Heimskringla - 19.07.1922, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.07.1922, Blaðsíða 1
»y(VI. AR .... WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 19. JOLI, 1922. i NOMER 42 Úrslit kosninganna. Kosningaúrslitin. eim/ og þau birtast í inorgunblaði ‘“Free Press” daginn eftir kosningarnar, eru á Jiessa leið. lTtan Winnipegbæjar eru nokkurnvegin viss úrslit koinin air öllum kjördæinunum, sem kosn- ingu var ekki frestað í, en þau eru 3 The Pas, Rupértsland og Ethel- fbertr A$ hinum 42 hafa bændur unn íð 24, liberalar í 5, conservativar í 5, óiiáðir 5, verkamenn í 2 og sam- steypulþingm. lib. og cons. í 1. Er jþví enginH vafi á, að bændur taka næst við völdum. Þeir eru líklegir til að ná tveimur, ef ekki öllum þingsætunum, sein eftir eru; auk þess eru 2 eða 3 af hinum óháðu fylgismenn þeirra, og í Winnipeg eru þeir enn líklegir til að ná í eitt eða tvö sæti. Þeir ldjóta því, þeg- ar lýkur, að hafa góðan meirihluta. Á sfðustu sfðu sést, hvernig sak- ir standa hér í bænum. Ertdileg úr- slit fást hér ekki fyr en á föstudag. Hér á eftir fara úrslitin. utan Winnipegborgar, í öllum kjördæm- um fylkisins (42), sem kosning hef- ir farið fram í: Dauphin; Archie Esplen, liberal, kosinn með 48 atkv. meirihl., fékk 826 atkv.; Nicholson, bændasinni, 652 atkv.; Palmer verkamaður, 742 atkvæði. Glenwood: «T. tN. Breakey. liberal, kosinn ipeð 530 atkv. meirihluta; fékk 1482 atkv., en G. W. Rathwell, bændasinni, 952 atkv. Norfolk: John Muirhead, bænda- sinbi, kosihn ineð 147 atkv. meiri- hluta; fékk 1223; Dr. R. J. Waugh 1076 atkv. Turtle Mountain: R. J. Willis, fyrrum leiðtogi conservatíva, kos- inn með 102 atkv. meirihluta; fékk 901, en F. W. Ranson, bændasinni, 799 atkv. Roblin: T. Y. Newton, conserva- tív, kosinn með 7 atkv. meirihluta; hlaut 294 atkv.; R. W. Richardson. bændasinni, 287. Mountain: G. M. Frazer, cons., kosinn með 608 atkvæða meirihl.; hlaut 1580 atkv.: .T. B. Baird, liber- al, 972; Chas. Cannon. bændasinni, 577 atkv. Arthur: D. L. McLeod, bænda- sinni. kosinn moð 323 atkv. meiri- hluta; hlaut 1054 atkv.; Hon. John Williams, akuryrkjuráðgjafi 731 at kvæði. Gilbert Plains: A. G. Berry, bændasinni, kosinn með 578 atkv. meirihluta; hlaut 1046 atkv.; H. P. Barrett, cons., 478; G. D. Shortreed, liberal, 307 atkv. Deloraine: Mr. McLeod, bænda- •sinni, kosinn með 207 atkv. meiri-, hluta; hlaut 1012 atkv.; Hon. Dr# Thornton, mentamálaráðgjafi, lib.^ 805: Chalmers, cons., 803 atkv. Lakeside: D. K. Campbell, bænda «inni, kosinn með 482 atkv. meiri- •hluta; hlaut 1503 atkv.; Muir, cons., 1051 atkv. Virden: R. H. Hooney, bænda- sinni, kosinn með 675 atkv. meiri- hluta: hlaut 1637 atkv.; Chingán, cons., 962 atkv. Beautiful Plains:' George Little', bændasinni, kosinn með 600 atkv. meirihluta; hlaut T549 atkv.; Coad, cons., 949: Dempsey, lib., 454 atkv., tapaði tryggingarfé sínu. Iberville: A. R. Boivin, bænd-a- sinni, kosinn; hlaut 802 atkv., H. A. Mullins, óháður, 289. Birthe: W. J. Short, bændasinni, kosinn með' 599 atkv. mierihluta: sá er tapaði fyrir honum, var W. Ivereach, liberal. Carillon: A. Prefontaine, bænda- sinni, talinn kosinn; hefir 384 atkv. meirililuta: ófrétt úr 4 kjörstöðuui. Sá var óliáður hóndi. er á móti hon um sótti, A. Dupres, þingm. á síð- ustu þingum. Landsdowne: vStjórnarform. Norr- is kosinn með 461 atkv. meirihluta; hlaut 1681 atkv.; .T. M. Allan bænda- sinni, 1220 atkv. Portage La Prairie: F. G. Taylor, leiðtogi Conservatíva, kosinn með 129 atkv. meirihluta; hlaut 1436 at- kv.; Hon. C. D. McPherson 1307. Emerson: D. Yaklmichak, óháð- ur, talinn kosinn; hefir 400 atkv. í méirihluta; ófrétt úr 4 kjörstöðum. St. Clements: A. D. Ross, óháður, kosinn; hinir 3, cr sóttu, þar á með- al Stanbrigde verkam., höfðu allir ekki eins mörg atkvæði og Ross. Russell: J. B. Griffiths, bænda- sinni, kosinn; hlaut 1163 atkv., Wilson, lib., 766; De Balinhard, cons., 740 atkv. Rockwood: W% R. McKinnell, bændasinni, kosinn. hlaut 1110 at- kvæði; Hicks, cons., 706; Ruther- ford, lib., 714. St. Rose, R. T. McDonnell, bænda sinni og Jos. Hamlin, óháður, jafn- ir, ófrétt úr 5 kjörstöðum. Fairford: A. W. Kirvan, liberai, kosinn: hlaut 725 atkv.: G. L. Mar- on, bændasinni, 394. Cypress: W. H. Spinks kosinn: var cons.-þingmaður áður, nú ó- liáður: A. J. Young. bændasinni, taiiaði. / Dufferin: W. Brown, liændasinni, kosinn; liiaut 1567 atkv.; H. E. Robinson, cons., 1454. Kildonan og St. A.: A. L. Tanner, verkam., talinn kosinn: hefir 1422 atkv.; Rummerscale, böndi, 771; I.arter (Iib. og cons.) 929. ófrétt úr 3 kjörstöðum. Assiniboia: W. D. Bayley. verka- maður, kosinn: hlaut 1845 aktvæði, Cichardson, bændasinni, 977 atkv.; Bourke, óháður, 847; Haddon, óh., 494 atkv. _ Swan River: W. E. Emmond, bændasinni, endurkosinn með 787 atkv. meirihiuta; D. Howe, cons., hlaut 537 atkv. Brandon (bær): Dr. E. H. Edmi- son (lib. og cons.) kosinn: hlaut 3281 atkv.: Smitli, verkam., 2059; þingmaður síðast. Fisher: M. W. Back.vnski. bændn- sinni. kosinn. Hamiota: — T. Wolstenholme, bændasinni, kosinn; hlaut 1342 at- kvæði; McConneil, lib., 935. Gladstone: A. McGregor, bænda- sinni, kosinn, hlaut 1507 atkv.; D. Smith, lib., 670; Rhind, cons., 387. Minnedosa: Neil Cameron, bænda sinni, kosinn; lilaut 1969 atkv.; Shaw. yb.. 1134. Killarney: A. E. Foster, bænda- sinni. kosinn. Morden og Rhineland: Jack Kennedy, cons., kosinn. Manitou: G. Compton, bænda- sinni, kosinn; sóttu 4 í alt. Springfield: C. Barkley, bænda- sinni, kosinn, lib. og cons. tapa. Morris :VW, R, Clubb, bændasinni, og núverandi þinginaður, cndur- kosinn. La Verandry: P. A. Talbot, bænda sinnl, t.alinn kosinn; hefir mikinn, uieirihluta. St. Boniface: Jos. Bernier,' óliáð- ur, kosinn; lib. og verkam. féllu. Gimli: M. Royeski, óh. lib., kos- inn; hlaut 1444 atkv.: T. Ingjaldson, bændasinni, 1259; Grabowski, cons. 93 atkv. St. George: Skúli Sigfússon, lib., talinn kosinn: fékk 1293 atkv.: séra Albert Kristján^son, jbændasinni, 719; ófrétt úr 4 kjörstöðum. -----------x---------- CANADA King boðar til fundar. King forsætisráðherra Canada er mælt að liafi ákveðið, að kalla alla forsætisráðherra fylkjanna í Can- ada til Ottawa til fuiidar, sem fjalla á um, hvernig bót verði ráð- in á atvinnuleysinu í landinu. Hve- nær fundurinn verði lialdinn, er enn ekki ákveðið, en haldið er. að það verði seinni hluta ágústmán- aðar. Fullyrt er að þeir, sem vinna f smiðjum járnbrautafélaganna 1 Yestur-Canada. ætli að gera verk- fall. ef kaup þdirra verði lækkað samkvæmt því, sem járnbrautafé- lögin samþyktu fyrir skömmu síð- an. Segja verkamenn, að slík kauplækkun geti ekki, samkvæmt samningi milli þeirra og járnbraut- arfélaganna, verið' gerð verkamönn um að fornspurðum, eins og félög- in geri. Flutningsgjaldalækkunin. Flutningsgjaldalækkunin á járn- brautunum nemur 714% á vörum þeim, er hún nær til, en þær vörur eru: viður, múrsteinar, sement, byggingarlím og gips, kartöflur, járnvara og fleira; á korni og hveiti ^r ekki önnur lækkun en sú, sem þingið samþykti samkvæmt Crows Nest samningnum. Ekki set- ur þessi lækkun flutþingsgjalda- hækkunina. sem gerð var 1920, nema niðúr í 1214% enn þá liér í Vestur-Canada, svo lækkunin er hægfarari en hækkunin hjá járn- brautafélögunum. Frost. Fréttir frá Eriksdale herma, að s.l. viku hafi á einstöku stöðum kratöflur og kál í görðum verið snert af rosti. Lyfjabúðir afsegja vínsölu. Á fundi lyfsalafélagsins í Sask- atclieívan, sem nýlega var haldinn, var sainþykt tillaga. er lýtur að því, að biðja stjórnina að taka vín- söluna af liöndum lyfsala. Þing kallaö saman. Vesturfylkin, Alberta og Sask., ætla að kalla jiing saman viðvíkíj- andi stofnun kornsölunefndar, eins og fyrir sambandsstjórninni vakir. Kemur Albertajiingið saman 24. júlí, en Saskatchewanþingið 20. s. m. Þing þesis eru aðeins toráða- birgða/þing og standa yfir í 10 daga. Forsætisráðherrar beggja fylkj- anna liafa komið sér samán um þetta fyrirkomulag á kornsölu, sem samíbandsstjórnin heldur fram, en vildi ekki lögleiða fyr en að minsta kosti 2 vesturfylkin hefðn sýnt vilja sinn í þvf efni. Telja forsætis- ráðgjafarnir engan vafa á, að þing- ir. muni samþykkja ])að, því bænd- ur séu yfirleitt með eftirliti korn- sölu. Hefði Manitoba átt að gera hið sama og vesturfylkin og vera með þeim í ráðum. Og ef til vill verður það með eftir kosningarnar. — Kornsölunefnd þessi höndlar hveitlkornið aHeg á sínar spítur, og ber sambandsstjórninni enjga á- byrgð á útkomunni, cða hvort að nefndin græðir eða bapar. Þeir, er selja kornið, bera allan kostpaðinn í því efni. og sitja að gróðanum.'ef nokkur verður. ------o------- BANDARÍKIN. Stjórnin og kolaverkfalliö. Harding forséti hefir lagt fyrir verkfallsmenn í kolanámimum og veikvéitehdur, uppkast að sanni ingi, sem til er ætlast, að sættum komi á þeirra á milli og endi verk- f.illið, f uppkasti þessu er gert ráð fyrir, að verkamenn byrji strax að vinna og sé borgað sama kaup og gcrt var 31. marz s.l. En vinnulaun framvegis á að koma sér saman um sípar, eftir að rannsókn hefir ver- ið gcrð á ástandinu öllu í sambandi við námureksturinn. Kolaverkfall þetta er orðið mjög alvaílegt, og héfir stundum legið við uppreisn út af því. Námiieigendur verja námur sínar með fallbyssum. 133 ára gamall. Maður. sem haldið er, að hafi verið elzti maður í heimi, er nýlega dáinn. Hann var fullra 133 ára gamall. Átti lieima í Bandaríkjun- um. Nafn hans var Johnny Shell, og» alment nefndur “frændi” að viðurnefni. Hann var fæddur í Tennesee árið 1788. f 190 ár átti liann heima á sama heimilinu í I.eslie County. Þegar stríðið stóð yfir milli Banadríkjanan og Mexico árin 1846—8, var hann orðinn of gamall til þess að innritast í her- inn. — Shell var tvígiftur. Fyrri kona hans' dó fyrir 12 árum síðan. Eignuðust þau 5 toörn, og eru öll á lífi. En svo giftist hann aftur, á 12J. aldursári sínu. Sú, er hann giftist, var 45 ára. Áttu þau einn dreng, sem nú er 7 ára. Er elzti bróðir lians 901 ára, eða 83 árum eldri. Shell gamla var lítið farið að förlast heyrn og sjón. er hann dó. Og minni liafði liann sem hver annar aldraður maður. Enginn vafi er talinn á, að þeta liafi ver- ið hinn rétti aldur lians. Erfðaskattur W. Rockefellers. William Roekefeller, sem dó 24. júní s. 1., er talinn að hafa átt eign- ir, sem námu $200,000,000.. Sam- kvæmt erfðaskattslögum Banda- ríkjanna, þarf að borga $60,000,000 skatt af eigninni. $8,000,000 af því er fylkisskatur; liitt legst í land- sjóð. i Skuldir Frakka. Bandaríkin hafa krafist þess, að Frakkar borgi þeim stríðsskuldir sínar á 30 árum. Gullið streymir til Bandaríkjannai 68 kassar af gulli komu til New York s.l. laugardag frá Bretlandi. Fjárhæðin í þeim er talin $9,500,000. Þetta er hluti af rentu þeirri, sem Bretland verður að toorga Banda- ríkjunum af lánum sínum. öll nemur rentan -$125,000.000, og fellur í gjalddaga í október f haust. J árnbrairtaverkf all. Stórkostlegt verkfall af hálfu verkamanna á járnbrautuin vofir yfir í Bandaríkjunum. óánægjan stafar af kauplækkun. og hefir málamiðlunartilraun staðlð yfir all-lengi um liana. ATilja járnbraut- arfélögin ekki slaka neitt á klónni og ætla að lialda kauplækkuninni fram til streitu. Ætla sér, ef á þarf að halda að ráða aðra ’ menn í vinnu í stað verkfallsmanna. En ])á er álitið komið í verri vonirnar og vanalega skamt til uppiþota og hryðjuverka. ----------X--------- BRETLAND Látlausar óeiröir. Síðan kosningarnar fóru fram á írlandi, hafa daglega borist frétt- ir ])aðan af óeirðum og skærum milli lýðveldissinna og bráðabirgða stjórnarinnar. Lýðveldissinum virð- ist hafa aukist fylgi eftir kosning- arnar, og ergi ])eirra og dirfska virðist fara vaxandi. Eru þeir nú dreifðir um landið og eiga í sífeld- um erjum við stjórnina. En stjórn- i:i hefir aukið herafla sinn, og sýn- ist það vaka fyrir lienni, að smala herflokkum lýðveldissinna í suð- vcsturhluta landsins og sennilega eiga þar úrslitaorustu við þá. Lýð- veldissinnar fara ávalt halloka, en gera eigi að sfður mikinn skaða. Þeir hafa heft járnbrautasamgöng- ur með sprengiefnum, er þeir hafa lagt undir járnbrautirnar. Og bar- dagar liafa átt sér stað í ýmsum þöipum. Mannfall liefir ekki orð- ið tiltakanleg^. en þó liafa ávalt, nokkrir menn látið lffið og fleiri særst, ]>egar herflokkunum hefir siegið saman. í nokkrum bæjum og þorpum liafa viðskiftin verið heft og fólkið flúið burtu um stund. Líklegt er talið, að stjórn- inni takist að skakka leikinn á endanum, en samt er hætt við. að það taki talsverðan tíma. AlþjóÖafélagið. Alþjóðafélagið kom saman s. 1. mánudag. Heldur það fund sinn í þetta skifti í Lundúnum, og er ]iað f fyrsta sinni, sem það hefir fund þar. Er búist við, að hann standi yfir í 10 daga. Fundurinn er haldinn f St. James Paiace og er Earl Balfour forsetinn. — Mesti urmull af ráðherrum og öðru stór- menni sækir fundinn í þejta sinn. Á meðal þeirra mála, er fyrir fund- inum liggja, eru þessi helzt: Tak- mörkun herúttoúnaðar, eftirlit smærri ríkjanna, þrælasala kvenna og barna, ópfumsala, landamerkja- mál, umboð Palestínu og Sýrlands og fleiri lartda, landfarsóttir, o. fl. Mæta á fundinum fulltrúar frá flestum Evrópulöndunum, og einn- ig frá Ivína og .Tapan. Göngin undir Ermarsund. Ylælt er, að áður en langt um líði verði byrjað að grafa göngin undir Ermarsund. En Bretum og Frökkum kemur ekki að öllu sam- an um, verkið. Yilja Frakkar, að Þjóðverjum sé falið það á hendur, ög þeir séu á þann ^hátt látnir borga skaðabótaskuldir sínáT. Eng- lendingum finst ekki til um þetta. Vita ])eir sein er, að það verður ekki til að spekja verkalýðinn á Englandi, að gefa honum ekki tíeVi færi til að vinna verkið. Bretar gangast að mestu fyrir starfi þessu og væri því ekki nema sanngjarnt, að verkamenn á Englandi nytu góðs af því, með að fá vinnu við það. H. G. Wells. H. G. Wells, rithöfundurinn heimsfrægi, hefir þráfaldlega verið beðinn að gefa kost á sér fyrir þingmannsefni, en hefir ávalt skor- ast undan því. En nú er samt sem áður'mælt, að hann ætli. að gefa kost á sér sem þingmannsefni verkamanna við næstu kosningar í Lundúnum. Hóta verkfalli. Ef frumvarp til laga, sem liggur fyrir 1 brezka þinginu, um breyt- ingar á verkamannalöggjöfinni á Englandi, er samþykt, hóta verka- mannafélögin þar verkfalli. Lady Mulholland heitir ein af ungfrúnum ensku, sem sagt er að til prinsins af Wales líti, og sem talað er um sem drotn- ingarefni, eigi síður en margar aðrar. Hún er mikill vinur Maríu prinsessu, og er ein í flokki hinna fremstu í félagslífi liærri stéttanna á Englandi. Það er mælt að um 40 ungfrúr hafi auga á drotningarsæt- inu. Prinsinn dregur tímann að rétta nokkurri Ijönd sína. Grunar cf til vill. að ]>að hafi einhver áhrif á vinskapinn. -------o------- ÖNNUR LÖND, Haag fundurinn. Atþjóðafundurinn í Haag á Hol- landi hefir ekki gengið öllu betur en Genúafundurinn. Aðal málið. sem laut að því að gera samninga við Rússland, hefir tafist, og s. I. mánudag vantaði lítið á, að fund- inum yrði slitið. Rússar voru að minsta kosti gengnir af fundi. En á síðasta augnablikinu, eða rétt áður’en þcir héldu af stað heim til sín, kom skcyti frá Yloskva til þeirra, sem gefur einhverjar ATonir um.Nað enn geti sættir komist á. En um efni ])ess skeytis er enn ckki kunnugt. Það, sem orsök hef' ir verið til ]>ess, að hnífurinn hef- ir staðið í kúnni, að því er af- greiðslu málanna snertir, er það, að sambandslijóðirnar sætta sig við. ekkert minna en það, að Rúss- land skili jarðeignum einstakra manna af sainbandsþjóðunum aft- ur í þeirra hendur og að eignarrétt- ur þeirra sé viðurkendur. En þetta brýtur í bág við soviet'-fyrirkomu- lagið. ‘Er það því hart aðgöngu fyrir Rússland, jafnvel þó peninga- tán fáist með því frá sambands- þjóðunum. Og óneitanlega er Rúss- um þarna boðið það, sem engri annari þjóð myndi boðið af sam- toandsþjóðunum, þó aldrci nema um lán frá þcim væri að raiða, sem sé það, að brjóta ríkislögin og rétt- indi landsins. Það var öllum ljðst, að það vakti fyrir vestlægu þjóð- unum. En að ]>ær beittu (þvl eins freklega og raun er á orðin á Genúa- og Haag-fundunum, bjugg- ust menn samt ekki við. Hvað Rússar hafa nú' í hinu áminsta skeyti hugsað sér, til þcss að lialda samingatilraununum áfram, er eft- ir að vita. En að þeir brjóti ríkis- lög sín fyrir ])á samninga, er varla hægt að hugsa sér, hvernig sam- bandsþjóðirnar fara að gera sér von um slíkt. En úrslitafrétta af fundinum er ekki f þessu efni að vænta fyr en í lok þessarar viku. Ekki enn borgað. Þær 32,000,000 gullmarka, sem Þýzkaland átti að greiða sam- bandsþjóðunum 15. júlí. eru ekki ennþá greiddar. Hafa Þjóðverjar undanfarið verið að biðja um fram lengingu (moratorium) á því af skuldum þeirra, sem greiðast á á þessu ári. Hvað sambandsþjóðirn- ar gera í Þaí efni, er ekki kunnugt. Einnig hefir Þýzkaland verið að biðja um lán i Englandi og í Bandaríkjunum. Er sagt, að bæði löndin taki ekki illa í það, ef hægt sé að tryggja lánið með fyrsta veð- rétti i fasteignum í Þýzkalandi. En til þessa hefir það þótt viðsiárvert vegna skaðábótasamninganna. — Samt sem áður þ'ykir sanngjarnt, að lofa Þýzkalandi að draga and- ann á milli skuldakrafanna, sem yf- i- það rigna. Liggur fyrir á brezka þinginu til íhugunar slík lánveit- ing. Og eftir bandarískum pen- inga-lánStofnunum er það haft, að þær sjái ekki neina sérlega hættu á að lána Þýzkalandi, og telja vist, að það fái lánið, -sem það fer fram á. Þegar það fyrst barst út, að Þjóðverjar myndu ekki geta toorg- að það af skuld sinni, er féll í gjald- daga 13. júli, féll markið í verði. En seinna sannaðist, að nægilegt gull var í banka í Þýzkalandi til þess, en þeir báðu sambandsiþjóð- irnar að krefjast þess ekki vegna þess, að bankinn ætti 'óhægara með að starfa, ef það væri flutt burtu. Höfðingsskapur. Félag ekna, sem mist liöfðu menn sína í styrjöldinni, sendu Vilhjálmi keisara nýlega beiðni um styrk í Jiarfir félagsins. Svaraði kcisarinn því, að hann hefði mjög lítið fé til ]>ess að gefa til hjúkrunarfyrir- tækja, en hinsvegar sendi hann fé- laginu mynd af sér i einkennisbún- ingi. Árstekjur keisarans eru tald- ar um 10 miljónir marka, svo raúsn- arlega er af sér vikið. Og dæma- laust skemtilegt hlýtur það að vera fyrir ekkjurnar, að eiga mynd af keisaranum, til að horfa á sér til hugfróunar! Flugferðir. Reglubuhdnar flugferðir eru hafnar milli Berlínar og Moskva. Eru þrjár ferðir farnar á viku. Frakkar reiðir páfanum. I Frakkar eru sárreiðir við nýja páfann fyrir það, að hann hefir ótvírætt látið í ljú« vináttu sína við Rússa. Liggur við að Frakkar slíti aftur stjórnmálasambandi við páfa. Lúsitanía. Undirbúningur er liafinn um að reyna að ná Lúsitaníu aftur á flot. Vita menn nákvæmlega, á hvaða stað skipið sökk. Þjóöeignarjámbrautir. Þegar litið er á tap það, sem ár- lega er á rekstri stjórnarjárnbrautá í Canada, er erfitt að Koma mönn- um til að trúa því, að þjóðeign járnbrauta borgi sig. En cftir því sem H. A. Chisholm, verzlunarfull- tr-úi Canada f (’alcutta á Indlandi, segir frá, um reynslu af ])jóðeign járnbrauta þar í landi, ^á menn ef til vill aðra skoðnn á ])essu. — “f nokkur ár,” segir Chisholm, “hafa ])jóðeignarjárnbrautirnar á Indlandi lagt laglegan tekjuafgang f fjái’hirzlú rfkisins árlega og hjálp- að stjórninni fjármunalega. Fjár- hagsárið 1913—’14 var tckjuafgang- ur um $20.000,000 á rekstfi braut- anna. Tvö næstu árin þar á eftir voru engar eða sem næst engar tekjur af þeim. En 3 árin þar á eftir, eða stríðsárin, græddi stjórn- in um $120,000,000 á starfsrekstrin- um. Og nú á síðasta ári var ágóð- iim af þeim $17.000,000, auk vara- sjóðs, sem myndaður var og nam $4.500.000. — Nærri sex sjöundu hlutar allra járnbrauta á Indlandi eru þjóðeign. Og úm $450,000,000 retlar stjórnin að nota til að full- komna brautir sínar á næstu árum. Framlengja sumar, reisa forðabúr meðfram öðrum, fjölga smiðjum o. s. frv. — Að því er fargjöld snert- ir,” segir Chisholm, að farþegar liafi 1920—21 verið 375,000,000 og að 90 prósent af þeim liafi ferðast á 3 flokks farrými. og að meðalverð fargjalds á hverja mílu hafi verið lítið yfir hálft eent. Er það lang- lægsta fargjald í öllum heimi. f ár liefir það iþó hækkað, sem nem- nr 25 prósent, eða tæplcga'það á ö]4um járnbrautunum. Fiskiveiðar í Hvítahafi. Deila liefir risið millT Englend- inga og Rússastjómar út af fiski- veiðum fyrir norðan strönd Rúss- lands. Hafa Rússar toannað botn- vörpungum fiskiveiðar nær landi en 12 sjómílur. En FTnglendingar neita að viðurkenna landhelgislin- una lengra frá landi en ösíjómilur. Töluvert af enskum botnvörpung- um liafa sótt veiðar norður þang- að. Hótuðu Englendingar að senda herskip norður þangað til varnar sjómönnum sfnum, en Rúss- ar létu hart mæta liörðu. Endaðí deila þessi þannig. að mörg af skip- um Englendinga hættu fiskiveið- um í Hvítahafinu. Orsakir stríösins mikla. Nefnd manna er nú sezt á rök- stóla í Stokkhólmi til þess að rann- saka orsakir stríðsins mikla. Þjóð- ir þær, sem fyrir þessu gangast. eru Svíar, Norðmenn, Svisslendingar og Hollendingar, sem allar voru ó- háðar meðan stríðið stóð yfir. — Nefnd þessi er skipuð sagnfræð- ingum, lögmönnum og hermálasér- fræðingum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.