Heimskringla - 20.08.1924, Síða 6

Heimskringla - 20.08.1924, Síða 6
b. BLAÐSIÐA. HBIMSKRINGLI WINNIPEO, 20. ÁGÚBT, 1924. Ekki má sköpum renna. SIGMUNDUR M. LONG, þýddi. Percy Ieit á öskjuna, sem lá á borðinu. Cynthia tók hana og gekk til dyranna. I dyragættinni sneri hún hér við, leit um öxl og sagði: “Percy, hefurðu nokkuð af púlverinu hanada bér?” “Já,” sagði hann, án þess að líta upp. “Já, þakka þér fyrir, góða nótt Cynthia; vertu ekki á- hyggjufull um mig”. \ t 24. KAPÍTULI. Morguninn eftir, þegar kirkjuklukkan sló fimm, bankaði Parsons á dyrnar hjá Cynthiu og flýtti sér inn. “Fyrirgefið að eg geri yður ónæði, ungfrú”, sagði hún. “En Percy er mikið veikur, Supley heyrði hann stynja, og svo fór hann inn til hans, og leit hann út fyrir að vera mikið veikur.” “Hvað gengur að honum?” spurði Cynthia, og fleygði morgunkápu yfir sig. “Það veit eg ekki ungfrú. En eg veit aðeins, að hann finnur mikið til, og hefir verið mikið veikur í nótt. Supley vildi senda eftir lækni, en Percy bann aði það, og sagði að sér væri að batna, en hann er hræðilega fölur og titrar allur”. “Get eg gert nokkuð fyrir hann?” “Nú skal eg koma”, sagði Cynthia. Parsons hraðaði sér burtu, til að láta Percy vita, að Cynthia væri væntanleg. Hún fann Percy sitjandi á rúminu ( morgunfötum, fölan og fremur veiklulegan í andliti “Þakka þér fyrir, að þú kemur, Cynthia”, sagði hann, “það var vinarbragð af þér. Eg veit eigin- lega ekki hvað það er, — eg er nú heldur skárri, en ekki er eg góður”. “Getur ekki verið, að þú hafir borðað eitthvað «em þér varð ilt af?” spurði Cynthia. Hann hristi höfuðið. “Eg hefi ekki borðað neitt sérstakt”, sagði hann Ekki af öðru en því, sem var á borðinu, og þú neytt- ir af, eins og eg. En samft er eins og mér finnist, að eg hafi fengið einhverja eiturtegund ofan í mig”. Cynthia leit á náttborðið, er stóð hjá rúminu. Þar var samanbrotið pappírsblað, sem hafði sjálf- sagt verið utanum einn skamt af duftinu. “Púlverið, hefur þú tekið nokkuð af því?” spurði hún fljótlega. Hann hneigði sig. “Já, það er að segja. Eg tók aðeins hálfann skamt. Eg mundi hvað Iyfjafræðingurinn sagði, og hugsaði, að varlega væri að taka ekki nema hálf- an skamt.” óvanalegar hrukkur komu á ennið á Cynthiu. “Eg er hrædd um að það sé duftið, sem þú veiktist af”, sagði hún. “Já, en Lafði Westlake brúkar þetta meðal iðu- lega og tekur æfinlega heilann skamt”, tautaði hann. “Hún er vön við það”, tók Cynthia framí, “það gerir svo mikið til”. “Já, ef til vill”, viðurkendi hann. “Mér hefur liðið ákaflega illa, en er miklu skárri. Eg ætla að leggja mig fyrir aftur og vita hvert eg get ekki sofnað, það var leiðinlegt, að þetta skyldi auka þér / ** onæöi. “Heldurðu ekki” — Cynthia gekk fram að hurð- inni — “ að við ættum að ná í lækni?” En Percy sagði afdráttarlaust, að þess þyrfti ekki með. Ef nauðsyn krefði, mætti senda eftir honum, nær sem vera skyldi, og Cynthia fór til síns herberg- is, það kom henni ekki í hug, að verið gæti, að Lafði Westlake hefði veikst af duftinu. Hún gat ómögulega sofnað aftur og lá vakandi, þar til ParsonS kom inn til hennar á vanalegum tíma. “Herra Percy sefur eins og næturvörður, ung- frú”, sagði hún, það hefur eflaust verið eitthvað sem hann hefur borðað, — máske þessar grænu fíkjur, sem honum þykir svo góðar — ” Hún þagnaði, er þær heyrðu hljóð, semi þeim virtist vera í svefnherbergi Lafði Westlake, og á sama augnabliki kom herbergisþerna frúarinnar í á- kaflega óttaslegin, inn í herbergi Cynthiu, náföl og stamaði: “Mylady — Lafði — hennar náð — ” Cynthia og Parsons flýttu sér inn í svefnherbergi Lafði Westlakes, og á sama augnabliki og Cynthia sá andlit gömlu frúarinnar, skildi hún orsökina til hræðslu þernunnar. Laafði Westlake lá hreyfingar- laus, með augun líflaus starandi uppí loftið og hend- umar kreptar um rekkvoðina. Á sömu svipstundu, var ems og þessi skelfing væri komm til eyrna alls vinnufólksins í hinum stóra skemtiskála. Cynthia lá á hnjánum við rúmstokk- inn. — Fast hjá henni og vinnufólkinu, sem hafði þyrptist þar inn, stóð Percy í hárauðri morgunkápu, e andlitið hvítt, eins og kalkaður veggur. “Er — er hún — ”, hvíslaði hann með hásum róm. “J”, svaraði Cynthia, svo látt að varla heyrð- ist. “Guð á himnum”, sagði hann, “það er — er duptið”. Meðan þessi hræðsla og ráðleysa var á öllum, kom læknirinn. Allir þokuðu sér hægt frá herberg- inu, og hann byrjaði sitt rannsóknarstarf. Lafði Westlake hafði þegar verið dauð nokkra klukku- tíma. Eftir vitnisburði læknisins, var hjartabilun dauðaorsökin, sem kom til af — hann þagnaði og tók duftið til sín. Hann efaði ekki, að efnafræðis- leg rannsókn mundi staðfesta grun sinn. Einkum eftir að hann heyrði um lasleika Percys. Laeknirinn var roskinn maður, vel liðinn, sem læknir, og nríeð mikla aðsókn. Hann sá, — það gerði hans mikla reynsla og heimsþekking — að svo háttsett fjölskylda, sem Lafði Westlakes, yrði hvað sem kostaði, að láta fara fram nákvæma ransókn, til að fyrirbyggja slúður og getsakir. Hann spurði Percy um kaupið á duftinu, og lét sér nægja að tilkynna, að Lafði Westlake, hefði dáið af eitrun. — afleiðing af ofstórum skamti af deyfandi með- ali. Hann athugaði lyfjaseðilinn frá Sir Alford, og hristi höfuðið. Svona sterka inntöku, hefði eg ekki viljað skrifa handa neinum,” sagði hann alvarlegur. En Sir Alford þekti nákvæmlega byggingu Lafði West- lake, og hefur því álitið, að það væri hættulaust,” bætti hann við með embættissvip og bróðurlegumi velvilja. — “Það gat Iíka verið að hennar náð — Ó, jæja, hún var ekki sérlega varasöm með sjálfa sig. Og þessháttar hjartabilun, getur komið fyrir án nokkurra ytri orsaka. En eg hefi aldrei haldið af þessháttar meðölum, en — Hann ypti öxlum. “Verður hér nokkur rannsókn hafin?” spurði Percy. Þeir voru inni í hans herbergi, og hann huldi að nokkru leyti andlitið með hendinni, sem ekki var laust við að titraði. “Nei, nei, það skil eg ekki”, svaraði læknirinn, “það eru aðeins fáir dagar síðan Lafði Westake gerði mér þá æru, að láta mig skoða sig — ” “Svo, það vissi eg ekki”, sagði Percy fljótlega. “En meðal annara orða, herra Standish, ætti eg ekki að skoða yður, þér hafið líka tekið af duftinu — orðið veikur, og ekki vel kománn yfir það enn- þá — eg ætla að gefa yður lyfjaseðil, — já, þetta er leiðinda saga — en munið í næsta skifti, að fara varlega með þessi svefnlyf, þau geta verið, eins og þér vitið, mjög hættuleg.” Viku síðar sat Cynthia svartklædd í bókaher- bergi hallarinnar í Belgrave Square. Lík Lafði Westlake var flutt heim og grafið, og heimurinn gekk sinn vana gang. Cynthia sat við gluggann og horfði á manngrúann á gangstéttunum. Híún var ekki verulega búin að gera sér grein fyrir því, að hin viljasterka og ráðríka gamla kona, sem hafði tekið svo afar mikinn þátt í lífskjörum hennar, væri nú ekki framar við að geta. Fyrir þá, sem Lafði Westlake hafði umgengist — því Lafði Westlake átti enga vini, — var henn- ar hastarlega fráfall eiginlega engum harmur. Cynthia hafði þar á móti aðeins þakklætis og hlýleika til- finningu til hinnar dánu, sem ætíð vildi gera fyrir hana, það sem hún áleit að væri henni fyrir beztu. Cvnthia skoðaði sambúð þeirra, fVá bjartar^ og betri hliðinni, en hins mintist hún ekki, já, enda þó hún hefði vitað um samsæri Lafði Westlakes við Lafði Alicia, mundi hún hafa fyrirgefið það. Dauð- inn dregur úr öllu þessháttar. Hugurinn var að mestu leyti hjá Darrel, eins og oftast, þá kom Supley inn og sagði að herra Percy Standish, óskaði að fá að tala við hana. Þegar Percy kom inn í stoi. una, var útlit hans líkast því, að hann væri nýris- inn upp úr stórlegu, og Cynthia réði ekki við það, — henni lá við aumkast yfir honum, og hendin, sem hann rétti henni var ísköld. “Nú, þú ert kominn til baka, Percy”, sagði hún, því eftir jarðarförina, hafið Percy farið úr borginni. “Er heilsan betri?” “Já,” sagði hann, en rómurinn var eins hljóm- laus, eins og andlitið var litlaust. “Já, þakk. það er miklu betra, og þú Cynt’nia, eg vona að þér líði vel. Eg kem nokkuð tímanlega, en mér datt í hug, að verið gæti, að þér væri þága í, að eg kæmi fyr en aðrir, það væri máske, eitt eða annað, sem þú vildir segja mér, það er auðvit- að ekki cfasamt að Lafði Westlake hefir gert þig að aðálerfingja sínum. Cynthia hristi höfuðið. “Af hverju dregurðu það?” sagði hún í lágum róm. Hann brosti alvarlegur. “það er alls enginn vafi á því”, sagði hann sannfærandi. Með öllum sínum smágöllum, hafði hún þó mlikla réttlætis tilfinningu, og allir vissu, að hún skoðaði þig sem kjördóttur sína. En hvað eg vildi segja — þú ættir að fara héðan um tíma, það er ekki hressandi fyrir þig, að vera svo gott sem einmana í þessu stóra og þögula húsi. Farðu að sjónum, ein- hversstaðar eða úr landi. Eg skal hjálpa þér, með alt hvað þig snertir heimafyrir, já, með sannarlegri ánægju, ef þú vilt þyggja það”. Cynthia þakkaði honum. “En”, bætti hún við, og brosti veiklulega. “Það er ekki vert að ráðgera neitt ennþá. Eg efa ekki Percy, að þú kannist við söguna af konunni með eggjakörfuna.” “Já, já, það verður bráðum alt opinbert”, sagði hann og leit á klukkuna. Hann stóð við hliðina á henni, og horfði út á götuna, og það sló Cynthiu á ný, hve gerbreyttur hann var orðinn. Ekki aðeins að hann var magur, hvítleitur og þreytulegur, en hans gamli sjálfbyrgingsskapur var alveg horfinn. í þess stað var komið yfir hann sérkennilegt eirðar- leysi. En Cynthia taldi sér trú um, að þetta vætru afleiðingar af fráfalli Lafði Westlake, og hvernig það atvikaðist. , Opinberlega var því máli ekki hreyft, en sagan um duftið varð orðfleyg og vakti forvitni meðal manna, en svo var það ekki meira, enginn grunaði neitt óvanalegt, þessháttar tilfelli eru of almenn til þess að þau vekji nokkra sérstaka athygli. Þau heyrðu nú skóhljóð og mannamál í fram- höllinni og Supley nefndi nafn persónunnar, sem Cynthia bjóst við að kæmi. Sá fyrsti sem kom, var lögmaður Lafði Westlakes, herra Lorton. Það var roskinn mjaður, vel að sér, vinsæll og vandaður. Þegar hann hafði heilsað Cynthiu og Percy, gekk hann að borðinu og raðaði skjölum sínum. Litlu síð- ar kom Lord Spencer Standish. Ekki fyrirmannleg- ur í framgangi, né búnaði; Iagði af honum tóbaks- reykjarlykt, af vindlingi, sem hann fleygði frá sér um leið og hann gekk inn. Fjarskyldur ættingi Lafði Westlakes, sem lengi hafði þráð þetta augnablik, í þeirri von, að af þessum feikna auð fengi hann máske nokkra mola. Hann kom inn með öðrum, en fjær- skyldari náunga, einum af Standish ættinni, sem hafði þessa fáfengilegu von. Cynthia hvíslaði að Supley, að láta vinnu fólk- ið koma inn. Herra Lorton leit þá sem komnir voru, og svo opnaði hann erfðaskrána. Cynthia leit út á götuna, en Percy var hálffalinn bak við gluggatjaldið, þar stóð hann, krosslagði handleggina, og horfði niður fyrir sig, það var Iíkast, sem þessi athöfn kæmi hon- um ekkert við. Herra Lorton byrjaði að lesa erfðaskrána með þurrum róm, og það kom heyfing á vinnu hjúahópinn, þegar nafn einhvers af því var lesið upp, þar næst fylgdu gjafir til nokkura velgjörðastofnana og Cynthia heyrði sitt eigið nafn lesið upp, í sam- bandi við þúsund pund, sem henni voru ánöfnuð. Augnablik síðar steig undrun tilheyrendanna fr£im úr öllu hófi, er þeim varð skiljanlegt að Lafði West- lake hafði tilnefnt frænda sinn Percy Standish sem aðal erfingja að auð sínum. Hljóðskraf og undrun sem hafði komið á þá, sem viðstaddir voru, sló nú í dúnalogn. Allir litu á Cynthiu og Percy til skiftis. Supley var hinn fyrsti sem jafnaði sig, hann rétti úr sér, og leiðbeindi vinnufólkinu út. Ein frændkona Lafði Westlake, var sú fyrsta, sem talaði. “Eg held eg skilji, það var ekki eðlilegt,” stam- aði hún, og rómurinn titraði ag vonbrigðum og gremju. “Er eg ekki nefnd á nafn?” “Nei, frú”, svaraði Lorton alvarlegur. “0g mitt nafn ekki heldur?” spurði fjærskyld- ari ættingi. “Nea, Sir”, svaraði lögmaðurinjn jí sama tón. þau voru bæði reið. Stóðu upp og fóru út án þess að segja neitt. Herra Lorton stóð líka upp, gékk til Percy og rétti honum hcndina kurteislega. “Eg óska yður til lukku, herra Standish”, sagði hann, og bætti við í sömu andránni og sneri sér til Cynthiu. “Jafnframt verð eg að Iáta í Ijósi undrun mína, og meðlíðan, ungfrú Drayle.” “Já, en heyrið þér, — eg skil ekki”, sagði Percy hás. “Haldið þér virkilega að frænka mín ** “Hafi sett yður, sem aðal erfingja? — Já”, svaraði Herra Lorton. ‘En — en Cynthia — ungfrú Drayle”, sagði Percy með tilburðum, sem áttu að sýna meðlíðan. “Eg áleit — og það gerðu allir, að hún mundi erfa meginið af dánarbúi Lafði West- lakes. — Hún var kjördóttir frænku minnar — ” Herra Lorton hristi höfuðið og sló á erfðaskrána sem hann hafði í hendinni. Percy þerraði svipadrop ana á sínu föla andliti. “Það getur ekki verið mteiningin”, hrópaði hann hásum róm. “Það er hræðilega ranglátt og erfða- skráin hlýtur að vera ógild, þaðvar orðfleygt, hvað frænka mín ætlaði sér. — Hún hafði lofað því, þeg- ar hún gerði Cynthiu að kjördóttur sinni, að hún skyldi sjá fyrir henni.” Cynthia lagði hendina á öxl hans óþolinmóð og sagði: “Lafði Westlake hafði rétt til að gera við eign- ir sínar, það sem henni sýndist”, sagði hún mjög Iágt.^ “Hvenær var þessi erfðaskrá samin?” spurði Percy með áfergju. “Erfðaskráin var gerð á skrifstofu minn 10. dag Marzmánaðar”, svaraði herra Lorton. “Að vísu var það ekki fullgert að því sinni. Lafði Westlake vildi hafa eyðu í því. En hún var fylt út 12. júní / / ** i ar . Þetta vakti umhugsun hjá Cynthiu. Þetta var sami dagurinn, sem Lafði Westlake hafði í hótunum að reka hana út úr húsinu, eftir hina áköfu orða- sennu milli hennar og Darrels. Henni varð nú Ijóst hversvegna nafnið í erfðaskránni varð Percy Stand- ish fyrir Cynthia Drayle. “Má eg sjá það?” sagði Percy, og tók skjalið . og horfði á það, órólegur og til hálfs utan við sig, svo sneri hann sér til Cynthiu. “Já, það virðist að vera þarna,” sagði hann með óstyrkum róm. “En eg ætti ekki að þurfa að segja þér það, Cynthia. Eg neita að taka við arfinum.— eg á við að hann skiptist til helminga, milli okkar ** Cynthia rétti úr sér, og blóðroðnaði í andliti, svo lagði hún hendina á arm hans og brosti veiklu- lega. “Nei, Percy”, sagði hún. “Við skulum ekki tala meira um þetta. — Ekki að þessu sinni. Gerðu svo vel, að koma inn í borðsalinn. Lord Spencer, herra Lorton.” Báðir herramennirnir horfðu á hana, en hún gekk á undan þeim inn í borðsalinn. Lögmaðurinn með hluttekningarsvip. Lord Spencer með aðdáun í sinni tiltölulega sljóa andliti. Það var dauflegur miðdagstími. Enginn virtist hafa góða matarlyst, ekki einu sinni Lord Spencer, þar á móti drakk hann mikið, af og til kom undrunarsvipur á hann, er hann leit á Cynthiu. En hann dvaldi ekki lengi eftir mið- daginn. Herra Lorton sagði, er hann kvaddi Percy: “Þér viljið máske vera svo elskulegur, herra Standish, að koma upp á skrifstofu mína, klukkan ellefu á morgun. Það er ýmislegt, sem við þurf- um að tala um”. Lord Spencer Standish stóð og horfði á Iög- I manninn, svo gékk hann til Cynthiu. “Eg held eg ætti nú að hafa mig á stað, ung- frú Drayle”, sagði hann í rólegum virðingartón. “Eg ! er ekki vanur að tab. mikið við tækifæri, eins og j þetta, en eg vil að eins segja yður, að það sem Percy sagði áður, var alveg rétt, og samkvæmt minni skoð- | an, þá er það sanngjarnt að hann gefi yður helming- inn, og þér megið ekki segja nei”, takið eftir því,” bætti hann við með ákafa, “þetta hlýtur að stafa af misskilningi. Lafði Westlake — þér fyrirgefið — hefur ætlað yður altsamian, en reiðst út af einhverju, og svo hefnt sín með þessari ólukkans erfðaskrá, — það var rétt eftir henni. En Percy veit hvað hann á að gera.” Síðustu orðunum vék hann til Percy’ sem stóð þar nærri fölur í andliti, hann hneigði sig. “Cynthia veit, að eg vil gera það, og eins hitt, að eg vil ráða. Eg fer nú, Cynthia, þú vilt líklega helzt vera ein um stund, þetta hefur verið þreytandi j dagur fyrir þig. Mér finnst sjálfum eg vera eitthvað ! undarlegur. Eg kem hingað á morgun, þegar eg er búinn að vera hjá herra Lorton”. Hönd hans var nú ekki köld lengur; hún var eld- j heit, þegar hann kvaddi Cynthiu. Lord Spencer tók þéttingsfast í hendina á henni, og hélt henni Iítils hátt- i ar. “Þér komist að raun um það, ungfrú Drayle”, sagði hann hughreystandi og næstum reiðum tón. Við Standishar erum ekki eins vondir og okkur er bor ið á brýn, sannið til.” Feðgarnir fóru út, og fylgdust að þegjandi nið- ur götuna. En er þeir komu nærri einni af hinum fjölförnustu götum, stansaði Lord Spencer, horfði framundan sér, og sagði með þurrlegum róm: “Já, svo — þrátt fvrir alt, hefurðu fengið alla peninga Lafði Westlake.” “Það lítur út fyrir það”, svarið Percy, án þess | að líta til föður síns, en vætti varirnar með fingrun- J um. Þeir stóðu um stund þegjandi, en Lord í Spencer hélt áfram að stara út í loftið með sér- kennilegu augnaráði. Svo sagði Percy hikandi, eins og hann tæki það nærri sér. “Mér — mér kemur þetta óvart. Mér finst 1 erfðarskráin afar ranglát — ranglát gagnvart I Cynthiu”. Lord Spencer hneigði sig með samanklemdar ! varir. Já, þú hefur rétt sagði hann, með drætti kringum munninn, “það er einkennilegt, en þú ger- ir skvldu þína, eins og þú sagðir, er ekki rétt?” “Já, öldugis áreiðanlega”, svaraði Percy fljót- ! mæltur. Eigum við ekki að halda áfram — eg vil fara heim og hvíla mig — Hann tók í hendi föður síns, en í stað þess að endurgjalda eins og vera bar, tók hann að sér hend- ina og sagði stutt en ákveðið, en forðaðist að líta framaní Percy: “Eg fer á klúbbinn”, svo fór hann leiðar sinn- ar niðurlútur, eins og hann flýði frá óbekkum sam- ferðamanni. Percy stóð kyr, og horfði á eftir föð- j ur sínum. Blóðið streymdi fram í kinnarnar á hon- j um og myndaði þar svo rauða bletti, en augnatillitið var hræðslublandið. J. 26. KAPÍTULI. i Cynthia stóð við dyrnar á hinni stóru dagstofu, 1 sem hinn nýii eigandi að Westlake-húsi, herra Percy ! Standish hafði nú einsett sér, — og öllu húsinu, í það heila tekið — að endurbæta og breyta eftir I allra nýjustu tízku, — og beið meðan kofortin henn- ar voru borin ofan. En hin trúfasta Parsons, sá um það. Fyrir tár og innilegar bænir hafði hún seint j og síðar, fengið Cynthiu til að taka hana með sér, til kofans í Summarleigh, þar sem Cynthia ætlaði nú að setjast að. Það voru liðnir tíu dagar, síðan erfðaskráin var opnuð, og Cynthia hafði fast afráðið hvað hún skyldi gera; jafnvel meðan hún hlustaði á herra Lor- tons þurrlega málróm, og henni var ljóst, að hún var ekki erfingi að hinum stórkostlega auð, sem Lafði Westlake lét eftir sig. Hún ætlaði heim. En hvað það var gleðilegt — óviðjafnalegt að indisleik. Hún fann að hin stóra höll Lafði Westlake, eða hinn ríkmannlegi skemti- skáli í Lucerne með alia þá prýði, sem þar bar fyrir augun, hafði þó aldrei verið henni sem reglulegt heim- ili. Hún ætlaði heim í litla komann sinn, og beið þar heimkomu föður síns; þar hafði hún verið ánægð og gæfurík. Hún hafði nýlega fengið frétt um, að hann væri á leiðinni heim til Englands. Ferðalagi has var lokið, og hann þrági a sjá litlu Cynthiu sína aftur. Bréfið var henni til ósegjanlega mikillar á- nægju og gleði, og hún las það með tárin í augun- um.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.