Heimskringla - 29.08.1918, Side 4
4. BLAÐSfÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. ÁGÚST 1918
WINNIPEG, MAN., 29. ÁGÚST 1918
Sigur næsta ár.
Allra augu hvíla nú á orustuslóðum Frakk-
lands og ala að sjálfsögðu margir þá von í
brjósti, að stríðið muni enda þetta ár í algerð-
um sigri bandamanna. Ekki virðist þetta þó
skoðun þeirra manna, sem við herstjórn
bandaþjóðanna eru riðnir og þar af leiðandi
slíkum málum kunnugastir. Þeir eru flestir
þeirrar skoðunar, að enn sé herafli Þjóðverja
svo sterkur, að til úrslita orustu sé ekki að
hugsa þetta ár. Ef til vill verður hægt að
hrekja þá alveg burt úr Frakklandi og ekki ó-
mögulegt, að eitthvað verði hægt að taka frá
þeim af Belgíu, en við meiri sigurvinningum
geta bandamenn tæplega búist á þessu hausti.
Stríðsvélin þýzka er án efa töluvert að lask-
ast, en á meðan innbyrðis friður helzt í Iandi
þeirra heima fyrir, geta Þjóðverjar þó haldið
stríðinu áfram í marga mánuði enn þá.
Fregnriti blaðsins New York Times, sem nú
er með Bandaríkja hernum á Frakklandi,
skrifar blaði sínu nýlega sem fylgir:
“Það er sterk trú Bandaríkja hermann-
anna, að sex mánuðum eftir að sóknin byrjar
næsta vor, verði Þjóðverjar sigraðir.
Þó Þjóðverjar séu enn all-öflugir, þá er
það skoðun þeirra í her vorum, sem völ eiga
á beztri þekkingu, að herafl þeirra sé að
veikjast til muna. Markmið bandamanna í
marz var að halda Þjóðverjum til baka á öll-
um svæðum þangað til veturinn legðist að og
kæmi í veg fyrir allar stórvægilegar og um-
fangsmiklar hernaðar athafnir. Verkefni
þetta hefir engan veginn reynst bandamönn-
um ofurefli, því nú er svo komið, að óvinirnir
eru að verjast á öllum svæðum vesturstöðv-
anna — hættir með öllu að sækja. Augna-
mið bandamannna nú er að veikja þá sem
mest og undirbúa þannig öfluga sókn gegn
þeim vorið 1919.
Sú skoðun, að sríðið muni endast eitt ár
enn þá er nú að breiðast út á meðal frakk-
nesku þjóðarinnar, og heyri eg engar kvart-
anir yfir þessu. Og jafnvel þó styrjöld þessi
endist enn lengur, þarf enginn að óttast, að
Frakkar láti hugfallast.”
♦——-——--------------------------——*
Þátttaka kvenna í
stríðinu.
David Lloyd George stjórnarformaður á
Englandi, var nýlega boðið að mæta á full-
trúaþingi sameinaðra kvenna bandaþjóð-
anna, er haldið var í París. Sökum anna fékk
hann ekki orðið við boðinu, en skrifaði þing-
inu bréf, þar sem hann lauk lofsorði miklu á
alla framkomu brezkra kvenna síðan stríðið
byrjaði. Einn kafli bréfs hans hljóðar sem
fylgir í íslenzkri þýðingu:
“Mér er áhugamál að bera vitni hinni öfl-
ugu þátttöku kvenna á Englandi í velferðar-
máium þjóðarinnar á þessu þýðingarmikla
tímabili mannkynssögunnar. Þær hafa ekki
eingöngu borið Byrði sorgar og aðskilnaðar
með óbifandi hugarþreki og þolgæði, heldur
hafa þær einnig tekið sér á herðar stóran
hluta af byrði þjóðarinnar, sem nauðsynleg
er og óumflýjanleg til þess að hægt sé að
halda stríðinu áfram með fullum krafti.
Ef ekki hefði verið fyrir hina ágætu fram-
komu kvenna, er þær sjálfviljugar buðu sig til
vinnu í sjúkrahúsum og skotfæraverksmiðj-
um, tóku að sér umsýslu störf af öllu tagi og
margs konar önnur stríðs störf, stundum í ná-
munda við skotgrafirnar, þar Iíf þeirra er dag-
lega í hættu — hefði hvorki England né önn-
ur lönd bandaþjóðanna, geta staðist sókn ó-
vinanna á undangengnum næstliðnum mán-
uðum. Fyrir þessa þénustu í þarfir vors sam-
eiginlega málstaðar, verðskulda þær mann-
kynsins fylsta þakklæti. Eg hefi oft heyrt
sagt í Ii^inni tíð, að konur væru óhæfar til
þess að greiða atkvæði sökum veikleika, er
til þess kæmi að skilja alvöruþrungin mál
þjóðarinnar—og nm leið hefir því verið ,
fleygt, að þær myndu lítt hæfar til þess að
bera þunga stórrar styrjaldar. Reynsla mín
í Suður-Wales seinustu viku hefir þó sannfært
mig um, að kvenþjóð lands vors skilji til hlít-
ar hvað í húfi er í þessu stríði. Eg er fast-
trúaður á, að þeim sé eins ljóst og nokkrum
öðrum, að enginn friður er mögulegur, engin
framsókn eða lífsánægja í þessum heimi á
meðan skrímsli hervaidsins fær að drotna ó-
hnekt yfir hinum ístöðuminni þjóðum.
Kvenþjóðin skoðar stríð þetta baráttu í
þágu réttlætisins og manngæzku hugsjóna og
fylgir fastlega þeirri stefnu, að friður verði
ekki saminn fyr en bandaþjóðirnar geti komið
í veg fyrir að aðrar eins hörmungar fái skoll-
ið yfir mannkynið í annað sinn Eg er viss
um, að yfirlýsing kvenna í Suður-Wales er
rétt sýnishorn af anda og afstöðu allra annara
kvenna á Englandi.
Vér væntum ekki eingöngu eftir aðstoð til
þess að fá sigrað í stríðinu, heldur hvöt og
uppörvun við hverja endurbyggingu, er vér
verðum að taka oss fyrir hendur, eftir að sig-
ur er unninn.
Konur þær, sem í stórum hópum hafa farið
til Frakklands til þess að starfa fyrir banda-
þjóðirnar, eru á meðal fremstu leiðtoga þess-
arar viðreisnar-hreyfingar. Skeyti mitt til
fulltrúa þeirra, sem nú mæta í Paris, er þetta:
‘Vel gert. Haldið starfinu áfram. Þér eruð
að aðstoða við sköpun nýrrar jarðar fyrir
yður sjálfar og börn yðar’.”
- ■ - - -41
Jatningjar.
Eins og skýrt er frá á öðrum stað í blað-
inu, er forsætisráðherra Canada, Sir Robert
Borden, kominn heim úr Englandsför sinni.
Mun þess nú ekki lengi að bíða, að hann
taki til starfa hér heima fyrir og engan minsta
kvíðboga þarf fyrir því að bera, að hann
muni ekki leggja frarn fylstu krafta sína Can-
adahernum til styrktar og þjóðinni til velferð-
ar yfir höfuð að tala. Á núverandi óánægju-
tímum þjóðarinnar á hann vafalaust marga
mótstöðumenn, enda er slíkt ætíð hlutskifti
allra þeirra, sem æðstu stöðurnar skipa. Eng-
um sanngjörnum borgara þessa lands fær þó
dulist, að með framkomu sinni síðan stríðið
byrjaði, hafi hann sýnt fram úr skarandi
stefnufestu og mikla leiðtoga hæfileika. Um
örðugleikana er í vegi hans voru, mætti rita
heila bók, og þar yrði afstaða annars mann-
flesta fylkis landsins vafalaust stærsti þáttur-
inn. En sé alt sanngirnislega og hlutdrægnis-
Iaust skoðað, verður ekki annað sagt, en hon-
um hafi tekist snildarlega vel að ráða fram
úr ríkjandi kröggum og hrinda stríðs-
málum þjóðarinnar í viðunanlegt horf. Stríðs-
stefna hans hefir verið óbifanleg og sökum
þessa hafa margir gerst eindregnir fylgjendur
hans, er voru svæsnir mótstöðumenn hans áð-
ur—þannig bjargaði hann herskyldumálinu
síðastliðið haust. 1 öllum vandamálum hér
heima fyrir hefir hann sýnt mestu lipurð og
nærgætni og þessu til sönnunar þarf ekki
annað en nefna málamiðlunar tilraunir hans,
þegar allsherjar verkfallið stóð yfir hér í Win-
nipeg í vor — enda neyddist jafnvel blaðið
Voröld til þess að hrósa honum á hvert reipi I
fyrir framkomu alla í það sinn.
Englands för hans hefir vafalaust haft mik-
ilvæga þýðingu og mun þetta koma betur í
ljós, þegar frá líður. Að hann er kominn
heim aftur mun þó meginþorra þjóðarinnar
gleðiefni, því sá er sæti hans skipaði í fjar-
veru hans hefir átt Iitlum vinsældum að fagna.
— Undir eins og Sir Robert steig af skipsfjöl,
leyfði hann Canada blöðunum að birta eftir-
fylgjandi skeyti til þjóðarinnar:
“Eg var staddur erlendis í réttar tíu vikur
og kem heim sannfærður um það, að aldrei
hafi andi bandaþjóðanna verið stefnufastari
eða ákveðnari en einmitt nú.
Mest allan tímann dvaldi eg á Englandi,
kom þangað skömmu eftir að Þjóðverjar
höfðu hafið árangursmikla og öfluga sókn á
vesturstöðvunum, fyrst gegn Bretum og svo
gegn Frökkum. En þeim mikla árangri hefir
nú alveg verið eytt við ósigur Austurríkis-
manna á Italíu og Þjóðverja á Frakklandi.
Síðan eg fór frá Ottawa 24. maí s.l . hafa
um miljón hermanna verið sendir frá Banda-
ríkjunum yfir hafið. Eg hefi séð margar
þúsundir þeirra, um borð á skipum og í her-
stöðvum þeirra, er eg heimsótti. Orð lýsa
ekki þeim víðtæku og miklu áhrifum, er
koma þessara öflugu hersveita hefir haft í
löndum bandaþjóðanna. Öll Evrópa dáir lík-
amlegt atgearfi þeirra, úrræðasemi þeirra og
fjölhæfni. Þykir sæta mestu furðu á hve
skömmum tíma hersveitum þessum hafi verið
veitt öll nauðsynleg æfing og hafa þær fylli-
lega sýnt hvað í þeim býr í hverri orustu, sem
þær hafa verið reyndar í. Það er ekkert
spursmál, að sigurvinningar síðustu fjögra I
vikna hefu ekki verið mögulegir án þeirra
Bandaríkja hersveita, sem komnar eru í
fremstu skotgrafir.
Örugg og góð samvinna á sér stað milli
hersveita Bandaríkjanna, stórveldisins brezka
og Frakklands. Af orðum Sir David Beatty
að dæma, og sjóliðsforingjanna Síms og Rod-
man, ríkir það sama hvað snertir brezka og
ameríska sjóliðið.
Canada hermennirnir hrósa happi yfir að
þeim gefst nú tækifæri að bcrjast hlið við hlið
með frændum sínum og nágrönnum. Hermenn
þessara tveggja ríkja eru vissulega líkir, geta
talist jafningjar og á þessu hafa Þjóðverjar
fyllilega fengið að kenna. Við fyrri atrenn-
ur Þjóðverja, er þeir hófu sókn sína í vor,
tók Canada herinn ekki þátt í neinum þeim
orustum, en á næstliðnum vikum hafa sigur-
vinningar Canada manna verið eins miklir og
á nokkrum öðrum tíma síðan stríðið byrjaði.
Þeir hafa brotist áfram á allstóru svæði, hrak-
ið óvinina um 14 mílur aftur á bak og tekið
nærri 10,000 fanga og yfir 150 stórbyssur.
Mannfallið þeirra megin hefir verið töluvert
minna en þessi fangatala og ekki hafa þeir
slept að svo komnu neinu því svæði, er þeir
hafa náð haldi á.”
Loftferðir.
Það er svo margt og stórkostlegt það illa,
sem af þessum heims-ófriði leiðir, að hitt eins
og hverfur og gleymist, er af honum leiðir,
sem að gagni gæti orðið og haft margvíslegar
framfarir í för með sér; og að svo sé, mun
sannast, nær friður kemst á. Það er einkum
verklegt listfengi og efnafræðislegar framfar-
ir, sem þá hljóta að koma í ljós, — ekki í nýj-
um vopna tilbúningi, heldur til að efla og
auka friðvænleg störf.
Hin dýrkeypta reynsla, sem oft er líka ó-
endanlega mikils virði, hefir kent mönnunum
notkun ýmsra efna, miklu margbrotnari en
áður hefir átt sér stað mannkyninu til gagns
og góðs á margvíslegan hátt. En af því sem
enn er komið í Ijós munu þó framfarirnar í
fluglistinni vera allra stórkostlegastar. Þær
munu hnýta saman mörg þau bönd milli þjóð-
anna, sem þessi styrjöld hefir sundur slitið.
I þessum ófriði hafa flugvélar og flugbát-
ar verið marg endurbætt. Mörgu afar mikils-
verðu í því efni er þá haldið leyndu enn þá.
Svo mikið sýnir þó dagleg reynsla, að kunn-
áttan í að stjórna loftförum og djarffærnin
hefir fullkomnast margfaldlega; hreyfivélarn-
ar eru kraftmeiri og stærðin aukin að miklum
mun. I sumum flugbátum og flugvélum er í
seinni tíð farið að hafa meira en eina hreyfi-
vél. Hinar stríðandi þjóðir hafa bæði í land-
her og sjóliði heila flokka af þaulæfðum flug-
mönnum, sem að kunnáttu, dirfsku og hug-
rekki eru fram úr skarandi.
Að stríðinu afloknu, eiga þjóðir þær, sem
í stríðinu hafa staðið, aragrúa af allskonar
flugvélum, ásamt fjölda hinna færustu manna
til að stjórna þeim. Á friðartímum þarf þessa
útbúnaðar eða mannafla ekki við, hvorki í
sjó- eða landher, og það virðist því sjálfsagt,
að stríðsþjóðirnar, nær friður er saminn, geti
mist allmikið af sínum loftferða útbúnaði til
þjóðlegra framfara, undir umsjón landstjórn-
anna og sérstakra félaga.
I því trausti og með þeirri sannfæringu, að
eftir stríðið verði loftferðir miklu almennari
og fullkomnari, er í Svíþjóð þegar stofnað til
Ioftferða sambands milli Stokkhólms og Málm-
eyjar, Stokkhólms og Gautaborgar, og einnig
á milli Stokkhólms og Finnlands. 1 Noregi er
stofnað loftfara félag, sem ætlar að koma|á
föstum farþega og póstflutninga ferðum milli
ýmsra borga og bæja innanlands, og eftir
stríðið einnig til annara landa. Einnig í stríðs-
löndunum er gjört ráð fyrir loftlínum. Á
Þýzkalandi: “Continental’ línan milli Berlín,
Vínarborgar, Buda-Pest, Constantinopel og
Bagdad; og á Bretlandi “Occidental” línan
milli London, Kairo og Bombay. Þetta má
að vísu nefna framtíðar draumsjónir, en fyrir
að eins 20 árum var hugmyndin um að fljúga
frá Kaupmannahöfn til Hróarskeldu einnig
nefnd því nafni.
Það eru miklar líkur til að Ioftskipin, þar
með taldir Zeppelinarnir, eigi ekki miklar
framfarir í vændnm, stærðin mun trauðla
aukin svo miklu nemi, jafnvel þó léttari Ioft-
tegund en súrefni yrði notað, og hinn feikna-
mikli kostnaður við byggingu og útgjörð loft-
skipanna veldur því, og fastákveðnar “línur”
með Zeppelinum eru lítt hugsanlegar
Flugvélar og flugbátar hafa að öllum lík-
indum miklu meiri framtíð. Flugbátar til að
fljúga yfir vatn svo útbúnir, að þeir geta Ifka
verið á vatni, ef «kki er því meiri afda; en
flugvélarnar fara yfir Iöndin. En stundum
betur verið slæmt fyrir þær að lenda, einkum
þar sem þéttbygt er. Það er því sanngjarnt,
að fyrst um sinn megi ekki ætla flugvélum
með póst og fluthing alt of langa áfanga.
DODD’S NÝRNA PILLUR, gótSai
íyrir allskonar nýrnaveikL Lækne
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s
Kidrney Pills, 50c. askjan, sex ösk>
ur íyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum
eða frá Dodd’s Medicine Oo., Lt(L,
Toronto, Ont.
Hinn afar mikli ferðhraði flug-
vélanna og svo hitt, að valin sé hin
beinasta leið milli vissra staða,
hlýtur að auka að miklum mun
loftferðirnar. Hér skulu tilnefndar
vegalendir nokkurra loftleiða milli
borga: París til London 400 kíló-
metrar, París til Berlín 900 km.,
Berlín til Khafnar 350 km., Krist-
janíu til Khafnar 500 km., Khöfn
til Stokkhólms 550 km., Khöfn til
Árhús 150 km., Khöfn til Esbjerg
275*km., Esbjerg til Grimsby 600
kílómetrar.
Geri maður flughraða fullkom-
innar flugvélar að eins 100 km. á
klukkustund, þá væri farið frá
Khöfn til Esbjerg á 2^4 tíma, frá
Berlín til Khafnar á 2>/i kl.tíma,
frá Kristjaníu til Khafnar á 5 tím-
um, o.s.frv. En að ferðhraði vél
anna verði miklu meiri, er áreiðan-
legt, sem aftur gjörir milliferðatím-
ann að miklum mun styttri.
Frá siðferðislegu sjónarmiði
verðskulda loftfarirnar stuðning og
athygli allra þjóða. Er stríðinu
linnir munu flugvélarnar fara gegn
um himingeiminn, þar sem engin
landamerki eru, og flytja á þann
hátt friðarboðskap og bjargræði
allskonar, frá einni til annarar af
þjóðum þeim, sem verið hafa hinir
grimmustu óvinir, styðjandi sam
vinnu allra siðaðra þjóða, að frið
un og framsókn í heiminum.
S. M. LONG, þýddi.
Breytingar.
(Eftir Amrúnu frá Felli.)
‘ÞaÖ veltur á ýmsu í strííSinu.”
I.
JÓN, SEM “FÉLL í GEGN”.
Fyrir nokkrum árum kom eg til
Reykjavíkur, eftir aS hafa verið
fjarverandi um hríS. AuSvitað
var mér nýnæmi á ýmsum skemt-
unum, sem höfuSstaSurinn hefir
aS bjóSa; meSal annars hreyfi-
myndum.
Þegar eg og vinkona mín höfS-
um sloppiS stórslysalaust út úr
“Gamla Bió”, var svo sem sjálf-
sagt aS fara “umferS" þ. e. ganga
í kring um Austurvöll.
Eftir aS hafa fylgt þeim bæjar-
leiS. komum viS inn á “Skjald-
breiS”. Ef þú hefir komiS þar aS
kveldi dags, veiztu, aS þar er ekki
greitt aSgöngu; á endanum feng-
um viS þó sæti; og meSan viS biS-
um eftir kaffinu fór eg aS líta í
kringum mig, eins og gestum er
títt, og augu mín staSnæmdust
viS ungan, ljóshærSan mann, sem
sat skamt frá mér. "Veslings pilt
urinn,” hugsaSi eg, því þaS leyndi
sér ekki, aS hann var drukkinn;
félagi hans var stöSugt aS hnippa
í hann og þagga niSur í honum.
“ÞekkirSu laglega unga mann-
inn meS ljósa háriS?” sagSi eg
viS vinkonu mína, “þennan, sem
er aS reyna aS kveikja í vindlingn-
um?”
“Hvem? Nú hann,” sagSi hún
hirSuleysislega; iss, þaS er hann
Jón, sem 'féll í gegn’.”
“Eg hélt aS Reykvíkingar væru
hættir aS uppnefna fólk.”
"Uppnefnal Eg held þaS sé
ekki mikið uppnefni. Það er s&nn-
arlegt sannnelni. Hann féll í gegn]
viS stúdentsprófiS í vor, og ef þú
þektir staShætti hér, þarf nokkuS
til aS gera þaS, svo framarlega
sem viSkomandi er ekki gagn-
fræSingur frá Akureyri, eSa því
frumlegri í skoSunum sínum; og
Jón er hvorugt.’
“HvaSan er hann?”
“Jón er Reykvíkingur sonur
bláfátækra hjóna vestur í Stíg—
hann fór aS drekka í efri bekkjum
skólans sat einu sinni eftir og féll
svo í vor, viS stúdentsprófiS".
“Hvernig varS gömlu hjónun-
um viS^”
“Leifi gamli er ekki margmáll,
gekk þegjandi út, þegar hann
frétti leikslokin, og lét lengi vel
eins og hann sæi ekki Jón; en
mamma hans sagSi, um leiS og
hún brá svuntuhorninu yfir augun:
"Þú fellur ekki í gegn í næsta
skifti, Nonni minn.”
“Aumingja hjónin.”
“Já, aumingja foreldramir, aS
eiga slíkan ræfil fyrir son," sagSi
vinkona mín þungbúin.
“Ef til vill tekur hann próf
næsta vor?”
“BlessuS láttu þér ekki detta
þaS í hug; hann er latari en hvaS
hann er langur, og er þá mikiS
sagt.”
¥ * ¥
Enn liSu nokkur ár. Veraldar-
ófriSurinn geisaSi og rótaSi upp í
hugum og högum margra—, og
aftur var eg á ferS í höfuSstaSn-
um—aS þessu sinni aS hlusta á
samsöng “17. júní” í “BárubúS”.
Þegar hlé varS, var mér litiS á
ljósan, fallegan hnakka — eigandí
hans sat tveim bekkjum fyrir fram-
an mig. Eg hafSi rétt áSur tekiS
eftir þreklegum höndum þar, sem
klöppuSu óspart fyrir söngmönn-
um.
"HvaSa maSur er þetta, sem
situr á milli gamla mannsins og
konunnar meS köflótta sjaliS?”
hvíslaSi eg aS systur minni, sem
sat hjá mér.
Hún litaSist um. “Eg held þú
eigir viS hann Jón, skipstjórann á
bifbátnum “HermóSur.” Þú hef-
ir líklega séS hann fyrir vestan,
hann hefir stundum fiskaS þar—
#
framúr skarandi duglegur og hepp-
inn sjómaSur. Hver hefSi trúaS
því, aS þetta byggi í honum Jóni
um áriS, þegar hann féll í gegn—”
"Nei! er þaS hann Jón, sem
féll í gegn?” sagSi eg hálf hátt.
“GóSa, bezta, gáSu aS þér”,
sagSi systir mín óttaslegin. “Þú
talar svo hátt."
“ÞekkirSu hann?”
“Nei, ónei; rétt af afspurn.”
“Eru þetta foreldrar hans,' sem
meS honum eru?"
“Já; en þaS gengur fram af
mér, aS hann skuli hafa komiS
þeim hingaS; þau fara aldrei á
skemtanir.”
Söngflokkurinn kom inn á Ieik-
sviSiS; eg rétti mig í sætinu, um
leiS og eg horfSi til skiftis á fall-
ega, gula hnakkann, og gömlu,
lotnu konuna, og hugsaSi:
Jón fellur áreiSanlega ekki aft-
ur í gegn.
II.
“BROADWAY JOHNNY”
“Broadway Johnny” hafSi feng-
iS orlof í nokkra daga, áSur en
hann færi til Frakklands.
Þet-ta er auSvitaS ekki hans
rétta nafn, eins og þú skilur, —
kunningjar hans kalla hann þaS
sín á milli.
Hann hefir líka stundum veriS
kallaSur “danshesturinn”, af því
hann gerSi lítiS annaS en dansa.
Jú, auSvitaS reykti hann vindlinga
og drakk kampavín, þegar svo bar
undir.
Okkur kom saman um, aS hann
væri laglegur, og ungu stúlkurnar
sögSu, aS hann væri “fyrirtaks
félagi” og dansaSi eins og engill;
hann var ætíS reiSubúinn til aS
kenna þeim nýjustu daneana —
en annars skiftu þær sér ekki mik-
iS af honum.
Nema Mary. í hennar augum
er hann bezti maSur heimsins.
Mary dansar eins og bylgja, eSa
blævakiS blóm—en annans er þaS
af henni aS segja, aS hún gengur
í helzt til stuttum kjólum, og helzt