Heimskringla - 14.12.1921, Page 4
4. B L A Ð S 1 Ð A.
11 E í M S K H 1 N G L A.
WlNiNlPEG, 14. DES. 1921
HEIMSKRINQLA
( StoÍDUð 1880)
Kemnr fit A hverjam niSvikudegl.
titffcfcndor ok elRfndur:
TBE VIKING PRESS, LTD.
853 og 835 SAROE\'T AVK„ WINNIPÉG,
TalMÍmi: X-GÍX17
Ver’B blnð.sInM er $3.00 Argmngurltm bor«r-
ist fyrir fram. Ailar boreaiir sendint
rAB.Hmanni blattalnN.
■-—.......... ■ 1 ~ T
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ritstj órar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
I/tanA«krift tii blaVulM:
THE VIKIMnl PRESS, Lt«H B*x 3171,
Wlaaipeg:, Man.
UtanANkrlft til ritntJArann
EDITOR HEIMSKRLTGLA, Box 3171
Wlnalpe*, Man.
The **Heimskf!nyla” is prlnted and pub-
lishe by the Viking Press, Llmited, at
853 og 855 Sargent Ave., Winnipeg, Mani-
toba. Telephone: N-6537.
WINNIPEG, MAN., 14. DESEMBER, 1921.
Fjögra stórvelda
sambandsmyndunin,
, Fjögra stórvelda sambandsmyndun til við-
urhalds friðar á Kyrrahafinu er stærsta hlut-
verkið, er afvopnunanþingið í Washington
hefir enn af hendi leyst. Það var samþykt
þann 10. þ. m. og gert kunnugt um heim all-
an. Fulltrúar Bandaríkjanna gerðu heyrum
kunnugt, að Bandaríkin, Stóra Bretland, Jap-
an og Frakkland hefðu komist að samningum
viðvíkjandi viðurhaldi friðar á Kyrrahafinu.
Efrimáistofu þingmaður Henry Cabot Lodge
talaði fyrir hönd Bandaríkjanna. Samning-
ar þessir leggja niður fjórar megin reglu-
gerðir:
1. Stórveldin samþykkja núverandi eign-
arrétt allra eyja eður eyjaklasa í Kyrrahafinu
og ef nokkur ágreiningur rís upP því viðvíkj-
andi, að leggja slíkt í sameiginlegan gerðar-
dóm.
2. Ef þar að lútandi réttindum nokkurs
veldis er hætta búin af utanaðkomandi yfir-
gangi, þá að kumgera hvert öðru skýrt og
hispurslaust frá slíku, svo þau geti talað sig
saman um og komist að niðurstöðu viðvíkj-
andi heppilegustu ákvæðum, er nauðsynlegt
væri að taka í sambandi við það, hrvort held-
ur hvert einstákt ríþi um sig eða öll í sam-
einingu.
3. Samningar þessir eiga að gilda.í tíu ár
frá degi þeim, er þeir eru samiþylktir og.gilda
þeir áfram með því ákvæði, að hvert ríki út
af fyrir sig getur sagt sig undan þeim með
eins árs fyrirvara.
4. Samningar þessir eiga að staðfestast
eins fljótt og mögulegleikar leyfa af hverju
ríki út af fyrir sig, samkvæmt stjórnarskrá
þess, og verða gildandi um leið og slík stað-
festing er afhent til Washington. Þegar slík
afhending er fengin, er um leið upphafinn
Anglo-Japanski samningurinn.
Senator Lodge Ikunngerði, að samþyktir
þessar hefðu verið gerðar á föstudaginn.
Afvopnunarþingið hefir nú staðið yfir í
rúmar fjórar vikur, og er ekki annað htegt að
segja en að það hafi þegar komið stórmiklu
til leiðar. Með varanlegum frið fengmlm í
Kyrrahafinu, er röfið eitt stærsta ófriðarský-
ið, sem altaf var að færast í vöxt og verða
þykkra og dimmara og sendi hrollkaldan
næturgust yfir kvíðafullan, sáran, lítt gróinn
heim. Kvíðinn yfir væntanlegum yfirgang
gula kynflokksins getur nú horfið. Þegar
Japanir vöknuðu til meðvitundar um sitt
mikla afl og tóku að færa sér í nyt þekkingu
hvíta mannfloldksins, og urðu svo stórstígir,
að þeir á £áum árum stóðu jafn framarlega
og stórveldin, þá varð mörgum ósjálfrátt að
spyrja: Hvað mundi ske, ef guli kynflokk-
urinn með allar sínar miljónir tæki sig sam-
an og ályktaði, að ríki sitt ætti að ná yfir
jörð alla? Svo skellur á stríðið mikla miUi
hvíta mannflokksins sjálfs, er veikir hann,
eyðileggur og sundrar sumum löndum hans,
lætur bróður berjast móti bróður og vini ber-
ast á banaspjótum, með öllum þeim ógur-
legu öflum, er þekkingin og vísindin höfðu
veitt og kent þeim í margar aldir. Yms al-
varleg misklíðarefni komu upp milli gula og
hvíta mannflökksins, mál, sem óefað gátu
orsakað annað enn stórkostlegra stríð en það
sem nýafstaðið var, hefði ekki hin andlega
heilbrigoi stjórnmálamannanna séð voðann
og tekið saman höndum til að afstýra honum.
Frá landinu, sem aldrei hefir ánauð þolað,
frá Iandinu, sem þrek hafði til að lýsa þvi
yfir í formúla stjórnarskrár sinnar, þegar
heimurinn var að fálma sig fram úr myrkrum
miðaldanna, “að allir menn væru og ættu að
vera fæddir með og undir sömu óumbreytan-
legu réttindum” og allir hefðu tilkall til að
vera “fæddir jafningjar”, — frá Iandinu,
sem fætt og álið hefir Washington, Jeffer-
son, Thomas. Payne, Lincoln, Longfellow og
Ingersöll, kemur heróp, ekki áskorunaróp til
stríðs, he’fdur til friðar og til að koma í veg
íyrir stríð. Önnur Iönd hlusta á kallið, verða
hrifin af hugmyndinni og rétta bróðurhönd-
ina yfir hafið og senda erindreka sína með
hlýhug mannúðar og hugsjónir um framtíðar
bjartsýnis möguleika og vald til að Ieggja í
sölurnar til framkvæmdar aðalhlutverkinu —
hlutverki friðarins.
Það er ekki óviðeigandi að geta um, hvað
stórblöðin á Englandi segja um samning
þenna. Morgunblaðið (The Morning Post)
segir meðal annars:
, “Fjögra stórvelda sambandið er ómótmæl-
anlega hinn stærsti og uPpbyggilegasti samn-
ingur, er stjórnmálamenn vorra tfma gert
hafa. Máttur hans tií góðs er óútreiknan-
legur, og er tæplega enn hægt að skilja til
hlýtar. Þó tiltekið sé um Kyrráhafið, þá
hlýtur samningur þessi einnig að þýða gott
samkomulag miii Bandaríkjanna og Breta-
veldis viðvíkjandi öðrum spursmálum, og
þessar tvær þjóðir eru um fram alt fast-
ákveðnar í því að viðhalda heimsfriðnum.”
Daily Telegraph heldur, að fjögra ríkja
sambandið muni hafa lík áhrif á Kyrrahafs-
löndin og Monroe Doctrine hefir á Vestur-
álfuna. Um Leið og blaðið kannast við
hagnað þann, er stafaði af Anglo-Japanska
samningum, þá lýsir það gleði sinni yfir því,
að nú þurfi ekki slíkan samning lengur, þvf
hann innifelist í hinum nýja samning.
Daily Cronicle segir meðal annars: “Það
er að vísu enn margar glufur á varnarmúrum
þeim, sem verið er að byggja móti stríði og
hinni vondu eyðslusemi að viðhalda 'friði
með herafla, en samt er nóg komið í ljós á af-
vopnunarþinginu í Washington til að sýna, að
það á hærra sess í sögu friðarins en nokkuð,
sem gert hefir verið í Hague.”
Kosningaúrslitin
Kosningarnar eru nú um garð gengnar. —
Stormurinn, sem þeim fylgdi, einkum síðustu
dagana, eins og kosningum að undanförnu,
er nú lægður; og lognið og kyrðin breiðir ef-
laust mjúka og hlýja höndina ofan á stjórn-
málahugina næstu fimm árin.
Um þessi úrslit skal ekki fjolyrt, þó þau
að ýmsu leyti gefi tilefni til íhugana. Aðeins
má geta þess, að ]~~ð er jafnfítil ástæða til
að vantreysta því, að þjóðin hafi leyst vel úr
jmálunum, og það er að halda, að alt hefði
orðið landi og lýð óhagstætt, þó úrslitin
hefðu verið önnur, og annarhvor flokkanna,
sem tapaði, hefði náð völdum.
Vér létum þá skoðun í ljós í blaðinu í
haust, eftir að kunugt var, hver stefna flokk-
anna yrði, að oss þætti mær ekki bregða
vana sínum með það, hve stefnuskrár þeirra
væru Jíkar; að það væri mjög erfitt að sjá
af þeim, að nokkuð verulegt bæri á milli, og
að það hlytu að vera völdin fyrst og fremst,
se mfyrir flokkunum vekti, en þar næst auð-
vitað hagsmunamál þjóðfélagsins, eftir efn-
um og atvikum. Það skorti með öðrum orð-
um róttækar endurbætur í spilið hjá öllum
flokkunum, svipaðar þeim, sem jafnaðar-
menn hafa. En meðan svo er'ástatt fyrir
þeim, að það eru aft nokkurskonar yfirborðs
framfarir, sem veðrið er gert út <öf, þarf
ihvor'ki einum eða öðrum alþýðumanni — og
það eru íslendingar flestir — að bregða neitt
istórkostlega í brún út af því, hvernig ikosn-
ingar fara. Þær hafa sjaldnast stór áhrif í
för með sér fyrir alþýðuna til góðs, og það
sem aðallega er fengið með þeim, eru valda-
sætin handa þeim, sem í þau setjast. Þa$
má kalla þetta þröngt á mál litið, eða þ^íum-
líkt, en víðsýnin í þessum efnum vill einnig
stundum verða einhliða. Oss finst tómlæt-
ið, sem gerir vart við sig eftir þenna síðasta
kosningasigur, talandi vottur þess, að sá sig-
ur hafi verið fyrir aðra en alþýðuna.
um, sem r'eð þau fcr á strfðítfiminum. I
Quebec -er það auövitað neiskyidan, sem
launa þur l. stjórninr.i við þessar kosningar,
en á öðn: :n stöðum virðist skoðunin yfirleitt
hafa verið sú, að um Ieið og verkefni stríðs-
áranna lav.k, hafi verkefni þessarar stjórnar
verið lck . Á þenna hátt er nú útlit fyrir
að reikningurinn hafi verið gerður upp í
hugum borgaranna áður en til atkvæða var
gengið.
Bændaflokkurinn vann nýjan, en ekki með
öllu óvæntan sigur í þessum kosningum í
Vesturfylkjum Canada. En aftur tapaði
hann í Ontario meiru en búist var við. Því
hefir eflaust valdið fríverzlunarstefna Crer-
ars. I Ontario eru menn yfirleitt ekki með
henni, og þess vegna munu þeir, sem að öðru
leyti fylgdu bændaflokkinum, heldur hafa
greitt atkvæði með King, sem ekki fór eins
Iangt í fríverzlunarmálinu og Crerar.
Um hina nýju stjórn skal engu spáð. Það
er ekki gott að átta sig á, hver þau mál eru,
sem leiðtogi hennar barðist fyrir í kosning-
unum, nema ef vera skyldi það, að færa
reksturskostnað stjórnarinnar niður. Það
er góðra gjalda vert, ef því verður í verk
hrundið, og ef það var það, sem átt var við
með skrafmu um bruðl fráfarandi stjórnar.
Annars virtist stjórnmálastéfna 'hans heldur
óákveðin og atkvæðasmá. Og að hann þrátt
fyrir það náði kosningu, má dálítið einkenni-
legt héita. Québec og Nova Sco4ia fylgdu
honum svo eindregið, að hann hlaut öll sæt-
in í báðum fylkjunum. Það er nýlunda við
kosningar og þykir mörgum eftirtektarvert.
Og þáð hefir vaknað sú spurning í hugum
manna, hvaðan máttur sá sé sprottinn, sem
megnaði að knýta íbúana svo óslítandi bönd
um við King. Var hann sprottinn af ein-
hverjum stjórnmálanýmæluim, sem þeir unnu
svo heitt? Var það heill og hagur aiþýðu
þessa lands og sómi, sem hugástum þeirra
hafði náð, eða voru það einhver sérmál
þeirra, sem til sögunnar 'komu og ollu því, að
úrslitin urðu eins og raun varð á? Lfkt þessu
spyrja menn hér vesturfrá í sambandi við
hinn óvænta sigur Kings og flokksmanna
hans í þessum kosningum.
Eitt af því, sem hérlend blöð mæia síð-
ustu kosningum til bóta, er það, að þær hafi
verið hreinar, og ráðvendni og varfæmi í
ummælum um andstæðinga, hafi verið gætt.
Sé svo, er þetta vel farið og vonandi að segja
megi það sem oftast um kosningar frarnvegis.
I þessum síðustu kosningum gengu liber-
alár sigrandi af hólmi. Mikill getur sá sigur
ekki talist vegna þess að þeir hafi hlotið svo
rtiikinn meirihluta þingsæta. Þeir náðu að-
eins völdum, þ. e. a. s. hafa meirihluta allra
atkvæða á þingi. En sá sigur þeirra er samt
að minsta kosti eftirtektarverður vegna þess,
að h^ virtist yfirleitt ekki vænst.
Tap Meighenstjórnarinnar er mikið, og
meira en búist var við. Að þessu leyti eru
kosningaúrslit þessi einkennileg. Að gera
sér grein fyrir því tapi, er þó hægt nú. Á
meðan kosningabaráttan stóð yfir, var þessi
útkoma ekki svo auðsæ vegna þess, að aðal-
málin, sem veðrið var mest gert út af, töll-
málin og járnbrautamálið, virtust vel karin af
^ækjanda þeirra — stjórninni — og í raun
og veru óhrakin í aðalatriðunum. En eftir
kosningarnar sést það greinilega, að það var
ekki verið að fást svo mikið um þau mál,
heldur hitt, að koma þeirri stjórn frá völd-
Minnismerkið
Eftirfarandi saga er lærdómsrík, þó fáorð
sé hún.
Irs'kur maður kom einu sinni tii Stefáns
Gerards bankaeiganda í New York, og bað
hann að láta sig hafa eitthvað að gera, því
hann þyrfti þess með til að geta lifað.
“Eg hefi ekkert handa þér að gera,” svar-
aði bankastjórinn.
“Eitthvað, eitthvað,” bað írinn hann auð-
mjúkur.
“Nú — eg skal þá finna eitthvað handa
þér að starfa einn dag eða svo.”
Það gfaðnaði yfir Iranum.
“Sérðu múrsteinahrúguna þarna hinumeg-
in í garðinum?” sagði barikastjórinn. “Þú
getur borið hana hingað og raðað steinunum
upp við girðingarhornið.”
“Já, herra, það skal eg gera.”
Verkið tók hann nokkrar klukkustundir.
Að því loknu fór Irinn til bankastjórans og
sagði honum, að hann væri búinn með verk-
ið og sPurði, hvað nú ætti að gera.
“Ertu búinn strax?” sagði bankastjórinn
hissa. “Eg hélt að það gengi að minsta kosti
dagurinn í þetta. Ja, hvað er hægt að gera?
Ö, nú veit eg það! Berðu alla múrsteins-
hrúguna aftur yfir garðinn og raðaðu stein-
unum þar upp eins og þeir voru áður.”
Irinn horfði hissa á hann, hugsaði sig um
eitt augnablik og sagði:
“Nei, herra minn, eg get ekki gert þetta.
Það væri með öllu árangurslaus vinna.”
Bankaeigaftdinn lét manninn fara og virt-
ist reiðúr út af því, að hann skyldi neita
þessu. Eigi að síður borgaði hann Iranum
fult dagskaup.
Hvernig víkur þessu við? Var hægt að
kalla það vinnu, að bera múrgrjótið til baka?
Hafði nokkur lifandi maður not af því? Það
er að vísu satt, að bankaeigandinn borgaði
fyrir það. En að borga peninga fyrir
gagnslausan hlut, eykur ekki gildi hlutarins.
Irinn hafði svo mikla sjálfsvirðingu til að
bera, að hann gat ekki annað en mótmælt
því, að eyða kröftum í svo einkisvert verk
sem það, að bera grjótið fyrst úr einu garðs-
horninu í annað, og svo aftur til baka á sama
staðinn. Hann vissi ósköp vel, eins og þús-
undir annara verkamanha vita, að varanleg-
asti minnisvarðinn, sem nókkur maðui reisir
sér, er starf hans sjálfs. En starfið þarf að
vera þarflegt og gott til þess, en ekki ónauð-
synlegt, jafBve! þó borgun fáist fyrir það.
Hye margir eru þeir ékki, sem
vilja fegnir reisa sér minnisvarða
með verkum sínum, en sem er
bægt frá því vegna óhentugs
skipulags á þjóðfélaginu? Því er
svo komið nú, að það mundu
færri standa sig við að neita jafn
ónauðsynlegri vinnu og þeirri, sem
írinn hafnaði, vitandi vel, að það
væri ekki að reisa sér hið dýr-
þráða minnismerki, sem með þarf-
íegri vinnu einni er reist.
Það er gott efni til alvarlegra í-
hugana, er íelst í þessari smásögu.
....Dodd’s nýmapillur eru bezta
Heiman og heim. '^nmtkws. l**™ °s gigt’
] bakverk^ hjartabilun. pvagteppu,
og örmur veikmdi, sem stafa frá
Frásögubrot og minningar
úr Islandsferð.
nýnamrm. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c ask;an eða 6 öskjur fyr-
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöt.
um dSe frá Tbe Dodd’s Medicine
Co. Ltd., foronto, Ont........
(Framlh.)
(iLesendur Lik.r. eru beSnir vel1-
virSingar á því, aS' kafli þessi er
hér endurprentaSur. Svío margar
meinlegar vilIu ihöfSu ’slæSst inn
í greán þéssa, eins og hún stóS í
síSasta blaSi, aS réttara þótti aS
endiurprenta hana alla en gera til-
raun til aS leiSréttaá annan hátt,
tilvitnanir orSiS svo margar, en
þær sjaldnast bornar saman viS
meginmláll, svo aS íitlu haldi koma
þó gerSar séu. Framhald Sþessa
erindis kemur í næsta blaSi.)
Götaborg er önnur mest borg
í Svíþjóðu og eitt hið hélzta menn-
ingarsetur á Norðurlöndum. Þar
er verzlun mikil og tíðar skipa- j , , , * ,
, n • • . r . ‘ ••* skoðun og pvi næst, að komast
komur. Borgin er reist iyrst ario , . r ■ , „
, , , , oAr. leioar smnar, ryrir þa sem vonast
lolV — og er þvi mmlega jv’J I
e , • i • gatu tnl ao
ar hmum heims-
leið þessari eru um 360 mílur veg-
ar til Stokkhólms, er farin er á
tveimur og hálfum degi. Mikið
láta ferðamenn yfir, hvað skemti-
legt sé að ferðast með skipum
þessa leið. Nýtur náttúrufegurðar-
innar 9VO vel á báðar síður. Má
með nokkrum sannindúm segja að
siglt sé upp heiðar og hálsa og
niður hlíðar og djúpa dali.
Vér höfum þegar drepið á að
samferðahópurjnn var stór. Er nú
; komið var í land lá fyrst fyrir toll-
ára gömul •
fræga og góðkunna konungi Svía
Gustav Adotph, og er enn sem hún
beri menjar hans. Þar hafði þá
bygð verið frá því fyrsta er sogur
hófust. Borgin-stendur á Elfar-
kvíslum, þar sem áður t:I forn.a
skiftust ríki miliúrn Nc
taka heima í kveld’
Nokkrir höfðu flutt með sér bif-
rejðar'og ráðgerðu að fara sjálfir
ferða sinna er á þurt land væri
komið. Hlökkuðu þeir eigi minst
til ferðalagsins, þenna síðasta á-
fanga, — að þeysa um bygðir og
bæi, yfir feiti og lautir, þar sem
hvert fótmál vegarms vakti upp
oregs og
Svíþjóðar, suður af eynni Hísing, |minningar löngu liðinna
við mynm Eystn-Gautelfar. Er þar i daga> _ hvcr hóll ke!gur staður
natturufegurð mikil mnan við Qg ^ sérhyer hæð var spá.
skerjagarðinn. Svo seg.r , forn-; manns gröf.” Kvöddum vér því
um sogum, að Gautelf, hafi raðið þá> meðaj samferðamannanna er
landask.ftum m.ll, Noregs og yér hhfðum me£t kynni haft af.
SvJjoðar, og var þa við ym,st; þama { tollbúðinni> árnandi hvert
m.ðað, austur eða vestur Elfu, og öðm -fararheilla> _ án öfundar
þóttust bæði ríkin eiga bygð þá,
er |á milli Elfarkvíslanna. Hefir
þar þá eigi ávalt verið friðsamt.
Ti'l er saga um það, að sú sætt
gjörðist mi'Ili þeirpa öfafs konungs
helga og Ólafs Eiríkssonar Svía-
konungs, að þeir skyldu hluta um
eign þá, hvor þeirra eiga skyldi,
og kasta til teningum; skyldi sá
hvor til annars, yfir auðæfunum,
— hinum mestu og beztu — sagna
auð og sögufrægð ættlanda vorra
hvors um sig. Elzta féð var líka
óskiftur arfur, og situr þar enginn
yfir annars hlut, en ^llir “njóta
sem þeir nema”. Þvi höfum vér
og líka jafnan haft ömun á þeim
manni sem brýzt fram úr mann-
hara, er stærra kastaði. Báðir þrönginni og hrópar: “Meistari,
kunnu nokkuð fyrir sér þeir nafn-
ar og var Ölafur Haraldsson, þótt
he'Igur maður væri, eigi með öllu
óvanur teningsspili, — en þess ber
að gæta, að heilagleikur hans var
af hinum gamla skólanum. Gengu
þeir þá til og köstuðu teningunum
og kastaði Ólafur Svíakonungur
fyrr. “Hann kastaði 6 tvö” og
mælti að Ólafur konungur þyrfti
eigi að kasta. Hann svarar og hristi
skipa þú bróðir mínum, að hann
skifti með mér arfi dkkar.” Sá
dómari eða skiftaráðandi er ekki
enn settur er honurn fái skift. Vér,
norrænt fólk, erum ein þjóð —
einn þjóðstofn að minsta kosti, —
kynþátturinn, ef vér túlkum spá-
dómana rétt, “er útikvíslast á um
gjörvalla jarðarkrihgluna”, söm er
saga vor, lífskoðanirnar í allflest-
um efnum hinar sömu. “Söm eru
tenmgana í hendi sér: Enn eru dll vor sigurljóð og sami vermir
tvö sex á teningunum, ok er guði oss eldur.”
drotni mínum h'tit, furr en at láta | J menningarbaráttunni kemur
þat upphorfa , og 'kastaði Ólafur Götaborg mjög við sögu. Við
konungur að svo maéltu teningun-] borsina eru kend hin frægu
um og komu upp sex tvö. Tók þá
Svíakonungur við. Þá kastaði
hann og komu upp sex tvö, “ok
kvað þá þó furr alt eitt koma
mundu.” En Ólafur Noregs'kon-
ungur kastaði eigi að síður, og var
nú þetta í hið fjórða skiftið að
kastað var, og var þá enn sex á
öðrum, en annar teningurinn hraut
í sundur í tvö, “ok vóru þar á 7
augun, o*k hafði Ólafur kon-
ungur Haraldsson nú kastað
13, ók eignaðist svá bygðina.”
Aumingja karlinn, hann var lengi
fengsæll í viðskiftum! Með þessu
móti féll svo eyjan Hísing undir
Nóreg en eigi er 'Svo að sjá sem
þessi sáttmáli 'hafi haldist.
Frá Götaborg létu Svíar grafa
skipaskurð á árunum 1810—32
norður í Vænir vatn og svo alla
leið til Stokkhólms. Var það hið
mesta tröllvirki. Er sjálfur skurð-
urinn 54 mílna langur og eru í
honum 58 flóðlokur, því lyfta
þurfti vatninu sumstaðar á þessari
leið alt að 200 fet yfir yfirborð
Væni vatnsins. Þetta var fyrir
daga járnbrautanna. Eftir skipa-
eru
“Götaborgarlög”, er vera virðast
hin vitrasta úrlausn á áfengismál-
inu er enn hefir fundin verið, og
þess utan hin fyrsta skynsamlega
og varanlega tilraun að hafa stjórn
á tilbúningi Og sölu áfengra
drykkja í heiminum. Saga bind-
indismálsins f Svíþjóð er stór part-
ur í menningarsögu þjóðanna.
Árið 1829 voru 1 73,124 vín-
brensluhús í landinu, eða til jafn-
aðar eitt fyrir hverja 16 íbúa.
Hver jarðeigandi hafði fult leyfi
samkvæmt lögum til að brenna
vín. Á hverri kidcjujörð var vín-
brensluhús og vínsala rekin til á-
góða fyrir kirkjuna. En með lög-
um er gefin voru út árið 1855
varð stór breyting á þessu. Öll
þvílík einkaleyfi voru afnumin, á-
fengissala takmörkuð oS þungur
skattur lagður á verzlunina. Þá
heimiluðu lögin hverju sveita- og
bæjarfélagi fyrir sig að ákveða
með hvaða hætti áfengi skyldi
vera búið tii og selt innan sinna
takmarka. Iðnaðarbæjirnir Jönkö-
ping og Falun hagnýttu strax þessi
lög, fækkuðu vínsöluleyfum, settu