Heimskringla - 01.08.1923, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.08.1923, Blaðsíða 3
/ WINNIPEG, I. ÁGOST, 1923. HEIMSK.RINGLA 3. ÖLAÖS6X4 einnig sett nýtt met, og gerði það Kristján Gestsson (K.R.). Hann stökk 6,28 metra. Osvaldur Knud- sen (Í.R.) stökk 6,19 metra og Karl Guðmundsson 5.43 rnetra. Metið var 6,20 (K. G. 1922). Stangarstökk þreyttu 2, Ottó Mar- teinsson og Axel Grímsson (Í.K.) A. G. stökk hærra, en náði hvergi nærri metinu, sem Ottó setti í fyrra 2,73 m. í 1500 inetra hlaupi varð Guðjón Júlíusson (í.K.) fljótastur. Rann hann skeiðið á 4 mín. 33a sek., en met hans frá í fyrra er 4,25v8. — Næstir horfum urðu Geir Gígja (K. R.), 4 mín. 39,8 sek., horkell Sigurðs- son, 4 mín. 49,6 sek. í 400 metra hlaupi varð íljótastur Kristján Gestsson (K.R.), 58'sek; met hans frá í fyrra er 56,3 sek. — Næstir honum urðu Horgeir Jóns- son (Í.K.) 60,6 s(ek. og Guðm. Magn- ússon (Í.R.) 61,4 sek. Kalt var á vellinum 1 gærkvöldi og áhorfendur fáir. Vafalaust hef- ir kuldinn háð íþróttamennina í sumum fþróttum. V. Sfðast var reipdráttur og tóku þá t í honum þrjú félög með 8 manna sveitir. Greiniieg úrslit fengust ekki, en Árinanni dæmd sig- uriaunin eftir atvikum. Rv. 23. júní íslandsglíman — Islandsglíman var þreytt á fþróttavellinum í gær- kvöldi og urðu keppendur átta. Á- horfendur skiftu mörgum hundruð- um. Veður var fremur kalt. Glíman fór að flestu leyti vel fram og slysalau.st. Hlutskarpastur varð glímugóngurinn Sigurður Greips- son, mikill maður vexti og karl- manniegur. Hann feldi alla og suma á fyrsta bragði. Þá urðu þrír menn jafnir, hlutu fjóra vinninga hver, þeir Eggert Kristjánsson, Hallgrím- ur Jónsson og Magnús Sigurðsson. — Eggert er ágætlega glíminn, sem kunnugt er, og klöppuðu áhorfend- ur mikið fyrir sumum brögðum hans, sem maklegt var. Hallgrímur Jónsson af Akranesi er góður með- almaður á hæð, afarþrekinn og sagður manna sterkastur. Magnús Sigurðsson er stærstur þessara þriggja og sterkur vel, en féll að þessu sinni fyrir hinum báðum. Næstir gengu þeir Jörgen Þorbergs- son og OttóMarteinsson, hlutu þrjá vinninga hvor, en Ásvaldur Þor- bergsson tvo vinninga og Jón Guð- mundsson einn vinning. Þessir fjór- ir virtust burðaminni en hinir, en glímdu vel. Einkanlega var þing- eysku bræðrunum, Ásvaldi og Jer- gen, tekið með miklu lofaklappi, er þeir glímdu saman. Þeir glfma drengilega mjög, eru liðugir og brögðóttir og bera sig vel. Þegar glímunni var lokið, ávarp- aði formaður f. S. í., hr. A. V. Tuli- nius, glímukónginn nokkrum orð- um og spenti á hanjibeltið, og síðan mælti hann nokkur orð til hinna glímumannanna og lauk á þá lofs- orði, en áhorfendur þökkuðu skemt unina með miklu lófaklappi. Allsherjarmótið. — Veðrið var mjög kalt og hryssingslegt í fyrra- kvöld — 3. kvöld leikmótsins, — og öllu verra en fyrrT kvöldin. Var það því furða, hve margt kom áhorf- enda, og sýnir það þakklætisverðan áhuga þeirra. Kept var í þessum íþróttum: I. 100 metra hlaup (úrslit); Fyrst- ur varð Kristján L. Gestsson á 12,4 sec., 2. Þorgeir Jónsson á 12,6, 3. Huxley ólafsson á 12,9. N. 10 kílómetra hlaup: 1. Guðjón Júlíusson á 35 mín. 44,6 sek., 2. Magnús Eiríksson 35 mín. 47 sek.. 3. Ólafur "Þorkelsson 36 mín. 31,’ sek. III. Hástökk með atrennu: 1. Ös- valdur Ivnudsen 1,70 m. (nýtt met), 2. Krlstján L. Gestsson, 1.54 m„ 3. Huxley Ólafsson 1,44 m. , Afrek Ósvalds er annálsvert sök- um þess hve óhagstæðar kringum- stæðurnar voru; það er sem sé stað- reynd, að í kulda eru íþróttamenn venjulega langt fyrir neðan sjálfa sig, og svo hitt, að Osvaldur stekk- ur ekki með hinu venjulega há- stökkslagi, heldur með leikfimislagi — se m er óhagkvæmara. - IV. CFimtarþraut (allir keppendur keppa í 5 íþróttum: Langstökki, spjótkasti, 200 metra hlaupi, kringlu kasti og 1500 metra hlaupi). Fremst- ur varð Karl Guðmundsson með 15 stigum, 2. Þorgeir Jónsson með 16 stigum, og þriðji Kristján L. Gests- son eining með 16~stigum—Vegna þess að Kristján og Þorgeir höfðu náð sömu raðtölu, varð að gera upp á milli þeirra eftir tugaþrautartöfl- unni og varð Þorgeir þá fremri. Itv. 25. júní Allsherjarmótið. — Kappsund var þreytt við Örfirisey í gær. Veður Var gott en nokkur vindkvika. Áhoi*1 endur voru í færra lagi. Kept var í þrennu lagi og hlutu þessir verð- laun: f 10 metra sundi (frjáls aðferð): 1. óskar J,. Bergmann 1,32,2 mín. 2. Ólafur Brynjólfsson 1,52,2 mín. 3. Halldór J. Bergmann 1,55 mín. Óskar hefir sett nýtt met í þessu sundi. Jón Pálsson setti met í fyrra og var það 1,34,5 mín., en hann kepti ekki í gær. 1 200 metra ibringusundi: 1. Pétur Árnason 3,49,6 mín. 2. Jón Guðmann Jónss. 3,53,4 mín. Þetta sund var synt á skemri tíma í fyrra. 50 metra drengjasund: 1. Kristján Jóelsson 41,8 sek. 2. Guðm. ögmundsson 43,5 sek. 13. Ólafur Brynjólfsson 45,2 sek. Drengjasund hefir ekki verið þreytt hér áður. Sundstaðurinn við örfirisey er vel ! valinn. og þar ætti að koma upp j sundskála, þegar efni og ástæður leyfa. Samsæti hélt Ármann í iðnaðarmannahús- inu í gærkvöldi, og voru þar afhent- ir verðlaunagripir og viðurkenning- arskjöl þeim, sem til þeirra höfðu unnið. ISteindór Björnsson hafði skrautritað viðurkenningarskjölin. Flosta vinninga hafði Ármann hlotið, 39 stig, íþróttafélag Kjósar- | sýslu 36 stig, og K. R. 25 stig. .Þessir einsfakir menn urðu lilut- skarpastir: Kristján Gestsson 15 stig, Þorgeir Jónsson 13 stig og Guðjón Júlíusson 9 stig. Dómnefndin liafði lagt til að 3 mönnum yrði veitt viðurkenningar- skjöl fyrir fegurðarglímu, þeim Ottó Marteinssyni og bræðrunum Ásvaldi og Jörgen Þoiíbergssonum frá Litlulaugum í Suður-Þingeyjar- sýslu. Að skilnaði var sezt að kaffi- drykkju, og flutti hr. A. V. Tulinius formaður f. S. í., ræðu um íþíótta- mótið og fþróttahorf'ur, og gaf í- þróttamönnum ýms góð ráð að skilnaði, og bað þá heila hittast og fjölmennari að ári. Ennfremur tal- aði Sigurjón Pétursson nokkur orð fyrir minni Sigurðar Greipssonar, glfmukóngsins, en Helgi Hjörvar mintist þingeysku glímumannanna sem mótið sóttu, og þakkaði þeim og öðrum Þingeyingum fyrir það, sem þeir hefðu unnið íslenzkri glínfli til eflingar. Nokkur lög voru sungin og skildust monn upp úr ’ miðnætti. (Vísir.) Hugsaði fyrir henni. Smásaga. eftir Edith Bernard Belano. J. P. Isdal þýddl. Niðurl. ‘Jón!” hrópaði hún og fór til hans. Hann dró hana niður til sín og kysti iiana. “Eiinora!” sagði liann í hálfum hljóðum. Hún varð hrædd. ‘‘Hvað, hjart- að mitt? Hvað géngur að?#Jón, geröji svo vel að se&ja mér það! Hefir nokkuð misjafnt komið fyrir? Líður þér ekki vel? Hvað —” Hann stóð upp hægt, eins og gamall maður ,og það var auðséð að hann varð að látá hendurnar hjálpa sér til að standa upp úr stólnum. En hann hló. “Þetta er það, sem fremur lángt dagsverk gerir manni, elskan mín! Enginn hlutur er að nema það, að eg er dálítið lúinn og mér finst eg ekki upplagður til að vinna nokk- uð f kvöld.” “Eg held þá, að þú ættir ekki að gera það.” Hann brosti til hennar, eins og hálf-hæðnislega. “Má til, elskan mín. Hefi nokkur skjöl, sem eg verð að yfirfara. — Ef þér er sama, þá ætla eg að fara upp á loft, ef ske kynni, að einhver kynni að svífa að. Er þér ekki sama?” . • Svo að það var alt með feldu! Og það var ekki alveg nauðsynlegt, að hún byrjaði í kvöld á stríði því, sem hún hafði áformað, og það, að hún skyldi sigur úr bítum bera. Aum- ingja Jón! Að hann skyldi koma þeim niður á það stig, að nokkur þörf skyldi vera að eiga í nokkurri baráttu! Að hann skyldi gera sjálf- J) I an sig utslitinn og gamlan miklu fyr en ætti að vera. Og f sannleika — aumingja Jón! Og í kvöld úr-j vinda af þreytu og vildi helzt ekki | vinna, og þurfti þess í sannleika ekki! Fer nauðugur til þess miður j ánægjulega verks, eins og óviljugur drengur. En menn eru nú bara drengir, að minsta kosti, þegar þeir eru virkilega þeir sjálfir, en ekki eins og rótarnagandi safnkvik ‘ indi, eins og hann. — En hún hratt frá sér öllum þessum hugsana-1 straum og bað hann að fara upp til vinnu sinnar, meira að segja hló að tregðu hans og lofaði að gera hon- um ekkert ónæði. Hann kipraði varirnar með svo skringilega tví- ræðislegu brosi, sem hún hafði svo sjaldan séð nú í seinni tíð, um leið og hann fór út úr dagstofunni. Hún heyrði, hversu hægt að hann gekk upp stigann, eins og hann hafði þó verið vanur að ganga hann hra'tt upp. Seinna aðvaraði hún börnin um að þau skyldu ekki gera föður sínum neitt ónæði, og áleit af þögn- inni uppi yfir sér, að hann væri sokkinn niður í skjöl sín. En þeg- ar hún að lokum kom upp, var þeg- ar kominn í rúmið og sýndist soía. Næsti dagur bar þau sem fyr að sínw venjulega starfi. En inni í jiessu kyrláta húsi, þegar hún var að sfnum venjnlegu morgunverkum, fann Elinora það, að hún var engu óákveðnari í ásetningi sínum, enda þótt hún slægi bardaganum á frest, því það var nokkuð, sem hún vissi að hlyti að verða; og hún ætl- aði sér að sigra! Allan skyldi fá að fara á þann skóla, sem hann vildi, og Betty skyldi fá að ganga í dans- flokkinn, og það sem hún þyrfti til að klæða sig og prýða. Sjálf skyldi hún hafa þau föt, sem hana vantaði og neglulega þyrfti. Og meira að segja skyldi Jón sjálfur ekki leng- ur bi’úka sína gömlu og slitnu yfir- höfn og útslitnu skó. Og hann ætti að reykja eins mikið og hann lang- aði til. Þessu líkar voru hugsanir hennar yfir moj'gunverkunum sínum. Nú hafði hún lokið við þau og var rétt sezt niður til að hreinskrifa fundar- gerð kvenfelagsins, þegar að bifrelð nam staðar fyrir framan húsið, og eftir litla stund kom frú Clarie Mercier inn til hennar. “Heyrðu mig, Elinora,” sagði hún. “Stúlkurnar ætla að læra ýmiskon- ar dans þenna vetur og eg vil endi- lega að þú lofir Betty að ganga í flokkinn.” Fastákveom 1 asetningi sínum, svaraði Elinora léttilega: “Já, auð- vitað.” Húsfrú Mercier roðnaði lítillega og horfði eins og út í bláinn. “Eg á við — eins og gestur minn.” Aldrei hafði Elinora hugsað jafn skyndilega. Svo það var komið svona langt, að bömin hennar áttu að fara að verða gustukabörn! — ö, rétt á mátulegum tlma — rétt á ’mátulegum tíma — hafði hún feng- ið hugrekki til þess að gera það, Sem hún hefði átt að hafa gert fyr- ir löngu síðan. Hún þló aftur og lagði hendina á handlegg vinkonu sinnar. “Þú ert ágæt stúlka!" sagði lnin. “En sjá- um til. Við vorum að tala um þetta í gærkvöldi. — Betty er ólm út af því. Það er alt afráðið. Þakka þér fyrir samt, kæra mín!” Frú Mercier horfði stillilega á hana, en þó eins og hálf háðslega. “Það er þá eins og það á að vera. Mér þykir vænt um ]iað — stúlkum- ar hefðu orðið fyrir vonbrigðum, ef hún hefði ekki fengið að vera með. Eg verll að halda áfram, því eg verð að kaupa ýmislegt.” Elinora átti yfir hraðri andargfft að ráða núna. “Ó, gerðu svo vel að lofa mér að vera með! ' Eg þarf lika að gera kaup og þau heilmikil." Frú Mercier sýndist verða hissa. Enginn vissi betur en hún, liversu lítið Elinora tamdi sér það á síð- ustu árum, að fara út í verzlunarer- indum; og uþp á síðkastið hafði Elinora haft þann vana, að neita að láta bifreið flytja sig nokkurs- staðar. En frú Mercier varð með glöðu geði við bón hennar, og alveg ’ eins og þetta væri venja þeirra, að fara hvor með annari í búðirnar. Og á leiðinni niður í bæinn komst Elinora að fastri niðurstöðu í ráða- gerð sinni. Hún var hissa á þvf, að hún skyldi ekki hafa hugsað út í þetta fyrri, í staðinn fyrir að reyna að ráðfæra ®ig við Jón beinlínis. Það mundu ekki verða sein vand- ræði með að fá lán í búðunum — eitt af því, sem Jón hafði aldrei lát- ið koma fyrir. Nú skyldi hún kaupa alt, sem hún þurfti, í dag, og í rökkrinu skyldi hún gera honum það kunnugt, livað hún hefði ger . (Frtunhald á 7. síSu) Abyggileg Ijós og AflgjafL Vér ábyrgjuir.st y'Sur veranlega og ósfitn* ÞJONUSTU. ér æskjum virðingarfvþt viSskvita jaínt fynr VF.Pk SMIÐJUR se-Ti HEIMILl. Tals Mrin 9580 CONTRACT DEPT. Umboðsmaður vor eí-reiðubumn a5 Hnna vðu» tS máli og gefa yður kostnaSuráætíun. Winnipeg Electric Railway Co. A. IV, McLimont, Gen'l Manager KOL ! - - KOL! HREINASTA 02 BESTA TEGUND KOLA. bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSl. Allur flutningur með BIFREID. Empire Goai Go. Limited , Siuii: N 6357—6358. 603 Electric Ry. Bldg. Dr. Kr. Austmann 848 Somerset Block. Sími A 2737 Viðtalstími 7—8 e. h. Heimili 469 Simcoe St. Sími B 7288 DR. C H. VROMAN Tannlæknir Tennur ySar dregnar eða lag- aSar án allra kvala. Talsími A 4171 505 Boyd Bldg. Winnipegl Ar»I Andrraon K. p, GarU.»4 GARLAND & ANDERSON L«GFRÆfi|!VGAK ' Phone:A-2IUT S4M Electrle Rall.var Chamher. A Arborg 1. 0g 3. þriðjudag h. m. Dr. A. Blöndal 818 SOMERSET BLDG. Talsími N 6410 Stumdar scrstaklega kvensjúík. dóma og barna-sjúkdóma. A8 hitta kf. 10—12 f.lh. og 3—5 e.h. Heimili: 806 Victor St Sími A 8180............. Talsímar: N 6215 og A 7127 Bonnar, Hollands & Philp, lögfræðingar. 503 4 Electric Railway Chambers WINNIPEG ViðgerSin á skóm yðar þarf að vera falleg um leiS og hún er vs.va.nleg og með sanngjörnu verði. Þetta fáið þér með því að koma með skó yðar til N. W. EVANS Boot and Shoe Repair Á horni Arlington og Sargent H. J. Palmason. Chartered Accountant S07 Confederotion Life Bldg. Phone: A 1173. Audits, Accounting and Income Tax Service. Or. /17. B. Halldorson 401 Boyd Bldff. Skrlfstofusímt: A 3674. Stundar sérstaklega lung-nasjdk- dðma. Kr aS finna 4 skrtfstofu kl. 11_u f h. or 2—6 e. h. Helmtll: 46 Alloway Ave. Talslmi: Sh. 3168. . Taletmli A888S Ðr.J. G. Snidal I'A.TSLIKKMR 014 Somerset Bloek Portagi Ave. WIN’NIPKtí : Dr. J. Stefánssor 216 MEDICAL ARTS BLDG, Horni Kennedy og Graham. Stundar elngttngu nngna-, eyraa-. \ nef- og kverka-sjOkdöma. AS hltta frfl kl. 11 tll 12 f h- ok kl. » tl 5 e' h. Talslmt A 3521. Helmll 373 Rlver Ave. 1. M81 Phones: Office: N 6225. Heiin.: A 7996 Halldór Sigurðsson General Contractor. 808 Oreat West Permanent Loan Bldg., 356 Main St. Talsími: A 3521 Dr. J. Olson Tannlæknir 216 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy St A ■ i i Winnipeg Augnlæknar. 204 ENDERTON BUILÐING Portage and Hargrave. — A 6845 Kemur til Selkirk hvern laugardag Lundar einu sinni á mánuöi. W. J, Linda! J, H. Lindal B, Stefánsson Islenzkir lögfræSingar ? Home hivestment Building, (468 Main St.) Talsími A4963 Þeir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á éftírfylgjandi tímum: Lundar: Annanhvérn miðvikudag. Riverton: Fyrsta fimtudag í hverj- um mánuði. Gimli: Fyrsta Miðvikudag hvers mánaðar. Piney: Þriðja föstudag í mánuði hverjum. Nýjar vörubirgðif Timbur. FjalviSur af ó!)u<r tegundum, geirettur og aik- konar aðrir strikaðir tigla', hurSir og gluggar Komií og sjáið vörur Vér erum ætíí fúsir aS sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. L I m I t t d HENRY AVE EAST WINNIPEG ARNI G. EGGERTSON íslenzkur lögfræSingUT. hefir heimild til þess aS flytja máJ bæSi í Manit'oba og Sask- atchev:an, Skrifstofa: Wynyard, Sask. R A L P H A. C O O P ER Rcgistered Optornetrist <5* Optician 762 Mulvey Ave., Ft Rouge. WINNIPEG Tal.sími Ft. R. 3876. Ovanalega nákvæm augnaskoðun, og gleraugu fyrir minna vertJ en vanalegn gerisf. Daintry's Drug Store IViecSala sérfræíingur. “Vörugæði og fljót afgreiðsla” eru einkunnaorrð vor. Horni Sargent og Liptpn. Phone: Sherb. 1166. A, S. BARDAL selur likklstur og annast ura út fartr. Altur útbúnaSur sá bezlt Ennfremur selur hann allskonar tninntsvarba og iegrsteina_:_: 343 SHERBROOKE ST Phone. X 0607 WUMPEO MRS. SWAINSON 627 Sargent Ave. hefi- ávah fyrirliggjandi úrvais- birgSir af nýtízku kvenhittum. Hún er eina isienzka konan sem slíka verzlun rekur í Winnipe*. Islendingar, látiS Mrs. Swain- .son-njóta viSskifta ySar. Heimosími: B. 3075. TH. JOHNSON, Orrnakari og GullsmiSu. iseiur giftingaleyfisbréf Cérstakt athygii vettt pöntucuB og vtögjörtlum útan af Innd' 264 Main St. Phone A 4637 J. J SWANSON & CG Talsími A 6340. 808 Paris Building, IVinnipeg. Eldsábyrgð arumboð smenr Selja og annast fasteignir, út- vega peningalán o. s. írv. UNlQUE SHOE REPAIRING HíS óviSjafnanlegasta, bezta o* ódýrasta skóviSgerSarverkstæSi f borginni. A. JOHNSON 660 Notre Dame eigand KING GE0RGE HOTEL (Á horni King og Alexandra). Eina íslenzka hótelið í bænuaL RáSsmaður Th. BjarnasoD 4 t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.