Heimskringla - 05.01.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.01.1921, Blaðsíða 4
WINMPEG. 5. JANÚAR, 1921. 4. HEIMSKRINGLA UMJ (M * brrrwtmm aaM-vfkMi \ma*G VmrZ bltMu *c *L»0 arg»«H'irtnn, U hABB borftftr fjrlrfruB, ttitn W.M Allttr borg«Kir icBáltt riltmtatl WtM* In. Pámt- «*t bulotvltulr llSttt tU Ttn Vlkin* Premt, Ltd WINNIPEG, MANITOBA, 5. JANÚAR, 1921. Árið 1920. Stutt yfirlit. i. Árið 1920 mun skráð í annála sögunnar sem umbrota- og byltinga-ár. Heimurinn kefir leikið sem á reiðiskjálfi af umbrotum og byltingum svo að segja á öllum sviðum, og því fer fjarri a fyrir endann sé séð. Friður hafði verið saminn milli stríðsþjóð- anna árið á undan, nema við Tyrki; við þá voru ekki friðarsamningar gerðir fyr á áliðnu sumri, og ennþá hefir engin tyrknesk stjórn þorað að undirskrifa þá, sv® þykja þeir harð- drægir. Má svo heita að þeir geri út af við hið tyrkneska ríki, því þó Tyrkir fái að halda fótfestu í Evrópu, þá er ríki þeirra sundurbút- að, bæði þar og í Asíu, og sá hluti ríkisins, sem fær að vera’ tyrkneskur, er það naumast nema að nafninu, því þríveldin, Frakkland, Bretland og Ítalía, eiga að hafa þar ítök og umsjá á ýmsum sviðum. Vegna þessara hörðu samninga gripu tyrkneskir þjóðvinir til vopna að nýju, og hafa gert bandamönnum mikið ógagn, sérstaklega í hinum fyrverandi tyrknesku nýlendum, sem nú eru eign eða undir vernd bandamanna. En það er víðar en hjá Tyrkjum, sem frið- arengililinn hefir verið rekinn á dyr. MilJi Pólverja og Bölshevika á Rússlandi hefir ver- ið ófriður svo að segja alt árið, og þess utan hafa innanlands-stríð verið mjög tíð á Rúss- landi, þó nú í árslokin virðist sem Bolshevikar séu þar orðnir einváldir. Á Þýzkalandi var og uppreisn síðla vetrar; reyndu keisara- sinnar að brjótast til valda, en sú tilraun mis- tókst. Innbyrðisóeirðir hafa átt sér stað í ýmsum öðrum Evrópulöndunum, svo sem Ungverjalandi, Austurrík’, Italíu og Bret- landi. Hefir mikill hluti hins síðast talda stórveldis verið í einu ófriðarbáli, bæði í Ev- rópu og í öðrum álfum, og fer fjarri því að horfurnar séu batnandi. Hernaðarandinn hefir þrósat og þroskast á árinu, í stað þess að menn höfðu búist við hinu gagnstæða. Friðarhugsjónin, sem margir héldu að væri að verða að virkileika, þegar stríðinu létti, virðist nú óðum að fjarlægjast aftur, þrátt fyrir alþjóðasambandið svokall- aða og hið göfuga ætlunarverk þess. Her- valdið þýzka er úr sögunni í bráðina, en hvað stoðar það? Sigurvegararnir virðast ætla að sigla í sama kjölfarið og þýzku junkararnir. Blóðfórn stríðsins sýnist því ekki líkleg til að þoka mannkyninu nema lítið skref á- fram eftir vegum siðlegrar framþróunar. Ágirnd til fjár og valda er ennþá undrrót allra atgerða eða flestra, harkan gagnvart þeýn, sem eru minnimáttar, tilfinningarleysið og skilningsleysið fyrir þörfum og rétti annara, sé3t glögglega, hvert sem htið er. Heimur- inn h°fir því ekki farið batnandi á árinu. Leiðtogar stórveldanna höfðu heitið heim- friði cg fui'sælu, er stríðinu létti og stærstu sárin væru grædd. Ef marka má þessi loforð að nokkru, þá er það víst vopn- aði friourinn svonefndi, sem fyrir þeim hefir vakað. Því vér sjáum: Bandaríkin vilja koma sér upp stærsta herskipaflota í heimi og auka lancher sinn til stórra muna; Bretar halda áfram með sína stórkostlegu herskipa- gerð, og Frakkar eru ennþá einu sinni mesta herþjóð Norðurálfunnar. Sigurinn hefir því endurvakið hernaðarandann í stað þess að stinga honum svefnþorn fyrir fult og alt. n. Stórvægileg umbrot hafa orðið í verka- mannaheimimnn á árinu. Bolshevikahreyf- ingin hefir náð talsverðri útbreiðslu meðal tiitlM&LmUCuA ------*** -----■ verkamanna víða um lönd, sérstaklega á It- alíu, Frakkiandi og Þýzkalandi. Á Ungverja- landi varð hún svo mögnuð árið á undan, að landsstjórnin lenti í höndum Bolshevika undir forustu Bela Kun; en honum var síðar steypt af stóli og Bolshevisminn brotinn á bak aftur áf grimd mikilli, af herváldsmönnum, sem völdum náðu, og á hinu nýliðna ári tókst þeim að halda hreyfingunni í skefjum. Á Rússlandi, föðurlandi hreyfingarinnar, eru Bolshevikar því nær einvaldir. Hvaða áiirif Bolshevikahreyfingin kann að hafa á verkamannasamtök í framtíðinni, er enníþá ekki 'ljóst, en ætlun hennar er að koma á alheims verkarnannasambandi, er kallast “þriðja alheimssambandið” (The Third Internationale); hafa franskir og þýzkir jafnaðarmenn samiþykt að aðhyllast hana, en á Englandi hefir hún fengið fremur 'h'tinn byr ennþá, og í Bandarrkjunum og Canada gætir hennar lítið. Verkamannaóeirðir voru mikJar á árinu og víða um lönd. Mest kvað að þeim á Italíu og Bretlandi. Á Italíu gerðu verkamenn í sumum helztu borgunum uppreisn gegn at- vinnurekendum, og tóku í sínar hendur bæði verksmiðjur og önnur átvinnu-fyrirtæki og fóru að starfrækja upp á eigin spítur; en eft- ir nokkurra vikna reynslu gáfu verkamenn upp tilraunina; þeir höfðu fengið sig full- sadda á henni og voru fúsir til að skila verk- smiðjunum aftur í hendur eigendanna. Á Bretlandi hefir megn óánægja ríkt meðal verkamanna og verkföll hafa verið tíð. Sér- staklega hefir kölanámadeilan verið löng og hörð, og er henni ennþá ekki lokið. Kröfur námumanan eru að ríkið kaupi námurnar og þær verði starfræktar sem þjóðeign, en enska stjórnin hefir verið öllum slíkum kröfum frá- hverf. En þessi kolanámudeila er ekki nema j byrjun annarar stærri. Aðalbaráttan, sem stendur fyrir dyrum, verður um yfirráðin yfir auðsuppsprettum ríkisins. Nú sem stendur er megnið af auð Bretaveldis í höndum til- tölulega fárra manna, aðalsmanna, kaup- manna og verksmiðjueigenda. Alþýðan hef-1 ir alt fram að þessu sætt sig við hlutskifti sitt j að fara alls á mis. Bn styrjöldin, með sínum víðtæku afleiðingum, hefir breytt þessu. Kröfur almennings hafa vaxið, og hann unir ekki sínum fyrri lífskjörum. En þetta á sér ekki einungis stað á Bretlandi, heldur og í flestu möðrum löndum hins mentaða heims. Alþýðan er að vakna, ef hún er ekki þegar glaðvakandi, og vill nú neyta krafta sinna sjálfri sér í hag. Af þessu stafa hin tíðu verkföll og byltingarhugur, sem svo mjög hefir borið á nýliðið ár. III. I verzlunar- og viðskiftalífinu 'hafa engar tröllauknar s byltingar orðið á ár-nu. Að sönnu hefir peningakreppa gert vart við sig í mörgum löndum, og eins er fjárhagur margra landa næsta bágborinn og liggur sumum við gjaldþrotum. Bandaríkin eru nú orðin heimsveldið á peningamarkaðnum, og geta að miklu leyti ráðið honum. Og kemúr það af því, að alllar þjóðir skulda þeim, en Bandaríkin engum. Dýrtíðin, sem lá eins og mara yfir heimin- um á árinu 1919 og í byrjun hins nýliðna árs, er nú í rénun í flestum löndum, þó hægt farj. Hafa bæði stjórnir landanna og félagsskap- ur einstaklinga unnið að því, að knýja dýr- tíðina niður, og hefir góður árangur orðið að þeirri viðleitni, þó mikið vanti á að hún sé sigruð. Atvinnudeyfð var víða orðin tilfinnanleg tvo síðustu mánuði ársins, og fer hún daglega versnandi. Á Bretlandi voru í árslok um 6 mi'ljónir manna atvinnulausir, og horfði þar til stór vandræða og hungursneyðar. Ennþá verra var þó ástandið í sumum Mið-Evrópu- rfkjunum. I Kína er hungursneyð svo mikil, að fjöldi manna hafa dáið og miljónir manna eru dauðvona, komi eklri hjálp utan að frá. Hungursneyðin stafar af uppskerubresti á hrísgrjónum, sem er aðalfæða Kínverja. Ári& 1920 kvaddi því enganveginn glæsi- j lega. % IV. Á stjórnmálasviðinu hafa aðallega orðið tvær stórbreytingar, sem þýðingu hafa fyrir heiminn. Önnur er fall Venizelos á Grikk- landi, samherja bandamanna, og köllun óvin- ar þeirra, Konstantíns koungs, aftur til ríkis. Ennþá er ekki víst hvaða hvaða afleiðingu þetta tiltæki Grikkja kann að hafa á heims- málin, en enganveginn er vonlaust um að Konstantín kunni svo að haga seglum eftir vindi, að bandamenn fyrirgefi það, sem á undan er gengið, einkum og sér í lagi þar sem annað kæmi í bága við sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna, sem þeir hafa mest gumað af, og svo getur það komið sér illa að fá Grikkland upp á móti sér. Aftur er forsetakosningin í Bandaríkjunum miklu líklegri til þess að hafa víðtæka þýð- mgu fyrir heiminn. Við þá kosningu var kveðinn upp dauðadómur yfir stjórnmála- stefnu Wilsons forseta í utanríkismálum, og sá maður kosinn forseti, sem talinn er vera andstæðingur aiþjóðasambandsins og allri ut- anríkispólitúk núverandi stjórnar. Breyti Harding eins og hann hefir talað, þá eru ó- mögulegt að spá, hversu víðtæk áhrif það kann að hafa á heimsmálin. Stjórnarskifti hafa orðið í ýmsum löndum, t. d. Frakklandi, Italíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku; en af þeim stafar engin veruleg breyting á heimspólitíkinni. V. Canada á ekki viðburðaríka sögu á hinu nýliðna ári. Canadamenn óftóku sig á verk- föllum árið á undan og héldu sér að mestu í skefjum á þeim sviðum þeta liðna ár. Að sönnu gerðu kolanámumenn verkfall, bæði í Nova Scotia og Alberta, en það stóð skamma stund og varð lítt að baga. Verkamanna- hreyfingin hefir verið miklu friðsamlegri en undangengin ár. Lítið borið á æsingum og yfirieitt meiri gætni og fyrirhyggja sýnd í öllu ráði verkamanna en áður var. Er það góðs viti og vonandi að það háldist. Á hinum pólitíska himni háfa stjörnur fall- ið og risið. Hinn mikilsvirti stjórnarformað- ur landsins, Sir Robert L. Borden, lagði niður emlbætti í júnímánuði sökum vanheilsu, og var valinn til eftirmanns hans Hon. Arthur Meighen, hinn mikilhæfasti og átorkusamasti allra Borden-ráðherranna, og sá yngsti. Tveir af gömlu ráðherrunum urðu Borden samferða úr stjórninni og tveir nýir bættust við; að öðru leyti er samsteypustjórnin gamla ó- breytt. Skömmu fyrir þessa breytingu var stjórnarflökkurinn endurskapaður. Áður höfðu conservativar og mikitl hiuti liberala fylgt stjórninni, án þess að vera samstæður flokkur. Nú var úr því bætt og bundist flokksböndu mog trygðum, og flokknum gef- ið þríeflt nafn: “The National-Liberal-Con- servative Party”, og undir þessu geigvænlega nafni óx flokknum svo ásmegin að hann vann fjórar au'kakosningar til samlbandsþingsins. Bændaflokkurinn, sem blómgast hefir vel á síðustu tímum, fór þá einnig á stúfana og vildi vera þjóðlegur eins og stjórnarflokkur- inn, og breytti því um nafn og kallar sig nú “Hinn þjóðlega framsóknarflokk”, eða á ensku máli: “The Nationai Progressive Party”, og fyrir leiðtoga sinn valdi flokkur- inn fyrv. Iandbúnaðarráðherra samsteypu- stjórnarinnar, Hon. Thos. A. Crerar. Fylkiskosningar hafa farið fram í 4 fýlkj- um á árinu, Nova Scotia, New Brunswick, Manitoba og British Columbia. En það, sem einkennilegast er við þessar kosningar, er það, að í þremur fylkjunum háfa stjórnirnar ekkí starfandi meirihluta í þinginu, og enginn flokkur nógu sterkur til að mynda stjórn upp á eigin spítur. Verzlun landsins hefir aukist til stórra muna á árinu, en er ekki eins hagstæð og á undanförnum árum; gerir það bæði gengis- munurinn á canadiska og Bandaríkja dollarn- um, og svo hitt að innflutta varan er meiri en sú útflutta. íðnaði hefir förlað á árinu, og uppskera, þó í góðu meðallagi væri, selst illa. Sama hefir átt sér stað um flestar aðrar bænda-af- urðir, sérstaklega síðari hluta ársins. Dýrtíðin héfir rénað að nokkru. Atvlnnu deyfð hefir farið vaxandi, en kaupgjald aíar hátt og sporna verkamannasamböndin af al- efli á móti hinni minstu lækkun. Engin veruleg stórslys eða mannskaðar hafa komið fyrir á árinu. VI. Sjötta og síðasta kaflann helgum vér Is- landi. Árið 1920 hefir ekki verið neitt happaár fyrir ísland. Peningakreppa og dýrtíð hafa þjakað landi og lýð. Framleiðsla öll hefir svo að segja sligast undir ofurþunga dýrtíð- arinnar, og þó að sjávarútvegurinn hafi bor- ið mikið á land, bæði af fiski og síld, þá héfir það ekki staðið straum af kostnaðinum, vegna þess að útlendi markaðurinn hefir ekki boði ðþað í þessar afurðir, sem þær kostuðu 'þangað komnar, og í sumu mtilféllum hafa þessar afurðir verið óseljanlegar. aLndbún- aðarafurðirnar hafa gefist engu betur, þegar til útlanda kom. Eftirspurn lítil og verðið lágt. Geta menn því nokkurnveginn gert sér í hugarlund ástandið á Fróni, og framtíðar- hor'furnar.. Enginn má halda að vér séum að ófrægja gamla Frón með því að lýsa á- standinu þannig. Vér byggjum fróðfeik vorn mest á blöðum að heiman, og því til sönnunar tökum ver hér greinarpart úr blað- inu Tíminn, sem lýsir ástandinu með svofeld- um orðum: “Hér á landi er dýrtíðin orðin sú heldýpis- gjá, sem alt ætlar að gleypa. Framleiðsla til lands og sjávar er lömuð á alla veguu, af því fæði og laun hafa stigið. Is- lendingar eru að hætta að geta kept við aðrar þjóðir á nokkru sviði, af því hvað dýrtíðin er af- skapleg. Meðan “blessað stríðið” skapaði verðhækkunina söfnuðu einstöku menn talsverðum efnum. En víðasthvar mun það nú vera horfið í mishepnuðu kaupsýsli með síld og fleira. Nú er svo komið, að dýrtíðin er orðin snara um háls öílum, framleiðendum, verkamönn um og jafnvel bröskurunum sjálf- um. íslenzkar vörur, síld og fiskur, kjöt, gærur og ull, faÍa á erlenda markaðinum, en útlend vara hækk- ar. Gengi danskríslenzkrar krónu lækkar, og gerir vöruverðið enn óhagstæðara Islendingum. Aðal- banki landsins lendir í vandræð- um, getur ekki innleyst gjaldmiðil sinn erlendis, og ástandið versnar um allan helming við álitsmissi þann, sem landið bíður við það til- tæki. Fyr en varir kemur að því, ef sama dýrtíð og eyðsla helzt í landinu, að þjóðin sekkur í botn- lausar skuldir við útlönd fyrir dag- legar þarfir, hvað þá éf óþófsvarn- ingur er keyptur. Að lokum hætta flutningar tfl landsins og hrunið er fullkomnað. Á stjórnarfari Iandsins urðu þær breytingar á árinu, að stjórn Jóns Magnússonar breytti um áhöfn. Ráðherrarnir Sigurður Eggerz og Sigurður Jónsson fóru úr stjórn- inni, en í þeirra stað komu Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagfirð- inga og Pétur Jónsson frá Gaut- löndum þm. Suður-Þingeyinga. Enginn sérstakur flokkur hefir meirihluta á Alþingi, og er það því bræðingsstjórn, sem situr að völd- um. Sendiherra tvo hafa Islendingar sent út af örkinni á árinu. Er ann- ar í Danmörku, Sveinn Björnsson, hinn á Italíu, Gunnar Egilson; mun 1 hann frekar vera verzlunarerind- reki en sendiherra. Fullveðja danskur sendiherra er nú á Islandi. Islandsbanki hefir verið í krögg um síðari hluta ársins. Heilsufar manna hefir verið gott á árinu. Engar skæðar landfars- sóttir gengið. Engir stór-mann- skaðar eða slys. Allmargir merkir menn hafa dá- ið á árinu, þar á meðal dr. Jón Jónsson Aðils sagnfræðingur, séra Jón Jónsson á Stafafelli, Pálmi Pálsson ýfirkennari og núna síðast skáldjöfurinn aldni, Matthías Joch- umsson. Arbók heimsins 1920. Helztu viðburSir hvaðanæfa. Janúar: 1. Hon. S. C. Mewfcurn, 'her- málaráÖherra Canada stjórnar, leggur niSur em'bætti. RáSherr- arnir A. L. Sifton, Charles Do- herty og Sir Thomas Wlhite, gerðir af Georg konungi meSlimir í leyndarráði Breta. Thomas L. Ohurch endurkosinn borgarstjóri Toronto borgar í sjötta sinn. 2. Esthonia og Soviet-Rússland gera vopnahlé. __DodoTa nýmapilur cra bent nýmumfhBlL Laba ag gkf^ bakrak, hjwtalihn, ^iatHuia, og duaar Triknd, aam *fa Caá nýnmurn. — Dodd’a ffifuj Plt koata 50c aakjan eða 6 ödkjtar fyr- ■r $2.50, og fáat hjá öUmm lyfaöl. «n eí» frá The Dodd’a Madicíae Co. Ltd., Toronto, OoL... ur forsætiaráðherra í atað Clem- enceau. 23. Holland neitar að framselja Villhjálm keisara. 20. Járnbrautarverkfall um aJla ítalíu. Helztu borgir landsins sett- ar undir herstjórn. 26. Pólverjar hervæðast gegn Rússum. 3 1. Vladivostock tekin af upp- reisnarmönnum. Febrúar: 1. Brezka stjórnin lýsir því yfir að ihún taki engin lán framar hjá Bandaríkjunum. 2. Friður saminn milli Ejsthoníu og Soviet-Rússlands. 6. Korea gerir uppreisn gegn Japönum, en er brotin á balk aftur og uppreisnarmönnum hegnt af grimd mikillS. 7. Kolchak aðmíráll aðal'foringi gegn Bolshevikum ( Síberíu tek- inn af lífi af mönnum sínum, sem gengu síðan undir merki Bolshe- vika. 9. Friðarsamningarnir koma aS nýju til umræðu í Bandarfkja- senatinu. 10. NorSur-Sljesvík samlþykkir að sameinast Danmörku. 12. Wrangel 'hershöfðingi tekur við herstjórn í Suður-Rússlandi, að Denikine flúnum, eftir ósigur fyrir Bolshevikum. 14. Wilson forseti og Robert Lansing utanrílkisráðherra verða ósamimála, og \erður Lansing að leggja niður embætti. 1 6. F. J. Dixon fylkisþingmað- ur í Manitoba sýknaður af upp- reisnarkæru.. — Sviss gengur í al- þjóðasambandið. 19. Hon. A. K. McLean, em- bættislaus ráðherra í Borden- stjórninni, gengur úr stjórninni. 25. Heimastjórnarfrumvarp Ira til fynstu umræðu í brezka þing- inu. 26. Járnbrautarverkfall á Frakfc Iandi; stendur 4 daga. — Sam- bandsþingið í Ottawa sett með mikilli viðhöfn. 27. Bandaríkja flugmaðurinn Major R. W. Sdhroeder nær há- flugs hámarki; kemst 36,020 fet í loft upp nálægt Dayton, Ohio; fellur til jarðar úr 5 mílna hæð, en kemst þó lífs af. 3. 1500 stjórnleysingjar og æs- ingamenn teknir , fastir víðsvegar um Bandaríkin.. 7. Jafnaðarmenn í New York þinginu gerðir þingrækir. 10. Friðarsamningarnir við Þjóðverja og bandamanna (að Bandaríkjunuim undanskildum) gengu í gildi. 12. Wilson forseti kallar saman fyrsta fulltrúaráðsfund alþjóða- samlbandsins í París, 1 6. ján. 14. Upplþot í Berlín á Þýz'ka- landi, aðsúgur gerður að þinginu, og voru 48 manns drepnir í þeim skærum. ! 6. Fulltrúaráð alþjóðasam- bandsins kemur saman í París. Sker úr þrætumálum milli Itala og Jugo-Slava út af borginni Fiume. Ákveður að borgin skuli vera irí- borg undir vernd Itálíu. 1 7. Paul Deschanel kosinn for- seti Frakklands. Millerand ver,ð- Marz: 6. Wilson forseti neitar að fall- ast á ráðstafanir friðarráðsins við- víkjandi sikifting Adríaháfs-land- anna. 10. Jel'licoe aðmíráll leggur flotamálaáætlun sína fyrir Can- adastjórn. Hefir stjórnin eftir hennl að velja um tvenskonar flota, annan sem kostar ð25,000,- 000 og getur verið til varnar alrík- inu, hinn aðeins til strandvarna og er kostnaðaráætlun hans 5 milj- dollara. I 3. Keisarasinnar á Þýzkalandi, undir forustu Dr. Wolfgang Kapp, gera uppreisn gegn Ebert-stjórn- inni og ná Berlín og öðrutm borg- um á sitt vald. Jafnaðarmenn kalla allsherjar verkfall á Þýzka- landi, sem mótmæli, og eftir tæpr- ar viku stjórn neyðist Wr. Kapp til að leggja niður völdin og flýja úr landi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.