Heimskringla - 29.01.1919, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.01.1919, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JANÚAR 1919 nmsson Eftir Guðmund Finnbogason (“Skírnir” 1905.) Eflaust er víkingaöldin eitt með hinum einkennilegustu tímabilum sögunnar. Hún er öld hins ram- eflda kraftar, er losnar úr læðingi og leitar sér viðfangsefnis. Og hún er öld hins óbundna einveldis hnefaréttarins. '' Goethe segir einhversstaðar: “Þú verður að hækka eða lækka, þú verður að drotna og vinna eða þjóna og tapa, líða eða hrósa sigri, vera steðji eða hamjar.” Á öllum öldum hefir einstakling- urinn átt þessa úrkosti í einhverri mynd, en aldrei hafa þeir verið á- þreifanlegri en á víkingaöldinni. Lífsbaráttan er þar háð með brugðnum sverðum. Yfir einstak- lingnum hvílir ekki verndandi hönd ríkis né kirkju, líf hans og eignir heyra honum ekki ti 1 lengur en hann megnar að verja það, af sjálfs sín ramleik eða með aðstoð ættar sinnar og vina: “Sálin er svo sem að láni samtengd við líkanyinn”, og lánardrottinn er á þeim tímum hver sá, er bolmagn hefir til þess að svifta annan lífi og eignum. Slík öld skapar harðsnúna sókn og vörn. Lífið verður baráttan um það að vera eða vera ekki, tilver- an vígvöllur, þar sem hverjum manni er frjálst að berjast hlífðar- laust til sigurs og valda, einstak- Iingnum engin önnur takmörk sett, en líkamlegur og andlegur þróttur sjálfs hans og þeirra, sem með hon- um vilja ganga í bardagann. Aflið er æðsti dómari allra mála. Eina hlífin, sem einstaklingurinn veit að baki sér á þessum vígvelli, er “frændgarðurinn”, ættin. Hver ætt er sem lifandi heild, lifandi lík- ami. Hver meðlimur ættarinnar veitir öðrum “slíkt sem hönd hendi og fótur fæti.” Sjálfstraust hvers einstaks manns nærist á meðvit- undinni um það, af hvaða bergi hann er brotinn, hve mikið ættin á undir sér. Utan ættarinnar er vináttan eina bandið, og í full- komnustu mynd sinni, fóstbræðra- l^ginu er hún skoðuð sem einskon- ar sjálfkjörið ættarband. Ætt- ræknin og vinfestan er því rík og djúp í víkiogaöldinni. Steðji eða hamar? Það voru úr- kostirnir, og'nú verður sálarlíf vík- ingsins skiljanlegt. Hann finnur aflið vaka í hverri taug. Frásögur um hreystiverk forfeðranna eru neistinn, sem tendrar æfintýra- þrána, farfýsina, löngunina til að fá sig fullreyndan. I bardaganum er um tvent að velja: sigur, fé og frægð eða dauðann, alt eða ekk- ert. Slíkt skapar sálarþrótt og harðfylgi. Undir sverðseggjum er tíminn naumur til umhugsunar; þar er snarræðið lífsskilyrði. Hver ásetningur víkingsins steypist eins og fosS af bergi í hverja taug og stælir hvern vöðva. Þrótturinn vex við hverja raun, og vax- andi afl heimtar því vaxandi raun. Þannig vex ofurhugur og kapp víkingsins við hvern unnirfn sigur. Því rammari sem sjálfsvörnin er, því betur þró- ast hefnigirnin. Ai^ga fyrir auga og tönn fyrir tönn verður óhjá- kvæmileg viðskiftaregla fyrir hvern þann, sem vill halda virðingu sinni óskertri og bægja ágangi ann- ara á braut. Þá eins og nú var auðurinn afl þeirra hluta er gera skyldi. Að hafa auð fjár, var nauðsynlegt hverjum þeim er halda vildi marga menn til fylgdar við sig og halda sig ríkmannlega. Þaðan renna stoðir undir fégirni víkings- ins. En þessir víkiugár, sem fóru “blóðgum brandi” um höf og.Iönd, hjuggu strandhögg og námu nes-( nám hvar sem þeir komu — þeir voru og víkingar í öðrum skilningi; andi þeirra heggur og strancfliögg og nemur nesnám. Augað er hvast, ekki síður en sverðið, það er þróttur í hugsun og ímyndunar- afli, ekki síður en í handleggnum. Andi þeirra var áhrifum umheims- ins vaxinn, hann átti sér þann æskuþrótt er megnaði að skapa athugunum og lífsreynslu búning í orðum, sem aldiranr hafa engu ryði slegið á. Þeir voru skáld. Egill Skalla^rímsson er óskason víkingaaldarinnar. Hjá honum koma fram í fulium þroska öll þau einkenni er nú voru talin: ramm- efldur þróttur líkams og sálar, æf- intýraþráin og farfýsin, ofurhug- urinn, kappið og snarræðið, harð- leiknin og hefnigirnin, fégirnin og harðfylgið í fjárkröfum, ættrækn- in og vinfestan og síðast en ekki síit skáldið, ástin á skáldskap og lotning fyrir honum. Alt þetta sýnir saga Egils svo greinilega, að ekki þarf skýringa við. Egill er ein- raénn andi og harðsnúinn. Hann stendur fastur sem bjarg á óbifan- legri vissu um gildi og rétt sjálfs sín og ættar sinnar gegn öðrum mönnum. Hann er hamar með lífi og sál og fyrirlítur steðjann. Hann er sjálfsvörnin klædd holdi og blóði. Að auka veg sjálfs sín og ættar sinnar og halda hlut sínum við hvern sem er að skifta, að vera bjarg, sem allar öldur brotna á, hvort sem þær eru runnar frá ríkri konungsætt eða annarsstaðar að— það er æðsta boðorð sálar hans. Þess vegna er sókn hans og vörn hiklaus og vægðarlaus. Hann þekk- ir engar efasemdir samvizkunnar. Hann þaff ekki að kvarta með Hamlet: “Samvizkan gerir gungur úr oss öllum og áræðisins hrausti heilsu- litur smábreytist svo í fölleitt hugarhik og athöfn hver, sem heimtar móð og merg, nær eigi framrás fyrir þeirri viðsjá.” Egill sér ekkert út fyrir “frænd- garðinn”. Hjá honum vakir eng- in félagsleg hugsjón. “Almenn hagsæld” er hugtak, sem ónáðar hann aldrei. Gildi iífsins er í hans augum fólgið í viðureign kraft- anna, í sókn þeirra og vörn, og þegar hann er sjálfur úr leik, fyrir elli sakir, og “hvarfar blindr of branda”, þá vill hann gefa silfur- kistur sínar báðar til þess að etja mönnum saman á alþingi: “Ætla ek at láta bera kisturnar til Lög- bergs, þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla ek at sá silfrinu, ók þyki mér undajligt, ef allir skifta vel sín í milli. Ætla ek at þar mundi vera þá hrundingar eða pústrar, eða bærist at um síðir, at allr þing- heimrinn berðist.” Hann telur fé sínu bezt varið, er það fær að vera “rógmálmur”, eins og það heitir í kenningum skáldanna. Um fégirni Egils hefir mikið ver- ið talað, en hún er að nokkru leyti að eins ein hlið á hinni ríku með- vitund hans um rétt og gildi sjálfs sín og ættarinnar. Að missa þess fjár, er maður á tilkall til að lög- um, er að bera Iægra hlut í við- skiftum við aðra menn, en það er synd á móti æðsta boðorði Egils. þess vegna f verður Egill “all- ófrýnn’” er Arinbjörn segir hon- um, að hann geti eigi náð fé því er hann þóttist eiga tilkall til eftir Ljót enn bleika: “Þóttist þar mikils fjár missa, og eigi at réttu.” En á hverju hugmynd Egils um rétt hans byggist, þegar öll kurl koma til grafar, það gægist fram í orð- um þeim er hann segir við Hákon konung, er hann beiðist fulltingis konungs til þess að ná arfi konu sinnar: “£k hefi spurt, at þér setið lög hé» í Iandi ok rétt hverj- um manni. Nú veit ek, at þér mun- uð mik láta þeim ná sem aðra Þykjumst ek hafa til þess burði ok frændastyrk hér í landi at hafa við Atla enn skamma.” Hann telur sig meiri mann en Atla enn skamma og ættgöfgari, þess vegna á hann að ná arfinum. Sami ættar-þóttinn kemur fram, er Egiil dæmir á milli Þorsteins sonar síns og Steinars, þar andar fyrirlitningu að mót- stöðumönnunum, “—því at þú Steinarr ok þit Önundur megut þat vita, at Áni þá land at Grími feðr mínum—”. Og þegar Önundur sjóni hallmælir Agli fyrir gjörðina, segir Egill: “Hugða ek, Önundr, at þú mundir þat vita, at ek hefi haldit hlut mínum fyrir þvílíkum svá mönnum, sem þit erut feðgar.” Réttlætistilfinning Egils er ekki margbrotin. Hún er meðvitundin um vald hnefans. Hamarinn er hamar, í því er fólginn réttur hans til að berja á steðjanum. En þessi rammi víkmgur var skáld. I kvæðum Egils finnúm vér afltök anda hans og heyrum hjarta hans slá. Fyrsta vísan, sem ætla má að Agli sé rétt eignuð, sýnir oss víkingseðlið, sem móðir hans kannast fljótt við. Sú vísa er sem forspil hins dáðríka lífs hans: “Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, «tanda upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar, höggva mann ok annan.” Það er auðséð, hvernjg hugsjónin hrífur drenginn, og þegar hann segir: “höggva mann ok annan’V finnur maður að kraftarnir eru að losna úr böndum í þessu eldfjalli atorkunnar. Vísan er eins og jarðskjálftakviða undan eldgosi. Margar af vísum Egils eru, svo sem vænta mátti, um orustur og víg, eins konar vígahlakk, ósjálfráðar athugasemdir um unninn sigur, or- ustu endurminningar eða þá glymj- ándi herhvöt, t. d.: “Leiti upp til Lundar lýða hverr sem bráðast. Gerum þar fyr setr sólar ^eið ófagran vigra.” Þegar hann minnist fornra afreks- verka sinna, er sem röddin titri af vígamóði, t.d. í vísunni: “Farið hefk blóðgum brandi” eða þessu: “Skiftumk hart af heiftum hlífar skelfiknífum”. Hvergi koma þó brak og brestir or- ustunnar betur fram en í “Höfuð- lausn”, orustu málverkinu, sem Egill þá höfuð sitt fyrir í Jórvík, því annað en almenn orustumynd er kvæðið ekki. Að Eiríkur kon- ungur er á myndinni, er aukaatriði. Egill hefði getað látið hvern ann- an 'hraustan herkonung er vera skyldi “sitja fyrir”, og myndin hefði þó í aðalatriðunum orðið sú sama. Vopnabrakið, vopnaflugið, blóðstrautnarnir, hrædýrin verður heyranlegt og sýnilogt. Hergnýr- inn er leikinn á alla hljóðstafi máls- ins. Þar er “oddaat ok eggjagnat”, “hjörva hlam við hlífar þrcim” o.s. frv. Vopnin fljúga: “Báru hörvar af bogum örvar”; “flugu dreyrug spjör”; “flugu undabý”. Skáldið heyrir blóðið duna eins og straum- harða á: “Þaut mækis á . . . . sús mest of lá.” Svo koma hrafnar og úlfar: “Flugu hjaldrtranar á hræs lanar. Várut blóðs vanar benmás granar, þás oddbreki, sleit und freki, gnúði hrafni á hSfuðstafni.” Slík vísa sýnir fullvel, hve blóði drifið ímyndunaraflið er. Skáld- ið sér blóðstraumana gnýja á goggi hrafnsins eins og öldur á skips- stafni. Það et mikil mannétandi grimd fólgin í hinni föðurlegu um- hyggju, er skáld þeirra tíma bera fyrir líkamlegri velferð úlfa og hrafna. Sá er konungurinn mest- ur, sem beztur er matreizlumaður þessara dýra, og æðsta óskin virð- ist vera sú, að heyra alla úlfa ver- aldarinnar rymja af offylli — af holdi og blóði náungans. Ættræk,ni Egils of föðursorg hefir fengið ódauðlegan búning í Sonatorrek, og skal eg víkja að því síðar, vináttan í Arinbjarnar- kviðu, hatrið í vísunni, er hann biður Eiríki konungi bölbæna. Sumstaðar bregður fyrir hjá Agli skemtilegri kímni og sjálfhæðni. Kímni er í þessu orðalagi: “Glapstígu lét gnóga Goðrekr á mó troðna” og í vísunni, sem hann kveður yfir drykknum, er Gunnhildur og Bárð- ur blönduðu ólyfjani: “Drekkum veig seha viljum vel glýjaðra þýja, vita hvé oss of eiri öl, þats Báröðr signdi.” Þar er hann glotti í kampinn að signingu Bárðar og um leið rennir hann hýru auga til stúlknanna, “vel glýjaðra þýja”. Að Egill hafi kunnað tökin á kvenfólkinu, sýnir líka sagan um þau dóttur Arnfiðrs jarls., Egill ^veit vel, að hann er ekki smáfríðdr og hendir stundum gam- an að því: “Erumk Ieitt, þótt ljótr sé, hjalma klett, hilmir, þiggja”. Hann drepur á hið saiha í Arin- bjarnarkviðu: “Né hamfagrt höldum þótti skaldfé mitt at skata húsum, þás úlfgrátt við Yggjar miði hattar staup at hilmi þák.” I viðureigninni við Ljót enn bleika kveður han: “Vábeiðan ferr víðann vail fyr rotnum skalla” og kemur þar vel fram á aðra hlið fyrirlitning fyrir Ljóti og sjálf- kímnin á hina, er hann kallar sig “rotinn skatla”. Egill vissi vel hvers virði hausinn var, og gat því einkar-vel staðið sig við að henda gaman að ytra útliti hans. Einkenni hvers skálds koma skýrast fram í meðferð efnisins, í búningi hugsananna, forminu. “Þat berk út ór orðhofi mærðar timbr máli laufgat” segir EgiII, og þessi mynd einkenn- ir vel skáldskap hans. Yrkisefnið, “mærðartimbrið” skapar sér sjálft málbúning, eins og lifandi tréð laufgast og ber blóm. Gróðrar- magn hugsunarinnar færir líf í hvern frjóanga málsins, og víða finst mér orðin bera það með sér, að þau séu nýsprottin, mér finst eg heyra þau vaxa af hugsun skálds- ins. Svo er t.d. byrjunin á Arin- bjarnarkviðu. Annað sem ein- kennir mál Egils er hinn sterki hljómur, hreimur hins skíra máls. Höfuðlausn er gott dæmi þess. Athugun Egils er skörp, hann sér hlutina arnhvössu auga og sýnir oss aðal drættina eins og höggna í steininn: “Digr fló, beint meðal bjúgra bifþorn Ketils rifja.” Hér standa allar línur skýrt, og orðið “bifþorn” lýsir spjótinu bet- ur en mörg orð. Hugsun Egils er skýr og rökföst. Kemur það ekki sízt fram í vali og meðferð kenn- inganna, í samræmi orðanna, er Hkingu mynda. Lýsingar Egils eru ekki spéspeglar, hlutirnir halda öll- um hiutföllum sínum óbrjáluðum í skuggsjá málsins: “Vasa tunglskin trygt at líta, né ógnlaust E i r í k s b r á a, þás ormfránn e n n i máni skein a 1 1 v a 1 d s ægigeislum.” Séu orðin, sem auðkend eru, tekin burt, þá er að eins eftir náttúrulýs- ing, lýsing á tunglskini, en þegar þau eru með, fær lýsingin alt ann- að gildi. Tunglskinið verður ægilegt, því nú er það “bráatungl- ið”, “ennimáninn”, sem stafar ógn- um og hatri frá sál til sálar. Hér er gott dætni þess hvernig skáldið getur notað kenningarnar til að hefja í æðra veldi það sem hann lýsir, stækka það eða setja í stór- felda umgjörð. Augnaráð Eiríks verður tröllslegra í þessu tun^l- skinsgervi, andihn sem í því spegl- ast ferlegur og dularfullur svo sem náttúruöflin sjálf. Þegar Égill segir: “Atgeira lætk úrar ýring of grön skýra” (eg læt hornaregnið — ölið — streyma í skúrum um varir mér), þa verður drykkjan stórfengilegri. Að Egill drekkur, það er í rauninni eins og þegar gróðrarskúr kemur yfir þyrsta jörðina, og sjálfsagt hefði honum þótt góð gríska vís- an: “Drekkur jörð, drekkur eik hana, drekkur vatnsföll hinn voti sær, sól drekkur sjó / en sólu máni. Hví mér þá vinir v varna drykkju?” En eins og skáldið getur, svo sem nú Var sýnt, brugðið sjónauka kenninganna yfir hlutina.i þannig á hann sér og smækkunargler. I því verður jörðin að “vjndkers víðum botni”, eins og dálítill kvar- tilsbotn, sem Egill hampar á Jófa sínum og rennir augum yfir. Sjór- inn verður “eynegld jarðargjörð”. Skáldið, sér eyjarnar eins og nagla hausa í belti jarðarinnar. I þessari óviðjafnalegu líkingu virðist mér koma fram “smiðsaugað”, sem Egill hefir eflaust haft frá ætt sinni; því bregður oft fyrir í lík- ingum hans, t. d.: t “Erumk auðskæf ómunlokri magar Þóris mærðarefni.” (mér veitir létt að hefla yrkisefni Þórissonar með raddheflinum). Og í vísunni: “Þel höggr stórt fyrir stáli”, verður vindurinn jötunn (“andrær jötunn vandar ), sem heggur hafið “út með éla meitli” og hamast að sverfa “með gust- um” stál (stefni” og brand skips- ins. Skarpleiki hugsunarinnar og þróttur kemur og fram í því hvernig Egill notar andstæður til þess að auka áhrifin. Þetta kem- ur vel fram í Arinbjarnarkviðu: “Emk hraðkveðr hilmi at mæra, en glapmáU of gleggvinga, opinspjallr of jöfurs dáðum, en þagmælskr of þjóðlygi. Skaupi gnægðr skrökberöndum, emk vilkveðr of vini mína.” Og þegar hann hefir lýst Arinbirni, sýnt hvernig hann reyndist “tryggr vinr , heiþroaör hverju raói , “knía fremstr”, “vinr þjóðans es vætki tó” (laug ekki), þá bætir hann við: “Munk vinþjófr verða heitinn ok váljúgr at Viðars fulli, , hróðrs örveðr ok heiftrofi, nema þess gagns gjöld of vinnak”, og tekur þannig upp í réttri röð þá eiginleika, sem gagnstæðir eru þeim sem hann hefif taíið Arin- birni til hróss. Á því hvernig Egrll lýsir Arin- birni, sjáum vér hverjir þeir eigin- leikar eru, sem hann dáist að. Þeir eru: vinfesta, ráðsnild, sann- leiksást, vald og ættgöfgi, auð- legð og örlæti á fé, án þess þó að þola þjófum ágang (“sökunautr of sona hvinna)),, hylli guðanna (“goðum ávarðr”). Þar sem hann segir að enginn hafi farið tóm- hentr frá Arinbirni “háði leiddr né heiftkviðum”, bregður snöggvast fyrir næmri mannúð. Eitt einkenni Egils er það, að hann getur látið lítið atvik, hálft orð, sýna það sem annars þyrfti langt mál til að lýsa. Orðið er sem elding, er bregður snöggvast birtu yfir atburðina, t.d.: “Drótt djarfhött * of dökkva skör.” Að vísu fæst “djarfhöttr” ekki í búðunum, að^ vísu er orðið erfitt að útlista, sem kemur af því hve djarftæk hugsun Egils er, og þó er það aðdáanlegt. Með því sýnir skáldið í einni svipan hvernig á stóð, eins og góður leikari getur sýnt skap sitt og ástancf alt með því hvernig. hann setjir upp höfuð- fatið. Af sama bergi er það brot- ið, þegar Egill segir að raenn “munu þreifa bragarfingrum” um skáldskap hans, eða talar um “L '*£ ” hroör “of bratt stiginn bragarfótum”. Víða er sem Egill tali í spakmæl- um. Orð hans hafa sama svip og beztu spakmælin: þau taka atvik, sem liggur fyrir hvers manns aug- um og enginn sér neitt merkilegt við, og láta þetta atvik sýna ein- hvern víðtækan sannleik. Spak- Tngeli eins og t. d.: “Sjaldan er ein bára stök”, “Tveir harðir steinar mala sjaldan smátt”, “Á þvengjum læra hvolparnir að éta” o. s. frv. hafa það sarrteiginlegt, að þau gafa í skyn miklu víðtækari sann- leik en orðin sjálf hljóða um. Þáu eru eins og sjónarhóll með útsýn yfir miklu stærra svæði en þau sjálf ná yfir. Af þessu tagi eru orð orð Egils, þar sem hann lýsir ör- læti Arinbjarnar svo: “Þat hann viðr es þrjóta mun flesta menn, þótt fé eigi. Kveðka skamt meðal skata húsa, né auðskeft almanna spjör.” Að Arinbjörn lætur engan synj- andi frá sér fara, það verður enn aðdáunarverðara, þegar skáldið sýnir oss örðugleikana í mynd, sem tekin er beint út úr hversdagslíf- inu: Það er langt milli bæja öðl— inganna og það er ekki auðskeft hvers manns spjót. — Sem dæmi þess, hvernig Egill getur lýst and- legum athöfnum með líkingu úr ís- lenzku sveitalífi, skal eg taka nið- urlag Arinbjarnarkviðu, sem oft er vitnað til: “Vásk árvakr, % bark orð saman með málþjóns morginverkum hlóð lofköst, þanns lengi stendr óbrotgjarn í bragartúni.” Hér er í rauninni mynd af bóndan- um, sem fer snemima á fætur og hamast að taka saman, bera í stakka o.s.frv. En gegn um blæju líkingarinnar eygjum vér annað óg æðra starf, vér sjáum skáldið yrkja ódauðlegt kvæði um vin sinn. Og er ekki þetta traustasta einkenni hins sanna skálds, að geta notað hið hversdagslega og al- genga sem lifandi tákn og boðbera nýrra og óvæntra hugsana? (Niðurl. >nsest.) Mórauða Másin ►e» U(i cr bráðan feagh of settn þeir, m riljo eifttst békhu, að aeaái e» pietM síu kh fyrot Keat- ■r Sf ewt. Seaá páatfrCtt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.