Heimskringla - 07.02.1923, Page 4

Heimskringla - 07.02.1923, Page 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 7. FEBROAR, 1923. HEIMSKRINQLA (lt«fB«« I8M) KMBBr «t A hverjam ■WvlkB.lefL Kiffendur: THE VIKING PRESS, LTD. 86S *f 855 9AKGBNT AVE., WINNIPEG, TaUíaii i N-8537 Verti blaAalna er IS.Otf árKaagarÍDn barf- lat fjrfr trmm. Allar borfaalr aeaáUi rálaaanal blaAaiaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. Utaaáakrlft tlL blaValasi THB VIKINvi PRBSS, Ltá., Bai «171, Wlnalpef, 1I«B. Ltaaáakrlft tll rktatJAvanai RDITOK IIK1MSKKI5GLA, Box S171 Wlnalpef, Maa. The ‘Heimskringla” is printed and pub- lished by Heimskringla News and Publishing Co., 853-855 Sargent Ave Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. ---rrrr^-------r ~iar~rir~irB ■ ■ - WINNIPEG, MAN., 7. FEBRÚAR, 1923. Manndómur og velmegun. Það hefir löngum verið skoðun manna, að efnaleg velmegun og manndómur væri óaðskiljanlegt og að ekk. væri hægt að þverða mikill maður án þess að hafa lalsvert fé handa á milli. Vér heyrum einatt talað um það, hvað bágar ástæður hinn eða þessi hafi haft við að stríða og hvílíkt þrekvirki að hann hefði af hendi leyst, ef slíkt hefði ekki amað að. Um sérstaka ísiendinga er oft þannig talað og fullyrt, að ef þeir hefðu ekki átt við neina erfiðleika að búa, hefðu þeir orðið stórmenni, heimsfrægir o. s. frv. Ekki ber því að neita, að efnin hafa gert ýmsa að “mönnum”. Innan vissra takmarka eru þægilegar ástæður öllum nauðsynlegar. En eigi að síður eru dæmi hins fleiri, að miklu mennirnir svokölluðu hafi rutt sér sjálfir braut, hafi á sama tíma og þeir voru að þroska sjálfa sig, sinn andlega mann, afl- að sér nægilegra efna til þess að ná tak- marki því, er fyrir þeim vakti. Einnig verð- uip vér þess stundum varir, að þegar vér kynnumst sumum gtórmennum; mönn- um, sem verið hafa mannkyninu and- leg Ijós í fylsta skilningi, að hjá þeim hefir ekki ávalt eða jafnvei sjaldnast verið um auðæfi að ræða. Meira að segja, sumir þeirra manna, er meðal vor Islendinga hafa for- kólfar gerst ýmsra mála eða starfa, og vér lítum á sem ekki einungis andlega auðuga, heldur einnig efnalega stórfjáða, eru það alls ekki og verða að halda á meiri sparsemi og meiri sjálfsafneitun en hinir, sem þeim fylgja, myndu geta gert sér að góðu. Þó að vér gætum ekki hugsað oss þessa menn ann að en góðum efnum búna, ber nánari athug- un oftast vitni um hið gagnstæða. Það lítur út fyrir að manndómur og auð- æfi haldist ekki ávalt í hendur, fari ekki saman. Með manndómi er hér átt við andleg mik- ilmenni, menn, sem með atorku berjast fyr- ir þeim hugsjónum, er gera mennina dáð- ríka, víðsýna, réttsýna og góða. En með auðæfum er átt við þann auð, er menn beita sér fyrir að safna framyfirþað er þeir þurfa með til að geta lifað óbrotnu lífi og ekki kemur eigandanum eða öðrum að neinum notum. En nú munu menn segja, að altaf megi eitthvað gera með auðinn og að hann komi ávalt að einhverjum notum. En á móti því má þó með fylsta rétti bera. Að vísu á hver maður fullan rétt á því, að vera ríkur. Og vér efumst um pað, að út af fyrir sig sé nokkur maður of ríkur. Mannsandinn hefir ótakmarkað þroskaskilyrði. Og veraldleg- ur auður er ef til vill aldrei svo mikill, að verkefni væru ekki nægileg til þess að nota hann, til þess að lyfta mönnunum á hærra stig. Eins lengi og auðurinn er til þess not- aður, er ekkert út á hann að setja. En eins og auðsöfnunin nú á sér yfirleitt stað, er hún þegar í byrjun röng. Auðsins er undantekn- ingarlítið safnað á kostnað annara, sem ekki ætti að vera. Auk þess er hann svo tilfinn- anlega oft notaður, eftir að hann er kominn í vissra manna hendur, til annars en þess, er til mætti ætlast. Hann er notaður til þess að draga manninn niður í andlegum skiln- ingi, í stað þess að lyfta sál hans og hefja. Og það er ekki einungis elnstaklingurinn, sem auðinn hefir undir handarkrikanum, sem þessi áhrif koma fram'á. Þau koma fram á öllu mannkyninu. — F.n viðkunnan- legra mun þykja, að koma með einhverja á- stæðu fyrir því. I Uppsölum í Svíþjóð er maður nokkur, sem Hermann Lundborg heitir. Hann er prófessor að nafnbót og stjórnar stofnun, er líffræði kennir og rannsakar (Race Biolog- ical Institute). Próf. Lundborg er víðkunn- ur maður fyrir athuganir sínar á eðli og eðl- isskilyrðum ýmsra þjóða — eða kynflokka. í fyrirlestri, er hann hélt nýlega, heldur hann því fram, að þess séu Ijós merki hjá öllum þjóðum, að hinn gamli, góði mið- flokkur manna í þjóððfélaginu, sem hann svo kallar, sé að hverfa og að það séu glögg afturfararmerki og úrkynjunar. Og hvarfi þessa flokks eða stéttar, skoðar hann auð- söfnunina nú á dögum valda. Orð hans um þetta eru þessi: “Það er mjög alverlegum efa undirorpið, að manndómi þjóðarinnar sé nokkur hagur að miljóna-auðsöfnuninni, sem nú orðið á scr stag í öllum löndum. Reynslan sýnii, bæði fyrrum og nú, að þegar auðurinn alt í einu eykst á þenna hátt, þá aukast þarfirnar í það óendanlega. Óþarfans er krafist óaf- Iátanlega, þreyta og leti dafnar og áhuginn fyrir vinnu og framleiðslu dvínar. Karl- mennirnir fara að Iíta í kringum sig eftir ein- hverjum starfa, sem hvorki fylgir andleg né líkamleg áreynsla, og kvenfólkið fer í kring- um móðurskylduna. Þetta byrjar hjá mið- og æðri stéttunum og þaðan berast áhrifin til lægri stéttanna, sem svo með tíð og tíma eyðileggur þjóðina. Það er talað um eyði- leggjandi öfl í stjórnarfari og þess háttar í þjóðfélaginu, en á þessi skaðlegu áhrif er sjaldan minst, sem í eðli sínu eru fullkom- lega eins máttug í eyðileggingaráttina og stjórnmálaatriði þau eru. Evrópa er nú í afturför. Sú afturför á auðvitað rót sína að rekja að miklu leyti til stjórnarfarsins, en einpig að nokkru leyti til misskilnings þjóðanna á öllu því, er að úr- kynjun þeirra lýtur, og hirðu- og aðgerða- leysi að berjast á móti þeim öflum. Það er erfiðara að benda á orsökina að þessari úr- kynjun hjá þjóðinni í heild sinni, heldur en innan vissra stétta þjóðfélagsins. I öllum stórbæjum er þessi afturför auðsæ. Blóð- blöndunin, sem þar á sér stað, er óhæf, og til hennar á afturförin rót að rekja. Að því leyti sem afturförin er þar hægfara, er það að þakka áhrifum frá því fólki, sem úti í sveitunum er alið upp. Auðvitað liggur ekki fjarri að minnast á, að manna-kynbót- um sé meiri gaumur gefin en gert er, en með því að eg er hér aðeins að benda á það, sem er árangur af vísindaiegri rannsókn, er það nú ekki hlutverk mitt. En það er þessi hrausta, vel upp alda stétt, þessi flokkur manna, sem ekki veigrar sér við vinnu og lif- að hefir undir hollum áhrifum lofts og hugs- ana, sem nauðsynlegur er fyrir heilbrigði þjóðfélagsins. En menningin, eins og hún nú stefnir, er honum hættulegust. Aukinn iðnaður og verzlun, þegar hvorttveggja er í góðu lagi, gerir einu Iandi auðveldara en ella að sjá fleirum farborða, að fæða fleiri, en það hefir á sama tíma alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir myndun þjóðfélags- ins, því vöxtur og þroski mannkynsins er í húfi. Hin gam|a, góða “miðstétt” þjóð- félagsins hverfur að lokum. Ný “miðstétt” myndast að vísu aftur, en hún vex ekki út úr eins góðum sttífni og hin fyrri. Vinnu og framleiðslu sjá að sjálfsögðu altaf einhverjir um. En ekki undir sömu kringumstæðum og áður. Óefað verður sú stétt þá hraustasta stétt þjóðfélagsins og sú er að nokkru sporn- ar við úrkynjun, en hin stéttin, sú er henni veldur, verður samt einnig mannmörg.” Þannig lítur prófessor Lundborg á sakirn- ar. Ýmsum nrun þykja hann ganga nokkuð langt í ummælum sínum um úrkynjun mann- kynsins. Samt vekja þær skoðanir hans mikla athygli. Er það efni vísindamanna í líffræði að dæma um, á hve miklu eða litlu þær eru bygðar. Hitt, sem til almennings nær, eru sumar ástæðurnar er hann bendir á fynr henni. Séu afleiðingar sumra stefna þjóðfélagsins þær, er hann segir, t. d. iðn- aðarstefnunnar, þá er það ærið í hugunar- efni fyrir þjóðirnar eða stjórnir þeirra og almenning. Að öllu þessu athuguðu virðist því líkt farið með þjóðirnar og einstaklingana. Eins og sá getur náð andlegum þroska, er ekki hefir úr miklu að spila, og getur leyst af hendi meira og þarfara verk en margur, er auð hefir öðiast, í þarfir þjóðfélagsins, svo getur einnig lítil þjóð og þar af leiðandi fá- tæk, eins Iifað og starfað að vexti og fram- för mannkynsins og stærri og ríkari þjóðirn- ar. Hjá stórþjóðunum er vanalega og eðli- ; lega meira auðsafn en hjá smáþjóðunum. Og nú dettur oss í hug Island. Við segjum það fáment og fátækt, og að þar sé ekki nein framfaravon. Undarlegt er það samt, að ísiendingar hafa reynst að minsta kosti jafnokar, ef ekki meiri, en annara þjóða menn, er þeir hafa átt við þá að keppa. Oss hefir marga furðað á þessu. En þarna er ástæðan. Stórborgarlíf og auðshyggja og fleira, er rótina nagar hjá stórbjóðunum hef- ir ekki enn etið sig ínn í íslenzka stofmnn. 1 Mannkynið er með öðrum orðum í framför á Islandi, þegar það er annarstaðar í aftur- för og úrkynjun. Undarlega hagar dcapar- inn stundum hlutunum og sannast málshátt- urinn á ísl., að svo bjargast bý sem ernis. Meðan þannig er ástatt fyrir Islandi og íslenzkri þjóð, virðíst ekki nein sérstök á- stæða fyrir oss Vestur-Islendinga, að leggja krók á leið vora til að reyna að gleyma, að: “Þenna vér mætan eigum arf, minningu fræga, fegurst dæmi —” Öflin, sem í þá átt benda oss, eru að vísu sterk. En þó að aðstaða vor sé að ýmsu leyti slæm, þá mun samt flestum í meðvit- undinni kærast um að taka undir með skáld- inu, er það segir. ‘‘Blasir und björgum sveit, barnið þar sól fyrst leit faðm móður frá; ekkert er breytt í bygð, blika þar vötnin skygð, ásthrein og tær af trygð, und tindum há.” ' Svo á það einnig að vera. Hvernig ættu þeir, sem minningar eiga að heiman, að geta haft augun af þeim fyrir alvöru, þegar sjálf “Sólin til hvílunnar gleymir að gá” ^ af yndinu að horfa á íslenzku vornóttina | í allri sinni dýrð. Miðstöðvar C. N. H. I Hvar verður höfuðaðsetur C. N. R. braut- ! arinnar? Margir bæir hafa spurt þessarar spumingar undanfarið, og hver um sig hafa ! þeir bent á sig sem hið heppilegasta höfuð- ból hennar Mr. Thornton, aðalstjórnandi C. N. R. nú, átti úr vöndu að ráða í valinu á j aðsetursstaðnum, því margir höfðu bæirn- ir nokkuð til síns ágætis. Nú hefir þetta samt verið ákveðið. Aðalstöðvar félagsins verða í Montreal. En svo verða smærri | stöðvar í Muncton, Toronto og Winnipeg. ! Þessar smærri stöðvar hafa viss svæði til umráða, og er það þeirra, sem Winnipeg- stöðin á að sjá um, stærst og hefir fleiri míl- ur járnbrautar en hmar. 1 því efni virtist Winnipeg eiga mest tilkall til þess að vera aðalaðsetursstaður. En að hkindum hefir kaupgjald og ef til vill renta eða byggingar- efni verið lægra austurfrá. King forsætisráðherra Canada hefir lýst j því yfir á samibandsþinginu, að C. N. R. og Grand Trunk kerfin, verði eða séu þegar sameinuð. Er þá til lykta ráðið því, er lengi hefir á jsrjónunum verið með þessar stjórnarjárnbrautir. Verða bæði þessi félög nú rekin sem eitt félag væri. Ætti mikið hag- ræði að 'því að vera fyrir stjórnarkerfið, því sparnaður hlýtur að vera því samfara. Virð- ist alt þetta af framsýni og góðum ráðum gert, og ættu járnbrautir stjórnarinnar nú að hafa tækifæri til að sýna, hvers virði þær eru, og hvort að hægt sé að starfrækja þær án þess að stórtap leiði af því. Vínbannsmáiið. Um tillögur hófsemdarfélagsins (Moder- ation League) viðvíkjandi stjórnarsölu á áfengi í þessu fylki, hafa orðið iangar og flóknar umræður á þinginu. Tillaga hóf- semdarfélagsins er sú, að vínsala sé leyfð í Manitoba, en að stjórnin ein hafi umboð til þess að verzla með áfengið. En þar sem hér eru nú bannlög í gildi, verður málið að ganga til atkvæða almennings. Nú er það vanalegt, þegar þannig stendur á með mál, að fylkisþingið samþykki lögin fyrst og láti siðan atkvæðagreiðslu almennings skera úr, hvort þau skuli haldin. En til þessa var Brackenstjórnin ófáanleg. Tillaga Berniers þingmanns, sem í þessa átt fór, var feld á þinginu. En með því að allir stjórnmála- flokkar í þinginu höfðu lofast til, að vera með því, að atkvæðagreiðsla færi fram um bannmáiið, varð ekki hjá því komist. Nið- urstaða málsins á þir.ginu er því sú, að at- kvæðagreiðslan fari fratn í júní á komandi sumðri um tillögu hófsemdarfélagsins. Stjórnin áieit að þetta \æri greiðasti vegur- inn og krókaminsti. Ef almenningur greiðir atkvæði með tillögunn! og stjórnarsölu á á- fengi, þá eru núverandi bannlög úr gildi >numin. Þm^ið kemur svo saman, ef því sýnist, eftir að alkvæðagreiðsla hefir farið fram og löggildir vínsöluna. Hvað stjórnarsala á áfengi er, mun flest- vim Ijóst. Stjórnin kemur upp vínsölubúð- um þar sem henni sýnist og selur áfengið í flöskum, en ekki í staupasölu. Stjórnarvín- sala hefir átt sér stað í British Columbia og víða um önnur lönd, en hefir reynst misjafn- lega frá sjónarmiði vor bindindismanna. Tilhögun á sölunni hér eða hvar og hve ví§a söiubúðum yrði komið á fót, skýrir stjórn- in eflaust frá áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Hermannabókin Eins og getiti var um í fyrra blaöi er hermannabókin nú til sölu og Jóns Sigutðssonar félaginu til mikillar á- nægju, eru Vestur-Islendingar þeg- ar farnir ati senda inn pantanir að bókinni. Munu uin 50 eintök hafa selzt á s.l. viku, og er það innileg ósk fólagsins, að pöntununum haldi á-i fram að streyma að því, þar til upp- lagið er uppselt. /Vllar ástæður fé- lagsins krefjast að svo verði. Þess vegna tel eg nú viðeigandi, að Vest- ur-Islendingar séu fræddir um verð- í leik félagsins ti'l velvilja þeirra og styrktar. 1 stuttu rnáli má segja, að félagiö myndaðist liér í Winnipeg í marz- mánuði árið 1916, með þeim lofs- verða tilgangi mannúðar og kær- leika, 1. Að hlynna eftir megni að vor- um vestur-íslenzku hermönnum utan Canada og l’andaríkjanna; 2. Að stvrkja eftir beztu föngum þær af fjölskyldum fjarverandi her- manna, sem félagið vissi að voru hjálparþurfa; 33. Að uppbúa á sinn kostnað eina sjúkrastofu í Tuxedo hermannaspít- alanum hér i borg; 4. Að hlynna að og styrkja fjár- hagslega ýmsa af þeim afturkomnu hermönnum. sem veikir voru eða fé- lausir; 5. Að stofna til og annast utn skemtanir fyrir afturkomna her- inenn og skyldulið þeirra; jólaglaðn- ing og jólatréssamkomur fyrir börn þeirra; 6. Að styrkja eftir megni I. O. 1). E. kermannasj úkrahúsið á. Higgins Ave. hér i lxirg, stin þær og hafa gert fram aö þessu; 7. Að leggja fé til ýniissa mann- úðar- og styrktarstofnana, sem mynd uðust á stríðsárunum, svo sent í‘Red Cross”, Belgíu hjálparsjóðinn, styrkt arsjóð brezkra hermanna, Sjóð til styrktar börnum fjarverandi her- manna, og til nokkurra annara stofn- ana, sem eg nú í svip nian ekki nöfn- in á. 8. Útgáfu þess mikla og sögurtka minningarrits, sem félagið nú biður Vestur-lslendinga að kaupa. jafnt þá er búa sunnan Bandarikjalínunnar og hina, sem búa í Canada, Félagið óskar þess getið, að það tileinkar sér engan veginn heiðurinn af þeim framkvæmdum, sem það hefir haft með höndum í síðastiiðin sjö ár, síðan það inyndaðist. Miklu frenuir segir það heiðurinn vera þeirra mörgu kvenna og karla víðs- vegar í landi þessu, eai af frjálsum vilja og velvild til fjarlægra her- manna, sendu því stórgjafir í vörum og peningum, og sem gerðu þeim mögulegt að koma hugsjón þess og óskum i íramkvæmd, og sem hað nú þakkar hér með af hjarta öilum, sem .það hafa styrkt á 'liðnum árum. An hjálpar þeirra hefði félagið ekki getað orkað því, sefn það hefir gert, og án þeirrar hjálpar getur það ekki fuMkomnað starf sitt . tillliti til út- gáfti Minningarritsins. Eg má geta íþess, að á þeint árum,- sem vestur-íslenzkir hermenn voru á vígvelli, varði félagið yfir sjö þús- und doillurum í peningum í böggla- sendingar til þeirra, og er þó ekki þar með talið margt af þeint nnin- um, sem ,þvi voru gefnir til þess að láta i bögglana, svo seni sokkar, vet- lingar, treflar, handklæði o. fl. o. fl. Og á santa tíma lagði það að minsta kosti tvö þústtnd dollara til annara liknarstarfa, og ennþá heldur það á- fram að hjálpa, þar sem hjáilpar er þörf. I viðbót við þann styrk, sem Vest- ur-Islendingar eru beðnir að veita með því að kaupa hermannabókina, hefir félagið ttm 1200 koparmyndir af hermönmtm þeim, sem getið er í bókinni, sem kosta að jafnaði, þegar j ein og ein er kevpt af myndagerðar- mönnum, ekki minna en þrjá dollara j hver. Þessar myndir vill nú félagið ' selja og óskar, að sem flestir hermenn j vildtt katipa myndir þær, sem af þeim hafa verið gerðar — eða þá aðstand- endur þeirra. Félagið óskar að fá $1.00 fyrir hverja selda mynd. B. L. Baldwinson. Dodd’s nýmapillur eru bezto , nvmameðaliÖ. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ár $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- eða frá TJie Dodd’s Med>c*na Co.. Ltd., Toronto. OnL Ferðapistill. Eftir Þorlák Þorláksson frá FjaJlL Eg fór. eins og s-vo margir, vestur á strönd. Eg er orðinn ónýtur áð vinna, svo það er ekki eftirsjá í mér að heiman, og í öðrtt Iagi er eg svo I mikið bett i tiil heilsu en eg hefi verið ; svo árum skiftir og því lildeg til að I hafa meiri skemtun af ferðimti. F.g fór að heiman frá V’ernon B. C. 15. desember 1922. Ferðinni með járnbrautinni lýsi eg ekki neitt, þvt það har ekkert sérlegt til tíðinda á leiðinni. Eg fór tafarlaust til Vict- oria og kont þangað seinni part dags iþann 16. Yngsti sonur Mr. og Mrs.. Christian Sivertz mætti mér þegar eg kont af bátnum og fylgdi mér heim til þeirra. Eg er vel kttnnugur því fólki og er það þannig til komið, að1 þegar stúlkurnar niinar voru í Vict- oria fyrir 5 ártint síðan, þá héldu þær til hjá Mr. og Mrs. Srvertz, seni reyndust þeirn, ekki eins og alment gerist með foreldra, heldur sem beztu' forddrar. Eg ber því hlýjan hug if þeirra, og sýndi það nú i verkinu nteð því að setjast upp fyrir óák\reð- inn tíma. Sivertz-hjónin og synir þeirra, er mesta myndar- og greindar fólk. Drengirnir ganga mentaveg- inn. Þeir eru fimm, en einn, sá sjötti, dó í stríðinit. Sumir þeirra ertt vel á veg kornnir. Victorian er orðinn kennari við háskóla i W. Virginia og Christian lýkur við itt háskólanám næsta vor, ef hann stenzt prófið. En það er óþekt meðal þeirra Sivertz-bræðra að falla við próf.. — Henry, sá sem féll í stríð- inu, var elztur. Hann var skólakenn- ari áður en hann innritaðist. Eg hdd það finnist ekki margir réttir og slétt ir daglattnamenn, sent gefa «tórum harnahóp eins gott ttppeldi og Christ ian Sivertz. Eg heimsótti nokkra landa i Vict- oria. Eyjarskáldið J. Asgeir J. Lín- dal, kannast allir landar við vestan hafs, sem íslenzku blöðin lesa. Eg' kom heim til hans og sá hann lika hjá Sivertz. Því miðttr er hann orð- inn bilaður að heilsu, en hann gleyrn- ir þvi, þegar hann tnætir gömlum kunningjum Eg kom til Þorsteins Kjartanssonar (Anderson) og hafði ]>ar skemtilega kvöldstund. Skúla Jtíhnson mætti eg á götu og þótti slæmt að hafa ekki trma ti! að tala t ið hann, þó ekkiTTefði verið nema heilan dag. Hann er við aldur, en fjörlegur á fæti og í svari, sem ung- tir væri. Þá kont eg til Jósefs Steí- ánssonar og hafði mikla skemtun af að tala við hann. En tíminn var naumur og mér fanst eg aðeins byrj- aður, þegar eg varð að hætta. Jósef

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.