Alþýðublaðið - 07.03.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1921, Blaðsíða 2
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Munið eftir hlj ómleikunum á Fjallkonunni. Samsæriö gegn verkalýðnum. Menn, sem ekki segjast geta lifað af 20 þús. kr. árs- launum, ætla verkamönnum að tifa af 2 þús. krónuml Er borgarstjórl í samsærinu? Það er ólöglegt, ef hann neitar þeim, sem þurfa, um fátækrahjálp! ^HþýBan borgar! ------ (Nl) Tillaga Péturs gekk i þá átt, að tollurinn hækkaði aðeins af brendu kaffi (hann á vítt brennara). en tillaga hans var feld, Og þar með gafst hann upp. Jón Baldvinsson gerði tillögu um að nóverandi kaffitollur og sykurtollur félli burtu. sem sjáif- sagt er, ef nokkuð réttlæti væri til i landinu. Til vara gerði hann tillögu um að kaffitoiiurinn stæði óbreyttur (stjórnin hefir þó ekki gjert tiliögu enu um að hækka sykurtollinn, en gerir það Itkleg* ast næst). Báðar tillögurnar voru feldar. Aðaltillagan var íeid með 18 at- kvæðum gegn atkv. Jóns Bald vinssonar, en með tiilögunni um að láta kaffitollinn standa i stað gsreiddi Magnús Pétursson atkvæði með Jóni. Þeir Hákon I Haga og Pétur Ottósson höfðu, eins og áður var frá skýrt, þegar á hólm- inn var komið, ekki kjark til þess að vera réttlátir öðruvfsi en hinir þingmennirnir! Þess er vert að geta, að þing- menn Reykjavfkur aðrir en Jón Baidvinss. greiddu atkvæði með þvi að hækka kaffitollinn; Magn- ús Jónssoa taiaði sérstaklega á móti till. J. B , og Jakob og Jón Þorl. töluðu með hækkuninui, enda er Jakob einn af vitriagunum, sem létu nefndarálitið, sem fyr var nefnt, frá sér fara, Að Jón Þor- láksson var óvimar alþýðunnar, var kusnugt fyrir kosningar af starfsemi hans í bæjarstjórn. En að hinir, þeir Jakob og Magnús, væru það líka, hefir sjáifsagt ekki staðið öllum ijóst. En vonandi sér alþýða manna á þessu, hve miklir alþýðuvinir þeir eru, Magnús og fakob. Lánsfé til byggingar Alþýðu- hússins er veift móttaka i Al- ^ýðubrauðgerðinni á Laugaveg 61, & afgreiðsiu Alþýðublaðsins, i Irauðasölunni á Vesturgðtu 29 ag á skrifstofu samningsviunu Bagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkið fyrirtakiðí Það er enginn vafi á því að at- vinnurekendur bæjarins hafa gert samsærí gegn verkalýðnurn til þess að reyna að lækka kaupið. Hvers vegna? Er það af því að þeir álíta verkalýðinn vera svo vel stæðan eftir veturinn, að hann af þeim ástæðum komist af með minna kaupf Er það af því, að vörur hafi lækkað svo f verði, að þeir álíti að verkalýðurinn, af þeim ástæðum, geti komist af með minnaf Nei, ónei, þeir vita vel að dýrtfðin er ekkert farin að minka og þeir vita vel um atvinnleysið, sem verið hefir hér í vetur og á rót sína að rekja til innfluínmgs haftanna, sem gerð eru fyrir ör- fáa heildsaia og kaupmenn. Já, það er einmitt af því þeir vita um atvinnuleysið, sem verið hefir, að þeim dettur í hug nota sér neyð manna og lækka kaupið. Þeir gera sem sé ráð fyrir, að nú sé svo farið að sverfa að fjölda af verka- lýðnum, að nú sé hægt að bjóða honum alt! Nú séu margir verka- menn orðnir svo aðframkomnir, að þeir vinni fyrir hvaða sultar- laun sem í boði séu. Og svo verði hinir, sem eitthvað betur eru stadd- ir að vinna fyrir suma kaup, og svo sé kaupið falliðl En atvinnurekendur eru ekki að hugsa um hvort verkalýðurinn geti lifað af þvf kaupi er þeir bjóða. Þeir hugsa auðsjáanlega; »Nú er verkalýðurinn verulega illa staddur vegna atvinnuleysis og dýrtfðar; nú skulum við reyna að skrúfa niður hjá honum kaupið, þá græðum við meira." Én þeir hugsa bersýnilega ekkert um það, hvort verkalýðurinn sekkur niður í stökustu eymd og örbirgð. Nei, þeir eru bara að hugsa um að græða, græða. Og það er Kveld- úlfur, rfkasta útgerðarfélagið i bænum, sem gengur á undan. Fé- lag sem hefir fjóra eða fímm fram- kvæmdarstjóra, að sögn með 20 þús. kr. launum hvern — launum sem þdr gætu ekki lifað af, ef ekki bættist við launin arður af hlutabréfum í félaginu! Það hefir verið mikið atvinnu- leysi í vetur. Þess vegna þyrfti kaup verkafýðsins að hœkka nú en ekki lækka. Atvinnan verður áreiðanlega ekki meiri en rétt til þess að verkaiýðurinn geti haldið sér við á henni með því kaupi setn nú er. En hvað yrði ef kaupið iækk- aði. Og eitt er vert að athuga; Atvinnan verðtir ekki meiri pó kaupið lœkki. Það er sagt að Knud Zimsen borgarstjóri sé í samsærinu gegn verklýðnum. Hann neiti nú öllum um fátækrastyrk sem ekki hafi fengið hann áður; svari mönnum að engir peningar séu til. í til- efni af þvf er vert að geta þess, að þeir sem eru bjargarlausir eiga eftir 66. gr. stjórnarskrárinnar heimtingu á ýátækrahjálp. Hann getur því ekki neitað þeim sem hjáiparþurfi eru, og aðrir leita varia til hans. Kauplækkun hjá verkamönnum og sjómönnum varðar nær alla bæjarbúa. Lækki kaupið hjá þess- um stéttum, kemur lækkunin á eftir hjá öllum öðrum stéttum. Atvinnurekendur einir mata krók- inn. Ekki meé í samsserina. Jes Zimsen iætur í dag vinna við „Belgaum" upp á væntanlega samninga við Dagsbrún eða, tak- ist þeir ekki, þá upp á núverandi baupgjald, i kr. 48 au. á tfmann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.