Heimskringla - 24.10.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.10.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. OKTóBER 1918 MIItllKJUMGLÁ 3. BLAÐSíÐA inni: “Germian Culture”. Höfundur þeirrar greinar er einn af mestu fræðimönnum þessa lands. Hann segir að þýzk blöð ihunidskammi brezku þjóðina fyrir guðleysi og glæpsamlega framkomu yfirleitt í hversdagsllfinu. Bann segist hafa komist yfir skýrislu, alla um glæpi sem framdir voru árið fyrir stríðið, 1913, bæði á Bretlandi og Þýzka- landi. Hann nefnir rán og þjófnað, morðbrennur, manndráp og sjálfs- morð, blóðskömm og nauðganir, og fleira sem menn voru dæmdir fyrir það ár í ibáðum löndunum. Talan var auðvitað býsna há á Bretlandi, en á Þýzkalandi var talan 1,000 á móti hverju hundraði glæpa- manna á Bretlandi. Greinarhöfund- urinn útlistar þetta vel'ogsegir: “Svona tekur ihún sig út, þýzka menningin, sem Þjóðverjar stæra sig af og þýzlcsinnaðir menn dást að.” Landsala: Mr. Jóhann Jóhanns- son seldi Mr. Jósep Einarssyni, er býr syðst í Akrabygð, 120 ekrur af landi fyrir $3,600, uppskerulaust; það er þægilegt fyrir Mr. Einarsson að eignast það land samihliða bú- jörð sinni. Mannalát. — Smemma í fyrra mén- uði andaðist að heimili sínu, sunin- arlega í þessari ibygð, Mr. Gfsli Eyj- ölfsson, tengdabróðir Mr. Einars Seheving í Hensel bygð; hann var góður bóndi, ihinn ljúfmannlegasti í allri framkomu, unni kirkju og kristindómi og sýndi það í dagfari símu, að ekki vildi hann vamm sitt vita. Hann lætur eftir eig ekkju og fuUorðinn son og tvær dætur, aðra gifta. Það ætti að verða minst á hinn látna góðkunningja minn, sem 'einn af heiðarlegustu Íborgurum þessa ilands. — Mrs. Sigríður K. Ind- riðason er nýdáin í Mountain bygð; hún var systir Magnúsar lögmanns Brynjólfssonar, hin mesta myndar- og merkiskona. Verður hennar sjálfsagt minst áður en langt líður að maklegleikum. Svo hætti eg, herra ritstjóri, í þetta sinn. Akra, N. Dak., 9. okt. 1918. Sv. Símonsson. Lexían mikla eftir Katherine Reynolds. J. P. ísdal þýddi. Ef einhver hefði sagt Georg Lenard á giftingardegi hans, að eftir tólf ár myndi hann verða frá- hverfur Maríu konu sinni, en trylt- ur út af stúlku 15 árum yngri, myndi hann hafa hlegið og alls ekki þreytt sig á að hlusta á það fásinnu-hjal. En það er nú einmitt það sem skeði. Hvernig öll at- vik lágu að því og hvernig Georg að síðustu náði sönsum, yrði frem- ur löng saga að segja nákvæm- lega. Georg Lenard var góður mað- ur, fyrirmyndar húsfaðir í hartnær tólf ár. En það sem kom fyrir eft- ir það, var yfirsjón konu hans að kenna. Það viðurkennir hún sjálf. Flestar manneskjur eru hræddar við eitthvað. María Lenard var hrædd við skuldir og fátæktar- stimplaða elli. Hræðsla við fá- tækt, og þeirri hræðslu meðfylgj- andi næstum því yfirnáttúrlegt framkvæmdarafl í þá átt að spara, var orsökin að ölluro kringum- staeSunum. Georg og María byrjuðu hjú- skaparlíf sitt á mjög svipaðan hátt °8 margar þúsundir annara hjóna gjöra. Þau áttu þá húsmuni, sem allur fjöldinn af brúðhjónum eiga; keyptu samt sem áður fyrir pen- •nga út í hönd. Það sá Maria um. Hefði Georg ekki verið fær um ókeypis til þeirra sem Þjást af Brjóstþyngslum Nýtt HFlmlll.mrSai, Sem MS BrAka An ,>F»" a* Teppaat I'rft Vlnnn. Vér höfum ný-jan veg ftö læknn and- arteppu (asthma) og vlljum atS þér reynia þaö á. okkar kostnatl. Hvort sem þu herlr þjáöst lengur eöa skemur af Hay Fever etla Athsma ættir þú atS senda eftlr fríum skömtum af metlall yoru. Gjorir ekkert tll I hvernlg lofts- lagl þu byrtS, etla hver aldur þlnn er et5a atvinna. ef þú þjálst af andar- teppu, mun þetta metSal vort bæta þér fljétlega. Oss vantar sérstaklega atl senða metíalitS tll þelrra, sem átíur hafa brúkaö etSa reynt ýmsar atSrar atS- fertSIr etSa metSul án þess ats fá bata. Vér viljum sýna öllum þeim, sem þjást—á vorn eigln kostnatS—, ats ats- fertS vor læknar strax aila andarteppu og brjóstþrengsli. Þetta tllbotS vort er of mikþs virtSi til atS sinna því ekki strax í dag. SkrifitS nú og byrjitS strax atS læknast. SenditS enga peninga. AtS eins fult nafn ytSar og utanáskrift — gjorit5 þatS i dag. FREK ASTHMA COUPOJÍ FRONTIER ASTHMA CO., Room 802 T, Niagara and Hudson Streets, Buffalo, N. Y. Send free trial of your method to að fá húsbúnað sinn á þann hátt, mundi María hafa beðið eftir þeim eða flutt inn í einherbergis kofa. Vani sá, að borga fyrir hvað- eina um leið og það er fengið, er mikilvægur kostur; næst því er sparsemin, töfrakraftur sá. að spara æfinlega dálítið, veri það eins lítið og vill, er annar kostur- inn. En það er hægt að fara of langt í hvoru tveggja, svo að úr því verði nokkurs konar sorgar- leikur. María fór of langt í þáð- um þessum mannkostum. Georg var af góðu kyni og kappsamur í hvívetna, en María sparsöm og úrræðagóð. Það var því engin furða, þó þau álitu með sjálfum sér, að það væru öll lík- indi til þess að þau yrðu auðsæl. Og þau urðu það. Eftir tvö ár hefðu þau getað með góðri sam- vizku, að minsta kosti að því er Georg hélt, flutt í fallegra hús og og umhverfi, innan um betri ná- búa. En María hugsaði ekki svo. Hún sagði, að þar sem þau lifðu væri nægilega gott, og þegar þau flyttu sig, skyldu þau flytja inn í sitt eigið hús. Georg geðjaðist það vel og sannfærðist um það. Eftir önnur tvö ár fluttu þau í sitt eigið hús, ofurlítið snoturt hús, með sveitalagi, í kyrlátum stað í undirborginni. María nöldr- aði dálítið út af járnbrautar far- gjöldunum, sem Georg yrði að borga, en byrjaði þegar á garð- yrkju og að koma sér upp hænsna- hóp, og sá bráðlega um það, að með því gjörði hún meira en að borga nýjar kvaðir á inntektum fjölskyldunnar. Þriðja barn henn- ar fæddist stuttu eftir að þau fluttu í nýja heimilið. En sú við- bót við kostnaðinn kollvarpaði Maríu ekki. Hún var forsjál og hafði tvöfalda trú á þrótti sínum, og það var vel séð fyrir öllum ó- væntum atburðum. Auðvitað varð að borga húsið. Það tók nú að vísu nokkurn tíma. En það tók ekki eins langan tíma og þau höfðu haldið að það myndi gera, því Georg fékk tvisvar hækkun á launum á einu ári. María var mjög hreykin af hon- um. Hún vissi það, þegar hún giftist honum, að hann væri maðu sem mundi feta sig upp, ef hann eignaðist samhenta konu. Að þess- ari vissu sinni hló María ofurlítið, því að í instu fylgsnum hjarta síns fann hún, að hún hafði eiginleika til þess að ýta áfram, meira að segja miðlungs manni treysti hún sér að koma svo upp að hann yrði í fremstu röð. Fyrirhyggja henn- ar, sparsemi hennar og hennar sterka löngun og hugrekki mundi verða því valdandi. Georg var einnig upp með sér af Maríu. Hús þeirra var einfalt og látlaust, en þó hreinlegt og snoturt eins og myndabókar mynd af smáhýsi með sveitalagi. Og börnin—já, þegar Georg horfði á sitt heilbrigðislega rjóða afsprengi, þá var hann hreint og beint glaður og ánægður með lífið. Ánægjan eru undraverðir stiklu- steinar fyrir flesta menn. Með hugann hvílandi við fjársjóð sinn, heimili sitt og hina nánustu fram- tíð, lagði Georg alla sína krafta í sína daglegu vinnu. Og árangur- inn var undrunarverður. Samt sem áður var Georg ekkert hissa. Honum hafði alla tíð fundist það litlum efa bundð, að hann mundi og gæti rutt sér braut upp á efsta tind velgengninnar. Þess vegna var það, að hann fór að biðja Maríu að gjöra sér líf- ið nokkru léttara, leggja ekki svo mikið að sér, og að hætta smátt og smátt við sumt af þessum ó- verulega sparnaði, sem væri að eins til að auka svo mjög erfiði hennar. María brosti þá æfinlega góðlátlega og talaði einhver gælu- yrði til hans, t.a.m. að hann væri ógn sætur og dýrmætur fugl, og bað hann að vera ekki hugsjúkan um sig. En þegar búið var að borga fyr- ir fasteignina og bankasjóður var vel byrjaður, þá stakk Georg upp á því, að kaupa góða slaghörpu. Þá leit María á hann, eins og hún yrði skyndilega hrædd. Fara að taka sumt af þessum sparipening- um fyrir slaghörpu! “Nú, nú, þessir peningar eru til þess að borga fyrir mentun barnanna á háskóla.” Georg hló eins og vanalega, en það var samt hreimur af óánægju í hlátrinum. "Jæja þá, látum svo vera. En fyrir alla muni þá fáðu eitthvað af nýjum klæðnaði handa sjálfri þér. Þú þarft ekki að klæð- ast alla æfi þína í 98 centa lérefts- kápur.” María hló líka á sinn venjulega hátt og hún keypti klæðnað handa sjálfri sér, en mjög ódýran þó. Þegar Georg sá það, þá hraut hon- um blótsyrði og það rétt frammi fyrir börnunum. Sex mánuðum síðar sendi hann slaghörpu heim í húsið. María vissi aldrei hvað hann borgaði fyrir hljóðfærið, því' hann fékst ekki til að segja henni' það. Sömu vikuna fékk hann hjá einni stærstu klæðasölubúð í borg- inni hálfa tylft af kvenklæðum senda heim, og hann hótaði konu sinni, að ef hún veldi sér ekki þann bezta eða þann sem færi henni bezt, þá mundi hann kaupa þá alla sex. Þegar hún hafði valið sér klæðnaðinn sendi hann henni heim hatt, fagurlega skreytta treyju, skó, sokka og glóva, sem alt átti vel saman. Svo réði hann kvenmann til þess að líta eftir börnunum fjórum á kvöldin (eitt hafði bæzt við fyrir þremur mán- uðum) og hann tók svo Maríu með sér á leikhús. Georg skemti sér mjög vel; leik- urinn var góður og María var fög- ur á að sjá. Hún starði að vísu á leikendurna, en hún hvorki sá eða heyrði nokkuð. Hún var með hugann hjá ungabarninu og þess á milli að reikna saman heila dálka í huga sínum. * >(■ * Eftir þetta kom Georg oft heim með aðgangsmiða á leikhús og neyddi Maríu með sér um nokkurn tíma. En vegna þess að verðið á þeim olli henni svo mikillar á- hyggju, þá ýmist sagði hann henni að aðgöngumiðarnir væru sem heiðurs aðgöngumiðar, eða að vinur hefði gefið sér þá, sem á síð- ustu mínútu hefði komist að því að hann gæti ekki farið. Þetta var nú fyrsta lygin hans. En hann hugsaði ekkert um það. Hann hugsaði að eins um það, að gefa Maríu kost á því að skemta sér það kvöldið í makindum. Hann sagði við sjálfan sig, að hún væri ofurlítil heimsk kona og aumkaði hana mjög með sjálfum sér. En smátt og smátt hjaðnaði sú viðkvæmni, og að þeim tíma kom að Georg brosti ekki að orðum hennar. Hann stríddi við sjálfan sig um að halda við sinni fyrri ást til Maríu og vonaði einatt að innan skamms myndi María breyt- ast og hrinda frá sér þessari stöð- ugu búsorg, er þjáði hana. En alt af var það sama sagan. Ef hann stakk upp á að strengja vírneti um svalirnar, kom María með ritblý sitt og blað, og eftir einhverja út- reikninga eftir sínu eigin höfði, ráðlagði hún honura að bíða í eina tvo mánuði. Hann lét hana auð- vitað ráða. Þegar hann stakk upp á því að þau skyldu fara eitthvað með börnin sér til hressingar, drap María á það, að fargjaldið og önnur nauðsynleg útgjöld, er slíkt krefði, kæmi til að verða töluvert stór upphæð. Hún lofaði honum þó að kaupa fallega nýja gasvél í eldhúsið. Hún var ágæt matreiðslukona, og bað hann jafnvel að útvega sér góða eldleysu vél (Fireless Cooker) til matarsuðu og í fyrsta sinni í marga mánuði gjörði hún Georg mjög glaðan. Hann horfði á hana, mintist ættingja hennar og trúar- játningar þeirra, og við þá hugs- un blossaði upp í hjarta hans mikil meðaumkun með Maríu og öll hin gamla ást hans og blíða. Hann sá það alt í einu, að einhver yrði að bjarga henni, sá það, að hún hafði sjálf engan mátt til að frelsa sig. Hann ásetti sér að gjöra það. Hann hafði þá með höndum kaupsýslu einhverja, sem mundi gefa honum góðan ágóða. Ef hann ræki þetla með meiri herzlu en venja hans var, myndi hann á- batast nærri þvf um helming á því. Já, — vegna Maríu skyldi hann gjöra strangan kaupsamning og færa henni væna upphæð til þess að bæta við bankasjóð sinn, og mundi það vafalaust létta á hugsýki hennar. Hann færði henni að gjöf það sem hann gradddi á hinni arðvænu kaupsýslu, færði henni hana og beið,—hún tók við gjöfinni og lagði inn á banka. Hann sagði ekki orð, beið að eins þolinmóð- ur. Eftir sanngjarnlega langan tíma bað hann hana að taka sér Fyrir Sjúkleik Kvenna Dr. Martel’s Female Pllls hafa ver- lt5 gefnar af læknum og: seldar hjá. flestum lyfsölum i fjóröung aldar. TaklÖ engar eftirlíkingar. SPARIÐ Caaada þarfnait þess með. tveggja vikna hvíld og ferðast eitt- hvað með sér; það hefði dregist alt of lengi að þau færu giftingar- ferð. Fimta barnið þeirra var árs- gamalt og fanst honum að geta yf- irgefið það ofurlítinn tíma. En ef hún vildi það heldur, þá gætu þau tekið það með sér. Hann vildi alt gjöra henni til geðs, ef hún vildi koma með honum. Hann bað hana og hélt niðri í sér andanum, meðan hann beið eítir svari henn- ar. Og — María lét ketil með vatni í yfir eldinn og sagði Georg, að það væri málefni, sem ekki væri til neins að ræða um, að hún færi að heiman í tvær vikur. Fyrst og fremst yrði ferðin mjög kostnaðar- söm og svo væri kaup kvenmanns- ins, sem ætti að líta eftir börnum og búi. ”Hún er hárviss að vera óhóflega eyðslusöm með matinn —og eg he'fi ekkert til að vera í. Þar að auki get eg ekki yfirgefið andarungana og hæsnin, og eg veit að börnin myndu offylla kalk- únana mína. Þau drápu helming- inn af þeim í fyrra með því að henda fóðri til þeirra, þegar eg var ekki við hendina að líta eftir þeim.” Georg stóð kyr eins og líkneski og gat ekki trúað því, sem hann var að hlusta á. Svo stiklaði hann á tánum út úr herberginu, rétt eins og hann vildi ekki vekja ástina sína, sem hann skildi þar eftir helsvæfða. Svo fór hann einn síns liðs í tveggja vikna ferð, og þegar hann kom heim var hann einmanalegur og sorgbitinn maður. Hann hafði í beinum tekjum tíu þúsund á ári, og þar að auki mörg hundruð í aukatekjum, þó ekki væri talið fé er hann átti í arðvænlegum fyrir- tækjum. En Það varð með öllu móti að ýta undir konu hans til þess að eyða fimtán hundruðum á ári. Þegar sjötta barnið fæddist, var Georg ekki heima. Hann var í einhverri verzlunarferð. Það var í fyrsta sinni, að hann var ekki við- i;taddur, þegar börn hans fæddust. María varð æði veiki, og hún var hvergi nærri frísk, þegar hún fór á fætur. Hún fann það sjálf, að hún hefði átt að vera í rúminu viku lengur; en Georg var ekki heima og henni fanst vinnukonan óþjál við börnin. Þau þurftu móð- urinnar við, þar sem faðirinn var fjarri, er ávalt hafði verið hjá þeim áður meðan hún lá. Þegar Georg kom heim, leit hann naumast á nýfædda barnið; María tók eftir þessu og varð það henni til hrygðar. Hún var að slétta föt og klúta ungabarnsins með heitu járni, er hún hafði þveg- ið þá um morguninn. En afskifta- leysi Georgs var henni skapraun. Hún setti járnið gætilega frá sér og gekk inn til sofandi hvítvoð- ungsins. Georg hafði æfinlega látið svo mikið yfir nýfæddu barni, og henni fanst þetta vera stærra og fallegra en nokkurt hinna hefði verið. Eftir þetta var Georg að heiman býsna mikið og fór að koma seint heim á kvöldin. . Þegar hún spurði hann hvað þessu ylli, svar- aði hann, að hann hefði verzlun- arerindi að rækja út um bæinn, að hann hefði farið með viðskiftavini sína inn í gestgjafahús til kvöld- verðar, eða á leikhús. Þegar hún spurði hann, hví hann kæmi ekki með þá heim og sagði honum að henni væri það alls ekki á móti skapi, svaraði hann henni, að um slíkt væri ekki til neins að ræða. María var dálítið hissa og sár út af þessum stuttaralegu svörum. En hún hugsaði með sjálfri sér, að hann væri kannske í einhverjum starfrækzlu- eða fjárkröggum, og hún reyndi að láta það ekki fá á sig. En það gat þó naumast átt sér stað, að hann væri í þungu skapi út af peningamálum, því í næstu viku sendi hann verkamenn heim til þess að láta þá byggja vænt út- hýsi aftanvert við snotra húsið þeirra, og strax og þakið var kom- ið á það, kom Georg í fljúgandi ferð einu sinni eftir miðjandag í stórum og spegilgljáandi fyrsta- flokks bifreiðarvagni. Að vísu leið ekki yfir Maríu, og ekki spurði hún 'heldur neins. Hún dirfðist þess einhvern veginn ekki. Hann fór með börnin í bifreið- inni þeim til skemtunar og sýndist ánægður yfir hinni næstum að segja hamslausu kæti þeirra. Svo kom hann með þau heim að litlu hússvölunum, þar sem María stóð og var að skygnast eftir þeim. Hann horfði á hana snöggvast og brosti blíðlega til hennar eins og hann hafði gert fyrrum: “Komdu nú mamma—stúlka mín—og fáðu þér dálítla hressingu í bifreið- inni með mér." En hún hafði tekið eftir hvemig þessi fleygiferðar-'hlutur ruggaði og hentist upp og ofan. Hún hafði aldrei farið í bifreið og gat þar af leiðandi ekki vitað, hversu mjúkt og þægilegt það var. Þó hún hefði ekki haldið það ómaksins vert að minnast á það við Georg, þá fann hún samt sem áður, að síðan hún átti seinasta barnið varð hún að fara dálítið gætilega með sig. Hún brosti því bara, hristi höfuðið og sagði: “Nei, Georg, mig langar ekkert til þess.” En Georg hló hranalega og þaut á stað einsamall út í aðsvíf- andi húmið. Eftir það ók hann oft með ! börnin í bifreiðinni, en oftast fór 1 hann þó einsamall og kom ekki ! heim á kveldin fyr en allir vom komnir í fastasvefn. Og aldrei bauð hann Maríu aftur að koma með sér. (Nl. næst) Gigtveiki Heima tilbúið meðal, gefið af manni, sem þjáðist af gigt VoriÖ 1893 fékk eg slæraa gigrt í vööva meö bólgu. Eg tók út þær kvalir, er þeir einir þekkja, sem hafa reynt þaö, — í þrjú ár. Egr reyndi alls konar meöul, og marga lækna, en sá bati, sem eg fékk, var aö eins í svipinn. Loks fann eg meöal, sem læknaöi mig algjörlega, og hefi eg ekki fund- iö til gigtar síöan. Eg hefi gefiö mörgum þetta meöal,—og sumir þeirra veriö rúmfastir af gigt, — og undantekningarlaust hafa allir fengiö varanlegan bata. Eg vil gjöra öllum, sem þjást af gigt, mögulegt ab reyna þetta óviöjafnanlega mebal. SendiÖ mér enga peninga, aö eins nafn yt5ar og áritun, og eg sendi metS- alit5 frítt til reynslu. — Eftir at5 hafa reynt þat5 og sannfærst um at5 þat5 er verulega læknandi lyf vit5 gigtinni. þá megit5 þér senda mér vert5it5, "sem er einn dollar. — En gætit5 at5, eg vil ekki peninga, nema þér séut5 algerlega ánægt5ir met5 at5 senda þá. — Er þetta ekki vel bot5it5? Hví at5 þjást lengur, þegar met5al fæst meb svona kjör- um? BítSit5 ekki. SkrifitS strax. Skrifit5 í dag. Mark H. Jackson, No. 363 E, Gurney Bldg., Syracuse, N. Y. Hyersvegna Victory Bonds eru gefin út og hvers- vegna þér eigið að kaupa þau Síðam hseimurinn varð til, hefir verið nauðsynlegt fyrir fólk allra þjóðflokka að styðja hermenn sína á líkan hátt og nú er ætlast til að vér styðjum hermenn Canada. Áður en þjóðflokkar mynduðust voru til kynflokkar. Og þegar einn kynflokkur átti í stríði við annan, þá varð nauðsyn- legt fyrir gamla menn, drengi og kvenfólk að vinna harðara og eta minna til þess að ekki skyldi skorta vopn, vistir og klæðnað fyrir þá, sem voru að berjast. Það sama á sér stað í Canada nú. Alt fólk, sem ekki er að berjast á orustusvæðunum, verður að gjöra eitthvað til að styðja þá mennina, sem eru að berjast fyrir heimilum vorum og frelsi. En stríð nútímans eru svo óendanlega miklu stærri en stríð voru til 'forna. Vorir hardagar fyTÍr frelsi heimsins eru háðir með svo margvíslegum og mikilfenglegum vopnum — að sér- fræðinga þarf við tilbúning þeirra á mörgum verkstæðum. Eitt það markverðasta í sambandi við þetta stríð er Victory Bond bréfin, sem gefa hverju mannsbarni tækifæri til að lána peninga sína til að hjálpa til með kaupin á hinum dá- samlegu byssum, loftbátum og skothylkjum. Victory Bonds eru einungis "Ábyrgð fyrir endurborgun", gefin af Canada stjórninni til fólksins, í skiftum fyrir peningana, sem það lánar. Og vegna þess að stjómin verður að fá þessa peninga lán- aða til þess að gjöra henni mögulegt að halda uppi hluttöku sinni í stríðinu þar til sigur er unninn, þá eru rentur þær, er boðnar eru, hærri en nokkur stjóm borgar á friðartímum. Svo að Victory Bonds 1918 gera þér mögulegt að leggja fram þinn skerf — ekki sem gjöf, heldur að eins sem lán — og Canadastjórnin ábyrgist að borga þér renturnar á láninu á 'hverjum sex mánuðum. Það er afdráttarlaust skylda þín að kaupa Victory Bonds. —Það er einnig góður búhnykkur, vegna þess að þú getur ekk- ert það pláss fundið fyrir peninga þína, þar sem þeir eru eins ó- hultir og á sama tíma draga eins góða vöxtu eins og í Victory Láninu 1918. Tssued by Canada's Vietory Loan Coinmittee in eo-operation with the Minister of Finanee of the Dominion of Canada.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.