Heimskringla - 15.01.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.01.1919, Blaðsíða 4
/ 4. BLAÐSIÐA H WINNIPEG, MANITOBA, 15. JAN. 1919 Þjóðræknis hrcyfing. Hreyfing er nú vöknuð «hér í Winnipeg í þá átt að stofnað verði til meiri samtaka og samvinnu á meðal Vestur-Islendinga. Mun- um vér flestir, þrátt fyrir allan skoðana mis- mun og flokkaskiftingu, óska hreyfingu þess- ari alls góðs gengis. Enda er hennar næg þörf. Aðrir þjóðflokkar hér eru nú kappsamlega starfandi að ýmsum sérmáium sínum og með því augnamiði að koma sér sem bezt á fram- færi hér í Iandi. Að svo komnu ber þó öllu meira á þessu í Bandaríkjunum en hér í Can- ada. Þar hafa hinir aðkomnu þjóðflokkar látið meir til sín taka í slíkum efnum og lagt kappsamlegar stund á að glæða samhug sin sín á milli og stofna til samvinnu. Munu þessir Jjjóðflokkar syðra j)egar hafa komið á fót sh'kum samtökum í einhverri mynd og sumum þeirra jafnvel tekist að mynda öflug þjóð- emisfélög, sem flest hafa eitthvert víst og á- kveðið verksvið, en sem aðallega munu þó eiga að vinna að verndun alls þess dýrmæt- asta og bezta, sem þjóðflokkar þessir hafa með sér flutt úr heimahögum sínum, og fyrir- byggja að sh'kt glatist eða gleymist með öllu. Markmið þetta er hið lofsverðasta og sé því ekki samfara neinn einangrunar eða uppreist- ar-andi, eða öfgakenningar, hlýtur það að bera hinn bezta árangur. Þeir, sem nú ferð- ast um Bandaríkin, koma á listasöfn stórborg- anna og sjá með eigin augum deildir þær, sem aðkomnu þjóðflokkamir þar eiga, eru ekki lengi að ganga úr skugga um, hve lofs- verð ræktarsemi þessara þjóðflokka er ti þjóðlegra listaverka sinna. Með því að efla til slrkra deilda við listasöfnin syðra, hafa að- komnu þjóðflokkarnir þar reist listum sínum og “arfinum góða” að heiman þann minnis- varða, sem mun standa á meðan listir og bók- mentir eru í hávegum hafðar hér í landi. Og að sjálfsögðu eiga þjóðabrotin mörgu hér í Canada eftir að þræða sömu leiðina. þannig mun “sagan endurtaka sig”, ef svo mætti hér að orði komast. Samkyns minnis- varðar og lýst hefir verið að ofan verða með tíð og tíma reistir aðfluttum listum og bók- mentum þeirra þjóðflokka, sem Canada byggja — af þjóðflokkum þessum sjálfum. Eigi verður sh'ku þó hrint í framkvæmd utan öflug samvinna eigi sér stað, þar allur flokkadráttur sé látinn rýma úr sessi fyrir einlægum áhuga og samhyggju. Og til með- vitundar um slíkt hljóta allir þjóðflokkar þessa lands að vakna fyr eða síðar. Hvernig stöndum vér Vestur-Islendingar að vígi í þessum efnum? Er þjóðbrotinu ís- lenzka hér ekki kappsmál að geta hlynt sem bezt að eigin listum og bókmentum og fyrir- bygt, ef mögulegt er, að þær dýrmætu sér- eignir íslenzkrar þjóðar sökkvi hér í hafið án þess merki þeirra sjáist nokkurs staðar? Það er fyllilega kominn tími til að Vestur-Islend- ingar geri sér grein fyrir hvar þeir standa í þessum efnum; á þann eina hátt er þess að veenta, að þeir sameinrst og hefjist til handa í röggsamlegum og ábyggilegum framkvæmd- um. Eins og þegar hefir verið bent á, er hreyf- iog í þessa átt nú vöknuð hér í Winnipeg. Á þriðjudagskveldið, þann 7. þ.m. var haldinn aimennur fundur hér í Goodtemplarahúsinu, er kallaður hafði verið með því markmiði, að þjóðræknismál vor væru rædd og reynt að efla tiJ samtaka og samvinnu í þeirra þágu. Fundurinn var fjölsóttur og sýndu Winnipeg- Islendingar við þetta tækifæri lofsverðan á- ttuga, sem líklegur er til að bera góðan á- rangur. Forseti fundarins var kosinn Þórður John- son, en S. D. B. Stephansson ritari. S. Sigur- jónsson tók fyrstur til máls samkvæmt tilmæl- um forseta og skýrði frá í hvaða tilgangi fundurinn hefði verið kallaður. Eftir það hófust all-miklar umræður, sem margir tóku þátt í og yfirleitt kom í ijós sterkur áhugi fundarmanna fyrir því, að stofnað væri sem fyrst til þjóðernisfélags á meðal Vestur-Is- lendinga, en eins og vænta mátti, þar sem Islendingar munu að svo komnu ekki hafa þaulhugsað neitt í þessu sambandi, var þó fá- um tillögum hreyft á fundinum um hvernig heppilegast yrði að haga sh'kri félagsstofnun og hvaða fyrirkomulag myndi bezt viðeig- andi. Arngrímur Johnson var einna ákveðn- astur allra ræðumanna hvað þetta snerti og vildi hann að slíkt þjóðernisfélag íslend- inga væri stofnað í samræmi við þjóðernis- félög annara þjóðflokka hér, bæði sem líkn- arfélag til hjálpar meðlimum og annars. J. J. Bildfell benti á, að heppilegast yrði að mál þetta væri lagt fyrir íslenzku bygðirnar, áður en félagið væri myndað og verksvið þess ákveðið. Lagði hann þá tillögu fyrir fundinn, sem studd var af Ásmundi Jóhanns- syni, að kosin væri nefnd, er saman stæði af 15 mönnum eða fleirum, til þess að semja ávarp til íslenzku bygðanna, og skora á þær að ljá félagsmyndun þessari fylgi. með því að stofna til opinberra funda hver um sig, er svo kysu fulltrúa á stofnunarfund hins fyrir- hugaða þjóðemisfélags Vestur-Islendinga, er haldinn yrði hér í Winnipeg. Eftir nokkrar umræður var tillaga þessi borin undir at- kvæði fundarins, og samþykt svo að segja í einu hljóði. Ásmundur Jóhannsson hreyfði þá þeirri tillögu, sem studd var af Fr. Sveins- syni, að í nefnd þessari væru 30 manns, úr hinum ýmsu íslenzku félögum hér í borginni og var tillaga sú samþykt. Séra Rögnv. Pét- ursson benti á, að þar sem orðið væri á- liðið væri ógjörningur að kjósa svo stóra nefnd á þessum fundi og kom með þá tillögu, að forseti skipaði 5 manna nefnd til þess að velja meðlimi 30 manna nefndarinnar, sam- kvæmt (því fyrirkomulagi, sem fundurinn hefði þegar samþykt. Var þessi tillaga séra Rögnvaldar seunþykt í einu hljóði og eftir að slík 5 manna nefnd hafði verið skipuð, var fundi slitið. Vafalaust munu állir þeir> sem mættu á fundi þessum, nokkurn veginn samdóma um að hann hafi verið góð byrjun. Verði undir- tektir bygðarmanna góðar, sem litlum vafa er undirorpið, þá mun hreyfingu þessari von- andi verða vel borgið og hún líkleg til að koma miklu til leiðar. Alt er undir því kom- ið, að Vestur-Islendingar komi sér saman. sleppi öllum flokkaríg og láti stjórnast af ein- lægri þrá að afkasta sem mestu í þágu svo góðs og þýðingarmikils málefnis. Afdrif þessa fyrirhugaða þjóðernisfélags Vestur- íslendinga, mega ekki verða þau sömu og “Framfarafélagsins” gamla og annara þjóð- ernisfélaga liðinnar tíðar — sem öll dóu drotni sínum sökum áhugaleysis og samvinnu- skorts. Það þarf meira en ýta við hlutunum og “sjá þá kvika”; hvert gott fyrirtæki verð- ur að vera bygt á sem varanlegustum grund- velli og að því að vera unnið af sívakandi kappi og áhuga, eigi það að geta lifað og þrifist. Nú er áríðandi að sem flestir íslenzkir þjóðernisvinir hér í Iandi Iáti til sín heyra; skoðanir þeirra og bendingar viðkomandi stofnun þessa fyrirhugaða félags allra Vest- ur-lslendinga eru Heimskringlu kærkomnir gestir og eins mun með hin blöðin. Engir halda því fram, að íslenzkan verði hér eilíf; en vér höldum því fram, að hún geti lifað hér lengi — sé hér engan veginn /Jauðadæmd að svo komnu. Og eins og Guð- mundur Finnbogason sagði, er engin ástæða til að fremja sjálfsmorð, þó sú vissa sé aug- Ijós, að maður eigi einhvern tíma að deyja. I Að stuðla að viðhajdi íslenzkrar tungu í lengstu lög og leggja rækt við íslenzkar Jistir og bókmentir ætti að vera aðal markmið hins fyrirhugaða þjóðernisfélags Vestur-Islend- inga. *• ■■■» - - - ------- - —■■■ - - ... - Yandamikið verkefni Enginn er öfundsverður yfir því að eiga sæti á friðarþinginu. Þeir örðugleikar eru þar í vændum, sem lítt mögulegt er að gera sér hugmynd um. Að komast að nokkurn veginn viðunanlegum samningum milli hinna ýmsu þjóða. verður yfirgnæfandi vanda undirorpið. I liðinni tíð útheimtu friðarsamn- ingar stríðsþjóða að eins að ráðgast væri Við eina eða tvær þjóðir — nú má heita, að aJheimur leggi fram kröfur, þar allar þjóðir )rá að fá hjartfólgnustu eftirJöngunum full- nægt. Eftirfylgjandi landa nöfn, þó engan veginn sé nafnalisti þessi eins fullkominn og skyldi, er hægt að benda á þessu til sönnunar: Frakkland, England, Bandaríkin, Belgía, Hol- Iand, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Rússland. Finnland, Póllcuid, Serbía, Rúmenía, Italía, EIMSKRINGLA DODD’S NÝRNA PILLUR, góSax fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’e Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða frá Dodd’s Medicine 6o., Ltd, Toronto, Ont. Montenegrq, Grikkland, Spánn, Portúgal. Egiptaland. Indland, Ástralía, Nýja Sjáland, Burma, Síam, Kína, Japan, Brazilía, Chili, Argentína — og sfðast en ekki sízt vort eigið land, Canada. Þjóðir allra þessara landa eru háðar þeim samningum, sem gerðir verða á friðarþinginu. Að þær fari allar af fundi þakklátar og á nægðar, er óhugsandi. Þær þjóðir, sem auð- veldast verður að gera ánægðar, vqrða Bret- land og Bandarikin; kröfum PóIIands, Serb- íu og Rúmeníu verður að líkindum einna örð- ugast að fullnægja. Margar þær kröfur. sem fyrir friðarþingið verða lagðar, eru bygðar á þokukendu her- námi löngu liðins tíma. Af því forfeðumir réðu einu sinni lögum og lofum á tilteknum svæðum, er gengið út frá því sem óhaggan- legu réttlæti, að niðjar þeirra eigi tilkall til þessara svæða til eilífðar. Auðsýnilega get- ur slíkt orðið til þess, að orsaka sundrung og ósamkomulag. Skoðaðist þetta rétt vera, gætu Bretar krafist að fá að halda Washing- ton og Calais, ásamt ótal mörgum öðrum stöð- um dreifðum alt umhverfis “höfin sjö” — því til þess að gera eru þau lönd fá, sem ekki hafa einhvem tíma bergmálað hergöngu- þramm “Tommy Atkins.” Því víðtækari og dýpri sem athugun hvers og eins er, þess sannfærðari hlýtur hann að verða, að það em ekki “pólitisk” landamæri, sem stuðla til varanlegs friðarr heldur breyt- ing til hins betra í mannlegu eðli. Svo lengi sem það viðgengst, að “sá hrifsi, sem meiri er máttar, og hver haldi, sem getur,” verða stríð og stöðug hætta af stríðum. Til þess að fyrirbyggja strjS og styrjaldir, verður að innræta börnunum frá vöggunni þá hugsjón, að blóðugar orustur og blóðsúthellingar squ sú hörmulegasta slysni, sem mannkynið geti hent. En slík mentun verður að vera alheims- víð, eigi hún að hafa tilætluð áhrif; annars geta hinar þroskaðri og siðaðri þjóðir orðið á valdi þeirra þjóða, sem neðar standa. Mörg menning liðinnar tíðar hefir verið keyrð í kaf af tyltum og blóðþyrstum villimanna- lýð, sem til engrar menningar hefir þekt. Þess vegna verður mannkynið í heild sinni að afsegja stríðin, ef þau eiga að líða undir lok.” (Lausl. þýtt.) The Tear. From the Icelandic, of Kristján Jónsson. A blessed, cooling fount thou art, 0, gleaming pearly tear. , Refreshing every human heart. — A balm Where wounds appear. 0, Ieave me not when grief holds sway, Thou tender friend in need. Thus human woes are bome away, Though wounded hearts must bleed. I weep, and feel my hopes restored, — A light from heaven I see. — My tears are numbered by the Lord. — My faith shall comfort me. Jakobina Johnson. WINNIPEG, 15. JANÚAR 1919 Guðm. Magnússon. (Framh. frá 1. bl's.) ar á Akureyri, en nú er þar kaup- maSur. GuSrún er ágætiskona í flesta grein, og var hjónabandiS hiS bezta. Hún lifir mann sinn, en engin börn eiga þau á lífi. Sama haustiS (1898) fluttust þau hjónin hingaS tjl Reykjavík- ur og hafa búiS hér aS staSaldri síSan, oftast viS þröngan kost, einkum á fyrri árum. Hefir GuS- mundur stundaS ýmsa atvinnu: Prentverk, verzlunarstörf, barna- kenslu og jafnvel daglaunavinnu, þegar aS hefir sorfiS. Um tíma var hann starfsmaSur í Islands- banka og síSustu árin hefir hann veriS skrifari í stjórnarráSi Is- lands. Veturinn 1906—'07 brann hús þaS, er G. M. bjó í, viS Þinghoks- stræti. Misti hann þar aleigu sína. Sluppu þau hjón úr eldinum í nærklæSum einum, en handritinu af “Leysingu”, er þá var nýlokiS, tókst honum aS bjarga meS snar- ræSi. Skall hurS nærri hælum, aS þaS afbragSsverk yrSi bálinu aS bráS. — Eftir þetta reisti G. húsiS, er hann hefir búiS í síSan, nr. 1 5 viS Grundarstíg. ÁriS 1909 kom út fyrsta bók G. M. Var þaS ljóSakver, lítiS aS fyrirferS, en stærra aS efni; nefndi hann þaS "Heima og er- lendis”. Þar er . m. k. eitt kvæSi, er sýndi ótvírætt, aS þar var skáld á ferS : “Ekkjan”. SíSan má heita aS hver bókin hafi rekiS aSra. "Is- landsvísur” komu 1903. Er þaS skrautprentaS ljóSasafn meS myndum, er gert hafSi Þór. B. Þorláksson málari. Var bókin prentuS sem handrit í aS eins 1 50 eint., og er löngu uppseld. Þar er innilegasta ættjarSarkvæSiS, sem viS eigum: “Eg vil elska mitt land,” kvæSi, sem sungiS er víS- ast þar, sem söngur er um hönd hafSur, og hvert bam er látiS læra. 1904kom "Teitur”, ljóSa- leikur sögu’egs efnis. Um hann hygg eg ekki sé ofsagt, aS af hon- um væri hvert stórskáld fúllsæmt. Er stórfurSa, aS hann skuli ekki vera uppseldur og endurprentaS- ur fyrir löngu. Mun þaS stafa af því, aS þegar 'hann kom, hafSi leikritaformiS enn ekki náS vin- sældum meS þjóSinni; er menn lærSu aS meta þaS, var “Teitur” tekinn aS fymast. Væri nú full ástæSa til aS hann væri tekinn til athugunar. Vil eg leyfa mér aS vekja athygli listvina á því. Þessum fyrstu bókum G. M. var tekiS misjafnlega, svo sem oft vill verSa um byrjendarit. Islending- ar eru seinir til aS * viSurkenna unga rithöfunda, ekki sízt þá, sem sem ekki hafa efni eSa skólament- un. En tekiS var eftir bókunum og framsýný: menn spáSu góSu fyrir höf. Næst (1905) komu “FerSa- minningar” frá för, er G. M„ fór um Danmörku, Þýzkaland, Sviss og England sumariS 1904. Fékk hann til farar þeirrar 1200 kr. styrk úr landssjóSi. Er þaS fyrsta viSurkenning, er hann fékk frá því opinbera. Bókin er fjörlega skrifuS ferSalýsing, meS skemti- Iegum útúrdúrum um hitt og þetta og skreytt myndum. Mun þaS vera bezta ferSabÓk, sem til er á íslenzku. . Þegar hér var komiS, tók G. M. aS rita sögur undir höfundar- nafninu Jón Trausti. Kom “Halla” 1906 og "Leysing" 1907. Vöktu þær afar mikla eftirtekt, og töldu ýmsir skygnir menn þær taka fram þeim skáldsögum ís- Ienzkum, er áSur voru til. "Borg- ir” komu 1909 í "Nýjum KvÖld- vökum” á Akurevri, en voru gefn- ar út aftur 1911, í vandaSri út- gáfu meS mynd höf. “HeiSar- býliS”, framhald af “Höllu” kom út í fjórum bindum 1908—’ 11 (I. “BarniS”, II. “Grenjaskyttan”, III. “FylgsniS”, IV. “Þorradægur og sögulok”). “Sögur frá Skaft- áreldum” 1912—* 13 (I. Holt og Skáli”, II. “Sigur lífsins”). “GóS- ir stofnar ”1914—’ 15 (I. “Anna frá Stóruborg”, II. “Veizlan á Grund", III. “Hækkandi stjama”. IV. “Söngva-Borga"). “Dóttir Faraós", æfintýri í sjónleik, 1914. “Tvær gamlar sögur" 1916 (I. “SýSur á keipum”, “Krossinn helgi í KaldaSarnesi”). “Bessi gamli” 1918. — Smásögur eftir Jón Trausta hafa komiS af og til í blöSum og tímaritum, og saifnaS hefir þeim veriS í tvö hefti ( 1909 og 1 9 1 2 ). 1 síSara heftinu er sag- an “Þegar eg var á fregátunni”, er ýmsir 'fróSir menn telja bezta smá- sögu á íslenzkri tungu. — Til er efni í fleiri smásagnahefti. Auk þess, sem hér er taliS, hef- ir G. M. ort fjölda kvæSa, og hafa ýms af þeim birzt hér og þar í blöSrnn og tímaritum. Hafa sum af þeim veriS snildarverk. Vil eg leyfa mér aS benda á sem dæmi: "Syngi, syngi svanir mínir” (ÓSinn, jan. 1908), kvæSin í sögunum: “Hækkandi stjarna’V “Söngva-Borga” og "Krossmn helgi í KaldaSarnesi”, og kvæSa- flokkinn: “Konan í Hvzmdala- björgum" (ISunn, jan. 1918). Mikinn fjölda 'kvæSa átti G. M. í handriti óprentaSan, og verSa þau vonandi gefin út fLjótlega. G. M. 'ferSaSist oft upp um fjöll og fimindi í sumarfríum sínum. Hefir hann ritaS nokkrar skemtí- legar lýsingar frá þeim ferSum. Má t. d. minna á “Einsamalí á Kaldadal" (Skímir 1917), "Ei- ríksjökull" (Lögr. þ.á.) o. fl. Nokkrar sögur G.M. hafa veriS- þýddar á erlend mál: dönsku, sænsku, þýzíku, ensku og frönsku. Hefir þeim bvarvetna veriS vel tekiS. En því miSur skortir þann, er þetta ritar, þekkingu til aS greina nánar frá þehn þýSingum og vísa til þeirra. Nokkrar smá- sögur þýddi G. M. sjálfur á dönsku, og er hann veiktist, var hann kominn vel á veg aS þýSa "Veizluna á Grund." Þegar þess er gætt, aS rit G. M. em samin í hjáverkum meS störf- um, sem ýmsum öSmm fullfærum mönnum þykja kappnóg, þá má heita kraftaverk, hversu miklu hann hefir afkastaS. Eg býst viS> — svo aS eg nefni dæmi — aS fæstir IærSir menn — hvaS þá sjálfmentaSir — mundu leika þaS eftir aS skrifa á einu ári aSra eins sögu og “Leysingu”, auk kvæSa og smásagna, vinna jafnan aS handverki 9—10 tíma daglega og bera áhyggjur efnalauss og heilsu- veils stóthugamanns. GeriS ySur' í hugaríund, lesendur góSir, hversu mikla áreynslu og margar vökunætur þaS hefir kostaS. Og dæmiS svo sögur G. M. léttvægar- á eftir--ef þér getiS.. Á seinni ámm háifa ýmsir menn reynt aS slá sig til riddara meS hnútukasti aS G. M. Hann stóS jafnréttur eftir þaS. Enda höfSu ritsmíSar þær dauSadóminn » sjálfum sér, því aS flestar þeirra munu hafa veriS ritaSar af ein- hverri annari hvöt en heilagr* vandlætingciisemi. AuSvitaS viS- urkenna allir þaS, aS gallar ero ýmsir á ritum G. M. En hvaS er tíl gallaluast? Og listamenn ber aS dæma eftir því, sem þeir hafa bezt gert, en ekki eftir meSaltali, og því síSur úrkastinu. Næst hygg eg sanni þaS, sem merkur ritdóm- ari sagSi eitt sinn, aS Jón Trausti hafi “einna mest til brunns aS bera af íslenzkum sagnaðkáldum.” G. M. lagSi gjörva hönd á fleira en skáldskapinn. Þeim hinum mörgu, er komiS hafa heim til hans, munu málverkin hans í ferðku minni. Hann hefir málaS og teiknaS fjölda landlagsmynda, og bera þær sömu einkenni og myndirnar í skáldritum hans: Þær eru skýrar og dregnar af festu og samkvæmni. G. M. var sjálfmentaSur, í bezta skilningi þess orSs. Hann las af- ar-mikiS, innlent og erlent, og kom hvergi aS tómum kofum hjá honum í viSræSum. Enda var hann aSgætinn og stálminnugur. Saga Islands var kærasta viS- fangsefni hans, eins og skáldsög- ur hans, hinar síSari, sýna; var hann þar óbilandi. Vísmdalegt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.