Heimskringla - 12.09.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.09.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. SEPT. 1923 K Eftir Mary Roberts Rinehart. Christine Lorenz var ekki stór, en þó var sem hún fyltr upp stofuna. Hún talaði mikið og rödd- in var hvell; hún brosti og þá skein í mjallhvítar tennur, sem voru heldur storar, til þess að hún gífiti kallast verulega fríð. Hún var vingjarnleg og það yar sem hún dreifði glaðlyndinu út frá sér um hálft húsið. K., sem ekki hafði séð hana fyr, dró sig þegjandi í hlé út í horn. Howe reykti vindhng í ganginum. - “Vesalings auminginn!” sagði Christine ^og lagði kinnina á sér upp að kinninni á Sidney. “Þú ert bara orðin mögur! Palmer segir að þú munir verða orðin dauðþreytt eftir mánuð og hætta, en eg sagði — “Eg tek það alt aftur,” mælti Palmer letilega frammi í ganginum. Hún hefir reglulegan píslar- vottssvip á andlitinu. Hvar er Reginald? Eg kom með nokkrar hnetur handa honum. “Reginald er kominn út í skóg aftur.” “Bíddu nú við,” sagði hann alvarlega. “Þegar eg talaði um að leigja þessi herbergi, þá áttu viss hlunnindi að fylgja þeim: — stúlka í næsta húsi, sem léki danslag eftir Paderewski sex klukkustundir á dag, K. hérna og Reginald. En fyrst þú þurftir að fara með eitthvað af þeim út í skóg, því fórstu þá ekki með hana, sem leikur danslögin?” Howe var fríður maður, grannvaxinn, vel rak- aður og svo prúðbúinn, að það hlaut að vekja eft- irtekt. Þennan sunnudag var hann í frakka með háan hatt á höfði og staf í hendi. Það var næstum eins og hann ætti ekki þarna heima. Strætisbú- arnir skröfuðu um það, að hann væri dálítið ófyrir- r leitinn og eyðslusamur og að Christine væri að } leggja meira í sölurnaar en hún græddi, til þess að geta haft félagsskap við ríka og heldra fólkið. Christine hafði gengið út á svalirnar og var að tala við Le Moyne, sem var fyrir innan. “Það er dálítið skrítið að byrja svona,” sagði hún, “en Palmer á ekki bót fyrir skóinn sinn, að það geti heitið. Við ætlum að borða heima um tíma. Það er ýmislegt, sem við viljum hafa, sem við get- um ekki fengið, ef við tökum hús — til dæmis bif- reið. Við verðum að hafa bifreið, til þess að geta ekið út til sveitarklúbbsins til miðdagsverðar. En hún verður náttúrlega að vera ódýr, nema að pabbi gefi okkur eina í brúðargjöf. Og við fáum Rosen- felds drenginn fyrir ökumann. Hann er vitlaus eft- ir að fara með allar vélar; og við fáum hann fyrir sama og ekki neitt.” K. hafði aldrei fyr vitað það, að nýgift hjón leigðu tvö herbergi og borðuðu hjá móðuri brúðar- innar til þess að geta eignast bifreið. Hann var dálítið forviða. Hann hafði líka lært nógu mikið þar sem hann hafði verið áður, til að muna það, að kauplágir ökumenn geta kostað æði mikið á endan- um. En hann gætti þess vel að segja ekki neitt. “Eg er viss um, að bifreið verður mjög þægileg fyrir ykkur,” sagði hann kurteislega. Henni fanst K. vera eithvað svo fyrirmannaleg- ur. Henni geðjaðist vel að gráa hárinu og rólega augnaráðinu og hún skoðaði það, hversu fátæklega hann klæddi sig, ekkert annað en uppgerð. Hún fann til þess, að hún væri falleg, þar sem hún stóð við gluggann, og hagaði sér eins og fallegur fugl, sem lagar á sér fjaðrirnar. “Þú kémur út með okkur einstöku sinnum, vona »> “Þakka þér fyrir.” “Er það ekki skrítið að hugsa sér, að við verð- um eins og ein fjöfskylda?” “Jú, skrítið, en skemtilegt”. Hann sá að hún brosti og brosti á móti. Chrit- ine var vel ánægð með að hafa tekið herbergin á leigu og einnig með það, að K. skyldi eiga þar heima. Þa“ð væri auðvitað ekkert nema vitleysa, að öllu væri lokið með giftingunni. Gift kona ætti að eiga vini meðal karlmanna; það lyfti henni upp. Hún skyldi kynna hann klúbbnum. Kvenfólkið ^ yrði alveg hrifið af honum. En hvað hann hefði hreinan vangasvip! i Hinu megin við strætið stóð Johnny Rosenfeld og athugaði bifreið doktors Wilsons með hmni i- byggiíegu ró götudrengsins, sem ékki þekkir neitt til véla nema þvottavinduna heima hjá sér. Joe Drummond gekk eftir strætinu og leit hvorki til hægri né vinstri. Tillie stóð í dyrunum hjá Mrs. Mc Kee og notaði svuntuna sína fyrir blævæng. Max Wilson kom út og steig upp í bifreiðina. Eina mín- útu voru allir Ieikendumir, nema Carlotta og doktor Ed, á leiksviðinu. Það var það sem leikritahöfund- arnir mundu forðast, samsafn allra persónanna í leiknum. K. Le Moyne, Sidney, Palmer, Howe, Christine, Tillie, Wilsno yngri, Joe og jafnvel Johnny Rosenfeld svo nálægt hvort öðru, að þau Kefðu getað talað við, næstum snert hvort annað. Þarna voru þau saman komin bæði innan veggja og ^ utan við litla húsið, sem K. nefndi heimili sitt, fyr$t með gremju en nú með ánægju. t 10. Kapítuli. Mánudagsmorgun einn, nokkru eftir að hinn langi morgunverðartími í matsöluhúsi Mrs. Mc Kee var liðinn, kom Iítill maður, á að gizka fimtugur að aldri, gráhærður og með lítinn hökutopp, gangandi eftir “strætinu”. Hann gekk eins og sá, sem veit hvert hann ætlar að halda, en er ekki eins viss um viðtökurnar, sem hann muni fá. Hann leit á ailantus- og mösurtrén um leið og hann gekk fram hjá þeim með augum þess sem er vanur að athuga tré. Þau stóðu í röðum meðfram strætinu, og hér og þár ösp eln sér. Við dyrnar'á húsi Mrs. Mc Kee nam hann staðar. Það voru engar tröppur fyrir framan húsið, heldur flöt hella, sökum þess að strætið hækkaði þar. Þannig var unt að hringja dyrabjöllunni af gangstéttinni, og maðurinn gerði það. Það leit því út fyrir, sem hann væri viðbúinn að hlaupa burt, ef viðtökurn- ar yrðu ekki sem æskilegastar. 1 Og þær voru það ekki, að mírista kosti ekki fyrst í stað. Mrs. Mc Kee kom sjálf til dyra. Hún þekti hann undir eins^ en hún heilsaði honum ekki með neinu gleðibrosi, þó að hann réyndi að brosa hálf vandræðalega. “Nú, það er þá þú.” “Það er eg, Mrs.Mc Kee”. “Nip, jæja?” Hann reyndi að friðmælast. “Mér datt svona í hug, þegar eg var á leiðinni hingað, að þú og nágrannarnir ættuð að reyna að eyðileggja óhræsis lirfurnar. Líttu bara á þessi riiösurtré.’ ' “Tillie er í önnum, ef þú hefir ætlað að finna ** nana. “Eg œtlaði bara að kasta kveðju á hana, fyrst eg átti leið í gegnum bæinn.” “Eg skal skila kveðjunni.” Það koma þráa svipur á hann í staðinn fyrir brosið. “Eg held að það sé best að eg heilsi henni sjálf- ur. Mig langar ekki til þess að gera nekm átroðn- ing, en eg bíð samt þangað til að eg næ tali af henni. Eg hefi ferðast góðan spöl einmitt til þess. Mrs. Mc Kee vissi að hún var yfirunnin og flúði aftur í eldhúsið. “Maður við framdyrnar, sem vill finna þig,” sagoi hún við Tillie. “Hver er það?” “Láttu þig einu gilda um það. En það er bara eitt, sem eg vil ráðleggja þér og það er þebfa: gerðu enga vitleysu.” Tillie fölnaði. Hendurnar á henni skulfu, þegar hún batt á sig hvítu svuntuna utan yfir hina. ' Sá sem kominn var að finan hana, hafði skilið það sem boð, að ganga í húsið, að hurðin hafði verið skilin eftir opin; hann stóð í ganginum. Það var ekki laust við að hann brigði litum sjálfur, er hann sá Tillie koma. Hann vissi, að hún mundi taka komu hans, sem merki þess, að hann væri nú frjáls, fn hann var ekki frjáls. Hann varð dauðskelkaður út af erindinu. “Hér er eg þá kominn, Tillie.” Prúðbúinn og með ilminn í fötunum”, sagði Tillie og leit á hann spyrjandi augum. “Þú ert sjaldséður gestur hér, Mr. Schwitter.” “Eg átti leið hér um og mér datt í hug, að koma við og segja þér — já, það veit Guð, að mér þykir vænt um að sjá þig, Tillie.” Hún svaraði engu, en opnaði hurðina á litlu setu stofunni. Þar inni var svalt og gluggatjöldin dreg- in niður. Hann fór inn á eftir henni og lokaði hurðinni á eftir sér. “Eg gat ekki gert að því. Eg veit að eg Iofaði.” “Hún er þá — ” “Hún lifir enn. Og nú síðast er hún farin að Ieika sér að pappírsbrúðum.” TiIIie settist skyndilega niður í einn bakbeiiía stólinn. Varirnar á henni voru eins fölar og and- Jitið^ “Eg hélt, þegar eg sá þig — ” “Eg var hræddur um að þú mundir halda það.” Hvorugt sagði orð ofurlitla stund. TiIIie néri saman höndunum í keltu sinni, Schwitter horfði út um gluggann út í garðinn bak við húsið. “Þessi rósarunnur þarna úti er ekki fallegur. Ef þú héldir saman vindlastúfum og bleyttir þá í vatni og dreyfðir svg vatninu á hann, þá dræpust poddurnar. - Loksins gat Tillie hafið máls. “Eg veit ekki til hvers þú ert að koma, og því þú Iætur mig ekki vera”, sagði hún dræmt. Mér hefir liðið vel, en nú kemur þú og gerir mig óró- lega.” Schwitter stóð upp og gekk nær henni. Jæja, eg skal segja þér, hvers vegna eg kom. Horfðu á mig. Eg yngist ekki, eða sýnist þér það? Tíminn Iíður, og eg þrái þig altaf stöðugt. Hvað er það sem eg ber úr býtum? Hvað er það, sem lífið hefir rétt að mér? Eg er einstaklingur, Tillie.” “Hvað kemur það mér við?” ' “Þú ert Iíka einstaklingur.” Eg! Eg hefi engan tíma til þess að vera það. Og það er altaf fult af fólki hérna.” Maður getur verið einstaklingur, þó að mað- ur sé ínnanum "fólk, finst mér — er nokkur hér, sem þér fellur betur í geð en eg?” Æ, til hvers er þetta! hrópaði vesalings stúlkan. Það stendur á sama hvað mikið við töl- um um þetta, það gerir ekkert gagn. Þú átt lifandi konu og þar við situr, nema þú sért að hugsa um að losa þig við hana einhvern vegin.” “Finst þér þao vera alt og sumt, Tillie? Hefir þú ekki rétt til þess að verða hammgjusöm?” Hún var fljót að skilja, og málrómur hans sagði eins mikið og orðin. “Það er best fyrir þig, að hafa þig burt héðan, og það sem fyrst”, sagði hún. . Hún stóð upp skyndilega. En hann leit á hana eins og hann skildi hvað henni var innan brjósts. “Eg skil,” sagði hann, mér fanst þetta sama fyrst; en það getur verið að það sé af því, að eg er orðinn hugmyndinni vanur, að mér finst það ekki svo fráleitt nú orðið. Hér ert þú að þræla fyrir aðra, þegar þú ættir að hafa heimili sjálf — og þú yngist ekki fremur en eg. Við erum bæði einstæðingar, Tillie. Eg yrði góður við þig, því hvað sem Iögin segðu um það, væri eg maðurinn þinn í Guðs augum.” Tillie stóð við hurðina og horfði á hann. Hún hafði fært sig að dyrunum eins og hún væri hrædd. Þarna stóð þessi maður fyrir framan hana, ímynd alls þess er hún þráði — heimili, ást, börn, ef hægt I væri. Hann hörfaði undan augnaráði hennar og leil út um gluggann. “Það ætti að höggva þessaC aspir,” sagði hann; “þær fara fjandalega með saurrennurnar.” Tillie tók loks til máls. “Eg get ekki gert það, Schwitter. Eg býst við að eg sé hugleysingi. Getur verið að eg sjái eftir því.” ' | “Getur verið, ef þú vendist við hugmyndina.” “En það yrði ekkert réttara fyrir það.” “Eg er ef til vill dálítið undarlegur. En mér finst það ekki vera neitt rangt. Mér finst að drott- in mundi ekki álíta það rangt af okkur, ef hann vissi, hvernig á stendur. Og svo máske þegar þú værir orðin hugmyndinni vön — Það. sem eg var að huga var þetta: eg á ofurlítinn búgarð sjö mílur frá bænum, og maðurinn, sem leigir hann, segir að þangað komi næstum á hverjum sunnudegi einhverj- ir, sem vilji fá kvöldmat, hænsnaket og vöfflur; það er fólk, sem kemur innan úr bæ. Þessi plöntu- ræktun gefur ekki mikið af sér nú orðið. Eg hefi góðan aldingarð, og þar er uppspretta, svo að það mætti setja vatnsleiðslu í húsið. Eg skyldi vera góður við þig, Tillie, og lofa þér því. Það væri rétt eins og að við værum gift. Það þyrfti enginn að vita neitt um það.” Þú vissir það og þú mundir ekki bera virð- ingu fyrir mér.” “Mundi ekki \hver maður bera virðingu fyrir kvenmanni, sem Iagði alt T sölurnar fyrir hann?” Tíllie hélt svuntunni fyrir andlitinu og grét. Hann lagð hendina, sem var hörð af vinnu, á höf- uðið á henni. Það er engin hætta á því að eg væri að hugsa um annað kvenfólk; þú ert sú eina síðan að Maggie — Hann dró þungt andann. ”Eg skal gefa þér tíma til þess að hugsa um það. Hvað segirðu um það, að eg kæmi aftur í fyrramálið. Þú þarft ekki að lofa neinu, þó að þú hugsir um það.” Engin sterk tilfinning lýsti sér í orðum hans, og ekki heldur í haiidtakinu. Hann var ekki ungur lengur og hin raunalega einvera elliáranna var fram- ! undan honum. Hann var að reyna að ráða fram úr vandamálum lífsins fyrir þau bæði, en hann fann enga ráðningu, heldur aðeins stundarúrlausn. “Jæja, eg kejn þá í fyrramálið,” sagði hann ró- lega og fór út. Veðrið var heitt. Tillie vann verk sín, en all-i an fyrri hluta dagsins var hún utan við sig. Mrs. Mc Kee gaf henni gætur, en sagði ekki neitt. Hún hélt að hún væri föl í framan og varir hennar sam- anpressaðar af því, að hún hefði mátt til að hafna Schwitter aftur, og bjost við að hann yrði rólegd aftur með tímanum, eins og hún hefði orðið áður. Le Moyne kom seint til miðdagsverðar. 1 þetta sinn höfðu endalausir talnadálkar ekki sefað huga hans. Á Ieiðinni heim hafði hann tekið spari- fe sitt af bankanum og sent það með pósti í ábyrgð- aíbréfi, sem utan á var skrifað nafn og húsnúmer í smástræti í fátækrahverfi fjarlægrar borgar. Hann hafði gert þetta áður og það hafði ávalt glaðnað yfir honum við það, eins og að nokkrum hluta af byrði hans væri létt af honum. En þennan dag fanst honum enginn léttir í því. Lífið var dauft og leið- inlegt, áreynslan þýðingarlaus, þrítugur maður ætti að horfa aftur í tímann með viðkvæmni og von- glaður fram í tímann. K. Le Moyne þorði ekki að Iíta til baka, og hann langaði ekki til þess að horfa fram á við, þar sem etkert beið nema tómleikinn, ár eftir ár. Þótt hann borðaði lítið, var borðsíofna tóm, þegar hann lauk máltíðinni. Hann hafði vanalega eithvað spaugsyrði til Tillie á reiðum höndum, sem hún endurgalt í sömu mynd. En vegna hitans og leiðindanna, tók hann ekki eftir því, að hún var í daufu skapi, fyr en hann stóð upp. “Gengur nokkuð að þér Tillie?” spurði hann. Mér? O-nei. Það eru bara einhver leið- indi í mér, býst eg við.” Það er af hitanum. Hann er voðalegur. Held- urðu ekki að þú gætir fengið einhverja kunningja- stúlku til þess að fara með þer, ef eg sendi þér tvo aðgöngumiða að gamanleik í einhevrjum bak- garði?’ Þakka þér fyrir; en eg held að eg kæri mig ekki um að fara neitt.” Alt í einu beygði hún höfuðið ofan að bakinu á stólnum, sem hún stóð við og fór að gráta. Hann lét hana’gráta dáhtla stund og sagði svo: * Segðu mér nú frá öllu.” Eg er bara dálítið kvíðafull; það er ekkerl annað.” “Við s^ulum sjá, hvort við getum ekki lagað það. Láttu mig heyra hvað er að.” “Eg er slæm manneskja, Mr. Le Moyne.” “Þá er eg rétti maðurinn til að segja það. Eg ^r engin fyrirmynd sjálfur.” Hann lagði handlegginn yfir herðar hennar og lyfti UPP höíðinu á henni, svo að hún horfði framan í hann. Hvernig væn, að við færum nnn í setustofuna og töluðum saman um það? Eg er viss um, að þetta er ekki eins alvarlegt og þú heldur.” Þegar þau komu inn í stofuna, þar sem Schwitt- er hafði um morgunmn lagt sína undarlegu uppá- stungu fyrir hana, sagði hún K. alla söguna. Hann varð mjög alvarlegur á svip. En það versta og syndsamlegasta er það,” sagði hún að lokum, “að mig langar til að fara til hans. Eg get ekki um annað hugsað en það að vera komin út í sveit og að hafa alt reiðubúið og hreint handa honum, þegar hann kæmi inn til þess að borða kvöldmatinn. — Ó, Guð minn góður! Eg hefi altaf verið góð manneskja þangað til núna.” “Eg — eg skil þetta betur en þú heldur. Þú ert ekki slæm. En það er eitt — ” Hvað er það? Komdu með það.” Þú gætir orðið hamingjusöm. Og hvað henni víkur við — hinni konunni hans, þá gerði það henni ekkert ilt. Það er bara, — ef að þið skylduð eign- ast börn.” Eg veit það. Eg hefi hugsað um það. Og mér sem þykir svo fjarska vænt um börn.” “Það er rétt eins og það á að vera. En svo þegar þau fæðast, og það er ekki hægt að gefa þeim neitt föðurnafn — þú skilur það. Eg er ekki að^ halda neina siðferðisprédikun. Það sæti illa á mér. En hamingjan verður ekki bygð á neinum ranginda grundvelli. Það hefir verið reynt áður, Tillie, en það hefir ekki hepnast.” Hann fann til þess að ser hefði mistekist, þegar hann skildi við hana. Hún hafði samþykt það, sem hann sagði, hún vissi, að hánn hefði rétt fyrir sér; hún hafði jafnvel lofað að tala við hann aftur áð- ur en hún afréði nokkuð um þetta. En það var móðurþráin, sem barðist í brjósti hennar á móti öll- um hugleiðingum hans um breytni og siðferði; lög, trú og venjur börðust á móti elsth og sterkustu eð- ishvöt mannkynsins. Það var vonlaus barátta. 11. KAPHTJLI. Miðsumars hitadagarnir liðu hægt og sígandi Brennandi sólargeislarnir skinu inn í milli rimlanna í hlerunum fyrir sjúkrastofugluggunum. Á kvöldin að bænahaldmu Ioknu, foru hjukrunarkonurnar upp á þakið til þess að njóta kvöldsvalans. Á lægri þökunum í kring var fult af sofandi fólki. Krakk- ar sváfu alveg út við brúnir á flötum þökunum, svo að það virtist ekki hættulaust, og fullorðið fólk, karlar og konur, Iágu í alls konar skringilegum stell- ingum. Það var eins og það lægi einhver æsandi erting í loftinu. Jafnvel hjúkrunarkonurnar, sem voru rólegar, þó að þeim liði ílla, voru annaðhvort stutt- ar í spuna eða mæltu ekki orð. Miss Dana, sem var í sömu deild í spítalanum og Sidney, lagðist í vægri hitaveiki, og einn eða tvo daga urðu,þær tvær Sid- ney og Miss Grange, að reyna að komast af ein- hvern vegin með það sem þær þurftu að gera. Sidney vann á við tvær, eða betur; hún hamaðist við að búa um rúmin, og lærði að gefa sjúOingum alkoholböð á sem allra stystum tíma, en með sem mestum árangri. Hún Jafnvel aðstoðaði Iæknana við sjúkravitjanir þeirra, og gat sér mjög góðan orð- stýr. Doktor Ed Wilson hafði sent veika konu inn í deild hennar, og umvitjanir hans voru Sidney sann- arlega hressing. “Hvernig er farið með þig hér?” spurði hann alt í einu einn dag. '*'■ “Ágætlega.” Horfðu beint framan í mig. Þú ert ung og falleg. Sumiar þeirra munu reyna að eyðileggja fegurð þína og æsku. Það er alveg samkvæmt mannlegu eðli. Hefir nokkur reynt að gera það enn?” Hún varð hálf hrædd. Nei, langt ftá því. Það hefir verið heitt og það er náttúrlega Ieiðinlegt að þurfa að segja mér alla skapaða hluti. Eg — eg held að allir hér séu mjög góðir.” Hann rétti fram stóra og dugnaðarlega hendi og tók utan um hönd hennar. Við söknum þín á “strætinu”, sagði hann. “Það er frámunalega dauflegt síðan þú fórst. Joe Drummond gengur ekki fram og aftur um strætið eins og hann gerði áður, það er eitt. Hvað annars var það, sem ykkur bar á milli, Sidney?” ‘Eg vildi ekki giftast honum. Það var alt og sumt. f “Það var ekki svo mjög mikið smáræði. Hann tekur það nærri sér.” Honum var litið framan í hana: — “En það var alveg rétt gert af þér. Gifstu eng- um, nema að þú getir ekki lifað án hans. Það hef- ir verið mín regla, og eg er ógiftur enn.” Hann fór út og gekk út göngin. Hann hafði þekt Sidney alla hennar æfi. Meðan Max var í skóla og í Evrópu, og honum fanst lífið oft tómlegt, hafði hann séð hana vaxa upp. Honum kom ekki til hug- ar, að í huga hennar væri hann skyndilega orðin dýrleg vera, vegna þess, að hann væri bróðir Max; eða að handarsnerting hans væri henni sem blessun og blíðuatlot, vegna þess, að hann ætti heima í húsi, sem Max ætti, og sæti við hans borð og gæti séð hann hvenær sem hann vildi. — Hún hélt náttúr- lega að Max ætti húsið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.