Heimskringla - 30.01.1924, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.01.1924, Blaðsíða 1
ROYAt, CftowN 3«ndl3 aftir verisnsta tll Kofel Crown Soap Litd. $64 Maln St„ Winnlpsg. Verðlarai gefhi fyrir Coupous •g umbúðir Verólana gefia fyrir ROYAt, CROWN Coopem SOAP og umbúðir SenditS eftlr verttllsta tll Ktoyal Crown Soap Ltd. 854 Main St., Winnlpeg:. XXXVIII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 30. JANÚAR, 1923Í.. NÚMER 18. \ Tvær kveðnar kveðjur Ásgeir Lindal. Útlendinginn, ýtar skóla-smognir Að því spurðu: “Hvar gekst þú í skóla?” — Þeir sem lærdóm hefja á hsastu stóla - Seztir fyrir svörum þínum bognir. Trygð þín var, til vina þinna traust: Vits og freisis, bermælts sannleiks. Góðum Föðurlands þíns sagna-list og ljóðum Gafst þú flesta frístund, sem þú hlauzt. \ Vildir þar að vinna, sem þú gazt — Vel þú unnir líka fegurðinni Kringum þig, í allri útlegð þinni. — Eigin reipum baggana þína bazt. í göngulok að grafar hvílustað í>ó getum ei hrópað: Alt er fullkomnað! Vilji og óskir okkar, mæti mannsins gera — Réttlætið ef eitt sinn skildi úr máli skera. Því hvað sem nú telst hnjóður eða sæmd, Og hvernig sem vor stundar-iðja er dæmd: Var hver okkar það, sem þráði ’ann mest að rera. i < Jón frá Sleðbrjót. r. ’ - - í ferhendunum fornu, Jón, Eg flyt þér kveðju mína! Því sérhver landhelg list um Frón Var ljós á götu þína. Þér smátt sem stórt, varð “yndið alt”, 1 Sem efldi og gladdi lýði. Þú fanst: hvert orð og afrek snjalt Varð ættjörð þinni að prýði. Og það er Islands hæsta hrós: í hugarsjón og ritum, Að eiga þessi augun ljós í alþýðunnar vitum, Frá lágu bónda-sæti er sjá ’ Um sýna veröld alla, 1 sVeitar-þröng og hömlum hjá: Hvert hafsins straumar falla. ) XJg þú varst einn af þessum, Jón, Sem þjóða skildir verkin, Og hvessa árdags-augna sjón Langt inní stefnumerkin —' Með fögnuð alt þú lagðir lið Þitt listum, sannleik, frelsi. Þó tryðir, að yrði beðin bið, v Unz bristi sérhvert helsi. En, þó að hverfi myndin manns — Og minning jafnvel — frá oss, Öll velvildin og vitið hans Mun verða eftir hjá oss, Sem betri tíða auki er 1 átt til marksins hærra. — Þó ísland sýnist eiga hér Nú einum drengnum færra. 1924 Stephan G. Canada. MANITOBA ÞINGIÐ. Mánud. 21. jan. Það hafa marg- ir reynt þann sannleika, að það er verst að vakna á mánudags- mor.gna- Hversu guðrækilega sem menn breyta helgidagana, laugar- daginn og sunnudaginn, er þreyt- an oftast mest að morgni fyrsta vinnudags vikunnar. Þetta sann- aðist á þingmönnunum. Þeir vökn- uðu seint til starfa sinna þennan dag. Það var á áttunda tíma að kvöldinu, er fyrsta ræðan var hyrj- uð og nærri niu var klukkan þeg- ar henni lauk. Það var Sanford Evans er flutti hana. Var hún niðurlagið á ræðunni frá föstu- daginum. Að efni til var hún end- urminning, hugljúfur draumur um liðna /tíð, mn Roblinstjórnina! Sjáið búnaðarskólan, talsímakerf- ið, og meðferð hennar á verðbréf- um og opinberu fé! Hve meist- arlega henni fórst alt úr hendi! ó, Boblin stjórnin! — ó, Roblin stjórnin! Ræðumaður starði á myndirnar á veggjum þingsalsins, eins og hann væri að tala við þær- Hann var svo hrifinn af umræðuefn inu, að ekki var laust við að tár trítluðu niður kinnarnar. Flestum, er á hann hlýddu, virtist líða svip- að og þeir sætu undir langri og )leiðinlegri kirkju prédikun. Bayley og fleiri skrifuðu hvíldarlaust. Black tók bezt oftir ræðunni og þurfti að spyrja spurninga: ‘Var það 1914 eða 1915?” Þag var 1915. SPjármálaráðherran skrifaði það niður og hýrnaði um leið á svip. Þegar Evans settist niður, var sem fargi væri létt af áheyr- endunum- Þeir réttu úr sér í sæt- unum, — litu í kring um sig, hóst- uðu, snýttu sér og reyndu með þruski nokkru að láta sér líða vel. Þá talaði dómsmálaráðherra Craig, með frumvarpi stjórnarinn- ar um hlutfallskosningar í sveitum úti. Hann hvað lagabót þessa nauðsynlega og rakti kosninga fyr- irkomulag margra landa í því sam- bandi. Var ræða hans ítarleg og mælti vel með frumvarpinu. Þriðjud. 22- jan. Taylor, Downes og Earmer töluðu. 411ir ^gagn- rýndu þeir gerðir stjórnarinnar. Taylor, fyrir að stjórnarformaður- vildi ekki birta það, er honum og fylkisstjóra fór á milli. Downes fyrir tekjuskatts-frumvarpið. Vildi hann að sá skattur væri úr lögum numinn- Honum þótti og stjórnin sein að svara spurningum sínuon um vínsöluna. En Black fræddi hann á því, að um slíkt gæti hann fræðst er fjárrri ál ai-e i kn ingarni r væru birtir, sem' yrði bráðlega. Earmer mælti á mlóti skýringu Craigs á fDimvarpinu um hlut- fallskosningar. Hann sagði, að honum hefði gleymst að geta þesis að frumvarpið kæmi ekki að nein- um notum, ef þrfr eða fleiri flokk- ar sæktu um kosningu, vegna þess, að bændasinni t. d. gæti ekki gef- ið íhaldsmanni eða frjálslyndum annag val sitt, því með slíku gæti hann unnið á móti sínum flokki- Það var -lítið púður í ræðunum þennan daginn. Miövikud. 23. jan. MoGregor frá Gladstone, flutti fyrstur ræðu. Það sem heyrðist af ræðu hans, var gott, En alt að því tylft þing- manna var á sífeldu rápi út og inn. Af því leiddi svo cmikinn ys, að til ræðumanns heyrðistí ekki Ræðu- mönnum er gefin ótakmarkaður tími til að tala. Og áheyrendum hans er gefið í sjálfsvald, hvort þeir hlýða á hann eða ekki Frelsið í hvorutveggjum skilningi var ó- spart notað á þes?um þingfundi- En svo mikið er víst, að ræðumaður kærði eldri stjórnirnar ósvikið fyr- ir eyðslusemi og að hafa sökt fylk- inu í botnlausa skuld. Kvað hann bændur á þing komna til þess, að taka í taumana og stöðva slíkt at- hæfi. Á eftir McGregor talaði séra Ivens. Ræða hans var um menta- mál. Sagði hann oflítið fé veitt til mientamála, og vildi að sambands- stjómin stæði straum af upp- fræðslu kostnaðinum- Ef hún léti ekki hengja þá bjöllu á sig, yrði að hengja hana á bankana. Þeir græddu nægilega mikið til þess á verðbréfum sínum með aðstoð stjórnarinnar. Eins og fileiri, skammaði hann Bracken stjórnina fyrir sparsemi. Sparsemi er dygð, sem ekki er holt fyrir stjórnir að rækja, Dowþcs var þriðji ræðumaður- inn. Nægir hér að geta, að hann talaði í 20 mfnútur- Fimtud. 24. jan.. Þingfundur var skamt kominn, þegar Haig krafð- ist bréfa þeirra er fylkisstjóri Sir James Aikins og Bracken forsætis- ráðherra fóru á milli. Kvað hann það ganga goðgá næst, að neita að sýna þingmönnum þessi bréf. Okkur er nauðsynlegt að sjá þau, og við krefjumst að fá að sjá þau- Haig fléttaði langa og hvassyrta ræðu um það efni. Það skyldu allir að henni lokinnl, að hann vildi hafa bréfin. Bracken stjórnarformaður stóð hægt og prúðmannlega á fætur. hann byrjaði að svara Haig. Brack- en þaulhugsar ræður sínar. Og skeyti hans hittu markið- En þeg- ar Taylor sá hvað verða vildi, reis hann einnig á fætur. Hann sagði mál þetta ofskylt Bracken til þess að hann talaði um það. Ekki hef- ir það heyrst, að forsætisráð- herra eða nokkrum þingmanni iaf: verið svo gott sem bannað að tala með sfnu máli á þingi fyrri. Tóku i þá margir til máls: Farroer, Norris, Haig, og þingforseti. Bracken hafði sezt rólegur niður. Eftir að ræðumcnnimir höfðu lokið sér af, stóð hann aftur upp- En aðeins til að láta þingmenn vita, að hann ætlaði ekki að segja fleira, svo umræðum um' sjálfan sig þyrfti ekki að halda áfram. Var þá gengið til atkvæða um þetta mál, hvort bréfin skyldu lögð fram. 14 atkvæði voru með því, en 34 á móti. Er það mál þvf fyrst um sinn úr sögunni. Föstud. 25- jan. Mr. Barcley bændasinni frá Springfield hélt kllukkustundar-ræðu. Efni hennar i var um ástand búnaðarins. Einn- j ig talaði hann skynsamlega um bankamál og viðskifti landsins. Lauk hann ræðu sinni með því, að fullvissa áheyrendurna um, að þingmiannalið stjórnarinnar væri góðum mönnum skipað. Eögnuðu stjómarsfnnar þvf- Hann bætti við, að þeir væru auðvitað ekki frernur en aðrir, yfir alla hafnir. Var þá brosað á bekkjum and- stæðinga stjómarinnar. . Þá talaði Compton þingm. frá Manitou. Um hásætisræðuna eins ;»g allar ræður á þinginu til þessa hafa verið. Sagði hann miklu feit- ara á stykki því (hásætisræðunni) en úr var gert- Andstæðingar stjómarinnar myndu hafa fundið að henni, hvernig sem hún hefði verið, svo eftir dómi þeirra um hana mætti ekki fara, ; •., j Compton kvað síðastliðið haust hafa verið hið hagstæðasta í Mani- toba og haustvinna hefði gengið vel. Ástandið væri að batna. Einn af stjórnar-andstæðingum spurði hvort að ræðumaður þakkaði sér og stjóminni tíðina? Nei, svaraði Camþton; hann kvaðst ekki vera einn af þeim sjórnmálamönnum er það gerðu. Var brosað að því. Compton hélt áfram að lesa grein- ar úr hásætisræðunni- Spurði Haig hann hvort það sem hann læsi nú væri íi hásætisræðunni; sagðist ekki sjá það í afskrift sinni af henni. Compton kvaðst ekki eiga sök á þvf, þó Haig hefði tínt blaði úr henni. Var aftur brosað að því svari Comptons- Eftir það svaraði ræðumaður ákærum stjórnar and- i stæðinga. Kvað hann stjórnina ekki vilja bera ábirgð- á gerðum eldri stjórnanna, hvemig sem þær litu sjálfar á þau afkvæmi. sfn. 1 lok fundarstarfa þessa viku lýsti Black því yfir, að fjármála- reikningarnir væru nú fullgerðir og yrðu lagðir fram undir eins og umræðunum um hásætisræðuna, sem nú væru orðnar þreytandi langar, Væri lokið. STARESMÖNNUM FÆKKAÐ. Stjórnin í Manitoba hefir fækkað þjónum ihins obinbera um 117 á síðastliðnu iári. Hefir hún með því sparað $200,000. _ Hefir þetta verið gert á þann hátt áð skrif- stofhm hefir verið steypt saman og sumar lagðar niður, sem óþarf- ar voru- C. N- R. Hreinar tekjur C. N. R. jám- brautarkerfisins eru í ár sagðar, $17,646,935- jjaeiri en síðastliðið ár. -------------0---------.---- Dcemum eigi. % Dæi,mum eigi breyskan bróður, brjótum ei hið veika strá; lyftum heldur hönd til vamar, hverjum þeim, sem aðrir smá. • Alt er líf af einum stofni; örlög tvinnuð mín og þín. Undir sora og syndahjúpi sólhrein perla máske skín. Hver fær lesið letur hjartans, leyni-rúnir innra manns? Hver er sá, sem kannað geti, kafað sálardýpi hans? Margt í hafsins hyljum djúpum hulið er sem enginn leit. Margt í sálum manna leynist meira og betra en nokkur veit. Skamt vér sjáum, blindir blínum báðum augum, látum hægt! Hví skal myrða menn í orðum? Margt er hulið, dæmum vægt. Auðlegð hjartans enginn reiknar eða sálarfátæjct manns. Hvar er vog, sem vegið geti vonir eða sorgir hans? RICHARD BECK. Cornell University. Onnur lönd. BREZKA RÁÐUNEYTIÐ. Hjð nýja ráðunoyti verkamanna stjómarinnar á England, er þannig skipað: — Ramsey McDonald, forsætisráð- herra og ritari utanríkismála-deild- arinnar- John Robert Clynes, lord privy seal og varaforseti n^ðri deildar þingsins. Lord Parmoor, forseti sameinaðs þings. Viscount Haldone, lord chan- cellor. Philip Snowden, fjármálaráð- herra. Arthur Henderson, innanríkisrit- 'ari. J- H. Thomas, nýlendu ritari. Stephan Walsh, hermálaritari. Sir Sydney Oliver, Indlandsmála- ráðherra. Brig. Gen. Christopher Tompson, ráðherra flughernaðarmála. Vásoount Chelmoford, ráðherra sjóhernaðarmála- Sydney Webb, viðskifta ráð. herra. John Wheatley, hei'lbrigðismála ráðhera. Noel Buxtoill akuryrkjumála ráð herra. William Adamson, ritari fyrir Skotland. C P. Trerelyan, mentamáJlaráð- herra. Thomas Shaw Verkamála ráð- herra. Vernon Hartshorn, . póstmála ráðh/erra. Col. Josiah Wedgwmod, chán- cellorship for the Duohy of Lan- casber. ) E- W. (Jowett, commissioner of works. in, sem demba átti á verkamenn, var kveðin niður og jámbraufca- lestir eru byrjaðar að ganga eftir , \s 8 daga hvíld. — En um leið og þessu verkfalli lauk, byrjuðu verka menn f skipakvíunum a ð hóta verkfalli, ef kröfður þeiira yrðu ekki heyrðar, en þær eru að kaup þeirra sé hækkað um 2 shillings á dag og trygging gefin fyrir stöð- ugri vinnu- Verkveitendur neita þessu. Á ári nemur kauphækkun þessi 2,000,000 sterlingspunda. VERZLUN ÞJÓÐVERJA. Þjóðverjar leggja afarmikið kapp á að auka aftur verzlunar- flota sinn. Hafa bæði smíðað mik- ið af nýjum skipum og keypt geyei mörg frá útlöndum. Ber ekkT" á fjárskorti hjá Þjóðverjum um þetta Skýrslur um umferðina um Súes- skurðinni sýna ljóslega hinn geysi- mikla vöxt sjóverzlunar Þjóðverja. Árið 1920 fóru aðeins 3 þýzk skip um Súesskurðinn og báru samtals 15 þús. smálestir- Árið 1921 voru þau 35 og báru 171 þús. smádestir I og árið 1922 voru þau 149 og báru | 735 þús. smálestir. Loks hefir. sigl- l’ing þýzku skipanna um skurðinn I á þessu ári vaxið svo, að fyrstu 8 mánuðina fóru fleiri og stærri um hann en alt árið 1922- Lang- samlega flest og stærst ensk skip fara um Súesskurðinn. Árið 1921 voru hoLlensku skipin næst, þá japönsk, þá ítölsk, þá frönsk og þýzku skipin voru tíu sinnum hiinni að smálestafcali £n þau frönsku og ítölsku. Það sem af er í ár, eru Þjóðverjar orðnir þriðju í röðinni. SKATTAR. ELQ KKSlRÆ KUR ? Blöð á Englandi segja, að í halds menn geri ráð fyrir því, að reka Stanley Baldwjn ifyrrum forsætis- ráðherra úr íhaldsflokknum. Á- stæðan fyrir því er sú, að hann lét ganga til kosninga 6. des- í yetur, en það vildu fáir eða engir flokks- fylgjendur hans að gert væri. VDRKEÖLLIN. Járnbrauta verkfallinu á Eng- landi er lokið. Vinnulauna lækkun- í öllum sköttum hafa Bandaríkin tekið inn árið 1922 upphæð sem nemur $68.37 á hvern mann í land- inu. 1 heild ^inni eru það $7,433,081, 000- Þetta ber vott um tvent. Það fyrst yfir hvílfkum feikna auði þjóðfélagið á að ráða, því ekki er þetta nema nokkur hluti allra tekjanna, og svo hitt jaínframt, að þrátt fyrir allan auðinn, eru skattakvaðir einstaklingsins tals- vert háar. -------------x-------------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.