Heimskringla - 03.05.1922, Blaðsíða 7

Heimskringla - 03.05.1922, Blaðsíða 7
 WINNIPEG, 3. MAl, 1922 3 K. H 7. 0 L A Ð S 11> A. 77ie Dominion Bank HOKM N8TEB BAMfð OG SUEHBttOOKB ST. Höfu'Sstóll, uppb..$ 6,000.000 VarasjóSur ........$ 7,700,000 Allar eignir, yfir .$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viSekifb iim kaupmanna og veralunirtt' aga. SpttrisjóSsdeiidin. Vextir af innstæðufé greiddir jafn háir og annarsstaðar við- gwigst rHOHE A 92S3. P. B. TUCKER, Ráðsmaíur Eiríkur rauði kominn. (Framhald frá 3. síðu) breyting á vopnaburði, hefði kom ið sér vel fyrir þá, sem helzt vilja sitja við vinnu, vegna þess að örfa smíði getur að miklu leyti verið gerð sitjandi; eins að gera við hjálma og skildi og skepta spjót, og gera að byrgjum. Eða hvernig haldið Jrið herrar mínir að hefði Iitið út á skrifstof- um hinna lærðu) Þar hefði alt verið á ferð og flugi; allir sitið með sveittau skallan við að end- urskrifa gamlar sögur og ljóð, og skrifa upp áður óþekt; þar hefði verið fult af fólki sem aldrei hefði séð skrifstofu, því síður unnið þar, og þar fengu þeir loksins vinnu sem þeim Iíkaði, þessir og þessar, sem ekki vilja læta að elda graut, eða að pæla upp garða né mjólka kýr. Þeir lærðu hefðu setið á fupdum við öldrykkju, því Eiríkur hefði ekki drukkið vatn, og því til blessunar fyrir ölgerðar- menn og embættismenn, sem alt- af eru að berjast með hnúum og hnefum fyrir því að búið sé til vín og öl og drukkið, komst það á aftur, af því að Eiríkur var lífg- aður, og þar var vinna; unnið dag og nótt við öl, vín og flösku og glasagerð, má vera, og er enda líklegt að horndrykkja hefði ver- ið tekin upp. Nú koma allir forn- ir-dansar og leikir til sögunnar. eins og þeir voru í fornöld, og þá glíman íselnzka. Knattleikur eins I og hann tíðkaðist þá, orðið heims- list, því þar gátu kraftamenn sýnt þrótt sinn í að gfípa og kasta steinknöttum, því annað var ekki brúkað. Togleðursboltar hefðu fallið úr sögunni, af því Eiríkur! hefði dæmt það löðurmannlegt' leikfang. Og svo íslenzka glíman.! Þar hefði Jóhannes Jósefsson [ fengið tækifæri til að læra rétt j klofbragð og mjaðmahnykk, og1 mörg fleiri brögð. Þetta er nú aðeins örfátt af öllu því sem lífgun fornmanns þesca1 hefði breytt og bætt heiminn, að ógleymdri stjörnufræði, læknis-1 fræði og grasafræði, og hefðu þær þrjár fræðigreinar komið sér vel nú fyrir bændur og búalýð. Eg held, bræður og systur, að j eg fari nú að botna þetta, og bið eg alla að fyrirgefa hvað það er, fátækt af hugmyndum. En nú er i eftir að heilsa manninum að forn- | um sið og bjóða hann velkominn, j og þá koma skáldin til sögunnar. j Eg er orðinn ókunnur á gamla landinu, hverjir þar yrkja bezt, j en hér vestan hafs eru aðeins tveir ; sem ættu að reyna sig; það eru j þeir séra Jónas A. Sigurðsson og j Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Eg dreg engar dulur á þao, að séra Jónas féllur mér bezt í geð, og vildi eg því mælast il að hann vildi yrkja kvæði eða drápu til Eiríks, og svo vildi eg mælast til að próf. Svb. Sveinbjörnsson semdi lag við kvæíðið, því þá er eg viss um að það yrði sungið af öllum. Því mið- ur er Matthías farinn; sá hefði hleypt á sprettinn nú, svo allir hefðu hlustað á. Áreiðanlega er axarskaptið stærra en nokkurn nú- lifandi mann hefir dreymt um, sem Danir gerðu nú. Eg gleymdi að telja upp þorra- blótsvéizlur, brúðkaupsveizlur, erfidrykkjuu og drykkjur í höllum konunga, sem alt hefði farið í j vöxt, að fornum sið; einnig að i skáldin hcfðu endurreist þann sið j að flytja konungum og öðrum stórmennum, kvæði og drápur, I eins og þá tíðkaðist. Rauðiblástur j tekinn upp; gátu þá kotkarlar lært að búa til sitt eigið járn og hefði því spaiað þeim stóra pen- inga. — Fyrir ritfæran mann væri , hægt að semja þumlungs þykka ! bók um breytingu þá sem orðið I hefði á lifnaðarháttum í búskap, gleðskap, trú, drengskap og klæðaburði, sem alt hefði breyzt til betra æf Eiríkur rauði hefði j verið lífgaður. Með vinsernd, I -S.J.J.- ARNAQULL Hvor var meiri? “Áttu að liggja úti?” “Nei, eg á að sofa í tjaldinu eins og fólkið.” “Nú, kallið þið það að liggja við?” “Já, það kalla allir. Veizt þú ekki hvað það er að liggja við?” "Jú, nú veit eg það.” “Nei, þú veizt það ekki. Og þú vissir það ekki. Þið eruð eins og álfar út úr hólum, sem komið þarna úr Reykjavík.” “Með hvað ætlar pabbi þinn að fara?” spurði Óskar. Með hvað! Líklega með hest- ana. Veiztu nú ekki heldur, hvað er að fara með? Skilirðu þá, hvað það er að fara á milli? Svona eruð þið úr Reykjavík, þið skiljið ekki málið okkar.” “Við skiljum það víst, og við skiljum fleiri mál. Við getum tal- að við útlendinga?” “Eg skil ofurlítið í ensku og dönsku.” “Geturðu talað dönsku og ensku?” spurði Búi. “Eg get talað einfalt mál.” “Hvað er klyfberi á dönsku?” “Eg held það hafi alderi komið fyrir.” “Hefir klyfberi aldrei komið fyrir? — Hvað þýðir það, að hann hefir aldrei komið fyrir?” “Orðið er ekki í bókinni minni, og eg held mér hafi aldrei verið sagt, hvað klyfberi væri á dönsku.’ “Nú. — lof mér heyra hvernig þú talar ensku.” “Það dettur mér ekki í hyg. Þú leikur ekki með mig. Læturðu mig gjalda þess, að eg er úr Reykjavík? Þið eruð heimsk ir sveitadrengirnir.” “Við erum þó ekki eins vondir 03 drengir í Reykjavík,” sagði Búi. “Heldurðu að allir drengir í Reykjavík séu vondir?” “ la—á, þeir eru reglulega vondir.” “Hvernig geturðu sannað það? “Þeir skrökva, þeir taal ljótt, þeir brjóta rúður, þeir hrekkja saklaust í lk og þeir æpa á það, þegar það gengur um götuna.” “Þf ð er engin sönnun þó þú segir þetta.” “Á er það ekki sönnun, þegar kaupafólkið segir það, sem hefir j verið hérna hjá honum pabba, og það hefir umgengist þessa vondu stráka.” “Eg veit það eru til slæmir strákar í Reykjavík, en þar eru líka margir góðir drengir. Það eru nú líka til vondir strákar í sveitinni.” “Ekki eins- margir,” sagði Búi með miklum ákafa. “Það er Iíka fleira fólk í Reykja vík, en hérna til dæmis í sveit- inni þinni.” “Það er eg nú ekki viss um.\ “H—hæ! ertu ekki viss um það?” “Nei, eg er ekki vis um það. Veizt þú nokkuð hvað margt fólk er í heimili á sumum bæjum hér? Það ei u nú til dæmis IS manns í heimili í Hvammi og 12 á Gilj.” “Já, já, skárri cr það nú fjöld- inn! En hvað eru margir bæir í hreppnum?” “Þeir eru 22.” “Eg skal nú segja þér það, þó 22 menn væru á hverjum bæ, yrðu ekki fleiri en 484 menn í sveit- inni. Og þá vantaði þig hér um bil 22 hópa aðra eins, til þess að hér væri jafnmargt fólk og í Reykjavík.” “Eg veit nú ekki hvort það er rétt, en heldurðu það séu ekki nokkuð margir menn 484? Þú ættir að sjá allan þann fjölda í einum hóp.” “Og eg hefi séð miklu fleira fólk saman komið.” “Séð fleira fólk saman komið! Þetta kalla eg nú mont. Hvað heldurðu að séu margir menn í Reykjavík?” “Þar eru í kringum 20,000 manns.” “Hefirðu talið þá sjálfur?” “Nei, en mér hefir verið sagt það, og svo hefir það venð birt í blöðunum.” “Já, í blöðunum, það er nú ekkert satt í blöðunum, skal eg segja þér.” • “Þú veizt ekkert hvað þú segir. Heldurðu til dæmis að það sé ó- satt að pósthúsið sé opið frá kl. 9 til klukkan 2 og frá 4 til 7. Eða heldurðu að það sé ósatt, að bað- húsið sé opið frá klukkan 8. á morgnana til klukkan 8 á kveld- ín i “Eg veit ekkert um það. Stend- ur það í blöðtinum?” — “Já, það stendur í hverju tölu- blaði sumra biaðanna.” “Jæja, eg tryði því nú ekki samt. Spurðu hann pabba, hvort hann trúi því, sem stendur í blöð- unum. Hann ætlar nú að hætta að kaupa sín blöð, af því þau flytja okkur svo Ijótt og segja aldrei satt.” “Þið eruð heimsk! ” Ef þið hættið að kaupa blöðin, þá verð- ið þið eins og álfar út úr hólum.” “Heldurðu hann pabbi minn sé heimskur? Og heldurðu að hún mamma mín sé eins og álfur út úr hólum. Nei, þakka þér fyrir. Þau eru gáfaðri en allir sem eru í Reykjavík.” “Þið eruð flón !” “Þarna eruð þið komnir, Reykjavíkurstrákarnnir. Þið talið illa um alla. Hvað heldurðu að hann pabbi segði ef hann heyrði til þni?” “Hann samsinti mér.” “Það er ómögulegt að tala við þig, Óskar. Þú ert óttalegt barn. Það er líka von, þið heyrið al- drei nema ljótt í Reykjavík. Þar er ekki lesin húslestur. Þið lær- ið engin vers og þið kunnið ekki að signa ykkur. “Nú veiztu ekkert hvað þú seg- ir. Eigum við að vita hvor okkar kann fleri vers?” “Já, það skulum við reyna.” “Jæja, kantu þetta: Ástafaðir himinhæða?” “Nei, það er ekki í Passíusálm- unum.” “Það veit eg vel.. En veiztu eft- ir hvern það er?” sagði Óskar. “Nei.” “Versið er í Barnasálmunum, og sálminn þýddi Steingrímur. Kantu lagið við sálminn?” “Nei.” “Kantu þetta: Nú litlu vakna blómin.” “Nei.” “Það er líka í Barnasálmunum. Sá sem þýddi það hét Stefán. Kantu þá þetta: Ó Jesú bróðir bezti?” “ÞeÞssa sálma kann eg nú alla og miklu fleiri.” “Já, en eg kann aðra sálma og önnur vers Eg kann þetta: Hveiti korn þetu þil;. Það er eftir ha::n Hallgrím Pétuvsson. Og eg kann þeíta: Vertu guð faðir, faðir minn. Og eg kann miklu, miklu fleira. Svo kann eg veraldleg er- indi. Eg kann þetta: Eldgamla Isa j fold, Hvað er svo glatt, Ó fögur er vor fsturjörð og Séra Magnús settist upp á Skjóna.” “Þetta kann eg nú alt líka, j nema þetta : Séra Magnús settist upp. — En kant þú lögin við þessi kvæði, sem þú lögin við þessi kvæði, sem þú nefndir?” “Já, eg kan lagið við Eldgamla ísafold.” “Kantu ekki hin?” spurði Ósk- ar. • “Eg get sungið þau með öðr- ♦ * um. “En eg get sungið þau öll og það aleinn. Og eg kann “Óhræsið” “Eg læri aldrei Ijót kvæði,” mælti Búi. I “Óhræsið er ekki ljótt kvæði.” “Hvernig er það?” “Kantu ekki þetta: Ein er upp til fjalla?” . , “Nei.” “Kantu Dalvísur?” “Nei.” “Kantu lagið við þær?” “Nei”. “Veiztu hver hefir ort Óhræsið og Dalvísur?” “Nei.” “Hann Jónas hefir gert það.” “Hvaða Jónas?” “Jónas Hallgrímsson.” “Nú.” íjl (Framhald) sá hávaðinn ykist æ meir. Svo kom það alt í einu yfir hann, að hann væri svo einn, svo algerlega einn og einskis verður. “Eg er — — eg er einskis verður,” stamaði hann. Hann sagði það ekki hörkulega og það var iðrun í röddinni. • En það var eins og hún hefði vartt tekið eftir orðum hans. Þó hvíldu blá augun á hon- um andartak. Og þögnin varð enn óvelkomnari en fyr. Honum fanst, að það væri ekki of mikið að gefa öll heimsins auðæfi til þess áð mega kyssa fald klæða hennar. En fyrir hvern mun vildi hann ekki gera hana hrædda. Hann var að reyna og reyna, að Iáta sér detta eitthvað í hug, sem hann gæti sagt henni frá. Hann lagði sig allan fram til þess að skapa eitthvað fallegt í hug sínum, sem hann gæti sagt henni. Og loks sagði hann: “Þetta er ekki Sonomadalurinn. Þetta er land álfanna og þú ert dálítil álfamær. Ef til vill sef eg og mig dreymir þetta alt. Eg veit ekki. Og við get- um ekki talað neitt saman af því, skijirðu, að þú ert álfamær og þekkir að eins það, sem gott er, en eg er utan úr vonda heiminum og iþekki ekkert nema það, sem ljótt er.” Og þá er hann hafði þetta mælt var eins og hann hefði rekið í strand andlega. Hann varð að hætta eins skyndilega og hann hafði byrjað. “Og þú ætlar að segja mér frá vonda heiminum,” sagði hún og klappaði saman lófunum. “Það langar mig mest til af öllu.” Hann hðrfði á hana fullur undrunar í svip. Og hann bar hana saman við fullorðnar kynsystur henn- ar, bar hana saman við stúlkur, sem hann hafði kynst, stúlkur, sem voru sokknar eins djúpt og sokk- ið verður í eymd og spillingu. Hún var ekki álfa- mær. Hún var íklædd holdi og blóði. Og það var þrá í blóði hennajr sem þeirra til þess, sem lágt er. Það var í blóði hennar, eins og það hafði verið í blóði hans sjálfs, er hann hvíldi við brjóst móður sinnar. I ; * “Nei,” sagði hann kæruleysislega. “Þessi maður utan úr vonda heiminum ætlar ekki að segja þér frá neinu, sem Ijótt er. Hann ætlar að segja þér frá því, þegar hann var ungur og elskaði hesta, frá fyrsta hestinum sem hann kom á bak, fyrsta hestinum, sem hann söðlaði og fyrsta hestinum, sem hann átti. Hest- ar eru ekki neitt líkir mönnunum. Þeir eru betri í sér. Þeir eru hreinni, hreinni á líkama og sál liggur mér við að segja. Og litla álfamær, eg get fullyrt þig um það, að það er ekkert eins yndislegt eins og að sitja á þreyttum hestti, þegar kvölda ekur eftir langan dag, og veslings þreytta skepnan samt sem áður tetkur til fótanna og flýtir sér heim með þig. Það er yndislegt af því blessuð skepnan skilur. Hest- ar! Þeir eru mitt líf og yndi. Vást ann eg þeim. Já, eg var cowboy*) hérna á árunum. Hún klappaði saman höndunum í innilegri barns- legri gleði. Og augu hennar ljómuðu af gleði, þegar hún sagði: “Svo þii. varst Texas-cowboy. Mig hefir altaf langað til að sjá þá. Pabbi segir, að þeir séu allir hjólbeinóttir.” “Vissulega var eg cowboy í Texas. Fyrir löngu, löngu $iðan. Og víst er um það, að eg er hjólbein- óttur. Eins og þú veist, þá byrja þeir ungir að fara á bak, áður en beinin eru farin að harðna að ráði og þau bendast dátítið. Eg var ekki nema þriggja ára, þegar eg byrjaði, þegar eg fyrst kom hesti á bak. Folinn var þrevetur líka, hálftaminn. Eg teymdi hann upp að garði til þess að komast á bak. Eg hélt mér í faxið og hann jós og prjónaði, en hann gat ekki kastað mér af sér. Eg hafði hann á valdi mínu eftir svolitla stund. En kannske vissi hann, skildi hann, hve lítill eg var og var þessvegna stiltari. Sumir hestar eru gáfaðri en nokkurn grunar. ’ I hálftíma hélt Ross Shanklin áfram að tala um hesta. Hann hélt enn þá hönd sinni á faldi klæða hennar, þótt hún vissi það ekki, og þótt hann talaði í sig hita um hesta og ýms Texas-æfintýri, þá var það honum gleði, sem hann mundi eftir hvert andar- tak, að snerta kjólfald hennar. Sólin var farin að lækka á lofti og vagnarnir voru nú að koma aftur frá víngerðarhúsunum, tómir og því skröltmeiri. Og loks var kallað: “Jóhanna! Jóhanna! Hvar ertu barnið mitt?” *) Hefir verið þýtt kúahirðir á íslenzku. En það nær ekki merkingunni. — Þýð. Litla stúlkan kallaði á móti. Og eftir fáein andar- tök leit Ross Shanklin tígulega konu, vel búna, koma út um hliðið, sem var fyrir frhman sumarhúsið. Hún var grannvaxin og fögur og Ross fanst að hún frekar liði en gengi yfir jörðina. “Hvað hefirðu verið að gera svona lengi?” spurði hún, þegar hún kom til þeirra. ♦ “Að rabba saman. Og það var svo gaman.” Ross Shanklin skreið á fætur og beið heldur en ekki klunnalega. Og litla stúlkan tók í hönd móður sinnar og hún leit á Ross með alúð og viðkvæmni í svipnum. Og það hafði aldrei komið fyrir hann í mörg, mörg ár. Konan, sem hræðist ekkert, hugsaði hann. Ekki dauðann sjálfan. Og hann sá enga feimni í svip hennar. Og jafnframt hugsaði hann um útlit sjálfs sín, en slíkar hugsanir fæddust sjaldan í hug hans. Hún kvaddi hann og hann tók kveðju hennar kur- teislega, en hás var hann og loðmæltur. “Og fanst þér gaman líka?” spurði hún. “Já, frú! Vissulega! Eg var að segja litlu telp- unni sögur um hesta.” “Hann var cowboy einu sinni, mamma,” kallaði Jóhanna. 'Móðir hennar brosti til hennar og leit svo hlý- lega á hann. Þá datt það í Soss Shanklin hve hörmu- legt það væri, ef eitthvað kæmi fyrir þær, einhver hætta, árás, eitthvað. Og þá næstum óskaði hann þess, að eitthhvað gerðist, einhver hætta vofði yfir, svo hann gæti bjargað þeim, varið þær, með öllum styrkleik sínum. — “Nú verðurðu að koma, góða mín,” sagði móð- ir hennar. “Það er orðið seint.” Þá leit hún á Shank- lin og mælti: “Má eg bjóða þ,ér eithvað að borða?”' ”Nei, frú! Eg þakka fyrir, en eg er ekki------- eg er ekki svangur.” “Kveddu hann þá, Jóhanna.” “Yertu sæll.” Hún rétti honum hönd sína. Augu hennar ljómuðu af gletni. “Vertu sæll, maður, utan úr vonda heiminum.” Það — að þrýsta hönd hennar, mega snerta hana, var kjarni æfintýrsins, fanst Ross. “Vertu sæl, litla álfamær,” umlaði hann. “Nú verð eg að fara líka.” En hann stóð kyr í sömu sporum, uns þær voru hornar inn í húsið. Alt var autt og tómt í einni svipan. Hann leit í kringum sig í svip/ Svo henti hann sér yfir girðinguna, gekk yfir brúna og upp dalinn. Hann gekk sem í draumi. Stundum hrasaði hann, því hann gekk eins og í leiðslu, án þess að vita hvert. Þegar hann hafði gengið um mílu vegar kom hann a krossgötur. Beint á móti, andspænis honum, var knæpan. Hann staðnæmdist skyndilega og hon- um varð það að smjatta. Tíu centa peningur var aleigan. / “Guð,” andvarpaði hann. “Guð!” — Svo hélt hann áfram. þreytulega, upp dalinn. — Hann kom að reisulegum bóndabæ íbúðarhús- iíFvar stórt og hlöður margar og stórar. Á sumar- svölunum sat maður og reykti. Hann Lafði brett skyrtuermunum upp fyrir olnboga. Það var bónd- inrf, miðaldra maður og skarpeygður. \ “Get eg fengið vinnu?” spurði Ross Shanklin. “Skörp ^ugu bóndans hvíldu á honum. “Dal á dag og fæði.” Ross Shanklin herti upp hugann. “Eg skal tína drúfur. Gera hvað sem er. En get eg ekki fengið stöðuga vinnu? Mér liggur við að segja, að eg væri alinn upp á hestbaki. Eg get ekið, plægt, gert alt, alla vinnu, sem hestar eru notaðir við.” “Þú lítur ekki út sem sá, er girnist stöðuga vinnu.” “Eg skal sýna það. Reyndu mig; það er alt sem eg bið um.” Bóndinn hugfeaði sig um. Hann leit sem snöggv- ast á skýþyknið í vestrinu. Sólin var nýhorfin bak við það. “Eg þarf á ökumanni að halda. Eg skal taka þig til reynslu. Farðu og ettu kvöldmat með fólk- inu.” — Ross Shanklin varð að herða upp hugann til þess að mæla. — “Gott og vel. Eg skal vinna vel. Hvar get eg fengið að drekka? — Og vatn til að þvo mér?”-------- E N D I R.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.