Heimskringla - 12.05.1920, Side 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. MAl, j 920.
HEIMSKRINGLA
<St«faa« 188«)
Kemur út k hverjum Mlflviku4e«i
mgefendur og elgendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerC blaísins í Canada og BandaríkJ-
unum »2.00 um 4rib (íynrfram borgab).
Pent tif l?iandB $2.00 (fyrirfram borga*).
Allar borganir sendirt ráS.imanni Wa$l-
ins. Póst eba barka ávísanir stílist tll
J The Viking Presj-, Ltd.
Ritatjóri og ráÓsmaSur:
GUNNL. TR. JÓNSSON
Skrlfstafa I
7» SHERBROOKK STRKKT,
P. Baz 8171 TaUlnsl Garry
bair-.miTT.iir. ~~~~ ii... —~
WINNIPEG, MANITOBA, 12. MAI, 1920.
Framboð.
Kosningar til Manitobaþingsins eiga að fara
fram mánudaginn 5. júlí, að því er blaðið
Winnipeg Tribune fullyrðir. Það blað er
Norrisstjórninni mjög nákomið, og mun því
mega gera ráð fyrir að því sé nokkurnveginn
kunnugt um fyrirætlanir hennar í þeim efnum,
og að 5. júlí verði hinn fastsetti kosninga-
dagur.
Til kosninganna eru eftir því tæpar 8 vik-
ur, og ennþá gengur alt með friði og spekt á
stjórnmálasviðinu, eða sem næst því.
Þingmenskuframboð eru allmörg komin á
dagmn, og gífa þau til kynna, sem parga
grunaði áður, að fimm flokkar taki þatt 1
kosningunurn, og er það stór breyting frá því
sem áður var, er flokkarnir voru aðeins tveir.
Verkamanríaflokkurinn og óháðir bændur, þ.
e. a. s. þeir bændur, sem ekki vildu hlýta sam-
þykt bændafundarins um hlutleysi í kosning-
unum, hafa gert kosningasamband, að því er
verkamannablaðið Labor News fullyrðir, og
ætla hinir sameinuðu að hafa 15 þingmanns-
efni á boðstó'.um utan Winmpeg. Sagt er og
að Laurierliberalar muni reyna ti! að komast
inn í þetta bandalag, svo hér verður því að
ræða um pólitíska þríeining, og mun F. J.
Dixon að sjálfsögðu verða leiðtogi hennar, og
að þríeiningin vinni kosningarnar getur naum-
ast leik’ð nokkur vafi á, úr því Voröld hefir
básúnað Dixon sem næsta stjórnarformann
Manitobafylkis- Voraldarmaðurinn hefir löng-
um reynst sannspár í kosningum. Vér mun-
um eftir því við sambandskosningarnar 1917,
að hann sagði að “Unionistar” kæmu ekki að
nema 6 þingmönnum í öllum Vesturfylkjun-
um. Þeir komu að 55 af 57, ölluna nema
tveimur.
Norrisflokkurinn mun reyna að hafa all-
flesta sína gömlu þingmenn aftur í kjöri, þó
ótrúlegt sé, því ekki hafa sumir þeirra reynst
svo uppbyggilegir á þingi. En þeir hafa
reynst þægir, greyin, að einum eða tveimur
undanskildum. Og auðsveipnir þjónar eru
altaf ákjósanlegri í augum stjórnarinnar, en
sjálfstæðir menn. Um tvo þingmenn hefir
heyrst, sem ekki verða í kjöri að nýju; er ann-
ar þeirra Hon. A. B. Hudson, fyrrum dóms-
málaráðgjafi og einn allra mikilhæfasti maður.
stjórnarflokksins. Hinn er Geo. Prout, fyr-
erandi þingmaður Selkirkinga. Hann komst
í ónáð hjá virðulegum Ed. Brown út af sveita-
lánfélögunum, og svo hefir honum verið þrýst
út í hin yztu myrkur, þaðan sem heyrist grát-
ur og gnístran tanna pólitískra auðnuleys-
ingja.
Conservativaflokkurinn mun útnefna að
nýju þingmennina frá síðasta þingi. Þó
kváðu sumir conservativar ekki sem bezt á-
nægðir með P. A. Talbott, sem var þingmað-
ur fyrir La Vandryer kjördæmið. Hann var
kosinn á þing sem liberal, erí snerist á móti
Norrisstjóminni þegar á fyrsta þingi og gekk
yfir til conservativa, og hefir reynst einn allra
nýtasti maður þeirra í þinginu- Teljum vér
það iíla farið, ef honum verður bægt frá út-
nefr.ingu, en sKkt mun naumast gert þegar til
kastanna kemur. ^
Leiðtogi conservativa, R. J. Willis, býður
sig fram í Turtle Mountain kjördæminu, og á
hann þar kosningu vissa. Kjördæmið hefir
frá alda öðli sent conservativa á þing, að und-
anskildu síðasta kjörtímabili, er það fyrir öf-
ugstreymi viðburðanna valdi einn af dindlum
Norrisstjórnarinnar. En kjósendur eru nú
orðnir fullsaddir á honum, eins og geta má
nærri, og Mr. Willis mun eiga lítillar mótstöðu
að vænta. Hann á heima í kjördæminu, er
þar stórbóndi, og manna vinsælastur. Bænda-
ffokkurinn hefir engan í kjöri í þessu kjör-
dæmi, að því er fullyrt er.
Hon. Tobias C. Norris sækir, eins og áður, í
Lansdowne kjördæminu. Hefir það sent
hann á þing í 28 ár, að einu kjörtímabili und-
anskildu. Var það við kosningarnar 1903,
áð 'hann féíl fyrir manni þeim, er Dr. Hicks
heitir. Nú hafa conservativar fengið þennan
sama Hicks til að hjóða sig fram á móti Norris
að nýju, og þykja miklar líkur til að doktor-
inn muni hafa betur, því hann er mjög vinsæll
í kjördæminu. Hann er bæði læknir og
bóndi, og hefir átt þar heima í 30 ár. Aftur
hefir fylgi Norrisar farið þverrandi þar síðari
árin.
I Brandon verða þrjú þingmannsefni í
kjöri- Stephan Clementz fyrrum þingmaður,
af hálfu Norrisarflokksins, séra A. E_Smith af
hálfu verkamanna og Kirckaldy hershöfðingi
af hálfu conservativa, og mun hann eiga kosn-
ingu nokkurnveginn vísa, enca hefir kjör-
*dæmið Iengstum verið conservative. Clementz
varð nafnfrægur fyrir það að honum tókst að
fella Sir James Aikins við kosningarnar 1915,
en á þingi hefir lítið þött til hans koma, og eru
Brandonmenn honum sárgramir fyrir það að
hann skyldi ekki innvinna sér ráðherratign á
kjörtímabilinu, því áður hafa þingmennirnir
frá Brandon verið ráðherrar, svo sem Sifton
og Goldwell.
I Portage Lr Prairie eru conservativar mjög
vongóðir um sigur. Þeir hafa venjulega ver-
ið þar áður sigursaelir. Hon. Arthur Meighen
er sambandsþingmaður kjördæmisins og á þar
heimili. Einnig Hon. Hugh Armstrong, er var
fjármájaráðherra fylkisins um mörg ár. I
Portage La Prairie féll Hon. Edward Brown
tvívegis, er hann var leiðtogi liberala hér í
fylkinu. Misti hann af því leiðtogaheiðurinn,
sem féll svo á Norris. Þessu reiddist hinn
virðulegi Edward svo mjög, að hann ílutti sig
- búferlum úr bænum og h’efir aldrei komið þar
síðan. Sá heitir McPherson, sem var þing-
maður kjördæmisi»s síðastliðið kjörtímabil.
* Hann er Norrisarmaður, en með þeim beztu.
Samt eru Mlar líkur til að hann falli við kosn-
ingarnar, því conservativar hafa fyrirtaks
mann á móti honum; heitir sá F. C. Taylor,
heimkominn hermaður pg lögmaður- Fylgja
heimkomnir hermenn honum einhuga, og fylgi
þeirra leiðir til sigurs. |
I kjördæmunum Emerson, Gladstone, Eth-
elbert, St. Andrews, Rockwood, St. Clement,
Beautiful Plains, St. George og Gimli, verða
þrjú þingmannsefni- í kjöri, eftir því sem nú
horfir. Hefir þríeiningin, bændur, verkamenn
og Laurierliberalar,- samþykt að hafa þing-
mannsefni í öllum þessum kjördæmum, og svo
hafa bæði conservativar og Norrisflokkurinn
einnig þar sína merkisbera. Mun því verða
harðsóttur Ieikurinn þegar kemur fram undir
kjördaginn, og tvísýnt hverjir muni bera sigur
af hólmi, þó ait bendi til að conservativar
muni græða við þessa þrískiftingu, þar eð
þeirra flokkur er óklofinn, þar sem aftur á
móti Norrisflokkurinn og þríeiningin kljúfa
liberalflokkinn gamla.
Það eru 5 kjördæmi utan Winnipeg, sem
Islendinga gætir að nokkru í. Tvö þó sér-
staklega, Gimli og St. George. Hin þrjú eru
Cypress, Mountain þar sem Argylebygðin ligg-
ur í, og St. Andrews, þar sem Selkirk er.
Hverjir verða útnefndir í þessum kjördæmum
er ennþá ekki víst, nema hvað Norrisflokkur-
inn mun hafa sína gömlu þingmenn í öllum
þessum kjördæmum nema St. Andrews. I
Gimli verður Gallinn Ferley aftur í kjöri, og er
sagt að þríeiningin muni punta sig með Gesti
Oddleifssyni eða Voraldarmanninum. Hver
verður í vali frá conservativum er óvíst enn.
I St. George kjördæminu verður Skúli Sig-
fússon merkisberi Norrisarflokksins, og séra
Albert Kristjánsson þríeiningarinnar- Von-
andi útnefna conservativar þriðja landann
svo landinn fái að reyna sig fyrir alvöru.
Conservativum ætti að vera í Iófa lagið að
vinna kjördæmið, ef góðum manni væri á að
skipa, þar sem andstæð.’ngarnir eru tvíklofnir-
Hér íWinnipeg munu conservativar, verka-
mannaflokkurinn og Norrisarflokkurinn hafa
10 frambjóðendur hver, Laurierliberalar 2 og
hin sameinuðu pólitísku kvenfélög einn kven-
mann. Stjárnarflokkurinn hefir alla sína
gömlu þingmepn, að Hon. A. B. Hudson und-
anskildum, í kjöri, með Hon. Thos. H. Johnson
í broddi fylkingar. Conservativar hafa enn-
þá ekki samið framboðslista sinn, en nokkurn-
veginn áreiðanlegt mun vera, að á honum
verði þessi nöfn meðal annara: W. J. Tupper
K. C., John T. Haig, Mrs- James Munroe og
R. E. Levinson. Karlmennirmr þrír eru mik- |
ils metnir lögmenn, sem allir hafa látið mikið
til sína taka í stjórnmálum áður, þó ekki hafi
á þingi setið nema Haig einn. Hann muir
mega telja með allra mælskustu mönnum þess-
arar borgar og hinir tveir standa honum lítið
að baki í þeim efnum. Mrs. Munroe hefir mik-
ið látið til sína taka í opinberum málum. Hún
e, hámentuð kona, vellátin og sönn þingprýði.
Conservativaflokkurinn verður þannig líklega
eini flokkurinn, sem hefir konu meðal fram-
bjóðenda sinna, og sýnir það bezt heillyndi
hans við kvenréttindamálið fram yfir hina að-
alflokkana. Hin sameinuðu kvenfélög hafa
útnefnt konu þá, er M*s. Holiinger heitir,, en
ívaða pólitfska lit hún muni hafa, vitum vér
ógerla, og erum í vafa að hún viti það sjálf.
Ckulum vér því kalla hanji óháða, jafnvel þó
hún sé gift.
Um mánaðamótin er búist við að útnefn-
ingar verði um garð gengnar, og þá fyrir al-
vörti byrjar kosningabardaginn- Hversu mörg
þingmannsefni verða í vali, er óvíst, en allar
líkur benda til að þau verði ekki mikið undii
150, svo úr nógu verður að velja — bæði
góðu og slæmu.
Landamissir Þjóð-
verja.
Friðarsamningarnir hafa sneitt lendur all-
miklar af Þjóðverjum, og nú mun nokkurn-
veginn fastákveðið hverjar þær eru. því at-
kvæðagreiðslan hefir farið fram í þeim héruð-
um þar sem svo var ákveðið að hún skyldi
ráða framtíðar yfirráðum þeirra, svo sem
Sljesvík og Efri-Seliciu. Aftur voru það önn-
ur héruð og nýlendur, >em friðarsamningarnir
beinlínis tóku af Þjóðverjum, án þess að Iáta
ganga til atkvæða íbúanna, enda á allra vit-
orði að flest þau héruð vildu fegin undan
Þjóðverjum losna.
En hér skal með nokkrum orðum getið
þeirra landsvæða, sem Þjóðvenar hafa orðið
á bak að sjá, og hvei jir þau hafa hlotið.
Þýzku nýlendurnar hafa flestar Icnt í hönd-
um Breta, svo sem Suðaustur-Afríka og eyj-
arnar í Kyrrahafinu. Belgía hefir og fengið
dálitla sneið af Austur-Afríku, sem t'lheyrði
Þjóðverjum áður. En flestar eru nýlendur
þessar lítils virði, í samanburði við héruðin
sem Þjóðverjar urðu að missa heimafyrir.
Að vestanverðu hafa Þjóðverjar misl Al-
sace Lorraine, eðo EIsass-Lothringen, sem
þeir tóku af Frökkum 1871. Eru tæpar 2
miljónir íbúa í fylkjunum og margar iðnaðar
og verzlunarborgir, svo sem Colmar og Strass-
'burg í Elsass og Metz í Lothringen. Einnig
hafa Frakkar fengið kolahéruðin við Saar-
ána, en Saardalurinn á þó að vera undir sér-
stakri stjórnarnefnd er alþjóðasambandið
skipar, og er R. D. Waugh, fyrrum borgar-
! stjóri hér í Winnipeg, einn í henni. Eftir 15
j ár skal þó gengið til atkvæða í Saarhéruðun-
um, um hvort þau vilji hverfa til Þýzkalands
aftur eða láta sifja við það sem komið er.
Belgía hefir fengið héruðin Malmedy og Eu-
pen, sem láu að Iandamærum hennar; en bæði
eru héruð þessi smá og fátæk að landkostum.
Að norðanverðu hafa Þjóðverjar mist
norðurhluta Sljesvíkur til Dana- Er það í
rauninni miklu minna en ráðgert var í fyrstu,
því þá átti öll Sljesvík að ganga til Dana, en
atkvæðagreiðslan gaf Dönum aðeins norður-
hlutann, og við það situr. Hafa þau héruð
nú verið afhent Dönum formlega, og þeir tek-
ið þar við völdum.
Miklar breytingar hafa orðið á austurhluta
ríkisins. Borgin Danzig við Eystrasalt ásamt
allstóru Iandsvæði, hefir verið gerð að sjálf-
stjórnarborg með sérstökum hlunnindum fyr-
ir Pólverja. Verður borgin aðal hafnarborg
þeirra og verzlunarstaður. Þá fær Pólland
i stórt landsvæði, sem nær alla leið norður að
Eystrasalti vestan við Danzig. Auk þéss hef-
ir Pólland fengið Austur-Prúseland svo að
kalla alt saman með borginni Königsberg.
Einnig Posen, Efri-Sileciu og drjúga sneið af
Vestur-Prússlandi. Alls hefir PóIIand fengið
48 þúsundir fermílna af landi frá Þjóðverjum,
með 6 miljónum íbúa. Að Efri-Sileciu und-
anskilinni voru lendur þessar gefnar Pólverj-
um í friðarsamningunum. 1 Efri-Sileciu aftur
á móti fór fram atkvæðagreiðsla um það
hvort íbúarnir vildu heldur fylgja Þýzkalandi
eða Póllandi, og kusu þeir Pólland með mikl-
um atkvæðamun.
Ákvæði friðarsamninganna um að innan 14
daga frá undirskrift þeirra, skyldi þýzkur her
og þýzk yfirvöld hafa rýmt þessi svæði, hefir
ekki verið greiðlega framfylgt. Hafa Þjóð-
verjar komið með ýmsar vífilengjur og vafn-
inga; en nú mun' þag mega heita að þessi
landsvæði, sem þeir hafa orðið að missa, séu
nú komin að fullu og öllu undir yfirráð sinna
nýju stjórnara.
Til skýringar er rétt að geta þess, að flest
þau héruð, sem Þjóðverjar hafa mist, hafa
þeir áður unnið undir sig, og eru því ekki
þýzk að uppruna, þó þýzk áhrif og áþján hafi
breytt þeim að miklu, eins og skiljanlegt er.
íslénzk glíma.
Vér ætlum ekki að fara að skrifa langt mál
um íslenzka glímu, þó það í sjálfu sér væri
vd við qigarídi, núna á þessum tímum ííþrótta
og fræknleika. En gallinn er sá að vér erum
þar veikir fyrir.
En það, sem vér vildum mninast á, er ís-
lenzka gKman á Olympiuleikjunum-. Heim-
an af Islandi fer flokkur íþróttamanna, til þess
að sýna þessa frægu íþrótt þjóðar vorrar.
En þeir hafa við engan að keppa,
verða aðeins að sýna bændaglímu
sín á milli, og það getur naumast til
þess orðið að gera glímuna að al-
heims íþrótt, sem í sannleika væri
æskjandi.
En hér vestra eru margir góðir
glímumenn, og að því er vér vit-
um bezt, er hér í Winnipeg glímu-
íélag, sem iðkar glímur annað veif-
.ð að minsta kosti. Væri nú ekki
þjóðráð fyrir glímufélagið eða
aðra glímugarpa vora, að reyna að
koma ár sinni þannig fyrir borð, að
héðan yrði flokkur íslenzkra gh'mu-
manna sendur til Olympjsku leikj-
anna til þess að keppa við glímu-
inennina að heiman. Með þeim
hætti kæmist íslenzk glíma inn í
íþróltasamkepni landanna og yrði
þjóð vorri til heiðurs og frægðar.
fþróttasambandið hér í Canada,
sem hefir mest með það að gera að
senda íþróttaflokka héðan á 01-
ytnpisku leikina, mundi engan veg-
inn ófáanlegt til þess að senda
þangað glímuflokk, ef hægt væri
að sannfæra það um, að hugur
’fylgdi máli af vorri hálfu, og að
hinir vestur-íslenzku glímumenn
væru meira en nafnið tómt.
En til þess að þetta geti Iátið sig
gera, yrði fyrst og fremst að
mynda glímufélög hér og þar. Þessi
glímufélög yrðu svo að keppa sín
á milli, að það sem hlutskarpast
yrði væri svo sent til þess að keppa
við landana að heiman á Olympisku
leikjunum. *
í ár er þetta að öllum líkindum
orðið of seint. En væri ekki þessi
hugmynd framkæmanleg í fram-
tíðmni?
IFlbODD’S
ÍKIDNEY
Dodd’s Kidney PiUs, 50c askjan,
eða sex öskjur fyrir $2.59, hjá öll-
um lyfsöium eða frá
The DODD’S MEDICINE Co.
Torouto, Ont.
kaups, því fyrir allan sinn mikla
auð getur hann ekki fengiS Magn-
ús til aS ganga aS eiga dóttur
sína, og svo deyr hún úr ást og
Magnús giftist Violet sinni.
Þetta er þráSur sögunnar. AuS-
vitaS ikoma margar aSrar persónur
jþ'ar viS, eins og geta má nærri, í
bók sem verSa mun hátt á sjötta
hundraS blaSsíSur. Þar er Helgat
! systir Magnúsar, góS og gáfutS
stúlka og Thorkell Nordland lista-
; maSur og vinur Magnúsar. Dr»
! Swain Junnis Ýoung o. fl. o. fl., er
! höf. dregur upp undraverSar lýs-
ingar etf. % r
En til þess nú aS lesendur
Heimskringlu geti fengiS svolitla
hugmynd um bókmentagildi sög-
unnar, setjum vér hér nokkrar lín-
ur úr 39. kaflanum:
Islenzk glíma er einhver sú feg-
| ursta íþrótt, sem til er, og það er
ræktarleysi við gamla Frón að
halda henni ekki uj^pi hér vestra
meira en gert hefir verið.
Vestur-íslendingar unnu sér
heimsfrægð fyrir skautaíþrótt sína j
á Olympisku leikjunum í ár. Þeir
gætu gert þa&sama í glímu-íþrótt-
inni.
----------x---------
Jóhannes Stefánsson.
Violet opened her arms, andf
with sobs that shook all her frcime
—sobs akin to those when Magnus
parted from her in Trapson’s
house, she knelt down and pro-
nounced her finale obtestation to
him but which were indistinct and
'broken by her immense tremor.
“I could not say good'bye to you
as you once said to me. I can not
part with you, even death could
not make me.”
• Hér í blaðiriu birtist nýlega
grein undir nafninu “LárviSar-
skáldiS”. HljóSaSi hún um Jó-
hannes Stsfánsson og sögu hans
“Love and Pride”, sem nú er í
prentun, en sem hann hefir veriS
aS fá áskrifendur aS víSsvegar um
islendingabygSir, til þess aS geta
sVaSiS straum af útgáfukostnaSin-
um. Greinin er nokkuS harSorS
í garS Jóhannesar, en hvort hún
heifir veriS á rökum bygS eSa ekki
eiga eftiTfarandi línur aS sýna.
Jóhannes kom meS nokkurn
hluta sögunnar á skrifstofu vora,
til þess aS vér gætum sjálfir dæmt
um bókmentalegt gildi bókarinnar.
SagSi hann oss einnig söguþráðinn
og færSí oss heim sanninn um aS
hér erum óvenjulega skáldsögu aS
ræSa, frábrugSna því sem venju-
lega er aS sjá á sviSi skáldsagn-
anna.
Söguhetjan er Islendingur,
Magnús Magnússon aS nafni.
Hann hofir komiS ungur til þessa
lands, og gengur sagan út á aS
lýsa því, hvernig hann berst hér til
frægSar og frama. Sérsítaklega
gerir höfundurinn sér far um aS
lýlsa sálarlífi hans og ástamálum.'
Tvær stúlkur elska Magnús en
hann aSeins aSra þeirra. Heitir
hún Violet og er aif góSu hérlendu
ifólki komin. En snurSa kemur á
ástarþráSinn, og í því millibils-
ástandi fær Lady Geraldine Max-
well, dóttir auSugasta mannsins í
Manitoba, brennandi ást á Magn-
úsi og biSur hans í fyrsta sinn sem
hún sér hann. En þó hún sé fork"
unnar fögur, hámentuS og stórrík,
þá fær hún ekki snúiS Magnúsi til
ásta viS sig. Hann ann Viölet
sinni stöSugt, þrátt fyrir alt og alt,
og hvorki auSur, fegurS né upp-
hefS fá því breytt. Sir Maxwell.
sem á 50 miljónir dala, og er faS-
ir þessarar fögru meyjar, sem baS
Magnúsar, og sem segir aS pening- J
ar sínir séu almáttugir og geti veitt j
sér og sínum alt, kemst aS raun um |
þaS aS Isfendingurmn er ekki til
Now Magnus had to answer, he
I looked up and their eyes met cin<f
his look at her form so prostrate
with despair, she never forgot.
i here was in it such infinite hope-
lessness, agony and suffering as to
render its reminder. She never
saw sorrow so woefully portrayed.
But he was even then determined
to keep his resolve. “I told you
the time might come when you
would test my love as I did yours,
your love fai'led, why not mine>
But whether I now love you or not,
makes no difference. When Vfe
parted I told you that the time
might come when you would
kneel before me and offer me your
cowardly hand again, and I also
asked, ‘But wi‘ll I be ready?’ Now
I am not ready, I am not going to
accept your overture. I will never
accept the hand of her that desert-
ed me, when I needed human
symphaty most, when I so craved
for a oheering soul and a heart thait
felt for my lonely life. Beföre I
met you, I never ‘knew what it was
to be forsaken, ibut ever since we
parted I have ibeen forsaken —
absolutely forsaken. You elected
to leave me to my fate, I have el-
ected to remain alone. If you had
followed me ‘out into the cold, the
dark and the uncertain’, we Would
have been a happy couple now, if
yqu had by so doing, participated
in my struggle for independence,
you could have cherished its fruits
with me, but you did not such
thing, you have proved to be an
unsteady, wavering and cowardly
weaklling, unfit for a strong and
steady man as I am, consequently
it is below my pride to receive you
now with open arms, I am obliged
to spum you away from me now,
and leave you to the abundance
you have always enjoyed in your
father’s home. I succored him
from bankTuptcy, and I will see to
that you never suffer from want,
but that is the limk of my inborn