Heimskringla - 02.05.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.05.1923, Blaðsíða 4
 4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. MAÍ, 1923 HEIMSKRINQLA 1SM> Keair ftt A kverjam aiVrlkatlefL Eigevdnr: THE VIKiiNG PRESS, LTD. Kt o« S6S SAlUiK.VT AVE., WISSIPEG, Talalali IS-OSST Tarí SlaTUIaa er fS.M árBanotlaa botar- lnt tyrlr froaa. Allor karnaalr Mailal ráSaatanal blaSalaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELÍASSON, ráðsmaSur. (Jtailskrtft tO blalsiaai Helmskrlagla News & Publiahlng Co. Lessee of THB VIKIMJ PRIASlo Lt«H SlTl, Wloaiveff, Ilan. TTtanÉHkrlft tll rltatjérana EDTTOIt UEIMSKRINGLAi Box SlTt Wlnalyeff, Maa. The ‘Heimskrinprla” Is printefl and puh- . lished by Heimskringla News and Publishingr Co., 853-855 Sargent Ave. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 2. MAl, 1923. Rætur flokksfylgisins. Það er enginn efi á því, að rætur flokks- fylgisins í stjórnmálum eru djúpt gróðursett- ar í hugsun margra. Ef í einhverju er vikið frá afgömlum reglum, sem búnar eru að lifa sitt fé bezta og víkja verða fyrir vfðsýnni skoðunum á þjóðfélagsmálum, fær það svo mikið á ýmsa, að þeir ráð> sér ekki út af því. — Gamli skólinn — flokksfylgis-skól- inn — hefir borið svona ríkulega ávexti í þröngsýnis-áttina. Þó ávalt — og ekki sízt nú — hafi verið uppi merkir pienn, sem.halda því fram, að í þjóðmálum eigi flokksfylgi ekki að vera til, og að þar sé um það öllu öðru fremur að ræða, að verða við sanngjörnum umbóta- kröfum þjóðfélagsins, hvaða stjórn sem með völdin fer, þá samt skýtur flolcksfylginu af og til upp ennþá, og fulltrúar þess og merkis berar hafa þá svo hátt við sig, að ekki heyr- ist til annara fyrir hávaðanum. Að tala þá um, að meðferð stjómmálanna verði þá hag- kvæmust heildinni, er henni sé beint í þá átt- ina, er-til mestra heilla hcq-fir — án flokks- baráttu um það — á samia hátt og þegar um kenslu- og skólamál er að ræða, væri ekki til neins. Þó aðrir séu orðnir steinþreyttir á flokksfylgissarginu, þreytast þeir aldrei, er hæst halda því á lofti. Frjálsari stjórn í þessu efni heldur en sú, er nú situr við völd í Manitoba, hefir hér aldrei verið. Þegar um þýðingarmíkil mál er að ræða, eins og t. d. vínbannsmálið og kornsölumálið og fleiri, lætur hún íbúana -sjálfa ráða úrslitum þeirra með almennri at- kvæðagreiðslu, eða ef þess er ekki kostur, þingið, án þess að binda hendur þingmanna á nokkurn hátt. Um fyrra nrtálið ræður al- menn atkvæðagreiðsla úrslitum, en í hinu síð ara meirihluti þingmanna, án nokkurs tillits til hvaða flokki þeir tilheyra. Þeim er með þessu gefnar svo frjálsar hendur, að þeir geta greitt atkvæði með eða móti stjórninni í hverju sérstöku máli, sem fyrir kemur, og sem þeim hefir aldrei fyr í sögu þessa fylkis gefist kostur á. Það er í fyrsta skifti í æfi fylkisins, að sönn fólksstjórn situr hér að völdum. ' En hvernig Ieggja nú flokksfylgismenn- irnir þetta út. Þeir segja, að stjórnin sé svo hrædd um að hún falli, að hún þori ekki að gera nein mál að sínu máli og standa og falla með úrslitunum. Það sé mergurinn málsins fyrir henni, og þeir eru svo reiðir út af þess- ari aðferð stjórnarinnar, að þeir hrópa hana ^-4t fyrir ístöðuleysi, ósjálfstæði og ábyrgðar- leysi. Ef þarna er ekki flokksfylgis-þverúðm í essinu sínu, þá mun erfitt að benda annars- staðar greinilegar á hana. / Að stjórnin sé að koma ábyrgðinni af sér og skella henni með þessu á fólkið eða þing- mennina, er svo hlæilegur misskilningur á lýðfrelsi, að fáum utan allra einsýnustu flokksmönnum, getur dottið það í hug. Um leið og fólkinu er fengið frelsið í henriur, ber það auðvitað afleiðingarnar af gerðum sín- um. En fylgir það ekki ávalt auknu frelsi? Og þegar um ábyrgð er að ræða, hver ber ábyrgð á gerðum stjómá sinna nema fólkið? Stjórnirnar gera það sannarlega ékki. Þó þær breyti — eftir að þær eru komnar til valda — þveröfugt við það, sem þær lofuðu áður, bera þær enga ábyrgð á því. Það er ekkert annað en hin hóflausa ráðríkni flokks stjórnanna gömlu, sem í sveita-, fylkis- og landsmálum hefir leitt þær út í að fram- kvæma öll þau óhæfuverk, sem þær hafa gert, og sem hefir steypt þjóðfélaginu eða þjóðfélagsbrotunum í sökkvartdi fen og for- æði skulda og ómögulegleika. Og svo eru þær að tala um ábyrgðina, sem þær hafi fram yfir núverandi stjórn haft hug og dáð til að binda sér á herðar! Og sjálfstæðið! Hver eru hin fögru ald- ini þess hjá flokksstjórnunum. Eintóm læ- vísi og Ieyniráðabrugg með vissum stéttum, aúðklíkum eða forkólfum, sem ekki hafa átt spónfylli af frelsishugsjón í sálarbúri sínú, sem aldrei hafa þekt aðra eða almennari velferðarhugmynd en þá, er þeim sjálfum en engum öðrum kom við. |Nei. Bændastjórnin í Manitoba þarf ekki að bera neinn kmnroða fyrir gerðum sínum eða flokksstjórnunum, sem hér hafa áður drotnað eins og einvaldar. Hún þurfti held- ur ekki að stíga feti framar í frelsis-áttina vegna þess að vald hennar væri veiklað á þinginu, svo ?,ð henni gæti hætta eða fall stafað af því. í það eina skifti, sem van- traustsyfirlýsing var á hana borin, voru að- eins sjö manns á móti stjórninni. Sú tilraun fór að líkum, þvi það mun engri stjórn hér hafa, bæði utan þings og innan, verið tjáð eins ótvírætt fylgi og núverandi stjórn. Stjórnmálaástandið í Ontario. Ástandið í stjórnmálum virðíst ekki fara batnandi í Ontario. Drury forsætisráðherra hefir á þessu yfir- standandi þingi enn verið borið á brýn, að fyrir honum vaki samsteypuhugmynd við liberalflokkinn. Andrew Hick, sem á þing- inu hefir verið aðalsvaramaður (whip) bændaflokksins, sagði embætti þvi af sér ný- Iega vegna þess, að hann kvaðst ekki geta fylgt stefnu forsætisráðherrans. En hana á- lítur hann óholla bændastefnunni mikið sagt, er því sízt að neita, að þessi um- mæli anda þeim blæ á móti manni, sem virð- ist eiga samleið með hinu órjúfanlega breyt- inga- og þróunariögmáli tilverunnar. Því alt í heimi þessum er háð breytingum. Tíminn, þessi völundur, sem alt jafnar, sem sífelt er að opna undirnar^og græða aftur, hann getur ekki öðru unað en að vera stöð- ugt að breyta til. Sjálfur sannleikurinn get- ur ekki falið sig fyrir honum og haldist ó- breyttur. Gildi hlútanan fer ýmist vaxandi eða minkandi,_en stendur ekki stundu lengur í starð. Og trúin, sem við játuðum í gær, á í vök að verjast í dag, og verður með tím- anum að víkja fyrir annari, eða rísa upp í nýrri mynd, sem í öllu á samleið með sann- leika þeim, er síðar hefir opmberast mann- kyninu. (Við trúum ekki í dag eins og Móses, Da- víð eða Páll. Lúter sjálfur gerði þaðækki. Og nú trúir ekki einn af hverjum tíu þúsund- um á tilveru “vítisins” hans Dante. Ef við gerðum það í anda og sannleika, yrðum við á svipstundu ær og utan við okkur. Það mundi engin nútíðarmaður halda skynsem- inni óskertri í finmm mínútur með skýið af þeirri helvítishugmynd yfir höfði vof^ndi á himni meðvitundar sinnar. Guð*vorra tíma er ekki refsigjarn stjórn- valdur, eins og menn hugsuðu sér hann á löngu Iiðnum tímum. Hann er heldur ekki metorðagjarn og dutlungafullur þjóðvaldur í okkar augum, eins og hann var í augum áa vænna en :ysa upp þingiÓ þann 4. þ. n kosningar, sem hann ákveður, að fari fram í lok júnímánaðar næstkomandi. iMeirihluti stjórnarinnar á þinginu er mjög lítill, þó samvinnu hafi hún haft með öðrum flökkum. Yms mál, þar á meðal ný kjör- dæmaskipun og hlutfallskosningar, hepnaðist ekki að afgreiða á þessu þingi, og kenna bændur Drury ef til vill um það meira en því, að flokkurinn sé fáliðaður. En svo er spursmálið, hvað við tékur, óg hvort að fylg- ið eykst við nýjar kosningar. Vcrði bændaflokkurinn að þeim afstöðn- um ekki nægilega fjölmennur til að mynda nýja stjórn, er eins eftir sem áður úr vondu að ráða. Bændaflokkurinn hefir spurt Drury, hvað hann hugsi sér sem Ieiðtogi þeirra að gera, ef til slíks kæmi. Forsætisráðherrann svaraði því, en svo óákveðið, eftir því að dæma er blöð að austan segja, að ófullnægjandi er, eftir skoð- un bændaflokksins. Bæiídur fylgja fast fram ákvörðun þeirri, er gerð var í desember í vetur, að breyta í engu stefnuskrá bænda, til þess að geta haft samvinnu við liberalflokkinn. Ef til sam- vinnu þarf að koma, til þess að hægt sé að skipa stjórn — og einhverja stjórn þarf í fvlkinu — þá segja bændur, að það verði að vera með sairikomulagi tveggja eða fleiri flokka, en ekki ineð “rýmkun”, sem þeir segja rangnefni fyrir “breytingu” á stefnu- skrá bænda. Ef einn flokkur þarf að breyta stefnuskránni, til þess að samvinna við aðra flokka sé möguleg, sé það ekki fremur flokk- ur bændastjjfnunnar, en liberalar eða hver annar flokkur sem er, þurfi að gera. Samvinna um stjórnarfram- kvæmdir er alls eigi úr vegi — er meira að segja auðveld ■— fyrir því, ef flokksofstæki 'gengur ekki of langt. En það vill nú enn altof mikið brerr.a við. Fylkinu er því í raun og veru vel kleyft út úr þessari ófæru, sem það virðist nú statt í, hvernig sem kosningarnar í sumar fara. En þó er ekki hægt að neita hinu, að meðan ástandið er það, að hver flokkur má ekki í neinu Iíta annan réttu auga, og í engu styðja íjölmennasta flokkinn í þinginu við löggjaf- arstarfið, þó flest velferðarmálin séu hin sömu; meðan slík hugsun er alráðandi, er ekki hægt að segja heiðskírt yfir stjórnmála- ástandinu. Og þannig virðist það vera í Ontario. Drury forsætisráðherra er eflaust virtur fyrir margt af bændunum. En hans tvíræða svar við spurningu bændaflokks- ins, getur haft þau áhrif, að fylgi hans minki. 9 Alt er breytingum undirorpið. Það er nýlega haft eftir bandarískum höf- undi, að maðurinn þurfi á hverjum degi að skifta um trú sína, til þes sað geta verið stöð- ugur í henni eða jafnvel til þess að geta tal- ist að hafa nokkrá trú. Sé það ekki gert, verður trúin brátt áhrifalaus, segir hann. Engu skiftir það, eftir hans skoðun, hvaða hami hún 'íklæðist, eða þó maðurinn sé starfsmaður í víngarði einhverrar vissrar kirkju. Ef trú hans byggist ekki sí og æ upp og endurskapast, tapar hún smátt og smátt áhrifum sínum og hefir að lokum ek'k- ert gildi fyrir manninn. Maðurinn er þá með öðrum orðum, dagaður upp í trúarefnum. Jafnvel þó mörgum kunni að virðast hér Út af þesum og þvílíkum andróðri, hefit-l^okkar eigi alls fyrir löngu. Það þarf ekki forsætisráðherra ekki séð annað vænna en að h'ta nema fá ár til baka til þess að verða að Ieysa upp þingið þann 4. þ. m., og hafa var verulegs munar á trú manna. Það sem ‘ ' fyrir tíu árum var óviðjafnanlega dýrmætt í því efni, er ef til vill áhrifalaust í dag. Það stendur ekkert í stað. Það verður alt að þroskast, vaxa eða deyja. Ef guð er sá sami Lgær og í dag og að eilífu, er hann eina undantekningin frá þessu. Breyting virðist óumflýjanlegt lögmál í náttúrunni, í allri tilverunni, að trú mannsins meðtalinni. Maðurinn breytist og trú hans, hvort sem honum er það geðfelt eða ekki, og hvort sem hann veit af því eða ekki. Framþróunin heldur áfram jafnt og þétt. Og maðurinn er ávalt að velja og hafna. IHann skapar guði sína í sinni eigin mynd og líkingu, og eru þeir þá ékki einungis gæddir því góða, heldur og löstunum ernnig. Og eftir því sem manninum eykst vit og skilningur, svo eykst guðunum það. Verði maðunnn ekki fyrir neinni breytingu í trúar- efnum, verður trúin að dauðum orðum a vörum hans, hún verður að steingerfingi. Sífeld breyting er eitt af lögmálum lífsins, og ef lfið á aS geta haldið áfram, verður það að vera henni háð. Það er hæpið að nokkuð sé óbreytanlegt, nema ef segja mætti það um breytinguna sjál'fa. (Að mestu eftir Kelvington Radio.) Eftirtektarverð mynd. Blaðið New York Outlook flytur 28. febr. síðastliðinn mynd áf bankaávísun, sem send var bónda nokkrum í Norður Dakota fyrir hlass af kartöflum, er hann sendi til markað- ar. Það voru 42,000 pund, sem bóndinn sem “þá breytingu sendi °8 Þau feldu^ £fyrir. $336‘. Allur kosf" aður við járnbrautarflutning og tyrirhotn viío söluna var $334.70. Hip ríflega upphæð, ! sem þá var eftir handa íramleiðanda, nam $1.30. Með henni átti hann að borga fyrir útsæði, sáningu og alla vinnu við framleiðsl- una, flutning til jámbrautar og auðvitað fyr- 1 ir poka undir vöruna, sem kostuðu $30- • —:Mo. Því fer betur, að útiveran í hreina Ioftinu og hörð vinna hefir slkapað hraustar taugar [ í bóndanum. Hinar stóru upphæðir á ávís- unum þeim, er þeir fá fyrir framleiðslu sína, gætu annars — eins og oft á sér stað um menn, er ríkir verða alt í einu — ollað þeim í hjartabílunar! Hvernig bóndinn er snuðaður og verzlunin í Winnipeg eyðilögð. Nr. 5. Hafskipafélögin settu flutningsgjaldið nið ur í $15 í desember.en þegar útlit varð fyrir að verzlun yrði góð og meira yrð-i að flytja, hækkuðu þau það upp í $22.50. Slcýrið það efni frekar. ’Já. Þér er kunnugt um það, að bændur í Vestiirlandinu hafa tapað stórkostlega sölkum hins lága verðs á búpeningi undanfar' ið? Já, auðvitað, það er engum dulið, það er sagt að bændur hafi stuijdum ekki fengið túskrlding fyrir vörur sínar að frádregnum kostnaði. Það er lfka alveg satt. Til þess að greiða eitthvað veg bóndans og ná í betri markað, var óaflátanlega barist fyrir að fá búpen- ingsbannið afnumið á Englandi, og stjórnin þar varð loks við þeim kröfum. Var það ekki til stórra bóta? Jú, það hefði verið þa^ð, ef flutningurinn á skepnunum til Englands hefði ekki verið svo kostnaðars^mur. Bændur í Vesturlandinu tóku að ala búpening sinn, til þess að verða aðnjótandi þessa góða markaðar. En þegar skipafélög- in sáu það, komu þau sér saman um að hækka flutningsgjaldið úr $15.00 upp $22.50. Þáð tekur fyrirfram $7.50 af hverri skepnu, er bóndinn sendir á enska markaðinn? Já. En þar með er þó ekki alt talið. Það komu kaupmenn frá Englandi með peninga í vas- anum til þess að káupa hér nautgripi. En þegar þeir spurðu skipafélögin um flutningsgjaldið, var þeim sagt, að þeir gætu ekki flutt vegna plássleysis neitt af nautgripunum, sem þeir kíyptu. Maður í New York átti að hafa tekið upp a!t pláss í fyrstu skipunum. ÍEn gat maður frá New York haft svo mikið af búpeningi eða vöru frá Canada að flytja, að hann þyrfti alt það rúm? Auðvitað ekki. Sá, sem bú- pening þarf að flytja verður að fara til þessa náunga í New York og fá farrými fyrir pening sinn. Og með uppsprengdu flutn- ingsgjaldi? Hvað sem þ>áð verður, er það ihugmyndin. I Svo það er þá ekki alt talið í j þessum $22.50. New York ná- unginn krefst síns punds af þjós- inni einnig? Það er áreiðanlegt. Það þarf að vera upp á hans náð komið með flutning á gripunum, ’og sú náð kostar eitthvað, trúðu mér. En þessi New Yor'k maður á að réttu engan hlut hér að máli^ Hann er ékki bóndi og hann '*kaupir e*kki nautgripina. Hvaða rétt hefir hann til nókkurs gróða af þessu? Það getur verið. En hann tekur hann eigi að síður. En þetta er alt með ásettu ráði gert til þess að ræna okkur? Það lítur út fyrir það. Ætla bændur að þegja við þessu? Það er bágt að vita. Þeir hafa fulltrúa á þinginu, sem geta af- stýrt þessu, ef þeir beita sér fyr- ir málið. Nú — ókkur er þá vissara að Iíta eftir því að þeir liggi ekki á liði sínu? •Það ^segirðu satt. Nr, 6. En hvað er um Standard Ship- ping félagið? Þetta félag á engin skip. Það hefir samt yfirráð alls skipsrúms á vötnunum og leigir rúm skip- anna svo aftur þeim er vilja. Það er nokkurskonar stjórnarnefnd skipafélaganna. i Canada Eimskipafélagið á 65 prósent af öllum skipum á vötn- unum miklu. Og það hefir gerÞ samning við Standard skipafélag- ið og getur hið síðarnefnda fé- lag selt farmrýmið á skipum Can- ada eimslkipafélagsins eins og það sjálft eigi þau. Þessi samn- ingur gildir þar til árið 1940. Svo það er ekki hægt að fá neitt af þessu 65 prósent farm- rými Canada eimskipafélagsins, nema hjá Standard skipafélaginu. Nei — ómögulegt. Svo við verðum að sæta þeirra kostum, hverjir sem þeir verða? Já. Eru þeir sanngjarnir menn að skifta við? Það hefir ekki farið orð af því. Þeir hafa sett hærra flutn- ,ingsingsgjald en vera ætti og svo jhafa þeir þröngvað öllum, sem korn flytja á skipum þeirra, að kaupa ábyrgð hjá sér á vörunni, og sú ábyrgð er helmingi hærri en annarsstaðar væri hægt að kaupa hana. Og hvernig snertir það bónd- ann? Bóndinn borgar allan þenna óparfa kostnað við hveitið. Það er hvert tent af honum tekið af framleiðandanum. Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmameíJalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunf þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr., •r $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eSa frá The Dodd’s Medic>u* Co-, Ltd., Toronto, OnL Svo þetta háa vátryggingar- gjSk1 er tékið af bóndanum? Á því er ekki minsti vafi. Sá senri 'hveiti kaupir af bóndanum, veit að hann þarf að borga þetta ásamt burðargjaldinu, og hann haga verðinu eftir því, er hann kaupir hveitið. > Og þarna er þá bóndinn' enn: snuðaður? f*. Það máttu vera viss um. Hver er þessi maður, sem Standard skipafélaginu stjórnar og kallaður er Wolwin? Fram- leiðir hann eða kaupir, flytur eða inr.lar hann hveiti? Nei. Hann gerir ekkert af þessu. Hann situr hjá og gerir ekkert utan að taka alt sem hann getur í sinn hlut, af hverjum eiri- asta mæli korns. er fluttur er af Standard skipafélaginu. Er það ékki skrítið, að Can- ada eimskipafélagið skyldi binda sig svo árum skifti samningum við Standard skipafélagið? Jú, mjög skrítið. Það hlýtur að borga sig fyrir einhverja. Það eitt er vfst, að það borgar sig illa fyrir bóndann. Já, og fyrir verzlunarmanninn í Winnipeg og verkamanninn.' Þeir borga allir þrír sameiginlega fyrir brúsann, þó mest sé af bóndanum tekið. -XXX- Lagafrumvarp hóf- semdarfélagsins. (Þýtt af Miss S. Stefánsson.) Engum hugsandi manni, karli etSa konu, getur dulist aíS nþ liggur fyrir hendi svo mikilsvert mál, aS eng- inn, sem atkvæSisrétt hefir, má svíkj um að nota hann, þegar til atkvæða- greiðslu kemur. Er (þar meS átt viS vínbannsmáliS. En,engu aS siS- ur er nauSsynlegt aS kynna sér frumvarp það, sem boriS er undir atkvæSi, og einnig álit ýmissa mik- ilsmetinna manna, sem hafa rann- sakaS þaS. • ^ ■■■■ Nú hefir “Social Service Counsil”" í Winnipg, gefiS út bækling um þetta efni. Menn þeir, sem í félagi því eru, starfa aS því aS rannsaka 'hvaS eina, sem mannféiaginu getur staSiS Ihætta af og útrýma því eftir megni. Ætti álit þeirra, sem iþann- ig verja kröftum sínum til þjóSar- « heilla, aS vera sérstaklega eftirtekt- arvert. Fyrir þá orfeök hefi eg leyft mér aS þýða bækling þeirra, og er hann svohljóSandi: Dœmið sjálfir, hvort lagafrum- varp Hófsemdarfélagsins er til þess ætlaS, aS draga úr drykkjuskap og öllu því böli, sem af víndrykkju leiS- ir, eSa hvort þaS miSar aS því: 1. AS leiSa fnn aftur böl, er áSur var útlægt gert. 2. AS taka öl lhöft af vínsölu. 3. AS útbreiSa hin tælandi áhrif vínsins. 4. AS stySja vínsölu. 5. AS auka ágóðann af vínsölunní 6. AS efla drykkjuskap, lesti,. sjúkdóma, neyS og glæpi. Lagafrumvarp H ófsemdarf élagsins. Frumvarp sem miSar aS ótak- markaSri vínsöluG ‘ . I. Nafnið: -ÞaS er nefnt: Lög tif aS ákveSa aS stjórnin takmarki og sjái um sölu á brennivíni.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.