Heimskringla - 20.04.1921, Síða 4
4. BLAÐSIÐA.
i
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 20. APRIL 192 í
HEIMSKRfNGLA
(Stoíuuð 18HC)
Krmur fit íT bverjum mltSvikudegri.
rtgrefeudur og eígreudur:
THE VIKÍNG f'RESS, LTD.
729 SHEKBHOOKE ST„ WIKNIPEG, MAK.
TaI«Imi: X-63K7
VfrlS blaðainH or íwansnrlun borg-
Ut fyrlr fram. Vllar borKanir Hendist
rAðHmannl blabHÍns.
R i t s t j ó r i :
GUNNL.TR. JÖNSSON
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Utautlwkrift tlL blaHsins:
THE \IKI\U PRESS, Utd., Boi 3171,
Winnlpegr, Man,
1 tnnfiNkrlft til rltatjóranm
EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3171
Winnfpegr, Man.
The “Heimskringla” is printed and pub-
lishe by the Viking Press, Limited, at
729 Sherbrooke Street, Winnipeg, Mani-
toba. Telephone: N-6537.
WINNIPEG, MANITOBA, 20. APRIL, 1921
Þingmál.
i.
Undanfarið höfum vér byrt stuttorðar
hingfréttir, bæði af sambandsþinginu og Mani
tobaþinginu, en athugasemdalaust að mestu;
viljum vér nú bæta úr þessu og gefa hér stutt
yfjrlit yfir starf beggja þingctnna, ásamt smá-
vægílegum athugasemdum til skýrmga, í
þeirri von, að lesendurnir kunm oss þakkir
fyrir, og þeir verði fróðari eftir á en áður.
Stjórnmáí þessa lands eru nú í þeirri flækju,
að aldrei hefir önnur verri verið, og það sem
veist er hún virðist verða flóknari og flókn-
ari þess meir sem reynt er að greiða fram úr
henni. Sambandsþingið og Manitobaþingið,
eru líkum vandræðum undirorpin, þó hins-
vegar að fjarskyld?.r ástæður liggi iil grund
vallar. I Sambandsþinginu miðar ált ráðlag
' stjórnarandstæðinganna að því að knýja fram
kosningar, í Manitobaíþinginu að forðast
kosningar. Og afstaða stjórnanna 'sú að Meig-
hen-stjórHÍn í Ottawa er meirihlutastjórn og
getur lagalega setið í 2 ár ennþá, hefir á
hættu að tapa öllu gangi hún til kosninga.
Norristjórnin í Manitoba er aftur á móti
minnihlutastjórn, sem engu getur tapað við
að leyta til Ikjósendann*, en máske unnið;
báðar eiga stjórnirnar sammerkt í því, að
þær eru að berjast fyrir lífi sínu, og undir
slíkum kringumstæðum, tjá ekki fyrirbænir
einar og gæflyndi.
II.
Sambandsþingið telur 4 stjórnmálaflokka,
er stjórnarflokkurinn, sem gengur undir nafn-
inu ‘The National-Conservative-Liberal Party’
fjölmennastur; næst kemur liberal-flokkurinn
þá framsóknarflokkurinn eða bændaflokkur-
inn, og að síðustu “undanvillingarnir” eða
flokksleysingjarnir; þeir eru 8 talsins og fylg;
ir tíelmingurinn jafnan stjórninni. Stjórnar-
flokkurinn hefir 15 manna fleirtölu umfram
aiia hina til samans, en venjulegast hefir
stjórnið þetta 25 atkvæði meiri hluta við at-
kvæðagreiðslur, því einstöku bændaflokks-
menn koma henm til stuðnings, auk undan-
villinganna.
Þegar við byrjun þingsins var það ljóst,
að liberal-flokkurinn vildi knýja stjórnina til
kosninga, og alt frá þeim degi til þessa hefir '
alt ráðlag fldkksins miðað að því einu. Bænda
flokkurinn er ekki eins ákafur hvað þetta
snertir, en,þó ekki fjarri því. Stjórnin benti
á það þegar í upphafi að hún gengi ekki til
kosnmga fyr en manntal væri um garð gengið
og kiördæmaskifting hefði farið fram sam-
kvæmt því, og gæti það ekki látið sig ger <
fyr en á næsta ári. Með þvi að ganga iil
kosninga nú í sumar yrðu vestur-fylkin svift
frá 25 til 30 þingsætum, sem nýja skifting-
in mundi gefa þeim, og rétti vestanmanna
væri traðkað, ef flanað vœri út í kofi'ingar
undir gömlu skiftingunni. Þetta tók stjórnin
skýrt fram þes*ar í upphafi þingsins, og á
þeim grundvelli feldi þingið tiTIögu liberal-
leiðtogans, Hon. Mackenzie King’s sem
heinitaði nýjar kosningar þegar í sumar.
En þegar að liberala-Ieiðtoganum brást að
knýja stjórnina tii kosninga, með þingsam-
þykt, þá tök hann og flokkur hans til annara
ráða og hefir framfylgt þeim dyggilega síðan.
Ráðin voru: máltafir. Með þeim hugðist hann
að gera stjórninni svo ógreitt fyrir með fram-
gang áhugamáÍa sinna í þinginu, að hún sæi
sér ekki annað fært en rjúfa þingið. í fuliar
10 vikur hefir nú þingið setið og lítið sem
ekkert getað gert fyrir kjaftæði þeirra lib-
erölu. Bændaflokkuiinn hefir og lagt s;nn
skter3 til umræðanna. En þegar að fjárlög-
in k3mu til sögunnar og stjórnin sá að and-
stæðmgarnir ætluðu sér að hefta framgang
þeirn með endalausum umræðum og mark-
lausum breytingartillögum, fanst henni tími
.til k ::minn að taka í taumana og láta hart
mæta hörðu. Með sarriþykki þingsins getur
hún rett máíhöft, sem eru í því fólgin, að eng-
inn þingmaður má ta'la Iengur en í 20 mínútur
og ekki oftar en einu sinni í sama málinu. og
þess utan atkvæðagreiðsla sett innan viss
tíma. Á miðvikudaginn var ásetti stjórnin
sér að múlbind^ þingmennina, og drífa fjár-
lögin gegnum þingið á þann hátt. Var sú á-
kvörðun henar samþykt með 102 atkv. gegn
81, og síðan hefir hún þröngvað fjárlögun-
um lið fyrir lið í gegnum þingið, unz nú að
meiri hluti fjárveitinganna hafa komist í gegn
eins og hún vildi hafa þær.
Sumum mim vafalaust þykja það ósæm-
andi fyrir stjórn í þingræðislandi sem Canada
að leggja hömlur á málfrelsi manná, en öllu
má ofbjóða, og þegar þess er gætt að þetta
var eina leiðin sem stjórninni var fært lil þess
að bjarga fjárlögunum og sjálfri sér, þá munu
fæstir lá henni þó hún færi þannig að ráði
sínu. Kjörtímabil þingsins er ekki á enda fyr
emí desember 1922, og fyrir þann tíma þarf
stjórnin ekki að Ieysa upp þingið, getur jafn-
vel setið ári lengur, hið svokallaða náðarár,
ef þingið leyfir. Að hún færi nú að gefast
upp á miðju þingi, með mein hluta þess að
baki sér, þó andstæðingarnir óskuðu þess,
hefði verið vesalmannleg frammistaða, og Rt.
Hon. Arthur Meighen, er pólitískur bardaga-
maður, en ekki lyddúkend gufa. Honum mun
takast að bjarga stjórninni í gegnum þetta
þing að minsta kosti, þó hátt láti í tálknum
andstæðinganna.
Engu að síður leiðir þetta þóf til þess að
mörg mikilsvarðandi frumvörp munu ekki út-
rædd á þessu þingi, og bera andstgeðingarnir
einir ábyrgð á þvb Þeirra stefna er ekki að
byggja upp, aðeins að rífa niður. Nýmæli
engin hafa komið úr þeirri áttinni, og gagn-
rýning þeirra á fjárlögunum og öðrum stjórn-
arfrumvörpum, hefir verið veigalítil, alt mið-
að að þesu eina, að draga tímann og eyði-
leggja alt fyrir stjórninni, með þeim hætti.
Einn draug hafa þó liberalar vakið upp í
þinginu, þó hann fljótlega væri kveðinn nið-
ur aftur, og voru það gagnskiftasamningarn-
ir sælu sem gera átti við Bandaríkin 1911,
en sem Canadiska þjóðin hafnaði þá svo eftir-
minnanlega. Höfundur þeirra, Hon W. S.
Fielding, sem rtú er helzta máttarstoð Mac-
kenzie Kings, vakti þá upp að nýju í þinginu
fyrir fáum dögum. Bar hann fram tillögu
þess efnis að þingið féllist nú á samningana,
og bæði Bandaríkin að halda við sína hlið
þeirra.
Hvað svo sem segja má gagnskiftasamn-
ingunum til gildis eins og þeir voiu fyrir 10
árum síðan, er afstaðan önnur nú.1 HátoIIa-
flokkur er nú við völdin í Bandaríkjunum,
og hátollafrumvarp fyrir þinginu, sem sam-
þykt verður þar innan fárra daga, og sem
setur háan tollgarð gegn Qmada. Að fara því
nú að samþykkja gagnskiftasamningana,
hefði verið að fleygja sér flötum fyrir Banda-
ríkjaþjóðinni og biðja hana ölmusu. Og
vér erum þess fullvissir að hefði sambands-
þingið sökt sér svo djúpt í niðurlæginguna
að fara þess á leit, eins og horfir suður þar,
þá hefði Bandaríkjasljórnin vísað málaleytan
sambandsþingsins frá sér með fyrirlitningu.
En svo langt í ósómanum eru sumir liberölu
leiðtogarnir viljugir að ganga, ef þeir halda
að kjósendafylgi flokksins muni aukast við
það. En kynlegur má hugsanagangur þeirra
manna vera, sem halda að þeir hefji flokk
sinn til vegs og gengis meðal hinnar cana-
disku þjóðar, með því að knýja hana forn-
spurða, til þess að skríða í duftinu fyrir ná-
grannanum sunnan landamæranna.
Tiliaga Fieldings var feld í þinginu með
100 atkv. gen 79, greiddu liberalar og bænda
flokksmenn henni meðat'kvæði. Undanvill-
ingarnir voru á móti tillögunni með stjórninni.
Að stjórnin beri sigur úr býtum á þinginu,
er v iaiítið, en afkastasamt verður þingið
ekki, og dýrðarljómi þess mun aldrei ná upp
yfir reykháfinn.
III.
Á Manitobaþinginu hefir það gengið
skrykkjótt ti! og aídrei hefir ósamstæðara
þing setið í fyikinu. Norrisstjórnia var af
öllum talin dauðadætrid í þingbyrjun, e.ins og
hún átti að vera t«.r.kvaemt dómi k;óscnd-
anna í fyrraj.m ar, cn ósamlyndis og sund-
rungar andstæðinganna, hefir stjórnin ekki
einasta hjarað til þessa, heldur eru nú allar
Iíkur á því að hún muni komast stórslysa-
laust í gennum þingið. Fari svo, hefir hún
unnið stóran sigur, sem andatæðingum henn-
ar ætti að vera til ævarandi háðungar og
lasts.
Andstæðingaftókkarnir eru þrír, því er ver
og miður. Conservativaflokkurinn er fámenn-
astur, en einlægastur og fastastur í rásinni.
Hann hefir altaf verið sjálfum sér samkyæm-
ur, heill og óskiftur. Og hefði hann fengið
að ráða, hefði stjórnin verið fyrir löngu fall-
in. Sama má að nokkru leyti segja um verka-
mannaflokkinn, þó undantdkningar hafi átt
sér stað og þær komið sér bölvanlega. Iþau
tvö skiftin sem stjórnin var hættast komin,
hafa það verið verkamenn sem bjargað hafa
henni í bæði skiftin; að bændur gengju í lið
! með stjórninni var fremur skiljanlegt, en að
verkaflokksmenn sem skoðaðir voru ákveðn-
ustu andstæðingar stjórnarinnar skýldu verða
til þess, yfirgengur manrilegan skilning. Ge-
orge Armstrong, sem var einn veÆfallsmanna
sem í fangelsi voru sendir, hefir síðan hann
kom á þingið, forðast að greiða atkvæði ulm
nokkuð það mál sem stjóminni gat stafað
hætta af, og iþegar mest reið á um kvöldið,
þegar stjórnarskiftatillaga Smiths var borin
til atkvæða, gerði John Queen, sem skoðaður
var annar helzti og færasti maður ftókksins í
þinginu, bjargvættur stjórnarinnar ásamt
Armstrong. Aiíkvæðin voru jöfn, vegna þess
að þessir tveir ákveðnu stjórnarandstæðing-
ar, kusu að gera sig að núllum. Hvað bænda-
flokkinn áhrærir, þá hefir hann altaf verið
tvískiftur frá því fyrsta, annar hlutinn vetið
stjórnhoilur hinn andstæður, en eftir því sem
liðið he'fir á þingið hefir stjórriholl hlutinn
aukist, og hefir kveð.ð svo ramt að stjórn-
íylgi c. i nra þessara bændla, að þeir h.afa
ver j rylgi35pa'kdn stjórninni en henna. eigin
menn. Þó voru menn pessir kosnir ao.dstæð
:ngar hennar. Loforðum við kjósendurna
hafa þeir sýnilega geymt á hiilunni heima.
Sem dæmi upp á stjórnarfylgi bænda-
flokksins má benda á atkvæðagreiðsluna um
‘Bændalána-frumvarpið’. .Stjórnin hefir Iánað
bændum peninga með 6% vöxtufri. Fjármála-
ráðherranum |>óttu vextirnir of lágir og bar
fram fmmvarp þess efnis að hækka þá um
I %. Við fyrstu umræðu þessa máls voru
bændur óðir og uppvægir og Ikváðu 7%
vexti , ekki ná nokkurri átt. Var nú alment
spáð því að stjórnin mundi falla á þessu frum-
varpi, en viti menn, þegar kemur til atkvæða,
þá greiðir meiri hiuti fiokksins atkvæði með
frumvarpinu, og einn bændanna, Mabb frá
Fisher, kvaðst hafa greitt því meðatkvæði þó
vextirnir hefðu verið hækkaðir upp í 8%
Á sama fcíma og stjórnin ætlar að lána bænd-
um fé með 7 % vöxtum, tekur hún ián hjá
bönkum hér með 5/2%, að því er fjármála-
ráðherrann sjálfur segir frá; ætlar stjórnin
þá að táka 1 /2 % af bændum fyrir ómakið.
Við atkvæðagreiðsluna um vaxtahækkunina,
greiddu allir conservativar atkvæði á móti
henni og meirihluti verkamananflokksins. 10
bændur greiddu atkvæði með hækkunir.ni,
4 á móti og 3 höfðu hlaupið á dyr áður én
'gengið var til atkvæða. Þarna er gott dæmi
og vert íhugunar. Sá andstæðingaflokkurinn,
sem hækkun var mest í óhag, gleypti við
henni.. Gonservativafiokkurinn s-em aðeins
telur2 bændur í þinginu undir sínum merkjum
berst með alefli á móti henni. Hverjir eru þá
\! rauninni meiri bændavinir. Bændaflokks-
mennirnir sem gæta ekki hagsmuna bœnda-
stéttarinnar, eða conservativaflokkurinn sem
berst fyrir þeim?
Hversvegna hefir meirihluti bændaflokks-
ins brugðist loforðum sínum og eiðum? Hvers
vegna hafa þeir gengið í lið með N0rrisstjórn-
inni, sem þeir höfðu verið kosnir til að ýera
í andstæðu v;ð og fella ef kostur væri á?
Svarið er ofur einfalt og er: Þingmannslaun-
in. Stjómin hefir hvað eftir annað hótað, að
ef þingmenn yrðu ekki þægir, myndi hún
rjúfa þingið og ganga þegar til kosninga.
’ Kosningar gætu orðið $4.500 tap fyrir þing-
manninn og það er alt af vert að athuga.
Þingmannácaupið er $1.500 fyrir þingsetuna,
og kjörtímabilið eru 5 þing sem gefa af sér
$6,000. Fyrstu þinglaunin ganga vanalega að
miklu leyti upp í kosningakostnaðinn, en hin
fjögur em þingmanninum góðar tekjur, sér-
staklega bóndanum, sem setur þingið þann
tíma ársins sem lítið er að gera heima fyrir.
Að éiga því á hættu að fá kosningar yfir sig
svoná fyrstu þingsetuna, 'og þar á ofan óvíst
með að ná kosningu aftur, er næsta íhuga-
vert, það er betra að vera góður við stjórn-
ina svo hún geri ekki þann skratta; meir en
nógur tími að feila hana á síðasta þingi henn-
ar eftir 5 ár, þá höfum við dregið launin okk-
ar, og einnig efnt loforðin við kjósendurna.
Ekki fjarri þessu munu sumir bændaþing-
mennirnir hugsa og þá ekki George Arm-
strong síður. Ógöfugur hugsunariháttur en
eðlilegur.
IV.
Mesta rimman sem háð hefir verið í fylkis-
þinginu, síðan hásætisþrætunni Iauk, stóð
fyrra þriðjudag, um stjórnarskifta-
þingsályktun séra Smiths frá Brand
on. Vér vorum staddir í þinginu
og -hlustuðum á umræðurnar. Fram
söguræða Smifchs var vel flutt og
mjög kurteis. Vildi hann að ný
stjórn yrði mynduð í þinginu eftir
hiutfallslegum styrkleik flokkanna.
Norrisstjórnin héfði ekki lengur
rétt 'ti'l stjórnartaumanna, þar sem
hún væri í minnihluta í þinginu, og
kjósendur hefðu auglýst vantrausti
á henni. Samsteypustjóm allra
ficlkka ætti að gefast vel. Dó-ms-
málaráðherrann, Hon. Thos. H.
Johnson, reið fyrstur á andmæla-
vaðið.Var hvassyrtur í garð Smitþs
og verkam-Emnaflokkssins, og kvað
tillöguna koma í bága við grund-
vallarlög lándsins og fylkisins. Las
hann Ianga kafla úr ýmsum laga-
bókum máli sínu til sönnunar. Ef,
að tillagan næði fram að ganga,
þá mundi N-orrisstjórnin Ieggja þeg
ar niður völdin og hún og flokkur
hennar neita að hafa nolkkuð að
gera með hina fyrirætluðú hlut-
fallsstjórnarmyndun. Liberalflokk-
urinn legði aldrei því hjálparhönd
sem kæmi í bága við grundvallar-
lögin. Dixon verkamannatóiðtogi
svaiaði dóómslmálaráðherranum,
og las upp úr sömu lagabókunum
og hann 'hafði gert, til þess að sýna
að tillagan kæmi hvergi í bága við
grundvaliarlögin. Norris stjórnar-
formaður talaði því næst og var all
þungt niðri fyrir. Dró upp skelf-
ingarmynd af því sem hlyti að ske
ef tillagan yrði samþykt og hafði
í hótunum við verkamenn. Grund-
vallarlögin væri helgur arftur sem
þingmönnum ætti að vera hugar-
haldið að varðveita, en það væri
auðsýnilegt að verkamenn skeyttu
þeim engu og vildu brjóta þau við
öij tækifæri. Eins kvað stjórnarfor-
maðurinn þess hvergi dæmi í þing-
sögu nokkurrar þjóðar að slík
stjórn hefði verið mynduð sem hér
væri farið fram á. John T. Haig,
leiðtogi conservativaflokksins, svaí
aði stjórn-arformanninum í snjall-
orðri ræðu. Kvað tillögu Smiths
-koma hvergi í bága við stjórnar-
skrána eða grundvállarlögin, og
sýndi með glöggum rökum fram á
það, að það sem ekki væri bannað
í grundvallarlögunum, væri Teyfi-
legt. Benti meðal annars á saín-
bandsþingið í Ottawa, hefði sam-
þykt að Canada skyldi hafa fu'll-
veðja sendiherra í Washington, og
allir vissu að hvergi væri heimild
fyrir því í grundvalilarlögunum.
! Ýms önnur dæmi kom hann með
( sem sýndi hversu fráleitar væru
staðhæfingar stjórnarformannsins
og dómsmálaráðgjafaris, að tillag-
an færi fram á gnjndVallarlagabrot
Einnig hrakti 'hann þá staðhæfingu
stjórnarformannsins, að aidrei
ihefði í nokkru landi stjórn verið
kosin af sjálfu þiriginu úr hinum
ýmsu fiokkum 'þess. Kvað Haig,
Lloyd George stjórnin-a háfa þann-
ig til orðið, þá hún fyrst var mynd-
uð og hefði hún gefist vél. Nokkr-1
ir bændaflokksmenn töluðu næst
og lýstu því yfir, að þó þeir í sjáifu
1 sé væru tillögunni hlyntir þá væru
þeir samt á móti henni, vegna þess
hún væri ótímabær. Norris, John-j
son, Smith og Haig töluðu allir aft-
ur, og v,ar nú einna mesti hitinn í
Srnith. Beindi hann máli sínu aðal-,
lega að bændunum og kvað sumaf
þeirra sigla undir fölsku flaggi. j
Þeir sætu andstæðingamegin í
þinginu og teldu sig stjórnarand-
stæðinga. En þeir væru í rauninni i
fult eins dyggir fylgifiskar stjórn-,
arinnar og hennar eigin menn. Sæti j
þeirra væru því stjórnarmegin í|
salrium en ekki andslæðingamegin. [
Vildi prestur hreinar flok-kslínur en
ékker.t yfirskyn. Þá kom atkvæða-
greiðslan og fór hún eins og getið
var um í síðasta blaði, að 25 atkv.
voru með tillögunni og 25 a móti,
en þrír þingmenn, einn bóndi og
tveir vrekaflokksmenn sátu hjá og
greiddu elkki atkVæði, áilir þó tald-
ir andstæðingamegin. Forsetinn
gaf svo úrskurðaratkvæðið stjórn-
inni í vil, eins og geta má nærri.
Eftir þennan stóra “slag” hefir
dofnað yfir þinginu. Kraftur and-
stæðinganna er þverrandi. Sundr-
ungin og tortrygnin virðist magn-1
....Oodd’s nýmapillur eru bezta
nymameðaliÖ. Lsekna og gigt,
bakverkj hjartabilun, þvagteppu,
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan e'ða 6 öskjur fyr-
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl.
um eða frá The Dodd’s Medicine
Co. Ltd., Törontot Ont..........
ast með degi hverjum og nú virðast
flestir þrá að þinginu verði slitið
sem fyrst svo hver og einn geti far-
ið heim til sín.
* 0
1 Þetta þing hefir átakanlega heim
fært sannindi gamla málsháttarins:
Sameinaðir stöndum vér, sundrað-
ir föllum vér. Sundrungin hefir
eyðilagt andstæðingana, og eiga
bændur þar mest að sök.
Leikhúsið.
Heimilið, sjón-tfeikur í fjórum
þáttum, eftir Hermann Sud-
ermann.
Leikendur:
Schwarts, fyrv. herfylkishöfðingi,
Óiafur S. Thorgeirsson.
Ma-gda: Frú Stefanía Guðmunds-
dóttir ogf María: Anna Borg,
dæ-tur hans úr fyrra hjónabandi.
Frú Ágúst, seinni kona hans
Mrs. Lamlbourne.
Franziska von Wenlowski systir
hennar — Mrs. At'helstan.
Max von Wendlowski, ifl-okksfyrir-
liði, — Bjarni Bj-örnson
Séra H'e-ffterdingk,
Ó. A. Eggertsson
Dr. von Keller, stjórnarráS,
óskar Borg,
Beckmann, fyrv. yfirkennari,
FriSrik Sveinsson,
Von Klebs, fyrv, y-firhershöfSingi..
H. Melihúsa-lems.
Theresia, vinnukona hjá Schwarts,
Emelía Borg.
Stórmikill leikur, og aSdáanlega
vel leikinn. Um þetta munu a-llir
sam-dáma sem sáu HeimiliS leikiS
í Goodtemplarahúsinu á mánu-
dagskvöldiS, og vér höfum sjald-
an eSa aldrei séS leik, í þessu landi
eSa annarsstaSar sem hri'fiS he'fir
oss meira, og höfum vér iþó marga
góSa séS og vel leikna.
Frá höfundarins hendi er leilk-
riliS meistaraverk; e-fniS -mikiS og
búningur þess sam-ofin hei-ld, sem
hvergi eru misifellur á. Höf. sýnir
meS skýrum dráttum baráttuna
milli nýja og gamla tímans, sýnir
kyrstöSumanninn sem öllu vill
halda í gamla horfinu, og sem hat-
ar og ifyrirlítur fríimfás tiíSarand-
ans, og svo alf-tuj; á hinn bóginn
boSbera nýja tímans, sem v-ill
brjóta a'f sér öll bönd, og iifa sínu
lí'fi ifrj-áls oig óbindraSur af göml-
um venjum og fordómum. MiSI-
unarstdfnan hefir einnig sinn er-
inds-reka. Orustuvöllurinn milli'
þessara stefna er ‘‘hei-rniliS”. . ’
Á ‘íh-eimilinu’ riíkir gamla stefnan.
HeimilisfaSirinn,. Schwarts, er
gamalll uppgjáfa ihertforingi, sem
lifir nú í fátækt meS seinni konu
sinni og yngri dótturinni. Gamli
maSurinn er mesti sæmdarkarl, en
ósveigjanlegur harSstjóri á heimili
sínu; vilji hans er einráSur og hann
heimtar ótakmarkaSa hlýSni og
ur.dirgefni af sínum. Fyrir þá sök
hef'-r eldri dó-tturin, Ma-gda orSiS
aS flýja aS heiman, nokkrum ár-
um áSur er karl vildi þvinga hana
til þess aS giftast manni er hún
hvorki vildi sjá eSa íheyra. Karl
elf'kar þessa dóttur sína einlæg-
Iega, en einvéldisandinn er sterk-
ar-i hjá honum en föSurástin^ þess
vegna hefir hann afneitaS henni,