Heimskringla - 08.01.1919, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.01.1919, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JANÚAR 1919 Ferð í Þórisdal. Flestir Islendingar munu kann- ast við Þórisdal. Hann kemur víSa við sögu og alstaSar hvílir yfir honum kynjablær, sem fær í- myndunarafl manns til aS sjá fleirae n sagt er. Snemma byrjuSu sagnir ita hann aS myndast. Fyrst: er honum lýst í Grettissögu og þar er honum bezt lýst. SíSast kem- ur hann fram í þjóSsögum og kvæSum. Þar er brugSiS yfir hann æfintýraljóma og þjóStrúin markar honum bás aS sínu skapi. Menn sjá fyrir sér dalinn inni í viltustu óbygSum landsins, í miSj- um Langjökli, grænan og frjósam- an. Þar var griSastaSur sauSa- þjófa, heimkynni útlaga og mis- indismanna. Lýsmguna af dalnum í Grettis- sgu munu margir hafa lesiS. Hon- um er lýst svo, aS manni þykir sem smjör drjúpi þar af hverju strái. Þar var fé svo vænt, aS betri var einn sauSur til niSurlags þar en tveir annarsstaSar. Þar voru heitir hverar og skógivaxnar hlíSar. Dalurmn var langur og mjór og luktur jöklum öllu megin svo aS þeir skúttu framyfir dalinn. Þótti Gretti sem jarSeldar mundu því valda, aS eigi luktust saman jöklarnir yfir dalnum. Litill var þar sólargangur, en engu aS síS- ur voru hlíSarnar grænar. Grettir gaf dalnum nafn eftir þurs einum, er fyrir honum réS. Eftir vetrar- dvöl fór Grettr úr dalnum. Fór hann suSur um og yfir Skjald- breiS. Reisti hann hellu eina stóra í miSjum SkjaldbreiS norSan- verSum, klappaSi rauf í hana og sagSi svo, aS ef maSur legSi auga sitt viS raufina, þá mætt sjá í gil þaS er fellur úr Þórisdal. AS litlu gagni hefir þessi tilvísun Grettis orSiS, því 'þeir æm í dalinn hafa komist, hafa annan veg ráSist aS honum. En þó mun satt vera, aS Grettir hafi þama reist helluna, því aS fyrir nokkrum árum fann fjárleitarmaSur nokkur hellu all- stóra norSan í SkjaldbreiS. Var hún brotin í miSju um rauf, æm í henni var. HafSi hún auSsjáan- lega veriS reist upp á stall einn en falliS niSur og því brotnaS. Eru því nokkur lí'kindi til, aS finna megi hellu þessa og vel þess vert, aS ger væri gangskör aS því. SíSan Grettir fór úr dalnum og reisti helluna norSan í Skjald- breiS, hafa margir rejmt aS kom- ast í Þórisdal. Fyrstir urSu prest- ar tveir, Helgi Grfmsson og Björn Stefánsson áriS 1664. I fylgd meS þeim voru tveir menn og var ann- aS ungling8piltur. Fóru þeir ríS- andi frá Húsafeili, upp aS Oki og yfir Kaldadal. VarS þeim ekkert til fyrirstöSu alt aS jöklinum nema Jdettabelti eSa ás, er lokar fyrir sanda þá, sem fram undan eru jöklinum. Þar eru fannir neSaui undir og urSu þeir aS láta hest- ana kasta sér þar fram af. Komust þeir yfÍT sandana og lögSu af staS yfir jökulinn þrír saman meS einn hest. Hina hestana skildu þeir eft- ir hjá jökliuum og létu piltinn gæta þeirra. ÆtluSu klerkar sér aS finna daltnn, hvaS sem þaS kostaSi og hétu því aS kristna úti- legumenn alla, er í honum væru. Eftir vmsa erfSleika komust þeir yfir jökulmn og sáu ofan í dalinn. Var þar sízt um auSuSgan garS aS gresja. Engir sáust þar hverir, hvergi skógar, víStr, lyng né gras. Og hvergi sáust þar útilegumenn til aS taka viS kristni þeirra. Klerkar sneru sama veg til baka, kom 'st heilu og höidnu heim aft- ur •'x þóttust nýja stigu kannaS hafa. Ár 8 1753 reyndu þeir Eggert Ólaf son og öjarni Pálsson aS komast í dalinn af Kaldadal, en sú mistókst. ÁriS 1835 komst Björn Gunn- lai ; on í dahnn og voru sex m í fylgd meS honum. Fóru þeir meS heata upp jökulinn alt aS dalnum. en færSin var ill og urS'i þeir aS sk.ija hestana eftir og fa gandi í dalinn. Segir Bj nnlaug3son aS dalurinn hí tm bit í austur og vestur, austur undan Okinu (en Kaldidal-1 ur liggur nærfelt í útsuSur og landnorSur, á milli Oks og Lang- jökuls). Mun eg síSar víkja aS þessu, því aS dalurinn köm okkur nokkuS á annan veg fyrir sjónir. ÁriS 1895 reyndu ÞjóSverjar tveir árangurslaust aS komast í ■ dalinn. 1909 komst austurrískur yfir- kennari, Wunder aS nafni, í dal- inn aS sunnanverSu. RitaSi hann síSan allnákvæma lýsingu af hon- um. Hann fann vatn all-langt viS jökulinn, sem enginn hafSi áSur tekiS eftir. Kallar hann þaS Nýjavatn. Hann mældi hæS dals- ins yfir sjávarmál. Reyndist hæS- in 500 metrar. Segir hann dalinn 10 km. og liggja N.V. til S.A. Þeim fáu mönnum, er í dalinn hafa komist, segist nokkuS sinn veg hverjum af staSháttum. Sunnudaginn 4. ágúst í sumar lögSu fimm menn af staS frá Þingvöllum gangandi inn í ó- bygSir. Þeir voru: Helgi Jónas- son, Einar ViSar, Haraldur Jó- hannessen, Tryggvi Magnússon og eg. Hesta tvo höfSum viS undir farangur og í fylgd meS okk- ur var Halldór Jónasson, bóndi í Hrauntúni, sem átti aS vera okkur til aSstoSar viS gæslu hesta og farangurs. Hann var og manna kunnugastur óbygSunum fyrir inn- an SkjaldbreiS. Um miSjtm dag fórum viS frá Hrauntúni og stefndum sunnanvert á Skjald- breiS. ViS áSum á SkjaldbreiS- arótum viS vikurhæS eina, er al- ment er nefnd Kerling. ÞaSan héldum viS í áttina til HlöSufells og ætluSum aS ná HlöSuvöllum ujm kvöldiS og tjalda þar. En þegar viS áttum eftir svo sem hálfrar stundar ferS fundum viS sléttan blett og grösugan og rann vatn skamt frá. Þótti okkur ekki ráSIegt aS halda alla leiS aS HlöSuvöllum, þótt þar væru hag- ar góSir, því mjög vafasamt var hvort þar væri nokkurt vatn fáan- legt. En á þessum slóSum er hvergi vatn aS fá nema úr rensli undan snjófönnum. ViS tjölduS- um því þama og bjuggum um okk- ur fyrir nóttina. Næsta dag vökn- uðum við samtímis hinni árbomu róafingruSu morgun’gySju og lit- um til veSurs. Því sem eg sá, er eg kom út, mun eg seint gleyma. Einhver fá- gæt gleStilfinning greip mig. Mér fanst eg verSa aS breiSa út faSm- inn móti náttúrunni til þess aS fagna fegjurSinni. Til þess aS fagna hraunum og hlíSum, hnúk- um og hálsum, fjöllum og jöklum. Mér fanst eg vera í ætt viS þaS alt og eg gladdist yfir frændseminni. Fyrir einum degi vorum viS allir í Reykjavík í hinu þunga and- rmslafti menningarinnar, þar sem hugur og hendur hvers manns starfa fyrir daglegu brauSi. Nú vorum viS inni í viltustu óbygSum landsins og biSum eftir aS sólin gæfi þeim nýjan svip. ÞaS var líkast draumi. Sólin var aS teygja sig upp yfir fjölln. Brátt fóru hæS- ir og hnúkar aS brosa. Svo hým- aSi yfir hlíSum og hálsum. ÁSur en langt um leiS var orSiS hlýtt og bjart hvar sem litiS var. 1 austri, suSri og vestri voru marg- lit sólroSin fjöll. I norSri var Langjökull skamt frá okkur, glampandi í sólskininu, eins og gríSarmikilI hvítur veggur og sást hvergi fyrir endann á honum í austur, þar sem hann teygSi sig inn aS hjarta landsins. ViS urSum heldur síSbúnir, því mörgu þurfti aS sinna. ÞaS var komiS yfir dagmál, er viS gátum lagt af staS og héldum viS inn meS HlöSufelli og stefndum á Langjökul. ViS vildum komast í Þórisdal þá um daginn, ef ekki hamlaSi veSur eSa önnur óviS- ráSanleg atvik. ViS vorum mjög í vafa um, hvort okkur mundi hepnast aS finna dalinn, því aS kort þaS, er Wunder hinn austur- ríski hefir gert af honum, er nokk- uS ónákvæmt. Og ilt er aS átta aig eftir lýsmgum þeim, sem til eru af honum. Frá þeim staS, er viS tjölduSum, sést dæld allstór í jök- ulinn. Austasti hluti þeirrar dæld- ar er venjulega kallaður Jökul- krókur. ÞangaS stefndum viS. Vatn þaS, er Wunder fann, ætl- uSum viS aS finna til þess aS átta okkur eftir og ráSa af því, hvar dalurinn væri. Vatn þetta er svo stórt á kort Wunders, aS ætla mætti aS ekki væri hægSarleikur aS fara um þær slóSir án þess aS verSa þess var. Inn meS HlöSufelli er allmikiS sandorpiS hraun. Laust hraun- grýti liggur þar í löngum görSum og sumstaSar hefir grjótiS hlaS- ist upp í ólögulegar hrúgur, sem helst líkjast hálfhrundum vörS- um. Hvergi er þa r hagi fyrir hesta. Á einstöku staS er gras- laus svörSur, eSa mosagránir blettir. Hraun þetta nær alveg upp undir jökul. Úr hrauninu komum viS í dæld eina langa, er skarst fram meS jöklinum. Virt- ist þaS helzt vera gamalt vatns- stæSi og var sandur í botninum. ViS gengum dældina á enda og tók þaí viS snjóháls. Þegar viS komum upp á hálsinn, sáum viS vatn rétt hjá okkur. Var þaS langt og mjótt og náSi því nær aS jö'k- ulröndinni. Lá vatniS hér um bil í norSaustur til suSvesturs. Okkur þótti kynlegt, aS finna þarna vatn, því aS viS áttum þess sízt von, og eftir afstöSu aS dæma, gat þaS ekki veriS vatn Wunders, enda segir hann aS vatniS liggi fast aS jöklinum, en þetta vatn var skiliS frá jöklinum meS sandeyrum. ViS álitum aS viS hefSum aS ei fundiS þama nýtt vatn og nefnd- um þaS Langavatn. Þegar viS stóðum hjá vatninu, varS okkur mjög starsýnt á reyk mikinn, er virtist leggja úr Sandvatni, sem er suSaustan undir jöklinum. Reyk- urinn var mikill og fór geyst. LagSih ann út undir HlöSufell og SkjaldbreiS svo aS huldi fjöllin á skammri stundu upp í miSjar hlíSar. Var þetta eins og hvít- grá þóka, en þoka var þaS ekki. Seinna fréttum viS aS þaS mundi hafa veriS sandfok. ÁSur en eg held lengra, ætla eg aS lýsa jöklinum nokkuS frekar, svo aS mönnum verSi landslagiS skýrara í huga. Ef litiS er á upp- drátt Þorvaldar TTioroddsens af Islandi, sést aS vik eitt er í jöklin- um sunnaverSum, nokkuS vestar- lega. Upp úr þessu viki er lægS allbreiS í jökulinn. Austanmegin er SkjaldbreiSarjökulf eSa Blá- fellsjökull. NorSanmegin er Geit- landsjökull. Vestanmegin er vest- asti hluti Langjökuls, er vel mætti nefna Þórisjökul. Þessi partur jökulsins hefir veriS nefndur Geit- landsjökull eins og norSurhlut- inn, en þetta eru greinilega tveir jöklar, skomir sundur af breiSu gili, og virðist því varla rétt aS gefa þeim báSum eitt nafn. Eystri hluti þessarar lægSar í jökulinn skerst upp meS Skjald- breiSarjökli og kallast Jökulkrók- ur, eins og áSur er sagt. Þegar viS fómm frá vatninu, stefndum viS inn í Jökulkrók og héldum okkur sem næst jökul- röndinni, til þess aS vera vissir um aS finna hiS margnefnda Wunder- vatn eSa Nýjavatn. Nú lá leiSin upp í móti. FærSin var heldur ill. Stórgrýti og malarsandur gljúpur af bleytu. Sukkum viS upp undir kné íþ essari aurkendu sandbleytu. Fannir vom miklar og urSu því merri sem ofar dró. Sólskin var aifarbjart og illmögulegt aS horfa fram undan sér meS berum aug- um, því aS svo var snjóbirtan mikil. FerSin sóttist seint og var all- erfiS. Héldum viS áfram stans- laust yfir urSir og fannir og ætl- uSum ekki aS hvíla okkur fyr en viS fyndum vatnS. Okkur hafSi veriS sagt, aS ekki væri ólíklegt aS þar væri einhver hagi fyrir hestana, en þeir höfSu hvergi fengiS grasstrá frá því um morg- uninn snemma. JökullægSin er þannig, aS hryggur eSa háls geng- ur eftir henni miSri alla leiS aS Geitlandsjökli. Skiftir þessi hrygg- ur IægSinni svo, aS tveir dalir myndast meS jöklunum beggja höfSi er kallaSur, og sést hann úr megin. Hryggurinn er nokkuS dalnum. Úr dalnum sést einnig hár og hlíSar því brattar til beggja bera viS skarS þetta Hádegisfell, hliSa, einkum þegar innar dregur. J er stendur austan viS Kaldadal. JökullægSin smálækkar eftir því j SkarS þetta er þannig lagaS, aS sem innar kemur. ViS héldum vel mætti halda, aS milli Þóris- beint af augum fram, af einni öld- höfSa og jökulsins væri þröngur unni á aSra. ViS gengum utan í j dalur, en af mönnum þeim, er í hryggnum aS austan nálægt jökul- Þórisdal höfSu fariS, hafSi enginn röndinni. Á hverri hæS bjugg- komiS í skarS þetta á milli jö'kl- vtmstviS viS aS sjá vatniS, en þaS anna. Lék okkurm jög hugur á sást hvergi. Loksins eftir langa! aS komast inn í skarSiS, til þess göngu og erfiSa komumst viS alla aS ganga úr skugga um, hvort leiS inn í botn á Jökulkrók og þá nokkur dalur væri þar. En þess varS ekki lengra komist nema var engi kostur. Degi var fariS aS meS því aS fara upp á sjálfan jök-j halla og hestarnir voru illa haldn- ulinn. Seinna fengum viS aS vita j ir af heyleysi. Þar aS auki var aS vatniS höfSum viS fundiS og okkur nauSugur einn kostur, aS nefnt Langavatn. ÞaS sem vilti komast ofan í Brunna um kvöld- okkur var þaS, aS vatniS virtisý iS, því aS þar var næsti áfanga- ekki rétt sett á kortiS, ékki nógu j staSur. En þaS reyndist sex tíma sunnarlega.—ViS tókum því þaS stanslaus ferS. ViS borSuSum í ráS, aS snúa vestur á hálsinn og dalnum undir klettinum, sem viS sjá hvernig umhorfs væri hinum stönsuSum hjá. ViS vorum orSn- megin. ÞaS gekk allvel aS koma ir æSi matlystugir, enda höfSum hestunum upp fannirnar og upp á! viS gengiS hvíldarlaust um hraun, hálsinn. Þegar þangaS var komiS fannir og sandbleytu, yfir 'hæSir sáum viS lítiS annaS en eina sam- og urSir í sjö stundir, matarlausir. hangandi fannbreiSu til vesturs, Þegar viS höfSum snætt, létum en í norSur sást bergveggur svart- ur, er gengur út úr sjálfum jöklin- um. ÞaSan sáust og nok'krir hnúk- ar rísa upp á milli jöklanna í norS- vestur. ViS héldum niSur eftir viS farangurinn á hestana. ÁSur en viS fórum af staS, horfSum viS einu sinni enn inn eftir daln- um, til þess aS festa hiS einkenni- lega landslag bæSi í minninu og hálsinum og brátt sáum viS alveg myndavélunulm. ofan í lægSina. Þá fékk lands-1 ViS héldum niSur meS jöklin- lagiS á sig annan svip og brátt fór' um og stefndum á SkjaldbreiS aS hækka á okkur brúnin. ViS fórum ekki beint niSur hálsinn, en stöfndum nokkuS til suSurs og því nær alveg aS jöklinum, er aS vest- anverSu liggur. ViS stönzuSum viS bjarg eitt, er stóS upp úr snjónum. ViS vorum komnir í norSanverSan. ÞaS hallar undan fæti, þegar framarlega dregur, niSur meS Bjamarfelli. Þar var snjólaust. Þegar viS komum niS- ur á jafnsléttu sneiddum viS vest- ur fyrir Bjarnarfell og út á Skessu- básveg. Inn meS Bjarnarfelli Þórisdal. Allir vorum viS í góSu vestanverSu er dæld ein eSa lægS skapi til þess aS fagna Þórisdal milli Ifellsins og jökulsins. ÞaT meS húrra-ópum, en engilm kom gegja leitarmenn úr Sunnlendinga- þaS til hugar. fjórSungi aS Þórisdalur sé. ViS Eg horfi inn eftir dalnum þegj- gáfum því lítinn gaum um leiS og andi og hugsandi og eins gerSu fé- fórum fralm hjá, enda höfSum lagar minir. Enginn af okkur hafSi vjg rt1riki tíma til þess aS sinna því. gert sér hugmynd um aS hann ^ allri leiSinni niSur í Brunna er mundi líta svona út. Þórisdalur, hvergi hagi fyrir hesta. Sandur sem einu sinni var meS grænum hlíSum og heitum hverum, feit- um sauSum og útileg^umönnum, var nú allmjög breyttur frá því, sem áSur var. HlíSamar horfn- ar, hverirnir frosnir, sauSir og úti- legumenn dauSir. Alt í kring um okkur var snjór. og hraun, malarkambar og grjót- urSir. Hestamir voru mjög illa haldnir og ætluSu hvaS eftir ann- aS aS leggjast á leiSinni. Um miSnætti komum viS í Bmnna, þreyttir og hungraSir, en allir í góSu skapi og glaSir af erfiSinu. BlóSiS ólgaSi í 'hverri æS og á- hvert sem augaS leit. Yfir öllu lá reynslan strengdi hvern vöSva og köld ró og svo var kyrSin mikil, hverja taug. ViS höfSum náS aS- aS mér fanst eg vera einn í þess-! al taikmarkinu. um mikla jöklasal þótt félagar! Næsta dag gengum viS frá mínir stæSu alveg hjá mér. Fyrir Kaldadal upp á jökulinn þar sem framan o'kkur var vatn, eins og hann var hæstur. Þar er engi stórt glampandi auga á fannbörSu skriSjökull. Uppi á sjálfum jökl- og freSnu andliti. Bak viS rís inum er bungumynduS snjófönn, svartur bergveggur út úr jöklinum, en hvergi ís eSa klaki. Er meS er gefur öllu landslaginu skarpari öllu hættulaust aS ganga þar upp svip. Lítil þokurák var aS læSast á jökulinn. Um kvöldiS komum niSur eftÍT jöklinUm ofan í dalinn.; viS aftur öfan í Brunna. Næsta Hún fór hikandi eins og hún væri dag var ákveSiS aS liggja um óvön 'hinni rauSleitu birtu, sem sólin brá yfir jökulinn. Dalurinn liggur frá útsuSri til landnorSurs. Eru brattir hamrar, sem ganga út úr jöklinum, alveg fyrhr mynni dalsins. Hann er þröngur inst, en breikkar eftir því sem utar dregur. Vatn eitt allstórt er í dalnum. Var þaS ísaS alt meS röndunum. Ekkert afrensli hafSi þaS. Dalurinn var hulinn snjó og sást ekki í auSan blett nema grjóturSir á stöku staS, er stóSu upp úr fönninni. Líklegt er, aS snjór hafi veriS meiri í honum í þetta skifti en venja er til, en víst er um þaS, aS þar getur enginn gróSur þrifist. Dalurinn er all- breiSur og ekki djúpur. Jöklam- ir skúta hvergi yfir hann, eins og sagt er í Grettissögu, enda er hann aS engu svipaSur því, sem þar er lýst. Getur hvorttveggja veriS, og er þaS líklegra, aS frásögnin sé ýkt og lýsingin hugarburSur, en aS dalurinn hafi breyzt svo gífur- lega síSan sögur hófust. Bjöm Gunnlaugsson segir, aS dalurinn liggi hér um bil í austur og vestur, eSa út aS Kaldadal. En slíkt er misskilningur. ÞaS sem mun því valdiS 'hafai, aS hann hugSi dalinn þannig liggja, er þaS, aS vesturendi Langjökuls er alveg skorinn frá Geitlandsjökli. I því skarSi miSju er höfSi, sem Þóris- kyrt. VeSur var gott og sólskin. HafSi eg enga ró til þess aS halda kyrru fyrir, svo eg labbaSi inn aS jöklinum. — Inn meS jöklinum em nokkrir móbergshnúkar strýtu- myndaSir. Þeir em kallaSir HrúSurkarlar. Eg stefndi á þá innariega og komst upp á einn þeirra. Þeir em illir yfirferSar, því aS víSa em þar klappir, sem eru eins og storknuS hraunleSja alsett oddhvössum steinnybbum. Eg hélt áfram þar til eg komst á insta hnúkinn, er stendur alveg inn viS Bjamarfell. Gekk eg upp á tindinn og sá inn á milli fellsins og jökulsins inn í “Þórisdal” leitar- manna. En hér er alls ekki um neinn dal aS ræSa og því hin mesta fásinna aS halda því fram, aS Þórisdalur sé þarna. ÞaS sýn- ir aS eins, aS allir hinna mörgu fjárleitarmanna, sem sveimaS hafa þarna fyrir framan, hafa aldrei komiS inn á milli fjallanna. Þessi ímyndaSi dalur er ekki breiSari en svo, aS á ein mjó myndar sér farveg eftiri allri IægSinni, eem er mjög brött 'og brattar skriSur á báSar hliSar. Eg gekk síSan inn í kverk þá, sem myndast milli fjallanna og áin rann út úr. Gat eg þá alveg gengiS úr skugga um þaS aS þar enginn dalur, heldur upp- líSandi þrengsl. Eftir aS hafa at- hugaS þetta, sneri eg aftur. NáSi eg til félaga minna snemima um kvöldiS, sátu þeir þá allir inni í öSru tjaldinu og skemtu sér viS te og heitar pönnukökur. Dagrinn eftir gengum viS um Kaldadal til Húsafells, en sendum Halldór meS hesta og farangur til Þingvalla. ViS vorum einn dag um kyrt á Húsafelli í bezta yfirlæti. Á öSr- um degi héldum viS þaSan ríS- andi upp á Kaldadal. I för meS okkur var Jakob GuSmundsson, vinnumaSur á Húsafelli, glöggur maSur og skemtilegur. Þar sem Kaldidalur er hæstur snerum viS af veginum og stefndum inn aS jökli. Þeim til skýringar, sem ekki hafa fariS um Kaldadal, skal eg segja lítiS eitt ifrá staSháttuim. Kaldidalur liggur nærfelt í útsuS- ur og landnorSur milli Oks og jökuls. Er þaS hár 'hryggur af möl og sandi, stórgrýttur viSa. Á móts viS miSjan Kaldadal gengur vik eitt eSa skarS í jökulinn. Þar er þaS sem jökullinn skerst í sund- ut, eins og áSur er skýrt frá. Úr skarSi þessu fellur Geitá í mörg- um ihvíslum frammeS Hádegisfelli. Frá slkarSinu ganga eyrar fram imeS jöklinum og mynda gríSar- stóra, þríhymda sandsléttu, sem takmar’kast af hömrum eSa kletta- belti viS Kaldadal. Eftir söndun- um renna ótal ár og lækir úr jökl- unum. Safnast mestalt vatniS sam- an viS klettabeltiS og myndar þ&r Sögusafn Heimskringlu Listi yfir sögur, sem fást keyptar á skrifstofu Heims- kringlu.—BurSargjald borg- aS af oss. Viltur vegar .. 75c. Spellvirkjarnir .. 50c. MórauSa músin .. 50c. LjósvörSurinn .. 50c. Kynjagull .. 45c. Jón og Lára .. 40c. Dolores .. 35c. Sylvia .. 35c. BróSurdóttir amtmannsins.. .. 30c. ÆttareinkenniS .. 30c. Æfintýri Jeffs Clayton 1 .. 35c. THE VIKING PRESS, LIMITED P.O. Box 3171 : Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.