Heimskringla - 10.10.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.10.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSfÐA HEIMSKRinGLA WINNIPEG, 10. OKTÓBER 1918 HEIMSK RINGLA ihx«) K»WlUT At & hv0rj utm Flmtude«t. OtKefendur og elftendur: THE VIKING PRESS, LTD. Vert) blaBslne I Canada og BandarikJ- unum $2.00 um árlí (fyrirfram borgad). *ent ti! lslands $2.00 (fyrirfram borgati). Ailár borganir sendist rátSsmanni blatSs- ms. Púst etSa banka ávísanlr stillst tll The Viklng Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur SkrKstofa: IM SHERBHOOKB STRRET, WIRTNIPBO. P.O. Rm 8171 TalataU OariT 41M WINNIPEG, MANITOBA, 10. OKT. 1918 Blöð og ritstjórar. BlöSin Winnipeg Telegram, Westem Lab- or News og “Voröld” hafa rokiS upp til handa og fóta að birta greinarstúf, sem að ííkindum er tekinn úr einhverju Bandaríkja- blaÖi og auc5sjáanlega töluvert farin að eld- ast. Skýrir greinarstúfur þessi frá ræSu, er John Swinton, eitt sinn ritstjóri í New York, flutti í ritstjóra samaæti, er haldið var hon- um til heiðurs. Átti hann aS mæla fyrir minni óháðrar blaðamensku og fórust meðal annars orð á þessa leið: “I Ameríku er sá hlutur hvergi til, sem heitið getur óháð blað, nema ef vera kynni eitthvert sveitablað.....Þetta vitið þið, og eg veit það líka. Enginn ykkar þyrði að segja sannfæringu sína í blaðagrein, eins og hún er. Ef þið gerðuð það, vitið þið vel og fyrir fram, að slíku yrði stungið undir stól. .....Mér sjálfum eru greiddir $ 1 50 um vik- una fyrir að birta aldrei hreinskilnar skoðan- ir mínar í blaði því, sem eg þjóna að. Ým9>r af ykkur vinna fyrir líkum verkalaunum. Hver ykkar, er væri svo vitfirtur, að rita eins og honum býr í brjósti, yrði rekinn út á göt- una, að leita sér annarar atvinnu. . . . Verka- hringur New York ritstjórans er sá, að eyði- leggja sannleikann, að skrökva skammfeiln- islaust, að rangsnúa, að flaðra fyrir fótum Mammons, að selja lýð sinn og land fyrir sitt eigið uppeldi.....Þið vitið þetta og eg veit þetta. Minni óháðrar blaðamensku, —hvílík heimska........Við erum tól og þrælar ríkismanna, sem liggja í launkofum. Við erum leikbrúður, þeir kippa í þræðina, við dönsum. Hæfileikar okkar, hamingja okkar, æfi okkar, er annara manna eign. Við erum andlegar undirlægjur.” Svo hljóða þessi orð, og mun flestum finnast þetta all-hrottaleg lýsing á blaða- menskunni hér í landi. Ekki er heldur ólík- legt margir leiðist til að halda hér sé farið með heilagan sannleika og ekkert annað. Að minsta kosti verður þetta skoðun þeirra, sem eitfrhvað er í nöp við einn eða fleiri ritstjóra. Vafalaust mun þó fjöldamörgum finnast þessi lýsing á ritstjórum landsins í meira lagi öfgakend og því hugsa sig um tvisvar áður þeir ganga út frá því sem vísu, að hún sé rétt og sönn. Ræðumönnum mörgum er hætt við að verða æstum, gleyma sjálfum sér og fara út í öfgar — og hví skyldi slíkt ekki hafa getað átt sér stað með John Swinton, þá er hann flutti ofannefnda ræðu) Um- ræðuefni hans var örðugt viðfangs og því sízt að undra, þó honum rynni í skap! Hann átti að mæla fyrir minni óháðrar blaðamensku. En vantrú hans á, að nokkur óháð blöð séu til í Bandaríkjunum, gerir það að verkum, að honum ferst þetta hörmulega. Reiður mjög hellir hann sér í verstu skömm- um yfir alla ritstjóra landsins og blaðamensk- una í heild sinni I Hann eins og gleymir aðal- ræðuefninu og fer út í alt aðra sálma. Flokksblöðin, eða ritstjórar, sem vissum flokksstefnum fylgja, komu ræðu hans vitan- lega ekkert við; það sér hver heilvita maður. Ræða hans var fyrir minni vissra og tiltek- inna blaða, óháðu blaðanna. Skyldu annars margir samþykkja þá stað- hæfingu hans, að óháð blöð séu alls ekki til í Bandaríkjunum ? Þó stöku blöð sigli undir fölsku flaggi, þykist óháð en séu í rauninni sterk flokksblöð, nær engri átt að segja slíkt eiga sér stað með öll óháðu blöðin. Allir þeir, sem nokkuð hafa skygnst inn í blaða- heiminn sySra, vita, að alveg óháð blöð eru þar til, sem engum sérstökum pólitískum stefnum fylgja. Staðhæfing Swintons, hvað þetta snertir, hefir því við lítil rök að styðj- ast. Tiltæki hans að rugla saman óháðu blöð- unum og flokksblöðunum getur ekki skoðast annað en vottur um að þessa stundina hafi ’é hann verið viti sínu fjær áf reiði. Eða má- ske hefir hann svo brunnið af löngun að segja eitthvað alveg nýtt af nálinni og áður óheyrt, að í svipinn hafi hann gjörsamlega tapað valdi á hugsunum sínum? Dómur hans um alla ritstjóra landsins í heild vottar hvorki í'hugun eða gætni; staðhæfingum hans er fleygt fram, án þess nokkur rök séu tilfær.ð þeim til stuðnings. Enginn rétthugsandi maður finnur flokks- blöðunum það til foráttu, þó þau fylgi djarft og einarðlega þeirri stefnu í stjórnmálum, er þau aðhyllast. Að þau hljóta fjárhagslegan stuðning þeirra manna, sem sömu stefnu fylgja, er heldur engan veginn athugunar- vert. Og þó ritstjóramir þjóni ekki að blöð- unum fyrir ekkert, fái með öðrum orðum Iaun fyrir starf sitt, þá er það engin sönnun að þeir séu nauðbíygðir að skrifa á móti sannfæringu sinni. Vér eigum bágt með að trúa að þess séu mörg dæmi, að ritstjórar féti kaupa sig til þess að fylgja þeim stefn- um, sem þeir sjálfir eru andstæðir. Og að slíkt eigi sér stað með alla ritstjóra landsins, er það argasta bull, sem nokkur getur látið sér um munn fara. Þrátt fyrir alla flokkaskiftingu hafa blöð- in oft og tíðum hallast á sömu sveifina í mörgum stórum og þýðingarmiklum velferð- armálum þjóðanna. Tökum til dæmis af- stöðu þeirra hér í Canada í vínbannsmálinu. Menn munu minnast þess, að þegar gengið var til atkvæða um vínbann, bæði hér í Manitoba og öðrum fylkjum landsins, þá hlaut það eindreginn stuðning allra helztu blaðanna. Fóru sum blöðin svo langt í sak- irnar, að neita með öllu auglýsingum vínsal- anna — ráku af sér um leið það ámæli, að þau vinni alt til fyrir peninga. 1 kvenrétt- inda málinu hafa blöðin einnig staðið sam- hliða í seinni tíð og hið sama er að segja um afstöðu þeirra í mörgum öðrum umbótamál- um, er miða til stórrar velferðar fyrir þjóð- ina. Áhrifum blaðanna hefir lengi verið viðbrugðið og leggist þau á eitt í einhverju máli, er sigurinn nokkurn veginn vís. Síðan stríðið byrjaði hafa öll helztu blöð- in hér í Canada lagt öll flokksmál til hliðar og háð sameiginlega baráttu fyrir þátttöku þjóðarinnar í stríðinu. Stefna þeirra hefir verið sú, að hreyfa engum þeim málum, er vakið g'ætu deilur hér heima fyrir á meðan hermenn þjóðarinnar berjast á vfgvellinum í þágu lýðfrelsis og mannréttinda. óneit- anlega er þetta líka göfug stefna og blöðum landsins til hins mesta sóma. Sama hefir átt sér stað í Bandaríkjunum síðan þátttaka þeirra hófst í styrjöldinni. öll helztu blöðin þar hafa látið öll flokksmál rýma úr sessi, sett alla flokkaskiftingu til hlið- ar og unnið kappsamlega í þjóðarinnar þágu. Fjármagni Þjóðverja hefir algerlega mis- hepnast að kaupa þau. Fylstu líkur eru því til, að þó John Swin- ton helti sér þannig yfir blöðin og ritstjórana fyrir stríðið, þá hefði hann nú á tímum haft gát á tungu sinni. Hefði hann, eins og nú er ástatt fyrir þjóð hans, svo reynt að draga úr áhrifum blaðanna, þá hefði slíkt ekki orð- ið til þess að víðfrægja hann fyrir þegnholl- ustu gagnvart landi sínu. Sparið og verið viðbúnir. Sigurlánið nálgast nú óðum og engir þegn- hollir borgarar mega vanrækja að búa sig undir það eftir megni. Með sparnaði má mikið gera og aldrei hefir verið meiri þörf á sparnaði og fyrirhyggju en einmitt nú. Fáir eru svo illa staddir efnalega, að með því að viðhafa allan sparnað þangað til sigurlánið verður hafið, geti þeir ekki að minsta kosti keypt eitt ríkis skuldabréf (Victory Bond). Hvaða góður borgari vi'll kki hlaupa undir bagga með landinu sínu, þegar það er í nauð- um statt og þegar þetta er ekki minsta á- hættuspil fyrir hann sjálfan? Að kaupa rík- isskuldabréf Canada, er sama og leggja fé sitt í sparisjóð. Það er ekki að ástæðulausu, að fyrir þjóð- inni er svo mjög brýnt að viðhafa allan spanað — því svo mikið er í húfi geti undir- tektir hennar ekki verið góðar þegar sigur- lánið verður hafið. Heill og heiður þjóðar. innar er í veði, ef hún bregst í þessum sökum. En vonandi kemur ekki til slíks. Ef allir, bæði karlar og konur, hafa það nú eitt hug- fast að spara og undirbúa sig sem bezt, er engin ástlæða til neinnar svartsýni hvað út- komu sigurlánsins snertir. lslendingar hafa sýnt þat5 í liðinni tíð, að þeir vilji ekki vera eftirbátar neinna at^ara þjóðflokka hér í landi, hvorki í fjárframlpg- um til stríðsþarfa eða öðru. Vonandi kapp- f kosta þeir nú láninu búnir. að vera sem bezt við sigur- Þjóðeign járnbrauta í Onada. Eins og lesendum flestum er kunnugt, er Canadian Northem járnbarutin nú komin í eigu þjóðarinnar sjálfrar og Canada um leið nær því takmarki, að geta gert helztu járn- brautimar hér að ríkiseign. Búist er við, að stjórnin verði áður langt líður að taka að sér Grand Trunk brautina, þar sem braut sú stendur nú svo afar-lla að vígi fjárhagslega. Af meginbrautum verður Canadian Pacific brautin þá ein eftir og þó eigendur hennar megi sín mikils, mun þeim reynast fullörðugt að keppa á móti ríkinu til lengdar. Eru því fylstu líkindi til, að braut þeirra verði að þjóðeign áður lýkur og ef til vill slíks elcki eins langt að bíða og margur hyggur. Fyrir mörgum hér er nú hið mesta áhuga- mál, að Canada geti sem fyrst eignast allar þær jámbrautir, er um landið liggja. Einok- un járnbrautarfélaganna, helzta auðvalds landsins, er þá lokið og við " það stendur þjóðin margfalt betur að vígi en áður. — Blaðið Literary Digest í Bandaríkjunum flyt- ur nýlega grein um þjóðeign járnbrauta hér í Canada og birtum vér hér með kafla úr henni í íslenzkri þýðingu: “Sir Robert Borden sagði í ræðu, er hann flutti í Toronto, að stærsti jámbrautaeig- andinn í Canada með einni undantekningu, væri Canadaþjóðin og sá dagur ef til vill í vændum, að engin undantekning ætti sér stað. Enn fremur sagði hann, að stjómin fylgdi nú víðtækri stefnu með því markmiði að gera járnbrautir landsins að ríkiseign og til þess að þetta gæti borið sem beztan á- rangur og henni unt að viðhalda járnbraut- unum, er ríkið eignast.yrði hún að hljóta ein- dregið fylgi þjóðarinnar. Svo öll tilhögun í sambandi við járnbrautirnar geti orðið sem hagkvæmust, segir blaðið Toronto Globe, eiga allar stjórnarbrautimar að skoðast sem eitt kerfi og allar að koma undir hið nýskip- aða stjórnarráð Canadian Northem brautar- innar. Lætur blaðið í ljós ánægju yfir þessu og segir næsta sporið ætti að vera að gera Grand Trunk brautna að ríkiseign og svo Canadian Pacific eins fljótt og möguleikar leyfi. StjórnárFsrautirnar í Canada samanstanda af kerfi, sem er um 14,000 mílur; 10,000 mílur af Canadian Northem brautinni, 1,94 I mílur af Intercolonial, Prince Edward Island og fleiri stuttum brautum, og 1,81 1 mílur af National Transcontinental brautinni. Allar þessa brautir eru nú eign Canada þjóðarinnar og um þá fyrstnefndu komst Borden forsæt- isráðherra meðal annars þannig að orði í ofannefndri ræðu: ‘Að stjórnin tók að sér Canadian North- em járnbrautarkerfið, orsakaðist af kríngum- staeðum, er urðu til sökum stríðsins og skoð- un mín er, að slíkt hafi verið heppilegasta úrlausn þessa vandamáls. Kerfi þetta sam- anstendur af eitthvað tíu þúsund mílum af járnbrautum og að meðtöldum þeim $10,- 000,000 er eigendunum voru greiddir fyrir hlutabréf þeirra, kostar brautarkerfi þetta landið í alt frá fjörutíu og fjórum til fjörutíu og fimm þúsund dollara hver míla. Meiri hluti brautar þessarar liggur í gegn um land, sem enn er lítt unnið og sem hlýtur að taka miklum framörum í nálægri framtíð. Fyrir þessa ástæðu eru framtíðar möguleik- ar Canadian Northem brautarinnar að mun álitlegi, en á stér stað með bæði Intercolon- ial og Transcontinental brautirnar. Canada á nú í alt nærri 14,000 mílur af járnbrautum, er ná frá hafi til hafs. Allar þessar brautir eiga að skoðast sem eitt sam- anhangandi kerfi og vera undir einni aðal- stjórn; kerfi þessu skyldi alls ekki stjórnað af neinni deild sambandsstjórnarinnar, og undir eins og hægt er, ætti að sameina það eimskipalínum bæði Atlantshafs og Kyrra- hafs megin. DODD'S NÝRNA PH.LUR, góðw fyrir aliskonar nýmaveiki máif. gigt, bakverk og sykurveiki. Dod<T« Kidniey Pills, öðc. askjan, séx öskj- ur íyrir $2.50, hjá öliuia lyfsölujð eða írA Dodd’s Medicine 6o., Ltd., Toronto, Ont. Dr mannheimnm Eftir Kr. Asg. Benediktsson. Yið Island. Hví skyldi’ ei fagna þér, frjálsborni landinn, er faldinn þinn bjarta hann eygir við ský, og styrkinn, sem brýtur þar bylgjur við sandinn, bjóðandi hafiiiu fangtök á ný. Lækka skal seglin, þótt hann sé að hægja því höfnin er fundin, s«;m valdi eg mér. > Eg veít að þú býður mér heim tifaS hlæja—— Pg helkwst^ t4rín, sem7 grAf^Ítíá * : . 11 .j .úJV* 5' Bergmaim. )V — Hemilislflaðið. Udf v ’ í' 1 (Framh.) Matúsalem Guðmundsson .býr sunnan við ögur þann cða sundið, sem Páll K. Kjernested býr norðan- vert við. Matúsalem er úr Mývatns- sveit oig sömuleiðis kona hanis, Jak- dbína Jónsdóttir. Þau íluttust til Canada 1893 og ári síðar norður f Narrows bygð. Þar sem þau eru nú, hafa þau ibúið mörg ár og bygt vel. Við Jakobína erum .skyld í íeðra og mæðra ættir. Matúsalem er skyld- ur mér í föðurætt sína. En eg hon- um í móðurætt mfna. Þau hjónin eru bræðrabörn. Þau eru öldruð. Vissi eg, að þau mundu geta frætt mig uin ættir einna eða tveggja síð- ustu kynslóða í Mývatnssveit og of an um dalina. Enda reyndist mér það rétt ályktað. Þau eru bæði minnug og rétt hermin. Vegna hey- anna og naums tfma náði eg ekki eims víðdreifðum ætthvfsla þekking- um frá þeiin, og eg hafði ó.skað. Þau eru af Skinnastaðamanna ættum (séra Einari Nikulássyni galdra meistam og Jóni prasti syni lians); Liggja þær æbtir upp til Oddaverja og iSíðumanna, sem kunnugt er. Hjón þessi eru ágæt heim að sækja. Er nú sonur þeirra Kjartan tekinn við búsforráðum. Kona hans heitir Þórunn Þarvaldsdóttir; eiga börn. Bær þeirra feðga stendur á vfkurströndinni. Eiga þeir allmargt nauta. Mun eg iþví kalla Matúsalem og býli 'hans: MatúsaJem á Káiifa- strönd. Bæjarnafnið er einnig nafn- ið á feðra óðulum hans við Mývatn. Þá ihélt eg áfram áleiðis til Siglu- nesbygðar, sem er all-löng leið. Hávarður Guðmundsson er gamall landnemi á þeim slóðum. Ilann er Austlendingur og afkomandi Hellis- fjarðarættarinnar í Suðurinúiasýslu. Iiávarður er þrígiftur og roskinn bóndi. Hann er stniður góður, verk- hagur og startsiamur. Harm hafði eg séð nokkruin sinnum, en lítið kynst. Kom hann ekki ibeim af engj- um um kveldið fyr en í tunglsljósi, eftir dagsetur. Ekki hefi eg orðið fyrir því fyrri ihjá leiiknum né lærð- um, að vera tekinn upp í sögu ólaf- ar rfku á skarði. Það gjörði Hé- varður. Ann eg honum fyrir. Þá frú ólöf þraut, barst talið til Þor- leifs kristna í Krossavík og land- náinismianna og örnefna þar austur frá. Þar er hann uppalinn og stál- slegin'n f land.shátturn og örne'fnum og skemtinn og fræðandi. Út frá þessu tali .sofnuðum við. Hávarður er lesinn og ann íslenzkum fræðum. Næsta miorgun var dynjandi stór- rigning, og var eg með Hávarði fram undir sólsetur um kveldið. Keyrði lranni með mig langan veg, sem var ærið blautur, vestur í bygðina. — Fyrsta kona Hávarðar hét Helga Jónsdóttir frá Kirkjubóli í Norð- firði; börn þeirra: 1. Jón, 2. Margrét (gift og á börn). önnur kona Hé- varðar var Kristrún Sigvaldadóttir; móðir hennar var Kristbjörg Einars- dóttir, systir frú Sigríðar í Lauflási; börn þeirra:. 3. Laufey Svafa, 4. Helga Krist'björg, 5. Kristrún. Hin þriðja kona Hávarðár er Stefanía Sigurðardóttir, Árnasonar; að móðurætt er ‘húsfrú Stefanía koin af hiinini alþektu Heydalaætt, séra Ein- ars Sigurðssonar, föður Oílds bisk: ups, frá Stefáni skáldi og presti ól- afssyni, Einarssyni í Vallanasi; börn: 6. Jómfna, 7. Bjarni, 8. Hall- dóra Sigrún, 9. Hjálmar Pétur, 10. Anna Sigrfður, 11. Helga Kristín Svafa, 12. Kristín Málmfrfður. Foreldrar Hávarðar voru Guð- mundúr Jónsson frá Kirkjubóli og Gunmhildur ólafsdóttir, Pétunsson- ar á Karl.skála í Reyðarfirði. Móðir Gunrahildar var Mekkin Erlends- dóttir, Árnasonar, Torfasonar í HeU- isfirði, og systir Þórarins prests gaoilá á Hofi 1 Alftafirði. Hávarður ihefir búið lengi í bygð> inní; , Jiey.pti nýlega tvö lönd, þar sém liann býr nú, og er nær búinn að fullgera stór.t ibúðarhús. Hús og akrar eru ofan við engjaflæmi aust- an og sunnan við og úfcsýn góð. Finst mér vel við eiga að nefna hann: Hávarð á Breiðumýri. Eggert Sigurgeirsson, frlá Hofi í Möðruvallasókn, var maður sá, sem eg kom næst tií og gisti að. Hann býr skamt norðan við Siglunes P. O. Hús hans stendur í skógarkambi, er liggur suður og norður vestan við engjaflæmi, sem nefnt er Flóinn. Engjar Eggerts og.hagar eru vestur og norður frá býli hans. Hann hef- ir gott hús og bjart. Þangað er mjög goit að koma. Hann er fæddur í Skagafirði, alinn upp hjá Davfð pró- fasti Guðmundssyni á Hofi, og ber þess merki. Hygginn og ihóffcal'aður, gætinn og grundaður. Kominn frá Lofti ríka á Möðruvöllum í móður- ætt, en föðurætt hans er frá Odda verjum og Síðumönnum. Kona ihans er Svanhildur Sigurbjarraardóttir, i móðurkyn frá Þorláki presti Þórar- inssyni á Ósi og ÞorJeifi ihirðstjóra Björnssyni á Reykhólum. Faðir hennar var sonur Sigurðar bónda Kristjánssonar á Hálsi i Kinn, Jóns- sonar, Kolbeinssonar á Kálfa.strönd. af svonefndri Laxamýrarætt, sem rakin er alla leið til Óðins. Hjón þassi eiga ættartölur sínar. Eru börn þeirra þar innrituð. j Þegar Eggert kom að heiman eftir aldamótin, settist hann að þar sem bann er nú. Var ekki fjöleflmaður, en hefir komist vel áfram. Virðist búa góðu búi nú. Var tæpt liðaður. Eldri sonur hans viðurloða í hern- urn; annar drengurinn ekki íull- þroskaður og ekki heLll þiá eg var þar. Mér flanst Eggert vera snortinn afl beimiþrá’ enn. Hefir fjalla, sveita og sjávar útsýnin óefað markað ó- afnnáanlegt endurminningar mark á hugsjónir hans og hugrenningar. Eggert og býli hans mun eg nefna: Eggert á Hofi. Jón Jónsson frá Sleðbrjót. Til hans fylgdi Eggert mér árla dags, og var þá 'fagurt heyanna veður og heið- skírt útsýni. Veður og blíðsýni al- veg í samræmi við viðtökur og við- kynningu Eggerts Sigurgeirssonar á Hofi. Á skyndifundum hafði eg kynst Jóni frá Sleðbrjót, en ekki til hlítar. Nú hafði eg áisett mér að sækja hann heim og eiga tal við hann. Jón er öllum kunnur fyrir blað'agreinar og þingmensku sina á Islandi. Jón er maður ekki árennilegur á ritvell- inum til lýsingar í fáum orðum; sVona kemur hann mér fyrir sjónir: Hann er meðalmaður á hæð, og ekki meira. Nokkuð þéttvaxinn og hnelll- legur. Frekar breiðleitur en lang- leltur. Dökkur á hár, en ekki svart- ur. Ennismikill og augnaþýður. Tillitsdjarfur og tölugur. Skjótur til orðs og ávarps. Hæverskur og hlær við í tali. Röddin ekki þung. Málið lipurt, og laðandi Góður smekkur áferð slétt í ræðu. Ljás skilningui og orðhnitni 4 framsetningu. Ræðu snið góð, röskleiki vakandi. Sann gjarn í tiriögum til mála og manna Mínnisgóður, þá hann segir sögur Segir þær vel. 1 tali hneigður fyrii opinber máJ, stjórnmál og stjórn málasögu. Sérgáfu hefir hann, sauð fjárvinur og fjárauga, sem kallað er Hneigður mun hann fyrir flestan fróðleik, sem á merg stendur. Þá eg ifann ihann, voru fullveldis- uppkasta samningar íslands ný- koinnir. Talaði hann mest um þá. Þótti mér 'hann fcala af velvild og viti. Hann er vafalítið fróðastur manna hér vestra um stjórnmál ts- lands. Var 14 ár við þingmensku. Fylgist stöðugt með þjóðmáJum Is- lands eftir beztu föng«m. Þar að auki vel hæfur stjórnmiálamaður. I einu orði sagt þótti mér nautn í að tala við Jón. Jón .býr í góðu húsi og sýnist efna- lega líða vel. Hann er nú 66 ára og ekki heilsuhraustur. Kona ihans og börn — öll fullorðin — eru blátt á- fram og þægileg og íslenzk i orðum og verkum. Á því heimili er íslenzkt andrúmsloft, heilbrigt og hressandi. Jón þykist ekki hneigður fyrir ættfræði. En ætt sína telur hann til Jóras prests Brynjólfssonar á Eið- um, isonar “Tuttugu býla Brynka”, og Sigurveigar Einarsdóttur prests í Dal, sem gamlar höfðingjaættir standa að. — K<ona Jóns er Guðrún Jónsdóttir, Þorsteinssonar prests f Fögruhlið. Kona Jóns Þorsteinsson- ar, föður Guðrúnar, var Mekkin dóttir Jóns á Hrafnabjörgum, Magn- ússonar, gamlar og góðar ættir í Múlasýslum,— Næstadag fylgdi Jón mér til Björras Matthews á Siglunesi, sem er örstutt leið. Þar er Siglunes póstihús. Björn Matthewg býr þar. Hann var eigi iheima. Þar var eg aðallega að finna Tómas Guðmundsson, suð- urhafsfara. Ungur maðUT vel gjörr. . iiii i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.