Heimskringla - 08.01.1919, Síða 4

Heimskringla - 08.01.1919, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JANúmR 1919 HEIMSKHINGLA (StofnnS 1KS8) Kemur út á hverjum Ftmtudegi. ©tgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerS blaBstns í Canada og Bandarikj- unum $2.00 um áriS (fyrirfram borgaS). Bent til lslands $2.00 (fyrtrfram borgaS). Allar borganir sendist ráSsmannl blaSs- lns. Póst eSa banka ávísanir stílist ttl The Vlking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður Skrifstofn: 730 SHERBROOKE STREET, WINSIPEG P. O. Box 3171 Tnlslml Garry 4110 ÍH^mmmminmmnm^Kmmnnm.nnnai WINNIPEG, MANITOBA, 8. JAN. 1919 Y andræða-flækj ur Yoraldar. Ritstjóri Voraldar er hjartabrotinn yfir þeirri óskamfeilni og rangsleitni, að stefnu- breytingar Laurier-liberala hér í Manitoba séu látnar ná til hans og blaðs hans. Sver hann og sárt við leggur, að hann muni halda áfram árásum á Norris-stjórnina eftir sem áður og er jafnvel á orðum hans að heyra, að sigli ekki aðrir Laurier-liberalar í sama kjölfarið, séu þeir ekki lengur skoðanabræð- ur hans! Kveðst hann ekki fylgja neinni fiokks stefnu lengur en góðu hófi gegni og sé að því leyti ólíkur öðrum ritstjórum. Vafa- laust segir hann þetta satt. Sumum hinum svonefndu leiðtogum er þann veg farið, að hafi þeir með sér dálítinn fylgjenda hóp, rjúka þeir með hann yfir holt og hæðir og úr einum stað í annan; hafa óvíða langa dvöl áður þeim verði hugleikið að breyta eitthvað til — ríða þá jafnvel gandreið til Rússlands, ef svo ber undir. Sér til hugarléttis reynir Voraldar ritstjór- inn að sýna fram á, að ritstjóri Heimskringlu sé nú staddur í sama raunabátnum, sé nú engu síður á báðum áttum með hvaða stefnu hann eigi að fylgja — hvort hann eigi að vera með Telegram eða Rogers! ! Þeir, sem ögn þekkja til Rogers og sem lesið hafa bæði Telegram og Heimskringlu, munu eiga örðugt með að fá nokkurn botn í þessu — og vafa- laust munu þeir flestir aumkast yfir þeim harmkvæhim, er Voraldar ritstjórinn verður að þola, er hann fæðir af sér aðra eins fjar- stæðu. Gegnir mestu furðu að maður, sem fengist hefir við “stjórnmál í Saskatchewan í sjö ár samfleytt”, skuli geta komist í þær kröggur, að neyðast til að láta sér jafn- hörmulega lokleysu um munn fara. Sömuleiðis er ritstjóri Voraldar í molum yfir þeirri vandlætingasemi, að hann skuli ekki mega nefna Wilson forseta og aðra full- trúa Bandaríkjanna til friðarþingsins, hyski, án þess sh'ku sé mótmælt. Það er engu lík- ara en honum finnist hann orðinn svo stór þarna í ritstjóra sessinum, að hann hafi fylsta rétt til að bölsótast yfir öllu í jörðu og á, upp- nefna alt og alla—jafnvel þjóðanna mætustu og merkustu menn. En skyldi honum aldrei geta hugkvæmst, mitt í hamförum sínum og gauragangi, að hve stór sem hann verður og hve langt sem hann kemst, nær hann þó aldrei með tærnar þangað sem Wilson Bandaríkja forseti nú hefir hælana? En gæti hann fest sjónir á þeim ^annleika, ætti slíkt að stuðla til þess, að gera hann varasamari í orðum eftirleiðis. Allir skilja vanalega merkingu orðsins hvski, hvað sem fornri merkingu þess orðs viðvíkur (sem ritstjóra Voraldar sýnilega skortir málfræðislega þekkingu til að út- skýra), og trúandi er Bandaríkja-lslending- um til, að þeim sé lítt um gefið, að slíkt orð sé viðhaft um forseta þeirra og samferðafólk hans til Evrópu, hverjar svo sem skoðanir IsJendinga syðra kunna að vera í stjórn- máium. Vægilegast sagt er einkennilegt í meira lagi, að skoðana-mismunur sé látinn réttlæta það, að menn séu uppnefndir osr titlaðir verstyi ónöfnum. Slíkt Ieyfir Voraldar rít- stjórinn sér hvað eftir annað og þykist svo af. Jæja, verði honum að góðu. En enn þá er hann ekki farinn að uppnefna þá menn, er á neyðar og hörmunga tímum stríðsins reyndu að stofna hér til sem mestra æsinga og óánægju — börðust með hnúum gegn öllum helztu áhugamálum þjóðarinnar, er þá voru flest í sambandi við stríðið, og gerðu sitt ítrasta að koma hér af stað verstu ranbyrðis sundrung. Þessa menn hefir Vor- aldar ritstjórinn vanrækt að uppnefna enn þá. af hverju sem slíkt stafar. 1 Og þó væri vissulega gaman að heyra hann uppnefna sjálfan sig. Stríðsloka hugleið- ingar. Eftirfylgjandi grein birtist nýlega í blað- inu American Leader, sem kemur út í New York og tekið er að ná töluverðri útbreiðslu hér í Canada. Er það stofnað og fyrir því staðið af American Association of Foreign Language Papers, og gefið út á ensku. — — Markmið þessa blaðamanna sambands er, að efla til nánari viðkynningar milli hinna mörgu þjóðabrota í Canada og Bandaríkjun- um og um leið gera hinni enskumælandi þjóð mögitlegt að þekkja betur til þeirra. Vafa laust er þetta spor í rétta átt, því í slíkri sam- einingu kraftanna er framtíðar heill þessa lands fólgin. Eigi hin mörgu þjóðabrot hér stöðugt að vera aðskilin og sundruð, þekkja lítið hvert til annars og hvert um sig að eins skara eld að eigin kökum, þá er engrar veru- legrar samvinnu að vænta frá þeirra hálfu og heill landsins í veði. Flest þjóðabrotanna hér munu vilja halda við eigin málum í Iengstu Iög og leggja rækt við sérbókmentir sínar, og verður svo göfugum ásetningi ekki hall- mælt. En slíku má ekki fylgja neinn einangr- unar andi eða mótþrói gegn þjóðarhugsun þessa lands. Hinir mörgu þjóðflokkar, sem hingað eru komnir til þess að setjast hér að og gera þetta land að framtíðarlandi sínu, verða sem fyrst að læra að samþýðast og skilja hverjir aðra; verða sem fyrst að festa sjónir á þeim sannleika, að ö 11 framtíðar velferð lands og þjóðar sé undir samhug og samvinnu þeirra komin. Sundrungar tilraun- ir þeirra manna, sem sí og æ hafa hér alt á hornum sér og aldrei eru ánægðir, verða að vera niðurbældar — með hörku, sé slíkt ekki unt á annan hátt. Ofannefnt blaðamanna Scunband í Banda- ríkjunum hefir staðið öfluglega með þ^óðinni í stríðsmálum hennar og látið henni í té marg- víslega aðstoð. Vissulega er þetta góðsviti og með slíkn framkomu hafa þessir aðkomnu borgarar Bandaríkjanna vottað sínu nýja fósturlandi fylstu þegnhollustu. Starf þeirra hefir verið umfangsmikið og haft mikla þýð- ingu. Hin mörgu blöð þeirra og tímarit hafa flutt því fólki, sem enn getur ekki lesið ensku, ítarlega fræðslu stríðsmálum þjóðarinnar við- komandi og hvatt það til að leggja fram alla krafta í þágu lands og þjóðar. Árangurinn af þessu hefir svo komið í Ijós á ýmsan hátt í þeim héruðum Bandaríkjanna, þar erlendu þjóðflokkarnir búa — í öruggri Iiðsöfnun, ríflegum fjárframlögum til Rauða kroasins, til frelsislánsins og annara stríðsþarfa fyrir- tækja.----- Eins og þegar hefir verið frá skýrt birtist grein sú, sem hér fer á eftir, nýlega í aðal málgagni ofannefnds blaðamanna sambands og er 'hún samin af pólverskum Bandaríkja- manni, W. 0. Gorski að nafni. Höfundurinn hefir glögt auga fyrir því, sem nú er að gerast í heiminum, og er auðsýnilega Bandaríkja- maður í húð og hár, þó hann sé Pólverji. Ættlandi sínu ann hann þó og vill ekki sjá heimaþjóð sína undir harðstjórn og kúgun, hvorki frá hálfu Þjóðverja eða annara. Er þessi grein hans sérstaklega eftirtektarverð sökum þess, hve mjög hann tortryggir Þjóð- verja og af því hve vel hann rökfærir alt, sem hann um þá segir. Hér er ekki á ferðum ó- rökstutt æsinga-blaður út í loftið, að eins með því augnamiði að geta hrifið á tilfinn- ingar fólks í svipinn. Jafnvel þó höfundurinn viti, að fólk hér í landi myndi fást til að trúa flestu illu á Þjóðverja nú á dögum, ber hann ekki annað á þá en það, sem hann getur með að er virðist góðum og gildum rökum sann- að. — Grein hans hljóðar sem fylgir í ís- lenzkri þýðingu: "Árið 1914 ákvað keisarastjórnin þýzka, að verða skyldi stríð, og tók þjóðin þá tafar- laust að hervæðast. Árið 1918 ákvað þessi sama keisarastjórn, að Þýzkaland skyldi verða lýðveldi, og skipun þeirri hlýddu Þjóð- verjar undir eins. I hvorugu tilfellinu voru þjóðinni leyfðar umræður eða úrskurðarrétt- ur; í hvorugu tilfellinu gerði hún tilraun að láta í ljós eigin tilfinningar eða skoðanir. Slíkt má kalla undirgefni og þá undirgefni, sem orsakast af tamning. Hverju þýzku barni er fyrirlögð hlýðni alt frá vöggunni, hlýðni án möglunar. Reglan er þessi: ‘Rekrúten geben, Steuer zhalen, Maul halten’ (gefið liðsmenn, borgið skatta, haldið tungu). Nafnið German eða Germanen þýðir ‘stríðsmenn’ (guerre: stríð; manen: menn). Þannig er sýnilega eitthvað í nafni. Þjóðverj- ar hafa lengst af verið sigurvegarar. Hern- aðurinn er þjóðlegur iðnaður þeirra og þess vegna verða stríð á meðan Þýzkaland er megnugt að geta gert skaða. Andi þjóðanna breytist ekki á svipstundu eða á nokkrum dögum, engu fremur en leópardinn fær breytt flekkjum sínum. Vér stöndum í dag andspænis þeim skrípa- leik, að öll þýzka þjóðin þykist nú iðrandi og ákveðin lýðvaldsþjóð. Og á meðan Þjóð verjar hafá verið að fullvissa oss um einlægni sína, hafa þýzku hermennirnir verið að rupla og ræna í Belgíu og Póllandi; og á meðan þeir hafa verið að viðurkenna sig all-ákveðna sósíalista, hefir verkamanna og hermanna ráðið (mestmegnis hermenn) viðurkent Hin- denburg sem æðsta höfuð hersins og Solf, hinn keisara útvalda, sem talsmann þjóðar- innar. Það liggur því í augum uppi, að þótt Þjóð- verjum á síðustu fjórum árum hafi mishepn- ast að brjóta undir sig heiminn, hafa þeir fyrirhugað að hefjast til handa seinna. Til þess að koma þeim ásetningi í framkvæmd, þurfa þeir: 1 fyrsta lagi að fá dregið úr stríðsanda bandaþjóðanna í heild sinni og sérstaklega Bandaríkjanna; í öðru lagi, að hljóta frjálsar hendur til útbreiðslu austur á bóginn yfirleitt, en þó sérstaklega hvað Rússlandi viðkemur. Með s'lík áform í huga skora þeir á verka- manna stéttir Evrópu og Ameríku, í nafni al- heims bræðralags og friðar, að þeir megi sleppa við mikla niðurlægingu, borgun hárra skaðabóta og þurfi sem minst að láta af höndum hernumin svæði, sérstaklega að aust- anverðu. Þeir eru fúsir að sleppa Alsace- Lorraine, Norður Frakklandi, Belgíu og jafn- vel nýlendum sínum, svo framarlega sem þeir fái að halda yfirráðum í Póllandi og héruðun- um við Eystrásalt. Hvers vegna? Af því Pólland er hliðið, þar leiðin liggur inn í Rússland. Af því að án sjálfstæðs og öflugs Póllands, fengi Czecho-Slovakia ekki þrifist og án Czecho- Slovakiu væri Jugo-Slavía dauða dæmd. Af ’því Pólland er traustur hlekkur í þeirri keðju frjálsra og slavenskra þjóða, er stemma munu stigu fyrir útbreiðslu Þjóðverja austur á bóginn. Af því, að án Póllands myndi hinn mikli veggur 74,000,000 íbúa, sem nær frá Balkan héruðunum til Hadríahafs, áreið- anlega verða allra æskilegasta brú handa þýzkri ‘kúltúr’ að velta eftir og útbreiðast á Rússlandi. Oss er þegar kunnugt, hve áhrifamiklir Þjóðverjar hafa verið á Rússlandi. Nafnið Bolshevismi kann að vera rússneskt,; en það táknar ekki annað en umbreyttan sósíalisma og sósíalisminn var ‘búinn til á Þýzkalandi.’ Karl Marx var höfundur hans og það vopn ætla nú Þjóðverjar að nota alveg eins og þeir notuðu hernaðar kenningarnar, með sama til- gangi — því sama markmiði, að brjóta und- ir sig allan heiminn. ‘Wir sind doch zur Herr- lichkeit geboren’ (vér fæddumst til að vera herrar) syngja stúdentarnir. ‘Deutschland uber alles’ svarar öll þjóðin eins og bergmál. Tilgang Þjóðverja hvað Rússland snertir, er auðvelt að sjá og skilja, að eins með því að taka til greina framkomu þeirra og athafn- ir í liðinni tíð. Landnáms postular og aug- lýsinga umboðsmenn þeirra eru enn þá önn- um kafnir við tilraunir að sveigja hina fá- fróðu álþýðu hins lamaða Rússlands undir á- hrif Þýzkalands og þýzkrar menningar. Sam- tímis þessu eru þeir að bjóða hinum ment- aðri stéttum hins kúgaða Rússlands alla að- stoð lándinu til viðreisnar og til þess að koma á reglu og skipulagi. Þetta hvorttveggja mið ar að æðstu yfirráðum Þjóðverja á Rússlandi, og hepnist þeim slíkt áform, myndu þeir að fimm árum liðnum eiga völ á afar stórum rússneskum her, undir þýzkum fyrirliðum og æfðum af þeim. 1 gegn um Rússland fengju þeir aðgang að Síberíu, auðugasta og minst unna (least exploited) Iandi veraldar. 1 gegn um Síberíu myndu þeir geta fengið vinnu- kraft frá Austur Indlandi og Kína, þann ó- dýrasta í heimi, og er þeir þá ættu eða hefðu umráð yfir öllum helztu námum og óunnu verkefni á ^essum slóðum, væri ekki nema eðlileg afleiðing af orsök að þeir úr því hefðu yfirhöndina í allri iðnaðarlegri og verzlunarlegri samkepni við umheiminn. Inn- an tuttugu og fimm ára hér frá gætu þeir lagt hverja aðra þjóð í fjárhagslegar rústir. Jafn- vel sjálfur iðnaðar-prinzinn, Ameríkuþjóðin, yrði þá að lúta í lægra haldi. Af öllum nútíðar stjórnmálamönnum er nú viðurkent að ‘Pólland sé lokasteinn Evrópu ástandsins’, til þess viðhöfð séu orð Napó- Ieons. Þeim er sömuleiðis skiljanlegt, að Bis- marck var réttur er hann árið 1863 lýsti því yfir, að fyrir Þjóðverja væri ‘eyðilegging PóIIands spursmál lífs og dauða.’ Yfirlýsing bandaþjóða ráðstefnunnar í Versailles, 3. júní 1918, innifelur í sér skoð- anir helztu stjórnmálamanna þessara þjóða. Wilsons forseta, Lloyd George stjórnarfor- manns, Clemenceau og Orando. Yfirlýsing sú hljóðar þannig: ‘Myndun sameinaðs og sjálfstæðs pólversks ríkis, með frjálsum að- gangi að hafinu, innibindur í sér einn af skil- málum varanlegs friðar og stjórn réttlætisins i tvropu. Eigi varanlegur friður að ríkja í heimin- um, verður Pólland að lifa og að vera öflugt. Til þess slíkt geti orðið, verða Pólverjar aA hafa aðgang að sjó; á eg þar við Dantzig. Án þess að hafa að minsta kosti einn hafnar- stað, getur engin þjóð notið sín til fulls eða stuðlað að valda jafnvægi í Evrópu. En óhjá- kvæmilega verður Pólland að vera í röð fremstu þjóða. Sagan sannar, að Pólland er fyllilega þess megnugt, að skipa slíkt sæti, því minnast verður að eftir árið 1410, er Grunewald- Tannenberg orustan var háð, þarNhinir þýzku kross riddarar voru sigraðir til fulls af Pól- verjum og Litúaníumönnum, fengu Þjóðverj- ar ekki þokast eitt fet austur á bóginn fyr en 1772, að fyrsta skifting Póllands átti sér stað. Til er máltæki er segir, að ‘sagan endur- taki sig’, og það, sem einu sinni var hægt að gera, má gera aftur. PóIIand verður að vera frjálst, eigi heim- urinn að vera frjáls. Ef Póllandi auðnast ekki að hljóta aftur sitt forna sjálfstæði, megum vér skoða stríð þetta tapað og alla hina miklu blóðfórn til einskis. Eigi Þýzkaland að fá að halda Póllandi, eða hafa þar nokkur ráð, hafa lýðveldis 'hugsjónirnar engan veginn sigrað. Okki eingöngu Póllands sjálfs vegna, heldur til verndunar öðrum þjóðum, er lífs- spursmál, að það geti orðið öflugt og sjálf- stætt ríki. Pólverjar líta vonaraugum til Ameríku og vænta þaðan eftir styrk til þess að geta kom- ið áformum sínum í framkvæmd. Þeir treysta því, að Bandaríkin Ijái málstað þeirra Iiðsyrði. Þeir hafa orð Wilsons forseta fyrir þessu. Þeim er óhætt að reiða sig á þau, því það hefir aldrei skeð, að forseti Bandaríkj- anna hafi svikið orð sín.” Til Canadizko hermannanna VIÐ HEIMK0MU ÞEIRRA 0G HEIMV0N, Velkomnir heim af Heljarslóð, þið hraustu drengir, með frægð og' sigri, þar sem þið brugðuð björtum vigri, hvar brauzt fram hin ramma Húna-þjóð. Atlögum þeirra viðnám veittuð, vörninni í snarpa sókn þið breyttuð. Bræður samhuga að bróður hlið, - Bretum og Frökkum veittuð lið. En þar mundi’ ei neinum heiglum hent herskörum Prússa að standa móti, í heiftar-mögnuðu hil'dar-róti og horfast í augu við morðtól spent. Jarðhlaup þar undir geiglegt gapti, er glóðþrungnum drundi’ í byssu kjapti, en vígstöðvum yfir váleg fló Vígvaða og eitri’ úr kjapti spjó. En hugprúðum sveinum hvergi brá, þó hvæsti’ ’inn grimmlegi kyngi-vættur, þeim ásmegin jókst við hverjar hættur, hugrekki’ og brennheit sigurþrá. Því ber nú Vígvaða höggna hramma, höggtönnur brotnar, rifinn kjamma. En valkyrjur sungu sigurljóð, samherja vorra frægðaróð. Þið hafið unnið afreksverk, sá orðstír mun lifa í þjóðar hjörtum og lýsa’ á framtíðar leiðum björtum, þá letruð verður þess saga merk. Og þá skal minst hinna mætu drengja, við manndóm stærstan er nöfn sín tengja; þeirra, er Iífið létu þar — lýðfrelsið mest þeim sjálfum var. M. S.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.