Heimskringla


Heimskringla - 15.08.1918, Qupperneq 4

Heimskringla - 15.08.1918, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. ÁGÚST 1918 HEIMSKRINGLA (StofnnV 188«) Earnnr út i. hverjum Flmtudegl. m«efendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Vert) bladsins í Canada og BandarikJ- unum $2.00 um árib (fyrirfram borgaO). Sent tll íslands $2.00 (fyrirfram borga®). AHar borganir sendlst rábsmannl blabs- lns. Póst eba banka ávísanir stílist til The Viking Press, Btd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráíSsma?5ur SkrKstofa: VM 8HERBROOKB 8TREET., WINNIPBG. P.O. Boz 3171 Talslml Garry 4110 WINNIPEG, MAN., 15. ÁGÚST 1918 Rógburður Yoraldar “Umbrot í blaðaheiminum” er fyrirsögn á grein einni í síðustu Voröld. Eftir að hafa lesið þessa fyrirsögn munu margir að sjálf- sögðu hafa búist við umfangsmiklu og lær- dómsríku efni — að minsta kosti þeir, sem svo trúaðir eru á kraftaverk að halda, að rit- stjóri Voraldar geti látið slíkt eftir sig liggja. Við lestur greinarinnar hafa menn þessir þó hlotið að verða fyrir sárustu vonbrigðum. Greinin hefir ekkert það til brunns að bera, sem skoðast geti fróðlegt eða lærdómsríkt og fjallar alls ekki um það efni, er fyrirsögnin bendir til. Engin tilraun ger að lýsa nokkr- um umbrotum í blaðaheiminum eða að fræða lesendur viðkomandi hinum ýmsu hreyfing- ur, er blöð þessa lands hafa barist fyrir— heldur er þetta eingöngu smásálarleg árás á “gömlu blöðin”, sem öll undantekningarlaust eru sögð “óáreiðanleg og afvegaleidd”! Eftir þessari speki er aidur blaðanna hinn eini rétti mælikarði að fara eftir, þegar þau eru dæmd. Elztu blöð landsins eru óneitan- Iega lélegust og skaðlegust, en yngstu blöðin aftur á móti vönduðust og bezt. BlöðinVor- öld, Western Star og Labor News, þó hroð- virknisleg séu, einhliða og efnislítil, hljóta að bera af öðrum blöðum — bara af því þau eru ung! Gildi blaðanna dæmist nú ekki lengur af innihaldi og frágangi—aldur þeirra er eini mælikvarðinn. Ritstjóranum er tíðrætt um þau blöð, sem hann segir að hafi svikið “frjálslyndu” stefn- una og slegist í lið með afturhaldinu. Til- nefnir hann tvö blöð, Lögberg og Free Press hér í Winnipeg og fer um þau ófögrum orð- um. Lítið rökleiðir hann þó mál sitt, og gerir ekki ljósa grein fyrir þessari svonefndu frjáls- lyndu stefnu. Af ítrasta megni er hann að reyna að rægja þessi blöð, en hefir ekki önn- ur vopn að grípa til en órökstuddar aðdrótt- anir og tortrygnis getgátur. Ekki gleymir hann þó að minna Vestur-lslendinga á að “segja upp” blöðum þessum og láta réttláta hegningu yfir þau dynja. — Slík er rógburð- ar-aðferð þess manns, er svo næmur er fyrir rógi, að birti einhver álit sitt um grein, sem komið hefir út í opinberu blaði, þá skoðar hann þetta argvítugasta rógburð. Ritdómar, sem ekki hrósa á hvert reipi skáldum eða bókahöfundum, eru rógburður í hans augum! Þegar verið var að hrinda Voröld af stokk- um var þetta gert með þeim ummælum, er ekki gátu skilist nema á þann veg, að hún ætti að verða óháð í öllum stjórnmálum og blað fólksins. Áður langt leið gerði ritstjór- inn þó þá yfirlýsingu, að blað hans myndi kappkosta að sigla trúlega í kjölfar Sir Wil- frids Lauriers kaþólska og ljá stefnu hans ör- ugt fylgi í öllum landsmálum. Rekur ritstjór- ann að sjálfsögðu minni til stjórnarára Sir Wilfrids og hyggur þar af leiðandi gott til glóðarinnar, komist þessi “frjálslyndi”(!) leiðtogi til valda aftur. Á hans dögum gátu þeir “frjálslyndu” keypt stór svæði af heim- ilisréttarlandi, í Saskatchewan fylki bar mest á þessu, fyrir einn dollar ekruna, og selt svo land þetta til innflytjenda fyrir frá sex til átta dollara ekruna. Þá var sannarlega meir en lítið arðvænlegt að vera “frjálslyndur”! Stórskóga vesturlandsins var þá ekki hægt að snerta á mörg hundruð mílna svæði — þeir voru allir í höndum hinna “frjálslyndu” (!), sem hreptu einkaleyfi að þeim hjá hinni “frjálslyndu”(!) stjórn og oftast gegn sáralifilli borgun. Veiðivötnin eystra voru heldur ekki fyrir fátæklingana á þeim árum, heldur auðkýfingana„ “frjálslyndu”(!), er keyptu leyfi að þeim — fyrir $ 10 um árið og niður. Eftir þessu man Voraldar ritstjórinn vel og því sízt að undra, þó framtíðar vonir 'hans verði hjartar, sjái hann nokkurn mögu- leika þess, að Laurier kaþólski geti sezt við stj’órnvölinn! Stjórn hans uar löngum skjól og skjöldur þeirra “frjálslyndu” (!) manna, sem studdu hann. En skyldu ekki annars þeir Canada-borgar- ar, sem lengi hafa hér dvalíð og enn muna eftir stjórnarárum Sir Wilfrids, biðja guð að forða landinu frá slíku “frjálslyndi”? Eftir á að hyggja, skyldu ekki annars blöðin Lög- berg og Free Press mega hrósa happi yfir að hafa getað losað sig undan áhrifum slíks leið- toga? Afstaða þess manns í herskyldumál- inu er sá blettur á nafni hans, sem aldrei verð- ur af skafinn. Og ritstjóri Voraldar má taka árinni dýpra til þess að geta réttlætt afstöðu sína í stjórn- málum. Ef Voröld væri jafnaðarmannablað, sniðin eftir ýmsum verkamannablöðum þessa lands, þá væri hann ekki stöðugt að sigla undir fölsku flaggi. En þessu er ekki að fagna. Voröld fylgir vissri og sérstakri póli- tiskri stefnu og er eins langt frá því að vera óháð og nokkurt blað getur verið. Þetta munu lesendurnir taka til greina, og eftir að þeir hafa hugleitt málið vel og ræki- lega, er ekki ólíklegt, að það verði eitthvert ungu blaðanna, sem þeir “segja upp”! *■ - ■ -------- - - -....— - - — + Afstaða húsmæðranna Fyrir nokkru síðan birtist í tímaritinu Better Business, sem gefið er út hér í Winni- peg, grein eftir íslenzka stúlku—Miss Steinu J. Stefánson, fregnrita blaðsins Manitoba Free Press. Er grein þessi hin eftirtektaverðasta og lesendunum til fróðleiks og skemtunar birtum vér hana hér á eftir í íslenzkri þýð- ingu. Fyrirsögn greinarinnar er “The House- wife Speaks Up” (Húsmóðirin talar) : “Húsmóðirin og verzlunarmaðurinn—þau tvö eru harðast slegin af dýrtíðinni og algeng- um matvöru þröngkosti nú á tímum. Þau tvö geta líka mikið gert til þess að ráða fram úr núverandi örðugleikum. Til þess að hafa sem víðtækust áhrif, verða þau að vera samhent og samhuga. Hvað eftir annað er skorað á húsmóðurina, að spara alt matarkyns og fyrir henni brýnt að á framkomu hennar í eldhúsinu hvíli út- koma stríðsins. Hún verði að takmarka neyzlu vissrá matvörutegunda og útsjá eitt- hvað annað í staðinn. Hún lítur í kring um sig eftir þessu öðru og Iokar að heita má búri sínu gegn nautakjöti, svínsfleski og hvítu brauði. Matvörusali hennar segir henni ef til vill, að hann hafi ekki neitt maísmjöl — öll maís framleiðslan sé að stíga upp! Nei, hann veit ekki hvers vegna. Hefir hann þá rúgmjöl? Já—þrjú pund fyrir 25 cent. Eft- ir örlítinn hraðan hugareikning kemst hús- móðirin að þeirri niðurstöðu, að rúgmjöl á þessum prís verði henni eitthvað sem nemur 60 per cent. kostbærara en vanalegt hveiti- mjöl. Hvað um aldini? mun hún spyrja. Jæja, henni er þá sagt, að appelsínur og öll suð- ræn aldini séu í háu verði þetta ár—hvernig á þessu standi sé ekki auðvelt að segja. En hvað um þurkuð aldini? Sama sagan; óð- fluga að stíga í verði og örðugleikarnir að vaxa að fá þau; sum þeirra að líkindum ó- fáanleg bráðlega. Þreytuleg í bragði reynir hún þá að spyrja eftir Canada aldinum, við sama árangur. Niðurbeygð í anda fer hún á fund kjötsal- ansans og þar bíður hennar önnur saga um hækkandi prísa, án þess að nokkur gild á- stæða sé tilfærð fyrir þessari sífeldu hækkun. ‘Nautakjöt hefir hækkað einu sinni enn þá, frú. Ekki virðist nein sýnileg ástæða liggja þessu til grundvallar, utan sú, að alt annað hefir stígið upp! Nei, nei, svínakjöt hefir ekki komið niður og verðið á kindakjöti og kálfskjöti svífur nú himninum hærra.’ ‘Fiskur? Já við seljum Iúðu á 32 cent pundið.’ ‘Hamingjan góða! Hvað kemur til, að verðið er orðið svo hátt?’ Engin útskýring. Þá ákveður húsmóðirin, að fjölskylda hennar verði að þrífast á baunum og hrís- grjónum og fyrsti verzlunarmaður, sem hún biður um þá vöru, eykur henni nýja hugar- kvöl. Eru ekki báðar þessar vörur í fremstu röð hinna nú afar-dýru og sífelt hækkandi matvörutegunda ? Og í gremju sinni áfellir húsmóðirin verzl- unarmennina. Hún verður sér þess meðvit- andi, er hún gerir sér grein fyrir svörum þeirra gegn spurningum hennar, að ekki í einu einasta tilfelli hefir henni verið sögð á- stæðan fyrir þessari tíðu verðhækkun á öllu, og hún er of hagsýn húsmóðir að fást til að trúa því, að verðhækkun vissrar nauðsynja- vöru réttlætist ‘sökum þess að alt annað sé að stíga upp.’ Svo horfir hún mæðulega í áttina til flaggsins litla, er hún hefir bengt upp til hliðar við eldaválina, og varir hennar kreistast saman fastara og fastara. — Fæðu- stjórnin hefir tapað einum liðsmanni. Alt sökum vöntunar á éirfáum skynsamlagum út- skýringum., Og verzlunarmaðurinn? Hann situr í búð sinni og þerrar svitann af enni sér. Hugsanir hans munu verða eitt- hvað á þessa leið: ‘Þetta kvenfólk! Þær hringsóla frá einni verzlun til annarar — eyðir mörgum klukku- stundum í spurningar og skilja svo að end- ingu eftir 25 centa pöntun, sem nærri því kostar jafnmikið að flytja til þeirra. Að svo búnu hraða þær sér yfir götuna til þess að láta einhverja aðra verzlun njóta hagnaðarins af hleztu viðskiftum sínum.’ Fórnarlömb bæði—verzlunarmaðurinn og húsmóðirin. Honum þó meir um alt óstandið að kenna en henni. Setjum svo, að hann hefði sagt henni, þegar hún bað um lúðu, að sú grein fiski iðnaðar væri nú óðum að ganga til þurðar; þetta væri djúpsjávar afli og þeir, sem hann stunduðu, yrðu nú að sækja mið tvisvar sinnum lengra út en áður; að lúðu- veiðar væru nú að rýma úr sessi fyrir öðrum nýrri, aðrar fiskitegundir nú meir veiddar, svo sem koli, skata og ýmsar þorsktegundir o. fl. Allar þessar fiskitegundir gæti hann selt, sök- um styrks þess er sambandsstjórnin hefði veitt, fyrir 10 og 11 cent pundið. Setjum svo að hann hefði sagt henni, að bæði sykur og mörg önnur matvara, þar með ýmsar tegundir af aldinum og kálmat, sem kæmu frá Indíu-eyjum og Mið- og Suður- Ameríku, bærust nú að eins í smáskömtum hingað til lands, sökum þess að skip Banda- ríkjanna, er áður sigldu hindrunarlaust til og frá með ströndinni, eru nú viðhöfð í stríðs- þarfir, til þess að flytja herafla, vistir og skotfæri yfir hafið. Hvaða kona myndi ekki glöð að vera án sykurs eða annars, ef hún vissi að þetta væri ástæðan fyrir hinum ríkjandi skorti? Auðsýnið hásmóðurinni tiltrú yðar, herra verzlunarmaður Ef þér vitið ekki hvers vegna viss matvörutegund er að verða ófáan- leg, eða hvers vegna hún stöðugt rís í verði, þá kappkostið að komast eftir þessu. Látið ekki þenna viðskiftavin yðar halda, að milli- maðurinn sé ekki annað en ósvífinn ræningi; gefið húsmóðurinni ekki tilefni að áklaga vistarráðið eða sjórnina fyrir það, sem stafar af eðlilegum örsökum og af hinum margvís- legu örðugleikum, sem stríðið hefir í för með sér. Kappkostið að komast eftir ástæðunum fyrir hverri verðhækkun — þótt þér þurfið að fara beint til heildsölusalans sjálfs. Það er áríðandi að þér vitið þetta. Og þegar þér hafið orðið þess rétta á- áskynja í þessu efni, þá vanrækið ekki að láta húsmóðurina vita um þetta. Nærri hver einasta húsmóðir á bróður, son eða eiginmann “fyrir handan” og vilji hennar er að þeir hafi nóg af öllu. Enn fremur þráir hún sigur í stríðinu og er þakklát fyrir hvert tækifæri til þess að hjálpa. Hjartá hverrar húsmóður er þrungið af meðaumkun í garð hinna hungruðu og þjáðu kvenna og barna á Frakklandi og í Belgíu. Verðskuldar hún því fylstu tiltrú og er þá fyllilega treystandi til þess að gera sitt ítrasta að stuðla að sparn- aði allrar þeirrar matvöru, sem þörf er á er- lendis. Þér, herra verzlunarmaður, sem náið til hverrar húsmóður, getið lagt fram stóran skerf í stríðsþarfir með því að koma henni í réttan skilning um matvöru ástandið eins og það í raun og veru er. Af þessu leiðir líka ó- hjákæmilega hagnaður fyrir verzlun yðar, þegar burtrýmt er tortrygninni og vantraust- inu, sem nú svíður í sinni svo margra hús- mæðra.” <-■— --- -.................. Eftirtektaverður dómur. Dómur hesst var í vikunni sem leiS upp kveðinn af C. F. Amidon, dómara í sam- bandsrétti Bandaríkjanna, yfir Rev. John Fontana, presti í hinni þýzku evengelisku lútersku kirkju í New Salem. Dómurinn er sterk áminning til þýzk-sinn- aSra manna um þaS, aS þeir verSi aS láta amerikanska sál vaxa og þróast sér í hug og hjarta. MeS dómi þessum er dómsdagur upp runninn yfir öllum þeim, sem bregSast und- an eSa svíkja sínar borgaralegu skyldur. Bismarck, N. D., 7. ágúst 1918. NiSurlagsorS dómarans eru þessi: jf “Tilgangur dóms þessa, seríi nú er yfir yS- ur feldur, er ekki eingöngu sá, aS hegna yS- ur fyrir landráS þau, sem þér eruS nú sekur um, heldur einnig aS gefa ySur til kynna og öillum ySar líkum, sem unna og halda fram málefnum útlendra þjóSa, aS nú er sá dag- ur upp runninn, er öllu þessu verSur út aS rýma og niSur aS brjóta, og sá dagur er nú kominn, er þér og allir ySar líkar v«rSa aS láta ySur vaxa í hug og hjarta sanna og ameríska sálu. Dómurinn er sá: aS þér er- uS sekar af öllum kærunum þremur. Og hegningin fyrir hvert brotiS er þriggja ára fangelsi. En þó skal faagelsisvistin vera samtímis, en ekki þrjú ár fyíir hvert eitt sérstaklega.” DODD’S NÝRNA PILLUR, góðai íyrir allskonar nýrnaveiki. Lækns gigt, bakverk og sykurveiki. Dod<T( Kidriiey Pills, 50e. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða frá Dodd’s Medicine Go., Ltd. Toronto, Ont Þetta eru niSurlagsorS C. F. Amidon dómara í sambandsrétti, er hann feldi dóminn yfir ofan- greindum presti fyrir aS hafa brotiS á móti spæjaralögum Ban- daríkjanna frá árinu 1917. Lög- maSur Fontana skaut reyndar- málinu til æSri réttar, en vafasamt er hvort þaS hefir nokkra þýS- ingu. Ávarp dómarans. Þér tókuS út fullnaSarbréf yS- ar sem borgari Bandaríkjanna ár- iS 1898. Og meS eiSi þeim, sem þér þá unnuS, afsöluSuS þér yS- ur og afsóruS allar skyldur til Þýzkalands og alla hlýSni viS lög hins þýzka ríkis. Þér sóruS þess dýran eiS, aS þér skylduS veita Bandaríkjunum alla hollustu og hlýSni viS landsins lög. Hver var þýSing þessa svardaga? Hver önnur en sú, aS þér meS einlægni og hreinum huga skylduS láta meS ySur þróast og vaxa ameríkanska sál í hug og hjarta. Þetta er hin sanna þýSing borgaraeiSsins, sem þér sóruS.” Líkaminn er í Bandaríkjunum en HfiS og sálin í Þýzkalandi. “En hafiS þér gjört þetta? Eg ætla aS þér hafiS ekki gjört þaS. Þér hafiS unnaS og haldiS fram öllu 3VÍ, sem þýzkt er, 'en kæft niSur alt sem var ameríkanskt. Þér hafiS prédikaS á þýzku, flutt bæn- ir ySur á þýzku, lesiS þýzkar bæk- ur og blöS, og sungiS söngva á þýzka tungu. Hver einasta hugs- un ySar er þýzk, og hver einasta tilfinning hjarta ySar í öll þessi ár var þýzk. Líkami ySar hefir ver- iS hér í Ameríku, en líf og sál á Þýzkalandi. Ef aS þér í dag vær- uS horfinn til Prússlands, þá munduS þér vera samhuga öllum málum manna þar. Þar myndi alt vera víS ySar hæfi sem blómin hæfa blaSinu og blöSin stönglin- um, sem þau gróa á. “Og þessum áhrifum ySar hafiS þér beitt viS aSra, sem fylgdu prestlegri leiSsögn ySar, og hjá þeim hafiS þér ipnrætt þessar hugmyndir. Þér unnuS þann svar- daga í borgaraeiSnuirí, aS þér skylduS hætta aS ala þýzka sál í hjarta ySar og hugskoti, en byrja aS byggja þar upp sanna og hreina ameríkanska sál. Þetta þýddi þaS, aS þér skylduS leggja stund á aS kynna ySur líf og sögu Bandaríkj- anna; aS þér skylduS opna huga ySar og hjarta fyrir áhrifum henn- ar; aS þér skylduS reyna aS kom- ast í skilning um hugsjónir og stefnu Bandaríkjanna og elska þetta; aS þér skylduS reyna aS byggja upp í sálu ySar hugheilar, hjartnæmar tilfinningar fyrir Ban- daríkjunum, eins og tilfinningar ySar voru til Þýzkalands, þegar þér fóruS þaSan.” Bandaríkjamenn ekki vítalausir. “ÞaS hafa margir ÞjóSverjar komiS fram fyrir mig sem dómara þenna seinasta mánuS. Þeír hafa lifaS og búiS í landi þessu eins og þér í 10, 20, 30 og 40 ár, og þó hafa þeir orSiS aS hafa mann til aS túlka framburS sinn. Þetta var þýSingarmikil og eftirminnileg stund. Eg starSi á þá og reyncii sem eg gat aS skilja þá. En þaS var sem hátt og lágt, hvar sem á þá var litiS, hvern og einn einasta, væri skráS stórum, skýrum stöf- um: "BúiS til á Þýzkalandi”. (Made in Germany). LífiS í Ame- ríku hafSi ekki meS neinu mótij getaS máS af þetta letur. ÞaS stóS þarna bjart og skýrt, sem letur á spánýjum peningi.” “Eg legg ekki áfellisdóm á ySur einan, eSur eingöngu á þessa menn. Eg felli hann yfir sjé.lfum mér, yfir þessu föSurlandi mínu. Vér hvöttum ySur aS koma; vér buSum ySur velkomna; vér gáfum, ySur tækifærin, sem þér liafiS notiS; vér gáfnm ySur landiS; vér settum á höfuS ySar kórónu hins ameríkanska borgararéttar. En svo sleptum vár hendinni af ySur eftir þaS.” ~>S “En nú hefir stríSiS mikla kast- aS skæru ljósi yfir þjóSlíf vort. Og hvaS er þaS, sem vér þá sjá- um?—Hér og hvar um öll Banda- ríkin sjáum vér hópana af hinum smáu útlendu þjóSfélögum: litla Þýzkaland, litlu Italíu, litla Aust- urríki, litla Noregi, litla Rússlandi. Þessi útlendu þjóSfélög hafa hvert fyrir sig hlaSiS um sig ókleifan skíSgarS, og í staS þess aS halda eiSinn, sem þeir sóru, aS þeir skyldu láta vaxa og þróast í huga og hjarta sér ameríkanska sál, hafa menn þessr lagt alt kapp é aS útiloka alt, sem var amerík- anskt, en hlúa aS og efla alt sem hér var útlent.” Dagur dómsins þá og þegar kominn. “Þegar stríSi þessu er lokiS og frelsi mannfélagsins er aftur orSiS óhult í heimi þessum, þá kemur dagur dómsins hér í Bandaríkjun- um. Þeir borgarar landsins, sem fæddir eru í öSrum löndum, og stofnanir allar, sem meS útlend- ingúm standa, verSa þá kvaddar fyrir dómstól þjóSveldis þessa. Sá dagur er fyrir sjónum mínum lík- ari hinum mikla dómsdegi, heldur en nokkuS annaS, sem mér hefir til ’hugar komiS í fjölmörg ár. Á þeim degi verSur skilnaSur gerS- ur á milli sauSanna og hafranna. Hver einasta stofnun, sem hefir fengist viS eSa starfaS aS því aS halda útlendingunum viS sem út- lendingum í Bandaríkjunum, verS- ur aS hverfa frá þessu starfi sínu, eSur hætta aS vera til. Hér þarf djúpt aS skera, en þaS verSur gjört. Eg kannast viS rétt borg- ara landsins af útlendu kyni og f útlöndum borna, til þess aS heyra trú sína boSaSa á útlendu máli, er þeir geta skiliS, ef aS þeir geta ek'ki skiliS enska tungu. Og ef aS þeir geta ekki lesiS enskt mál, aS hafa blöS, sem þeir geta skiliS. En þetta er þaS lengsta, sem eg get fariS.” Útlendar kirkjur og útlend blöS. “Þetta verSa aSalmálin, sem út verSur gjört um á þessum degi dómsins. Nefnilega: Rétturinn til þessara hluta verSur aS eins veitt- ur um stundarsakir, og þessa rétt- ar fær enginn aS njóta, sem ekkí er fús til þess, aS gangast undir og viSijrkenna aS hann sé aS eins veittur um stund og um leiS legg- ur alvarlega kapp á þaS, aS þurfa ekki aS njóta þessara hlunninda nema sem allra skemst. Þá verS- ur aS endurskoSa og rannsaka til hlítar öll þessi átlendu kirkjufélög. Og ekkert prentfrelsi getur um ó- ákveSinn tíma verndaS blöS og rit á útlendum tungum í Banda- ríkjunum. Ekkert frelsi getur verndaS nokkra kirkju eSur blaS, sem ekki gjörir sér alvarlega far um aS láta tímann vera sem skemstan, sem menn þessir þurfa aS njóta þessarar undanþágu, í staS þess aS reyna aS halda henni sem Iengst, eins og aS undanförnu hefir átt sér staS.” 0 “En á ySur eru sakir bornar og sannaSar, aS þér hafiS meS land- ráS fariS og hvatt menn til aS hindra hernaSarstarfsemi Banda- ríkjanna. HvaS hafiS þér aS segja ySur til málsbóta?” “Eg er saklaus,” mælti Fontana. “ÞaS var aldrei tilgangur minn, aS tala eSa vinna á móti Banda- ríkjastjórn. ÞaS, sem eg hefi tal- aS, hefir veriS misskiliS. Mér var hlýtt til Þýzkalands áSur en vér gengum í stríSiS, en síSan hefi eg veriS meS Bandaríkjunum, frá því fyrsta til hins síSasta, og þá náttúrlega meS bandaþjóSum þeirra. “Eg hefi veriS Ameríkani í 20 ár. Kona mín var fædd hér í landi og foreldrar hennar voru Bandaríkjafólk. Börn mín eru Bandaríkjaþegnar og eg vil ala þau upp sem góSa borgara Iands- ins.” (ASsgnt.) THEB00K0F KNOWLEDGE (í 20 BINDUM) Öll bindin fást keypt á skrif stofu Heimskringlu. — Finnið eða skrifið S. D . B. STEPHANSON. HAFIÐ ÞÉR B0RGAB? HEIMSKRINGLU Skoðlð lltla miSann á blaðinu J’ySar — hanm seglr tiL

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.