Heimskringla - 31.10.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.10.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSJÐA HEIMSKRiinGLa WINNIPEG, 31. OKTóBER 1918 * ■', 1 ± .......... HEIMSKRINGLA (StofnnS 1S8«) Knnur út & hverjum Flmtudegl. Ctgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver?5 blaCslris í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um árib (fyrirfram borgaö). ^ent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borgranir sendist rábsmanni blabs- ins. Póst eba banka ávísanir stíllst til The Vikinff Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Skrtfstofa: ■;3S 8HKRDROOKK STRKKT.. WIIVIflPKQ. P.O. B.l 3171 Talalml Garry 411« WINNIPEG, MANITOBA, 31. OKT. 1918 Breyttar stríðs- horfur. Hvað bandamenn snertir, hafa stríðshorf- ur aldrei verið betri en nú. Sigurvissan á þeirra hlið eflist með hverjum degi sem líður og yfirburðir þeirra koma einlægt betur og betur í ljós. Þjóðverjar fara nú halloka á öllum svæðum vesturvígstöðvanna. Þar að auki eru fylstu líkur til, að Tyrkir og Austur- ríkismenn séu í þann veginn að ganga úr leik. Þeir fyrnefndu orðnir dauðþreyttir á stríðinu og fyrir löngu hættir að vona það endi Miðveldunum í vil. Valdavonirnar, er Þjóðverjar blésu þeim í brjóst, eru að réna og þeir teknir að sjá alt með gleggri augum en áður. Austurríkismenn eru líka áreiðan- lega farnir að sjá sitt óvænna og augu þeirra óðum að opnast fyrir því, að þrátt fyrir að- stoð Þjóðverja muni sigurvonir þeirra aldrei -ná að rætast. Stjórn þeirra er sögð þegar tekin að uppleysa her sinn á mörgum svæð- um. En hvort sem nokkuð er hæft í þessu eða ekki, þá er enginn minsti vafi á, að víga- móðurinn og berserksgangurinn er löngu runninn af Austurríkismönnum og þeim nú að eins umhugað að stríðið taki sem bráðastan enda. Horfur hafa þannig tekið stórum stakka- skiftum til hins betra á hlið bandamanna, en ekki þó þar með sagt sigurinn sé á næstu grösum. Hin árangursmikla sókn þeirra vakti um tíma þær vonir hjá mörgum, að á einhverju svæðinu myndu Þjóðverjar verða fyrir því áfalli, er riði þeim að fullu. En þetta hefir annan veg farið, því þótt Þjóð- verjar hafi beðið mesta manntjón og tapað stórum svæðum, hafa þeir að svo komnu komið aðal her sínum undan í öllum tilfellum. Orustusvæðið styttist nú óðum og er þeir þýzku hafa komið mannafla sínum fyrir á nýjum varnarsvæðum, eru fylstu líkur til þeir reynist að mun torsóttari en áður. Umsát um víggirtar borgir hefir oft staðið lengi yfir, þar margfalt fleiri hafa sótt en varið, og þótt bandamenn séu Þjóðverjum nú mannfleiri, er hætt við að umsát um Þýzkaiand myndi ekki taka bráðan enda. Bogi Bjarnason, sem nú berst í Banda- ríkjahernum á Frakkiandi, eins og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu, skrifar nýlega Páli bróður sínum í Wynyard, og er bréf hans birt í blaðinu Wynyard Advance. Einn kafli þess bréfs hans hljóðar sem fylgir í íslenzkri þýðingu: “Hvernig geðjast þér nú að fréttunum frá vígsvæðunum? Sannarlega er nú eitthvað að gerast! Og þó héldu Þjóðverjar þeir hefðu lamið þrek og þor úr þeim frönsku og ensku. Ekki skaltu samt halda þá (Þjóðv.) sigraða, því það eru þeir ekki. Auðsýnilega eru þeir nú að hopa aftur á bak til öflugra, víggirtra svæða og mun því hörð barátta fram undan áður öllu er lokið. Eg býst ekki við bráðum endalokum. Þegar Þjóðverjar halla sér ein- göngu að varnarstríði af alefli, mun reynast torsótt að róta þeim og slíkt útheimta langan tírna. Það særir mig, að þurfa að viður- kenna þetta, en skoða þýðingarlaust að reyna að reisa rönd við bitrum sannleikanum. Það útheimtir mikla bjartsýni, að geta horft yfir gaddavírs flækjurnar hérna og brosað. Þær eru ægilegar, þessar flækjur — hin djöfulleg- ustu tæki þessa djöfullega stríðs. En í mínum huga eru síðustu úrslitin augljós. Svo verum glaðir.........Mér er gleðiefni, að æðstu stjórnendur Bandaríkjahersins eru vakandi fyrir þeim sannleika, að stríð þetta geti snú- ist í umsáturs-stríð (seige). Þeir efla nú til viðbúnaðar þess stríðs, er enzt geti svo árum saman — í stað fárra vikna eða mánaða. Stöðvar þeirra fjölga nú óðum og hægt og hægt eru þeir að skapa öfluga og mikilfeng- lega stríðsvél, þar engu er gleymt, sem til þarf. Járnbrautirnar og skotfæra og birgða- stöðvarnar eru dásamlegar, bygðar til þess að endast, ekki eingöngu hróflað upp til bráða- birgða og herflutningsþarfa. I millitíðinni eru þeir frönsku og ensku að ónáða óvinina. Eg vænti eftir aðal-atlögu næsta sumar, sem Bandaríkjamenn munu taka stóran þátfc í. Enginn getur þó fyrirsagt neitt með vissu. Stórt getur skeð á skammri stund,” Sjón er sögu ríkari, segir máltækið ís- lenzka. Hermennirnir sjá bardagasvæðið með eigin augum og þar af Ieiðandi mikið mark takandi á skoðunum þeirra. Þeim er kunnugt um herafla Þjóðverja og vita, að til þess þeir verði algerlega sigraðir með vopnum, útheimtir langan tíma. Komið getur þó eitthvað það fyrir, er breyti afstöðunni frá því sem nú er, og sem geri þeim þýzku lítt mögulegt að halda stríðinu áfram. Megn ó- ánægja þjóðarinnar heima fyrir og óhugur hermannanna myndi gera herstjórunum þýzku afar-tregt um alla vörn. En varasamt er fyrir bandamenn að reikna upp á slíkt. Friðar umleitanir Þjóðverja virðast votta á- huga fyrir því, að stríðið geti endað sem fyrst. Af síðasta svari þeirra til Wilsons að dæma, virðast þeir nú vera að bíða eftir vopnahlés skilmálum bandamanna í þeirri von að skilmálar þessir verði þeim aðgengilegir. Renna mætti þó Þjóðverja grun í, að þessir skilmálar verði nægilega harðir til þess að bandíunenn fái ábyggilega tryggingu fyrir því, að stefna þýzkrar stjórnar sé nú friður og ekkert annað. Að stjórnendur Þýzkalands gera sig þannig líklega til að ganga að slíkum skilmálum, virðist sem vottur þess, að vopna- hlé og friður sé nú ef til vill á næstu grö’sum. En veður er oft fljótt að breytast í lofti. Ef til vill eru friðar umleitanir þessar ,að eins Iáta- læti fyrir Þjóðverjum. Tíminn einn leiðir þetta í Ijós. Austur- og Yestur- Islendingar. Grein með þessari fyrirsögn birtist fyrir nokkru síðan í austur-íslenzka blaðinu “Tíminn”. Lýsir grein þessi hlýhug í garð Vestur-íslendinga og glöggum skilningi á af- stoðu þeirra. Engrar tortrygni er vart í henni og engin tilraun ger að rægja oss Vestur- Islendinga — sem svo mjög bar á í hinum nafntogaða fyrirlestri séra Magnúsar Jóns- sonar. “Tíminn” er ungt blað enn þá og hefir vart náð mikilli útbreiðslu á meðal Vestur-lslend- inga. En þar sem oss finst ofannefnd grein fyllilega verðskulda að koma fyrir augu þeirra sem flestra, birtum vér hana hér á eftir: “Mörgum mönnum er það áhyggjuefni, hvernig fer um þjóðarbrotið íslenzka í Vest- urheimi og hver afstaða þess verður til heima- þjóðarinnar er stundir líða. Er það sízt hugs- andi mönnum láandi, þótt ekki sé þeim sama hvernig hér fer um, þegar þess er gætt, að ekki minna en fjórði hluti Islendinga er bú- settur vestan hafs. Engum getgátum skal að því leitt, hvernig fer um lokin, en svo mikið er víst, að í mann- anna valdi stendur að sjá svo um, að íslenzkt þjóðerni og íslenzk þjóðrækni haldist við lýði með löndum vestra öldum lengur — sé að eins unnið af alúð að því beggja megin hafs. Hún er að vísu ærið misjöfn ræktartilfinn- ing einstaklingsins til lands og þjóðar, en það veit sá gjörst, sem reynir, að ekkert glæðir þá kend eins og það, að dveljast fjarri landi sínu og þjóð. Svo er það minsta kosti fyrst í stað. Hitt er líka reynsla, að slík kend fyrnist og þverrar, verði henni ekkert til bjargar, , tíminn hleður haug nýrra áhugamála, vona og 1 vonbrigða ofan á hana, sé ekki sérstaklega um hana fengist. Einstöku sinnum heyrast raddir eða heyrð- ust hér heima, sem ekki hugsuðu lengra en það, að þeir sem vestur fiyttust væru Islandi glataðir synir, en þetta er ekki rétt. Og það þótt þeir eigi aldrei afturkvæmt. Má styðja þann málstað með ýmsum rökum. Fólksflutningar héðan til Vesturheims hafa meðal annars leitt til þess, að íslenzka þjóðin þekkir betur sjálfa sig'eftir en áður. Með þeim hefir hún gengið á vog með þessum öðr- ; um þjóðum og síður en svo orðið léttvæg | fundin. Islendingum er komið meira sjálfs- i traust vestan um haf, en þeir alment gera sér. ; grein fyrir. Réttmætt sjálfstraust. Og send- ingin sú frá löndum vestra er meira virði, en alt annað, sem líkur voru til að þeir gætu sent okkur heim. Vesturfararnir íslenzku fóru til að leita gæfunnar — fundu sjálfa sig. Og meiri hanpaför g$t engin þjóð sent sonu sína í víking. Tómlæti hefir um of átt sér stað um sam- vinnu við þá sem í víking fóru vestur. Var nokkuð um það rætt í samsæti því, er herra Árna Eggertssyni var haldið hér í bænum nú í vikunni, og eru nú horfur á, að eigi verði látið ófreistað að koma henni betur í horf en verið hefir. Og er það þá því hörmulegra hugsjónaleysi auðmannanna íslenzku hér heima, að einmitt nú skuli þeir vera að láta fé sitt grafa undan þeirri samvinnu, sem þegar var hafin og líklegust var til þess að verða upphaf að almennari samýð og samskiftum þjóðarbrotanna beggja megin hafs, en áður átti sér stað. Er hér átt við Eimskipafélags- hlutakaupin vestra í vetur. En hugsjónaleysi er það, að geta ekki séð einhvern annan leik á borði til ávöxtunar auðsafni sínu. Eina bótin er sú, að ekki er alveg vonlaust um, að einmitt upp af þessari illræmdu fjár- græðgi einstakra manna, vaxi sá áhugi, er vinni bug á tómlæti því, sem verið hefir verst- ur þrándur í götu þeirrar giftu, sem þjóðinni mætti verða að því að vera búsett beggja megin Atlantshafs.” ♦— ---------— ----—■—■—■—- Sigurlánið. , Sala Sigurláns-bréfanna—Victory Bonds— er nú hafin, hófst á mánudaginn í þessari viku. Sökum landfarssóttar þeirrar, sem nú er að grípa alt Canada heljartökum, verða engar samkomur, fundahöld eða skrúðgöngur í sam- bandi við sigurlánsbréfa söluna í þetta sinn. Kappsamlega mun þó verða að öllu unnið, engu síður en áður, og vonandi við góðan á- rangur. Canada þjóðin hefir marg sýnt að hún beri heiður sinn og velferð hermanna sinna fyrir brjósti og því engin hætta á að undirtektir hennar nú verði ekki góðar. í Eins og vér höfum marg bent á, er með öllu áhættulaust að kaupa ríkisskuldabr^ Canada. Það er bókstaflega það sama og leggja fé á vöxtu í áreiðanlegum banka, að öðru leyti en því, að Cánada borgar nú hærri vexti en á sér stað með nokkurn banka. Og betri tryggingu getur enginn fengið en allar eignir og auðlegð Canada, þessa unga og mikla framtíðarlands. Lán þetta er nefnt sigur-lán og það rétti- Iega. Alt bendir til þess, að sigurinn sé nú vís á hlið bandamanna og eigi úr þessu ekki mjög langt í land. — En þó stríðslok eigi sér nú stað, verður fjárþörf Canada samt sem áð- ur engu síður mikil. Að flytja Canada herinn til heimahaga aftur og uppleysa hann, út- hermtir mikinn kostnað. Enginn má því draga sig í hlé frá sigurláninu af þeirri ástæðu, að friður sé nú nærri og sigurinn vís. Þegar stríðinu er lokið, er eftir að skilja vel við her- mennina. Canada þjóðin í heild sinni er beðin að Iána $500,000,000 (fimm hundruð miljónir dollara). Þetta er stór upphæð, en engir draga þó efa á, að hún muni fást og það hæg- lega. Manitoba fylki verður beðið, að frétt- ir sögðu á laugardaginn, um $50,000,000. Framkoma Manitobabúa við síðasta samkyns lán, er þeir lögðu fram rúmar $32,000,000, géfur tilefni til hinna beztu vona í þetta sinn. Uppskera hér í fylki var yfir heila tekið betri þetta ár en síðasta ár og sem heild standa fylkisbúar betur að vígi nú en þá. Þeir, sem kaupa vilja sigurlánsbréf, eru beðnir að snúa sér til bankanna, er hafa með höndum alla aðal-umsýslu í sambandi við lánið. Á hvaða banka sem er, getur fólk fengið allar upplýsingar því aðlútandi. Um- boðsmenn (canvassers) er fara á meðal fólks, taka að ems á móti lofunum, en ekki pen- ingum. «-------------------------------------« Takið eftir. Eg var að lesa bunka af blöðum að “heim- an,” sem hafði beðið mín hér meðan eg var í ferðalaginu í sumar. Þá dettur mér alt í einu í hug, eftir að eg hafði lesið um afdrif sambandslaganna nýju á Alþingi í sumar og hve góðar undirtektir þau fá undantekningar- lítið, bæði “heima” og annarsstaðar: Hvað eigum vér, Vestur-Islendingar, að gera 1. des- ember, daginn sem sambandslögin ganga í gildi, til þess að sýna í einhverju hina djúpu samhygð vora með bræðrum vorum og systr- um austan hafs, sem er jöfn bæði í blíðu og stríðu; hvort heldur blæs með eða mót? Svarið kom óðara í huga minn: Vér eigum I að stofna, I. desember, bræðrafélag í hverri í einustu íslendingabygð og hverjum einasta \ bæ, þar sem íslendingar fleiri eða færri búa, með því markmjði að efla bræðralag og auka samvinnu meðal þjóðarbrotanna íslenzku austan hafs og vestan. Þar gætu allir land- | ar tekið höndum saman, án tillits til flokka í stjórhmálum eða mismunandi skoðana. Eng- inn þyrfti að óttast að félagskapur, með þessu markmið mundi spilla fyrir þjóð vorri í þessu landi. Áður langt um liði mundi samskonar félagskapur komast á “heima”, slík hugmynd mundi eiga ítök í hjörtum margra góðra manna þar. Eigum vér ekki að gjöra þetta? Eigum vér ekki að vera samtaka? Enginn láti hugfallast, þó fyrsta tilraunin hefði ekki þann árangur, sem hann vildi. Látum okkur stofna félagið,Jjþó það verði ekki eins fjölment fyrst í stað og vér hefðum óskað. • DODD'S NÝRNA PILLUR, gó«ai fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’í Kidncy Pills, 50c. askjan, sex öskj ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsöluiB eða frá Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, Onk 'Þetta er engin ný hugmynd, hún er líklega nærri því eins gömul eins og langt er síðan að Islendingar tóku að flytjast hér til landsins. Alt af hefir þráin eftir sambandi við “gamla landið” látið til sín heyra, og hefir þó vafalaust miklu oftar verið kæfð niður. Aldrei eða sjaldan hafa landar vorir austan hafs verið betur sam- taka en nú. Látum oss læra af þeim og verum nú samtaka , þó vér séum dreifð yfir þetta stóra Iandflæmi, og tökum undir með skáldinu: — “Heyrum yfir höfin gjalla Hornaslag hins nýja dags. Heyrið dyn úr hlíðum fjalla, Hertök tímans: ver til taks! Fram með einn og fram með alla Fram til starfs og bræðralags! Áfram, vinna eða falla, Ein er leið til frægðarhags! same class of property. — "The Legis- lature may by law exempt any and. all classes of personal property from taxation, and within the meaning of this section, fixtures, buldings and improvements of every character whatsoever upon land shall be deemed personal property.” Hér er stefnt að cinskatts fyrii- koinuJagi, sein allinikið hefir verié rætt og ritað um bæði iineð og mót. Reynalan yrði sú, ef slikt leiddist Jiér í lög, að aðal skattabyrðin félJi á bændur. Bæirnir myndu slei)i)« tiltölulega skattfríir, svo hvað sea drægist iþar undan írá því, sem nú er, yrðu bændur og landeigendur a* borga. Enn þá viðsjárverðara er 9. breyt- ingar atriðið, um ‘‘Dcbt Limit”. I>ar er ákveðið:— “The State may issue or guarantee the payment of bonds, provided, that all bonds in excess of two mil- lion dollars shall be secured by first mortgage upon real estate ír amounts not to exceed one half of its value, or upon real and personal property of state-owned utilities. enterprises or industries in amounte not exceeding its value, and pro- vided further that the State shall not issue or guaranty bonds upon property of state-owned utilities in excess of ten million dollars.” Þarna sýnist f fljótu bragði, að skuldbindingar takmark ríkisins vera fært upp úr $200,000, eins og það er nú, í að eins tólf miljónir, oni við nánari atlhugun sést, að takmarkið er ekkert annað en verðmæti þess lands, sem ríkið Ihefir til umráða til að veðsetja. Tíu miljóna takmarkið nær að eins tiJ þeirra s-kulda, sem trygðar eru með veði í jórnbrautum, korn- hlöðum, hveitimyinum, sláturhús- um eða öðrum hlutum, sem yrðu rík- iseigni í komandi fr-amtíð. >Sama breytingar atriði gerir fyrir a<- bor.gun iána á þessa leið: NewYork, 24. okt. 1918. Hólmfríður Árnadóttir. ----o----- Enn er þörf fyrir peninga yðar. — Kaupið Victory Bonds. TIL MEÐLIMA “NON PARTIZAN LEAGUE” í Norður Dakota. Þó að íslenidingar, «em þeim fé- Jagsskap tilheyra, séu að eins örlftið brot atkvæðisbærra manna í ríkinu. vildi eg ávarpa þá fáum orðum. til hvers sem það leiðir. Ekki veldur sá er varir, þó ver fari, segir máltæk- ið. Við kosningarnar, serri liggja fyrir, í næstu viku, 5. nóv., ætla eg ekki að minnast á mennina, sem um embætti sækja. Þar verður hver að fylgja sínu áliti. Mennirnir koma og fara og geta ekki gert stórmlkið rnein, þó illa veljist, ef að breyting- ar þær á grundvaJlarlöguim rfkisins, sem berast eiga upp til atkvæða, okki verða viðteknar. En lukkist Townley og hans iiði að koma þeim breytingum fram, geta bændur og 'búaiið orðið fjárihagslega rúnir inn að skyrtunni, í stað þess að öðlast gull og græna skóga, eins og þeim hefir verið ioifað af TownJey og út- sendurum hariis fyrir að leggja fram $16.00 í sjóð, som hann hefir einn yíir að ráða og þarf engum reiknings- skil að gefa. Breytingar atriðin eru tíu. Ekkert þeirra er nauðsyniegt eða líklegt til gagns, en þrjú eru' hæTtuleg, eins og þau liggja fyrir, og á þau vildi eg minnast, ef -skeð gæti, j það opnaði augu einhvers fyr en í ótíma er komið. Það er búið að raða þeim niður á kjörlista, og byrja eg á því sjöunda í röðinni. I>að- hljóðar um skatt- lagning (taxation), og set eg út- (lrætti sem málið varða, eins og þar stendur:— “Taxes shall be uniform, upon the "Every law authorizing a bond issue, shall provide for levying an annual tax or make other provisions sufficient to pay the interest semi- annually, and the principal withia thirty years from the passing of such law, and shall specially appro- priate the proceeds of such tax or of such other provisions to the páy- ment of said principal and interest, and such appropriation shall not be repealed nor tax or other provisions discontinued until such debt, both principal and interest shall have been paid.” Eg veit «ð viðkvæði margra verð- ur: Engin ihætt-a á ferðum. Þing- menn hlaupa ekki á sig, og ríkis- stjórinn — Frazier—, ef hann. verð- ur endurkosinn—, setur ckki ríkið f ógöngur. Reynslan er ibúin að sýna við hverju rná búast. Árið 1917 voru “nonpartizans” meiri hlutinn í neðri málstofu þingsins. Þar var Townley og hans hjálparmenn tiJ taks og liöfðu þingmenn svo í lófa sfnum, að þeir samþyktu nýjan grundvallar- laga bálk, móti fastsettum 1 agaá- kvæðutm. Það féll í efri málstof- unni, en nú koma breytingarnar og verða að jögum, ef samþykki iuæst með meiri hluta atkvæða fólksins. Hvað Frazier snertir, ]>á hafðt “Nonpartizan Leader” — málgaga Townleys—, það eftir ihonum, a* hann sæi ekkert á móti því, að rfk- ið skuidaði 300 miljónir. f sama tón skriíar 8. A. Olsniess, Insuranee Hvað hundrað dollara “VICT0RY B0ND” GERIR: Borgar 80 hermönnum eins dags laun, eöa Fæöir smásveit fótgönguliös í 44 daga,, eöa þaö Kaupir 400 pund af osti, eÖa 5 “incendiary” loftbáta, eöa 2,000 lækna nálar, eöa 100 pör af hermannasokkum, eöa 25 pund af svefnlyfi, eöa 145 poka til aö hafa í heitt vatn. Til kaupenda Heimskringlu: T T AUSTIÐ er uppskerutími blaðsins, — undir I I kaupendunum er það komið, hvernig “út- A- keman” veríur. Viljum vér því biSja alla þá, er skulda blaðinu og ekki hafa ailareiðu borgaí til vor eða innheimtumanna vorra, aíi muna nú eftir oss á þessu hausti. Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda oss fyrir fleiri ár, að láta nú ekki bregðast að minka þær skuldir. Oss munar nm, þótt lítið komi frá hverjum, því “safnast þegar samnn kemur.” — Munið það, vinir, að Heimskringla þarf peninga sinna við, og látið ekki dragast að greiða áskriftargjöld yðar. S. D. B. STEPHANSON, Ráðsmaður.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.