Heimskringla - 24.05.1922, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.05.1922, Blaðsíða 5
WINNIPEG, MAN., 24. MAI 1922 HEIMSKRINGLA. 5. BLAÐSIÐA. öðru vandaðra nú á seinni tíð. Þó ber þar af öllum húsum hið nýja hús þeirra Jonatans kaup- manns Þorsteinssonar og Huldu Laxdal. Það er ekki hús, heldur höll og hefir kostað yfir hálfa miljón króna.--------t*á hefir og bygst út með öllum Laugavegi upp fyrir Rauðará og er það orð- in samanhangandi bær. Ennfrem" ur upp með mýrinni upp La>fás- veg upp að kennaraskóla, yfir Þingholtið og yfir Skólavörðu, svo húsaröðin er þar óslitin. Þá er og bygð komin austur Hverfis- götu langt austur fyrir Safnhús- ið, fram með sjónum og heilt af upp á Laugaveg. Þar fram með sjónum eru fiskihús og skrifstofur sjávarútvegsins. Trúað gæti eg, að Reýkjavík væri fram með sjó nærri 3 mílur enskar og nær mila á breidd, upp frá höfninm og vest- ur fyrir kennaraskóla, þar sem hún er breiðust. Eigi ber öllum saman um, hvað margir íbúar myndu vera í bænum, en aætlað var, að þar myndi vera um 20000 manns. Flest þessi nýju hús eru bygð úr steinsteypu og eru fremur snotur, og varanleg munu þau vera, grunnurinn er traustur, Llöpp svo langt niður sem nemur. Þá mega það og heita heil- miklar breytingar, að mýrin ofan við tjörnina má heita eitt renni- slétt tún. Varð Þórhallur heitinn biskup þar fyrstur til að vinna að jarðabótum, en mú á síðari tíð margir orðið til að fara að dæmi hans. Þá hafa og verið græddir út móar og mýraflákar út og aust- an við bæinn, svo þar eru komin fögur og stór tún, er áður voru fen og foræði. Verið var og að slétta alla mýrina ofan við Foss- vog. Er það afar stórt flæmi og hin frjóasta jörð. Til þess hafði verið fengin vél frá útlöndum og gékst Búnaðarfélag Islands fyrir því. Vél þessi er smíðuð í Þýzka- landi, en einkaumboð fyrir Norð- urlönd hafa Svíar enn sem komið er, og var mér sagt að vélin kost- aði, upp til Reykjavíkur komin, um 60,000 kr.-------- -- Með öllum þessum jarðabótum hefir kúabú Reykvíkinga vaxið að stórum mun, en þó má betur, ef duga skal, því enn er þar mikil mjóllcurekla og mjólk í 90 aurum til krónui potturinn. Þótt framfar-' ir þessar í jarðabótum þar við bæ- inn megi teljast miklar, getur þetta þó varla heitið meira en byrjun við það, sem gera má, og hefir það þó óneitanlega breytt umhverfi bæjarins og gert það fegurra og fríðara. Það er ekki lengur hin mikla grjóturð, með fúafenum og mýraflákum á milli, sem það áður var. Það er að skapast úr því jörð, frjó og byggi- leg, og með þeim kostinum mikla, að auk þess má segja að þaðan sé hið fegursta útsýni sem til er. Hollendingar hafa það að gam- anyrði, að Guð hafi skapað heim- inn, en Hollendingar Holland. Ef í þessa sömu átt er haldið með á- stundum og dugnaði í næstu 10—■ 12 ár, verður það alls ekkert of- mæli að segja, að þar hafi Islend- ingar unnið að heimssköpun, er áður var engin. Margir hafa þegar lýst þvf, hve fagurt sé í Reykjavík. Verð- ur það sízt ofsögum sagt, þegar vel viðrar og bjart er til hafs og himins. Verður þá útsýnið svo mikið, einkum ef gengið er upp fyrir bæinn, að það verður hvergi annarsstaðar meira né breytilegra Sézt þá glögt inn um heimshlið- ið mikla — flóann milli Reykja- og Snæfellsness. Er það að vísu opið haf og langt yfir í hlaðvarp- ann hinumegin, en það hefir, ef til vill, kent betur en nokkuð ann- að þá grein landafræðinnar, að heimurinn er stór, og að þar búa margar þjóðir. Sér þaðan og líka langt upp til lands, upp til fjalla | og ofan til sveita, yfir Vogana og Álftanesið, og upp til himna. — “Og þar situr hún móðir min og kembir ull nýja,” segir í þulunni. Það er annars einkennilegt, en sú | sögn hefir hlotið að verða til á ís- j landí, um það að skýin væru ull af sauðum hrmnaríkis, er guðs- ! móðir breiddi til þerris um loftið. j Er það fögur saga, og blásin barn- fóstrunni í hrjóst frá fegurðar- j útsýni landsins. — Ofan við | Reykjavík má dvelja dagana langa og dást að fegurð náttúr- j unnar — ef þurt er veður. Og eigi má það síður hér eftir, er holtin og mýrarnar eru orðin að \ grænklæddum túnum og engjum, því það skygði helzt á náttúru- ( fegurðina, blásnu og beru holtin og fúafenin þýfðu, áður fýrrum. V. Lífið í Reykjavík. Hið fyrsta, sem allír hljóta að finna, er áður hafa komið til Reykjavíkur og átt því láni að ! fagna að dvelja þar um stund, er, að þar hefir orðið stórbreyting önnur en felst í þeim framförum og verkum, sem þegar hefir verið nefnt. Hefir þar orðið stórbreyt- ing á mannfélaginu, svo að það ber allan annan svip en áður. I ! það hafa hrunið stór skörð, er | seinfylt verða og lengi munu á- bærileg. Hefir það í sjálfu sér breytt eigi lítið félagslífinu og, að oss finst, gert það að mun snauð- ara. Auðvitað er það, að margir nýir menn hafa komið til sögunn- ar, er áður voru lítt þektir, og gerst miklir afkastamenn, og er sízt að vanþakka starf þeirra eða draga úr þeirri Iþýðingu, sem það kann að hafa til að bera fyrir þjóðfélagið, er fram í sækir; en svo eru verk þeirra tæpast enn farin að bera mikinn ávöxt. Þótt það sé satt, að fyrst sé blaðið og svo stöngin, þá er það undir regni og sól komið, hvort kornið nær því, að verða fullmyndað í axinu. Veðrabrigðin eru mörg og eigi sízt í andlega heiminum. Þessar breytingar vilja ýmsir láta stafa af því, að nýtt tímabil sé að myndast í sögu þjóðarinn- ar. En eigi hinn, að þeir, er áður stýrðu hugsanagangi þjóðarinnar, séu fallnir frá. Hinar fyrri hugmyndir manna séu að hverfa og aðrar nýjar að koma í þeirra stað. Eiginlega séu þessar breytingar ekki afturför, heldur “Nýjar stefnur”, sem séu að ryðja sér til rúms, og fylgi þeim ný heimsskoðun og ný lífsmöt, er him ir eldri leiðtogar hafi eigi þekt. Alt á þetta að boða stóra og mikla framför. En enn virðist þetta svo skamt á veg komið, að óséð er, hvort um stefnur er að ræða, eða h.vort þetta er framför við það sem var. Fer það nokkuð eftir því, hversu hinn “nýi andi” eða brag- ur, er ofan á verður í þjóðfélag- inu, Iagar sig, hvort hann leiðir út á eyðimörkina, eða með fleiri förunautum honum líkum hverfur aftur til baka í sópaða húsið. Okkur fundust skörðin stór og mikil, er við fórum að svipast um í bænum. Á undanförnum níu ár- um hafa horfið af sjónarsviðinu menn og konur í stórhópum, er j jafnan mun getið verða með þakk j læti og virðingu, er félagslífinu | veittu tign og prýði, er gerðu það ' fjölskrúðugt og fjölbreytilegt. Meðal þeirra má nefna: Úr flokki j stjórnmálamanna: Björn Jónsson j ritstjóra, Skúla Thoroddsen rit- stjóra, Tryggva Gunnarsson, Hann es Hafstein ráðherra Jón Ólafsson Magnús Stephensen landshöfðingja o. fl.; meðal ,skálda og rithöfunda Þorstein Erlíngsson, Stgr. Thor- steinsson, Guðmund Magnússon, Guðmund Guðmundsson og nú \ síðast Matthías Jochumsson, því þótt hann byggi utan Reykjavíkur gætti áhrifa hans um land alt; úr hópi menta- og fræðimanna: Þór- hall biskup Bjarnarson, Björn rektor Olsen, , Jón sagnfræðing Jónsson, Pálma kennara Pálsson, séra Jón frá Stafafelli, Jóhann ættfræðing Kristjánsson, auk ótal fleiri stærri og smærri. Þessir all- ir horfnir og allir dánir — utan einn, er lifir lífi fjarri við megna vanheilsu. Það er sízt að furða, þó auðn sjái eftir afla þessa, er horfnir eru, enda er hún stór og mikil. Og þótt vér kyntumst fæst- um þessara manna í hið fyrra skiftið, þá fann maður til áhrifa þeirra samt, er mótuðu líf bæjar- ins og þjóðarinnar allrar saman. Framsóknarhugurinn, umhyggj- an fyrir hagsmunum þjóðarinnar, íhald við bruðl og fjárdrátt og vanhyggju, trúin á þjóðinni og menningargildi fræða hennar og tungu, virðing fyrir sannri ment- un og þekkingu, framtak og fjör, voru einkenni aldarandans fyrir skemstu síðan — alt þetta náði að komast út til almennings með ræð- um og ritum og ljóðum — ætt- jarðar- og hvatningaljóðum þeirra tíma, og átti hver þessi, er nefnd- j ur hefir verið, hlut að. En með I burtför þeirra hefir þetta breyzt. Nokkrir eru þó enn eftir af “hin- j um eldra skólanum”, en aldurinn tekur nú að færast yfir þá, og þess eigi langt að bíða, að þeir fái kveðið eins og Hólmgöngu-Bersi: “Veldr elli mér.” Alls þessa gætir nú lítils. 1 þess stað er nú kominn nýr gróður -— sprottinn upp mikill gróðahugur. Keppist við hver sem betur getur að græða, en þröngt er svið sam- kepninnar, þar sem eigi er um að ræða nema í mesta lagi 20,000 manns í bænum, og í mesta lagi 100,000 manns á öllu landinu. Vill, þar sem svo er ástatt, af þeim troðast skórinn, sem illa er þvengjaður. Peningarnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Þeir veita líka hóglífi og annað þeim, sem þá hafa nóga. Að verða rík- ur er hið æðsla hugsjónamið, og þá eigi farið að því, með hvaða móti því takmarki verður náð — i fremur þar en hér. En auðlindirn- ar eru fáar — þorskurinn og landssjóðurinn. En þorskurinn er eigi peningar nema hann verði j seldur, — en það eru nú pappírs- krónurnar ekki heldur. Það er fleira en biblían ein, sem sannar það, að ágirndin er rót alls ills. Þjóðfélögin bera líka vitni þess á stundum. Auðsdýrkun og efnisdýrkun — efnishyggja — fylgjast að. Þegar gróðahugur- inn nær fullum tökum á hugsana- lífinu, víkja flestar aðrar hugsjón- ir fyrir þeirri einni. Svo getur far- ið, að þau verk, er áður voru á- gætt, að réttu lagi, og miðuðu að öðrum tilgangi, verði afrækt með öílu og jafnvel talin að vera óeðli- leg og ósönn. Það virðist vera lögmál lífs og tíða, að eigi verði fram hjá þeim gengið með öðru móti, en með einhverskonar rök- semdafærslu, þau séu gerð ómerk. Hvert þjóðfélag reynir jafnast að réttlæta orð sín og athafnir, þótt ramöfuga verði að nota röksemda Ieiðsluna. í ritgerð einni, er birtist nú fyr- ir skömmu, kemur þetta í ljós. Þar er verið að gera grein fyrir stefnubreytingum í bókmentunum — hinum “Nýja stefnum”, lands- sjóðslaunuðu. Engin dul er á það dregin, að umhugsunarefnin séu orðin önnur en þau voru áður. Yrkisefnin orðin önnur. Hin fyrri talin fráleit og ósamboðin hinni æðri menningu! Farast höfund- inum orð á þessa leið: ----— Stefnubreytingarnar og straumhvörfin eru oftast fyrst sýnileg í ljóðagerðinni. Ætt- jarðarljóð, kvæði um fornaldar- hetjur, náttúrulýsingar, episk ljóð og söngvar um þjóðfélagsmái — eru of þung í vöfum. Þessi ljóð verða altaf dægurflugur, bundin við tímann, sem þau eru ort á, hafa meira gildi sem skuggsjá á- hugamálamanna en listgildi. — um þessi efni ortu skáld vor, en nú beimst athygh ungu skáldanna að ýmsu öðru. I stað þess að fyrir- rennarar þeirra Ieituðu út í lífið, Ijóða þeir að jafnaði um hið innra. Þau leggja ek,ki leiðir sín- ar um þjóðmála-akurinn. Þau yrkja ekki eggjanaljáð, eins og eldri skáldin. Alla vafmnga og vafstur hins opinbera lífs láta þau afskiftalaust. Ljóðagyðjunni er ekki ætlað að standa í því skarn- kasti. Ungu skáldin eru gagntek- in af eldi og unaði ástarinnar. Þau ségja ótvírætt, að þau elski. Ætt- jarðarljóðin eru horfin. Nútíma- ljóðin eru hugræn, hin hlutræn. Þau yngri eru tilfinningaljóð, hin framkvæmda- og hvatningakvæði. Nútímaljóðin eru hjartað, hin heilinn.” Svo mörg eru þessi orð. Lýs- ing þessi mun eigi fjarri sanni á þeirri breytingu, sem gerst hefir. Satt er það, að sjálfsagt er að halda hjartanu hlýju, svo það hætti eigi að slá, en mörgum finst að heilinn megi eigi fremur miss- ast. Til lítils er sá hjartsláttur, er heilann fær eigi vakið til hugsunar og iðju, en miðar einvörðungu til lífsnautnar. , Framh. D)4 I Samsveitungur- inn. Utanhéraðs, út í sveit, er var Að því sama spurður “lon og don”, “Hvað hét þessi Sölvi Helgason? Sem frá þinni bygð tók hingað- far” — Mér varð orðfall. Átti þess ei von Að ’ann Jóhann hefði kynt sig þar! * Stephan G.— 14,—5.-22. -7*“ ISLAND Manntjón. Bátur fórst frá Stokks- oyri á annan páskadag. Pórust þar sjö menn, allir í blóma lífsins og iniklir atorkumcnn. Formaðurinn var Bjarni Sturlaugsson frá Stark- aöshúfium, en hásetar: Einar G-ísJa- son hóndi frá Borgarholti, Þorvarð- ur Jónsson frá Stokkseyri, Borkell Borkelsson frá Móhúsum, Guðmund ur Gíslason frá Brattholtshjáleigu, Markús Hansson frá Útgörðum og Guðni Guðmundsson frá Móhúsum. Látinn er á heimili sínu, Hala í Rangárvallasýslu, Þórður bóndi Guðmundsson, fyrrum alþingis- maður. f Skákþing þessa árs er nýlega af- staðið. Varð Stefán ólafsson skák- kóngur íslands 1. flokks, eins og í fyrra. Skákkóngur 2. flokks varð Bjarni Bálsson. Látin er á Sauðárkróki ungfrú Sigrfður dóttir Hálfdanar prófasts Guðjónssonar. Embætti. Séra Sigurður Stefáns- son í Vigur hefir fengið lausn frá embætti- Björn O. Björnsson gtið- fræðingur hefir verið skipaður prestur í Þykkval >æj arkl aus t u rs- prestakalli og Sveinn ögmundsson 'í Jválfholtsprestakalli. Látin er hér í bænum frú Þórunn Jónassen, ekkja Jónassens land- læknis og hálfsystir Hannesar Haf- steins. Hún var stórmerk kona fyrir margra hluta-sakir. Mannitjón enn. Á þriðjudaginn var fórst bátur úr Hafnarfirði. Fór- ust þar þrír menn. Formaðurinn Eirifkur Jónsson á Sjónarhól, en há- setar, sonur hans Ágúst og Ari Magnússon. Afbragðsafli er nú að verða á togarana. Koma surnir þeirra inn fullir af fiski eftir 4—5 daga- — í sumum verstöðunum á Reykja- nesi er sagður kominn svo mikill afli á land, sem íl>rem mcðal ver- tíðum. Mána þáttur Islendings. ! Magnús kóngur Erlíngsson, í Unnardys á Lista Eitt sinn lagði skipi, því á móti kembdi haf, Var meö honum Máni, háÖskáld Islands allra fyrsta, f Efst á baugi var því jafnan háð uns leiði gaf. 3 — Lætur ei að sér hæða sá, sem gjafari’ er allra gæða, 1 Gefur heldur byrinn fyr en vika liðin er. | Kóngur sína skyrtu gaf þá skáldi — flestir virtu Skáldið meira’ en kónginn, eins og vér. ? o Það var seinna, að Máni kom til Manga heim frá Róm’, | Mæddur löngum gangi ró og næði sér hann kaus. Karlmannlegur orðinn var hann ei, að flestra dómi, | Ermalaus var konungsskyrtan þá og hnappalaus. Sýnd var Mána lotning, og það leyndist ekki’, að drotning | Leizt hann vera kommn þar í gamla skyrtu’ af sér. Með á hælum brækur var til nirðar Máni tækur, I Hvað sem nú um skyrtu þessa er. f Þar voru’ menn í höll að votta hirð og kóngi sóma — Hollir eru margir sínum kóngi nú sem þá — 1 Rakka létu stökkva yfir stöng og pípu hljóma, Stöngin hækkaði’ eftir því, sem tign hvers manns var há. ’ Rakkar þessir eltu hvorir aðra jafnt og geltu, | Áttu von á beini, jafnvel sneið í hlaupalaun. Þó sem opin ritning virtist augljós fyrirlitning Allrar konungshirðar — það var raun! — Þá þeir vildu mæla andans tign og tóku’ að siga, Tættu þeirra rakkar brátt af Mána hverja spjör. Enga rim þeir sáu í hans sálar himnastiga, ~ Sáu bara’ á gólfi þar sín eigin hundaför. ^ “Svo skal kóng sinn hylla, annars konungs eignum spilla,” Kváðu þeir af móði við sinn glym og trumbuslátt. Hann var ekki í tötrum nú, hann Tungli, né í fjötrum, Tók að kveða níð um skriðdýrshátt. í “Menn eru þeir, sem ekki hafa þegnhollustu þessa, s Þeim, en ekki snákum, er af ríki búið grand.” Svo kvað Máni. Tóku þá sig trúðar mjög að hvessa, ? Töldu hann með orðum þessum svíkja kóng og land. Þrátt fyrir allan sóninn, er þeir sendu honum tóninn, , Sýndist enginn heyra það né eyra slíku ljá. Hann kvað bresta krafta þeirra, hvápt og blásna kjafta Hylli guðs og kóngs og lýðs að ná. Gutt. J. Guttormjlson. C Fjárlögin. Neðri deild samþykti fjárlögin óbreytt eins og efri deild gekk friá þeim- Mun vera afar langt ! síðan að l>að lrefir komið fyrir á þingi. Frá Vestmannaeyjum berast þær fréttir, að meðan björgunarskipið Biór brá sér til Reykjavíkur, urðu eyjaskeggjar fyrir veiðarfæra- og aflatjóni, sem metið er um 80. þús. kr- virði. Verða ekki ofsögum af þvf sagðar, hversu þarft skip Þór er Vestmannaeyingum og væntan- lega líður nú ekki eitt sumarið svo enn, að skipið verði ekki notað víðar. Kapphlaup var háð hér í bænum á sumardaginn fyrsta. Er það í sjö- unda sinn, sem hlaup þetta er háð. Þátttakendur voru alls 38. Var kept í flokkuin. Tveir fyrstu flokkarnir vora báðir úr nærsveitunum. Sigr- aði sá fyrsti með 24 stiguim, en hinn næsti fékk 65 stig. f>á var flokkur íþróttafélagsins sá þriðji í röðinni með 70 stig. Flokkur Ár- manns fékk 72 stig, og flokkur Ivnattspyrnufélags Reykjavíkur 120 stig' Guðjón Júlíusson fná Reyni- vatni, bezti íslenzki hlaupagarpur- inn, em nú er hérlendur, varð enn fyrstur og rann skeiðið á 13 mín. 9,5 sek. 1 fyrra rann hann sama skeið á 14 mín. 5,2 sek. Eru úrslitin því afbragðsgóð í þetta sinn. Verð- ur nú ekki lengur um deilt, að utan bæjar mennirnir bera langt af bæj- armönnum. Embætti. Dr. Páll E- ólason hef- ir nú fengið veitingu fyrir prófess- orsembœttinu í íslenzkri sögu við háskólann. Jakob Möller ritstjóri var kosinn í bankaráð fslandsbanka í stað síra Eggerts Pálssonar. Sjö botvörpunga tók Fálkinn fyr- ir ólöglegar veiðar, er hann var á lieimleið. Magnesia góð þeim er þjást af meliingarleysi. Gajrnverkar hættiilen'iiin Nýrnm f maií- nnum, xein orsnku meltlnKiirleyxl. Hin almenna notkun Magnesiu af læknum og meltingarsjúkdóma sér frætSingum, er í því innifali«. aS hún tafarlaust tekur á burt hina skat5Iegu matasýru, sem veldur flestum maga- sjúkdómum. í>á sýran er hurt vertSur meltingin etSlileg og þjáningalaus. Gamalt meltingarleysi á þeim, sem þjátSst hafa svo árum skiftir, fær fljót an og varanlegan bata af metSali þessu. og meag aftur neyta þeirrar fæt5u er þá lystir Glas af heitu vatni mets Magnesia á eftir máltítS koma í veg fyrir slæmar afleitSingar. Búþu til Magnesiavatn heima hjá bér, metS því atS láta í eitt glas af heitu vatni teskei'5 e5a fjórar töflur af hreinu Magnesia. Allir áreiðanlegir lyfsalar geta selt þér hið ekta Bisurated Magnesia, og allir, sem þjást af magasjúkdómum og fylgja þessum reglum og forðast að brúka pepsin, charcoal og soda mint, dreifilyf og bráðahirgða meðöl, finna magann frían af sýrum og gasi og ná sinu eðlilega ásigkomuiagi og fairann að framkvæma starf sitt án hjálpar meðala. Ruthenian Booksellers and Publish- ing Co., 850 Main St„ Wpg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.