Heimskringla - 26.05.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.05.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MAl, 1920. WINNIPEG, MANITOBA, 26. MAI, 1920. Fjárlagafrumvarpið nýja. Þann 18. þ. m. lagði fjármálaráðherrann nýi, Sir Henry Drayton, fram frumvarp til fjárlaga fyrir yfirstandandi fjárhagsár. Er svo sagt að hekkir þingmanna nafi verið al- skipaðir og svo áheyrendapallar einnig. Lék öilum hugur á að heyra hvernig hagur landsins stæði, og hvaða tillögur hinn nýi ráðherra kæmi með. Allir vissu að skuldir voru miklar áhvílandi, er hið undanfarna stríð hafði haft í för með sér. Þá hafði og heyrst, að eigi mundi ríkinu standa jafn mikill hagur af járn- brautunum, er gerðar höfðu verið að þjóðar- •eign af'fyrirrennara hans, sem stundum hafði • verið látið. Var það á allra vitund að braut- irnar höfðu ekki borið sig á umliðrtu ári, og að tekjuhalli hafi orðið þar töluverðun_ Sir Henry Drayton er tiltölulega ungur mað- ur, en einbeittur, einlægur og hreinskilinn- Er hann fremur gefinn fyrir að segja hreint til, koma fram með það, sem hann álítur að sé satt, gera svo sínar athugasemdir og tillögur í því sambandi, og Iáta menn svo dæma um það sjálfa, heldur en að fela fyrir mönnum alja málavexti og Iáta þá fara þess dulda, hvernig ástatt er. Þetta hefir sumum, svonefndum stjórnmálamönnum, þótt miður heppilegt, og hitt fremur til vinsælda Iei.ða, að s#gja eigi nema neðan og ofan af og fara meir á bak við almenningipn. Það haldi honum í betra sikapi, en um það sé að gera út af lífinu. Auð- vitað er margur svo gerður, að hann vill held- ur lifa í heimskingja-paradís, en leiddur vera í állan sannleika. Að því leyti munu þessir stjórnmálamenn, er fara vilja fremur með fals en sannindi, hafa rétt fyrir sér. En hitt er annað mál, hve heppilegt það er nokkurntíma, og eigi þá sízt eins og nú er ástatt. Nógu lengi er búið að telja almenningi trú um það, að alt standi sem bezt í búi hms opmbera. Nógu lengi hafa menn skrökvað því, bæði að sjálfum sér og öðrum, að skuldir ríkisins væru eigi annað en smávægi eitt, er engum þyrfti að olla áhyggju né umhugsunar. Og það þótt menn hafi horft á, og ekki eingöngu horft á, heldur þreifað á því, , nú í meir en ár„ að allur gjaldeyrir og gangmiðill landsins er fall- inn sem svarar 1-10. síns upphaflega verðs. Hefir þetta eigi haft lítið við þá vöruhækkun að gera, sem orðið hefir. Því minna, sem dollarinn gildir og gengur, þess fleiri þarf til allra nauðsynjakaupa. Nú Iiggur það í aug- um uppi að þessi afföll á gangeyri Iandsins hljóta„að stafa af ríkisskuldabyrðinni miklu. Hið sama, sem tryggir ríkisskuldina, er og það sem gildi veitir peningunum, en það er efni og auður — tekjur — hins opinbera. Því hefir oft verið ruglað saman, að það, sem tryggi ríkisskuldirnar og peningana, sé auður landsins sjálfs, ep eigi tekjur ríkisins. Er þá vanalega sagt — eins og satt er — að a»ðs- uppsprettur þessa lands séu óteljandi og ótak- markaðar. En það er ekki auður landsins, e’nstakhnganna í landinu, heldur aðetns tekju- magmð sjálft. Ætti þetta að vera öllum Ijóst, þegar að er gætt. Að hve miklu leyti hefir stjórn nokkurs lands með höndum eignir og inntektir borgar- anna? Að hve miklu leyti má hún veita íán- drotnum sínum ávísan á prívateignir? Að- eins að því Ieyti sem henni er það leyft af borgurunum sjálfum og eigi meira- Allír vita, að ef slíkt ætti úr hófi að keyra, yrði þar sett þvert nei fyrir, og hvar stæði þá ábyrgð hennar gagnvart skuldabréfum sínum? Það er gjaldþol landsins en eigi eigmr þjóðarinnar, sem tryggingu veitir fyrr ríkisskuld hvaða lands sem er. Og ema leiðin, þegar svo er komið, að hin fjárhagslega tiltrú ríkisins er farin að veikjast, er að grynna ögn á skuldun- um, í stað þess að hlaða skuld á skuld ofan. . Með þeim hætti nær peningaverð þess lands, sem farið er^að falla, sér aftur, og verð- **• ur meir jafngildi á móti vörunni, — eða með öðrum orðum, varan lækkar í verði, við það sem gjaldmiðillinn hækkar. — Svo að, þótt í bráðina að virðast kunni, sem útsvör, bein eða óbein, hækki þegar farið er að borga skuldina, þá eiginlega lækka þau, með því að gjaldmiðillinn öðlast meira verðgildi en áður. Á þetta benti Sir Henry Drayton í skýring- um sínum við fjárlagafrumvarpið. Um fyfir- rennara hans (Sir Thomas White) var það sagt, að stefna hans hefði fremur verið sú, að halda fólki í góðu skapi, en að leggja niður fyrir því hvaða kröfur væru af því heimtað- ar. Siður hans var aðlaka jafnan nýtt lán, þegar til þess kom a^S svara vöxtum eða af- borgunum affcví eldra, eða gera þurfti ráð- stöfun fyrir tekjuhalla í einhverri grein. Með þessu bættist skuld á skuld ofan, útsvörin uxu, en efnahagurinn leið, gjaldmiðill ríkisins -féll, en nauðsynjar allör hækkuðu. Var þetta fjár- hagsstefna sú, sem hann hafði lært hjá fyrri húsbændum sínum, McKenzie og Mann, sem þeir fylgdu í brautarf>rirtæki sínu, The Can. Nor., sem ríkið verður nú að standa straum af. Á móti þessari stefnu er Sir Henry Dray- ton eindregið, og er það vottur þess, að komin er breyting á það sem var, og meir og alvar- legar er farið að hugsa um framtíðarhag landsins, en fyrrum. Að skuldadögunum kemur, og þess betur og fljótar, sem almenn- ingur gerir sér grein fyrir því, og legst á eitt að ljúka þeim skuldum, því fyr kemst alt í sama lag aftur, og .því betra er það fyrir þjóðina alla. Og að þessu takmarki miða fjárlögin nýju. Efalaust kann nú einhverjum að finnast, að i þau beri með sér aukabyrði við það, sem ver- ið hefir, og við öðru er eigi að búast, ef rík- ið hugsar sér að komast úr skuldum þeim, sem það situr í. En þó verður sú byrði naumast tilfinnanleg á almenningi, og allar líkur fremur í hina áttina, að þau ættu að orsaka lækkun á mörgum nauðsynjum. Hið fyrsta, sem 'bendir á það, er að allur Stríðsskattur, sem nam 7 og 1-10- %, er tekinn af, svo að nærri ætti að láta að það, sem áður kostaði $1.10 I kosti nú eigi nema $1.00. Aukaskatturinn, sem lagður er á með fjárlögum þessum, snert- ir engar nauðsynjar, svo sem matvöru eða annað þvílíkt. Hann er aðeins lagður á það, sem telja má prjál, munað, skart og skraut, sem þeir einir hafa efni á að veita sér, sem rík- ir eru og horfa eigi í að kaupa, hvað sem kostar. Enginn skattur er lagður á algengan klæðnað, en á allan skrautfatnað, gullstázz, gimsteina, áfengi, innlent og aðkeypt, sem nemur alt frá 10% og upp í 50%. Þannig er allur karlmannafatnaður, sem kostar innan $45.00, óskattaður, en yfir það, er skatturinn 10%. * Skattskráin er á þessa leið: Álöguskattur á alla mótorvagna er hækkað- ur úr 10% upp í 1514- Álöguskattur á öllu víni og áfengi, er haft er til drykkjar, er $2.50 á gallónið. Álöguskattur á öllum öltegundum, bjór og þessháttár 50c á gall. Aukaskattur á öllum skuldabréfum yfir $100.00, eitt cent. Aukaskattur á öllum hlutabréfum, er skifta um eigendur, 2c á hvern hlut. Tekjuskattur hækkaður úr 10% upp í 15% ef tekjur nema eða fara yfir $5000.00 á ári. Á allan dýrari fatnað er skattur Iagður, sem fylgir: _ / Karlmanna éða drengjaskó, sem kosta yfir $9-00, 10% Karlmanna- eða drengjaföt, sem kosta yfir $45.00, 10%. Karlmanna- eða drengjahatta, er kosta yfir $5.00, 10%. Karlmanna- eða drengjahúfur, er kosta yfir $3.00,10%. Karlmanna- eða drengjasokka úr silki, er kosta yfir $1.00, 10%. Karlmanna- eða drengja hálsbindi eða trefla, er kosta yfir $1.50, 10%. Karlmanna- eða drengjaskyrtur, náttskyrt- ur o. fl., er kosta yfir $3.00, 10%. Karlmanna- eða drengjavesti (skrautvesti) er kosta yfir $5.00, 10%- Þá kemur skráin yfir skatta á kvenfatnaði. A alla kvenhatta, húfur eða skýlur, er kosta yfir $12.00, 10%. Á alla kvensokka, úr silki, fyrir yngri sem eldri, er kosta yfir $3.00, 10%. Á allar slagtreyjur, millipils, treyjur, er kosta yfir $12.00, 10%. Á alla kjóla eða alklæðnaði, er kosta yfir $45.00, 10%. Á öll suits , fyrir eldri sem yngri, er kosta yfir $60.00, 10%. Þá kemur skrám yfir skatta á gullstázzi og þess háttar: Á öllum gramófónum 1 Q%, yfir $100.00 20%. Á öllum píanóum f0%, yfir $400.00 20% Á öllu gullstázzi, er fer yfir $500.00, 50%, svo að á gullúr eða hringi, sem settir eriTde- möntum, og kosta $500.00, legst skattur er nemur $250.00. Undanþegið öllum skatti eru aðal-nauð- synjarnar, er menn verða að hafa tii viður- væris, svo sem: Kjöt, fiskur, egg, smjör, fugl- ar, kornmatur, ostur, sykur og aldir.i, og öll matvara, hverju nafni sem nefnist — og kol. Með skatti þessum er búist við að upp muni hafast nægilegt til þess, að mæta bæði af- borgunum og áföllnum vöxtum á ríkisskuld- inni, með þeim öðrum tekjum, sem rí kið hef- ir. Þegar litið er á skrána, er það Ijóst, að fremur eru það hinir efnuðu, er látnir verða nú greiða til ríkisþarfa, en frátæklingurinn. I ræðu sinni gat fjármálaráðherrann þess, ,að skuldir ríkisins mundu nú nema 2/4 bdjón, og tími væri til kominn að fara að lækka þá skuld, og taka fyrir þann fjárstraum, er úr ríkissjóði gengi til að greiða vexti af upphæð þessari. Munu honum flestir þeir samdóma í því, sem hag landsins bera fyrir brjósti. Jadobsbrunnar. Eins og allir vita, er lagt hafa stund á landa- fræði, er austurströnd Miðjarðarhafsms há- Iendi mikið með aflíðandi sléttum, er rísa og mynda stalia, svo einn tekur við af öðrum eft- ir því sem fjær dregur sjónum. Er komið er um 50 mílur upp frá ströndinni, er komið upp á Karmel fjallgarðinn, og er þá knappur halli austur og myndast þar djúpur dalur, og er dalsbotninn, þar sem hann ér lægstur, um 1292 fet fyrir neðan sjávarmál. Hækkar svo landið aftur óðum og tekur við hæð af hæð alla leið austur á mið-hálendi Asíu. Syðst í dalsbotninuirt liggur Dauðahafið. Suwnan við það ganga hæðir og í suður frá þeim eyði- merkur Arabíulands, þurrar og gróðurlausar sandauðnir. Ofan í hálendi þetta skerast djúpir og þröngir dalir hér og hvar. Eru það fornir vatnsfarvegir frá tíð ísaldarinnar, en nú þurrir fullán helming ársins, yfir sumar- mánuðina. Á vetrum er hvar Iækjarfarveg- ur fossandi fljót- Austan megin við fjall- garðinn falla þeir allir í Hafið Dauða, en vest- an megin í Miðjarðarhafið. Á meðan á vot- viðrunum stendur er vatninu safnað í djúpar þrær er nefnast brunnar, og notað til neyzlu yfir þurkatímann. En nærri má geta hve gott það er þegar á líður sumar; aðeins óvíða eru til uppsprettur, svo náð verði með öðru móti til vatns meðan á þurviðrunum stendur. Uppsprettur þessar eru einkar dýrmætar á þessum stöðum og heilsugjöf, og þegar vatn þrýtur í hinum tilbúnu brunnum, bjarga þær lífi manna og skepna. Um uppsprettur þess- ar mynduðust allskonar sagnir og trú strax á upprunatímum. Þær voru lifandi vatn og líf- gefandi og lækning margskonar meina. Þetta land er hið forna Gyðingaland, eða “landið helga”. Og í ritum biblíunnar getur víða bæði um þessa brunna og eins upp- sprettulindirnar. Hver sem les Mósebækurn- ar, og einkum 2. bók Móse, finnur til þess gegnum frásöguna hvað landið er vatnslítið, eyðimerkurnar þurrar og gróðurlausar og hve þeir staðir festast í huga fólksins og verða nafnkendir, þar sem vatn er að fá. Þeir eru skírðir ýmsum nöfnum, nátengdum atburðum úr lífi þjóðarinnar, og verða sem næst helgir staðir. Af Nebófjalli og Móabshæðum hefir því landið, er vökvað var með þessum lækjar- farvegum, verið fagurt yfir að líta í augum þeirra, er komu af eyðimörkinni, og sannar- lega land er flaut í mjólk og hunangi, og vatns þfórnar orðið fljótar að öðlast nöfn þeirra helgustu minninga, úr fornu sögunni. Hér og hvar, þar sem því varð viðkomið, voru smíð- aðar þessar vatnsþrær, og sáfnað í þær yfir votviðmtímann úr lækjunum, er allir runnu í hafið Dauðs, eftir daldrögunum, er þess á milli voru þur. Og utan um vatnsþrórnar bygðust smá þorp og af vatnsþrónum jusu þorpsbúarnir. Þær voru Iífstyndirnar einu. Smám saman, eftir því sem hin eldri saga | þjóðarinnar gleymdist, urðu þrór þessar kend- ar við hina merkari forfeður þjóðarinnar. Þeir áttu að hafá búið þær til og gefið henni þessa brunna. Urðu þeir og með því móti enn helgari, jajrivel svo helgir, að eigi hefði þótt sæma að skifta þeim fyrir brunna, þó fengist hefðu, með lifandi vatni í- Staðnaða vatnið, sumargamla hefði verið talið helgara, holUra og betra en hið nýja. Því af hinum forna brunni drakk Jakob og synir hans og fénaður. Hvað gat komist til jafns við það? Öld eftir öld höfðu feðurnir drukkið af honum og synir þeirra og fénaður. Hverskonar nýtt vatn gat verið hollara og betra en þetta sém þeir höfðu 1 drukkið? Eða þóttust þeir, er leita vildu lif- andi vatn», orðnir meiri forföðurnum Jakob, sonum hans og fénaði ? Kemur þessi hugsun einkennilega fram í frásögunni í Jóhannesar guðspjalli af samversku konunni við brunninn. Brunnur þessi %stóð við veginn skamt utan við borgina Sikkem jesús, sem var vegmóður, hvíldist við brunninn meðan Iærisveinar hans fóru inn í borgina að kaupa mat. Fyrir brunni þessum sér enn eftir því sem Austurlanda forn iræðingar segja. Jesús biður kon- una að gefa sér að drekka, en seg- r, að hvern sem drekki af þessum brunni, hann þyrsti aftur, en hann geti vísað henni á lifanndi vatn. Talaði hann það í líkingamáli einc- og sagan ber með sér, en konar hélt að hann gerði Iítið úr brunnin um, hinum hélga Jakobsbrunni, og spyr hvort hann álíti sig meiri sjálf-. um forföðurnum. Hann gaf þeim bennan brunn og drakk sjálfur af honum og synir hans og fénaður Hví skyldu þá þorpsbúarnir leita annarar uppsprettu til að svala þorsta og þörfinm. Þessi svör konunnar skýrðu trúna og skoðan- rnar, sem þjóðin hafði á þessum brunnum. Hið daúða, sumar- staðna vatn var máttugt, holt og gott, og eigi þörf á því betra. Brunnurinn sjálfur, forneskjan, er vafði sig um hann, helgaði vatnið. Nú hafa margir, er stundað hafa fornfræðagröft á síðari tímum á þessum/ stöðvum, lýst því, hvílík neyð þeim þótti að þurfa að neyta þessa staðnaða vatns. Er á leið sumar var það orðið að skaðvæni, þeim sem því voru óyanir, og til þess eru raktir margir þeir sjúk- dómar, sem þar eru fastir í landi. Það er vatnið úr þessum og þvílík- um Jakobsbrunnum, er orsakar taugaveikina, sem þar er svo skæð, sem orsakar máttleysisveikma miklu er mörgum verður svo hættu- Ieg, brunasóttina er margan efni- legan vísindamann og ferðamenn í hópatali hefir lagt í gröfina. Er veikin grípur þá, er um enga björg að ræða nema að koma hinum sjúka í burtu, frá vatninu úr Ja- kobsbrunnunum, þörfinni að verða að neyta þess, til heilnæmari staða. Upi allan heim finnast einskonar Jakobsbrunnar, helgir brurfnar, sem ausið er af. Á ættlandi voru eru þeir nefndir Gvendarbrunnar, og kendir við hinn alkunna flökku- biskup og mesta kreddutrúarmann Norðlendinga, Gvend hinn góða Hólabiskup- En sá kostur fylgir þessum eldri Gvendarbrunnum vor- urtT, að þeir eru búnir til af völdum náttúrunnar ^jálfrar og eru eigi fúl- ir stöðupolíar, heldur berglindir tærar og hreinar, sem öllum er meinlaust að drekka af. Er það með öðrum hætti en hinir andlegu Gvendarbrunnar vorir, sem og en^b ósparar er ausið af. Að vísu eru þeim tileinkuð mörg kraftaverk, en andlegur kraftur hefi aldrei fylgt verkun þeirra. Auðtrúa menn hafa þózt finna lækning allra and- legra meina við það að ausa af þeim, og röm goðgá hefir það ver- ið talin að efast um kraft þeirra. Sá hefir viljað setja sig yfir forföð- urinn fræga, sem gaf oss brunninn, óg hefndin komið honum í höfuð, engu vægari en Steini presti á Svínafelli, er eigi gat fundið hinn sæta ilm sem aðrir af dýrðlings- beinunum, er Guðumundur góði lætur kyssa. Hve mikið af því, sem varnað hefir hinum sönnu framförum í heiminum, er að kenna verkum þessara helgu brunna, kreddubrunnanna allra, sem þétt- settir eru fram með öllum vegum í heimi hugsananna, verður eigi með vissu sagt; en það er þó víst, að þaðan stafar taugaveikin mikla, er dregur kraftinn úr játningu sann- Ieikans; magnleysið mikla, er lam- ar afl viljans um alla æfi. Allar hinar margvíslegu kenning- ar um að halda öllu í sama horfi, varna'bví að skoðanirnar taki fram förum, að mannfélagsfyrirkomu- lagið taki breytingum, að hin ó- eðlilega flokkaskifting manna verði að einhverju afnumin, eru dropar ih Jakobsbrunni, staðnaðir dropar úr lækjunum, sem runnu og horfn- ir eru í hafið Dauða. Og það er af þessum dropum sem endalaust er verið að byrla, þegar verið er að halda við flökkarígnum manna á meðal. Annaðhvort er það sann- Ieikur, eða það eru ósannindi, að Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða scx öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsöium eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. skynsemin sé guðleg gjöf og mönn- unum veitt til þroskunar og fram- fara. Ef það er sannleikur, því þá eigi að gera alt til þess að hún geti orðið að sem fylstum notum ? Því að leggja höft og bönn á hana, því að deila sundur hinu andlega lífi mannsins og segja: Þetta er trús um*það má skynsemin ekki dæmav þetta er venja, það kemur skyn- seminni ekkert við; þetta er hefð* það má skynsemin ekki snerta; þetta er einskær vitleysa, sem lífinu er nauðsynleg, og af því má skyn- semin ékki skifta sér. Aftur á móti mun það ærið erfitt að sannav með nokkru sem komið hefir fram í æfi mannkynsins, að það séu ó- sannindi að skynsemin sé ætluS manninum til þroskunar og fram- fara, að hún sé hin andlega sjónin, er greini Ijós frá myrkri, rétt frá röngu, hið fagra' frá hinu ófagra, sannleik frá lýgi, því alt mannlíf á jörðinni ber gagnstætt vitni. Þá hafa verið hin fegurstu framfara- tímabil á hinni löngu framsóknar- leið mannanna, þegar reynt hefir verið að leysa úr öllum efnum með skynsemi og vrti, með yfirvegun og ígrundun, og menn hafa verið ó- bráðir á sér að kveða upp dóma fyr en þeir voru búnir að rannsaka alt til hlítar. En aftur hafa það verið hin svörtustu tímabil, þegar dóm- urinn hefir í flýti verið kveðinn upp j og aðeins miðaður við það að eigi megi rifta hinu forna- Þegar kepst hefir verið við að bera úr Jakobs- brunni, og hver amlóðinn gerst vatnsberi, eins og allur heimurinn hefði alt í einu hlotið endurfæðing undir vatnsberamerkinu, alt til þess. -að slökkva bjarmann af vitanum er logar fram á framtíðarbrautinni og lagði inn til mannanna. En þó menn hafi reynt að slökkva þann bjarma, hefir það ekki tekist. Eða hver fær slökt sólargeislann ? Og hefir það þó verið reynt. Eigi alt það vatn, sem til er í ölium Jakobs- brunnum um allan heim, eigi allir þeir lækir, er renna í hafið I>auða, eigi sjálf brimleðja hafsins Dauða. En það er hðegt að deyfa eftirtekt- ina, deyfa sjónina, og það hefir verið gert, svo að eigi sjáist til sól- ar. 1 / Eftir að biblíuskýringarnar voru farnar að ryðja sér mjög til rúms á síðari áratugum 19. aldarinnar, og birtuna frá hinum æðra skilningi á fornöldinni ag sögu hinna and- Iegu hreyfinga, tók að leggja inn í hugskot manna, risu upp í stórhóp- um Iæfðir menn til þess að reyna að draga úr þeim verkunum, sem þær kynnu að hafa, með skýringum er einnig áttu að vera vísindalegar, en sem miðuðu ti 1 að halda viÖ öllum hinum úreltu hleypidómum og kreddum, sem að sjálfsögðu hlutu að hverfa. Þetta vc#ú vatns- berarnir úr Jakobsbrunnunum, er óttuðust að réttrúnaðarörkin mundi nema niðri og ætluðu þeir að reyna að halda henni á flotj. — Bók ein kom út rétt fyrir ^aldamótin, er nefndist “Landið helga í mannkyns sögunni”. Er hún skrifuð af ein- um hinum lærðari manna þessarar álfu, Dr. Townsend MacCoun. Var hann meðlímur Sögurannsóknarfé- lagsins og Landfræðisfélagsins í Bandaríkjunum. Bókin var lengi notuð sem kenslubók við rétttrún- aðarskóla Presbytera hér í álfu. Fléttir hann saman alveg með ó- skiljanlegu móti, allar fornleifa- * v »

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.