Heimskringla - 09.07.1924, Blaðsíða 7
WINNIPJBG, MAN. 9. JÚLf.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
The Dominion
Bank
HORNI NOTRE DAME AVE
oe SHERBROOKE ST.
Höfuístóll uppb...$ «,000,000
VarasjóÖur . ....$ 7,700,000
Al^ar eignir, yfir ... .$120,000,000
Sérstakt athygli veitt viðskift-
um kaupmanna og verzlunar-
félagw.
Sparisjóðsdeildin.
Vextir af innstæðufé greiddir
jafnháir og annarsstaðar við-
gengst.
PHONE A 9253
P. B. TUCKER, ráðsmaður.
.----------------------------
Oskir
(Framhald frá 3. sfSu)
leikar framast leyfa, og þeim væri
nauðsynlegt að þekkja.
Úg hefi fyrir nokkru reynt að
vekja athygli á þessari aðferð, en
enginn tekið í strenginn, eins býzt
ég við, að nú verði einnig, að þetta
verði fundið lét't á metunum. í;g
er ekki að reyna að leggja neinum
orð í munn- þess gerist ekki þörf,
og ekki heldur að halda fram nein-
um nýjum kenningum, sem ekki
eru víðþektar, að minsta kosti í
nútíðar bókmentalegum skilningi.
Úg er aðeins að reyna að benda á
það, sem mér finst að betur roætti
fara, og mundi leiða til góðs, af
þvf, að eg elíka börnin og ungdóm-
inn í heild sinni. Mér finst að eng-
ir mentamenn eða kennarar ættu
að standa ráðalausir út af hvaða
aö ferð sé hollust til að kenna, eða
að upplýsa ungdóminn í rétta átt
með undirstöðuatriðin, sem væru
heillavænlegust, því með þroskan-
um mun hann kjósa sér að leita
sjálfur að sinni eigin niðurstöðu í
trúarlegum efnum, sem Verður líka
að fara best og í samræmi við
frjáisar og heilbrigðar skoðánir.
Svo, hvernig semN þessi bending
mfn verður skilin. eða dæmd, læt
eg mér standa á sama, því það
liaggar ekki þeirri staðreynd, sem
eg hefi á bak við mig, hið minsta.
En ef mér hefur orðið á, að láta
gremju mína í Ijósi við einn eða
annann, yfir kyrstöðu hins andlega
ástands, vil eg fús biðja velvirðing-
ar á því, því meining mín er ekki
að særa tilfinningar neins manns
eða konu. því ég sé of vel erfið-
leikana til framkvæmda í þeim at-
riðum, sem eg hefi .bent á, En ég
tek það upp aftur, að mér finst það
vera heigasta skylda þeirra, sem
hafa mentunina á bak við sig. og
sem eiga háleitar og fagrar hug-
sjónir, að tala máli þeirra djarft
í almenningsáheyrn, hvert sem fólk-
inu líkar það eða ekki.
Eg sé ekki að fólki ætti að mislíka
slíkt, þvf í mörgum tilfellum er það
ekki mönnum sjálftim að kenna, þó
að sumar mentagreinar hafi ekki
verið brýndar fyrir þeim, og ekki
hafa aliir sama tækifærið til að
læra og Iskynja, enda þótt fyrir
sumum stafi það af óvilja einum.
Eg virði þá, sem tala djarft og
lialda óhikaðir fram sannfæringu
sinni, hvað sem hver segir, og þar
ætti kirkjan að sjá skyldu sfna að
hlynna að slíkum mönnum, en ekki
leggja hömiur á leið þeirra, hvert
sem þeir eru þjónar hennar. eða
ekki, því hvar eru þá afreksverk
hennar í öll þau ár síðan hún var
fyrst til, ef hún sér ckki hvað það
er, sem tekið gæti föstum tökum á
hugum fjöldans og samtengt 'heild-
ina.
Oddný Helfifason,
573 Simcoe Street.
Hvítasunna.
i.
Gagnvart viðburði þeim sem tal-
að er umf dag á 1000,000 ræðustól-
um og fleiri, munu menn skiftast
í tvo aðalflokka. þá sem halda að
-sögu þessa sé ekki að marka, og
hina, sem taka við sögunni um
sendinu heilags anda, eins og hún
að þeim rétt. í augum nátt-
drufræðings, sem dálítið er kunn-
hgt um sum lögmál lífsins, er til
skamrns tím,a hafa ekki kunn ver-
1®. þó að undirstöðulögmái séu,
er sagan f aðalatriðum, sennileg.1
Það er saga af aðstreymi kraftar,
og magnan undir áhrifum stillis-
lögmálsins (law of determinants).
3>að sem gerðist þennan sögulega
morgun, er ekkert annað en sérstök
tegund af þeirri hleðslu, lffshleðsl-
unni, sem er undirrót iífs vors og
heldur því við. En satt er það,
að ekkert stendur um þá lífhleðslu
í kenslubókum í iffseðiisfræði enn-
þá, og er þó ekki langt að bíða.
H.efi eg fengið góðan mann til iið-
veizlu við mig, þar sem Edison er
hinn ameríski, því að í blaði, sem
einhver vinveittur vestur þar sendi
mér fyrir skemstu má sjá, að hinn
mikli rafmagnssniilingur er þeirr-
ar skoðunar, að lífið sé nokkurs-
Ikonar ihleðsla, og ysennilega tii
vorrar jarðar komið frá öðrum jarð
stjömum, eða utan úr geimi. Edi-
son veit sennilega ekki, að Pyþa-
goras, þessi höfuðskömngur í vit-
kunarsögu mannkynsins. kendi ein
mitt, að lífið liér á jörðu væri kom
ið frá stjörnunum: tas psykhas tón
Zóón apo tón astrón feresþai. En
mikið tákn tímanna má það teij-
ast, að þessi höfuðskörangur í ó-
organ^-kri pjiagógík (óiífrænni fr
leiðslufræði) eins og að réttu lagi
má nefna Edison, skuli vera orð-
inn líkrar skoðunar um eðli iífsins
og hinn mikli gríski spekingur.
sem fyrstur talaði um samstiliingu
hnattanna.
H.
Hvítasunnusagan er í mínum aug
um merkileg, einkum vegna þöss
hve stiilislögmálið kemur þar
fagurlega fram. Postularnir voru
á þessum degi injög vel samhuga,
og stilia því hver annan mjög vel til
hleðsiunnar, eða nákvæmar sagt,
til sambands við uppsprettu þeirr-
ar hleðslu. Þýðing þess að menn séu
samhuga eða samstiltir kemur
einnig greinilega fram í þessari
vanalegu hleðslu eða lífmagnan,
sem verður í svefni. Orð hefir ver-
ið gert á hinum undursamlega
svefni hermannanna í ófriðnum
mikla nú síðast. Segir einn þeirra
svo frá: “En það sem umfram alt
gerir manninum kleift að berjast,
án þess að láta hugfallast yfir mann
fallinu og því sem fyrir augun ber.
er svefninn. Eyrstu stundirnar er
engin hvíid, og það reynir ákaflega
á orku líkamaas og þó einkum sál-
arinnar. En eftir nokkra stund
verður svefnþörfin ósigrandi.
Hverja mínútu, sem færi gefst, í
rigningu, í gjótu, á siéttum vellin-
um, ])ó að skothríð sé áköf, iegg-
jumst vér til að sofa. Og menn
skulu ekki ætla, að um óværan
svefn sé að ræða, við sofuin und-
ursamlega. Jafnskjótt og maður
inn er lagstur útaf, fer um hann
bliður ylur, og streymir eítir æð-
unum, (liað er einmitt hleðslan,
sem með þessum orðum er lýst!):
maður hreiðrar sig inn í gjótu eins
og lítið barn, og er á augabragði
sokkinn niður í hinn dýpsta svefn,
eins og steinn sekkur niður í
fcrunn”. (Híerem'ard Oarrington:
Psykiske Pænomener i Krigen, J.
E. Hohlenberg þýddi, 1920; s, 65)
sbr. Nýal s. 155.
Eif manni er kunnugt um líf-
hleðsluna og stillislögmálið, þá
skilur liann hvernig á þessum und-
ursamlega svefni stendur, og eins
iiin illu áhrif andlegrar einangrun-
ar, sem þeir fá að reyna á erfiðan
hátt, sem hugsa nýjar og merki-
legai’ hugsanir, og eru öndverðir og
varnarlitlir gagnvart ýmsu því, sem
til svefnleysis leiðir. —
Mjög skemtilega koma einnig
fram í sögunni stillisáhrif fjöldans,
sem postulasagan segir, auðvitað
með taisverðum ýkjum, að verið
hafi “af öllum þjóðum undir himn-
inum”. Segir að hver og einn hafi
heyrt postulana mæia á sína tungu.
Einmitt þetta, sem virðist svo ó-
sennilegt þeim sem ófróðir era í
epagógík (íleiðslufræði), gerir sög-
una sennilega. Hafa svipaðir at-
burðir orðið bæði áður og síðan.
Herodot furðar sig á því mjög. að
spámaður Apollóns talar í guðmóði
karísku við mann frá Karíu, en
kann þó ekki það mál, þegar hann
er í vanalegu ástandi (Nýáll s. 157);
og ýmsar sögur eru til um miðla,
sem í sambandsástandi hafa talað
tungumál, sem þeir kunnu annars
! ekki. Þannig orti til að mynda
Charles Hugo, bróðir hins mikla
skálds, á ensku, þegar hann var í
miðilsástandi, í viðurvist Englend-
ings, en kunni þó annars elikert í
því máli. Og sjálfur hefi eg heyrt
stúlku tala þýzku og syngja í mið-
alsástandi, sem annars kunni hvorki
að syngja eða tala þýzku. Ættu
slíkar athuganir að nægja, til þess
að útrýma þessari liiægilegu und-
ii-vitundartrú, sem svo mikil brögð
era að. og svo mjög er tii tafar
réttum skilningi á þessum afaráríð
andi efnum.
III.
Undir því er alt komið, um hagi
vora, að réttuin skilningi verði náð í
þessum efnum. Lífið hér hjá oss, er
vanskapnaður og misskapnaður
aðeins sífelt visnandi og rotnandi
tiiraun til iífs. Og orsökin er ónóg
magnan, ónógt samband við upp-
sprettu lífsins og þær oss skyldu
lífsstöðvar, sem nauðsyn er að hafa
gott samband við, ef ekki á illa að
fara. ,
Miljónir eru að búast við “komu”
einhvers, sem þeir sumir kalla
heimskennara. Sú eftirvænting er
ekki ástæðulaus, en hvergi hefi eg
séð neinn skilning á því, hvað er
þ&ssari “lcomu” til fyrirstöðu, og
er það þó ekkert annað en það. að
rangar huginyndir í heimsfræði og
lífíræði, eru svo ráðandi, að sá
'sem vissi það sem þarf til hinnar
miklu stefnubreytingar á jörðu hér
mundi öðrum fremur vera andlega
einangraður og þessvegna án sam-
bands við frumstöðvar iífsins, en
þar af leiðandi vesali og máttlítili.
Guð er í helvíti vosæll og máttlít-
ill, en djöfullinn máttugur og dýrð
legur, hefir vitringur einn sagt. Og
iþað er einmitt þess vegna sem
helvíti er. Af því er þjáning og
dauði, að menn tigna lýgi og villu,
en fyrirlfta sannleikann.
IV.
Vér hér á íslandi framleiðum
ekki tíunda hluta þeirrar orku sem
vér mundum geta framleitt, ef vér
værum betur samtaka. Tilgangur
lífsins er að ná fullkomnum yfir-
ráðum yfir hinni lífiausu náttúru.
eða koma á íullkominni samstill-
ingu kraftanna, —• því að orðið
“yfirráð”. er dálítið villandi. Og
þegar þetta tekst, þá verður ekki
ófegurð framar, og ekki þjáning
eða dauði. Það er náttúralögmá),
að þvf fullkomnari sem samstill-
ing hinna lifandi, þvf meiri eru ,yf-
irráðin yfir hinni líflausu náttúru.
Þetta kemur einnig þannig fram, að
hin meiri eða minni samstilling
hefir áhrif á veðurfarið. Ef t. a. m.
allir Islendingar þektu nú þegar
«ínar kenningar, og vissu, að það
sem eg er að segja, er rétt f öllu því
sem mestu máli skiftir, þá mundum
vér fá svo gott sumar, að slíks
hér varla dæmi. Ástæðan er sú, að
ef menn væru mér samhuga, þá
mundi aflsvæðið hér breytast
þannig og lagast, að auðvelt væri
að koma hér fram áhrifum frá æðri
stöðum. Mönnum mun þykja þetta
mikið sagt og ótrúlega, en þó skulu
menn ekki ímynda sér, að eg sé svo
léttúðugur að tala þannig hik-
laust um þessi efni, ef eg hefði
ekki rétt þekkingarinnar til þess.
Og tíminn mun leiða í Ijós, að það
er óhætt að treysta orðum mínum,
og ekki háskalaust, að gera það
ckki.
Helgi Péturs.
(“Morgunbl.”).
Flotasýningin.
Er flotann brezka farið þið að sjá,
iþar finn ég glögt íéð heimskan er
'í verki;
ég hryggist við það vitfirt valdsins
merki,
sem kristniboðið flutti til og frá.
En inér finst rétt að minnast þetta
á
þar máttur bit'ttst auðsins tignar-
sterki.
Eg skil þú vinur beygir þæði hné
og beint á þessa fótskör Mammons
krýpur,
og sviti þinn í sannri auðmýkt
drýpur,
að skoða þessi manndráps voðavé;
þó meining þín á máli öðru sé,
þín mentun varð að forðast allar
klípur.
Þú verður stór að vita sjálfan þig
að vera brezkan þegn á þessum
degi,
nú áttu færa alla krókavegi
því eitt er boð að hugsa um
sjálfan sig;
að vinna á öllum öðrum máttum.
slig;
með undirgefni og von að hjartað
þegi.
I
Þú mátt ei hugsa um kristin kær-
íeiksverk,
því karlinn Mammon getur orðið
byrstur;
það gæti skeð þú féllir þarna
fyrstur.
ef röddín sannleiks yrði alt of
sterk;
þú segir orð, sem eru í engu merk
og efar það, að til sé nokkur Krist-
ur.
Jó. þama er skóli, að læra að Uita
því,
sem lamar alla sjáifstæðisins
menning
og byrgir skýjum sanna kristna
kenning
en fyllir ióndin upp með þræl og
þý-
Þeim drápsmaskinan verður hug-
arhlý;
sú theimsins stærsta allra dygða
grenning.
Mig undrar mest hhvað vitið viilast
kann,
það voldugasta aflið, sem við höf-
um
og dýrasta, af drottins nóðargjöf-
um,
sem átti að gera manninn sannan
mann.
En þessa iífsins leiðir Kristur fann
hans ljómar friðarkenning jyflr
gröfum.
Sigurður Jóhannsson.
Leiðarstjarnan á Vestur
himni.
Mikilsvirtur Þorgils Ásmundsson!
Mikið er þitt andans flug í 23.
tölublaði “Lögbergs”,, þar sem þú
tekur upp fulla tvo dálka með rit-
gerð þinni. Er það sízt í öfgar
fært, að verkið lofar meistarann.
Sem íslendingur og ekki hvað sízt
samsveitunga, ber eg með þér
mikla meðlíðan, og undrast yfir
hvað skilningur mannfélagsins í
okkar sveit. hefur verið daufur á
þeim tímum, er þú varst að vaxa
upp. Að enginn þar skyidi geta
skilið, að einmitt þar, var að
spretta upp það mesta andans
blóm, sem ísienzku þjóðinni hafði
fæðst á síðast iiðinni öld. Þrátt
fyrir þessa, lítt fyrirgefanlegii yfir-
sjón fornsveitunganna, ertu enn])á
sem betur fer, ekki orðinn svo
aldurhár, að það er vonandi að
þú eigir eftir að hljóta verðskuld-
aða viðurkenning- Fyrir það, er
þú hefir lagt til íslenzkra bók-
menta, bæði í framsögn og Ijóði.
Hefðir þú ekki verið eins dulur
með hæfileika þína, sem er eitt
af cinkennum flestra afburða-
manna, þá værir meiri líkur til að
þú mundir sitja öndvegi með Höf-
uðskepnunum.
Eg kannaðist lítið eitt við þig
af frásögn. Yarð mér því nokkuð
hverft við. er eg las þjóðsögu þá,
er þú birtir í Lögbergi um þínar
æskustöðvar.
En í þessari síðari ritsmíð þinni
sýnir þú þig í þínum rétta spegli,
og undrar mig nú ekki lengur fyr-
ri útgáfan. Á þessum tímum
sem við lifum á. Má vfet lengi
lcita til að finna þinn jafningja
hvað dýrkun snertir á makt myrkr
anna og miðaldatrú. Og er langt
frá að eg vilji taka það frá þér.
Njótt þess iheill sem annars fleira í
þirini háfleygu ritgerð. Hvað upp
talning ömefna snertir frá æsku-
stöðvum þínum, skiftir minstu
máli. Þau munu vera flest þau
söm« er voru fyrir 30 árum. Að-
eins vildi e.g benda þér á það, að
skreppa þangað og líta yfir verk-
anir vatns og vinds, er hafa haldið
þar vörð síðan þú yfirgafst það
hérað. En eftir þinni stefku trú,
þá jafnframt taktu þér vara fyrir,
og farðu gætilega á þeim slóðum.
Ef alt kynni í einni svipan að
söfckva, því mart má til þess færa,
að mörgum hefir gengið eftir trú
sinni. Jarðfræðileg þekking þín,
sem þú slærð svo mikið um þig
með í ritgerð þinni. er dásámleg,
bendir til þess sama og fleira hjá
manninum, að hún sé numin á
skóla í undirheimum. Það sem eg
sagði um blótbjörk, hefir þú ekki
getað hrakið, að eins sett framm
nokkra útúrsnúninga,
Á öðrum stað kemst þú svo að
orði, að eg megi vera óhræddur
um 'bæinn Björk, sem ekki getur
skilist nema á þá einu leið, að
mín vegna munir þú ekki færa
hann úr stað. Hann er búinn að
vera þar sem hann er síðan 1234, að
hann var fyrst bygður. Á þeim
tírna hafa eldgos og jarðskjálftar
og margar plágur gengið yfir
íslandi. Hefir liann samt staðið án
þess að hreyfast úr stað. Eg var
svo í einfeldni minni fávís, að hafa
þá skoðun, að allir töframenn væru
löngu útdauðir, en á sama tfma
kemur hrópandi rödd fr4 einum,
sem er reiðubúinn að framkvæma
tákn og stórmerki. Hlífðu samt
ekki kotinu mín vegna.
Nsest er að líta yfir ályktun ])ína
hvað við kemur hinum sokkna bæ.
Þar kemur þú roeð nýja, en jafn-
framt stónnerkilága kenningu.
Viltu ekki tilgreina næst hvar
]>að finst f sögunni. og hvar ]>að
stendur, að bæjir eða borgir og
jafnvel heilar landspildur hafi
sokkið, og það án jarðelda, eða
annara sýnilegra orsafca? Þar með
hefur þú f fylsta skiiningi gefið í
skyn að þú hefur sett fram ])jóð
söguna, sem sannann viðburð. þar
sem l)ú trúir gildi hennar sjélfur,
enda tókstu það ekki fram, að
það væri þjóðsögn. Njóttu heill
trúar iþinnar, og skoðana, en f
huga þínum er miðdýpið orðið
mátalaust.
Þó er að líta tH barnsins í reif-
um er }>ú sto sjálfur nefnir í skrifi
þínu. Það hefur iengi þótt hetj-
um sæmandi að reiða vopnin hátt
til höggs að hverjum ísem er á
því aldursskeiði lífsins, að geta lít-
ið eitt teigt hendurnar út úr reif-
unum.
Og kveðst. ekki vera meðtækileg-
ur fyrir þínar kenningar, eða þína
háfleygu paliadóma. Sá litli píslar-
grótur, er reiðubúinn svo lengi sem
vitringnum frá Minniborg þóknast
að etja til stáls, og mun seint verða
smeikur hjörs í þrá ihlífum klædd-
ur sínum. Þó sá maður sé á móti.
er mesta andans vigt hefur af öllu
því er iífsanda dregur á yfirborði
jarðarinnar, þá ættir þú ekki að
draga Lögb. á varnaglanum, er þú
segist hafa slegið í ritgerð þinni.
Það nýtur þá stoðar frá tveimur
máttugum, er það þykist þurfa
að ná sér niðri á einhverjum af
mætustu mönnum þjóðarinnar
á íslandi.
F. Jónasson.
Ferðaminningar að
heiman og grendinni.
(Framh.)
Er á vorið leið var síldarveiði
mikil, og til Siglufjarðar streymdu
allir sem ætiuðu sér að stunda þá
atvinnu yfir sumarið, kvenfóík
sem karlmenn.
Frá átta til tíu tunnur salta fjór-
ar stúlkur á tímanum, og er það
drjúgur skildingur sem þær fá eft-
ir daginn. Frítt liúsnæði hafa ]>ær
og 5 krónur í bið-peninga á viku,
frían eldivið og ljós |Trá því að
þær koma og til þess að þær
fara, Og það koma fjTir Bnatgir
dagar sem þær hafa ekkert ,að
gera, og fyrir þó hafa þær þessa á-
kveðnu bið-peninga.
Margar af þessum stúlkum íara
með töluverða penipga en fleiri
munu þæír vera isem lítið fara
með utan fatarusl og ýmsan óþarfa
sem þær eru að kaupa af okur-
kaupsýslumönnurri þessa bæjar,
sem margir era yfir þennan tíma
hér á Siglufirði.
Tíðafarið heíir ekki verið upp-
á það versta. Rfgningar töluverð-
ar; snjór í .byrjun september, en
hvarf þó aftur fljótlega og gerði
þá nokkra daga ]>urra. Annaiw
hefir tíðarfarið verið allsæmilegt.
Þá kemur nú Goðafoss til Siglu-
fjarðar, til að taka fólk og faráng-
ur til Akureyrar og Húsavfkur, og
annara staða. Yar liann að mestu
leyti hlaðinn afurðum lands og
sjóvar. og því á leið til útlanda,
tók hahn það sem var og það
síðasta af vöram á Sigiufirði, sem
var mikið af síld og síldarméli.
Tveir urðum við frændur sam-
ferða til Húsavíkur. Skarjihéðinn,
sem eg hefi og óður á minst, og
fórum við þaðan síðastir, dálítið
lengri vinnu hafði frændi minn en
eg, sem var innifalin í því, að
raða öllum sortuin af tunnum og
vörum í skip, hafði hann 5 aura á
hverja tunnu í premíu og jók það
ekki alllítið krónutal hans» að
larulverkum var aðal vinna harm
beikirsstörf-
Um miðjan desember lentum við
á Húsavík, komum við á Akur-
eyri, dvöldum ]>ar sólarhring. Dag
um kjrrt var eg á víkinni, og var
það dimmur hríðardagur og sat
eg því mest inni hjá frændum mfn
um, sem þar eiga heima. tveir bú-
settir.
Lagði eg svo á stað gangandi f
ofsa sunnanfrostsbormi fram 1
sveit, þar sem eg hef átt heima hjá
frændum og systur minni, og hefi
eg haldið mig að mcstu heima í
vetur, því tfð hefir verið hörð.
Þá fyr nú að vera mál til komið
að hætta þessu skrifi, og bið eg fólk
]>að, er ies ]>etta rugl, velvirðingar
og óska öllum Vestur-fslendingui*
allra heilla á komandi tímum.
Ármann Jónasson,
ifrá Howardville, Canada.
Stutt ferðaspjall.
Eg undirritaður, Jón Th. Pálsson
frá HoMárdville. P. O., var á ferð f
bænum síðastliðinn þriðjudag; fór
samdægurs til Keeuatin, Ont.. að
sjá þau heiðurshjónin, Mr. og Mre.
E. Malmquist, sem ]>ar búa, sfðan
1916, að þau fluttu þangað frá
Riverton og Ifður ]>eim vel. Ég
dvaldi hjá þeim í tvo daga í mesta
eftirlæti og bið eg góðan guð af
sínu gæskuríku nóð, að launa fyr-
ir mína hönd alla ])á alúð og veb
vild, er þau heiðurShjón liafa mér
f té lótið, bæði fyr og nú, og eg
óska þeim allra heilla og biessunar
í framtíðinni.
Á föstudaginn lagði ég á stað
frá Keewatin til Winnipeg. klukk-
an hálif ellefu að morgni; kom tií
Winnipeg hálf þrjú; ætlaði til Oak
Point samdægurs, en lestin þang-
að var farin, þegar eg kom í bæj-
inn. Fór svo á laugardaginn til
Oak Point og var þar yfir sunnu-
daginn, því elzti sonur minn er þar
Andrés Júlfus Jónsson. Hann
kej-rði mig í bifreið 14 mílur, til
J.undar P. O. Þar heimsótti eg
Mr. Skúla Sigfússon þingmann. Við
vorum samtíða um eitt skeið á
Nesi í Norfirði, fyrir 40 árum síð-
an, sama ár og hann fór vestur, þá
var hann 16 óra að aidri. Hann
]>ekti mig ckki, en eg þekti hann,
af þeirri A«tæðu. að eg hefi oft séð
mjrnd af honum í blöðunum. Eg
hafði mjög gaman af að heimsækja
Skúla; þar er að sjá mesta'mynd-
ar heimili, stórkostlegar bygging-
ar og alt í orðum og skorðum.
Að endingu þakka ©g öjlum yfir-
leitt alla þá alúð og gott viðmót,
er eg mætti alstaðar þar úti; sér-
staklega tilnefni eg Eirík Rafn-
kelsson ó Oak Point og Gísla son
hans; bráðmyndarlegur maður að
sjá. Eiríkur er maður gamall, en
]>ó vel ern, ræðinn og skemtilegur
lieim að sækja; eg hafði aldrei séð
hann fjrrr. Eg kom frá Oak Point
klnkkan ótta í morgun hingað í
bæjinn. og hefi óformað að fara ti(
Riverton f kvöld. of Guð vill svo
vera láta.
Jón Th. Pálsson.