjóta hlutina til mergjar eða læra af reynslunni. ------O------- Deacon aÖ segja af sér. Sagt er að T. R. Deacon, kola- stjóri Manitoba fylkis, sé í þann veginn að segja af sér. Kvað hann bera við óhraustleika og að í viðbót við aörar annir sé kola- stjórnin Kér honum því ofauki. Segist hann hafa tekið stöðu þessa að sér án nokkurs endur- gjalds í þeirri von að hann fengi kornið einhverju góðu til leiðar. — Af þessu að dæma hefir hann átt við eitthvert ofurefli að etja, því að svo komnu hefir starf hans borð sáralítinn áfangur. Þrátt fyr- ir stjórn hans og umsjón hafa kol hér stigið feikilega í verði og eins og nú horfir, virðast allar líkur benda til að verð þetta muni hald- ast. — I kolastjórn eða vistastjórn ættu eíkki að vera skipaðir aðrir en þeir, sem færir eru um að láta eitthvað til sín taka. -------O------ Heildsölu gróði takmarkaíur. Stjórnin hefir takmarkað gróða heildsölu verzlunarmanna í Can- ada og mega þeir hér eftir ekki bera meiri gróða úr býtum á neinni matvöru en 10%. Gildir þetta hvað snertir kjÖtmat allan, ost, smjör, smjörlíki og aðra mat- vöru. Smásölugróði hefir þó ekki I verið takmarkaður enn þá, en að líkindum verður það gert síðar. ! Haldi matvara nú áfram að stíga j í verði, er einhverju öðru en | heildsölugróða um að kenna. Komnir til Englands. _____ |u Sir Robert Borden og þeir, sem með honum fóru, eru nú komnir heilu höldnu til Englands. Var þetta tilkynt í lok síðustu viku. Eins og nú er alkunnugt, er erindi forsætisráðherrans til Englands að sitja alrílkis ráðstefnuna þar, sem haldin verður í þessum mánuði. Með honum fóru þrír meðlimir ráðuneytisins, þeir Hon. J. A. Calder, Hon. R. W. Rowell, og Hon. Arthur Meighen. Sömuleið- is eru í ferð þessari forsætisráð- herrar Saskatchewan, Alberta og Manitoba og tveir meðlimir New- foundland stjórnarinnar. ------o------ Genginn í herinn. Gustar Gottfred, sonur Mr. og Mrs. J. Gottskálksson, að Jessie ave. hér í borg, lagði af stað aust- ur til Toronto þann 30. síðasta mánaðar til þess að ganga á her- æfingaskóla þann, sem Canada stjórnin hefir þar stofnsett. Ham- ingju óskir vina og vandamanna fylgja honum. ------o------ Islands fréttir. (Eftir “Lögréttu”) 24. Apríl—Tíðin hefir verið hlý síð- ustu vikuna um alt land, hér suð- austan átt og rigmngar. Kartöfluræktun á að reka í stór- um stll næsta surnar fyrir reikning Reykjavíkurbæjar, og á að taka á leigu 50 dagsláttur af landi í Braut- arholti í því skyni, en framkvæmda- kvæmdastjóri er ráðinn Guðm. Jó- hannsson í Brautarholti. (Eftir “Vísi” 2.—13. maí) Vfðir kom inn um síðustu helgi og Ýmir í gær (1.) með eins mikið af fiski og 1 þá komst. En, því miður verður þeitm ekki ihaldið mikið lengur úti, því þó að kolin séu kom- in, þá vamtar nú saltið. Af yélstjóraskólanum útskrifuð- ust í fyrradag þeir sem hér segir:— Guðlbrandur Hákonarson (49 stig), Jón Bjamason (77 st.), Páll Jónsson (87 st.), Skúli Sívertsen (51 st.), Þor- steinn Þorsteinsson (59 st.).—Ha\«ta einkunn er 119 stig, en til að stand- ast prófið þarf 51 stig. f nýútkomnum “Bagtíðindum” er, eins og að undanförnu, skýrsla um smáisöluverð í Reykjavík og sýnir hún, að matvörur og aðrar nauð- synjavörur, sem þar eru taldar og nú eru fáanlegar hér, hafa hækkað í verði um 212%. Á miatvörum ein- um er hækkunin 191%; hafa þær hækkað um 47% síð<an í fyrra vor og um 12% síðan 1 ársíbyrjun. Ketill Bergsson, bróðir Guðm. Bergssonar póstaifgreiðslumianns á fsafirði, er nýlega látinn hér á Landakotsspíbalanum. ^ • í gær voru engir fundir í þingi og yfirleitt finst mörgum þingmönn- um lítið að gera og ihefir það heyrst að þeir vilji sumir láta fresta þing- inu þangað til seinna í surnar í ron um að þingmálin verði þá betur undirbúin. (Framhald á 5. bls.) EINN AF HERMÖNNUM UNCLE SAM. ____________________t er fæddur í Minnimartungu í Eystrihreppi í Árnessýslu. For- eldrar hans voru Eiríkur Ólafs- son og kona hans Elísabet Jón- asdóttir. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum og var hjá þeim þar til þau dóu; móSir hans áriS 1907 og faSir hans tveim- ur árum seinna. Eftir þaS var GuSmundur lausamaSur nokk- ur ár, og veturinn 1911 gekk hann á alþýSuskóla á Núpi í DýrafirSi og lauk þar námi meS ágætum vitnisburSi. Vetri síSar, í júní 1911, fór GuS- mundur til Ameríku og kom til Winnipeg í byrjun júlímánaS- ar. Þegar þangaS kom fékk hann sér strax smíSavinnu. En mánuSi síSar (í ágúst) skall á EvrópustríSiS, svo öll smíSa- vinna hætti í borginni, og þá fór hann suSur til NorSur Dak. í Bandaríkjunum til frænda sinna E. P. og G. G. Eiríks- sona, sem búsettir eru nálægt Svold, N. Dak., og hefir hann haft heimili sitt hjá þeim síSan. VoriS 1917 fór hann vestur til Montana og vann þar á hóteli í bænum Havre um sumariS, og svo um haustiS tók hann rétt á heimilislandi nálægt Dawson í því fylki. I júní mánuSi s.l. ár varS hann aS skrásetja sig eins og allir á hans aldri til aS fara í herinn, þó hann væri ekki orS- inn borgari Bandaríkjanna. Og þrátt fyrir þaS, þó hann gæti vel fengiS undanþágu, þá fór hann sem sjálfboSi í B.ríkja- herinn snemma í apríl í vor og var hann fyrst sendur til Camp Dodge, Iowa, en var þar aS eins í þrjár vikur, síSan fór hann til Camp Devens, Mass., og var þar viS æfingar þar til hann nú nýlega fór meS her- deild sinni til Frakklands., og er hann nú þangaS kominn eft- ir nýkomnu skeyti frá honum til frænda sinna. — Allir vinir og kunningjar GuSmundar óska honum blessunar og aS hann megi koma heim sigri hrósandi aS stríSinu afloknu. Stór bruni í Winnipeg. Á laugardaginn þann 8. þ.m. kom upp eldur í Telegram bygg- ingunni, á horni Albert og McDer- mot stræta hér í borg. SkeSi þetta skömmu fyrir hádegi og leiS langur tími áSur eldur þessi varS viSráSanlegur. ÞakiS á bygging- unni hrundi inn og alt brann á tveimur efstu gólfpnum. Prent- smiSja Telegram blaSsins skemd- ist öll meira og minna og þar af leiSandi verSur ekki hægt aS gefa blaS þetta út í 3—4 vikur. Bygging þessi er eign Sir Rod- monds Roblin og Capt. W. L. Roblin, en prentsmiSjuna eiga út- gefendur blaSsins Telegram. SVEINN JÓNASSON Sveinn Jónasson gekk í herinn í desember 1915. Hann var fæddur 15. apríl 1 882 á BjörnólfsstöSum í Langadal í Húnavatnssýlu á Islandi. Foreldrar hans, Jónas Jónsson og Margrét Jóns- dóttir. Fluttust til Vesturheims 1888 meS föSur sínum og bróSur, Jóni Jónassyni. Settust þeir feSgar aS á Akra í N. Dakota. Ólst Sveinn þar upp hjá föSur sínum, en flutt- ist síSar til Morden í Manitoba og innritaSist þar í 184. herdeildina og fór meS henni til Englands í september 1916. Af bréfum, sem Sveinn hefir skrifaS skyldfólki sínu síSan hann fór frá Canada sést, aS hann var sendur til her- stöSvanna á Frakklandi skömmu eftir aS hann kom til Englands, og sýna þau bréf ljóslega hugrekki Sveins og skyldurækni sem brezkur borgari, er af fúsum vilja fórnar kröftum sínum til verndar frelsi og mannréttindum, enda var hann þrekmaSur aS kröftum, hugdjarfur og hermann- legur á velli, og drengur hinn allra bezti. — Þann 1 1. apríl síSastliSinn barst Jónasi föSur hans sú harmafregn meS símskeyti frá hermálastjórninni í Canada, aS Sveinn væri fallinn á vígvelli. Má nærri geta, aS þaS sé sár söknuSur hins aldraSa föSur og skyldmennanna. Bréf hefir föSur Sveins einnig bopist frá Canada hermálastjórninni, dagsett 10. apríl, þar sem hún vottar honum samhrygS sína viS fráfall þessa hugprúSa hermanns. Enn fremur er nýlega komiS bréf til föSur Sveins, ritaS 4. apríl 1918 af herpresti þeirrar deildar, sem Sveinn var meS á Frakklandi, og segir svo frá í því bréfi, aS 30. marz aS kvöldi dags hafi sprengi- kúla orSiS honum aS bana, ásamt nokkrum öSrum, sem hann var á ferS meS yfir vígvöllinn aS sækja vistaforSa handa félögum sínum; enn fremur getur þaS bréf þess, aS hann sé grafinn í “Villur Aux Boes” og sé gröf hans merkt og verSi viShaldiS þar í grafreit brezka herliSsins á Frakk- landi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.