Heimskringla - 12.09.1923, Blaðsíða 1
SenðlTS eftlr veríllsta tll
Rofal Crown Soap Ltd.
664 Maia St„ Wlnnlpsg.
Verílaun
gefia
fjrrir
Coupons
og
umbúðir
VerSlauu
gefi*
fyrir
Coupons
Og SendltS eftir vertSIistn til
, Royai Crown Soap Ltd.
umbuðir CM Mnln St., 'Winnipeg:.
ROYAK
CROWN
XXXVII. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 12. SEPT. 1923
NOMER 50
Canada.
Japan veitt hjálp.
IHinir ægilagu jarðskjálftar í
Japan og hörmungarnar, sem af
J>eim hafa leitt, hafa hvarvetna
snert hugi manna og vákið sam-
hrygð með hinum þjáða lýð. Þrátt
fyrir hað, að Japan sé allvel stætt
og eí' til vill fært um að ráða sjálf
fram úr þessum óvæntu vandræð-
um, getur það ekki dulist neinum,
að þar er ærið verkefni fyrir aðrar
þjóðir að sýna mannúð sína og
hjálpfýsi. Hverjum manni, sem
snefil hefir af samhrygð til bá-
staddra, hlýtur að vera ijúft að
sýna hana i sambandi við þessar
sviplegu raunir, sem Japan hefir
ratað í. Canadastjómin sendi skip
í vikunni sem ieið hlaðið vistum
irá Vancouver áleiðis tii Japan. Og
'‘Rauðakrossléiagið” í þessu landi,
hefir tekið að sér, að gangast fyrir
því að frekari hjálp sé veitt. Byrj-
aði það að vinna að fjársöfnun
í þessu fylki og eflaust öllum fylkj-
um landsins s. 1. mánudag, til þess
að kaupa fyrir vörur og vistir til
þarfa hinum hástadda lýð. Kirkj-
ur landsins munu og helga einn
sunnudag þessu málefni.
Þeir hafa dalinn!
Yiðskifi eru dauf í þessum bæ og
atvinna mjög lítil. Vasar manna
eru sagðir tómir, og er það ekki
inót von, þar sem fjöldi manna he£-
ir verið atvinnulaus í alt sumar.
En ein eru þau viðskifti samt sem
vegna vel. Hað em að vísu ekki
margir, sem vinna á skrifstofu
l>eirri er vínkaupaleyfin selja, en
þeir fáu eru saint svo önnum kafn-
ir, að þeir sjá ekki út yfir verk sitt.
Yín f an gaf orð ab ú r st j ór n a r in n ar
að 425 Henry Ave., er nú verið að
hreyta, en yflr Iborðviðanhlaðana
og gegnum hefilspóna-ruslið er sí-
felt straumur af mönnum inn á
vínkaupa-leyfisskrifstofuna. Dal-
urinn, sem vínkaupa-leyfið kostar
yfir árið, er til!
?50,000 gjöf.
Maður að nafni John Rich'ard
Clem/ents í Winnipeg, hefir gefið
Almenna sjúkrahúsinu í Sarnia,
Ont. $50,000. Clements átt’i' áður
heima í Lamton County, Ont.
Vöruverð.
lAlgengar matvörur voru að jafn-
aði dýrari í ágústmánuði en nokk-
urn undanfarinn tfma, sajnkvæmt
skýrslum frá verkamanna deild
stjórnarinnar í Canada. Viðurværi
varð því dálítið dýrara. Skýrsl-
urnar eru bygðar á smásölu verði
í borgunum.
Er vínsalan lögleg?
Er vínsalan í Manitoba lögleg?
Hetta er spurning, sem senn kvað
eiga að skera úr fyrir dómstólum
landsins. Bannvinir halda því fram
að í þessu fylki sé ekki hægt að
takast vínsölu á hendur vegna
þess, að bindindislöggjög Canada,
sem samþykt var fyrir þremur ár-
um með almennings atkvæði, feli
það í sér, að inn í fylkið megi ekki
flytja áfengi til sölu, og þau lög
séu 'enn í gildi, þrátt fyrir atkvæða
greiðsluna í Manitoha í sumar, og
hin nýsömdu lög um áfengissölu.
Harðsnúnir lögmenn hafa verið
fengnir til að sækja þetta mál svo
að það hlýtur að koma fyrir dóm-
stól landsins, hvernig sem þar kann
að verða á það litið.
Stærsta pappírs verksmiðja í heimi.
Stofnun ein, sem Backus-Brooks
félagið gengst fyrir, er að rfsa upp
í Kenora, Ont. Er það pappírs-
verksmiðja, sem talið er að verði
sú stærsta í heimi úm það leyti
að hún er fullgerð. Útbúnaður
allur til hennar er feikna dýr, svo
að um $30,000,000 er mælt að stofn-
unin kosti. Um 80 mílna langa járn-
braut þarf að leigja til þess að
flytja viðinn að sér í pappírinn.
Þetta er talið það stærsta fyrir-
tæki sem ráðist hefir verið í vest-
an megin Vatnann-a miklu í Cana-
da, oig verður Kenora héraðinu til
ómetanlegra hagsmuna, hæði með
að veita atvinnu og bera skatta-
ibyrðina.
Koma aftur til skjalanna.
Rt. Hon. Arthur Meighen, fyrr-
um stjórnarformaður- Canada, er
staddur hér vestra um þessar
mundir. S. 1. laugardag var hann
heiðursgostur á skemtisamkomu er
konservativar héldu í Assiniboine
Park. í ræðu, er hann hélt við það
tækifæri, sagðist hann alstðar, þar
sem hann hefði farið um, sjá nokk-
urn fyrirboða þess, að konservatív-
ar ættu eftir að koma bráðl'ega
aftur til skjatanna. Hann kvað
það haifa kornið svo greinilega í
ijós í suihum landshlutum, að
flokkurinn væri að ná völdum aft-
ur, og hann bjóst við, að það ætti
eins eftir að koma í ljós í öðrum
hlutum landsins. Kvað hann það
og ekki mót von þar, sem það nýti-
legasta sem stjórnir hefðu fyrir
þetta land gert, væri konservatíva
stjórnum að þakka. Leiðtoginn var
hinn fjörugasti á skemtisamkom-
unni, en hlaupið gat hann ekki
nógu hratt, til þess að vinna í veð-
hlaupi giftra manna, er hann tók
þátt í því.
---------xx---------
Önnur lönd
Alþjóðafélagið hefir bakhjarl.
;Margar smærri þjóðirnar krefj-
ast þess, að alþjóðafélagið geri út
um mál Grikkja og ítala. En hvað
'getur alþjóðafélagið, ef Italir t. d.
taka ekki úrskurð þess til greina?
Þessi spurning hefir verið á vörum
margra frá því er félagið var fyrst
stofnað. Hvað getur það félag
gert, ef að það hefir ekki her sér
að baki? Ekki mikið. En nú hefir
félagið í þessu máli að minsjta kosti
góðan bakhjarl. Bretar hafa boð-
ið -félaginu flota sinn til þess að
framfylgja úrskurðinum í Grikkja
og ítala þrætunui, hver svo sem sá
úrskurður verður. Og að ráði
Breta er mælt, að Svíar hafi farið
og Hollendingar. 3>essi lönd kváðu
hafa lofað nokkru af sjóliðsflota
sínum til þess, að alþjóðafélagið
geti framfylgt dómi sínum. Þarna
hofir því alþjóðafélaginu hlotnast
bakhjarl sá, er það hefir skort,
og hljóta dómar þess að vera skoð-
aðir alvarlegri ef það á fremvegis
von á slíkri aðstoð. Vonin er, að
það verði þá um leið þeim vauda
vaxið, að nota það rétt.
Grimm lögregla.
í bænum Tulsa í Oklahama í
Bandaríkjunum, kröfðust lögmenn
þess nýlega, að lögreglunni yrði
vísað frá -embætti sökuim grimdar-
verka, er hún hafði í frammi, eink-
uin við fanga. Varð gauragangur
mikiil út af þessu og éru afleiðing-
arnar þær, að horlið frá stjórninni
var skipað til a-ð rannsaka málið.
Hefir það komist að því, að kærur
Jöigmanna eru ekki ástæðulausar.
Með einn fanga var -þannig farið,
að honum var þröngvað til að
drekka sitt eigið blóð, er úr sári
vall eftir skot frá einum lögreglu
manni. Annar var nefbrotinn til
þess að þröngva honum til að með-
ganga glæp er hann var kærður
um að hafa drýgt. Borginni er nú
stjómað eftir herréttarlögum og
væntanlega verður illmennum
þéssum hognt fyrir gerræði sitt.
Grikkir og ítalir.
Sa rim i ngs-t i lraun i r halda áfram
milli Grikkja og ítala. Hafa Grikk-
ir sent ítölum sáttaboð sitt. En
með því, að þar er farið fram á, að
Italir hverfi hurt af eyjunum sem
þeir hafa tekið herskyldi, eru litlar
líkur til að af sætt verði fyrst um
sinn. S. 1. laugardag brendu Grikk-
ir sendiherra-höllina ítötsku í
Patras. Var það goldið Grikkjum
með því að taka tvo menn þeirra
af Jífi. En slík hryðjuverk fara nú
daglega í vöxt.
Jaröskjálfti í Indlandi.
í Calcutta á Indlandi varð jarð-
skjálfti svo inikill s. 1. mánudag, að
nokkur hús í útjarðri bæjarins
hrundu. Um 50 manna týndu lífi.
Astandið á Þýzkalandi.
Á Þýzkalandi er ennþá litið svo
á, sem innanlands stríð og bylting
sé óumflýanleg.. Hag landsins er
þannig komið, að óbugsanlegt
er að hann rétti við undir nokkr-
um eðlilegum kringum stæðum.
Stjórnin'nýja er talin á mjög völt-
um fæti. Er það því skoðun þeirra
sem annars myndu síst af öllu
æskja innanlands styrjaldar, auð-
mönnum landsins, að hun ein geti
bætt úr skák. Sú skoðun er áreið-
anlega að breiðast út, og er ef til
vill ítt undir að hún grafi um sig
og festi rætur í meðvitund þjóðar-
innar. Markið <er nú gengislaust,
eða ekki virði pappírsins sem í það
fer. Að það komist aftur í nokk-
urt verð, er talið óhugsanlegt,
Landið getur ekki rétt við á þeim
fjátrhagisgrundvelli, senn alment er
viðurkendur. Það verður að
breyta til, byrja að nýju. En ger-
ist það án innanlands styrjaldar?
Irar og Alþjóöafélagiö.
Erírfkið írland hefir gérst með-
limur alþjóðafélagsins. Forseti
fríríkisins, Cosgrave hélt ræðu s. 1.
mánudag á fundinum sem nú
stendur yfir í Genf í Sviss. Talaði
hann fáein orð, til að byrja með,
á hinu upprunaJega máli Irlands,
keltnesku (Gaeiic), en skifti svo um
og mælti á ensku. Fögnuðu hinar
þjóðir alþjóðafélagsins, að írland
hefði sýnt sig í hópi þeirra.
Þræta um Fiume.
í harða þrætu hefir slegist milli
.Tugo-iSIava og ítala út af hafnborg-
inni Fiume. Er sagt að ítalir ætli
sér að taka hana umsvifalaust.
Fium-e hefir um hríð verið fríborg,
en var áður mesta þrætmepli þess-
ara ríkja. Og sú' gamla saga virð-
ist vera að endurtaka sig. Spá
sumir, að út af henni rísi nú mái,
sem litlu verði betra viður-eignar
en þrætan milli ítala og Grikkja.
SíÖustu fréttir
herma, að ítalir og Grikkir séu
sáttir, og hafi komið sér saman um
aðal-atriðin í friðarsamningi sín á
milli. Koma þeir síðar saman til
að fullgera þá samninga og undir-
rita. Sendiherrar beggja landanna
afgreiddu málið. Það fór því ekki
fyrir alþjóðafélagið. ítalir hafa sig
burtu a£ Corfu og hernumdu eyj-
unum grísku, og Grikkir verða við
flestum kröfum Ítaía. Það er talið
víst, að stríði sé afstýrt með þe.ssu.-
-----------XX-----------
Frá íslandi.
(Eftir blöðum frá 25. júlí til 15. ág.)
Hannes Arnórsson hefir nýlega tek-
ið fyrrahluta-próf í verkfræðum við
fjöllistaskólarín í Kaupmannahöfn.
Fjórir landar munu hafa fallið á
þcssu prófi eða gengið frá því, 1
sama skifti. .
iStórkrossi fálkaoröunnar hefir
sendiherra Svía í Kaupmannahöfn,
fríherra Beck{Friis, verið sæmdur
29. júlí mánaðar.
Sldveiöarnar á Siglufirði. Þær
hafa verið heldur tregar alt fram
á síðustu daga. En í fyrradag og
í gær brá til hlýinda fyrir Norður-
iandi, og komu þá skipin inn með
góðan afla, Er sagt að nú muni
vera komnar á land á Siglufirði um
30—40 þúsund tunnur. Vélskip hafa
afi&ð þetta 2000 og upp í 2500 tunn-
ur. Hafa þau tekið síldina svo
grunt, að þau hafa sum rifið næt-
urnar meira og minna og sum eyði-
lagúþær alveg. Gcysimikil síld
kvað nú vera komin inn á Skaga-
fjörð. Þorskafli kvað vera beldur
tregur á Siglufirði nú.
Á Þingvallavatni gengur nú góð-
ur ^éihátur og geta sumargestir
]>ar" farið með honum um vatnið
og niður að Sogi, og eru fargjöldin
frá 2—6 kr. Þykir það hin besta
skemtun ep mun þó vera notuð
frernur lfttð.
Rjúpur. Þær hafa varla sést hér
undanfarin sumur, eftir frostavet-
urinn 1918, svo að talað hefir ver-
ið um, að þær mundu hafa ger-
fallið, eða flúið land. Það'mega
því heita mikil gleðitíðindi, að nú
hafa rjúpuhópar sést hér 1 grend-
inni. Einn sást í gær nálægt Lög-
bergi í Moafelssveit og annar á
Mosfellsheiði.
tír Vestmannaeyjum. 31 júlí var
sagt frá því, liér í hlaðinu, að
druknað hefði maður úr Vest-
mannaeyjum, Páll Ólafsson að
ríatCL 1 bréfi úr Eyjunum' er sagt.
að ekki sé skýrt með öllu rétt frá
atvikum þar, og segir svo í bréfinu:
Páll heit. ól-aífeson var ásamt fleiru
fólki, í skemtiiför upp undir Eyja-
fjöll. Veður var hið besta og var
vélbáturinn, sem fólkið fór á kom-
inn upp að Hólasandi er Páll heit.
féll útbyrðis. Tók hann þegar til
sundtaka, því að hann var nokkuð
syndur, en hefir að líkindum, feng-
ið slag á sundinu þar sem hann
var örendur >er í hann náðist.
Lík Morten Hansen skólastjóra
var í gær flutt frá sjúkrahúsinu
þar sem hann dó og til bústaðar
hans í bamaskólanum. Viðstaddir
voru kennarar skóians — og var
merki han.s borið fyrir, en islenzk-
um fána sveipað um kistuna — og
nokkrir aðrir, þ. á. m. fóstursonur
M. H., Karl Nikulásson konsúll á
Akureyri, sem þangað er kominn
til þess að vera við jarðariförina,
Jarðarförin fer ekki fram fyr en
um 28. ágúst, þar sem fósturdóttir
skóiastjórans, frú Agnes Kjödt ætl-
ar .einnig að koma heim frá Dan-
mörku, þar sem hún er húsett, til
þess að vera viðstödd.
Halldór Hermannsson prófessor
frá New York, sem dvalið hefir hér
lengi í sumar, fór með “Botníu” í
gær til Khafnar. Þar dvelur hann
fram yifir næstu áramót, en fer þá
vestur um haf. Það muu þó vera
fullráðið, að hann taki við forstöðu
Árna-Magnússonar-safnsins í Khöfn
á næsta ári, en nœstkomandi vetur
frá nýári, gegnir hann embætti
sínu í New York.
Kaupið noröanlands. 1 símtali
við Akureyri í gær, var sagt, að
kaup háseta á vélskipum þeim sem
ganga þar til sílveiða, sé nú 225 kr.
á mánuði fyrir háseta og 5 aura
premía af tunnu, en vélstjórar hafi
300 krónur og 10 aura premíu. Til
samaníburðar má geta þess, að 1
fyrra höfðu hásotar á sömu skipum
250 kr. og 5 aura en vélstjórar 415
krónur og 10 aura premíu.
Sólskin og þurkar muuu hafa
vertð um alt land í gær. -Atti
Morgunbl. viðtal við menn á nokkr
um stöðum úti um land, og var
alstaðar sagt ágætis veður. (27. júlí.)
Aflabrögö liafa verið með allra
besta móti á Austfjörðum í vor. 1
maímánuði voru öfluð þar og þurk-
uð 2233 skpd.; auk þess, sem óþurt
var. Alls aflaðist frá nýjári til 1.
júní 10,017 skpd., en á sama tíma í
fyrra 77.00 skpd., eða 2300 skpd.
meira nú. Segja Austfirðingar, að
þesei vertíð >sé með allra bestu ver-
tíðum, er komið hafi austan lands.
Hákarlaveiöar. Fyrir ekki mörg-
uin árum voru hákariaveiðar stund-
aðar af mörgum skipum norðan-
lands, einkum á Eyjafirði. En í
vor hefir gengið þaðan aðeins eitt
skip á slíkar veiðar, eign Höefpnes-
verzlunar, og hafði fengið 250 tunn-
ur lifrar í byrjun júlímánaðar.
Slys. Maður féll útbyrðis af vél-
liátnum “Geir Goða” frá Akranesi,
nú nýlega og druknaði. Hét hann
Sigurbjörn, og var af Akranesi.
Ivvæntur barnamaður.
Spánarsamningarnir. 23 júlí mán.
voru í Madrid undirskrifaðir samn-
ingar milli Spánar og íslands um
verzlunarviðskifti, með þvf að áð-
ur hafi aðeins verið samið um þau
til bráðabirgða.
Druknun. 1 gærmorgun klukkan
að ganga ®jö, var sandprammi á
leið hingað inn á höfn innan af
Kollafirði. Voru í honum tveir
menn. Á Rauðarárvíkinni hvolfdi
prammanum; sennilega vegna
storms og kviku, og druknaði ann-
ar maðurinn, Erlendur Gíslason,
til heimilis í Austurstræti 7; lætur
hann eftir sig konu og tvö börn,
kornung. Hinn maðurinn náðist
með naumindum, en mjög þrekað-
ur, heitir hann Kristján Magnús-
son og á heima á óðinsgötu 15.
Leikrit. Freymóður Jóhannsson
málari á Akureyri sendir á bóka-
rnarkaðinn leikrit sem heitir
Smalad rengurinn.
---------_x-----------
Morte^Hansen,
skólastjóri.
20. okt. 1855. — 8. ágúst 1923.
“Vísir” hefir beðið mig um
nokkrar línur út af láti þessa öð-
lingsmanns. Eg vildi að þessi fáu
orð mín mættu vorða sönn og hlý
og laus við alt prjál, eins og hann
sjálfur var.
Það er ekki margbrotin æfi, hið
ytra, sem í dag er á enda kljáð.
Morten Hansen er vaxinn upp í
Reykjavík, í Reykjavík ól hann
aldur sinn, og öllu sínu lífi hefir
hann varið til blessunar fyrir
Reykjavík_ Þetta eru æfiatriði
hans.
Það er varla, að nokkur maður
verði eins ástsæll og hann í þess-
um bæ. Hann hefir starfað við
barnaskólann í 40 ár. Yngstu
skólabörnin hans eru 8 ára, en þau
elstu eru hálfsextug. Hann er
kennari og skólastjóri _ þriggja
kynslóða í Reykjavík. Hann er
fósturfaðir þeirrar Reykjavíkur,
sem nú lifir, strangur og alvarlog
ur, en æfinlega bestur, þegar á
reyndi, þegar einhver átti bágt
eða hafði orðið eitthvað á; og svo
l'.iý.ian og órjúfandi trygðin. í«ú
fjölgar skólunum, og Morten Han
sen verður síðasti maðurinn, se;u
l<Vert barn í Reykjavík lítur á sem
‘ skólastjórann sinn”.
Reykjavík hefii breytst miaiö
um hans daga. Skólinn hefir
breytst, og Morten Hansen iylgd-
ist miklu betur með tímanum en
margur mundi halda. Hann hafði
ekki hátt um sín framfaraverk, en
þau sýna sig. í sumum efnum, og
^síðustu áxin, var hann sjálfsagt
altof íhalssamur, og svö þótti mér.
Eg segi það hiklaust nú, eins og
eg sagði honum það lifandi. Mor-
ten Hansen þarf þess ekki með, að
verið sé að breiða yfir neitt í iífi
hans. Hann á ærið lof og ærið
þakklæti, þó að hann væri ekki
látinn njóta nema >rétt sannmæl-
is.
Eg tel Morten Hansen f fremstu
röð þeirra manna, sem allra mest
hafa unnið til blessunar þessari
þjóð á síðustu áratugum. Ekki
veldur því hið ytra starf hans í
skólanum, né í skólamálum, þó að
margt hafi hann þar gert ágæta-
vel. Ekki lieldur kensla hans, þó
að hún væri frábær. Verk hans,
og fórn hans á lífi sínu, er í öðru
falið: Hann hefir í 40 ár gengið
á milli barnaskólans í Reykjavík
og heimilanna í Reykjavík; hann
hefir ámint og leiðbeint, þeim
helst, er mest þurftu með. Hann
hefir gengið á niðdimmum vetrar-
kvöldum, kvöld eftir kvöld, inn
fyrir Rauðará, eða leitað uppi
heimili fyrir vestan bæ, alt út af
einni munaðariausri, lítilli telpu
eða óþekkum strák, sem enginn
gat um tætt. Og altaf til að bæta
og hjálpa og laða_ Inn í fátækleg-
uetu hreysin, inn á vandræða-
heimilin hefir hann sífeldlega flutt
áhuga, virðingu og kærleika, Alt
þetta hljóðláta starf hans er miklu
meira en ókunnuga mætti gruna,
og miklu áhrifaríkara en svo, að
það verði séð eða metið til fulls.
Það«hefir komið fyrir, að kenn-
urunum þótti skólastjóri of hlífi-
samur, að vísu ekki vandræða-
börnum úr skólanum. Hann sagði:
“Eg veit vel, að þetta er rangt
við ykkur kennarana, sem eigið að
stríðk við þau. En ef við vissum,
hvað við tekur fyrir þessum aum-
ingjum, þá held eg við reyndum
að umbera þau og halda þeim hjá
okkur í lengstu lög.”
Það er nú sagt fullum fetum, að
barnaskólar séu til ills eins. En
ekki þýðir að segja Ryekjavík það.
Ekki á meðan nokkur Reykvík-
ingur man Morten llansen.
Morten Hansen mundi alment
vera talinn gæfumaður. Það er þó
undarlegt, hversu örlögin hafa í
mörgu leikið hann hart. Þau gáfu
honum ekki þá líkamsatgjörvi,
sem honum hefði verið æskileg og
í hæfi við sálargáfu hans. Og víst
hefir það haft djúp og sár áhrif á
alt hans líf. Enn er það, að, hann
lifði um langan aldur heldur ein-
mana, þe?si ástríki og trygglyndi
maður. Og þó að starfi hans væri
lokið, þá er fráfall lians nú ákaf-
lega sviplegt, og í einhverju sár-
grætilegu ósamræmi við alt Iff
hans, og sjálfsagt lika við óskir
hans og vonir.
“Eg kvíði fyrir því, ef eg á að
fara að heiman,” sagði hann, “því
að þá verð eg fyrst veikur.’” Og
svo verður hann að deyja sjúkra-
húsdauða, innilokaður frá öðrum
mönnum.
Það er, þegar svo ber undir,
annarleg og óviðjafnanleg helgi
yfir því, þegar einhver á að deyja
heima, þegar helfróin kemur, þessi
stutta náðarstund til þess að
kveðja ástvini sína og taka svo þvf,
sem verða skal. En hve mér finst,
að Morten Hansen hefði átt að
hlotnast þvílíkur við&kilnaður.
Stímabrakið um skólann, sem var
honum mikil þraut, það átti að
gleymast að honum lifandi. Hann
átti að setjast í helgan stein_ Hann
átti að njóta ellidaga f friði og
sólskini. Banasæng hans' átti að
standa fyrir opnum dyrum, þar sem
vinir hans biðu hljóðir, og lítil böm
áttu að koma til hans og klappa
honum og biðja honum eilífrar
blessunar.
Helgi Hjörvar.
- Vísir.
...—-..- x