Heimskringla - 10.10.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.10.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WÍNNIPEG, 10. OKTÓBER, 1923 HEIMSKRINGLA 18M) Kaaaar tt I knrjaa aUtTlkaile(l Elgenduri THE VIKÍNG PRESS, LTD. Kl «55 SARGBSNT AVE., WINNIPHQ. Talalaeti N-«&2T Tert bla«alaa er K.N lnaiiarlaa )•>(- M fyrtr fraaa. Atlar barsaalr aaalM rltaaanal MaVataa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. Utaaaakrtft tit btaVataai Hrlmakrlnnla Newn * PnbllahlnK Cn. Lessee of THB TIKIHS PKBSS, Ltl. Bax Itft, wtaalaea. Ilaa. Vtaalahrlft tU rWa»J*raaa EBTTOK ■IIKSKKIItDLA, ■» Mrt Wtaatpec, Maa The ‘Heimskrtnila” is printed and pub- lished hy HeimskrinKla Newa mm* Publishlng Co.. 853-855 Sargent Are Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6687. WINNIPEG, MANITOBA, 10. OKT. 1923 Rekur enn skötu á þyrli. Mikið má það heita, ef fleirum en Heims- kringlu eru ekki farmr að blöskra skötu-rek- arnir á fjörum Lögbergs undanfarið. Blaðinu virðist meðfædd sú ástríða, að ana fram með hverja rökleysu, sem vera vil'l og ætlast til, að tómlt “eysandi uður” orðagjálfurs fylli upp í skörðin, sem á rök- semdafærslunni eru. En að því verður nú blaðinu ekki að minsta kosti í augum þeitra, sem ekki “trúa í blindni.” En aldrei hefir þetta sannast betur á blaðinu, en í seinustu svaragrein þess til Heimskringlu. Byrjar ritstjórinn á því, að það séu nú ekki annað en hálmstráin, sem bjargað geti ritstjóra Heimskringlu frá druknun. Lögberg getur, ef það styrkir það í voninni, reynt að telja sér trú um, að þessi orð séu óskeikulleikinn sjálfur. En til er samt gamall málsháttur, sem hljóðar um það, að “oft standi strá, þegar stór tré faHi”; fari svo að málsháttur sá reynist sannur enn, og að af því leiði vonbrigði fyrir Lögberg, er ekki öðru um það, að kenna, en skorti á glöggskygni blaðsins. í síðustu grein Heimskringlu, segir Lög- berg, að hinu upprunalega umtalsefni hafi verið slept, en þeytt upp moldviðri og ryki til blekkingar. Þessi umrædda grein í Heimskringlu, var svar við hverju því at- riði, er Lögberg sjálft braut upp á í grein sinni vikuna áður. Og af hinu vandræða- lega svari blaðsins nú, er hægt að gera sér alt annað í hugarlund, en að það svar Hkr. hafi verið út í hött. Ef svo hefði verið, hefði Lögbergi ekki reynst eins ókleyft og nú er í ljós komið, að hrekja, þó ekki væri nema eitt einasta atriði í Heimskringlu grein- inni. Lítum þá á þessi síðustu svör Lögbergs. Blaðið byrjar með því, að neita að það hafi kallað Heimskrlu menn heiðingja. I grein sinni 20. sept. ver blaðið alt að því dálki í eintómt blaður um ritstj. Hkr., sem heið ndómspostula og aðra nána aðstandend- ur Heimskringlu sem talsmenn heiðin- dómsins. Ekki getur verið um það að villast, að Lögberg á þar við fleiri en einn, þó að það éti nú þau uramæli ofna í sig. I öðru Iagi neitar blaðið að hafa borið forfeðrum Islendinga óskírlífi á brýn. Samt stendur það svart á hvítu, í grein þess 20. sept., að “óskírlíf og ágirnd séu af- kvæmi heiðinnar.” Blaðið étur því þessi ummæli einnig ofan í sig. I þriðja lagi segir Lögberg í síðustu grein sinni, að það hafi aldrei þakkað sögur Snorra og Ara fróða klaustrum og klerkum En samt er það í sömu andránni að halda fram að kirkjunnar menn hafi flutt ritiistina íslenzku með sér til Islands. Blaðið étur það fyrst ofan í sig, að það hafi haldið þessu fram, en fer svo að reyna að árétta það, eins trúlegt og það er, að prestlingar eða munkar páfans eða erki- biskupinn í Noregi hafi flutt ritlistina í “poka” sínum til íslands og látið þá Ara og Snorra éta hana upp úr poka-opi. Þegar loks kemur að því atriði í grein Hkr., að Snorri hafi ekki verið latínulærður, þá er blaðið fyrst hreinskilið. Það játar hátíðlega að það geti ekki um þetta dæmt, en að það efi að Hkr. fari þar með rétt mál. Og sama hefir blaðið að segja um uppruna norræna kveðskaparins. Það vill ekki fullyrða að hann hafi orðið til í klaustrunum — eða að hann sé kveðinn af mönnum sem ekki þektu á eða í norrænu máli. Bæði þessi atriði hafði Hkr. úr “Minningum feðra vorra”, eftir Sigurð Þórólfsson og kastaði þeim því ekki sem ryki út. En þesis hreinskilni Lögbergs, er samit skammvinn. Þegar það fer að bera í bæti- fláka fyrir vitleysuna, sem það hefir tvisvar áður haldið fram um ætterni Jóns Loftsson- ar, íeynir það nú í þriðja sinni, að halda henni fram með því, að kalla Dr. Guðbrand Vigfússon til vitnis um að Sæmundur fróði hafi verið lang-afi Jóns; segir það standi skýrum stöfum í Oxford útgáfu hans af Sturlungu. Satt er það, að í enska kaflanum sem tekinn er úr formála þeirrar bókar, seg- ir að Sæmundur sé lang-afi Jóns. En nærri má geta, hvort að það er ekki prentvilla í þeim enska kafla, þar sem að í íslenzku ættartölu Sæmundar í þessari sömu bók, er sagt að Sæmundur hafi verið afi Jóns. Þetta stendur í fyrra bindinu af Sturlungu, sem Lögberg vitnar í og sama bindinu og það tekur enska kaflann úr. I seinna bindinu er einnig tafla yfir ætt Sæmundar. Er þar hinu sanna og rétta haldið fram um ætt þessara manna, því nefnilega, að Sæmundur sé afi Jóns Loftssonar. 0’r því farið var að hafa nokkuð eftir Dr. Guðbandi Vigfússyni, virð- ist eins mega hafa það eftir sem rétt er, eins og það sem er auðsæilega prentvilla. því Dr. G. V. kann flestum betur að gera skil á þessu. En með afíri sinni nákvæmni og áreiðan- lei'k, lætur Lögberg sér þetta sæma. I Is- landssögu Jóns Aðils, í Sturlungu, sem gefin var út í Reykjavík, í “Minningum feðra vorra,” og í sjálfri Oxford útgáfu Guðbrand- ar — nema í enska kaflanum — stendur, að börn Sæmundar fróða og Guðrúnar Kol- beinsdóttur Flosasonar lögsögumanns hafi verið Loffcur Iærimeistari í Odda, Eyjólfur spaki, Loðmundur og Þórey. Loftur giftist Þóru, laundóttur Magnúsar konungs ber- fætts. Og sonur þeirra var Jón, sem Lög- berg kallar að hafi á'tt Sæmund fróða fyrir lang-afa og segir Heimskringlu dkki hafa “heimildir fremur en vant er” til að bera á móti. Að Lögberg gat gengið fram hjá öll- um þessum heimildum og hnitmiðað sig á enska frásögn um þetta af því að hún var röng, hvernig sem á því stendur, er eflaust af tilviljun einni sprottið. En Heimskringla veit hvað Lögberg hefði kallað það,-ef hún hefð gert sig seka f þessu. Og eftir þessa dásamlegu vörn fyrir stað- hæfingum sínum, segir svo Lögberg hreikið, að Heimskringla hafi énga vörn fyrir sig að bera, því Lögberg sé búið að hrekja allar ástæður hennar í þessu deilumáli. Það sem Heimskringla hafði í huga, þeg- ar hún hóf máls á þessu efni — sem svo miklum deilum hefir valdið milli blaðanna var það, hve hverfulleiki heilla þjóð^ og stefnu væri mikill. Þegar litið er yfir mann- kynssöguna, stendur þetta svo opið á hverri síðu, að einhver ein þjóð þroskast svo mik- ið örar, en allar samtíða-þjóðir hennar, að hún verður öndvegis þjóðin, kemst upp í það hásæti menningarlega, að aliur heimur- inn lítur upp til hennar. En á miklu styttri tíma heldur en þarf til þess að ná J>essum þroska, er aftur búið að tvístra honum og draga alt flug úr fjöðrum þjóðarinnar — að dreifa henni eða Ioka inni, eða eyða með öll. Saga Austurlanda þjóðanna, sagaGrikkja og Rómverja minna á ekkert ef þær minna ekki á þetta. En einna mest umhugsunar- efni hlýtur Islendingum að vera, að þetta sama átti sér stað um þjóð þá, er þeim stendur næst, —sem þeir eru runnir hold og bein af — norrænu þjóðma. Þeir sjá hana í sögunni eina af hinum yngstu öndvegis þjóð- um heimsins, sem fallin er úr hásæti sínu. Þeir sjá hana í huga sem eina þá glæsileg- ustu þjóð sem uppi hefir verið. Dáð og hreysti og hugrekki prýða sporin, sem hún skyldi eftir við tímans haf. I huganum rísa upp ótal spurningar um það, hvejmig að þetta alt hafi glatast og hvernig að á því standi, að þessi þjóð skuli ekki aftur geta orðið það, sem hún áður var. Annað hvort hlýtur hún, eins og aðrar öndvegis þjóðir, að hafa gleymt hlutverki sínu og köllun, að hafa lagst í sællífi og sukk, eins og Róm- verjar til dæmis og fleiri fornar öndvegis- þjóðiiveða að óvanalega sterk bylgja hefir á henni skollið. Það getur ekki nema um þetta tvent verið að ræða, í sambandi við fall hennar. Hið fyrra vitum við að ekki er ástæðan. Það var ekki sællíf eða svall, þó Lögberg ef til vill haldi það, sem norræu þjóðinni varð að aldurtila sem öndvegis þjóð heims- ins. En hver var þá hin háreista hrönn er að ströndum hennar bar? Það var auðvitað kaþólskan. Þegar sú alda magnaðist og valt norður um Evrópu og alla leið til Norður- landa, þá skjöplaðist norrænu þjóðinni að i veita henni viðnám í fcíma. Óvíst er með öllu að viðnám hefði ekki að gagni komið, ef alt í einu hefði til skarar skriðið. Herskáar voru Suður-Ianda þjóðirnar ekki á móts við Norrænu þjóðina. En það var þessi lempni, eða kænska, sem Suður-landa þjóðirnar beittu, sem norræna þjóðin sá ekki við. Henni leiddist ekki að berjast. En hún leiddi hjá sér þófið. Og meðan að hver land- skikinn eftir annan var vanmn við kaþólsk- una, og hún breiddist þannig út, lét norræna þjóðin sig það Iitlu skifta. Á þann hátt steig kaþólskan fæti inn í fordyrið, og eftir að hún var þangað komin,- varð auðveld- ara að komast inn í húsið. Auður og við- skiftaiíf landanna lenti þannig í hennar höndum. Og það voru hinir síngjörnu Nor- egskonungar, nógu slungnir að sjá, að hag- kvæmara myndi þeim að vera hennar meg- in í bardaganum. Þeir sviku þá sínar forríu norrænu hugsjónir og gerðust eyðileggjar- ar þeirra. Þannig var ganga hins- suðræna boðskapar á Norðurlöndum!. Og því fór þar semfór um norrænuna. Og það var ekkert hætt við, að kaþólsk- an skifti neitt um gang, þegar til Islands kom. Henni var að svo miklu leyti sem hægt var rutt þar til rúmis eins og á Norð- urlöndum. Eins og Noregs konungar sáu sér borgnara á stóli í Noregi með því að að- hyllast hinn nýja sið, eins sáu þeir sér tæki- færi með honum, að ná lýðveldinu á eyjunni litlu í Norðurhöfum á sitt vald. Hvötin til Kristniboðsins þar, var engin önnur en landa ásælni. Og þýðir kristniboð þjóðanna ann- að en það, en þann dag í dag? Er það er- indi ekki aðallega falið í orðinu verzlun? Á Islandi sýndu verkin að minsta kosti ljóst merkin. Ef rekja ætti harmsögu Islands í því sam- bandi, yrði það bæði löng og ljót saga. Eins og kunnugt er, voru ávextir lýðveldis tíma- bilsins á íslandi meiri og fegurri, en þeir hafa nokkru sinni síðan verið, éf tillit er tekið til menningar ástand þess tíma og seinni alda. I löggjöf og stjórn þeirra tíma er margt svo hagkvæmt og fagurt að til fyrirmyndar er, jafnvel nú á tímum. Til dæmis er haldið fram og eflaust réttilega, að lýðveldis- stjórnarskipmnin, eða fyrirkomulagið, sem nú á sér stað út um heim allan, sé ávöxtur fornu löggjafarinnar íslenzku. Og þegar bétur er litið inn í þau Iög forfeðranna, verður þess vart, að þau eru hin vitrustu, frjálsustu og mannúðlegustu lög sem nokkru sinni hafa verið samin. Við skulum minn- ast á eitt algengt atriði, hjónabandslögin. Það hefir af fávísum oft verið illa lagt út, að unga fólkið sjálft fékk ekki að ráða gift- ingu sinni í fornöld. En sannleikurinn er sá, að það fékk að ráða henni, ef ættirnar voru jafn góðar. Ef maður af góðri ætt vildi giftast konu af Iakari aétt, var á móti því haft af foreldrum hans. . Það voru mann- kynbætur, sem þarna áttu sér stað, á svo einfaldan hátt og framkvæmanlegan sem hugsast gat. Þétta atriði er nú orðið að miklu umhugsunarefni viturra manna, en heppileg úrlausn er ófundin á því. Annað var eignafrelsi konunnar. Samkvæmt fornu lögum átti konan helming fjárs hjónanna. Hjónin höfðu aðskilin fjárhag og eigur þeirra voru virtar áður en þau giftust. Konan átti heiman-fylgjuna, mundinn og línféð og arf sinn. Þegar hjónin dóu gekk hlutur hyors um sig tilerfingja þeirra. Kon- an var því sjálfstæð í fjármálum. Eru dæmi til þess, að þær heimtu skkilnað og fjárskifti, ef að menn þeirra breyttu ósann- gjarnlega. Vildu fæstir eiginmenn láta skifta búi og bættu því ráð sitt. Þetta er eitt dæmi af viturleik forfeðranna í stjórn og réttsýni og mannúð. Á mörg fleiri atriði er hægt að benda, sem sanna yf- irburð þeirra, ef farið væri út í það mál ít- arlega. En í þessum áminstu efnum tveim- ur hafa þeir alt til þessa dags verið heimin- um fyrirmynd á hugsjónalega vísu, því þang- að en ekki lengra eru ekki jafnvel fremstu þjóðir heimsins komnar enn. En við þetta mátti þjóðin ekki lengi í friði búa. Ágirnd og ásælni konunganna reiddi upp hramminn gegn varnar- og vopnlaustri þjóð, molaði hið farsæla lýðveldis skipulag í spón og þrengdu öðrum hugsjónum og annari trú inn á iandslýðinn. Og með ka- þólskuna að yfirvarpi gerðu konungarnir þetta. Þjóðinni hnignaði svo við þann hamagang konunganna og klerkanna, að hún seldi útlendu valdi loks í hendur frelsi sitt. Og þá hófst tímabil þeirrar siðspiilingar og kúgimar, sem segja má, að ekki hafi neitt að ráði raiknað fram úr fyr en á 19. öld. Þræla- tökunum sem íslenzka þjóðin var þannig af klerka* og konungavaldi beitt, ætlar Hkr. sér ekki að lýsa. Þá raunasögu geta allir Iesið, sem vilja kynna sér hana í íslandssögu. Þetta hafði Hkr. í huga, þegar hún byrj- sði að minnast á hnignun Norrænunnar. Henni fanst það svo viðurlita mikið, að tung- unni sem eitt sinn var hin útbreiddasta í Evrópu og ávalt verður bin fagrasta og þjóð- inni voldug og fræg, sem hana talaði, skyldi hnekt eins og raun varð á. Og þó að blaðið líti óhýru auga til spellvirkjanna, klerka- og konungsvaldsins fyrir þetta, hélt hún, að það varðaði ekki goðgá, eins og raun ber nú orðið vitni um að Lögbergi fanst það gera. En nokkuð ber til alls. Lög- bergi virbist í fljótu bragði að með þessu væri verið að ráðast á endurbættan og margheflaðan nýtíðar kristindóm. Blaðinu sást yfir það, að kristnin, sem talað er um, að ísland hafi aðhylst eða játað í orði kveðnu árið 1000 á Alþingi, var ekkert ann- að en kaþólska — rómversk-kaþólska með öllum sínum kostum og göllum og kynjum maétti segja, því með henni kom einn sá viðurstyggilegasti dýrlinga átrúnaður til ls- lands sem þekst hefir á Norður- löndum. Máisvari ails þess farg- ans gerðist Lögberg, um leið og það tók að brígsla Heimskringlu um heiðindóm og skurðgoða dýrkun. Þessari kaþólsku dýrð- linga og hmdur-vitna trú, höfn- uðu íslendingar með siðaskiftun- um (1551), þó að lengi eftir þau eymdi eftir af kaþólska átrúnað- inum, eins og lengi eftir kristni- tökuna eymdi eftir af Ásatrú for- feðra vorra, þá smátt og smátt hreinsaðist landið af áhrifum ka- þölskuna og varð frjáls-kristn- ara eftir því sem tímar liðu og heldur að líkindum áfram að verða það. Vísvitandi hefir “Lögberg” ekki aétlað að verða málgagn ka- þókkunnar í eins ógöfugri mynd og hún birtist í fyrir 1000 árum síðan, eða á miðöldunum. En þann stimpil höfir það nú á sig sett, að vísu, óviljandi af skamm- sýni að líkindum, um leið og blaðið kallaði ritstjóra Heims- kringlu heiðingja postula fyrir að ijunnast á hnignun lands og þjóð- ar og tungu á kirkju- konungs og einveldis og einokunar tímabilun- um, sem frá 13. öld og fram að hinni 19. héldu landinu í heljar- greipum sínum. En trúarsiðirnir hafa sem bet- ur fer verið hreinsaðir á íslandi af þessum “suðræna náðar boð- ) skap”, sem Lögberg er nú að | ,era skjöld fyrir. Og þjóðin | heima hefir verið að rannsaka j sjálfa sig til þess að reyna að þekkja sjálfa sig. Og hvert lít- ur hún eftir mannlkostum sínum? Hún lítur fram til lýðveldis tíma- bilsins. Þar finnur hún þær fyr- irmyndir í dáð og hugrekki og þrótti, mannúð og mannviti, frelsi og frægð, sem lyft geta henni ennþá. Hún verður þessa ekki eins vör á kirkju- eða konungs- valds tímabilinu. Og það er von- in, að úr því að þjóðin er einu sinni byrjuð á framfara starfi sínu á svo heilbrigðum grundvelli, að það verði henni til eflingar og • þroska, og að þjóðin verði aftur það sem hún áður var, öndvegis- þjóð heimsins, og að tunga henn- ar verði atftur töluð víða um Iönd. Skyldi Heimskringla nú vera sek um guðlast og heiðindóm fyrir, að hafa vakið máls á því, að Vestur-Islendingar innu aö þessu sama takmaríci og landar heima? Það var mergur’a i í greininni “Einangrun”, sem Lög- j berg tók í byrjun að ausa auri og heldur enn áfram. Af því sem I bæði nú og áður hefir verið sagt, sézt at hverju sú einangrun nor- rænunnar úti á Islandi stafaði. Hún stafaið af ágirnd, mannúðar- leysi, ófrelsi og táldrægni klerka- valdsins kaþólska á miðöldunum. Það átti með því að drepa nor- ræna rú, r.orræna tungu og noi- rænan anda og áhrif. En það tókst ekki úti á íslandi tii fulls, þó grimd og ósvífni bristi ekki til þess og undirferli. Island bjargaði henni, þrátt fyrir allar tilraunir klerkanna á íslandi og konung- anna í Noregi og einkum þó í Danmörku. Meðaij landið laut Noregs konungum, héldust sam- göngur uppi og norræn tunga átti þá griðland víðar en á íslandi. En éftir að það komst undir Dan- mörku, var öllu sambandi slitið við Island. íslendingar máttu ekki verzla við Noreg, eins og að undanförnu og beinast lá við. “Þeir voru því afræktir meir og | meir og emangraðir í norður höf- um. — — Samgöngurnar urðu mjög stopular, utanferðir leggj- ast niður og árum saman vissu menn ógerla hverju fram fór á Islandi”, segir í Islandssögu J. J. A. um það, er landið gekk Dan- mörku á hönd. Hnignunin, sem norrænan varð fyrir vegna þessa, er auðsæ. En þetta segir Lög- berg að hafi bjargað norrænunni. Skyldi það ekki háfa aukið veg og gengi enskunnar ef hún hefði verið einangruð heima á Eng- landi? Vegna þess að Englenrí- ingar gerðu það ekki, er enskan nú útbreiddasta tunga heimsins, og enska þjóðin hin voldugasta þjóð heimsins. Og á miðöldun- um virtust skilyrðin í sannleika engu minni fyrjr norrænuna og norræna þjóð að verða það á- fram, eins og lengi hafði áður verið. Dodd’s nýmap illur eru bezta nvrnameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nvfunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. •r S2.50, og fást hjá öUum lyfsöl- ura eða frá'The Dodd’s Medtcio* Co.. Ltd.t Toronto, OnL Ókvæðis orðum Lögbergs um Ásta-trú, eða það að hún hafi ekki haft annað en hernað og manndráp fyrir augum, þarf varla að svara. Það voru fyrst og fremst ásta-trúar mennirnir, sem landslög sömdu um að ráða mál- um til lýkta á friðsaman hátt. Og að bregða þeim um hemað og manndráp á þessum verstu og mestu hernaðar og manndráps- tímum, lýsir bæði skammsýni og óskammfeilni. Hernaður og strfð hefir hvorki fyr né síðar í sög- unm verið á hærra stigi en nú, og undirferli og svikin í sambandi við þau aldrei gífurlegri. Stríð- in áður báru, þó ill væru, nokk- urn vott mannslkapar; nú bera þau aðeins vott uml fjandskap mannanna. Ásatrúin var ekki fláttskapar- trú. Hún var bygð á mannviti og þykkingu á mönnunum. Hún minnir á þá skoðun Sókratesar, að það sem mönnum ríður mest á sé að þekkja sjálfa sig. Sam- band hennar við mannlífið var mjög náið og þó vahtar ekki há- fleygið, og hugsjónirnar og góð- ar fyrirmyndir. Og þær hug- sjónir eru engin blekking. Þær voru hreinar og hvftar sem mjöll- in og sannar. Og af þeim spratt hreinlyndið norræna og dreng- lundin. Margt úr viðureigninni við klerkana á íslandi minnir á hve ásatrúar mönnum fanst ka- þólskan sneidd þessu. Hér er dæmi af því. Þegar Friðrekur biskup og Þorvaldur víðförli voru að skíra Atla hinn ramma Eilifsson föðurbróður Þorvaldar, er sagt að ásatrúarmenn hafi kveðið þessa vísu: Hefir börn borið biskup níu. Þeirra er allra Þorvaldur faðir. Um vísu þessa segir Bjöfn M. Ólsen: “I þessari vísu er orða- leikur. Beinast liggur við að skilja hana sem klúr brigslyrði. En um leið felst undir orðunumi skop um skírnina og hugmynd krist- inna (þ. e. kaþólskan) manna um guðsifjar. Það mátti segja um biskup, að hann “bæri” þau börn, sem hann hóf að skírnar- brunni, og um Þorvald, að hann væri andlegur faðir eða guðfaðir þeirra, er hann var skírnar vott- ur. Heiðnum mönnum hefir þótt það hlægilegt, að nökkur skyldi vera talinn faðir barnsins annar en sá, sem var það í raun og veru”! Hér er aðeins um líking- ar mál að ræða. En svo smellið er það, að það, eins og margt annað hjá hinum vitru forfeðr- um íslendinga, er vel þess vert, að íhugað sé enn á tilsvarandi sviði af nútíðar mönnum. Nei — Heimskringla getur ekki og mun ékki þegja við því, að ættfeður Islendinga séu kallaðir hugsjónalaus, táplaus og trúlaus úrþvætti. Ekki getur hún heldur kyst á þann vönd- inn sem lemja átti nor- rænuna til dauðs með. Afstaða Vestur-Islendinga er einmitt sú nú, að það má sízt við því, að tengitaugarnar við norrænt eðli og norrænt eða íslenzkt mál, séu í nokkru lamaðar. Ástæða virðist heldur ekki nein til þess. Kanni Islendingar eðli sitt hér, hljóta þeir að komast að raun um, að lífsþróttur þess er mikill.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.