Heimskringla - 06.12.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.12.1922, Blaðsíða 4
'K 6LAEXSIÐA. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG 6. DESEMBER 1922. HEIMSKRINQLA (Btafuf 18M> Keaar it i krerJiH ■IKrlkadrgL Ctgefeadar eg eigeaáan THE VIKING PRESS, LTD. 868 eg 855 SAKtiENT AVK., WINNIPBQ, Talslml t N-C5S7 Vert bl««sla<« er $3.08 Arsraagrurlnn kvrg- lat tjrir fram. Allar borgaalr •eaiUrt rAtnnanul blaValai. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ri t s t j ó r a r : BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON VtaB«*kr1(t tU blaValasi THH TIKIlfidt PKKSS, I.td., 1.1 »171, Wlnalfeg, Nib. Ctaaiskrift tll rltMtJðrana BDITOK HBINSKRINQLÁ, Mex 8171 Winalpeg, Maa. Tha <#Helmskringrla’* ia primtad und pub- Hsbe by tha Vlking Preas, IJaalted, at 853 og 855 S&rgent Ave„ Wlnnlpeg, M&ni- taba. Telaf»hona: N-888T. v— ..... WINNIPEG, MAN., 6. DESEMBER, 1922. Efri málstofan. Efrimálstofan (The Senate) hjá oss Can- adabúum virðist nú á seinni árum vera að missa meir og meir það gildi og tignarleik, er hún hafði og ætti að hafa og halda. Eins og flestum er kunnugt, er það lífs- tíðarstaða fyrir hvern, er þangað kemst, og vill afleiðingin hafa orðið sú, að sá, sem einu sinni hefir fengið útnefningu í þessa stöðu, hefir fundist framtíðarvonum sínum svo vel borgið og ár sinni svo vel fyrir borð komið, að hann hefir álitið, að óhult væri fyrir sig úr því, að hætta að beita kröftum sínum og starfsþreki þjóð og landi sínu til heilla. Velferðarmálin, sem hann vann áður svo ótregt fyrir, hafa smám saman færst í fjar- lægð og á stundum horfið sýn með öllu, jafnframt því sem aldursárunum hefir fjölg- að. Áhuginn hefir rýmt fyrir einhverri draumværri trygð um að vita, að takmark- inu sé náð, og ekkert nema ellihrumleiki geta tekið á burt hina nær því almáttugu $4000.00 á ári. Ef þessir menn, sem þessi staða er veitt, væru á bezta aldursskeiði, þegar þeim hlotn- aðist þessi útnefning, væri þetta ekki svo slæmt, þá kæmu ávalt óþrekaðir nýir starfs- kraftar, sem árlega bættust við. En þegar embætti þetta er notað af stjórn landsins sem nokkurskonar umbunarbitlingur til vina hennar, sem orðnir eru of gamlir til að vinna framar mikið gagn, eða þurfa þá að rýmast á burt úr öðrum sætum, vegna ýmissa ann- ara óþjálla kringumstæða, þá er ekki von að vel fari. Það sannast því hér, eins og ætíð hefir sannast, að hvert það löggjafar- vald eða 'hver sá stjómandi, sem ekki er kjörinn af þjóðinni, verður gagnslaus brjóst- mylkingur, sem sýgur hana án endurgjalds. Hjá njígrannaþjóð okkar, Bandaríkjun- um, er alt önnur tilhögun. Þar eru efri mál- stofu þingmenn kosnir til sex ára, og er kosningum þannig til hagað, að þriðjungur þeirra er kosinn annaðhvert ár, og er því altaf einn þriðji, er verður að leita ti! þjóð- arinnar til að geta haldið stöðunni, og mega því til að sýna, að þeir hafi unnið henni svo mikið gagn, að þeir séu þess verðir, að vera endurkosnir. Þetta fyrrikomulag hefir reynst mjög happasælt, því þó einn þriðji sé kos- inn annaðhvert ár, veikir það ekki um of krafta þingsins til að geta komið í fram- kvæmd mikilsvarðandi áhugamálum, er vera kunna á dagskrá þess, þegar kosningu ber að höndum, en gefúr aftur þjóðinni tækifæri til að láta vilja sinn í ljós. Framfaraflokkurinn mun óefað láta þetta vera eitt af þeim málum, sem hann athugar gaumgæfilega, ef veldi hans eykst, svo að honum gefist tækifæri til þess. Stefna hans í landsmálum gefur það ótrauðla til kynna. Gamla fyrirkomulagið á rót sína að rekja til einveldishugsjónarinnar, en fyrirkomulag eins og Bandaríkin hafa, meir til lýðveldis- hugsjóna og gefur þjóðinni í heild þann rétt, að ráða málum sínum samkvæmt breyting- um þeim, sem hvert eitt tímabil útheimtir. Nýjar kenningar veittar inn í þjóðfarveginn, hafa ætíð rétt á tilveru sinni, en gildi þeirra verður að metast. Undir því komið á það að vera, hvort þeim er útrýmt eða þær eru viðteknar og gerðar að eign, sem þjóðinni yfirleitt verður til farsældar og blessunar. Gróði olíufélaganna. Það er búist við fjörugum ef ekki heitum umræðum í Bandaríkjaþinginu næsta, út af gróða olíufélaganna þar suðurfrá. Samkvæmt skýrslum félaganna sjálfra, hefir Standard olíufélagið í New Jersey borgað hluthöfum 400% af hlutum sínum s.I. ár. Standard félagið í New York 200%. Aðrar deildir þessa félags hafa borgað um 300 prós,ent og önnur félög mjög svipað því. Það er þess vegna enginn efi á því, að olíuverzlunin er í blóma og hefir gengið vel; þessi miklu arður hluthafanna ber það með sér. Að öðru leyti má benda á það, að af fjórum mönnum í Bandaríkjunum, sem hafa í árstekjur yfir $50,000,000, eru tveir þeirra eigendur eða hluthafar þessara olíufélaga. Það eru þeir John D. Rockefeller og sonur hans. ' Einn af þingmönnum neðri deildarinnar hefir haft nokkur (bréfaviðskifti við fjár- málaritara Bandaríkjanna um þenna gróða félaganna. Heldur hann því fram, að fé- lögin fari með þessu í kringum skattalög- gjöfina, og að þessi mikli gróði þeirra sé ekki lögmætur. En fjármálaritarinn heldur, að stjórnardeild sín hafi ekki vald til þess, að gera neitt í málinu. Ætlar þingmaður- inn (Frear) því að leggja málið fyrir þingið. En vandræði olíufélaganna eru ekki öll innifalin í þessu. Það hefir farið fram rann sókn á ásiand' verkamanna hj£ olíuféiögun- um í Montana-Wyoming héröðunum. Er nú verið að birta niðurstöðuna, sem þeir kom- ust að, er rannsókn þessa gerðu. Er hún á þá leið, að neyzluvatn hafi verið mjög slæmt þarna, að ástaridið að því er hreinlæti snert- ir hafi verið hið versta; að verkamenn hafi orðið að vinna 12 stundir á dag og 7 daga hafi verið unnið í hverri viku. Engar skemt- anir, eða það, sem hresti menn og lyfti þeim upp, átti sér stað. 01íul|ndir virðast oftast vera í blautlendi eða á landsvæðum svipuðum þeim, sem köll- «3 eru slæm til ábúðar. Umhverfi þeirra er rakt og kalt og hráslagalegt. Ástandinu, eins og því er þarna háttað og lýst af þeim, er rannsökuðu það, mun svipað farið á flestum öðrum stöðum, þar sem olía er unn- in úr jörðu. Rockefeller varð hissa, er hann sá þessar skýrslur stjórnarinnar. Hann lét, sem sér væri með öllu ókunnugt um þetta ástand. Það var honum sem opinberun. I svan sínu viðvíkjandi ástandinu efaðist hann um, að það væri með öllu eins og skýrslurnar greindu frá, en lét á sér heyra, að honum þætti fyrir, að úr öllu þessu, sem minst var á í skýrslunni, hefði ekki verið bætt. Hann segir ennfremur, að það sé skoðun hans sjálfs, að tólf stunda vinnutími á dag og sjö daga vinnuvika sé með öllu óþolandi. Átta stunda vinna á dag og sex daga vinnuvika sé það, sem hann skoði affarasælast, bæði að því er vinnulýðinn og rekstur iðnaðarins snerti. Þessi yfirlýsing Rockefellers getur verið af einlægni gerð, en mörgum mun þykja hún athugaverð, er þess gæta, að 88 prósent af olíulindunum í Montana-Wyoming eru hansjeign.1 Á sama tíma og olíufélögin raka að sér þessum gróða, lækkar verð á olíu ekkert. Þó að það væri lækkað svo, að næmi 5— 10 centum á gallónu hverri, gætu hluthafar setið að sanngjörnum gróða eftir sem áður af hlutafé sínu. Þetta verð, sem nú er á olíunni, nær í tals vert víðtækum skilningi til iðnaðarins í land inu, því það er svo mörg vara búin til að miklu eða mestu leyti úr olíu. Og verð þeirrar vöru er hátt, meðan olíuverðið Iækkar ekki. Uinn gífurlegi gróði hluthafanna, sem þessu veldur, er J)yí athugaverður. En svo er það ekki einungis, að með honum sé lagð ur alt of hár toliur á iðnað eða framleiðslu landsins, hvort sem sá iðnaður eða fram- leiðsla fer fram á jörðu bóndans eða í verk- annaðsmiðju borgarinnar. Hann ber vott um annað. Og það er, að verkamanninum séu ekki goldin þau laun, er sanngjörn mega heita; um aðbúð hans eða önnur lífsþæg- indi mun þykja óþarft að minnast á; það Iítur oft ekki út fyrir, að þau séu ætluð verkamanninum. Næsta stríð. Það er hætt við, að seyðirinn rjúki í næsta stríði, sem háð verður”. Þannig fórust Will Irvin, nafnfrægum enskum fréttaritara, orð nýlega. “Þegar því er gefinn gaumur, sem er að gerast í þessu efni,” segir Irvin, “er það ær- ið nóg til þess, að fylla hugi manna kvíða fyrir því sem yfir vofir. Þúsundir af sprengikúlum, sem verið er nú að búa til, eru fyltar voðalegasta ban- vænti (antrax baciili). Hefir þ»ð — fyrir hvítu kynflokkana einkum — hin hættuleg- ustu áhrif í för með sér. Því má dreifa út í stórborgum á svipstundu, og er með því hægt að sýkja og eyða þær af fólki, á mjög stuttum tíma. Not ýmissa eiturlofstegunda, svo sem gastegundar þeirrar, er “Lewiside” nefnist, hefir þau áhrif á líkama mannsins, að hún myndar nokkurskonar krabbamein á hörundinu, þar sem hún snertir það; dreif ist þetta svo út og etur sig um allan líkam- ann, svo að hann er orðinn banvænn og ó- læknandi eftir nokkrar klukkustundir. — Þá er loftbátaherútbúnaðurinn. Hann eykst svo hröðum skrefum og er altaf að fullkomnast, að há-alvarlegt er. Á ótal margt fleira mætti benda. Mörg eða flest þeirra efna, sem nú er verið að búa sig út með, eru álitin með öllu óhæf frá mannúðarinnar sjónarmiði til notkunar í stríðum. En fyrir slíkum lögum ístríði eru hugir manna mjög að slófgast. Þar virðist nú alt leyfilegt. Spáir það virð- ingarleysi fyrir hvaða upphugsanlegri að- ferð sem er til að drepa og sýkja í strfði, ekki vel fyrir siðmenningunni. Afleiðingin af öllu þessu virðist óumflýjanlega sú, að hin vestræna menning verði sungin út og lögð í gröfina í næsta stríði, en að gulu og svörtu kynflokkarnir taki við. Það er ófögur mynd, sem fyrir hugskotssjónum mínum stendur af næsta stríði.” Það gerði held eg engum manni eða konu neitt ilt, að íhuga vel þessi orð Mr. Irvins. Þegar um stríð er að ræða, kemur það oft ! í Ijós, að skoðanir manna á þeim eru undar- legar og áhrifin ýmisleg. Sumir fyllast eld- móði hugrekkis og karlmensku, og álíta að það að ganga út í stríð sé í raun og veru inn- I gangur að björtu og dýrðlegu æfintýralífi; tilfinningin blossar þá oft upp hjá mönnum. Það er ekki ómögulegt, að eitthvað sé eða hafi verið til í því, sem kallað er herfrægð. En um eitt geta menn verið vissir, og það er, að það verður ekkert æfintýralegt við næsta stríð eða þá tegund stríða, er Irvin Iýsir, þegar til þeirra kemur. Næsta kappræðuefnið. Friðurinn teður tún og engi . Þannig hljóðar gamalt íslenzkt máltæki. Síðan vopnahléð eða friðurinn var saminn í stríð- inu mikla, hefir þó eitthvað gagnstætt þessu viljað brenna við. Viðreisnartímabilsins, er búist var við að tæki við að fegnum friði, hefir lítið orðið vart. Og nokkrir spyrja jafnvel, hvort það friðar- eða endurreisnar- tímabil hafi ekki verið alveg eins hörmunga- ríkt og sjálft stríðið. Hafa þeir og nokkuð til síns máls, er þeim augum líta á tímana nú. En ofan á allar þær friðarhörmungar bæt- ist nú eitt ágreiningsefni þjóðanna ennþá. Er það sérstaklega á milli Englendinga og Frakka. Það er í því fólgið, hvort það sé nú Foch, marskálkurinn franski, eða enski hershöfðinginn Haig, sem heiðurinn ber fyrir að hafa brotið skarðið í hergarð Þjóð- v«rja á Frakklandi árið 1918, og sem reið Þjóðverjum að fullu. Sá, sem valdur er að upphafi deiluefnis þessa, er einkaritari Haigs marskálks. Hann hefir nýlega skrifað bók um Haig og stríð- I ið, og gefur þar yfirmanni sínum heiðurinn af sigrinum á Þjóðverjum. ”FóIk heldur alment, að það hafi verið herkænsku Foch marskálks að þakka, að Þjóðverjar fóru eins halloka og raun varð á. En það er herfileg villa,” segir einkarit- arinn í bók sinni. Það er gengið að því sem vísu, að út af máli þessu hefjist deilur. Hvort að þær leiði sannleikann í ijós eða ekki, skal engu um spáð. Eitt væri ekki óhugsandi að skýrðist í hugum manna við þær umræður. En það er, að augu manna opnuðust fyrir því bet- ur en áður, að það hafi í raun og veru ver- ið hinir réttu og sléttu hejmenn, sem heiður- inn eiga skilið fyrir að hafa brotið þjóð- verska herinn á bak aftur, en enginn einn maður, jafnvel ekki, þó hann heiti Foch eða Haig. Aldarháttur. (Niðurlag.) Eins og gefur að skilja, þá verða þessar hugleiðingar mínar bragðlausar og litlaus- ar, ef eg minnist eigi á trúmálaástandíð með- al okkar Vestur-Islendinga, eins mikla þýð- ingu og það hefir fyrir aldarháttinn. Sjálf- sagt er ekkert það málefni til, sem alþýða Islendijiga hefir látið sig jafn miklu skifta, og það er sízt að lasta, ef það væri okkur til sóma. En í þeim efnum, eins og öllum öðr- um, sýnir aldarhátturinn sig. Léttúðin og ósamkvæmnin íslenzku fjöllunum hærri. Það er ekki ætlun mín í þessari ritgerð, að dæma um gildi trúarbragða, eða milli trúarbragða- flokka, heldur það, að bregða ljósi á ttúar- bragðaástandið. Eftir alt, sem á hefir geng ið, væri fullkomin ástæða til að halda það, að Vestur-Islendingar væru með afbrigðum trúræknir, og eðlilegt væri, að heimaþjóðin hugsaði svo, en slíkt álit eigum við ekki skil- ið. Það eitt er hjartanu eiginleg trú, sem sýnir sig í breytninni, þó engri fiíllkomnun verði náð í þeim efnum, og það eru ekki á- vextir heilbrigðrar dómgreindar og stað- festu, að geta skift um trúarbrögð eins og reiðhesta. Ef manninum er trúin hjartfólg- in, þá getur hann ekki skift um hana fyr en hann hefir fengið sannfæringu fyrir annari, göfugri og betri, og slíkt getur ekki átt sér stað á stuttum tíma. Og ef maðurinn hefir sannfæringu fyrir trú sinni, þá er hann altaf að reyna að breyta samkvæmt henni, alveg eins og hitt, að ef maðurinn elskar konu sína, þá er honum eiginlegra að aðstoða hana í öllu, en að kyssa hana. Með öðrum orðum, að ástin verður sjá anlegri í athöfnum mannsins, en hún verður heyrð af vörum hans. Ber þá aldarhátturinn trúar- bragðafestuna og trúarkærleikann með sér? Er það ekki algengt, að maður á leið til kirkju og frá henni gengur fram hjá knattleika- stofu (pool room), sem er full af eldri og yngri mönnum, sem virða guðsdýrkunina einkis? Er það ekki algengt á helgum dögum, að menn úti á landi leiki knattleik meðan á messugerð stendur, að- eins spölkorn frá kirkjunni? Máske að trúaralvaran sé að deyja út með eldri mönnunum, að einungis niðjarnir vilji ekkert með hana hafa? Nei. “Svo læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft”. Orsökin er hjá eldri kynslöðinni. Að fullorðna fólkið stælir í áköfum hita um trúar- brögðin, en gerir sér að öðru leyti lítið far um að byggja upp og rækja dyggilega skyldur sínar við safnaðarstarfið, það sannar ung- lingnum betur en stundar firtölur, að guðsdýrkunin er alvörulaus, og það gefur nautnadýrkun byr undir báða vængi. Kennimanna- stéttin er margskift í skoðunum og lítilsigld alþýða veit varla hverju hún á að trúa. Ungum var okkur kent það, að elska guð svo heitt og innilega, að öll okkar breytni stjórnaðist af elskunni til hans, en að minnast þess jafn- framt, að sökum breiskleikans í holdinu, mættum við aldrei full- treysta okkar eigin verðleikum, og að þess vegna hefði Kristur, sem var með föðurnum frá upp- hafi. íklæðst holdinu, svo að sök- um hans endurlausnar skyldi rétt- læti guðs verða fullnægt, og hans náð og miskunnsemi standa ölhim til boða. Nú er af mörgum kennimönn- um kirkjunnar slegið af þessu, aðal atriðinu. Elskan til guðs að vísu gerð að skilyrði sem áður, með því að hún sé ávalt undir- staða góðrar breytni, og að meira verði ekki af okkur heimtað til sáluhjálpar. Kristur hafi til þess íklæðfst holdinu, að sýna okkur veginn. Að við í hans breytni og hegðun höfum mælikvarðann fyr- ir okkar hegðun. Og þá er enriþá flokkur kenni- manna, sem gerir ráð fyrir, að þessu öllu verði naumast full- treyst, og ráðleggur okkur að leyta frétta af framliðnum. Er nú ekki alþýðunni vorkunn, þó hún sé hvarflandi og léttúðug í trúar- efnum? Og þó. Til hvers er nú öll nútíðarmentun, ef alþýðan sér ekki og finnur ekki mun á þessum kenningakerfum, ef alþýðan ér svo undirgefin og talhlíðin, að snúast frá einu til annars í þess- um háieitustu efnum, ef hún er svo léttúðug og alvörulaus, að neita sinni eigin dómgreind um at kvæðisrétt í trúmálum sínum. Svo samvaxin eru látalætin og léttúðin aldarhættinum, að boð- beri drottins er ekki nú á tímum kallaður hneykslisprestur, þó að hann sé jöfnum höndum Unítari og Lútherskur, eftir því, hvem hann gistir, og þó hann standi við knattborðið stund og stund og falli hreystiorð af vörum við stall- bræður sína þar. Áðurmeir voru drykkfeldin preslar kallaðir hneykslisprestar, þó þeir könnuð- ust við trúna sína eins lengi og þeir gátu gert sig skiljanlega. Þráinn. I Dodd’s nýmapillur em bezta nýmameðaliÖ. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun^ þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eSa frá The Dodd’s Medictaa Co.. Ltd., Toronto, OnL Dagatöl. Eins og menn vita, hefir séra Rögnv. Pétursson undanfarandi gefið út dagatöl, sem seld hafa verið til ágóða fyrir Únítarasöfn- uðinn fyrst og nú síðar Sambands söfnum. Dagatöl þessi hafa verið vinsæl og mikið keypt, enda hafa þau verið mjög snotur og merkileg að því leyti, að með hverri mánað- artöflu hefir fyigt mynd einhvers merks ísiendings og oftast eitt- hvert ágrip af æfi hans. Fyrir árið 1923 eru dagatöl þessi nú komin út, og eru með samskonar sniði og áður. Þeim fylgja nú myndir af mönnum eins og t. d. Birni Jónssyni fyrv. ráð- herra, Þórh. Bjarnarsyni fyrv. biskupi Islands, Sv. Sveinbjöms- syni tónskáldi o. fl. Þeir, sem eignast vilja þessi dagatöl, eða kaupa þau tfl að senda vinum sínum fyrir jólin og nýárið — þeir eru útbúnir með jóla- og nýársóskum — geta feng ið þau hjá útsölumönnum víðs- vegar um íslenzku bygðirnar, eða beint frá Rögnv. Péturssyni, 650 Maryland St„ Winnipeg. Verð þeirra er 50c Sameiginlegar samkomur séra Rún ólfs Marteinssonar og Ölafs Eggerts sonar veröa haldnar á eftir fylgjandi stöðum. Heröubreiö 14. desember. Selkirk 18. desember. Lundar 19. desember. Markland 20. desember. ASgangur 50c og 25c. I Stökum” J. O. Normanns í síS- asta blaði hefir slæm villa slæðst inn í eina vísuna. Biðjum vér höfundinn afsökunar á því og prentum hér vís- una rétta: Ljóshvörfunum orsök i Öþörf varaskeifa. Þegar vindar vekja upp ský, vit og sól má dreifa. Opticians and OptometrUta. 204 ENDERTON BUILDING Portage and Hargrave. — A 6645 Visit Selkirk every Saturday. Lundar once a month. Torfasons Bræður Viðarsögun. Sími N 7469. 681 Alverstone St. RICH IN VITAMINES ímil Johnson A. Thomas Service Electric Rafmagns contracting Allskonar rafmagnsáhöld seld og og við þau gert. Umboðssala á Edison Mazda lömpum. Columbia hljómvélar og plötur til sölu. 524 Sargent Ave. (gamla Johnsons byggingin við Young St.. Verkstæðissími B 1507. Heimasímf A 7286. liii! 11 LKÍÍÖÍ pa| ca.k£ MAKE PERFECT BREAD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.