Heimskringla - 09.01.1924, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.01.1924, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JANOAR, 1923, K Eftir Mary Roberts Rinehart. Bifreiðin snéri út af veginum og inn á götuna heim til Schwitters og nam staðar fyrir framan húsið Svalirnar fram af dyrunum voru fullar af smáborð- um og yfir þeim héngu raðir af rafmagnsljósum, sem var komið fyrir innan í japönskum pappírsljós- Jcerum. Þótt þetta væri í miðri viku var margt fólk þarna. Borð voru sett út á flötina undir trjánum. Þegar Wilson sá hversu margir voru þar, ók hann bifreiðinni aftur í húsagarðinn og kom henni þar á þentugan stað. ; “Það er ekki vert að eiga neitt á hættu,” sagði hann við hana, sem sat hreyfingarlaus við hlið hans. “Við getum gengið til baka og náð í borð undir trjánum eins langt og við getunm frá þess- um óhræsis ljóskenun. bíún riðaði ofurlítið á fótunum, er hann hjálp- aði henni út úr bifreiðinni. “Ertu veik?” “Mig svimar dálítið. Það batnar strax. I Hún var náföl í framan. Hann vorkendi henni. Hún studdi sig við handlegginn á honum og lá nokk- uð þungt á honum meðan þau gengu heim að húsinu. Ilmvatnslyktin, sem hafði næstum svifið á hann, eins og áfengur drykkur, hafði nú naumast nokkur áhrif hann. Bak við húsið sleit hún sig lausa af honum og gekk á undan honum fram fyrir það. Hún valdi endann á svölunum, sem hentugasta staðinn til þess að falla í ómegin, og þar datt hún afturábak eins og steinn. I Það varð dálítill ys meðal þeirra sem næstir sátu. Gestirnir voru of mikið að hugsa um sjálfa sig til þess að verta því mjög mikla eftirtekt. Hún opnaði augun strax og hún var dottinn og bað um að láta bera sig inn í húsið. Hún vildi koma í veg fyrir a'lla nánari athugun þarna, og hún vissi vel, að Wil- son mundi fljótt komast að því að þetta væri upp- gerð. "Mér er mikið ilt”, sagði hún, og föla andlitið á henni bar vott um, að það mundi vera satt. ) Scihwitter og Bill báru hana upp á lofti og inti í eitt hefbergið þar. Sohwitter var sem á glóðum. Hann var dauðhræddur við svona tilfelli og lögregl- una. Þeir lögðu hana á rúmið og hattinn hennar við hliðina á henni. Wilson fletti niður glófaerminni og þreyfaði á slagæðinni. “Það er læknir í næsta bæ”, sagði Schwitter. Eg ætlaoi að fara að senda eftir honum hvort sem var i— konunni minni líður ekki vel.” “Eg er læknir.” “Er það nokkuð alvarlegt?” “Ekkert alvarlegt.” Hann lokaði hurðinni á eftir húsráðandanum, sem varð feginn er hann heyrði þetta, og gekk svo aftur til Carlottu og horfði á hana. “Til hvers gerðirðu þetta?” “Hvað?” “Þú varst ekki vitund nær yfirliði en eg.” Hún lokaði augunum. “Eg man ekki eftir því. Mér sortnaði fyrir augum. Ljósin —” Hann gekk í hægðum sínum yfir herbergisgólf- ið og fór út og Iokaði hurðinni á eftir sér. Hann sá hættuna, sem yfir sér vofði. |Efl hún skyldi halda því fram, að hún væri veik og gæti ekki far- íð heim aftur, þá kæmist alt upp og þá væri úti um alt. Veitingahús Sshwitters væri einmitt versti staðurinn. Schwitter varð hughægra er hann var kominn ofan. Stúlkunni væri bara svolítið ilt, hugsaði hann. Hér væri ekkert fyrir lögregluna að reka nefið inn í. Hann leit á úrið. Læknirinn ætti að vera kominn. f>að hafði alt borið bráðar að, en búist hafði verið við. Jafnvel hjúkrunarkonan var ókomm enn. lillie var ein í herbergi sínu í hlöðunni. Hann leit *yfir herbergin, sem voru full af fólki og svalirnar, Jw sem fólk var að skemta sér, að því fanst, þótt sú skemtun væri aum, og hann fann til megnasta haturs og viðbjóðs á því öllu saman. Ennþá kom bifreið. Ætluðu þær aldrei að hætta að koma? En það gæti verið læknirinn. i Ungur maður tróð sér í gegnunrt mannþröngina iog staðnæmdist fyrir framan hann. “Karlmaður og kvenmaður nýkomin hingað — hún hvítklædd. — Hvar eru þau?” sagði hann. Það var þá eitthvað á seyði! “Upp á lofti í fyrsta herbergi til hægri”. Tenn- fcimar í honum glömruðu saman. Maður skæri upp eins og maður sáði. Joe fór upp stigann. Hann mætti Wilson efst í stiganum. Hann skaut á hann. án þess að segja leitt einasta orð, sá hann rétta upp báðar hendur og detta afturábak, fyrst upp að veggnum, svo á gólfið. Samtalið á svölunum niðri hætti skyndilega. Joe stakk skambyssunni í vasa sinn og gekk ofan með hægð. Menn viku til beggja hliða og hleyptu hon- umi framhjá. Carlotta hnípti skjálfandi í herberginu og þorði ekki að opna dyrnar; hún hlustaði og heyrði bif- reið fara af stað út á veginn. 25. KAPITULI. Kvöldið, semí Wilson læknir var skotinn í veit- ingahúsi Schwitters fór fram uppskurður í spítal- anum. Sidney var búin að skrifa upp það sem hún hafði skrifað niður undir fyrirlestrinum, og var háttuð og sofnuð, þegar hún fékk strangleg boð, að koma í uppskurðarstofuna. Hún klæddi sig í snatri. Þessi barátta við dauðann á nóttunni vöktu hjá hfenni löngun til þess að berjast. Henni fanst stundum sem hún gæti knúð Irfið sjálft, með eint- tómu viljaþreki, inn í deyjandi líkama. Nasir hennar þöndust út af örum andardætti, og heilinn starfaði með flughraða eins og vél. Hún fékk vel verðskuldað lof þessa nótt. “Lambið” sínrtaði í allar áttir í mesta óðagæti, en Wilson fanst hvergi. Annar spítálalæknir var þá kallaður. Hann veitti Sidney nána athygli — fann hvað hún var dugleg, sá kosti hennar; og þegar öllu var Iokið, sagði hann henni það sem honum var í huga. “Gerðu þig ekki alveg uppgefna, stúlka mín”, sagði hann alvarlega. “Við þurfum fleiri, sem eru eins og þú. Þú hefir gert vel í kvöld, ágætlega. Eg vildi bara að við hefðum fleiri líkar þér.” Uppskurðinum var lokið um miðnætti og hjúkr- unarkonan, sem hafði eftirlit með verkinu, sendi Sidney burt svo hún gæti farið að hátta. Það var “lambið”, sem fékk fyrst fréttina um hvað hefði komið fyrir Wrlson. En þar sem hann var ekki mjög skarpur, þegar bezt lét, og þar sem fregnin var svo ótrúleg, vildi hann alls ekki trúa sínum eigin eyrum fyrst í stað. “Hver er við símann?” “Það skiftir engu. Eg heiti Le Moyne. Komdú boðunum til doktors Ed Wilsons undir eins. Við er- um að Ieggja af stað til bæjarins.” i “Segðu mér það aftur. Eg má ekki láta þetta fara í handaskolum fyrir mér. “Doktor Wilson skurðlæknirinn, hefir verið skotinn.” Orðin komu hægt og greinilega. Kallaðu saman læknana og hafðu herbergi til reiðu. Hafðu uppskurðarstofuna líka tilbúna.” “Lambið” vaknaði til fullrar meðvitundar um hvað hefði skeð, og fór óðar að vekja aðra. Hann var ekki vel skýr og doktor Ed Wilson heyrist hann segja, að Le Moyne hefði verið skotinn, og hann komst ekki að því rétta fyr en hann kom í spítal- ann. “Hvar er hann?” spurði hann. Honum var vel komið fyrir hann. “Ekki kominn enn. Einhver Mr. Le Moyne er að koma með hann. Læknarnir eru allir í stjórn- arnefnda herberginu.” “En — hver var þá skotinn? Eg hélt, að þú hefðir sagt — Lambið fölnaði upp, en herti upp hugann. “Mér þykir það slæmt — Eg hélt að þú hefð- ir skilið. Eg hdld að það sé ekki neitt hættulegt. Það er doktor Max. Doktor Ed, sem var þungur og nokkuð farinn að eldast, lét fallast niður á stól. Hann hafði kom- íð með töskuna með sér af vana. Hann setti hana niður á gólfið hjá sér og vætti á sér varirnar. “Er hann lifandi?” “Já, já. Mér skildist að Xe Moyne héldi að það Væri ekki hættulegf.” Hann Iaug þessu, og doktor Ed vissi að það var lygi. “Lambið” stóð við dyrnar og doktor Ed sat og beið. Klukkan í skrifstofunni var hálf fjögur. Fyr- irutan gluggana var næturlíf borgarinnar á ferð- inni — Ieiguvagnar fullir af hávaðamönnum, kven- sniftir, sem læddust meðfram húsunum; flutnings- vagn hlaðinn stálteinum, svo þungur að byggingin nötraði, er hann fór fram hjá með skrölti og gaura- gangi. Doktor Ed sat og beið. Taskan með háls- gjörðinni af hundinum sem var löngu dauður, stóð á gólfinu. Hann hugsaði um margt, en einkum um loforðið, sem hann hafði gefið móður sinni. Hann gleymdi göllum bróður síns, en mintist allra kosta hans — glaðsinnis hans, hugrekkis og afreka í lækn- islistinni. Hann mintist dagsins, er Max hafði gert Edwards uppskurðnn og þess hve stoltu hann hefði þá verið af honum. Hann taldi sanrtan hve mörg ár hann hefði lifað — ekki full þrjátíu og eitt enn, og nú væri hann máske — hann hætti að hugsa og kaldir svitadropar stóðu á enninu á honum. “Eg held eg heyri til þeirra núna,” sagði “lamlbið” og vék sér til hliðar, til þess að hann gæti komist út um dyrnar. Carlotta var kyr í herberginu meðan læknarn- ir töluðu saman um hvað gera ætti. Það var sem engan furðaði neitt á því, að hún væri þar eða tæki neitt eftir henni. Læknarnir stóðu alveg ráða- lausir. Þeir færðu sig til, svo að doktor Ed gæti komist að rúminu, og færðu sig svo aftur saman í þéttan hóp. Carlotta beið og hélt hendinni fyrir munninn, til þess að reka ekki upp hljóð. Þeir hlytu að reyna að skera hann upp; þeir myndu ekki láta hann deyja svona. Hún varð hamslaust, þegar hún sá þá fara frá rúminu og vissi að þeir ætluðu ekki að reyna Uþp- skurð; hún stóð fyrir hurðinni og brá þeinrt um hug- leysi og ögraði þeim. “Haldið þið, að hann léti nokkurn ykkar deyja svona?” hrópaði hún. “Á hann að deyja eins og meiddur hundur, án þess að þið hreyfið hönd eða fót til að bjarga honum. Einn læknirinn, Pfeiffer að nafni, dró hana með sér út úr herberginu og reyndi að koma fyrir hana vitinu. “Það er ekki nokkur von,” sagði hann. “Þú veizt að við myndum reyna uppskurð, ef það væri til nokkurs.” Læknarnir gengu vonlausir niður stigann og fóru inn í reykingastofuna og byrjuðu að reykja. Þeir vissu ekki hvað annað þeir ættu að gera. Þeim var sent. kaffi þangað niður og þeir drukku það. Doktor Ed varð eftir í herberginu hjá bróður sín- um og talaði í hljóði við sjálfan sig, eins og hann væri að tala við móður þeirra. Hann sagðist hafa reynt að gera Mzix að manni, en nú myndi hún verða að taka við. K. hafði komið með doktor Wilson í spítalann og læknirinn, sem hafði verið sóttur til TiHie, hafði komið með honum, er hann hafði fundið, að sín væri ekki þörf þar í bráð. Hann hafði talið sjálf- sagt á leiðinnni að K. væri líka læknir og hafði Iánað honum innspýtingaráhöld sín. Hann saknaði hans í reykingarstofunni og spurði eftir honum. “Eg sé ekki manninn sem kom með okkur. Skolli laginn náungi! Mér þætti gaman að vita hvað hann heitir. * Læknarnir vissu það ekki. K. sat einn á bekk í spítalaganginum. Hann var að hugsa um, hver mundli segja Sidney frá þessu, og hann vonaði, að fólk yrði nærgætið við hana. Hann sat í krók, þar sem skuggsýnt var, og beið. Hann vildi ekki fara heim og skilja hana eftir fil þess að taka á mótí því sem gæti beðið hennar Það væri ekki óhugsandi, fanst honum, að hún spyrði eftir sér, og þá vildi hann vera nálægt. Hann sat þarna á bekknunv í skugganum. Vðku- maðurinn gekk tvisvar fram hjá honum og horfði á hann. Loksins bað hann K. að gæta að dyrunum fyrir sig meðan hann væri að fá sér kaffi. “Einn af spítalalæknunum meiddist”, sagði hann til út- skýringar. Ef eg næ ekki í kaffið núna, þá verður það alt búið.” K. lofaði honum að hann skyldi Iíta eftir dyr- unum. Síðasta neyðarúrræðið flaug í hug Carlottu. Henni hafði ekki dottið það í hug áður, og nú var hún hissa á því, hvers vegna sér hefði dottið það ekki fyr í hug. Ef aðeins að hún gæti fundið hann og hann vildi gera það! Hún skyldi leggjast á hné fyrir framan hann — hún skyldi segja honum alt, ef aðeins hann vildi gera það sem hún bæði um. En þegar hún fann hann á bekknum, gekk hún fram hjá honum. Hún var dauðhrædd um, að hann færi burt, ef hún Iegði uppástungu sína fyrst fyrir hann. Hann vildi hreint ekki láta komast upp hver hann væri. Hún fór þess vegna fyrst til læknanna. Þeir voru hugrakkir menn og hikuðu aðeins við að gera það sem var, að þeirra áliti, gagnslaust verk. Eini maðurinn meðal þeirra sem hefði getað gert svona erfiðan uppskurð og gert sér nokkra von um, að sér myndi takast það, lá fyrir dauðanum. Hver ein- asti þéirra var meira en fús til þess að gera alt sem hann gæt,i en það myndi ekki duga hér. “Það væri Edwardes uppskurðurinn, sem gera þyrfti?” spurði Carlotta. Læknarnir voru steinhissa. Það var alveg ó- heyrt, að hjúkrunarkona hagaði sér svona. Einn þeirra — Pfeiffer aftur af tilviljun — svaraði held- ur stirðlega. “Eg býzt við að það væri, ef um uppskurð væri að ræða.” “Myndi doktor Edwardes sjáffur geta gert nokk- uð?” Þetta var nokkuð langt gengið. “Ef til vill. Möguleikarnir eru eins og einn á móti þúsundi. En Edwardes er dauður. Hvernig kom þetta fyrir, Miss Harrison?” Hún svaraði ekki spurningunni. Andlit hennar var náfölt, nema þar sem vottaði enn fyrir r^uð- urp andlitslit, og það voru rauðir hringir kringum augun. “Doktor Edwardes situr núna á bekk hér frammí í ganginum”! hrópaði hún. Hún talaði hátt og K. heyrði hvað hún sagði, og lyfti upp höfðinu. Hann var hálfþreyttur og hon- um stóð á sama. Það var komið sem komið var. Hann yrði aftur að taka á sig verk sitt. Stúlkan hafði sagt til hans. Doktor Ed hafði sent eftir Sidney. Max var enn- þá meðvitunarlaus. Ed mundi etfir henni fyrst, er hann fór að rekja í huga sér æfi bróður síns frá því hann var barn þangað til hann varð fullorðinn mað- ur og fram á þennan dag, þegar hún virtist vera að enda kominn. Hann mundi eftir því, að Meix hefði þótt vænt uffl Sidney. Og hann hafði vonað að hún tæki hann að sér, og gerði það fyrir hann, sem sér hefði verið um nrtegn að gera. Sidney var kölluð. Hún hélt að þetta væri annar uppskurður og hún var dálítið þreytt. En kjarkurinn var óbilandi. Hún þvingaði sig til þess að koma skónum á þreytta fæturna og þvoði andlitið á sér úr köldu vatni, til þess að verða betur vakandi. Vökumaðurinn var í ganginum. Honum þótti vænt um Sidney; hún brosti þegar hann sá hana, og þegar hann vakti hjúkrunarkonurnar klukkan sex á morgnana, var rödd hennar ávalt þægileg. Nú stóð hann í ganginum og hélt á bolla af volgu kaffi. Hann var gamall og sjóndaufur og ekki sem þrifa- legastur — en hann hafði hugboð um ástir hennar. “Kafif! Handa mér?” Hún var forviða. “Drektu það. Þ,ú hefir ekki sofið mikið.” Hún tók við kaffinu, en horfði á hann yfir baim- inn á bollanum. “Það er eithvað að, pabbi/.’ Meðal hjúkrunarkvennanna gekk hann undir þvf nafni. Hann hafði heitið öðru nafni en það vai* horfið í gleymskunanr haf. “Drektu kaffið.” Hún lauk úr bollanum, þótt hún væri ekki laus við óróleika út af því að tefjast. Vökumaðurinn var ekki vanur að veita hjúkrunarkonunum mikla athygli, og þegar hann gerði það, varð að sýna honum viðeigandi virðingu. “Geturðu þolað slæmar fréttir?” Þótt undarlegt væri, datt henni K. fyrst í hug. “Það hefir viljað til slys. Doktor Wilson —• ” “Hvor þeirra?” “Doktor Max meiddist. Það er ekki mikið, en eg hélt að þú vildir vita um það.” • “Hvar er hann?” “Niðri í númer 1 7.” Hún fór ein niður og mn í herbergið, þar senrt doktor Ed sat, með töskuna á gólfinu við hliðina á sér, og starði á beinann líkamann, sem lá í rúminu. Þegar 'hann sá Sidney, stóð hann upp og lagði hand- legginn utan um hana. Hún las sannleikann út úr augunuml á honum áður en hann sagði orð. Hún hlustaði á það, sem hann sagði. Hún hugsaði að- eins um það eitt, að elskhugi hennar lægi þar deyjandi, svo nálægt henni, að hún þyrfti ekki ann- að en að rétta út höndina til þess að snerta hann, en þó svo langt frá henni að 'hvorki rödd hennar né nokkurt ástaratlot gæti náð til hans. Síðar myndi hún spyrja að orsökum. Nú gat hún aðeins staðið með hjálp doktor Ed og biðið. Bara að þeir vildu reyna að gera eitthvað!” Rödd hennar lét undarlega í eyrum hennar sjálfrar. “Það er ekkert hægt að gera.” Það fanst henni að hlyti að vera rangt. Hurðm var opnuð og spítalalæknamir komu inn. Áður höfðu þeir verið seinir í hreyfingum og gengið niðurlútir, en nú gengu þeir hratt eins og menn, sem hafa ákveðinn ásetning. Með þeim var hár maður í hvítri treyju. Hann skipaði þeim að gera þetta og hitt, eins og þeir væru börn, og þeir flýttu sér að gera eins og hann sagði þeim. Fyrst í stað vissi Sideny aðeins það, að nú átti að gera eitthvað — hái maðunnn ætlaði að gera eitthvað. Hann snéri bakinu að henni og skipaði fyrir. Deyfð aðgerðaleysisins var horfin, og hver keptist við annan. Hjúkrunarkonurnar komust ekki að, því læknarnir gerðu þeirra verk; þeir ýttu hver öðrumi frá, því allir vildu vera næstir. “Lambið” sagði Sidney fá hvað stæði til. Doktor Ed hafði dregist ínn í læknahópinn, og hún stóð ein og studdi enninu á stólbak. “Nú verður eitthvað gert, Miss Page”, sagði “Lambið”. “Hvað ætla þeir að gera?” “Þeir ætla að ná kúlunni. Veiztu hver ætlar að gera það?” Undrunm og vonir sem fyltu alla er þarna voru inni, lágu í rödd hans. “Hefir þú nokkurn tíma heyrt getið um Edwrdes skurðlækninn fræga — þú kannast við Edwardes uppskurðinn. Hann er 'hér. Já, það gengur næst kraftaverki. Þeir fundu hann sitjandi á bekk niðri í ganginum.” Sidney leit upp en hún gat ekki séð þennan Edwardes, sem hafði fundist á svona undursam- legan hátt. Hún sá andht spítalalæknanna, sem hún þekti vel, og andlitið á koddanum, og — hún rak upp lágt undrunar óp — þarna var K.! En hvað það væri líkt honum að vera þar, hann væri ^vaft þar sem einhver ætti bágt. Það komu tár fram í augu hennar. Það voru fyrstu tárin, sem hún grét út af þessu slysi. Hann leit upp og sá hann, rétt eins og að augu hennar hefðu dregið til sín athygli 'hans. Hann gekk strax til hennar. Hinir læknarnir viku frá, til þess að hann gæti komist, og horfðu á eftir honum. Undrun þeirra yfir því, sem) fyrir hafði komið fór vaxandi. , < K. nam staðar við hliðma á Sidney og horfði á 'hana. Það var sem hann væri orðlaus fyrst í stað, svo sagði hann: Það er aðeins einn möguleiki, góða mín. Reiddu þig ekki of mikið á hann.” “Eg verð að reiða mig á hann, annars dey eg”. Hafi honum brugðið, þá var það svo lítið að enginn varð þess var. “Eg ætla ekki að biðja þig um að fara aftur til heébergis þíns. Ef þú vilt bíða einhversstaðar nálægt skal eg sjá um að þú verðir látin vita und- ir eins.” “Eg ætla þá að bíða í uppskurðarstofunni.” “Nei, ekki þar, heldur einhversstaðar nær.” Rödd hans, sem var einbeitt, sefaði hana. En hún kunni iila við að hann væri að skipa sér. Hún var ekki með sjálfri sér vegna áreynslunnar og þreytu. “Eg skal spyrja doktor Edwardes”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.