Heimskringla - 14.02.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.02.1923, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG. 14. FEBROAR, 1923 HEIMSKRINGLA 1888) Keaar «t t kverjaa mlttrlka. !•««. Elgeninr: THE VIKING PRESS. LTD. 863 «g 865 9AKGENT AVE, WINNIPEtí, TaiUfml: N-E537 Verf klafilna er 83.08 árKMKarlnn k#rf- lart tjrir fram. Ailar korjfaalr aendUt rákiaannl klafalaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaSur. UtaaA.krlft tlt klaSalns! lleimNkrlriKla \>«n «V PuhlÍMhins: C'o. Lessee of THfO TIKIIfU PKB9S. Ltl., B«x 1171, Wlnnlpef, Jlaa. Vtaaáikrlft tll rUatj6a*aaa KDfTOK HEIMSKRIÍItíLA, Bax 1171 Wlnnlpef, Maa. The ‘Heimskrlngla” is printed and pub- llshed by Heimskringla News and Publishing Co., 853-855 Sargent Ave Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MAN., 14. FEBRÚAR, 1923 Samvinna íSvíþjóð. Það hefir ekki verið eytt miklu rúmi í blöðunum til þess að segja frá, hvað sé að gerast í samvinnuáttina meðal baenda í Sví- þjóð. Eigi að síður kveður mikið að þessu, og samvinnuleiðin }jar er að hafa stórkost- lega þýðingu fyrir landið. Samvinnufélögum hefir fjölgað mjög á s.l. 30 árum. Tala félagsmanna er um 80 þúsundir og eru það alt bændur eða bænda- fólk. Af öllum bændum í landinu mun einn fjórði að minsta kosti í samvinnusamtökum þessum. Alls eru 1353 deildir samvinnu- félaga í landmu; hafa þær allar eitt sam- band með sér (Natronal Umon). Þetta yfir- eða sambandsfélag hefir eftirlit með sölu bænda-afurða og gérir innkaup fyrir bændur á verkfærum og ýmsum öðrum vör um. Það hefir skrifstofur í New York, Mar- saille og víðar til þess að líta eftir kaupum og sölu. Nú er verið að smíða 4 skip fyrir þetta félag, um 9250 smálestir að stærð hvert. Er hugmyndin með þessu sú, að flytja afurðir bóndans til markaðar í útlöndum, og flytja heim þá vöru, er þar er keypt. Þetta er sýnilega byrjun að dálitlum verzlunar- flota, sem bændafélögin munu koma á fót með tíð og tíma. Árið 1920 höfðu sænsku samvinnufélögin 363 búðir, sem þau seldu í vörur, keyptar frá útlöndum. Einnig samvinnubanka með $5,400,000 höfuðstól og 62 útbúum um landið. Þetta sambandsfélag (National Union) gerir um $9,450,000 umsetningu árlega. Heildsöluhús þessa félags eru 19 og eru dreifð út um landið; selja þau út- sæði, áburð, fóður og allar bændavörur; umsetning þeirra er $25,000,000 á án. Smjör- og mjólkurgerð eru samvinnufé- lögin óðum að taka í sínar hendur og draga taumana úr höndum einstakra manna. Tala samvinnu-smjörgerðarfélaganna hefir fjölg- að síðan árið 1890 úr 73 upp í 565 árið 1920. Tala félaga sem einstakir menn eiga hefir minkað um 33%. Svo miklar fram- farir hafa fylgt samvinnurekstrinum í þessu efni, að Svíþjóð framleiðir nú orðið smjör til útflutnings, sem áður flutti á hverju ári talsvert af smjöri inn í Iandið. Einnig hefir mikil framför átt sér stað að því er vöru- gæði snertir, síðan samvinnufélögm tóku þenna rekstur að sér. Hervaldsh ugsjón i r Frakklands. Það gæti margur ætlað, að hcrva'dshug- sjómn væri orðin alráðandi á Fiakklandi. Þ^ir hafa með framferði sínu í Ruhr-héröð- unum að nokkru leyti gefið tilefni til slíks álits. En samkvæmt nýútkomnum skýrslum hermálaráðherrans á þinginu, er ekki með öllu rétt að fella þenna dóm yfir Frakklandi. í skýrslum þessum er greint frá því, að her landsins hafi árið 1914 veiið 834,000 manns. Á árinu 1823 er gert ráð fyrir 630,000 liðsmönnum í hernum. Htrliðinu hefir því verið fækkað um 200,000 manns, borið saman við árið 1914. Sé þessi her- mannatala borin saman við heiafla stríðsár- anna, er Ijóst, að þar er um mjög mikinn mun að ræða. Frakkland þarf á miklum her að halda. I Rínarhéröðumu mog Saar-dalnum eru nú um 100,000 manns. Og það þarf á herafla að halda á ótal öðrum stöðum til þess að sjá um að Versalasamningarnir séu haldnir, t. d. á Sýrlandi, í Miklagarði og í Memel. Einnig þarf það á her að halda í ýmsum ný- lendum sínum. Árið 1914 veitti stjórnin $500,000,000 til hers síns. Árið 1923 gerir hún ráð fyrir $300,000,000, eða 40% minna. Sem stendur hefir nú Frakkland ekki staðið við þessa áætlun. Herinn er fjölmenn- ari en þetta. Hann mun vera alt að einum þriðja stærri en 1914. En samt er hægt, og ef til vill nokkur ástæða til þess, að Hta á það sem tilviljun eina fremur en ásetning. Það er þetta Ruhr-uppþot, sem því veldur, og sem samkvæmt skýrslunum virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir. Vér mlælum ékki Frakklandi bætur fyrir Ruhr-frumhlaupið. En það virðist nú samt ósanngjarnt að brennimerkja Frakka sem sér staklega hersinnaða þjóð fyrir það eitt — aWra helzt, ef það spor er fyrir sérstakar á- stæður, sem ekki eiga skylt við hinar eigin- legu herframkvæmdir þeirra. Og hverjum ber annars að lá öðrum í þessu efni ? Svo einkennilega vill til, að her Bandaríkjanna er einum þriðja stærri nú en árið 1914. Að vísu var sá her ekki stór, borinn saman við her annara þjóða þá. En hið sama má og segja um Bretland og Jap- an. Þeirra hertillög hafa hækkað en ekki lækkað. Frakkar einir gera ráð fyrir að minka her sinn niður fyrir það, sem hann var fyrir strfðið. Jafnvel þó ekki sé annað hægt en að ásáka Frakkland fyrir ófriðar- æsingar sem stendur, er hitt of mikið sagt, að þeir séu öllum öðrumi þjóðum hersinn- aðri. Það þarf ekki lengi að athuga ástand- ið nú til þess að sannfærast um það. Þessi mein- Sambandsþingið. (R. W. Lipsett heitir rithöfundu., mjög vel þektur fyrir hinn fjörlega stíl, er hann skrifar. Hann er nú fréttaritari blaðsins Montreal Daily Star á sambandsþinginu. Blaðið Grain Growers Guide flytur fréttir eftir hann að þessu sinni. Heimskr. skoðar það ómaksins vert, vegna þess hve greinar þessar eru fjörlega skrifaðar og að algerlega óháður maður heldur á pennanum, að þýða þær, hvað sem skoðunum þeim líður, er stundum getur skotið þar upp.) er manna I. Stjórnarskútan leysti landfestar í dag (31. jan.), og leið varfærnislega en vongóð út á sjó stjómmálanna. Loftið þrumaði af fallbyssudrunum og sverðasöng. Báðar1 deildir þingsins anguðu af iimvatni og and- litsdufti. Forsætisráðherra King hreyfir sig hægt og hátíðlega um salinn, svo að ekki komi saumspretta á Windsor-einkennisbún- mginn hans. Og annað þing fjórtánda þing- tímabils Canada er kveðið til starfa. Stjómarskútan líður áfram út að sjón- deildarhringnum, en frekar getur enginn sagt um áttina. Skipstjórinn stendur hugsi á stjórnpallin- um. Hann lítur í anda yfir liðna tíð. Svip- urinn hýmar. Ekki er nú langt síðan að eg var aðeins óbreyttur leiðtogi minnihluta- flokks. Nú er eg forsætisráðherra með heila tvo í meirihluta. Umhugsunin um þetta vekur ánægju, sem aldrei getur þó orðið ó- blandin minningunni um það, er þjóðin unni honum ekki griða. Heimarnir eru og verða ávalt tveir í hugskoti hans. Við vinstri hlið hans stendur stuttur og digur háseti. Hann er nettmenni mesta. Það er Sir Lomer Gouin. Hann raularvögguvísu svo blíðlega, að allir kosningabærir menn í Quebec sofna. Þar kennir því aldrei skoð- anamunar. Gouin er ekki beinlíms gamal- dags í anda, en hann trúir því samt, eins og Napóleon forðum, að hendin, sem ruggar vöggunni í Quebec, stjórni heiminum, sem King á yfir að ráða. Stjórnborða við King stendur erns og vofa hinn virðulegi Hon. W. S. Fielding. Hann inippir altaf öðruhvoru í skipstjóra að halda réttri leið, sigla eftir miðjum álnum. Fjár- málaráðherrann veit lengra nefi sínu. Hann er búinn að svalka í 40 ár um hinn úfna sjó j stjórnmálanna. Á skipsvöku hans gefur að íta MacLean, Mitchell og átta eða tíu aðra, sem sverja að þeir séu reiðubúnir að leggja íf sitt í sölurnar, heldur en að sjá forsætis- ráðherraembættið óskipað, þegar það losn- ' ar, og Mr. Fielding kærir sig ekki lengur um }á hættulegu stöðu. Að baki King stendur hinn vígalegi og ribbaldalegi Hon. Ernest Lapointe. Hann l urðar á því, hve lengi Sir Lomer Gouin ' muni snúa lýrukassanum fyrir pólitíska sam- ! stæðinga Quebecfylkis. Margir fleiri eru á stjórnpallinum. En þeir “taka aldrei lagið”, heldur syngja bara með miklu mönnunum. Það eru senatorar, I dómarar og fylkisstjórar, sem værð hefir i sigið á síðan þeir hlutu stöður sínar og búk- sorgin var sefuð. 'King hugar vandlega að akkerisfestunum. Annarar festarinnar gætir William James Hammel, en hinnar Joseph Binnette. Þeir , urinn, sem ekki var eru að læra utanað liberalflokks-kverið, en Saltcoats, gleypir frá 3 til 4/2 % af aílri sölu virðast eiga bagt með að festa 1 minmnu í landinu. Tollar eru svo háir, að }>eir gera setmnguna. ef hver er sjálfum ser trúr .j mönnum ómögulegra að kaupa nauðsynja- King verður áhyggjufullur. Hann er ekki vörur og vínbann gerir þeim að ná f áfengi. vonlaus, en fullvissuna skortir. hluti minn Iítfll, en það sem verra er, hann glóir í öllum litum marglittunnar. Þeir líta sem stendur út fyrir að vera “rauðir”, en hann er ekki óhræddur um, að eftir að komið er lengra út á hafið, að hann verði einhvern morgun vakinn með þeirri frétt, að þeir séu orðnir “bláir”, og séu farnir að hafa “litanía” eða bænasöngva yfir með Meighen. Hann sendir “aðal-svipuna”, George Kyte, til þess að rannsaka hvernig festarnar séu, og þegar hann er kominn til ; baka og skýrir frá því, að alt sé í sanngjarn- lega góðu lagi og þær séu báðar rækilega festar á öðrum endanum við liberalstefnuna (þetta eru bændaþingmennirnir sem sner- ust), hringir skipstjórinn bjöllunni, skeiðin brunar í stóran hálfhring frá landi, fyrst á- fram, svo afturábak sömu leiðina, — og King finst þá stundina lífið vera einn unaðs- legur vals, eins og það var á unglingsárum hans. Hinir af hásetum og farþegum skeiðarinn- ar eru flestum kunnir, enda hefir hún flutt þá alla áður, suma um fleiri ár eða þing- iímabil. Káetan hans Tomma frænda er tóm. Tommi þurfti að ganga út til þess að líta eftir 'henni Evu litlu — því sem Grain Grow- ers félagið nælir ár frá ári. Hann er sann- færður um það, að stjórnmál og verzlun eigi ekki samleið. Andlitið, sem á miðju er á myndinni af bændaflokkinum, er andlit Ro- bert Forke; tigulegur er svipur hans en óákveðinn. Fred Johnson ber næst fyrir augun frá Last Mountain. Þá Hoey frá Springfield og Coldwall frá New Bruns- wick. En svo er þar einn með stærra höfuð en allir hinir, en svo óljóst er í kringum það, að enginn fær séð hver það er. Þetta höfuð segir spóunum vissulega, hvenær þeir eigi að vella. Stundum finst mönnum höfuðið vera af “Gamla pabba” Morrison. Aftur myndirðu sverja annað veifið, að það væri af Henry Wood. Einnig kemur það fyrir, að þ ví svipar til Ernie Drury. En ef að þú litir á mynd þessa í smásjá, gætirðu bezt trúað, að hún væri af engum öðrum en Tomma 'Crerar frænda, í dularbúningi. En engu skal slegið föstu um það, af hverjum mynd þessi er. Hitt er merkilegra, að hver sem hún er, er hún álitin óæskileg í káetunni. Komist hún þangað, spá margir að úti sé um bændasveitina, jafnvel þó stjóranrskútan nái höfn; bændaflokkurinn á þá ekki einungis eftir, annaðhvort að fæTa kvíarnar sundur eða saman, heldur ef til vifl líka að fletjast út. Enn er náungi á þilfannu, sem ekki er annað hægt en að taka eftir. Hann er reijglu- legur í vexti og gletnislegur á svip. # I hvert skifti sem stýrimaður sleppir hendi af stýr- inu, fer hann og rjálar við stýristaumana. Hann ber fremstur sverð í flokki þeim á þing inu, er stjómarandstæðingar kallast. Það Mr. Meighen. Hann sýnist skemta sér bezt. Hann hefir það eftir veður- spámanninum, að rykkibyljir og skipskaða- veður sé í aðsigi. Og hann efast um, að stjórnarskútan nái aftur höfn í þessari ferð. Sjógarpur þessi hefir ekkert á móti því að lenda í ósjónum. En ekki stafar það af því, að hann sé sjálfur svo mikill farmaður, j heldur hinu, að það hryggir hann ekkert ! að sjá aðra kvíðafulla eða með sjósótt. Jæja — þetta er nú af þei mpersónulega | að segja, sem út á stjórnmálasjóinn eru að | leggja. Þeir munu sjá alt það, sem þeir hafa 1 augun opin fyrir. Já, jafnve! þó a ðsjón þeirra sé svipuð sjón níu daga gamals ketl- ings, þá geta þeir samt séð og komist nú þeg ar að niðurstöðu um það, að sálarfræðingur- inn franski, dr. Coue, fer með sannleika, er hann segir, að vér göngum dag frá degi á breiðum vegi og séum aitaf að sökkva dýpra og dýpra. Það eina sem vakði hefir hjá oss kristilega von og gleði, að því er stjórnmálahaginn snertir, er það, að það eru mörg önnur lönd talsvert stödd en Canada. II. Hjá stjórn, sem æðsta skyldu finnur í því, að vera rekin sem flokkur, af flokki, (yrir flokk; stjórn, sem eins iangt og ráðsmensku snertir, er reiðubúin að viðurkenna, að hún sé samverkamaður og félagi stjómanda for- sjónarinnar, er nú þetta nýja stjórnarár byrjað með skuld, er s.I. ár hefir aukist um hundrað miljón-miijónir rúbla, eða 142,875 rússneskar saumamaskínur, eða hér um bil eitt hundrað miljónir dollara í virkilegum peningum. Þessi hundrað miljón dollara skiíldaaukning á sér stað þrátt fyrir eina þá þyngstu skattaálagningu, sem á þetta Iand hefir nokkurntíma verið skelt. Söluskatt- urinn, sem ekki var afkvæmi Tomma frá Svo eru óteljandi skattar snert- andi vissar stéttir. Sérstökum sköttum dembt á þar sem hægt er. Tekjuskatturin krefst síns punds þar sem hægt er að taka nokkuð. Svo eru skattar á bankaávísunum, aukið burðargjald með pósti, skattar á viðurkenningum, skattar á eigna-afsali, skattar á símskeyt- um, skattar á Öllum skjölum snert andi lög og eignir — eilífir skatt- og samt aðra hundrað milj- ar ón doilara á eftir. Þá má ekki gleyma því — og það gleymist eflaust ekki þeim, sem eiga að borga það — að þeg- ar sambandsstjórnin hættir að reita skatta af fólkinu, taka fylkin og sveitirnar við.. Sannleikurinn er sá, að þau oft og einatt byrja áður en Mr. Fielding hefir lokið verki eða er orðinn ánægður. III. Dodd’s nýmapillur eru bezto nýmame'ðali'ð. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun( þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nvrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. * S2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- eða frá The Dodd’s Medickwr Co.. Ltd., Toronto, OnL Þegar þing koma saman, er það ávalt aðalverkefnið, að hugsa upp ráð til þess að láta tekjur og út- gjöld standast á. Til þess eru að- eins tvær leiðir. Önnur er sú að takmarka útgjöldin. Hin er að auka tekjurnar. En í augum al- mennings er hvorttveggja slæmt, þó annað sé í vissum sTcilningi kær ara. Og þegar til kosninga kem- ur, er lítill munur á þessu gerður, og sá flokkur, sem fylgt hefir því, er gagnstætt var vilja alþýðu, er að ná kosningu ems viss um næst. Mr. Fielding hefir eflaust séð margt á ferð sinni í Evrópu í haust og fyrripart vetrar, sem honum má að gagni koma. Hann hefir séð flest af mönnum reitt þar, jafnvel hvernig tennurnar eru úr þeim dregnar. Er sagt að árang- ur af því muni einhver sjást á fjár | lagafrumvarpi hans, er það kem- j ur fyrir þingið. Eftir fjárlagafrumvarpinu er beðið með óþreyju. Tom. Mc- Coria frá Battleford fundust reikn ingarnir áætluðu ekki olitaðir í fyrra. Þó tollur væri lækkaður um 3% á einstöku munum, kom það fyrir lítið, er margfalt hærri nýir sltattar komu í þess stað. Stjórnin.bar það þá fyrir sig, að hún væri svo ung, að toilmála- breytingar miklar væru henni ó- viðráðanlegar. Mr. Crerar fanst einnig, að molar af borði hennar væru betra en ekkert brauð eða aðrar kosningar. En nú, með þá Binnette frá Prescott og Hammel frá Muskoka, í sínum flokki, þarf stjórnin ekki að leita sér styrks utan síns flokks. Það eru því lítil líkindi til að í ár verði tollar lækk aðir. Að vísu eru þcir McMaster frá Brome og dr. Clarke fríverz1- unarmenn hrottaiegir. Og verði ekkert gert í tollmálunum er King hræddur um, að þeir skifti um sæti og fari yfir í bændaflokkinn. Er þá happadrætti stjórnarinnar með Binnette og Hammel aftur tapað. En tímamir einir skera úv við hvað þessar ástæður allar hafa að styðjast. Það var Mr. McMaster, sem eitt sinn var skrafað um að verða myndi leiðtogi bændaflokksins. Hann talaði ekki um það sjálfur, þó að hann sé afbragðs tölumað- j ur og góðum þingmannshæfileik- ! um gæddur og prúðmenni mesta. : Hann er og þeirrar skoðunar, að ! maður, sem opinbera stöðu skip- ar eigi stöku sinnum að vinna : landinu gagn eins og sjálfum sér. í Mönnum hefir fundist hann ein- rænn í stjórnmálaathöfnum sínum ! og skoðunum. En þar 'hygg eg ! mönnum skjátlast. McMaster er | eiun af þeim fáu mönnum, sem ekki tala nema um þau mál, sem hann er þaulkunnugur. En það kann fólk enn ekki of vel að meta. ; síðastliðins árs, endurskoðua bankalaganna og frumvarpið um J þingmannatölu frá fylkjum lands- ins samkvæmt síðasta manntah ; sem hljóta að koma fyrst og næst til greina. Lndurskoðun bankalaganna er ekki ný. En áreiðanlega verði« sú endurskoðun nú ítarlegri eis áður. Það gera afdrif Merchant- bankans. En að því er snertit þjóðbanka fyrirlcomulagið, serr bændur fara fram á, er aðallega , eitt sem mótmælum gegn þvi veldui1. Það hefir um mörg ár verið viðtekin regla banka, a'é þegar fé er lánað sé einstakhngur ábyrgðarfullur fyrir fénu. Sam- kvæmt samvinnu- eða þjóðeignar bankafyrirkomulaginu skilst mér að farið sé fram á að persónuieg trygging fyrir láninu sé ekki gef- ín. En einhver trygging verður ávalt að vera fyrir því. Eiga bændur þar erfitt verk fyrir hendi að uppgötva einhverja þá trygg ingaraðferð, er góð og gild og réttlát er í augum fólksins. En ekki er að taka fyrir að það takist. Hitt er annað, að því er banka- Iöggjöfina snertir. Bankar í Can- ada geta samkvæmt núverandk lögum rekið viðskifti í Bandaríkj- unum, en Bandaríkjabankar geta ekki rekið viðskifti hér. Þetta þurkar hér út alla samkepni f bankarekstri, sem auðvitað gern banka hér miklu Verri en ella.. Breyting á þessu er nauðsynleg. Og hún er, að því er bankalög- gjöfina hér snertir, þarfleg í fleiru en þeim eina skilningi. Bezt gætum vér trúað, að st bankalögunum yrðu ekki gerðar miklar breytingar á þessu þingi, hvað sem ^rfinni líður. Þetta er stórmál og hefir víðtækar af- leiðingar í för með sér. En nw eru slæmir tímar í allra augum nema þeirra fáu, er meira eig* en tvennan klæðnað til skiftann» og breytingar allar skoðaðar at- hugaverðar. Fjölgun þingmanna úr vestur- fylkjunum er King álíka vel við og harðsoðið egg. Vesturfylki* gerðu lítið betur við hann em Meighen í síðustu kosningum. Hann fékk tvo fylgjendur frá Winnipeg, annan mætan stjórn- málamann, en hinn ekki stjóm- málamann nema að klæðumrm til. Frá Saskatchewan hlaut hann hiras LTHE VVHITEST LIGHTEST IV. Eitt er hægt að segja með vissu um þetta nýbyrjaða þing. Og það er, að þar verða heitar kappræð- ur háðar. Tilefni til þeirra eru mörg. Og þau verða notuð. Það hafa í mörg ár ekki fegið mál fyr- ir þinginu, sem eins fjörugar um- ræður geta spunnist út af, eins og nú. Frá hlið stjórnarinnar eru það fjárlagafrumvarpið, reikningur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.